Nokkrar stuttar frásagnir af bruna á Siglufirði

Einherji 31. maí 1933 

Skip brennur. 

Síðastl. laugardagsnótt strandaði frakkneska fiskÍ6kipið „Fleur de France" hér við Sauðanesið vestan Sigluf jarðar. Þoka var á, en skömmu síðar bar þar að m. s. „Kolbein unga" frá Akureyri og tókst honum að draga skipið á flot kl. 8£ á laugardagsmorguninn. Fréttir höfðu borizthingaðinn í bæinn um. strandið snemma um morguninn. 

Fór þá hafnarvörður strax á vettvang og fleiri á mótorbátum. Um það leyti er „Kolbeinn" kom skipinu á flotvarðelds vart fram í skipinu, og voru hásetar eitthvað að reyna að slökkva. Ekki vildi skipstjóri láta draga sig til hafnar, en leysti togvír Kolbeins og lagðist við akkeri á 10—11 faðma dýpi, eri' þ'að er á miðri skipaleið vestan að. Nokkru síðar gaus upp eldur í mótorhúsi skipsins og magnaðist fljótt, svo og eldurinn fram í. Fóru þá skipverjar a'ð týgjasigtil að yfirgefá skipið, og bjarga föggum sínum. Fóru þeir í fiskibáta skipsins, en skipið hafði stundað lóðarveiði á bátum (doríum) frá skipinu. 

Um hádegisbilið komu mótorbátar með fiskibátana í togi, 14 að tölu og var skipshöfnin í þeim, 36 manns. Pá fóru skipin Valbjörn ogÁrmann út að hinu brennandi skipi, sem vitanlega var stórhættulegt að láta sökkva þarna á svo grunnri og fjölfarinni skipaleið. Tókst þeim, þrátt fýrir eldinn, að saga sundur keðju skipsins og koma því eftir leiðsögn hafnarvarðar uppundir fjöru við svönefndan Vindbelg undir Nesskrlðum. Héldu skip þessi áfrarn sl&kkvitilraunum unz þeim tókst löks að kæfa eldinn með aðstoð véldælu slökkviliðsins, undir forustu slökkviliðsstjóra. 

Allmiklu hefir verið bjargað af veiðarfærum, drágreipum úr reiða o. fl.Núhefir þeim skipshöfnunum á Ármanni og Valbirni tekist að þurdæla skipið að mestu. Herir áhöfn þessara skipa unnið sleitulaust að björgunarstarfinu. Um 100 smál. af saltliski er í skipinu og verður honum sennilega öllum bjargað, hvað sem nýtilegt kann að reynast af honum til verkunar. Eigi er enn kunnugt með hverjum hætti kviknað hefir í skipinu, en sjópróf fara nú fram í Reykjavík þessu viðvíkjandi, því skipshötnin fór öll héðan með s.s. Gullfossi stranddaginn. „Fleur de France" er stórt þrísiglt motornkip um 700 bruttósmál. að stærð. Allí er skipið brunnið að aftan og framan niður að sjó, en lestarrúm að mestu óskemmt. 

-------------------------------------------------

Einherji, 15. júní 1933    Auglýsing:

STRAND UPPBOÐ

frá Fleure de France.

Á hafnarbryggjunni Siglufirði fer fram opinbert uppboð miðvikudaginn 21. þ.m. á ýmsum strandmunum frá Fleure de France. Uppboðið hefst kl. 3½ síðdegis. Ef viðunanlegt boð fæst, verður selt m.a: saltskóflur, dufl, dregg, varpakkeri, keðjur, akkerislásar, skrúflyklar, körfur, lóðir, manilla, stengur, stýri, árar, ámur. járnfat, segl, saltfiskur, bátar (14 “doríur"), skips­flakið Fleure de France með keðjum, siglum o. fl.

Gjaldfrestur verður veittur til 10. júlí n.k. en aðeins áreið­anlegum kaupendum, sem uppboðshaldari þekkir.

Uppboðsskilmálar lesnir upp á uppboðsstaðnum.

Ef veður leyfir má búast við, að uppboðið á Fleure de France fari fram við skipið og verður það nánar tilkynnt í upphafi uppboðsins.

Skrifstofu Siglufjarðar 3. júní 1933.

G. Hannesson.

Einherji, 7. september 1933 

Eldur kom upp í morgun, laust fyrir fótaferðatíma, í húsi Benedikts Einarssonar vélstjóra hér. Fólk allt komst úr húsinu en nær því engu varð bjargað af innanstokksmunum.

Slökkviliðið kom á vettvang og kæfði eldinn á stuttum tíma. Húsið er mikið skemmt innan af vatni, eldi og reyk og húsgögn sömuleiðis.

Húsmunir eigandans, Benedikts Einarssonar, voru óvátryggðar, en Jón Þórðarson, umboðsmaður h.f. Kveldúlfs, sem bjó í húsinu, hafði sína búshluti vátryggða. Eldurinn kom upp í kjallara hússins, en óvíst er enn á hvern hátt.

--------------------------------------------------------------- 

Einherji, 7. september 1933

Eldur­  kom upp í morgun, laust fyrir fótaferðatíma, í húsi Benedikts Ein­arssonar vélstjóra hér. Fólk allt komst úr húsinu en nær því engu varð bjargað af innanstokksmunum. Slökkviliðið kom á vettvang og kæfði eldinn á stuttum tíma. Húsið er mikið skemmt innan af vatni, eldi og reyk og húsgögn sömuleiðis. Húsmunir eigandans, Benedikts Einarssonar, voru óvátryggðar, en Jón Þórðarson, umboðsmaður h.f. Kveldúlfs, sem bjó í húsinu, hafði sína búshluti vátryggða. Eldurinn kom  upp í kjallara hússins, en óvíst er enn á hvern hátt.

----------------------------------------------------------------

Vísir 8 september 1933

Siglufirði, 7. sept. — FB. Húsbruni. 

Eldur kom upp kl. um 5 í morgun í húsi Benedikts Einarssonar, Lindargötu 30 A. Húsið er nýbygt tveggja hæða steinsteypuhús og kjallari undir. Hafði eldurinn komið upp í kjallaranum, sennilega frá miðstöð, og var talsvert magnaður, er að var komið.

Húseigandi bjó á neðri hæð með konu sinni og tveimur börnum, en á efri hæð bjó Jón Þórðarson frá Laugabóli og tveir einhleypingar. Hjón leigðu einnig niðri. Fólk var alt í fasta svefni, er maður gekk þar hjá og varð eldsins var. Vakti hann þegar fólkið sem bjargaðist út, en þá var neðra gólf hússins tekið að brenna og alt að fyllast af reyk, svo að fólkið bjargaðist út fáklætt og bjargaði nálægt engu.

Brunaliðið kom bráðlega á vettvang og tókst að slökkva eldinn á einni klukkustund. Var þó sunnan stormur. Húsið er mjög skemt. Neðri hæðin má kallast eyðilögð af eldi og vatni og efri hæðin mikið skemd af vatni. — Húsið var vátrygt hjá Brunabótafélagi Íslands og húsbúnaður Jóns var einnig vátrygður, en eignir annara, sem bjuggu þar, voru ótrygðar. Er tjón húseiganda mikið. 

-------------------------------------------------------------- 

Alþýðumaðurinn 12 september 1933

Á Fimtudagsmorguninn brann hús á Siglufirði, eign Maríu Guðmundsdóttur. Húsið var nýbyggt og vátryggt fyrir 30 þús. krónur.

----------------------------------------- 

Vísir 12 desember 1933

Húsbruni á Siglufirði. Siglufirði, FB. 12. des. 

Eldur kviknaði í húsi Gunnars Jóhannssonar ráðningarstofustjóra og eyðilagðist húsið gersamlega af eldinum, um kl. 10 í gærkveldi. Húsráðendur voru ekki heima og varð eldsins ekki vart fyrr en húsið logaði alt innan og við ekkert varð ráðið. Logn var svo að nærliggjandi hús sakaði ekki. Engu varð bjargað úr húsinu. Eldsupptök eru ókunn, en sumir ætla, að tvö börn hafi verið heima, er kviknaði í húsinu, og er ekki ósennilegt, að þau hafi farið óvarlega með eld. — Rannsókn út af brunanum er enn ekki hafin. — Húsið stóð við Hlíðarveg. Var það bygt af steinsteypu nýlega og var vátrygt hjá Brunabótafélagi Íslands. Óvíst er hvort innanstokksmunir voru vátrygðir.

--------------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 12 desember 1933

Húsbruni á Siglufirði 

Siglufirði í morgun. Hús Gunnars Jóhannssonar formanns Verkamannafélagsins á Siglufirði brann í gærkvöldi til kaldra kola. Eldurinn kom upp kl. 9 um kvöldið og varð engu bjargað. Enginn var í húsinu, þegar kviknaði í, og er" því ókunnugt um upptök eldsins. Húsið og nokkuð af innanstokksmunum var vátryggt. (Skv. skeyti frá fréttaritara Alþýðublaðsins á Siglufirði.)

---------------------------------------------------------------

Nýja dagblaðið 13 desember 1933

Eldsvoði á Siglufirði Hús Gunnars Jóhannssonar brennur til kaldra kola Engu bjargað úr eldinum.

Í fyrrakv. brann til kaldra kola húsið Hlíðarvegur 23 B á Siglufirði, eign Gunnars Jóhannssonar formanns Verkamannafélagsins. Eldsins varð vart um 10-leytið og magnaðist hann svo fljótt, að á svipstundu var húsið alelda. —

Slökkviliðið kom á vettvang, en engu varð bjargað. Enginn var heima í húsinu, er eldurinn brauzt út, húsmóðirin var nýgengin í næsta hús með yngsta barnið, en húsbóndinn hafði farið á fund kl. 8.45. Í húsinu bjó eigandinn, kona hans og fimm börn þeirra, 3 uppkomin, og Lúter Einarsson, einhleypur maður. Missti hann allt sitt, óvátryggt, nema fötin sem hann stóð í.

Auk þess brann með húsinu dót tveggja manna, sem geymt var þar. Húsið sjálft var vátryggt hjá Brunabótafélaginu á 17 þús. kr., og innbú Gunnars í Nye Danske fyrir fimm þús. kr.

Tjónið er þó tilfinnanlegt, því margt brann sem ekki verður bætt, þar á meðal mikilsvarðandi plögg viðkomandi Verkamannafélaginu. Ennfremur ávísanir á útistandandi kaupgjald, reikningar bókasafns Siglufjarðarkaupstaðar og nokkur hundruð krónur í peningum. Rannsókn er ekki byrjuð.

-----------------------------------------

Neisti 14 febrúar 1934 - Auglýsing

Slökkvilið Siglufjarðar. 

Slökkviliðsstjóri: 

Flóvent Jóhannsson, Hvanneyrarbraut 6, Sími 49 

Varaslökkviliðsstjóri:

Egill Stefánsson; Aðalgötu 20, sími 132 

Flokkstjórar: 

Jón Gunnkugsson, Lækjargötu 8 sími 198 

Sigfús Ólafsson, Hlíðarveg 13 sími 85 

Guðm. Jóakimsson, Lækjargata 10 sími 53 

Gunnlaugur Sigurðsson, Grundargata 12 sími 109 

Jóhann Einarsson, Austurgata 5 sími 88 

Hannes Jónasson, Norðurgata 13 sími 14 

Snorri Stefánsson, Hlíðarhús sími 73

Kristján Sigurðsson, Norðurgata 18 sími lfcl. 

Brunaboðar:

Páll Guðmundsson „Hótel Siglufjörður" sími 54 

Einar Kristjánsson, Lyfjabúð Siglufjarðar sími 81- 

Aage Schiöth sími 81 

Alfreð Möller, Suðurgata 37 sími 39 

Sigtryggur Flóventsson, Hvanneyrarbraut 6 sími 49 

Hringið tafarlaust, ef eldsvoða ber að höndum, til slökkiliðsstjóra og brunaboða, eða tilkynnið lögreglunni. 

Siglufirði, 2. febr. 1934. Slökkviliðsstjórinn.

---------------------------------------------------------------

Vísir 26 mars 1934 - Siglufirði 25. mars. FÚ. 

Bruni.

Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi kviknaði í bifreiðaskýli á Grandagötu á Siglufirði, og brann skýlið að mestu, ásamt gömlum fólksbíl er þar var inni. Hvorttveggja var vátryggt, og var eign Páis Guðmundssonar trésmiðs.

Páll geymdi verkfæri sín í bifreiðaskýlinu og brunnu þau einnig. Hann hafði farið þangað til að, sækja verkfæri, og kveikt á eldspýtu, en samtímis kviknaði í benzíngufu upp af opnum benzínhylkjum, og voru það upptök eldsins. Páll brendist lítið eit.

------------------------------------------

Alþýðublaðið 3 apríl 1934 - SIGLUFIRÐI, 31. marz. (FB.)

Grunsamlegur bruni á Siglufirði.  Bíll og bílskýli brann hér á laugardagskvöld, 24. p. m. Þótti vátryggingin grunsamlega há, og hafa staðið yfir réttarhöld mestalla vikuna, en munu hafa leitt lítið í ljós. Réttarhöld hafa einnig staðið yfir að undanförnu út af ýmsum minni háttar þjófnaði, sem nokkrir unglingar hafa meðgengið.

Ógæftir hafa verið að undanförnu en snjólétt. Afli fremur tregur, enda róðrar stopulir. Aflinn frá áramótum samtals 422 þús. skpd. (þur) á um 20 báta, stærri og smærri. Byrjaður er uppmokstur í krikanum innan við eyrina í smábátahöfninni, sem nýlega var keypt.

---------------------------------------------------------

Vísir 13 maí 1934 - Siglufirði, 12. maí. FÚ. Eldsvoði. 

Kl. 4½ í morgun varð elds vart í Aðalgötu 23 og 25 á Siglufirði. Áfastar byggingar eru eign skipaverslunar Siglufjarðar. Fólk slapp nauðulega út, en eldur og reykur magnaðist fljótt. Í húsinu bjuggu Matthías Hallgrímsson, Gústav Blómkvist, eigendur hússins og skipaverslunarinnar. Hjá Matthíasi bjuggu tveir synir hans, auk þeirra voru i húsinu Sóley Njarðvík og dóttir hennar. Sóley hafði þar kvenfatasaumastofu.

Eldurinn læsti sig fljótt í báðar byggingarnar, en þó tókst slökkviliðinu að verja skrifstofuna og sölubúðina í austurenda. Allar vörur er skemst gátu, ónýttust af reyk og vatni. Verslunarbókum og öðrum skjölum varð bjargað. Allir búshlutir brunnu eða ónýttust. Mestalt var vátrygt hjá Brunabótafélaginu Norge; undanskildar eru þó eigur Sóleyjar. Hún misti alt sitt óvátrygt. Vörur voru vátrygðar hjá sama félagi.

Útbygging norður af húsinu varð varin. Þar var geymd tjara, málning og olíur. Byggingin má heita gereyðilögð að undantekinni sölubúð og skrifstofu. Hún var vátrygð hjá Brunabótafélagi íslands fyrir 26.500 kr. 

------------------------------------------

Morgunblaðið 13 maí  1934 - (Einkaskeyti til Morgunblaðsins) 

Húsbruni á Siglufirði - Fólk komst naumlega út úr eldinum á síðustu stundu

Um kl. 5 á laugardagsmorgun varð vart við að eldur var kominn upp í húsi 23 og 25 við Aðalgötu á Siglufirði. Var húsið sambygt tvö hús með múrgafli á milli

Sjómaður sem var á gangi á götunni varð var við eldinn, og gerði íbúunum aðvart, er allir voru í fasta svefni. Örstuttri stund eftir að eldsins varð vart, var vesturendi hússins orðinn alelda, og slapp fólk út fáklætt upp úr rúmunum. Úr vesturhluta hússins læsti eldurinn sig í efri hæð austurhússins.

Vesturhúsið brann svo, að þakíð fjell niður, en veggir standa. Efri hæð austurhússins sviðnaði öll og skemdist mjög af vatni. En steinveggur hlífði, að eldurinn kæmist í sölubúð, á neðri hæð austurhússins. Er þar skipaverslun Gustafs Blomquist. Vörubirgðir í búðinni eyðilögðust að mestu af vatni og reyk. Því nær engu var bjargað út úr húsinu.

Ókunnugt er um upptök eldsins. Gustaf Blomquist hafði einn íbúð í vesturhluta hússins. En í austurhlutanum bjó Matthías Hallgrímsson og einn leigjandi, Sóley Njarðvík. Húsið var vátrygt í Brunabóta fjelagi Íslands. Vörubirgðir voru vátrygðar hjá ,,Norge". Húsmunir Blomquists voru og vátrygðir. — En Matthías Hallgrímsson og Sóley Njarðvík líða tilfinnanlegt tjón.

-----------------------------------------------------------

Vísir 13 september 1934

Íkviknun í 2 húsum. Siglufirði, 11. sept. — FÚ. Eldur braust út síðastliðna nótt i húsi Guðjóns Þórarinssonar við Ránargötu 4 hér á Siglufirði. Eldurinn olli miklum skemdum í eldhúsi og stigagangi.

Auk þess urðu skemdir á húsinu af vatni og reyk. Elds varð vart í gærmorgun i húsinu Café Brúarfoss hér á Siglufirði, eign Árna Ásbjörnssonar. Eldurinn varð fljótlega slöktur og olli hann litlum skemdum á öðru en raflögnum. Talsverðar skemdir urðu af reyk. Talið er að kviknað hafi út frá raflögnum í báðum húsunum.

---------------------------------------------------------------

Morgunblaðið 16 september 1934

Eldur kom upp í Siglufirði um kl. 1½ í gær í húsinu nr. 15 við Eyrargötu. Varð hann fljótt slöktur og furðu litlar skemdir af honum, en miklaraf vatni og reyk. Álitið er að kviknað hafi út frá raflögn. (F.Ú.).

--------------------------------------------------------------- 

Nýja dagblaðið 20 júní 1935

Eldsvoði á Siglufirði

Kl. 4½ í fyrrinótt varð elds vart í hænsnahúsi Hinriks Thorarensen ofan við Hlíðarveg á Siglufirði. Þegar að var komið var húsið fullt af reykjarsvælu og mikill eldur kominn í húsið. Seinlegt var að slökkva, því eldurinn hafði læst sig í sagtróð hússins og erfitt og langt til vatns. Inni brunnu um 400 hænsn og 1000 ungar.

Sömuleiðis brunnu áhöld öll og vélar, en birgðir af hænsnafóðri er talið gerónýtt. Vátrygging var 5000 krónur, en eigandinn er talinn bíða mikið tjón. Ókunnugt er um upptök eldsins. — FÚ. 

------------------------------------------

Alþýðublaðið 8 október 1935

Eldsvoði á Siglufirði. SIGLUFIRÐI, 6/10. FÚ.) Kl. 3½ í nótt kom upp eldur í húsi Mörtu Guðmundsdóttur við Lindargötu í Siglufirði. Kviknaði eldurinn í kjallara hússins. Brann gat á gólfið og skemdi talsvert í eldhúsi. Eldurinn var fljótt slöktur. Allmiklar skemdir urðu af vatni og reyk.

-----------------------------------------

Alþýðublaðið 16 október 1935

Hús brennur til kaldra kola á Siglafirði. Um kl. 1 í gær brauzt út eldur í íbúðarhúsi Guðmundar Sigurðssonar, Efri-Höfn á Siglufirði. — Heimilisfólk sat að máltíð, er eldsins varð vart. Breiddist hann mjög fljótt út, og varð húsið á svipstundu næstum alelda.

Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og- tókst að slökkva, áður en húsið hrundi. Húsið var timburhús, járnvarið, á steinsteyptum kjallara. Næstum engum innanstokksmunum var bjargað, og húsið er gerónýtt, en gamalt timburhús, áfast því tókst að verja. Húsið var vátrygt fyrir 9000 kr. og innanstokksmunir fyrir 5000 kr., hvortveggja hjá Brunabótafélagi Íslands. Ekki er fréttaritara útvarpsins á Siglufirði kunnugt um eldsupptök. (FÚ.)

-----------------------------------------

Morgunblaðið 16 október 1935 - EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Siglufirði, þriðjudag.

Húsbruni á Siglufirði

Húsíð Efrf-Höfn brennur til kaldra kola á svipstundu.  

Kl. um 1 í dag kom skyndilega upp eldur í húsi Guðmundar Sigurðssonar bónda, Efri-Höfn, og brann það til kaldra kola á svipstundu. Fólkið var statt við snæðing í borðstofu í suðvesturhorni hússins á efri hæð. Vissi það þá ekki fyr til en stofan stóð í björtu báli.

Eldurinn breiddist svo ört út, að enginn tök voru á að bjarga nema sáralitlu úr húsinu, því húsið var alelda á svipstundu. Hús þetta var tveggja hæða hús, neðri hæðin steinsteypt, en efri úr timbri. Húsið var bygt áfast við gamla húsið, sem tókst að bjarga, en það skemdist mikið af vatni. Húsið sem brann var vátrygt fyrir 9030 kr., og innbú fyrir 5000 kr.

Tjónið er engu að síður mjög tilfinnanlegt, því innbúið var lágt vátrygt, m. a. var þar nýkeypt píanó. Haldið er að kviknað hafi út frá rafmagni.