Nokkrar smáfréttir af bruna á Siglufirði

Alþýðublaðið 19 maí 1938

Íkviknun á Siglufirði. í fyrradag kl. 15,20 kviknaði eldur í húsinu við Hlíðalrveg 25 á Siglufiriði, eign Skarphéðins Pálssonar trésmiðs. Eldurinn varð fljótt slöktur. Litlar skemdir urðu á húsmunum, en talsverðar á húsinu, einkum af vatni. — Kviknað hafði út frá eldavél á neðri hæð í húsinu. FÚ.

------------------------------------------------- 

Alþýðumaðurinn 29 nóvember 1938

Hvassveður hefir geysað um allt land undanfarna sólarhringa. Hefir það víða valdið sköðum. Á mánudagsnóttina náði veðurhæðin hámarki hér á Norðurlandi. Hér í skipakvínni löskuðust skip og bátar. — Á Siglufirði fauk þak af húsi og skömmu síðar kviknaði í því og brann það til kaldra kola. Húsið var vátryggt en innanstokksmunir ekki. Í húsinu bjó Axel Vatnsdal bílstjóri.

-------------------------------------------------

Vísir 14 febrúar 1939

Eldur í vélbát. Í fyrrinótt kom upp eldur í vélbátnum „Frigg" í Vestmannaeyjum. Höfðu skipverjar yfirgefið bátinn um fjögurleytið í fyrradag, en komu aftur í hann um kl. 4 í fyrrinótt. Var þá eldur kominn í bátinn og logaði hann að framan. Skemdir urðu allmiklar, m. a. var mastrið nærri brunnið sundur. Benda allar líkur til, að hér sé um íkveikju af mannavöldum að ræða, Hafa slíkar íkveikjur átt sér áður stað í Eyjum, en aldrei orðið upplýst hver eða hverir valdir voru að verki. 

------------------------------------------------

Morgunblaðið 18 maí 1939

Eldsvoði á Siglufirði 

Frá frjettaritara vorum á Siglufirði. Eldur kom upp í gærmorgun um 11 leytið í íbúðarhúsi mjólkurbúsins á Hóli. Kviknaði eldurinn út frá þvottapotti í útbyggingu norðan við sjálft íbúðarhúsið. Eldurinn olli talsverðu tjóni. Slökkvilið bæjarins kom fljótt á vettvang og tókst því að ráða niðurlögum eldsins.

Sjálft íbúðarhúsið, sem er úr steini, brann ekki, en skemdist mikið af reyk og vatni. Íbúð verkafólks, þvottahús og geymsluhús norðan við íbúðarhúsið gjöreyðilagðist. Nokkru var bjargað af húsmunum, en mikið var skemt, sem náðist út. Byggingarnar voru trygðar hjá Brunabótafjelagi Íslands fyrir 11700 krónur, en innbú mjólkurbússtjórans, Snorra Arnfinnssonar, hjá Sjóvátryggingarfjelagi Íslands fyrir 6000 krónur. Hlöður og gripahús sakaði ekki.

----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 14 nóvember 1939 Siglufirði, sunnudagskvöld.

Heybruni á Hólsbúinu í Siglufirði.

Klukkan að ganga sex í morgun, er fólk kom í fjósið til fjósverka á kúabúi Siglufjarðarkaupstaðar að Hóli, var þar alt fullt af reyk svo varla sáust handaskil. Stafaði reykurinn frá því, að kviknað var í heyi í þúsund hesta hlöðu, sem er áföst við fjósið. Var slökkvilið Siglufjarðar kvatt á vettvang og vann það, ásamt mörgum fleirum, að því að kæfa eldinn í heyinu. Var það erfitt verk, og stóð sú barátta fram undir miðaftan.

Miklar skemdir urðu á heyinu, og var áætlað, er eldurinn var yfirbugaður, að brunnið hafi um 100 hestar. Þótti það furðu vel sloppið, er tekið var tillit til þess hvenig útlitið var, er eldurinn var sem mestur. — Heyið var ekki vátrygt. Fullvíst er talið að hjer hafi verið um sjálfíkveikju að ræða. En hún hafi ekki stafað af því að heyið hafi verið illa verkað, heldur af því að raki hafi komist í heyið eftir að það kom í hlöðuna.

Hlaðan er allmikið niðurgrafin. En undir fjósinu og samsíða við neðri hluta hlöðunnar er þvaggryfja. Bar á því í fyrra að sigið hafði úr gryfjunni í heyið. En ekki hefir verið gert við þann leka svo dygði. Því frá þessum raka mun hafa stafað hiti í heyinu og íkviknun, að því er heimildarmaður blaðsins skýrði frá. Í Hólsbúinu eru 50—60 kýr. En ekki er heyjað þar handa öllum þeim gripum, heldur er mikið keypt að af heyi og öðru fóðri.

-----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 13 apríl 1940

Húsbruni á Siglufirði.

Í NÓTT á miðnætti kom skyndilega upp eldur í húsinu Miðstræti 7 á Siglufirði. Var þetta tvílyft hús og brann það að langmestu leyti, en hangir þó uppi enn. Enn er ekki vitað hvernig eldurinn kom upp í húsinu og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni.

-----------------------------------------------------

Siglfirðingur 4 desember 1941

Bruni. Laust fyrir kl. 4 í gær, kom upp eldur í vinnustofu Aðalbjörns Péturssonar, gullsmiðs. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og réði brátt niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu á verkfærum og öðrum munum.

----------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 21 maí 1942 Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Siglufirði í gærkveldi

Íkviknun á Siglufirði. S L. sunnudag kom, upp eldur í skúr, áföstum við rafstöðina á Siglufirði.

Hafði kviknað í uppslætti hjá púströrinu. Brunaliðið kom strax á vettvang, en þá hafði starfsmönnum rafstöðvarinnar tekizt að slökkva eldinn, áður en nokkrar skemmdir urðu svo að teljandi væru. 

Viss.

----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 15 ágúst 1942 Frá frjettaritara vorum á Siglufirði

Hús brennur á Siglufirði. Um kl. 7 í gærkvöldi kom upp eldur í húsinu nr. 14 við Grundargötu á Siglufirði. Húsið brann alt að innan á svipstundu. Húsið var gamalt timburhús, einlyft, innanþiljað, strigaklætt og málað.

Eldurinn læsti sig um alt húsið á svipstundu. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst því að slökkva eldinn, en þá var húsið með öllu, sem í því var, gereyðilagt. Húsið var vátrygt hjá Brunabótafjelagi Íslands, en eigandinn, Meyvant Meyvantsson, sem var nýfluttur í húsið, varð samt fyrir tilfinnanlegu tjóni. Eldsupptök eru enn óupplýst.

-----------------------------------------------------

Siglfirðingur 28 ágúst 1942

ÞAKKARÁVARP INNILEGUSTU ÞAKKIR viljum við færa Siglfirðingum fyrir þá miklu hjálp og velvild, er þeir sýndu okkur, þegar húsið okkar brann. Siglufirði, 26. ágúst 1942. . Kristbjörg Jónsdóttir. Meyvant Meyvantsson 

-----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 23 september 1942 Frá fréttaritara Alþýðubl. Siglufirði í gærkveldi

Íkviknun á Siglufirði. 

KLUKKAN rúmlega sjö í kvöld kom upp eldur í Söluturni Thorarensens á gatna mótum Túngötu og Suðurgötu. Hafði olíuofn, sem þar er hafður til upphitunar, oltið um koll og valdið íkveikjunni. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins á mjög skömmum tíma. Allmiklar skemmdir urðu af reyk og vatni en annað tjón varð ekki tilfinnanlegt.

------------------------------------------------------

Vísir 14 september 1943

Eldur í SRN á Siglufirði. Klukkan hálftólf í dag kom upp eldur í síldarverksmiðjunni S.R.N. á Siglufirði. Eldurinn kom upp i vélahúsinu, og er snarræði starfsmanna verksmiðjunnar að þakka, að ekki skyldi verða af stórkostlegt tjón. Vélar verksmiðjunnar stöðvuðust, og skemmdir urðu miklar, en óvíst er, hversu löng rekstursstöðvunin verður. Lokið var við að slökkva eldinn kl. u m 12, eftir liðugan hálftíma, að mestu leyti án aðstoðar slökkviliðsins. Eldsupptök voru ókunn, þegar fréttaritari Vísis hringdi upp um hádegið. 

---------------------------------------------------

Alþýðublaðið 15 september 1943

Eldir í einni síldarverksiðju ríkisins á Siglufirði

Töluvert tjón, en búizt við að verksmiðjan geti byrjað aftur innan skamms.

Frá fréttaritara Alþýðublaðsins á Siglufirði í gærkveldi. UM HÁDEGIÐ í GÆR kviknaði í SRN, einni af síldarverksmiðjum ríkisins hér og hlauzt af allmikið tjón, en búizt er þó við, að verksmiðjan geti innan skamms orðið starfshæf á ný.

Klukkan 11,40 kom upp eldur í vélasal SRN verksmiðjunnar og hafði kviknað í hráolíu og varð töluverður eldur. Brunaliðið var strax kvatt á vettvang, en þá höfðu verkamenn verksmiðjunnar að mestu ráðið niðurlögum eldsins. Logaði hann ekki nema ca. 20 mínútur og á tímabili síóðu eldstólparnir upp úr þaki verksmiðjunnar og gluggum, sem brunnu að mestu leyti.

Í vélasalnum urðu miklar skemmdir á rafleiðslum og vélum. Þó var búið að setja aðra díesilvélina í gang kiukkan að verða, 8 í gærkveldi og er búizt við að innan skamms verði hægt að hefja bræðslu á ný, þó ekki nema með ca. þriðjungs afkastagetu. Málið er í rannsókn og virðist eldurinn hafa kviknað í olíu út frá útblástursrörum diesiivélanna. Viss. 

---------------------------------------------------

Morgunblaðið 17 desember 1943

Svínabú brennur á Sðaiuffirði

Frá frjettaritara vorum. Siglufirði í gærkvöldi. SVÍNABÚIÐ Lyngholt á Skútuás, Siglufirði, brann í nótt til kaldra kola með yfir 60 svín um, ungum og gömlum. Níu svínum var bjargað, en þeim varð að lóga í dag vegna bruna sára. Það var um klukkan 4 í nótt, að starfsmenn frá mjólkurbúinu á Hóli voru að fara til vinnu.

Urðu þeir þá eldsins varir og var þá sent á hestum til bæjarins og slökkviliðið kallað út. Fór það samstundið á stað, en er það kom að húsinu, var það alelda. Eldsupptök eru enn ókunn, en síðast var gengið um húsið klukkan 18 í gærkvöldi. Svínin voru vátrygð fyrir 35.000 kr. Húsið var steinhús, stoppað og múrhúðað. Var það vátrygt fyrir 45.000 krónur. Eigendur hússins voru Hallgrímur Márusson klæðskeri og fleiri.

---------------------------------------------------- 

Einherji 19. desember 1943

ELDSVOÐI 

Svínabúið "Lyngholt"  brann til kaldra kola  sl. fimmtudagsnótt.  Sextíu svín fórust í  eldinum.

Um kl. 4 aðfararnótt fimmtudags urðu verkamenn að Hóli, sem  voru að koma á fætur til mjalta,  varir við, að eldur var kominn upp  í svínabúinu "Lyngholt" á Saurbæjarásnum.

Þar sem enginn næturvakt er við  símann hér, urðu verkamennirnir  að fara til bæjarins til að gera  slökkviliðinu aðvart.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið  alelda, og reyndist ekki auðið að  bjarga þeim svínum, er í húsinu  voru og fórust sextíu í eldinum. 

Húsið, sem brann var  vátryggt hjá Brunabótafélagi Íslands fyrir 24 þúsund. kr. en svínin  er fórust voru vátryggð hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands  fyrir  35 þúsund. kr.

Ekkert fólk bjó nálægt húsinu.  Upptök eldsins eru með öllu ókunn.