Tengt Siglufirði
Alþýðublaðið 2 janúar 1931
Húsbruni á Siglufirði.
Siglufirði, FB., 1. jan. Eldur kom upp í dag í húsi Guðmundar Sigurðssonar. í húsinu er Félagsbakaríið með veitingasal og brauðbúð og lögregluvarðstofa bæjarins. Fólk bjargaðist út og eitthvað af innanstokksmunum.
Ætlað er, að eldurinn hafi kviknað út frá miðstöðinni. en vissa ekki fengin um það. Unnið er enn af kappi að því að bjarga húsinu, sem er mjög tvísýnt að takist, því að efri hæð þess virðist nú alelda.
Siglufirði, 2. jan. FB.
Eldurinn í Félagsbakaríinu kom Upp um níuleytið um morgun og var búið að slökkva hann um kl 11. Fólk var vaknað í húsinu og nálægum húsum, er eldsins varð vart. Talið er, að hann hafi kviknað út frá miðstöðvarofni kjallarans og læst sig upp með reykháf hússins og út frá honum alla leið upp að þak.
Húsið er allstórt 2 hæða steinsteypuhús, og leigir Félagsbakaríið alla neðri hæð þess til brauðsölu og veitinga, en brauðgerðin sjálf er í áföstum skúr austanundir og komst eldurinn ekki í hann. Uppi býr eigandinn með fjölskyldu. Þar leigði einnig Guðmundur Jóakimsson trésmiður og þar er lögregluvarðstofan.
Skemdir urðu miklar. Sviðnaði öll efri hæðin innan og niðri læsti eldurinn sig vestur í brauðbúðina, en mestar urðu skemdirnar af vatni við björgun hússins. Er það alt eyðilagt innan. Af lausafé varð litlu bjargað áður en eldur og vatn náði að eyðileggja það, nema einhverju af húsgögnum leigjandans. Innbú húsráðandans var vátrygt, en lágt, og mun hann bíða allmikið tjón, einnig brauðgerðin, í skemdum vara og rekstursstöðvun.
Þessa frétt samhljóða, sendi „FB“ einnig í Vísir og Morgunblaðið
-------------------------------------------------
Morgunblaðið 17 febrúar 1932 FB.
Eldur kviknaði í rafstöðinni í Siglufirði í gærmorgun, snemma. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst því að slökkva eldinn. Lítils háttar skemdir munu hafa orðið
-------------------------------------------------
Einherji 26 febrúar 1932
Húsbruni.
Sunnudaginn 21. þ.m. um kl. 2 síðdegis kviknaði í íbúðarhúsi hr. Guðbrandar Vigfússonar bifreiðastjóra, Miðstræti 8, hér í bænum. Brunalið hæjarins var þegar til kallað og kom á vettvang samstundis.
Tókst því þegar að slökkva eldinn, en samt brann allmikið eitt herbergi uppi á lofti í austurenda hússins og skemdist málning, veggfóður, ljóslagnir o. fl. í nokkrum öðrum herbergjum, af reyk og vatni. — Húsið var vátryggt.
-------------------------------------------------
Einherji 23. apríl 1932
Húsbruni.
Tunnuverksmiðjan í Tjarnargötu 16 brennur til kaldra kola með öllu sem í henni er. Menn bjargast naumlega undan eldinum.
Aðfaranótt mánudag 18. þ.m. kl. að ganga 3 um nóttina, gullu við brunalúðrar bæjarins, svo flestir munu hafa vaknað við. Þegar út kom leyndi það sér ekki, að hér var um stórbruna að ræða, því dimmt var af nóttu, en björtu logaskini sló yfir alla eyrina, enda stóð þá tunnuverksmiðja H. Guðm. þar sem bærinn hefir í vetur verið að láta smíða tunnur, í björtu báli og var þetta bæði ógnarleg og tignarleg sjón að sjá þetta feikna bál í myrkrinu og næturkyrrðinni.
Eldsins varð fyrst vart á efri hæð verksmiðjunnar, þar sem 13 menn voru við vinnu og þá með þeim hætti, að alt í einu heyrðu Þeir eitthvert hljóð frá vélahúsínu og samstundis kom eldblossinn út um dyrnar og læsti sig um allt loftið á svipstundu, svo að menn þeir, er þarna voru að verki, gátu hvorki tekið með sér tæki sín, eða yfirhafnir, þó hvorutveggja væri rétt við höndina.
Slökkviliðið mætti fljótt á brunastaðnum og eftir að Það hafði komið fyrir sig véldælunni með þrem slöngum, hafði Það fullt vald á eldinum og varði næstu hús og palla af mikilli prýði. Húsið var að mestu fallið eftir 3 tíma, en í rústunum lifði hátt á annan sólarhring, þrátt fyrir það þó stöðugt væri unnið að því að kæfa í þeim eldinn. Efni, vélar og byggingarnar var allt vátryggt fyrir 137 þúsund hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f. og Brunabótafélagi Íslands. Meðan aðaleldurinn var uppi, var sunnan andvari, en er á daginn leið hvessti á norðan og um kvöldið kl. 11.30 þegar veðurhæðin var orðin 6-7 magnaðist eldurinn svo að kalla varð,út brunaliðið í annað sinni og vann það langt fram á næsta dag að því að slökkva í rústunum.
Siglfirðingur 4. júní 1932
Hörmulegt slys.
Um fjögurleitið á sunnudaginn var var frú Sesselja Jónsdóttir kona Jóhanns Sveinbjarnarsonar tollþjóns hjer, að kveikja upp eld í eldavjel að heimili þeirra hjóna, Hafnargötu 8 hjer í bænum. Notaði hún við það steinolíu úr litlum brúsa. Glæður munu hafa verið einhverjar í eldavjelinni og sennilega myndast gas af olíunni við hitann frá þeim, en líkindi til að olían í brúsanum hafi verið óvenju eldfim.
Þegar kviknaði í vjelinni, varð sprenging, og sló loganum fram úr henni og náði hann strax olíubrúsanum og læsti sig niður í hann. Þetta var á efri hæð hússins og Sesselja, sem var dugmikil kona, hljóp með brúsann fram á ganginn og niður í stigann, en í stiganum sprakk brúsinn í höndum hennar, og læsti logandi olían sig þegar í klæði hennar, sem á augabragði loguðu öll. —
Fólk kom strax að og munu þau Sesselja dóttir hennar, Konráð Konráðsson og Kristmar Ólafsson hafa orðið skjótust. Tókst þeim að slökkva eldinn í fötum konunnar, en öll brendust þau nokkuð á höndum, — dóttir Sesselju mest, — og Konráð svjðnaði dálítið í andliti. — Sesselja sál. var hörmulega útleikin. Var hún strax flutt á sjúkrahúsið og ljest þar af brunasárunum daginn eftir.
Eldinn tókst strax að slökkva án þess verulegar skemdir yrðu á húsinu; málning, gólf og gólfdúkur sviðnaði dálítið, en ekki svo verulegt tjón yrði að. Sesselja sál. var kona um fimmtugt, sjerlega vel látin og orðlögð fyrir dugnað. Börn þeirra hjóna eru mörg og flest uppkomin.
-------------------------------------------------
Alþýðublaðið 10 júní 1932
Aftur eldur á Siglufirði. Siglufirði, FB. 9. júní. Kl. 2 f nótt kom upp eldur í bryggjuhúsi Ólafs Heniiksens og var slökkviliðið þegar kvatt á vettvang. Fiskiaðgerðarmenn þar á bryggjunni sáu strax eldinn. Hafði kviknað frá rafmagnstaug, sem lá inn við mæni hússins.
Henriksen og kona hans höfðu aðsetur sitt i húsinu, en þau eru nú bæði erlendis og húsið mannlaust. Eldurinn komst í net eða nætur á efsta lofti í húsinu og breiddist út eftir því endilöngu, uns víða logaði upp úr þakinu. Eldurinn varð þó bráðlega slöktur, en húsiö er mjög mikið skemt. Húsmunum eigandans mikið skemdum var bjargað, og nokkuð af saltfiski, sem aðrir áttu, var geymt i húsinu.
Húsið var vátrygt í Brunabótafélagi Ísilands, en ókunnugt er um lausafjármuni eigandans. Fiskurinn var óvátrygður. Önnur hús skemdust ekki. Er þó stutt bil þarna milli húsa. Hefði fráleitt tekist að verja næstu hús, ef veður hefði verið óhagstætt, en stillilogn var og eldurinn brauzt að eins út úr mæni hússinis.
---------------------------------------------------
Alþýðumaðurinn 11 júní 1932
Á Fimtudagsnóttina kviknaði í húsi Óla Hinrriksen á Siglufirði. Brann húsið að nokkru og innanstokksmunir líka, þrjár snurpunætur voru geymdar í húsinu og brunnu þær. Húsið var mannlaust. Eigandinn í Noregi og leigjandi var í fiskiróðri, — Þeir fara að gerast all tíðir brunarnir á Siglufirði.
---------------------------------------------------
Siglfirðingur 11 júní 1932
Húsbruni enn. Um kl. 1 á fimtudagsnóttina urðu menn sem voru við fiskaðgerð á síldarpalli Olaf Henriksens, varir við það, að kviknað var í húsinu. Gerðu þeir þegar aðvart og var brunaliðið kvatt út. Kom það þegar á vettvang með hina nýju vjeldælu, sem reynist ágætlega. Var þægilegt að koma henni þarna fyrir.
Hús þetta var gamalt timburhús (byggt 1904 eða 1905) einlyft, með háu risi og kvisti að austan. Bjó eigandinn með fjölskyldu í suðurendanum uppi, en þau hjónin dvelja nú erlendis og var húsið sem stóð mannlaust. — Niðri er salthús og höfðu þar tilhald tveir litlir vjelbátar og söltuðu þar fisk sinn. Þegar brunaliðið kom til, var strax gengið að því, að bjarga innanstokksmunum Henriksens og tókst það, en nokkrar skemdir urðu á þeim. Jafnframt var þegar gengið að slökkvi tilraunum.
Eldurinn var einungis á hanabjálkalofti hússins, en þar var geymt net og nætur, bikað, og varð af þeim svo mögnuð reykjarsvæla, að vart var nálægt komandi. — Það var fyrst þegar eldinum og slökkviliðinu í sameiningu hafði tekist að rjúfa göt á mæni hússins og koma sprautunum þar að, að tókst að buga eldinn. Var þá sperrur þak og skammbitar, brunnið nærfellt sundur, innanbúnaður íbúðarinnar eyðilagður gersamlega af vatni, sem. einnig mun hafa streymt niður í salthúsið og skemt að meira eða minna leyti salt og fisk sem þar var geymt.
Vafi leikur enginn á um upptök eldsins, að hann hafi kviknað út frá raftaugum við rafmæli hússins, læst sig eftir þurrum panelþyljunum og i netin sem strax hafa fuðrað upp. Var það heppni mikil, að eldsins varð vart svo fljótt, og að veður var kyrt, því næsta hús, „Baldur", liggur svo nærri, að óhugsanlegt er að það hefði orðið varið ef húsið hefði brunnið niður. Mjög skammt er einnig í húsin sunnan við og norðvestan við brunna húsið.
Húsið var vátryggt í Brunabótafjelagi Íslands fyrir 6700 kr., var það gömul virðing, en þegar íbúðin var gerð á loftinu, var vátrygging ekki hækkuð þar, en nýja íbúðin mun að einhverju leyti hafa verið trygð, ásamt húsbúnaði og matvælum, í Nye Danske og innbúið var að einhverju tryggt hjá Sjóvátryggingarfjelaginu.
---------------------------------------------------
Einherji, 15. júní 1932
Húsbruni.
Kl. 1 á fimmtudagsnóttina 9. þ.m. varð eldur laus í íbúðar og fiskihúsi Ólaf Henriksen. Eldsins varð fljótlega vart af fiskaðgerðarmönnum er unnu í grennd við húsið.
Slökkviliðið kom að vanda fljótt á vettvang og slökkti eldinn á svipstunda með hinni ágætu mótordælu. Húsið skemmdist mikið af vatni og eldi og ýmislegt er þarna var geymt, svo sem síldarnet og snurpunætur. Húsmunum Henriksen var bjargað að mestu af brunaliðinu því enginn bjó í húsinu, en talsverðar skemmdir munu hafa orðið á mununum.
Húsið var vátryggt í Brunabótafélagi Íslands, fyrir 6.700 krónur, og matvæli og húsmunir að einhverju leyti hjá “Nye Danske" og Sjóvátryggingarfélagi Íslands. Kviknað hafði í húsinu frá rafmagnsleiðslum.
---------------------------------------------------
Einherji, 7. september 1933
Eldur kom upp í morgun, laust fyrir fótaferðatíma, í húsi Benedikts Einarssonar vélstjóra hér. Fólk allt komst úr húsinu en nær því engu varð bjargað af innanstokksmunum.
Slökkviliðið kom á vettvang og kæfði eldinn á stuttum tíma. Húsið er mikið skemmt innan af vatni, eldi og reyk og húsgögn sömuleiðis.
Húsmunir eigandans, Benedikts Einarssonar, voru óvátryggðar, en Jón Þórðarson, umboðsmaður h.f. Kveldúlfs, sem bjó í húsinu, hafði sína búshluti vátryggða. Eldurinn kom upp í kjallara hússins, en óvíst er enn á hvern hátt.
---------------------------------------------------
Einherji 28. september 1932
Húsbruni.
Á mánudagsmorguninn kom upp eldur í húsi því er Oddur Oddsson frá Siglunesi á í Engidal. Bjó Oddur þarna um tíma með konu sinni og barni.
En þennan morgun hafði Oddur búist á stað til fjallskila árla mjög. Kl. að ganga níu fór kona Odds og barnið með henni til úthýsis til einhverra verka og dvaldi þar um stund.
En er hún kom aftur til íbúðarhússins, var reykjarsvælan orðin svo megn inni, að hún gat sama og ekkert að hafst og fékk aðeins bjargað tveim sængum.
Húsið var vátryggt hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands fyrir 6000 krónur.
--------------------------------------------------------
Alþýðublaðið 23 nóvember 1932
Bruni á Siglufirði i nótt.
Siglufirði, FB. 23. nóv. Eldur kom upp um kl. 2 í nótt í trésmíðaverkstæði Guðmundar Jóakimssonar, Grundargötu 15. Líkur benda til, að kviknað hafi í frá rafmagnsleiðslu. Húsið var járnklæddur timburskúr og brann hann svo, að það verður að rífa, hann. Trésmíðavélar, nýlegar„ eyðilögðust, einnig nokkuð af smíðatólum og hálfsmíðuðum húsgögnum, í því ekkert náðist út úf verkstæðinu.-
Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn. Logaði þó verkstæðið alt innan er það kom að. Hús og vélar var vátrygt. fyrir 7000 kr. hjá Brunabótafélagi Íslands, en smiðatól og smíðigripir mun hafa verið óvátrygt., Norðan hríðarveður er hér og talsvert hvast.