Árið 1948 - Ákavíti endurbyggt - Mjölskemman endurbyggð

Siglfirðingur 26. ágúst 1948

Járnið í skemmuna vegur á sjötta hundrað tonn.

UNNIÐ ER nú af kappi við endurbyggingu mjölskemmunnar frægu, sem hrundi í fyrravetur.­

H.F. Hamar í Reykjavik hefur séð um fyrirkomulag og undirbúning verksins og sér nú um framkvæmd þess.

Vinna að endurbyggingunni nokkrir menn að sunnan, og ásamt þeim nokkrir Siglfirðingar. Blaðið átti stutt samtal við Zoega, sem hefur yfirumsjón með verkinu og spurði hann frétta.

Allt efni til endurbyggingarinnar er nú komið hingað nema nokkur hluti af klæðningunni, og vegur það allt, á 6. hundrað tonn.

Þessi mynd var í blaðinu. Ljósmyndari ókunnur

Þessi mynd var í blaðinu. Ljósmyndari ókunnur

Þar sem jarðvegurinn var viðsjárverður og undirstöður hússins ótryggar, hófst vinna á því, að “ramm­aðir” voru niður staurar undir máttarstoðirnar. Voru settir, 4 staurar um 9 m. langir og 30-40 sm. í þvermál undir hverja súlu og síðan steypt járnbent undirstaða um 1½ m á dýpt, 2 m. breið og 3 m. löng.

Máttarstólparnir voru síðan reistar, en þær eru 24 tommur í þvermál og vega rúm tvö tonn hver, Þessum nýju burðarsúlum ásamt grind og sperrum er ætlað að ætlað að bera alla áreynslu vinda og veðráttu.

Veggklæðning hússins verður látin halda sér, þar sem hún hefur ekki orðið fyrir verulegum skemmdum, en aðeins aukið inn í og bætt við, þar sem þykir þurfa. Hins vegar verður sett ný klæðning á allt þakið.

Að þessu sinni verður húsið aðeins með einu risi í stað þeirra tveggja, er áður voru, og verður reistur pallur í veggjahæð í miðju húsinu og notaður til að kæla á honum mjöl.

Zoega hvað mundu reynt að fullgera húsið í haust og vetur, ef veðrátta leyfði.