Árið 1938 - Sjóvátryggingar - Bomban sprakk, án þess að valda tjóni.

Einherji, 8. janúar 1938 ----- Brynjólfur Stefánsson, forstjóri Sjóvá.

Í Neista birtust tvær eða þrjár smáklausur nokkru fyrir jól í vetur, um Sjóvátryggingarfélag Íslands og tryggingar Síldarverksmiðja ríkisins hjá því félagi.

Ekki var gott að átta sig á, hvað með þeim var meint, en þó var sýnilegt, að þær voru árás á Sjóvátryggingarfélagið og umboðsmann þess, Þormóð Eyjólfsson, og að því er virðist, fyrst og fremst sprottnar af pólitískri heift til Þormóðs.

Sjóvátryggingarfélagið forðast að blanda sér i pólitískar deilur, og sá því hvorki félagið né umboðsmaðurinn ástæðu til að svara nafnlausri greininni í marklausu blaði, með því líka að öll ummælin voru svo loðin, að hvergi varð verulega hönd á fest, en "Einherji" gerði hvað ettir annað þá kröfu að ljósar væri talað og samningar verksmiðjanna birtir við erlenda vátryggingarfélagið, sem verksmiðjurnar tryggðu hjá í sumar, svo hægt væri að gera samanburð á viðskiptunum verksmiðjanna við það og tilboðunum, er þær fengu frá Sjóvátryggingarfélagi Íslands.

Við þessum áskorunum daufheyrðust þeir Neista-menn og gerðist nú ekkert fyrr en sunnudagsmorguninn næsta fyrir jól.

Þá kemur Alþýðublaðið út og flytur svæsna árásargrein á Þormóð Eyjólfsson í sambandi við tryggingar verksmiðjanna, - eftir Finn Jónsson alþingismann.

Var sú grein tæplega skilin á annan veg, en að þar væri dróttað fjárdrætti að Þormóði Eyjólfssyni.

Í þessu sambandi er þetta að athuga:

Alþýðublaðið kemur út á sunnudagsmorgun, en í mánudaga kemur ekkert blað út í Reykjavík, svo að í blöðum var ekki mögulegt að svara fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag, en frumvarpið um Síldarverksmiðjur ríkisins átti að afgreiða að fullu á mánudag.

En bomban sprakk án þess að hitta í mark.

Ýmsir vinir Þ.E. í Reykjavik símuðu strax á sunnudaginn til hans og skýrðu honum frá grein Finns, og Þoróður sneri sér tafarlaust til málafærslumanns í Reykjavík og bað hann að skrifa dómsmálaráðuneytinu, fyrir sína hönd, beiðni um rannsókn, og fara í mál við greinarhöfundinn.

Tilkynning um rannsóknarbeiðnina og málshöfðunina var síðan birt í útvarpinu, ásamt yfirlýsingu forstjóra Sjóvátryggingarfélags Íslands og síðar birtust einnig í útvarpinu andmæli frá Finni Jónssyni gegn því, að sagt hefði verið að hann hefði verið með fjárdráttaraðdróttun á hendur Þormóði Eyjólfssyni.

Var það út af fyrir sig góðra gjalda vert, en iðrunin þó of skammvinn, sé það rétt hjá Neista, að Finnur Jónsson sé farinn að skrifa skammir um Þormóð Eyjólfsson að nýju.

En Neisti segir nú svo margt sem ekki er satt, samber leiðréttingu á öðrum stað í blaðinu.

Ásökunum Finns Jónssonar á Sjóvátryggingarfélag Íslands og Þormóð Eyjólfsson, hefir Brynjólfur Stefánsson, forstjóri Sjóvátryggingafélagsins, svarað mjög rækilega í eftirfarandi grein, sem Reykjavíkurblöðin voru beðin að birta, en Alþýðublaðið eitt neitaði viðtöku.

Er í rauninni ekki annarra svara þörf í þessum tryggingarmálum:

Viðskipti Sjóvátryggingarfélags Íslands h.f. við Síldarverksmiðjur ríkisins.

Hr. Finnur Jónsson alþingismaður ritar í Alþýðublaðið 19. þessa mánaðar, grein, þar sem hann gerir ofangreind viðskipti að umtalsefni á þann hátt, sem gerir viðskiptaheiðarleik félagsins og minn persónulega, mjög tortryggilegan, en þó sérstaklega umboðsmanns félagsins á Siglufirði, hr. Þormóðs Eyjólfssonar, konsúls.

Markmið Sjóvátryggingarfélags Íslands er algerlega ópólitískt, og það á góða viðskiptavini í öllum flokkum, og vænti ég þess, því, að mega snúa mér til allra dagblaða í bænum með beiðni um að birta eftirfarandi skýrslu um þetta mál, sem vakið hefir mikið umtal í bænum.

Afslátturinn.

Þungamiðjan í grein hr. F.J. virðist vera sú, sem kemur fram i fyrirsögninni, hvort og hvers vegna hr. Þ.E. sem stjórnarformaður í verksmiðjunum um langt skeið, hafi ekki þegið afslátt af vátryggingariðgjöldum versmiðjanna, þó þau hafi "alltaf staðið til boða".

Furðar mig mjög á því, að þessar fyrirspurnir skuli koma úr þessari átt, þar sem ég skýrði fyrir hr. F.J. allt þetta mál rækilega, í samtali sem við áttum í Reykjavík síðastliðið haust. En það er alveg eins og það samtal sé algerlega gleymt, a.m.k. er hvergi á það minnst, en aftur á móti er vitnað í símasamtöl, sem ég átti við hr. F. J. sem ég átti við hr. F.J. er ég var staddur á Akureyri síðustu dagana í júlí á fundum, sem ég sat þar með fulltrúum sjúkrasamlaganna.

Virðist mér því ekki nema eðlilegt, þó einhvers misminnis eða misskilnings kunni að gæta, þar sem hann skýrir frá þessum eldri símasamtölum, enda er það því miður svo.

Hefir hann þar eftir mér og tilnefnir sem vott hr. Þorstein M. Jónsson, að það væri föst venja, að gefa afslátt af sjóvátryggingariðgjöldum, og verður það ekki skilið á annan veg en þann, að þetta sé nokkurn veginn algild regla.

Slíkt gæti mér aldrei komið til hugar, hvað þá að segja. Afsláttur, sem öllum er gefinn, er sama sem verðlækkun, í þessu tilfelli iðgjaldalækkun, og ég mundi telja það blekking, að nota orðið afslátt.

Mundi hr. F.J. telja sér hag eða sóma af því, að telja síldarmjölstonnið helmingi dýrara en það er, til þess að geta sagt við viðskiptavini sína, að þeir fengi það með 50% afslætti?

Nei, það, sem ég sagði, var það, að föst venja væri að gefa samningsviðskiptavinum afslátt, enda er það mjög víðtæk viðskiptaregla.

En við sjóvátryggingar er hún sérstaklega þýðingarmikil. Viðskiptavinur, sem ekki hefir gert samning um að tryggja allar sínar vörur hjá félaginu, verður að tilkynna fyrirfram hvert sinn, og félagið að sjá með símskeytum og endurtryggingu á því, sem flutt er, svo að vitað sé hvort það er á ábyrgð félagsins eða ekki, og hefir það í för með sér margfalda vinnu og kostnað fyrir félagið, en sá kostnaður mundi annars koma viðskiptamanninum til góða sem alsláttur, ef hann gerir samning um að tryggja alla sína vöruflutninga.

Af þessu leiðir nú aftur það, að viðskiptavinur, sem ekki hefir óskað að gera samning, getur ekki eflir á komið og heimtað afsláttinn með tilvísun til þess, að hann hafi tryggt allt hjá félaginu, þar sem félagið hefir, vegna þess, að hann kaus ósamningsbundnu aðferðina, kostað miklu meira upp á trygginguna en það hefði annars þurft.

Þetta ætti að nægja til að sýna það, að það er ekki af neinni óbilgirni af hendi Sjóvátryggingarfélags Íslands, að það sé ekki fært að greiða eftir á afslátt fyrir árin 1935 og 1936, þegar engir samningar voru.

En samt sem áður bauð félagið, eins og hr. F. J. játar, að greiða þennan afslátt, ef áframhaldandi viðskipti héldust, og var það eingöngu í von um að framhaldsviðskiptin, í þessu tilfelli samningsárið 1937, gætu borið þennan halla.

Þegar hr. F.J. gerir samanburð á tilboði Sjóvátryggingarfélags Íslands og erlendu félaganna, má hann því draga þessa upphæð, sem hann telur kr. 4.300.- frá. Mun ég koma nánar að því síðar.

Afskipti hr. Þormóðs Eyjólfssonar af málinu.

Annað atriði, sem hr. F.J. rangminnir frá símasamtali okkar er, þegar hann hefir það eftir mér, að síldarverksmiðjurnar hefðu ætíð fengið atslátt.

Eins og ég gat um, var ég staddur á Akureyri, þegar símasamtölin fóru fram, og verð ég að játa, að ég hafði ekki allar tölur viðvíkjandi viðskiptum Sjóvátryggingarfélags Íslands og síldarverksmiðjanna í höfðinu.

En mundi fyrir víst, að S.Í. hefði greitt afslátt og sagði hr. F.J. það, og lofaði að athuga málið nánar þegar ég kæmi heim, og láta hann fá upplýsingar um það.

Þeir 4-5 dagar, sem liðu frá því ég talaði við hr. F. J. á Akureyri, og þangað til ég kom heim og hafði athugað bréfaviðskiptin frá 1935, munu vera þeir "miklu vafningar", sem hr. F. J. talar um.

Við athugun á bréfaviðskiptum þeim, sem fram höfðu farið um þetta mál, sá ég, eflir að ég kom heim, að fyrstu samningsumleitanir, sem fram höfðu farið, voru gerðar að tilhlutun hr. Þormóðs Eyjólfssonar sumarið 1935, enda voru viðskiptin við síldarverksmiðjurnar fram til þessa tíma ekki stór, samanborið við það, sem nú er.

1934: Sjóvátryggingaiðgjöld ca. kr. 6.700

1935: -- - - 14.600

1936: -- - - 33.900

1937: ----- (væntanlegt) 60.000

Í júlí 1935 sendi Sjóvátryggingarfélag Íslands samningsuppkast til Siglufarðar, en fékk það endursent óundirskrifað seint í ágúst.

Hafði hr. Þormóður Eyjólfsson, sem þá var í verksmiðjustjórninni, ekki fengið því framgengt, að samningar væru gerðir.

Sjóvátryggingarfélag Íslands greiddi samt sem áður afslátt af tryggingunum fyrir þann tíma sem samningsuppkastið var fyrir norðan, og eru það þær ca. 500 krónur, sem hr. F.J. getur um.

Fyrir árið 1936 bauð Sjóvátryggingarfélag Íslands samskonar samning með 10% afslætti, og auk þess að greiða eftirstöðvar af afslættinum 1935, ef samningar væru gerðir.

Sýnir þetta að ekki hefir staðið á Sjóvátryggingarfélagi Íslands, að gera viðskiptin samningsbundin, og geta þar með gefið síldarverksmiðjunum þann afslátt, sem þar af leiddi, og ennfremur, að hr. Þormóður Eyjólfsson hefir alltaf verið sá, sem hvatt heft, til samninga. Að minnsta kosti getur ekki verið, að hr. Þ.E. hafi staðið í vegi fyrir samningum 1936, og hlýtur hr. F.J. að geta leitað sjálfum sér nær, um hver ekki hafi þegið samninginn þá, og þar með afsláttinn.

Athugasemd hr. F.J. um það, að Sjóvátryggingarfélag Íslands gæti verið þekkt fyrir að láta svona viðskipti viðgangast, fæ ég ekki skilið.

Sjóvátyggingarfélag Íslands hafði haldið hentugustu viðskiptaaðferðinni að viðskiptavininum, og átti félagið, ef viðskiptavinurinn þekktist ekki boðið, að skoða það virðingu sinni ósamboðið, að skipta við hann?

Nítján hundruð þrjátíu og Sjö.

Í fyrri hluta júlímánaðar í ár fær Sjóvátryggingarfélag Íslands frá umboðsmanni sínum á Siglufirði, hr. Þormóði Eyjólfssyni, beiðni um að gera tilboð í tryggingar Síldarverksmiðja Ríkisins.

Sendi Sjóvátryggingarfélag Íslands, þegar tilboð og bauð 15%. afslátt, bæði með tilliti til þess, sem á undan var gengið, og með tilliti til þess, að útlit var fyrir, að viðskiptin á árinu yrðu mikil.

Hefi ég ekki orðið var, að móttilboð kæmu frá neinu félagi, sem lögum samkvæmt starfa hér á landi.

Íslensk lög (sbr. lög nr. 62. 1913) mæla svo fyrir, að sérhvert útlent vátryggingarfélag. sem, rekur vátryggingarstarfsemi hér á landi, skuli:

Hafa varnarþing á Íslandi.

Hafa aðalumboð og aðalumboðsmann, sem svari til saka fyrir félagsins hönd, við málsókn.

Setji tryggingu, sem stjórnarráðið ákveður.

Sé skylt að greiða skatta og útsvör eins og innlent félag.

Greiði stimpilgjöld til ríkissjóðs, eins og innlent félag.

Mér er ekki kunnugt um, að þeir tveir menn, sem hr. F.J. tiltekur, hr. Guðjón Teitsson og hr. Ásgeir Þorsteinsson, uppfylli þessi skilyrði, eða þau félög, sem þeir eru fyrir.

Hr. F.J. tiltekur, að tilboð þessara manna, og þó sérslaklega þess síðarnefnda, séu kr. 11.000,- lægri en tilboð Sjóvátryggingarfélags Íslands. Þar frá ber að draga eins og ég hefi áður minnst á. kr. 4.300,- sem Sjóvátryggingarfélag Íslands bauðst til að greiða síldarverksmiðjunum.

Eftir ættu þú að vera kr. 6.700,-, mismunur á tilboðunum, eflir því sem hr. F.J. telur og verður þar að byggja á frásögn hans, því að hvorki tilboðið sjálft né samninginn hefir S.Í. fengið að vita um.

Ef það er rétt til getið, að, félag það (eða þau), sem tekið hafa að sér vátrygginguna, starfi ekki samkvæmt lögum nr. 62 frá 1913 og uppfylli þar með ofangreind skilyrði, er það að vísu óskiljanlegt, að mismunurinn skuli ekki vera meiri, en til þess að fá úr þessu skorið, vil ég biðja hr. F.J. að upplýsa eftirfarandi atriði:

Hvað hefir orðið eftir í landinu sem vinnulaun af þeim iðgjöldum, sem verksmiðjurnar greiða nú?

Hvaða skatt og útsvar hefir hið opinbera fengið af viðskiptunum?

Hvar er varnarþing féloganna?

Hver er aðalumboðsmaður, þeirra hér á landi?

Hvað hefir ríkissjóður fengið í stimpilgjöld af vátryggingunum?

Hvaða tryggingu hafs félögin sett?

Reynist tilgáta mín rétt, skal ég fljótlega sanna að það hefir ekki verið gróði, heldur þjóðhagslegt tap að taka tryggingarnar frá innlanda félaginu og færa það til erlendra félaga.

Reykjavik, 21 des. 1937.

Brynjólfur Stefánsson.