Nokkrar stuttar frásagnir af bruna á Siglufirði

Alþýðumaðurinn 13 nóvember 1935

Á Sunnudagsnóttina brann pakkhús bak við Gránuhúsin til kaldra kola, ásamt miklu af timbri, er þar var geymt. Logn var og tókst að verja nærliggjandi hús. 

----------------------------------------- 

Ný tíðindi 13 nóvember 1935

Stórbruni á aðfaranótt sunnudags

Gránupakkhúsið brennur til kaldra kola. —

Um fjögurleytið á aðfaranótt sunnudagsins urðu menn þess varir að eldur var uppi í pakkhúsi Einars kaupm. Gunnarssonar, sem lengst af hefir verið kent við Gránufélagsverslunina. Kom slökkviliðið fljótt á vettvang, en logaði þá upp úr húsinu og varð ekki frekar að gert til að bjarga því, enda alelda fáum mínútum síðar.

Snérist því starf brunaliðsins fyrst og fremst að því, að verja aðrar þær byggingar er næstar voru eldinum og tókst það algerlega. — Voru það fyrst og fremst aðalbyggingar verslunarinnar — íbúðarhúsið og sölubúðin, en pakkhúsið stóð rétt norðan við þau, svo ekki var meira en 3ja metra mjótt sund á milli. —

Voru þær byggingar því í geysilegri hættu, og hefði nokkur gola verið af norðri mundi hafa reynst mjög erfitt að bjarga þeim. Þá tókst einnig að bjarga fjósi og hænsnahúsi, sem stóðu rétt upp við pakkhúsið og má þakka það eingöngu frækilegri aðgöngu bruna liðsins. —Allt sem brann var vátrygt; — Vörubyrgðir þær, sem í húsinu voru, voru aðallega timbur, eign Byggingarfél. Akureyrar og svo vöruleyfar, eign Einars Gunnarssonar, húseigandans — mestmegnis veiðarfæri.

Bæði húsið og vörur allar voru vátryggðar. Upptök eldsins ókunn. Ekki er enn orðið kunnugt um upplök eldsins, en talið er líklegast að kviknað hafi í út frá rafurmagni, — En máiið er í rannsókn, og stóðu réttarhöld yfir mikinn hluta dagsins f gær.

------------------------------------------ 

Alþýðumaðurinn 17 desember 1935 (Eftir óveður)

Á Siglufirði voru nokkrir bátar á sjó, en náðu landi. Mistu þó nokkuð af veiðarfærum. Flóð gekk yfir nokkurn hluta Siglufjarðareyrar, en varð ekki að miklu tjóni- 

Kaffihúsið »Dettifoss«, eign Hinriks Thorarensens læknis brann að mestu á Sunnudagsnóttina. 

Enginn bjó í húsinu og um upptök eldsins er ókunnugt. Engar skemmdir urðu á skipum eða bryggjum.  

----------------------------------------- 

Alþýðublaðið 18 desember 1935

Hús brennur enn hjá Hinrik Thorarensen. 

Aðfaranótt sunnudagsins kom upp eldur í húsi á Siglufirði, sem nefnt er „Hamborg", eign Hinriks Thorarensen veitingasala. Veitingasala var í húsinu í sumar, og brunnu innanstokksmunir allir henni tilheyrandi, en húsið hangir enn uppi.

Tókst með naumindum að bjarga næstu húsum. Í húsi þessu kviknaði nýlega, en áður hafa hús Hinriks Thorarensen brunnið hvert af öðru. Í sumar brunnu hænsnahús, sem hann átti, árið 1932 brann tvílyft timburhús með miklum vörubirgðum og árið 1925 brann íbúðarhús hans með nær öllum innanstokksmunum, lyfjum o. fl. 

Að sjálfsögðu verður ítarleg rannsókn látin fara fram út af þessum síðasta bruna.

-----------------------------------------

Morgunblaðið 4 janúar 1936

Tveir piltar hafa játað að hafa kveikt í veitingahúsinu „Dettifoss" í Siglufirði, sem brann í ofviðrinu 15. desember s.l.- 

Hafði veitingakonan fengið þá til að kveikja í húsinu og lofað þeim 1000 krónum fyrir. Sjálf ætlaði hún að svíkja út vátryggingarfje innbúsins, sem hún nýlega var búin að hækka úr 2,000 krónum upp í 11,000 krónur.

Hinn 23. nóv. i haust sem leið kom upp eldur í þessu sama húsi. Eldurinn varð ekki mikill og var hann, slöktur áður en skemdir hlutust af. Í rjettarrannsókn þótti sannað, að kviknað hefði í út frá rafmagnsleiðslu, þar sem hún lá inn í húsið. Enginn grunur lá á, í þetta skifti, að kveikt hefði verið í húsinu.

Óveðursnóttina, þann 15. des., kom svo aftur upp eldur í húsinu og brann það þá að mestu niður, en innbú alt brann inni. Rjettarhöld hófust strax í málinu og kom í fyrstu ekkert grunsamlegt fram er bent gæti til þess að um íkveikju væri að ræða.

Um jólaleytið fór samt að berast út sá orðrómur að ekki myndi alt með feldu og fór þá að kvisast að um vátryggingasvik væri að ræða. Milli jóla og nýárs var svo rannsókn haldið áfram í málinu og var veitingakonan á „Dettifossi", Ingibjörg Jósefsdóttir og piltarnir Leo Maronsson og Sölvi Marteinsson settir í gæsluvarðhald.

Svo að segja rjett strax meðgekk annar pilturinn að þeir fjelagar hefðu kveikt í húsinu og rjett á eftir játaði hinn pilturinn einnig. Veitingakonan sjálf neitaði lengi vel að hún vissi með hverjum hætti eldurinn hefði komið upp. En þegar það upplýstist að hún hefði skotið undan nokkuð af innanstokksmunum úr húsinu, rjett áður en það brann, játaði hún einnig. Sakborningarnir bíða nú dóms, sem búist er við að verði mjög þungur.

(Eftir símtali við frjettaritara Morgunblaðsins á Siglifirði). 

------------------------------------------ 

Dagur 23 janúar 1936

Húsbruni varð nýskeð á Siglufirði. Hjón, er bjuggu í húsinu, björguðu börnum sínum með því að kasta þeim út um glugga og ofan í snjófönn og stökkva sjálf á eftir. Börnin sakaði ekki, en hjónin skárust á glerbrotum, þó ekki hættulega.

------------------------------------------

Íslendingur 21 ágúst 1936

Norskt Síldveiðiskip brann á Siglufjarðarhöfn í gærkveldi. Ekki varð manntjón. 

--------------------------------------------------

Alþýðublaðið 24 ágúst 1936

Bíll brennur. Í gær brann á veginum sunnan við höfn á Siglufirði fólksflutningabifreið, SI 41, eign Ásgríms Garibaldasonar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang, og kæfði það eldinn, en alt brann innan úr bifreiðinni.