Nokkrar stuttar frásagnir af bruna á Siglufirði

Mjölnir 28. janúar 1956  

Eldsvoði

Í vikunni. sl.. sunnudagskvöld kom  upp eldur í kindaskúr, sem Jón Frímannsson verkamaður átti. Stendur  skúr þessi niðri á sjávarbakka,  skammt fyrir utan gömlu sundlaugina.

Eyðilagðist skúrinn að mestu. Tólf kindur voru í skúrnum. Kafnaði  ein, þrjár brenndust nokkuð og var  slátrað. Allt var þetta óvátryggt og  hefur Jón því orðið þarna fyrir tjóni, sem sennilega nemur þúsundum króna.

Ókunnugi mun vera um  upptök eldsins, en sennilegt er talið,  að um sjálfkviknun hafi verið að  ræða í bing af moði og matarúrgangi,.  er var í einu horninu.

------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 4 apríl 1956 - SIGLUFIRÐI, 31. marz:

Ásgeirsbakkahús á Siglufirði brann  

Aðfaranótt föstudagsins langa, laust eftir miðnætti kviknaði í húsinu Túngötu 41, svonefndu Ásgeirsbakkahúsi. Þetta hús var tvílyft með risi og bjuggu þar tvær fjölskyldur. Fólk komst allt út og einnig tókst að bjarga innbúi. Í húsinu voru geymd veiðarfæri, snurpunót, reknet og fleira sem útgerðarfyrirtækið Millý h.f. átti.

Þetta eyðilagðist allt að mestu af eldi. Eigandi hússins er Þóroddur Guðmundsson útgerðarmaður. Var húsið frekar lágt vátryggt. Það tók slökkviliðið á þriðja tíma að ráða niðurlögum eldsins sem var mjög magnaður á tímabili. Svo heppilega vildi til að logn var, því annars hefðu fleiri hús verið í mikilli hættu frá eldhafinu í Ásgeirsbakkahúsi. — Guðjón. 

------------------------------------------------

Tíminn 5 apríl 1956

Mikið tjón af eldsvoða í Siglufirði Siglufirði í gær. 

Rétt fyrir páskana varð stórtjón af eldsvoða í Siglufirði, er kviknaði í stórhýsi Þórodds Guðmundssonar útgerðarmanns. — Á neðri hæð voru íbúðir, en veiðarfærageymsla og útgerðarstöð á efri hæðinni. 

Húsið Túngata 41 er stórt steinhús með innviðum úr timbri, skemmdist það mjög mikið í  eldinum og einnig brann og eyðilegðist meira eða minna mikið af veiðarfærum. Tjónið er metið á 246 þús. kr. til brunatjóns. kr.s.

------------------------------------------------

Þjóðviljinn 19 júní 1959

Togarinn Elliði skemmist af eldi Viðgerð mun taka hálfan mánuð Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í fyrrakvöld var slökkvilið Siglufjarðar kvatt að vélbátnum Særúnu frá Siglufirði. Meðan það var að slökkva í bátnum var það kvatt að togaranum Elliða og skemmdist hann svo að viðgerð mun taka hálfan mánuð .

Í Særúnu hafði kviknað í lúkar út frá eldavél og gekk greiðlega að slökkva og urðu skemmdir ekki miklar. Meðan slökkviliðið var í Særúnu var það kvatt að togaranum Elliða sem lá úti við Öldubrjót og var að losa fullfermi af karfa, sem hann hafði fengið á Nýfundnalandsmiðum. 

Ekki var verið að vinna við skipið þegar eldurinn kom upp. Þegar slökkviliðið kom að togaranum var töluverður eldur uppi í káetu skipsins, sem fljótlega tókst þó að slökkva. Allmiklar skemmdir urðu á innréttingu og er talið að viðgerð muni taka hálfan mánuð.

------------------------------------------------

Morgunblaðið 7. júlí 1959

Húsbruni á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 6. júlí. — Um hálf tíu-leytið í morgun varð elds vart í húsinu Steinaflatir, er stendur fyrir innan bæinn. Býr þar Gestur Frímannsson, verkamaður, með fjölskyldu sinni. Slökkviliðið var kvatt á vettvang, og réði það niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en nokkrar skemmdir urðu á húsi og húsmunum. — Stefán. 

------------------------------------------------

Þjóðviljinn 3 september 1959 Frá fréttaritara Þjóðviljans. 

Kviknaði í þurrkhúsi á Siglufirði.  

Laust eftir kl. 11 í gærkvöld var slökkviliðið hér á Siglufirði kvatt að þurrkhúsi verksmiðjunnar Dr. Paul. Var eldurinn, sem álitið er að kviknað hafi út frá þurrkara, fljótlega slökktur og varð tjón ekki mjög mikið.

Bruni þessi hefur valkið athygli og umtal bæjarbúa i vegna þess, að brunahani er enginn við síldarverksmiðjurnar hér og eru þarna þó staðsettar miklar og dýrmætar vélasamstæður. Varð slökkvilið'ð að leita vatns út fyrir lóðatakmörk síldarverksmiðjanna áður en slökkvistarf gat hafizt.

-----------------------------------------------------------------------------------------------   

Tíminn 31 janúar 1961

Bækur skemmdust er íshúsið brann

Siglufirði, 30. jan. — Um kl. 5 í gær kom upp eldur í gamla íshúsinu á Bakka á Siglufirði. Slökkviliðið kom þegar á vettvang, og tókst eftir stundarkorn að kæfa eld inn. Skemmdir urðu miklar, en vátrygging mun hafa verið allgóð á því, sem skemmdist. Eldurinn kom upp í þurrkklefa, og brann hann mikið innan. Þar voru geymdar síldarnætur og gamalt rusl, og eyðilagðist það allt. 

Bækurnar skemmdar 

Úr þurrkklefanum komst eldur inn gegnum skilrúm inn í geymslu, þar sem geymdar voru bækur, síldarkrydd og vélavarahlutir frá vélskipinu Margréti. Þessir hlutir skemmdust einnig, en þó fremur af vatni og reyk en eldi. Bækur þær, sem geymdar voru í húsinu, voru eign Vigfúsar Friðjónssonar, en hann keypti bókabúð, sem lagði upp laupana á Akureyri fyrir nokkru.

Erfitt var um vik við að slökkva eldinn, því að hann var kominn i einangrun milli þils og veggjar og einnig í þakviði. Varð því að rífa mikið til þess að komast að eldinum. Eldsupptök eru ókunn, en málið er í rannsókn. 

-----------------------------------------------

Fálkinn 24 maí 1961 – Glens

Eitt sinn, er slökkvilið Siglufjarðar var kallað á vettvang til þess að slökkva eld í hlöðu á Hóli, en þar hafa Siglfirðingar kúabú sitt, orti Stefán Stefánsson frá Móskógum:

Verði Hekla glóðageld

og gaddur í Kötlu bóli

og þrjóti í Víti allan eld,

er alltaf neisti á Hóli.

--------------------------------------------------

Vísir 21 júlí 1961  Hluti frá Fréttabréfi frá Patreksfirði, birt í Vísi 

.............. Héðan eru 5 bátar á síldveiðum nyrðra og tveir þeirra fóru fyrir fáum dögum, var það Andri og Orri. Orri er leigður í stað Ingjalds, sem brann að nokkru við bryggju á Siglufirði. Ekkert hefur frétzt um veiði þessara tveggja, en hinir allir fengið einhverja veiði. 

-------------------------------------------------- 

Vísir 27 apríl 1962

Eldur í Siglufirði

Að kvöldi þriðjudagsins 24, apríl kviknaði í húsinu Norðurgata 5A Siglufirði. Hús þetta er gamalt timburhús, tveggja hæða, og var ekki búið í því en þennan dag voru handverksmenn að vinna að lagfæringum.

Efri hæð hússins skemmdist mjög mikið af eldinum og þar eyðilögðust húsmunir og fatnaður. Einnig mun vörulager á neðri hæð hússins hafa skemmst mikið af vatni. Vörulagerinn er eign Birgis Runólfssonar en húsið eign Páls Jónssonar hótelstjóra. Hafa þeir báðir orðið fyrir miklum skaða því mjög lágar tryggingar munu hafa verið á húsmunum og vörum. — Þ.R.J. 

--------------------------------------------------

Vísir 4 maí 1962 Frá fréttaritara Vísis

Íkveikja á Siglufirði.

Siglufirði í gær. Um kl. 5 síðdegis f gær kviknaði í húsinu Túngata 24 á Siglufirði. Hús þetta er gamalt timburhús, einnar hæðar. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og urðu skemmdir ekki miklar. í húsinu býr einn maður. Grunur leikur á því, að hér hafi verið um íkveikju að ræða. Málið er í rannsókn. — Þ.R.J. 

--------------------------------------------------

Morgunblaðið 4 maí 1962

Íkveikja á Siglufirði? SIGLUFIRÐI, 4. maí. — í gær kom upp eldur í húsi hér í bænum. Er það lítið og gamalt timbur hús nr. 24 við Túngötu. Í húsinu bjó einn maður, sem ekki er eigandi þess en átti innibú þar. Leikur grunur á að kveikt ha ö verið í húsinu, og er íbúandinn í varðhaldi og málið í rannsókn. Eldurinn kom upp um 4 leytið síðdegis. Slökkviliðið kom mjög fljótt á vettvang og réði niðurlögum eldsins. Húsið brann ekki mikið, en skemmdir hafa orðið á  því. Stefán.--------------------------------------------------

Vísir 30 október 1962

Hænsni brenna 

Nokkur hænsni brunnu inni eða köfnuðu i reyk, er geymsluskúr brann á Siglufirði um s. 1. helgi. Þetta geymsluhús var við Eyrargötu 27 og hafði áður verið notað sem trésmíðaverkstæði, en seinna sem geymsla og hænsnakofi.

Eldsins varð vart aðfaranótt sunnud., en eldurinn svo magnaður, að húsið ónýttist áður en slökkviliðið fengi nokkuð að gert Þar brann og allt, sem inni í húsinu var, m. a. hænsnin