Árið 1946 - Síldarvertíðin 1946 - Bræðslusíldaraflinn varð rúm 1 miljón hektólítrar.

Einherji 5. október 1946

Síldarverksmiðjur ríkisins unnu úr 55,95% bræðslusíldaraflans.
Aflahæsta skip flotans var Siglfirska skipið “Dagný”.
Síldarsöltunin nam rúmum 158 þúsund tunnum af Norðurlandssíld.

Þann 14. september hættu síldarverksmiðjurnar á Norðurlandi að taka á móti síld í bræðslu, höfðu þá verksmiðjunum borist 1.171.514 hektólítrar af síld. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig niður á verksmiðjurnar í landinu:

Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði 355.205  hektólítrar
Rauðka, Siglufirði 141.312  hektólítrar
Síldarverksmiðjur ríkisins, Krossanesi 49.341  hektólítrar
Síldarverksmiðjur ríkisins, Skagaströnd 10.334  hektólítrar
Síldarverksmiðjur ríkisins, Raufarhöfn 230.922  hektólítrar
Síldarverksmiðjur ríkisins, Húsavík    9.697  hektólítrar
Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði 32.508  hektólítrar
Síldarverksmiðjan,á Djúpavík 61.796  hektólítrar
Síldarverksmiðjan á Ingólfsfirði 53.686  hektólítrar
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri 146.172  hektólítrar
Síldarverksmiðjan á Dagverðareyri  80.541  hektólítrar

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa eins og yfirlitið ber með sér unnið úr rúmum helming bræðslusíldarmagnsins, sem á land hefur borist í sumar. Hér fer á eftir yfirlit, sem sýnir vinnslu ríkisverksmiðjanna árin 1942-1946:

  • 1942: 549.146 mál.
  • 1943: 719.394 -
  • 1944: 919.950 -
  • 1945: 162.380 -
  • 1946: 460.892 -

Síldarsöltunin: Tafla hér ofar

Samtals hafa verið saltaðar í sumar 158.313 tunnur af Norðurlandssíld. Skiptist söltunin þannig á milli stöðvanna: 

  • Dalvík 4.994 -
  • Hofsós 1.687 -

Söltun Faxasíldar nam um síðustu helgi 6163 tunnum, og skiptist þannig á söltunarstaði sunnanlands. Tafla hér ofar

Ath.sk 2018: Síldin á þessum tímum var ekki viktuð eins og frá árinu 1966 +/- heldur var mælt samkvæmt rúmmáli -

Undantekning var þegar síld var lestuð um borð í síldarflutningaskip, þá var rúmmálið látið gilda eftir komu farmsins um borð var síðan reiknað út frá eðlisþyngd síldarinnar, sem er rétt yfir eðlisþunga vatns (man ekki nákvæmlega) - En magnkvittun til síldarskipsins var í tonnum reiknuð.

1 hektólítir er jafngildi 100 lítrar (metralítrar - 1 rúmmeter)
1 tunna var talin vera um 135 lítrar