Árið 1942 - Rauðkumálið og ...

Siglfirðingur 9. október 1942

Rauðkumálið.
I.

Vegna ummæla í síðasta tölublaði Neista, þar sem við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins er vorum í bæjarstjórn 1940, erum stimplaðir “svikarar" og “Quislingar" við þann málstað, að endurbyggja svokallaða Rauðkuverksmiðju, viljum vér undirritaðir taka fram eftirfarandi:

Þegar tillagan um endurbyggingu og stækkun Rauðkuverksmiðjunnar kom til umræðu í allsherjarnefnd í fyrsta skipti á annan páskadag árið 1940, hafði þáverandi meirihluti bæjarstjórnar, þeir Alþýðuflokksmenn og Kommúnistar. verið að pukra með þetta stórmál bak við tjöldin svo mánuðum skipti, og varð eigi annað séð, en að meiri áhugi væri fyrir því hjá þeim að gera málið pólitískt, þessum flokkum til framdráttar, fremur en það næði fram að ganga. Má í því sambandi geta þess, að þáverandi bæjarstjóri, Áki Jakobsson, lét þau orð fylgja tillögunni um þetta mál, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins yrðu að greiða atkvæði með eða á móti þessu máli, þegar á þessum fundi.

Löndunarbryggjur Rauðku: - Ljósmynd: Kristfinnur

Löndunarbryggjur Rauðku: - Ljósmynd: Kristfinnur

Það er alkunnugt, að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Siglufjarðar gerði sitt ýtrasta til þess að mál þetta næði fram að ganga og fóru meðal annars margar ferðir til Reykjavíkur í þessu skyni. Á sama tíma hélt málgagn Kommúnista hér á Siglufirði uppi látlausum áróðri á hendur þeim aðiljum, sem undir var að sækja um framgang þessa máls, þáverandi ríkisstjórn, og treystum vér bæjarbúum til þess að dæma um, hvort slík rógsherferð muni hafa verið líkleg til að létta okkur starfið.

Svo sem kunnugt er, synjaði þáverandi ríkisstjórn um þá stækkun á verksmiðjunni, er farið var fram á,

Í mótmælaskyni við þessa afgreiðslu málsins sögðum vér undirritaðir okkur úr Sjálfstæðisflokknum og lögðum niður umboð okkar fyrir þennan flokk. Allir

formenn hinna þriggja starfandi Sjálfstæðisfélaga á Siglufirði sögðu af sér formannsstörfum af sömu orsökum. Á borgarafundum, sem haldnir voru um þetta mál, héldum vér áfram að nótmæla þeirri afgreiðslu, er málið sætti hjá stjórninni.

En hvað gerði þáverandi forseti bæjarstjórnar, Erlendur Þorsteinsson alþingismaður til þess að mótmæla þessari afgreiðslu við þáverandi ráðherra Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann?

Eða skyldi það vera satt, sem heyrst hefur að sendimaður Alþýðuflokksbrotsins hérna hafi aldrei fengið áheyrn hjá sínum eigin flokksráðherra?

Í stuttu máli sagt: Vér teljum að aðalástæðan fyrir því, að endurbygging og stækkun Rauðku náði ekki fram að ganga sé sú, OG EINGÖNGU SÚ, hve fádæma klaufalega haldið var á þeim málum, af hendi þáverandi bæjarstjórnarmeirihluta.

Siglufirði 8. október 1942.

II.

Í Neista, er út kom 7. október, er tekin upp úr Siglfirðingi frá 3. október, þessi klausa: “Siglfirðingur vill fullyrða það, að bæði ríkisstjórnin og Útvegsbankinn hefðu litið öðrum og velviljaðri augum á Rauðkumálið, en raun varð á. ef t.d. Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn hefðu farið með meirihlutavaldið í bæjarstjórn 1940, því þótt Sjálfstæðismenn væru málinu hlynntir, þá var þessum aðilum (þ.e.ríkisstjórn og Útvegsbankanum) það ljóst, að eins og bæjarstjórnin var skipuð þá, þá mundu þeir (þ.e.Sjálfstæðismenn) litlu ráða í um rekstur hinnar nýju verksmiðju, og þeir (þ.e.þessir aðilar, ríkisstjórn og Útvegsbanki) töldu sig hafa fulla ástæðu til að tortryggja hinn rauða meirihluta bæjarstjórnar, A-listamennina".

Í tilefni at þessu ræðst svo Neisti með alveg sérstaklega neistalegu orðbragði á siglfirska Sjálfstæðismenn, kallar þá landráðamenn Siglufjarðar, sem eigi ekkert skilið nema einskæra fyrirlitningu. Og að það séu svik við Siglufjörð, að fela nokkrum manni frá Sjálfstæðisflokknum trúnaðarstarf fyrir bæinn, eftir slíka yfirlýsingu og margt fleira í þessum dúr. Mikils þykir nú við þurfa.

Af því að Siglfirðingur telur, að ríkisstjórn og Útvegsbankinn hafi talið sig hafa ástæðu til að tortryggja rekstur verksmiðjunnar í höndum A-listamannanna, þrátt fyrir það þótt Siglfirskir Sjálfstæðismenn væru með í málinu, þá telur Neisti rétt, að stimpla alla Siglfirska Sjálfstæðismenn sem landráðamenn og svikara gagnvart þessu bæjarfélagi.

Því, hefur verið haldið fram, að vissri persónu gangi illa að lesa biblíuna, en hvað segja menn um þessa túlkun Neista á rituðu máli. Er sá, sem þetta skrifar, raunverulega svo heimskur, að hann skilji ekki mælt mál, eða álítur hann Siglfirska kjósendur svo heimska, að hann geti talið þeim trú um, að þegar ritað er að ríkisstjórnin muni hafa talið sig hafa ástæðu til að tortryggja stjórn A-listamannanna á

verksmiðjunni, þá þýði það, að Siglfirskir Sjálfstæðismenn séu svikarar, landráðamenn og Quislingar gagnvart bæjarfélaginu.

Annars má í þessu sambandi minna á, að afstaða ríkisstjórnarinnar í Rauðkumálinu varð til þess, að tveir af þrem bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði lögðu niður umboð sitt í bæjarstjórninni og sögðu sig úr flokknum í mótmælaskyni.

Svona meðferð á staðreyndum leyfir enginn heiðarlegur stjórnmálamaður sér. Sá flokkur, sem beitir svona áróðursaðferðum, er sér þess meðvitandi, að hann er dauðadæmdur sem flokkur, á sér enga viðreisnarvon, ef heiðarlegum aðferðum er beitt og grípur því til slíkra örþrifaráða.

Það er Siglfirskra kjósenda að svara þann18. október, og þeir munu svara á þann hátt einan, er þeim sæmir.

S.K. (S.K. Er sennilega Sigurður Kristjánsson)

VIÐBÓT

10-10 Neisti, 10. október 1942

Rógurinn um rekstur "Rauðku".

Í 31. tölublaði Siglfirðings, sem út kom 3. Október er byrjun á langloku um framkvæmd málefnasamnings þess, sem Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkurinn hér á Siglufirði, gerðu með sér 1938.

Er þetta mest endurprentun frá því í vetur og lítið nýtt nema ósmekklegt hól um núverandi bæjarstjórn. Þegar það hól er borið saman við veruleikann, liggur næst að álykta, að Siglfirðingur sé að gera grín að bæjarstjóranum, nema þetta vafasama hrós eigi að vera nokkurskonar smurning til þess að gera hann liðugri að vinna að kosningu Sigurðar.

Annars ætla ég ekki í þetta skipti að ræða gerðir bæjarstjóra, og háðsyrði blaðsins í hans garð, heldur þá málsgrein, sem snertir rekstur Rauðku.

Blaðið heldur því fram, að ágóðinn af Rauðku undanfarin ár sé enginn raunverulegur gróði heldur pappírsgróði, sem gangi til viðhalds verksmiðjanna.

Ég veit ekki hvort hér er um að ræða fáfræði blaðsins eða illvilja í garð fyrirtækisins, sem þá er sprottin af því, að við vinstri menn höfum stjórnað um skeið.

Blaðinu hefði verið innan handar að fá vitneskju um það rétta og sanna í þessu efni hjá Ó.Hertervig eða Snorra Stefánssyni. Þess vegna verður að álykta að enginn vilji hafi verið fyrir hendi til þess að fara rétt með, heldur löngunina til þess að skaða verksmiðjuna og þannig bæinn.

Verksmiðjan sjálf kostar allt viðhald, sem vitanlega er dregið frá kostnaðarreikningi, en greiðir auk þess ákveðna leigu

Aage Schiöth. Jón Gíslason.