Vinnudeila Verkamannafélagsins "Þróttur" og S.R. leyst.

Einherji, 27. apríl 1938

Eins og lesendum blaðsins er kunnugt um, þá hafði verkamannafélagið "Þróttur" sagt upp samningum við S.R. og aðra atvinnurekendur hér á Siglufirði og krafðist kauphækkunar fyrir verkamenn.

Stjórn atvinnuveitendafélags Siglufjarðar gekk inn á samninga við verkamannafélagið fyrir nokkru síðan, þar sem samið er um þó nokkra kauphækkun, frá því sem verið hefur.

Stjórn S.R. vildi aftur á móti ekki hækka kaup verkamanna, en vildi halda samningum óbreyttum frá því sem þeir hafa verið s.l. ár.

Verðfall á síldarlýsi hefur orðið gífurlegt frá því er það stóð hæst s.l. ár og líkur fyrir því að af þeirri ástæðu verði erfitt fyrir útgerðarmenn að gera út í sumar, og að kaup sjómanna verði miklu lægri en s.l. ár.

Skömmu fyrir páska kom, sáttasemjari ríkisins hingað norður og kynnti sér málavexti, en gerði engar tillögur um lausn deilunnar, áður en hann fór suður aftur.

26. þ.m. sendi hann deiluaðiljum tillögu til samkomulags, sem birt er hér á öðrum stað í blaðinu.

Samkvæmt þessari tillögu hækkar kaup verksmiðjumanna nokkuð, en mikið minna en félagið "Þróttur" hafði krafist.

Tillaga þessi var kvöldið eftir samþykkt á fundi í verkamannafélaginu "Þróttur", með öllum greiddum atkvæðum gegn 6.

Og sama kvöld samþykkti meirihluti verksmiðjustjórnarinnar, þeir Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson og Finnur Jónsson, tillöguna.

Jón Þórðarson og Sveinu Benediktsson greiddu alkvæði gegn henni.

Þormóður Eyjólfsson og Þorsteinn M. Jónsson gerðu svohljóðandi greinargerð fyrir atkvæðum sínum:

"Þar sem afurðaverð síldarverksmiðjanna heftir stórlækkað frá því sem það hefur verið tvö s.l. ár, en sú lækkun hlýtur að leiða af sér mikla lækkun hráefnisverðs, og þar með lakari afkomu útgerðarmanna og lækkun á tekjum sjómanna, þá teljum við rangt að rýra nú tekjur þeirra enn meir, með því að hækka kaup landverkamanna, því að vitanlega hlýtur hækkun á kaupi þeirra að orsaka aukinn framleiðslukostnað og lækka þar með hráefnisverðið.

Aftur á móti hafði verksmiðjustjórnin gert kaupsamninganefnd "Þróttar" tilboð um, ef afurðaverð verksmiðjanna hækkaði svo mikið á þessu ári, að hráefnisverðið yrði hærra, en meðalverð þriggja síðustu ára, sem er 5.76 kr. málið, að greiða þá verksmiðjumönnunum kaupuppbót.

Einnig hefur verksmiðjustjórnin boðið önnur hlunnindi verksmiðjumönnunum til handa, sem hefðu orðið þeim talsverðar kjarabætur, en ekki beinn kostnaðarauki fyrir verksmiðjurnar, og því ekki lækkað tekjur þeirrar stéttar verkamanna - sjómannanna - sem við mikið lakari kjör situr. Þessum tilboðum hafnaði samninganefnd "Þróttar" skilyrðislaust.

En með tilliti til þess að atvinnurekendur í bænum hafa nú gert samning við "Þrótt" um kauphækkun, og einnig því, að ekki hafa komið fram nein andmæli frá sjómannastéttinni, gegn kauphækkunarkröfum "Þróttar" og má af því ætla að hún muni heldur sætta sig við það, að gengið sé á hlut hennar, en eiga á hættu stöðvun síldarbræðslnanna, þá munum við ekki leggja á móti því við atvinnumálaráðherta að verksmiðjurnar verði reknar i sumar með því kaupgjaldi, sem felst í tillögu sáttasemjara.

Í gær undirskrifuðu svo báðir aðiljar kaupgjaldssamningana.

Munu allir sammála um það, að lausn þessar vinnudeilu hafi orðið sæmileg, og báðum aðiljum, verksmiðjunnar og verkamönnum til tjóns, ef verkfall hefði orðið.

Annars væri nauðsynlegt að koma því svo fyrir með kaupgjaldsgreiðslur verksmiðjanna, að kaupið færi hækkandi og lækkandi eftir hráefnisverðinu og afkomu verksmiðjanna ár hvert.

Er það mál sem taka þarf til rækilegrar athugunar í framtíðinni.

=========================

Tillaga sáttasemjara, sem verksmiðjustjórnin og verkamannafélagið "Þróttur" hefir samþykkt, er svohljóðandi:

Samningur aðila frá 22. mars 1935 skal gilda frá 1. maí n.k. til jafnlengdar næsta ár með eftirfarandi breytingum:

  • Tímakaup fyrir almenna dagvinnu, mánuðina júní, júlí, ágúst og september sé kr. 1.45, aðra mánuði ársins kr. 1.35.
  • Fyrir skipadagvinnu við útskipun afurða og uppskipun salti, mjöli, sandi. sementi og timbri kr. 1.65.
  • Fyrir eftirvinnu.........................................kr. 2.15.
  • Fyrir kolavinnu dagvinnu kr. 2,00. eftirvinnu..... kr. 2.25.
  • Fyrir ketilhreinsun dagvinnu kr. 2,50, eftirvinnu. kr. 2,75.
  • Mánaðarkaup 2-4 mánuði almenn dagvinna.. kr. 340,00.
  • 4-5 mánuði, kr. 310,00 6 mánuði, og þar yfir kr. 290,00.
  • Kyndarar kr. 375,00.
  • Þróarmenn............... kr. 395,00.

Ef samningum er ekki sagt upp af öðrum hvorum aðilja með 3ja mánaða fyrirvara eða fyrir 1. febrúar ár hvert gildir hann áfram óbreyttur fyrir eitt ár í senn.