Tengt Siglufirði
Þessir samningar tókust eftir að verkamenn í verksmiðjunum höfðu bundist samtökum um að óska eftir þessari hækkun.
Kusu verkamennirnir í ríkisverksmiðjunum fjögurra manna nefnd af sinni hálfu, til þess að ræða þessi mál við verksmiðjustjórnina.
Nefndina skipuðu þeir Jóhann G. Möller, Steingrímur Magnússon, Pétur Baldvinsson og Þórhallur Björnsson.
Það er rómað, hversu fast og einarðlega, en þó um leið kurteislega, þessir menn héldu á kröfum félaga sinna, enda varð árangur eftir því. -
Verkamenn í Rauðku kusu í nefnd sina þá Björn Þórðarson, Þórð Björnsson og Maron Björnsson.
Komu þeir einnig mjög kurteislega og sérstaklega drengilega fram við stjórn verksmiðjunnar og vildu allt gera, til þess að sem minnst röskun þyrfti að verða á störfum verksmiðjunnar og framleiðslu, meðan um mál þessi var rætt.
Allar umræður um mál þessi fóru einnig fram í fylista samkomulagi. Verkamennirnir hafa fengið hér fullkomlega réttmætar og eðlilegar kjarabætur.
Með þessu hafa þeir sýnt, eins og áður hefir reyndar verið sýnt fram á, að gerðardómslögin, eru marklaust plagg, sem enginn tekur lengur mark á.
Þau hafa orðið til ógagns og tjóns fyrir þjóðarheildina. eins og Alþýðuflokkurinn sagði þegar í upphafi.
-----------------------------------------------
Neisti, 21. október 1943 (úrdráttur bæjarstjórnarumræðna)
Hafa ríkisverksmiðjurnar byggt nýju þróna í heimildarleysi út á lóð Hafnarsjóðs?
Ólafur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, spurðist fyrir um það hjá bæjarstjóra, hvað liði með það að taka upp rör ríkisverksmiðjanna, sem legið hafa um langan tíma á öldubrjótnum, og búið er að margsamþykkja í bæjarstjóra að taka skuli burtu, og fela bæjarstjóra framkvæmdir.
Ennfremur spurðist sami fulltrúi fyrir um það, hvað liði athugunum á því, hversu langt út á lóð hafnarsjóðs, ríkisverksmiðjurnar hefðu byggt hina nýju þró, er byggð var við Dr.Pauls verksmiðjuna s. l. sumar?
Það var upplýst að bæjarstjóri hafi falið hafnarverði að mæla þetta. Hafnarvörður hafði gert þetta strax í sumar og afhent bæjarstjóra mælingarnar.
Bæjarstjóri kvaðst hafa mótmælt byggingu þróarinnar, en ekkert annað aðhafst.
Var síðan samþykkt tillaga frá Ólafi Guðmundssyni, þar sem bæjarstjóra var enn falið að kippa þessu í lag.
Hér er um stórt atriði að ræða. Hver metir að sjó er ákaflega dýr eign á þessum stað.
Þar að auki miðast afstaðan til sjávar, einmitt við þetta þróarhorn. Það er því mjög áríðandi, að bærinn láti ekki þumlung af hendi af hinum dýrmætu lóðareignum, sem hann á þarna.