Tengt Siglufirði
Mjölnir 17. janúar 1946
Það er undir Siglfirðingum sjálfum komið.
Verði traustur og einhuga bæjarstjórnarmeirihluti hér á næstu árum, eru allar líkur til þess að hann geti fengið því áorkað.
En Verði ríkjandi hér öngþveiti og kyrrstaða, er sennilegt, að aðrir staðir, sem hug hafa á þessari verksmiðju fengju hana til sín.
Síldveiðin hefur um langt skeið verið önnur þýðingarmesta grein sjávarútvegsins á Íslandi. Þó fer ekki verulega að kveða að henni, fyrr en síldarverksmiðjur fara að rísa upp í stórum stíl.
Framleiðsluvörur síldarverksmiðjanna eru, eins og kunnugt er síldarlýsi og síldarmjöl og hefur þýðing þessara vara, einkum síldarlýsisins vaxið með ári hverju.
Íslendingar eru nú komnir í fremstu röð hvað framleiðslu síldarlýsis snertir. Þrátt fyrir það, þó Íslendingar séu orðnir með stærstu framleiðendum síldarlýsis, sem er svo eftirsótt, þá kemur það þjóðinni að alltof litlu gagni vegna þess, að hún þarf að flytja það allt út sem hrálýsi.
Það sannast þarna á Íslendingum, að sá sem framleiðir hrávöruna, fær alltaf minnst fyrir sitt starf. Við erum neyddir til þess að selja síldarlýsið okkar fyrir örlítið brot af því, sem það selst fullunnið.
Næsta stórverkefni íslendinga er að reisa hersluverksmiðju, sem gæti hert allt síldarlýsið. Hersla síldarlýsisins myndi að minnsta kosti tvöfalda útflutningsverðmæti þess, auk þess sem herslan gerir okkar óháð lýsishringnum enska Unilever, sem skammtaði íslendingum smánarverð á síldarlýsið fyrir stríð.
Í hertu tonni er hægt að selja lýsið í smáslöttum víða um lönd. en hrálýsið er ekki hægt að selja nema til hersluverksmiðja, en í Evrópu eru þær flestar undir stjórn þessa hrings.
Árið 1942 voru samþykkt heimildarlög fyrir ríkisstjórnina að láta reisn lýsishersluverksmiðju þegar sýnt þótti, að slík verksmiðja gæti borið sig. Þrátt fyrir þessi lög var ekkert gert í þessu, máli af hálfu stjórnarinnar sem þá réði.
Í stríðsbyrjun hafði Jón Gunnarsson aflað tilboðs í ýmsar helstu vélarnar í herslustöð, -- en síldarverksmiðjustjórnin,- og raunar Jón Gunnarsson líka brást þor til að ráðast í framkvæmdir, þrátt fyrir það þótt verðlag væri þá mikið lægra en er.
Þegar eftir myndun núverandi ríkisstjórnar var farið að athuga þetta mál, og seinnipart fyrra seturs sendi atvinnumálaráðherra Óskar B. Bjarnson, efnafræðing til Ameríku til að kynna sér herslu síldarlýsis og afla tilboða í verksmiðju. Óskar er nú
kominn aftur úr för sinni og er árangurinn sá, að sjálfsagt er að leggja í smíði herslustöðvarinnar.
Tilboð hefur borist í lýsisherslustöð. vélar og áhöld, miðað við 50 tonna afköst á dag. Bráðabirgða kostnaðaráætlun hefur verið gerð á grundvelli þessa tilboðs og fer hún hér á eftir:
Vélar og áhöld samkvæmt tilboðinu
I
II
Byggingar:
Í þessari kostnaðaráætlun er lóðaverð ekki innifalið.
Búist er við fleiri tilboðum í vélar og áhöld til lýsisherslu nú á næstunni.
Það þarf raunar ekki að fjölyrða mikið um nauðsyn lýsisherslustöðvar, það hlýtur að liggja ljóst fyrir hverjum manni þó er rétt að minnast á það nokkru nánar.
Það sem einkum snýr að þeim stað, sem stöðin verður reist á, er sú atvinna sem hún skapar. Lýsisherslustöð þarf að starfrækja allan sólarhringinn og verður því að vinna við hana 2-3 vöktum. Í hersluverksmiðjunni sjálfri er talið að ekki þurfi færri en 10 manns á vakt, en auk þess þarf fólk við ýmislegt fleira t.d. við það að koma framleiðslunni fyrir í vöruskemmum, útskipun og fleira.
Herta lýsið er venjulega sett í járntunnur og er ekki óvenjulegt að nauðsynlegt verði að reisa sérstaka verksmiðju til framleiðslu á þeim, því að miðað við 300 vinnsludaga í hersluverkmiðju samkvæmt tilboðinu, þarf hún 75 þúsund tunnur.
Ef fitan er fullhert er hún stundum sett í kassa og það myndi útheimta allmikla kassagerð, er ekki síður myndi veita atvinnu.
Ennþá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvar lýsisherslustöðin eigi að vera. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að hún sé á Siglufirði, en margar raddir hafa heyrst um
það að hún verði byggð annarstaðar t.d. á Akureyri eða Reykjavik. Búast má við nokkrum átökum um þetta mál, og því er nauðsynlegt að Siglfirðingar og þá náttúrlega bæjarstjórn Siglufjarðar sýni þann skilning og áhuga í þessu máli, sem nauðsynlegur er.
Það sem fyrst þarf að gera, er að sanna að nægileg orka sé fyrir hendi. Til þess þarf að vinna að því, að koma upp í Skeiðsfoss-stöðinni seinni vélasamstæðunni, og er það mikið óhapp að þær vélar skyldu ekki vera pantaðar strax því rafalar og túrbínur fást ekki nema með árs fyrirvara.
Það er talið að lýsisherslustöð myndi þurfa 60 -70% af afli Skeiðsfossstöðvarinnar og það verður þegar seinni vélasamstæðan er komin. Það er undir Siglfirðingum sjálfum komið, að því er best verður séð, hvort lýsisherslustöðin verður reist hér eða ekki.
Til þess að tryggja það, verða bæjarbúar að skapa sterkan samhentan og ábyrgan bæjarstjórnarmeirihluta, sem gengur að því hiklaust að skapa skilyrði fyrir byggingu stöðvarinnar.
Ef sami glundroði ríkir í bæjarstjórninni og átt hefur sé stað á s.l. kjörtímabili er viðbúið að andstæðingum Siglufjarðar takist að knýja það, fram að hún verði byggð annarstaðar.
-----------------------------------------------------------------------
Lýsisherslustöðin
Neisti 24. janúar 1946
Seinasti Mjölnir er að reyna að eigna atvinnumálaráðherra Áka Jakobssyni þann undirbúning, sem fram hefur farið á rannsókn að byggingu Lýsisherslustöðvar. - Þetta, eins og margt annað, sem þessir góðu menn halda fram um þessar mundir er alrangt.
Það var Finnur Jónsson núverandi dómsmálaráðherra, sem flutti þingsályktunartillögu um rannsókn og undirbúning að byggingu herslustöðvar fyrir síldarlýsi. Og fékkst þessi tillaga samþykkt.
Þetta mál hafði þegar nokkuð verið rannsakað af prófessor Trausta Ólafssyni og Jóni Gunnarssyni fyrrverandi verksmiðjustjóra.
Samkvæmt nýsköpunarloforðum núverandi ríkisstjórnar bar henni skylda til þess að athuga þetta mál nánar.
Hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að Nýbyggingarráð hefði fengið mál þetta til nánari athugunar. Atvinnumálaráðherra fannst hinsvegar eðlilegra að sérstakur maður færi utan til þessara rannsókna, og var ferð hans að miklu leyti kostuð af Síldarverksmiðjum ríkisins.
Eftir því sem Mjölnir segir virðist tilgangur ráðherrans aðeins hafa verið sá að reyna með þessu að eigna sér málið til pólitísks ávinnings fyrir sig og flokk sinn. Það er auðvitað hin mesta fjarstæða, að hann geti það, og einungis til þess að hleypa pólitískri togstreitu að þessu mikilsverða velferðarmáli íslensks sjávarútvegs.
Það er þó ennþá fráleitara fyrir kommúnistana hér í Siglufirði að reyna að nota þetta mál til þess að sníkja á því atkvæði við þær bæjarstjórnarkosningar, sem standa fyrir dyrum.
Þetta mál verður aldrei leyst til ávinnings fyrir Siglfirðinga, nema allir flokkar verði sammala um það og vinni að því í sameiningu. Þetta er stórmúl, sem þarf samvinnu allra bæjarbúa. Það er því pólitískt óþokkaverk, að vera að telja mönnum trú um, að aðeins kosningasigur kommúnista geti komið því í höfn.
Landsmenn allir hafa fylgst svo með stjórn kommúnista á fjármálum þeirra félaga, sem þeir hafa haft forystu í undanfarið, að það eru mestu líkindi til þess, að það gæti orðið til þess að tefja fyrir byggingu lýsisherslustöðvar í Siglufirði, ef að kommúnistar fengju hér mikil áhrif við þær kosningar, sem standa fyrir dyrum.
Sporin hræða. Það er ekki nóg fyrir kommúnistana að gala hér. Þeir þurfa traust ráðandi manna þjóðfélagsins til þess að þeim verði trúað fyrir slíku stórfyrirtæki, sem hér er á ferðinni. Það hafa þeir ekki. Þess vegna eiga þeir engan kost að ráða neinu einir um þetta mál eða önnur stærri.
-----------------------------------------------------------------------------
Mjölnir 19. júní 1946
Ákveðið að reisa lýsisherslustöð.
Framkvæmdir byrja í sumar.
Síðastliðinn miðvikudag voru að tilhlutun atvinnumálaráðherra gefin út í ríkisráði bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina að taka 7 milljón króna lán til þess að reisa lýsisherslustöð og hefur atvinnumálaráðherra nú ákveðið, að framkvæmdir skuli hafnar þegar á þessu sumri.
Það hefur lengi verið á döfinni þetta mál. Allmiklar rannsóknir fóru fram fyrir stríð og í stríðsbyrjun, en ráðamenn í síldarútveginum brast kjarkur til að leggja í byggingu verksmiðjanna.
Það sem menn óttuðust mest fyrir stríð voru markaðsörðugleikar, en svo sem kunnugt er, var fituhringurinn breski Unilever mjög mikils ráðandi um verð og markaði fyrir lýsi og herta feiti, og það var nú ekki alveg eftir kokkabók þjóðstjórnarinnar að taka upp baráttu við enska auðvaldið.
Nú er svo komið, að þjóðir Evrópu vilja losa sig undan enska hringaauðvaldinu og munu því ekki verða vandræði á að finna markaði fyrir herta lýsið í Mið- og Austur Evrópu og jafnvel víðar, hvað sem enski auðhringurinn segir.
Þær rannsóknir, sem fram hafa farið hafa leitt í ljós, að Siglufjörður er heppilegasti staðurinn til þess að reisa verksmiðjuna á, eftir að virkjun Skeiðsfoss er lokið. Þó að Reykjavik og Akureyri geti boðið ódýrara rafmagn en Siglufjörður, þá er ýmis aukakostnaður við það að hafa hersluverksmiðjuna á þeim stöðum.
Einkum er það flutningskostnaðurinn á lýsinu frá síldarverksmiðjunum, tvennir tankar og meira af föstum starfsmönnum, en með tilliti til starfsmannahalds er Siglufjörður, vegna vertíðarinnar einna heppilegastur.
Jakob Gíslason forstjóri hefur gefið álit sitt á því, hvar heppilegast sé, að verksmiðjan standi frá rafmagnstæknilegu sjónarmiði og telur hann Siglufjörð heppilegastan.
Ýmsir af áhrifamönnum í síldariðnaði landsmanna eru algjörlega andvígir því, að verksmiðjan verði byggð á Siglufirði. Þannig er Finnur Jónson andvígur Siglufirði og vill láti byggja hersluverksmiðjuna á Akureyri eða Reykjavik.
Hinsvegar er aðstaða Siglfirðinga í þessu máli sú, að minnsta kosti eins og stendur, að tryggt er, að ekki verði brotinn réttur á þeim í þessu máli.
Siglufjörður er nýbúinn að reisa sér dýra rafmagnsstöð, sem kostar fullgerð 13 milljónir króna.
Bæjarbúar eru dálítið áhyggjufullir yfir rekstursafkomu hennar nú fyrstu árið. Ef lýsisherslustöðin verður byggð hér má telja, að bærinn sé úr allri fjárhagsáhættu í sambandi við hina dýru rafstöð sína.
Siglfirðingar gera sér miklar vonir um, að lýsisherslustöðin verði til þess að hrinda fram atvinnuþróuninni í bænum og færa Siglufjörð nær því marki að hafa næga atvinnu fyrir íbúa sína árið um hring.