Nokkrar stuttar frásagnir af bruna, þar með Söbstadbruninn

Vestri 26 ágúst 1905

Húsbruni. 

Aðfaranótt 12. þ. m. brann brauð- gerðarhús á Siglufirði. Húsið var eign kaupm. St. Sigurðssonar og E. Gunnarssonar og bakara Sig. Sveinssonar. Svaf hann í húsinu og vaknaði ekki fyr en húsið var mikið brunnið. Hús, áhöld og vörur voru í ábyrgð fyrir 4000 kr. Er þó sagt að eigendurnir bíði töluvert tjón, því vörur voru nýkomnar í húsið, enda von um beztu atvinnu fyrir húsið í þessum mánuði.  

Ath; Sig. Sveinsson, er Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, seinna kaupmaður á Siglufirði og víðar.

---------------------------------------------------- 

Fjallkonan 12 september 1908

Húsbruni.

Á Siglufirði kviknaði í f. m. í verzlunarhúsi Gísla kaupm. Jónassonar. Eldurinn varð slöktur, en töluverðar skemdir urðu þó á vörum í húsinu, og voru þær að sögn óvátrygðar.

Myndin sýnir nefndan bruna. - 
Ljósmyndin var tekin þann, 7. júlí 1919. -
Ljósmynd: Sveinbjörn Jónsson Byggingameistari frá Akureyri - 
Ólafur Magnússon ljósmyndari (Mbl.) litaði myndina árið 1924
Húsið mun hafa staðið á þeim stað er húsið Síbería, sem Primex-kitosanverksmiðjan

Myndin sýnir nefndan bruna. -
Ljósmyndin var tekin þann, 7. júlí 1919. -
Ljósmynd: Sveinbjörn Jónsson Byggingameistari frá Akureyri -
Ólafur Magnússon ljósmyndari (Mbl.) litaði myndina árið 1924
Húsið mun hafa staðið á þeim stað er húsið Síbería, sem Primex-kitosanverksmiðjan

Þegar búið var að slökkva eldinn, stóðu geymsluhús Gránufélagsins á Siglufirði í björtu báli, og brunnu 2 til ösku og i þeim eitthvað af veiðarfærum og öðrum munum.

----------------------------------------------------- 

Þjóðviljinn 9 september 1908

Eldsvoði 

Aðfaranótt 13. f. m. kviknaði í sölubúð Gísla kaupmanns Jónssonar á Siglufirði, en bratt tókst að slökkva eldinn, en töluvert af vörum hafði þó skemst til muna, og er sagt, að þær hafi ekki verið í eldsvoðaábyrgð. I sama skipti kom og eldur upp í geymsluhúsum Gránufélagsins þar á Siglufirði, og brunnu tvö til kaldra kola. Ekki hefir enn frezt hve mikill skaði hefir hlotist af eldi þessum, en þess er þó getið, að þar hafi brunnið inni eitthvað af veiðarfærum ásamt fleiru.

---------------------------------------------------

Ingólfur - 27. september 1908 

 Á Siglufirði kviknaði nýlega í húsi Helga Hafliðasonar og brunnu allar vörur þær er í verzlunarbúð hans voru.

Símtal.

-----------------------------------------------------

Norðri - 20. október 1908 

Tilraun til að kveikja í húsi á Siglufirði.

Hingað var símað frá Ólafsfirði síðastliðinn laugardag, að tilraun hefði verið gerð til að kveikja í hinni afar stóru timburbygging E. Roalds á Siglufirði nóttina áður. Byggingin stendur auð að heita má að fólki; að eins einn útlendingur þar, sem sefur í húsinu. En maður hafði verið vakandi í mótorbát þar á höfninni rétt fyrir framan. 

Hann sá strax þegar loga fór, og tókst að slökkva eldinn, áður en hann magnaðist. — Bæjarfógetaskrifari Jón Guðmundsson hefir í forföllum sýslumanns verið settur til að ransaka málið, og fór hann með «Ingólfi» til Siglufjarðar

---------------------------------------

Norðurland 9 janúar 1909

Húsbruni á Siglufirði. 

Á nýársdagskvöld, á 11. tímanum, brann á Siglufirði hús Jóns Jóhannessonar bóksala. Húsið var 10 X 10 álnir að stærð, einlyft, virt á 2800 kr. 

Helzt haldið að hafi kviknað í kjallara. Eldsins varð ekki vart fyr en hann var orðinn svo magnaður, að fólkið komst út með naumindum. 

Allir innanstokksmunir brunnu inni, nema einn rúmfatnaður, ennfremur 5 kindur og 12 hænsni í kjallara. Meðal annars brann þar mikið af bókum, sem eigandinn hafði í umboðssölu. Húsið var vátrygt fyrir 2000 kr., innanstokksmunir fyrir 1000 kr. og bækur fyrir 2500 kr. 

--------------------------------------------------

Þjóðviljinn 18 janúar 1909

Húsbruni. 

Nýársdagskvöldið brann timburhús, og bær í Siglufjarðarverzlunarstað, hvorttveggja eign Jóns kaupmanns Jóhannessonar á Siglufirði, og kvað það hafa verið í 5500 kr. Eldsvoðaábyrgð.

------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Austri 31 janúar 1909

Húsbrunar. 

Á nýársdagskvöld, á ellefta tímanum, kom upp eldur í húsi Jóns Jóhannessonar bóksala á Siglufirði. Heima fólk og tveir gestir sátu að spilum í einni stofu niðri í húsinu, en einn heimamanna, er úti hafði verið, kom heim um þetta leyti og varð var við eldinn, er þá var orðinn mjög magnaður. 

Komst fólkið þó slysalaust út með börnin, en Jón fór inn í stofuna aptur til þess að reyna að bjarga einhverju, en þegar hann hafði fleygt einum rúmfatnaði út um glugga, læsti eldurinn sig um alla stofuna kringum hann, og komst hann með naumindum út óskemmdur.

Bróðir Jóns, Pétur Jóhannesson, bjó uppi á lopti í húsinu; hafði hann verið úti um kvöldið, og var það hann, er fyrst varð var við eldinn. 

Braust hann inn í herbergi sitt, um um glugga, og tókst að bjarga einum sængurfatnaði og einhverju lítilsháttar af fötum, brotnaði þá gólfið undan öðrum fæti hans, og varð hann þá að fleygja því, sem hann var með og stökkva út um gluggann. 

Öðru teljandi var ekki bjargað úr húsinu. Brunnu þar inni fimm kindur og tólf hænsni, er í kjallaranum voru, og mikið af bókum. — Um orsakir eldsins þykjast menn ekki vita. Húsið var vátryggt fyrir 2000 kr. í félaginu „Norge", innbú fyrir 1000 kr. og bækurnar fyrir 2500 kr. hjá sama félagi.

------------------------------------------------- 

Norðri 4 nóvember 1909

Húsbruni á Siglufirði. 

Aðfaranótt s.l. sunnudags kl. 2, brann hús Matth. Hallgrímsson kaupm. og Þorv. Atlasonar á Siglufirði. Um uppkomu eldsins er mönnum ókunnugt. 

Húsið var vátrygt í brunabótafélaginu »Norge« fyrir kr. 2200,00. Fregn þessi barst hingað með símskeyti til Rögnvaldar Snorrasonar verzlunarstjóra, umboðsmanns brunabótafélagsins »Norge«. Nánari fregnir enn ókomnar, 

----------------------------------------------------  

Gjallarhorn - 1911 

5. árgangur 1911-1912, 48. tölublað, Blaðsíða 167

Bruni á Siglufirði. 

Á jólanótt brann sölubúð Gránufélagsins á Siglufirði, mikið hús og vandað, nýlega bygt, með öllu er í var. Ekki vita menn hvernig eldurinn hefir komið upp, en fregnir segja, að enginn hafi gengið um húsið síðustu 24 klukkust. áður en eldsins varð vart.

Fullyrt er og, að eldurinn hafi komið upp uppi á lofti í húsinu, eða þar hafi menn séð hann fyrst. Höfuðbækur verzlunarinnar voru í eldtraustum skáp í miðju húsinu og voru þær mjög skemdar, en þó læsilegar.

Geymsluhús stóð nær áfast við sölubúðina og varð því bjargað með mikilli karlmensku og lífshættu að heita mátti. Jón Guðmundsson verzlunarstjóri sýndi mikinn dugnað við björgunina og ýmsir fleiri Siglfirðingar.

----------------------------------------------------

Norðri 6 janúar 1912

Húsbruni. 

Síðastliðna Jólanótt kom eldur upp í sölubúð Gránufélagsins á Siglufirði. Enginu bjó í húsinu og sást eldurinn ekki fyr, en hann var orðinn svo magnaður, að engin ráð voru að slökkva hann, og engu varð úr húsinu bjargað.

Með harðfylgi verzlunarstjóra Jóns Guðmundssonar og fleiri varð vörugeymsluhús, sem stóð sex álnir frá búðinni, varið, en skemdist þó nokkuð.

Í sölubúinni brann mikið af búðarvarningi. Hús og vörur voru í brunatrygging, og mun hafa brunnið og skemst fyrir um 20—30 þúsund krónur.

Þeir sem fyrst komu að brunanum segja að eldurinn hljóti að hafa komið upp upp á lofti hússins, en engar upplýsingar hafa fengist um, hver atvik muni til að í húsinu kviknaði.

---------------------------------------------------- 

Norðri - 17. október 1912 

7. árgangur 1912, 33. tölublað, Blaðsíða 125

Á Siglufirði brann brauðgerðarhús Olgeirs Júlíussonar. Var það lítið hús með litlum bökunarofni. 

Húsið var ekki vátryggt, en mjöl og fleira innanstokks var vátryggt.

-------------------------------------------------------------

Vísir - 30. október 1912 

Árgangur 1912, 437. tölublað, Blaðsíða 1

Eldur í húsi.

Eftirprentun bönnuð.

Siglufirði, þriðjud. í nótt kviknaði í húsi Friðbjarnar Níelssonar hjer í bænum.

Eldurinn var brátt slökktur, en þó skemdist húsið töluvert og munir þó enn meiri. Vörur og innanstokksmunir voru vátrygð fyrir 5000 kr.

---------------------------------------------

Vísir - 2. janúar 1914 

Árgangur 1914, 860. tölublað, Blaðsíða 1

Siglufirði í dag.

Brunnið pósthús.

Barnaskólahúsið gamla á Siglufirði, sem var notað sem pósthús og fyrir símann, brann á gamlárskveld til kaldra kola á 1½ tíma. Sunnanstormur var á. Símstjóri hafði farið fyrir skömmu út með símskeyti og í ýmsum öðrum erindum, svo eigi varð vart við brunann fyr en fólk kom úr kveldsöng. Rjett fyrir jólin var skólinn fluttur úr húsinu.

 Í því var engin íbúð, en lík hafði verið sett þar inn og náðist það út. Auk þess var bjargað þóstpeningaskápnum, sem eitthvað af Peningum var í, og öllum póstbókum, en inni brann töluvert af pakkapósti og brjefum

---------------------------------------------

Mjölnir - 1914 

1. árgangur 1913-1914, 5. tölublað, Blaðsíða 13

Bruni á Siglufirði. Símstöðin og pósthúsið brennur. Á Gamlárskvöld um kl. 9 urðu menn á Siglufirði þess varir að eldur var kominn upp f gamla barnaskólahúsinu þar. Var það notað fyrir símstöð og pósthús. — Eldurinn var þegar svo magnaður orðinn að engin tök voru á að hefta hann. — 

Hafa Siglfirðingar þó slökkvitól ágæt í sambandi við vatnsleiðslu all sterka. — Brann þar húsið til kaldra kola með öllu er f því var: Bókum og skjölum símstöðvarinnar og pósthússins og einhverju af póstflutningi. — Er hætt við að margir verði fyrir skaða og óþægindum af þessu, eigi sízt ef nokkuð verulegt hefir legið á pósthúsinu af peningabrjefum, en bækur er þau greina allar brunnar. — Landssíminn mun og bíða nokkurt tjón. — 

Íbúð mun engin hafa verið í húsinu, en lík stóð þar uppi og var því bjargað. Húsið var vátrygt í brunabótafjelaginu »Nederlandene af 1845«, sem etatsráð J. V. Havstein er umboðsmaður fyrir, hve hátt er oss ókunnugt.

---------------------------------------------

Mjölnir - 1914 

1. árgangur 1913-1914, 6. tölublað, Blaðsíða 19   --  22. janúar

Siglufjarðarbruninn.

Svo var frá skýrt í síðasta blaði, eftir símfrjett af Siglufirði, að brunnið hefðu bækur og skjöl pósthússins þar í eldsvoðanum á gamlárskvöld. Síðari frjetir herma svo frá, að þetta sje eigi allskostar rjett, og er það vel farið. Bækur þessar, svo og peningasendingar, er á póststofunni lágu, höfðu verið geymdar í járnskáp, er talið var tvísýnt að reynast mundi eldtraustur, en sú varð þó raunin á, að alt var í honum óskaddað, er hann kom úr eldinum. Verður fyrir þessa sök mun minna tjón af eldsvoðanum fyrir hið opinbera og eins bakar hann almenningi minni óþægindi. Má af þessu sjá, hvílík nauðsyn það er öllum opinberum skrifstofum að hafa eldtrygga geymsluskápa fyrir verðmæt skjöl og bækur, en á því er nú víða vöntun og örðugt hefir oft reynst að fá fje til slíkra skápakaupa. Póstafgreiðslumaðurinn og stöðvarstjórinn, herra Jósef Blöndal, hafði beðið tilfinnanlegt tjón. Eigi hefir tekist að færa fullar sönnur á, af hverju eldsvoðinn hefir orsakast, en talið líklegt að kviknað hafi í út frá reykháf, svo sem oft getur við borið, án þess að við verði vart.

---------------------------------------------------------------

Norðurland 18. Júlí 1914

Skipsbruni á Siglufirði 

Flutningaskipið „Úranía" brennur þar á höfninni og brytinn ferst í eldinum. 

Morguninn 13. þ. m., um kl. 4. urðu menn þess varir á Siglufirði, að eldur var kominn upp í flutningaskipi, er lá þar á höfninni og »Uranía« hét, frá Noregi. 

Var eldurinn þá orðinn svo mikill, að ekki náðist til inngöngu í káetu skipstjóra og bryta. Fyrst voru brotnar þiljur ofan af skipstjórakáetunni og náðist skipstjóri. Var skegg og hár nokkuð brunnið og brunasár hafði hann, en ekki alvarleg. 

Þá var brotist á sama hátt niður í káetu brytans, en hún lá rétt hjá hinni. þegar gat var komið á þilfar, rétti brytinn hendina upp, hafði heyrt rifrildið og stigið upp á stól, en í því að björgunarmenn gripu í höndina, sem upp kom, gaus þar með upp eldsúla, og mistu þeir handarinnar.

Var nú alelda í káetu brytans og engin tiltök að bjarga honum, brann hann þar inní. Skipið var svo að brenna allan daginn og kl. 9½ um kvöldið var Helgi Magri (botnvörpuskip), fengið til að draga það brennandi inn á leiruna«, en skipið er úr stáli og mjög ilt að það sökkvi á legunni. »Uranfa« var nýkomin til Siglufjarðar og hafði útgerðarfélagið »Kveldúlfur« (Richard Jensen) tekið það á leigu yfir sumarið.

Ekkert er uppvíst um, hvernig eldurinn hefir komið upp, þó helzt sé giskað á, að kviknað hafi i kolum á skipinu. O. C. Thorarensen konsúll Norðmanna og Páll Einarsson bæjarfógeti, fóru til Siglufjarðar á fimtudaginn var til þess að halda próf í málinu.

-------------------------------------------

Vísir 14 júlí 1914

Skip brennur á Siglufirði .

Maður brennur til bana. Í morgun um kl. 4 urðu menn varir þess á Siglufirði, að eldur var kominn upp í flutningaskipi er lá Þar á höfninni og »Urania« hjet, frá Naregi. Var eldurinn þá orðinn Svo mikill, að ekki náðist til inngöngu í káetu skipstjóra eða bryta. 

Fyrst voru brotnar þiljur ofanaf skipstjórakáetunni og náðist skipstjóri, Var skegg og hár nokkuð brunnið og nokkur brunasár hafði hann, en ekki álvarleg.

Þá var brotist á sama hátt niður í káetu brytans, en hún lá rjett hjá hinni. Þegar gat var komið á þiljur, rjetti brytinn hendina upp, hafði heyrt rifrildið,. og stigið upp á stól, en í því að björgunarmenn gripu í höndina, sem upp kom, gaus þar með upp eldsúla, og mistu þeir handarinnar. Var nú alelda í káetu brytans og engin tiltök að bjarga honum; brann hann þar inni.

Skipið hefur verið að brenna í allan dag og kl. 9½ í kveld hefur Helgi Magri (botnvörpungaskip) Verið fenginn til að draga þetta brennandi skip inn »á leiruna« en skipið er er stáli og mjög ilt að það sökkvi á legunni. Urania var nýkomið til Siglufjarðar og hafði útgerðarfjelagið »KveldúIfur« (Richard Jensen) tekið það á leigu yfir sumarið.

Til Akureyrar flutti það 1000 smálestir af kolum, salt og tunnur, og sömu vörur hafði það til Siglufjarðar, en þar átti það að taka 500 skippund af fiski. Ekkert er uppvist um, hvernig eldurinn hefur komið upp, þó helst sje giskað á, að kviknað hafi í kolum í skipinu. Í nótt fara hjeðan til Siglufjarðar, Páll sýslumaður og Oddur Thorarensen, ræðismaður Norðmanna, á gufuskipinu Lesley til þess að halda próf.

----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 15. Júlí 1914

Skip brennur á Siglufirði. Maður ferst. Á mánudagsnóttina kom upp eldur í norsku skipi, sem lá við bryggju á Siglufirði og var að taka fisk. Ókunnugt er um upptök eldsins en þó halda menn að kviknað hafi mið- skipa. Einn skipverja fór niður til þess að vekja skipstjóra og komst hann óskaddaður út á náttklæðunum, en maðurinn sem vakti hann meiddist nokkuð.

Söknuðu menn nú matsveinsins og hljóp þá stýrimaður undir þiljur og kom þar að er matsveinninn svaf. Reyndi að vekja hann, en gat ekki og hélt helzt að pilturinn hefði þá verið dáinn. Eldur var þar magnaður og fekk stýrimaður nokkur brunasár. Um hádegi dró botnvörpuskipið »Helgi magri« skipið brennandi inn á Leiru, þar sem grunnur er sjór. Þar var höggvið gat á það seinna um daginn og var það auðvelt, því skipið er úr tré.

Liggur það nú þar og er eldurinn víst slöktur að fullu og öllu. Skipið hafði á leigu hf. Kvöldúlfur og hafði það komið tvær ferðir til Siglufjarðar í vor áður með tunnur. Nú átti það að taka þar blautan fisk og flytja hingað til Reykjavíkur. Var ekki komið nema lítið af honum um borð, og mun hann hafa skemst eitthvað af hitanum.

----------------------------------------------------- 

Þjóviljinn 15 júlí 1914

Skip brennur. 

Maður brennur til bana. Aðfaranóttina 13. júlí þ. á. kviknaði í vöruflutningaskipinu „Uranía", á höfninni á Siglufirði, og brann einn maður þar til bana, þ, e. brytinn á skipinu. Skipherrann fékk og nokkur brunasár, og þó eigi hættuleg, og hár og skegg hans mjög brunnið. Ekki vita menn neitt um það, hvernig eldurinn hefur komið upp. Skipið var nýlega komið frá Noregi, fermt kolum, salti og tómum síldartunnum. 

----------------------------------------------------- 

Norðri 18. Júlí 1914

Skipsbruni. 

Nýlega brann á Siglufirði eimskipið »Uranus« kviknaði í skipinu um nótt. Britinn á skipinu brann inni. Skipið var að taka óþurkaðan saltfisk og hafði allmikið af fiski innan borðs þegar slysið vildi til.

------------------------------------------------------  

Þjóðviljinn 31 ágúst 1914

Stranduppboð. 

A stranduppboði, er haldið var að Siglufirði 13. ágúst þ. á., var seldur skrokkur skipsins „Uranía". er brann þar á höfninni, eins og getið hefur áður verið í blaði voru: en siðar var sökkt, eð geymt þar á Leirunni. Norskt kafara-félag, er „Borgen" heitir, varð hæðstbjóðandi, — bauð alls 4600 kr.

------------------------------------------------------- 

Heimskringla 17. september 1914

"Urania" Skipið sem brann á Siglufirði i sumar, var nýlega selt á uppboði fyrir 4000 kr. Kaupandi var Helgi Hafliðason.  

-------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 30 ágúst 1915

Skipsbruni. 

Útlent seglskip brann á Siglufirði. Fálkinn veitti aðstoð til þess að slökkva eldinn.

------------------------------------------------------- 

Íslendingur 10 september 1915

»Nordkyn« brann. 27. ágúst brann norska selveiðaskipið »Nordkyn« á Siglufirði. Hafði eldurinn komið upp í skipinu úti á rúmsjó, af því að logandi olíulampi hafði oltið um ( hásetaklefa skipsins.

Síldveiðaskipið »Admiralen« hafði hjálpað því inn á Siglufjörð og reyndi það og annað skip að slökkva eldinn, en dugði ekki. »Islands Falk« kom inn á Siglufjörð þennan fyrri hluta dags og reyndi einnig að slökkva, en skipið var alveg gagndrepa af lýsi og stóð því alt ( björtu báli svo að við ekkert varð ráðið. Að lokum var það dregið á land og þar brann það til kaldra kola.

-------------------------------------------------------- 

Vísir 9 júlí 1919

Stórbruni á Siglufirði. í fyrradag kviknaði í húsum Söbstads á Siglufirði og brunnu þau öll. Meðal þeirra húsa var síldarbræðsluverksmiðja með tilheyrandi vélum. Húsin voru vátrygð í Brunabótafélagi íslands, en vélarnar ekki. Vátryggingin á húsunum var lág og óvist að vélarnar hafi verði vátrygðar. Þessi eign Söbstads var einhver Stærsta og verðmætasta eignin á Siglufirði og hafði verið boðin í hana ½ miljón króna. En það verð byggist auðvitað mest á verðmæti lóðarinnar og bryggju.

--------------------------------------------------------   Mynd HÉR

Dagur 9 júlí 1919

Húsbruni af Siglufirði. 

Í fyrrakvöld brunnu til kaldra kola húseignir Söbstaðs, útgerðarmanns á Siglufirði: bræðsluverksmiðjan, íbúðarhús hans sjálfs og íbúðarhús verkafólksins. Nýtt hús var og í smíðum áfast við hin húsin, og brann alt, sem brunnið gat við það. Eldurinn kviknaði út frá reykháfi verksmiðjunnar, að talið er. Menn voru þar við vinnu, er eldsins varð vart, kl. tæplega 6, en hann breiddist svo ótt út, að litlum eða engum'slökkvitilraunum varð viðkomið. kl. 7 var alt brunnið. Einhverju varð bjargað úr íbúðarhúsinu, en margt brann þó, er að síldarútvegi laut, þar á með al tvær hringanætur.

-------------------------------------------------------- 

Stórbruni á Siglufirði. Verksmiðja og íbúðarhús Söbstads brenna til kaldra kola. Tjónið metið í hundruðum þúsunda.

Siglufirði, 8. júl. Á sjötta tímanum í gær kom upp eldur í húsum H. Söbstads og brunn u til kaldra kola tunnuverksmiðja hans og íbúðarhús, á svo sem klukkutíma . Brann þar inni mikið af veiðarfærum, meðal annars alveg ný herpinót og 150—2'00 síldarnet. 

Enn fremur talsvert af lýsi, kolum o.fl. Alt var óvátrygt, nema íbúðar húsið, sem var vátrygt fyrir eitthvað 50 þús. krónur. Söbstad hefir því beðið feikilega mikið tjón. Hefir það eigi verið metið enn þá, en nemur sjálfsagt hundruðum þúsunda. Úr íbúðarhúsinu björguðust þó flestallir innanstokksmunir. Um upptök eldsins vita menn eigi. Vindstaða var svo heppileg sem framast gat orðið og brunnu því eigi fleiri hús.

-------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 10 júlí 1919

Bruninn á Siglufirði. 

Hæglát símaþjónusta. Eins og menn sjá á skeyti því, er birtist hér í blaðinu í dag um brunann á Siglufirði, þá er það dagsett 8. júlí. Viljum vér gera lesendum blaðsins grein fyrir því, hvernig á því stendur, að það skeyti kemur svo seint.

Samkvæmt skeytinu sjálfu hefir fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði afhent skeytið á stöðina kl. 5.10 á þriðjudaginn, en hingað til Reykjavíkur kemur það eigi fyr en kl. 10.36. Með öðrum orðum hefir það verið nær hálfa sjöttu klukkustund á leiðinni.

Hefir það oft komið fyrir, að símskeyti frá Kaupmannahöfn hafa eigi þurft slíkan tíma til þess að komast hingað og skyldi maður þó ætla, að skeyti ætti að geta verið dálítið fljótari í ferðum milli stöðva hér innanlands.

En sagan er ekki nema hálfsögð enn þá. Skeytið kemur hingað sem sagt kl. 10½  í fyrrakvöld (eftir því sem á því stendur). En svo er það ekki sent frá stöðinni hérna fyr en í gærmorgun. Það er látið liggja þar í hálfan sólarhring! Slík afgreiðsla sem þessi er ófyrirgefanleg. Og þar sem þetta er fráleitt eina skeytið, sem fengið hefir næturgistingu á landsímastöðinni hérna, þá teljum vér sjálfsagt að hreyfa þessu, ef það gæti orðið til þess að afgreiðslan batnaði.

--------------------------------------------------------

Verkamaðurinn 10 júlí 1919

Bruni á Siglufirði. 

Á Mánudagskvöldið var brunnu húseignir H. Söbstads síldarkaupmanns á Siglufirði til kaldra kola. Eldsins varð vart á sjöunda tímanum og byggingarnar fallnar eftir klukkutíma. Brunnu þarna þrjú hús, er öll voru samföst.

Syðst íbúðarhús með tunnuverksmiðju í kjallaranum, þar norðan við síldarbræðsluverksmiðja, með lifrarbræðsluáhöldum í kjallara, og nyrst nýbygt stórhýsi, sem ekki mun hafa verið tekið til notkunar ennþá. Getið er til að kviknað hafi út frá gufukatli í lifrarbræðsluhúsinu, því verið var að gufubræða lifur þennan dag.

Skaðinn er afar mikill, og munu húseignirnar hafa verið vátrygðar mjög lágt, og margt brann inni í húsunum, sem ekki hefir verið vátrygt, svo sem mikið af lyfur, mörg steinolíuföt, stór herpinót, síldarnet og margt fleira. Slökkviáhöld voru í megnasta ólagi og komu ekki að gagni, en vindstaða var hæg á sunnan og bar hitann því frá næstu húsum.

Síldarbryggjur framan við húsin skemdust ekki til muna. Enginn mannskaði eða meiðsl urðu við brunann. H. Söbstad var einn af fyrstu norsku útgerðarmönnunum, sem tóku sér bólfestu á Siglufirði. Var hann einn af stærstu síldarútgerðarmönnum Siglufjarðar á fyrri árum, og á síðustu árum hefir hann auk 'þess rekið síldar- og lifrarbræðslu og tunnusmíði, með elju og fádæma áhuga. En eldurinn er stórvirkur. A einum klukkutíma breytti hann margra ára starfi þessa atorkumanns og feikna fémæti í reyk og ösku.

--------------------------------------------------------

Íslendingur 11 júlí 1919

Stórbruni á Siglufirði. 

Á mánudaginn kviknaði í síldarolíu- og tunnuverksmiðju Söbstads á Siglufirði og brunnu til kaldra kola. Er sagt, að kviknað hafi í út frá miðlofti verksmiðjanna. Byggingin mun hafa verið vátryggð fyrir 45 eða 48 þús. krónur, en allt annað, sem fórst í bruna þessum óvátrygt, svo eigandinn hefir orðið fyrir afarmiklu tjóni.

Þar fórust meðal annars 150 ný net, ný snurpinót, er kostaði 10 þús. krónur, mikið af tunnum og allskonar efnivið, lýsi ofl. Þá eru ekki aðrar síldarolíuverksmiðjur á Siglufirði en Goos's, en í ráði er, að »Hinar sam. ísl. verslanir« láti byggja verksmiðju þar í vetur og hefir fjelagið ákveðið að kaupa um 10 þús. mál síldar í sumar til bræðslu í vetur.

--------------------------------------------------------  

Fram 26 júlí 1919

Óhöpp og endurreisn. 

„Ekki veldur sá er varar, þótt ver fari.“ 

Í vor var það snjóflóð, sem sópaði burt síldarverksmiðju Evangers — nú er það eldur sem gereyðir verksmiðju Söbstaðs.

Hvaðan ætli næsta stórtjón komi? Snjóflóðshættan var hverjum innlendum og glöggsýnum manni auðsæ, því að öll spildan milli giljanna, sem Evangers verksmiðja og Skúta stóðu á — eitthvað 800 m. strandlengis og nærri eins breið — er beint neðan undir fjallsskál, sem fyllist af snjó í hríðum, en sendir frá sér snjódyngjur þegar þiðnar.

Verksmiðja Evangers stóð einmitt á hættulegasta stað, rétt niður undan ytra gilinu, en bærinn Skúta á versta stað niður undan syðra gilinu. Hæð skálarinnar mun vera um 300 m. yfir sjó. Flóðið hafði þakið völlinn milli nefndra árfarvega, verið 3—4 mannhæðir á þykt við flæðarmálið og kastað bylgjum og bátum meira en mannhæðarhátt hinu megin við fjörðinn. Hefði verksmiðja Evangers staðið 100 föðmum utar á ströndinni. þá hefði hún líklega ekki sópast burtu fremur en hús eitt, sem þar stóð eftir, og eins hefði bærinn Skúta ekki farið ef hann hefði staðið fyrir sunnan syðra gilið.

Þetta höfðu margir Siglfirðingar séð og bent verkstjórum á, meðan verið var að reisa þessar byggingar, en það kom fyrir ekki. — Mér er nær að halda, að fleygmyndaður grjótgarður bygður rétt neðan við ytra gilið — segjum 60 m. á hvern veg í jafnhliða þríhyrningi og 30 m. á hæð í miðdepli sínum — hefði bægt flóðinu frá verksmiðjunni og verið nægur til að vernda hana. En þann grjótgarð bygðu verksmiðju-eigendurnir ekki, enda mundi hann ekki hafa kostað minna en þriðjung miljónar króna þótt verkið hefði fengist á 16 kr. hver ten.m.

Hvað er við því að gera nú? — Vera gætnari næst. En áður en fólk er búið að ná sér eftir þessa raun, kemur annað óhapp, næstum alveg eins voðalegt. Síldarverksmiðja herra Stöbstaðs brennur að kvöldi hins 7. þ. m. og tjónið er metið alls á ¼ milj. króna, „en fregnir um þetta eru ekki fullkomnar enn. — 

Orsök brunans er talin sú, að kviknað hafi út frá reykháfi. Hvaðan kemur næsta óhapp hér á íslandi? — Mér koma til hugar bankahrunin, sem urðu svo víða erlendis rétt fyrir heimsófriðinn. — Þau eru jafnóttaleg og snjóflóð og eldsvoðar — en hvernig á að verjast þeim? 

Akureyri 10 júní 1919. Fr. B. A. 

-------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 4 mars 1925 (frá fréttaritara á Akureyri 3. mars) 

Húsbruni á Siglafirði. í gær um nónbilið brann íbúðarhús Hinriks Thorarensens læknis á Siglufirði ásamt prentsmiðju, sem var í útbyggingu. Innanstokksmunir brunnu nær allir, lyf, læknisáhöld, prentáhöld öll og því nær fullprentuð lækningabók, ásamt handriti. 

Kviknaði út frá ofni í íbúðinni. Húsið var eign Landsbankans. Innanstokksmunir" voru vátrygðir og húsið' og prentáhöld eitthvað lítillega, en annað ekki. 

Verður Henrik Thorarensen fyrir stórtjóni. 

--------------------------------------------------------

Alþýðublaðið 5 mars 1925  (frá fréttaritara á Akureyri 3. mars)

Akureyri, 3. marz. 

Bruni á Siglufirði.

Í gær um nónbilið brann íbúðarhús Hinriks, Thorarensens læknis á Siglufirði ásamt prentsmiðju, er var í útbyggingu. Innanstokksmunir brunnu nær allir, lyf, læknis áhöld, prentáhöld öll og því nær fullprentuð lækningabók ásamt handriti. Kviknaði út frá ofni í íbúðinni. 

Húsið er eign Landsbankans. Innanstokksmunir voru vátrytrðir og húslð og préntáhöld eitthvað lítillega, en annað ekki. Verður Hinrik Thorarensen fyrir stórtjóni.

--------------------------------------------------------

Íslendingur 6 mars 1925 

Húsbruni á Siglufirði. 

Á mánudaginn - milli kl, 2 og 3 — brann íbúðarhús Hinriks Thorarensens læknis. 

Húsið var steinhús, en þiljur, gólf og alt innansmíði úr tré. Kviknaði útfrá ofni, og stóð húsið í björtu báli 5 mínútum eftir að eldsins var vart, og tókst þvínær engu að bjarga úr því. Í húsinu var lyfjabúð læknisins og lækningastofa, og í útbyggingu var prentsmiðja »Framtíðarinnar«  er Thorarensen var eigandi að. 

Auk alls innbús læknisins,, læknisáhalda,- lyfja og prentáhalda brann næstum því fullprentuð lækningabók á prentsmiðjunni og handritið. Tjónið sem læknirinn hefir orðið fyrir, hlýtur að vera mjög tilfinnanlegt, því aðeins húsmunir hans voru vátrygðir, að því er ísl. hefir frétt. — Húsið var eign Landsbankans og vátrygt.