Nokkrar stuttar frásagnir af bruna á Siglufirði

Úr Morgunblaðinu 2. apríl 1946  - Frá fréttaritara vorum

Tjón af eldi á Siglufirði Siglufirði, sunnudag.

UM sexleytið í morgun kom upp eldur í húsinu Aðalgata 9, hjer í bænum Austurendi hússins er gamalt timburhús og var þar verslun Gunnar Bíldals, og hafa eldsupptökin verið í skrifstofu í suðausturhorninu. Vesturhluti hússins er úr steinsteypu Er þar mjólkurbúð KEA niðri, en íbúð Þorsteins Pjeturssonar, húseiganda uppi. – Steinhúsið sakaði ekki.

Suður af austurendanum er vörugeymsla úr timbri og járni, og hafði verslunin hana á leigu. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst bráðlega að slökkva. Allar vörubirgðir verslunarinnar eyðilögðust af eldi og vatni, og timburhluti hússins, austurendinn einnig. Húseigandi hafði geymslu uppi í austurendanum og eyðilögðust þar matvæli og fatnaður.

Versluninni var lokað kl. 1 í gærdag og ekkert komið þar eftir dag. Eldsorsakir eru því ókunnar. Eigandi verslunarinnar var ekki í bænum. Húsið og verslunarvörurnar var vátrygt. 

– Jón. 

---------------------------------------------------- 

Þjóðviljinn 5 ágúst 1945

Kviknar í húsi á Siglufirði.

Aðfaranótt sl. föstudags kom upp eldur í húsinu nr. 3 braut á Siglufirði. Íbúar hússins voru í svefni þegar eldurinn kom upp, en maður í öðru húsi sem sá að kviknað var í húsinu vakti íbúana . Húsið skemmdist mikið af eldi og vatni. Óvíst er u m upptök eldsins og er málið í rannsókn.

Ath; „3 braut“ er svona skrifað í blaðinu. 

----------------------------------------------------  

Morgunblaðið 30 október 1945

Eldur í Bíóhúsinu á Siglufirði Frá frjettaritara vorum á Siglufirði, sunnudag: Í GÆRKVELDI um kl. 10,30 kom upp eldur í Bíóhúsi Thorarensens, hjer á Siglufirði. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, áður en, skemdir yrðu teljandi. Eldsupptök urðu í brjefarusli, sem var á bak við bíóhúsið, og lagði af mikinn reyk Eldsins varð vart skömmu eftir að dansskemtun var hafin. Logn var. ---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 2 apríl 1946  - Frá frjettaritara vorum. 

Tjón af eldi á Siglufirði Siglufirði, sunnudag. UM sexleytið í morgun kom upp eldur í húsinu Aðalgata 9, hjer í bænum. Austurendi hússins er gamalt timburhús og var þar verslun Gunnars Bíldals, og hafa eldsupptökin verið í skrifstofu í suðausturhorninu. Vesturhluti hússins er úr steinsteypu Er þar mjólkurbúð KEA niðri, en íbúð Þorsteins Pjeturssonar, húseiganda uppi. — Steinhúsið sakaði ekki.

Suður af austurendanum er vörugeymsla úr timbri og járni, og hafði verslunin hana á leigu. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst bráðlega að slökkva. Allar vörubirgðir verslunarinnar eyðilögðust af eldi og vatni, og timburhluti hússins, austurendinn einnig. Húseigandi hafði geymslu uppi í austurendanum og eyðilögðust þar matvæli og fatnaður. Versluninni var lokað kl. 1 í gærdag og ekkert komið þar eftir dag. Eldsorsakir eru því ókunna/. Eigandi verslunarinnar var ekki í bænum. Húsið og verslunarvörurnar var vátrygt. 

— Jón

---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 16 maí 1946 - Frá frjettaritara vorum

Siglufirði, miðvikudag. . UM 6 leytið í kvöld kviknaði í bátnum Njáli frá Ólafsfirði, sem liggur hjer við bryggju og urðu allmiklar skemdir. Var verið að logsjóða í vjelarúmi skipsins og kviknaði ú t frá því. Brann þaðan upp í gegnum stýrishúsið áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins ----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 6 september 1946

Íkviknun í verkstæði á Siglufirði. Frá Fréttaritara Alþýðubl. SIGLUFIRÐ I i gær. UM KLUKKAN 8 Í MORGUN kom upp eldur i dívana - verkstæð i Jóhanns Stefánssonar hér í bæ. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og réði niðurlögum eldsins. Talið e r, að kvikna ð hafi í út frá miðstöðvarofni, þannig að neisti hafi fallið í rusl, sem var á gólfinu í miðstöðvarherberginu. Skemdir urðu töluverðar bæði af völdum elds og vatns. Bragi. 

----------------------------------------------------

Mjölnir 28. maí 1947   

Íbúðarhús brennur  

Íbúðarhúsið Hlíðarvegur 3c hér í bænum brann til kaldra kola í fyrrinótt. Eigandinn, Björgvin Bjarnason, bjargaðist nauðlega út ásamt konu sinni og tveim ungum dætrum. Tjónið er mjög tilfinnanlegt. Sennilegt er, að kviknað hafi út frá rafmagni.  

Í fyrrinótt klukkan tæplega 3 varð elds vart í húsinu númer 3c við Hlíðarveg, sem er eign Björgvins Bjarnasonar lögfræðings.

Dóttir hans, tveggja ára gömul, vaknaði við reykinn og vakti þegar foreldra sína. Var þá þykkt reykjarkaf í herberginu.

Fór Björgvin þegar fram úr rúminu og fram til útidyra, til þess að athuga, hvort hægt mundi að bjarga konunni og börnunum þá leið.

Var húsið þá alelda. Er hann kom út, var maður, sem staddur hafði verið í húsi skammt frá, kominn að húsinu, og fór hann tafarlaust til þess að gera slökkviliðinu aðvart. -

Þegar Björgvin ætlaði inn aftur til þess að bjarga konu sinni og börnun, hafði útihurðin skellst í lás, og varð hann að brjóta glugga til þess að komast inn.

Skarst hann nokkuð á höndum og víðar við það, en þó ekki alvarlega. Tókst honum að koma konunni og börnunum klakklaust út. Er því var lokið, fór hann enn á ný inn til þess að bjarga innanstokksmunum, ef unnt reyndist, en tókst engu að bjarga nema örfáum bókum úr skáp, sem stóð út við glugga, og hann fleygði út. Hélst hann ekki við inni nema örskamma stund, sökum hita og reykjar.

Slökkviliðið kom á vettvang rúmlega 3, en þá var eldurinn svo magnaður, að lítið varð að gert. Tókst því með naumindum að verja næsta hús fyrir sunnan, sem var eign Kjartans, bróður Björgvins, fyrir eldinum.

Húsið brann að heita má til ösku ásamt öllu innanstokks, en fólkið bjargaðist fáklætt. Húsið var úr timbri og ekki fullgert. Það var vátryggt fyrir 67 þúsund krónur, sem er mjög lágt, og innanstokksmunir aðeins á 30 þúsund krónur, sem einnig er mjög lágt.

Meðal þess, sem brann, voru mörg hundruð bindi af bókum, flest fágætar bækur og mjög dýrar, svo vátryggingarféð mundi vart nægja til að bæta það tjón eitt. Má m.a. af því marka, hve mikið tjónið er. 

----------------------------------------------- 

Tíminn 28 maí 1947

Tveggja ára telpa bjargar foreldrum sínum frá því að farast í eldsvoða í fyrrinótt um kl. 3.30 kom upp eldur í húsinu Hlíðarvegur 4C á Siglufirði, sem er stórt tvílyft timburhús, eign Björgvins Bjarnasonar lögfræðings. Mátti heita að eldurinn magnaðist á svipstundu og var húsið alelda, er slökkviliðið kom á vettvang.

Allar slökkviliðstilraunir reyndust því árangurslausar. Húsið brann á skammri stundu til kaldra kola að heita má, svo nú standa ekki uppi nema uppistöðurnar einar. Það mátti ekki tæpara standa, að fólk bjargaðist út úr húsinu, en í því bjó ekki annað fólk en hjón með tvö börn.

Hjónin og annað barnið sváfu sem fastast er húsið var orðið alelda og má líklegt heita, að allir hefðu brunnið inni, ef tveggja ára dóttir hjónanna hefði ekki vaknað við reyk inni í svefnherberginu og vakið foreldra sína, sem ekki biðu boðanna með að bjarga sér og börnunum út, á náttklæðunum einum. Allir innanstokksmunir brunnu og varð engu bjargað úr húsinu af því, sem í því var nema fólkinu. Húsið var lágt vátryggt og er því tjón eigandans tilfinnanlegt.

-----------------------------------------------

Alþýðublaðið 28 maí 1947

Hús brennur á Siglufirði. 

Í FYRRINÓTT kom upp eldur í húsinu Hlíðarvegi 3C á Siglufirði, sem var nýlegt timburhús. Varð húsið alelda á skömmum tíma og bjargaðist fólk út nauðuglega, en allir húsmunir brunnu inni og verðmiklar bækur. Eigandi hússins var Björgvin Bjarnason lögfræðingur, og bjó hann í því ásamt konu sinn og tveim börnum.

Eldurinn kom upp í húsinu um kl. 4 um nóttina, og voru allir í svefni. Annað barnið vaknaði og gat vakið föður sinn, og tókst honum að bjarga konunni og börnunum út á náttklæðum einum saman, en þá vár húsið orðið alelda. Engum húsmunum varð bjargað, og enn fremur brunnu inni verðmætar bækur, sem Björgvin átti. Húsið var aðeins skylduvátryggt. Ókunnugt er um upptök eldsins. 

-----------------------------------------------

Morgunblaðið 28 maí 1947

Tveggja ára telpa afstýrir stórslysi

KL. 3.15 fyrir hád. í gærmorgun kom upp eldur í húsinu Hlíðarv. 30C Sigluf., sem er einlyft timburhús. Brann húsið til kaldra kola á skammri stundu. í húsinu bjó ein fjölskylda og bjargaðist hún með naumindum út úr hinu brennandi húsi. Engu af innbúi var bjargað.  

Björgvin Bjarnason lögfræðingur átti hús þetta og bjó hann þar sjálfur með konu sinni og tveim börnum. Það var eldra barnið, tveggja ára stúlka, sem vaknaði við eldinn og var húsið þá því nær alelda. — Litla telpan vakti foreldra sína og komst fjölskyldan út á nærklæðunum einum. Slökkviliðinu var þegar gert aðvart og kom það skjótlega á vettvang. En húsið stendur mjög hátt í hlíðinni upp af bænum og er því lítið um vatn svo ofarlega.

Brann húsið á skamri stundu, en slökkviliðinu tókst að verja næsta hús, sem stendur fyrir sunnan. Vindur var hvass og stóð beint á húsið af hinu brennandi húsi Björgvins Bjarnasonar. Ekki mátti tæpara standa með að Björgvin og fjölskylda hans bjargaðist út úr húsinu. Hefir Björgvin skýrt svo frá, að ef barnið hefði vakið þau foreldrana tveim mínútum síðar, hefðu litlar líkur verið fyrir því, að fólkið hefði bjargast a. m. k, óslasað.

Eldsupptök eru ekki kunn. En líkur benda til þess að kviknað hafi út frá rafmagni, því engin önnur eldfæri en rafmagns voru í húsinu. Björgvin Bjarnason hefir nýlega látið byggja hús þetta. — Það var trygt hjá Brunabótafjelagi Íslands fyrir 67 þúsund krónur. Innbú fyrir 30 þúsund 

----------------------------------------------- 

Þjóðviljinn 28 maí 1947

Hvanneyrarreitur á Siglufirði brennur. Í fyrrinótt brann íbúðarhús á Siglufirði til kaldra kola. 

Hús þetta hét Hvanneyrarreitur. -Eldurinn brauzt út svo snögglega og var svo ákafur, að ekkert bjargaðist af innanstokksmunum en íbúarnir komust nauðuglega út

----------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 28 desember 1947

Eldur í síldarmjölsskemmu á Siglufirði. Á ANNAN JÓLADAG um morguninn varð elds vart í mjölskemmum S.R.N. á Siglu firði. Var kominn glóð í nokkra síldarmjölspoka og mikill reykur var í skemmunni. Mjölpokahlaðinn var rifinn upp og kom þá í ljós að mikill hiti var í síldarmjölinu. Ekki er fullkomlega vitað um, hve mikið tjónið nemur en það er talið minna en á horfðist í fyrstu. 

----------------------------------------------- 

Morgunblaðið 28 desember 1947

Kviknar í síldarmjöli hjá SR

Erfiðleikar á geymslu mjölsins.

Á ANNAN í jólum varð þess vart, að kviknað var í mjölsekkjastæðu í mjölgeymsluhúsi SRN-verksmiðjunnar á Siglufirði. Brunaliðið var þegar kallað á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út til muna.

Hinsvegar varð þess víða vart í mjölgeysluhúsinu að farið var að hitna í mjölinu. Varð því að flytja mikið af mjöli úr þessu húsi í þann hluta mjölskemmunnar miklu, sem enn stendur uppi, en þar er illgerlegt að geyma mjöl vegna snjófoks inn í húsið með skörum þess og hættu á vatnsflóðum ef hlánar.

Eru SR á Siglufirði illa.staddar með mjölgeymslur og hætta hefir orðið framleiðslu í verksmiðjunum í bili nema í dr.Pauls-verksmiðjunni, þar til út skipun getur farið fram. Er von á þremur skipum í næstu viku til að taka um 5000 tonn af síldarmjöli.

Hitinn í síldarmjölinu í SRN verksmiðjunni er talinn standa í sambandi við breytinguna á mjölblæstri verksmiðjunnar milli kranalofts og mjölgeymsluhúss, og breytingu á kyndingu á þurkofnum hennar, er gerð var s.l. sumar.

-----------------------------------------------

Tíminn 29 desember 1947

Aðeins ein verksmiðja á Siglufirði getur nú brætt síld. 

Meiri og minni hiti víða í mjölinu í geymslum ríkisverksmiðjanna 

Snemma að morgni annan jóladag kom eldur. upp í mjölgeymslu S.K.N. á Siglufirði og skemmdist nokkuð af mjöli, en flytja varð það af mjölinu, sem eldurinn komst ekki í í hluta af hinni stóru mjölgeymslu frá 1946.

Strax og eldsins varð vart var brunaliðið kallað á vettvang. Tókst því að ráða niðurlögum eldsins áður en verulegt tjón hefði orðið á mjölinu. Á sama tíma var hafizt handa um að flytja það af mjölinu, sem eldurinn hafði ekki komizt í, í stóru skemmuna frá 1946, það er að segja þann hluta hennar sem uppi stendur.

Hún hefir þó ekki verið talin nógu góð geymsla fyrir mjöl vegna þess, að óttazt hefir verið um að vatn kæmist að því í þíðvirði, auk þess sem fennt hefir inn í húsið með þakskeggi. Allmikils hita hefir orðið vart á síðustu vikum í mjölgeymsluhúsunum, en ekki er tali'ö að hann komi til með að valda verulegu tjóni úr því sem komið er.

Hins vegar eru síldarverksmiðjurnar svo illa staddar með mjölgeymslur eftir að þessi bruni hefir átt sér stað, að ekki verður unnt í bili að starfrækja nema eina verksmiðjuna, S. R. P. Eru öll mjölgeymsluhúsin yfirfull. Hins vegar er von á þrem skipum til Siglufjarðar í þessari og næstu viku, er eiga að taka mjöl og verður reynt að losna við mjölið eins fljótt og unnt er.

Nokkuð er það þó komið undir veðri hvernig gengur að skipa mjölinu út, því að skipin eru stór og geta ekki lagzt að bryggju á Siglufirði í hvaða veðri, sem er. Um upptök eldsins er ekki vitað með vissu en helzt er getið til að hann eigi rót sína að rekja til breytinga á mjölblæstri frá kvarnarlofti út í mjölgeymsluhúsið, og einnig útbúnaði og þurrkofnum verksmiðjanna, en þessar breytingar voru gerðar á síðasta ári að tilhlutan þáverandi framkvæmdastjóra S.R.

-----------------------------------------------

Alþýðublaðið 30 desember 1947

Stöðvast bræðsla á Siglufirði?

Öll mjölgeymsluhús orðin full - nema hin hrunda geymsla Áka. 

MIKIL HÆTTA er nú á því, að síldarbræðsla stöðvist á Siglufirði vegna þess, að mjölgeymslur eru allar fullar þar á staðnum. Eru geymslurúm fyrir mjöl mjög lítið miðað við afköst verksmiðjanna, ekki sízt af því að hið mikla mjölgeymsluhús, sem byggingarnefnd Áka lét reisa á Siglufirði, hrundi í fyrra, en það sem eftir stendur af því hefur reynzt ónothæft til mjölgeymslu.

Stjórn síldarverksmiðjanna hefur nú fest skip til mjölflutninga út úr landinu til þess að reyna að firra vandræðum. Eldurinn í mjölgeymslu SR um helgina er talinn stafa af breytingum sem gerðar voru á mjölblásturstækjum verksmiðjunnar í fyrrasumar og Hilmar Kristjánsson fyrrverandi verksmiðjustjóri stóð fyrir.

-----------------------------------------------

Einherji 26. júní 1948

HÚSBRUNI.

Nokkru eftir miðnætti s.l. nótt kviknaði í Vetrarbraut 3 (Frón), húseign Halldórs Guðmundssonar. Virtist eldurinn kom;a upp í þakhæð hússins. Þegar blaðið fór í pressuna var enn ólokið við að slökkva eldinn. Fólk slapp út á nærklæðum og fátt eitt bjargaðist af húsmunum. 10 til 15 manns munu hafa orðið húsnæðislausir. 

-----------------------------------------------

Siglfirðingur 20 júlí 1948

Eldur í bíl

Laust fyrir kl. 12 á hádegi í  gær var slökkviliðið kvatt út.  Hafði komið upp eldur í gamalli  fólksbifreið úr Árnessýslu, sem  hér var stödd.

Bifreiðarstjórinn hafði gengið  út úr bifreiðinni í Hverfisgötu,  augnablik.

Var nýbúið að setja  bensín á geymi hennar og hafði  nokkuð af því lekið niður á götuna, þar sem bifreiðin hallaðist  nokkuð. Litlir krakkar voru að  leik á götunni og voru með eldspýtur.

Þau munu hafa kveikt í  bensíninu, og læsti eldurinn sig þá  þegar í stað í hjólbarða bifreiðarinnar. Bifreiðin skemmdist nokkuð  en börnin sluppu ómeidd. 

Má það kalla sérstaka heppni,  að eldurinn skyldi ekki haf leiðst  í bensíngeymi bifreiðarinnar, en  slíkt hefði valdið sprengingu, sem  börnum þessum hefði orðið stórhætta af. Þetta atvik ætti að brýna  fyrir fólki að láta ekki börn sín  vera með eld að leik, því alltaf  er hættulegt, þegar óvita börn  ná í eldspýtur.

Vanist því að  geyma slíkt, þar sem börn ná til.  Reynslan er of dýrmætur kennari  til að taka ekki tillit til fræðslu  hennar. 

------------------------------------------------------

Siglfirðingur, 12. ágúst 1948

Kviknar í skipi

LAUST fyrir kl. 3 í gærdag, kom  upp eldur í skipinu Minnie E.A.  758, sem lá hér við bryggju við  S.R.P.

Verið var að gera við vél  skipsins og var vélarúmið opið. 

Vélstjórarnir voru uppi og urðu þá  varir við reyk, er þeim virtist  koma úr lest skipsins og opnuðu  þeir hana, en um leið gaus eldur  upp úr vélarrúminu.

Slökkviliðið  var kvatt út, en skipverjum tókst  að slökkva eldinn, áður en það  kæmi á vettvang. Skemmdir urðu  litlar sem engar.

Fyrsti vélstjóri  kvað sér óskiljanlegt, hvað orsakað hafði eldinn.

-------------------------------------------------------

Einherji, í ágúst 1948

Fréttir úr bænum.

Eldur kom upp í vélskipinu Milly s.l. laugardag.  Frekar litlar skemmdir urðu, þó brann eitthvað af  rúmfatnaði og öðrum fatnaði skipverja.

--------------------------------------------------------

Einherji 6. september, frétt.

Kviknar í síldveiðiskipi

Á þriðja tímanum í nótt varð vart elds í síldveiðiskipinu Ágústu, en það lá við bryggju Óskars  Halldórssonar útgerðarmanns. Slökkviliðið kom brátt á vettvang og tókst að slökkva eldinn sem var í vélarúmi skipsins. Í morgun var ókunnugt um eldsupptök. 

----------------------------------------- 

Morgunblaðið 13 nóvember 1948 - Siglufirði. föstudag. Frá frjettaritara vorum.

Stórt íbúðarhús á Siglufirði brennur

Tvær fjölskyldur missa aleigu sína.

ÍBÚÐARHÚSIÐ Hólavegur 9 hér í bæ eyðilagðist í eldsvoða í morgun. Í húsinu bjuggu tvær fjölskyldur með 10 börn og bjargaðist nokkuð af heimilisfólkinu fáklætt út á götuna. Litlu sem engu af eignum þessara fjölskyldna var bjargarð. 

Fólkið, sem bjó í húsinu Hús þetta var úr timbri, ein hæð og ris á kjallara. Eigandi þess, Páll Guðmundsson trjesmiður, bjó með fjölskyldu sinni á miðhæðinni, og í rishæð bjó Hjalti Pálsson. 

Í kjallaranum Bjó einhleypur maður, Njáll Sigurðsson. Alls mun 15 manns hafa búið í húsinu, þar af 10 börn, þeirra yngst aðeins ársgamalt. 

Alelda á svipstundu Eldsins varð vart um klukkan 8 í morgun í rishæðinni. — Magnaðist eldurinn svo skjótt, að heimilisfólkið, sem var ný- vaknað, varð að forða sjer í snatri út úr húsinu. Voru börnin flest fáklædd. Innan stundar var húsið orðið alelda og fjekk slökkviliðið ekki ráðið niðurlögum eldsins fyrr en húsið var gjöreyðilagt, en það hangir þó enn uppi.

Engu bjargað Ekki tókst að bjarga neinu af eignum þeirra Páls Guðmundssonar og Hjalta Pálssonar, en úr kjallaranum tókst að bjarga nokkru. Eldsupptök eru ókunn. Hús og innbú mun hafa verið vátryggt en fyrir lítinn pening. — Guðjón.

-----------------------------------------

Tíminn 13 nóvember 1948

HÚSBRUNI Á SIGLUFIRÐI Í gær kom upp eldur í húsinu númer 9 við Hólaveg 9 á Siglufirði og brann það að mestu að innan en stendur þó uppi enn. Eldurinn kom upp á rishæðinni, en húsið er allstórt timburhús. Húsmunum nokkrum var bjargað úr kjallara en engu af efri hæðum og er tjónið því mikið. Húsið var vátryggt. Eldsupptök eru ókunn.

----------------------------------------- 

Vísir 13 nóvember 1948

Hús brennur á Siglufirði. Í gærmorgun kom upp eldur í allstóru íbúðarhúsi á Siglufirði og brann það að mestu á skömmum tíma. Í húsinu bjuggu tvær fjölskyldur með tíu börn og bjargaðist fólkið með naumindum út úr húsinu, en flestir innanstokksmunir gjöreyðilögðust. Eigandi hússins var Páll Guðmundsson, trésmiður og bjó hann í því ásamt fjölskyldu sinni.

-----------------------------------------

Mjölnir 16. mars 1949

HÚSBRUNI 

Um kl. 24 í gærkvöldi kom  upp eldur í geymsluhúsi út í  Bakka. Var mikill eldur kominn í húsið þegar hans varð  vart.

Aðstaða slökkviliðsins var  mjög erfið, þar sem ekki var hægt, vegna ófærðar að koma  brunabílunum nálægt húsinu og  enginn vatnshani til fyrir utan  Hvanneyrará.

Reyndi slökkviliðið að dæla  sjó á eldinn, en undirbúningur  og aðstaða til þess var mjög  erfiður.

Húsið brann til kaldra kola. 

-----------------------------------------  

Vísir 16 mars 1949

Eldsvoði á Siglufirði

Birgðaskemma brennur til kaldra kola með miklu af byggingarefni. 

Mikill bruni varð á Siglufirði í nótt að því er fréttaritari blaðsins þar skýrði frá. Kom eldur upp i birgðaskemmu smíðaverkstæðis Sveins og Gísla, en hús þetta stóð fyrir utan Bakka, eða utan Bakka, eða utanvert við kaupstaðinn sjálfan.

Eldurinn kom upp laust eftir miðnætti, eða kl. 0,30, og er mönnum ekki kunnugt um upptök eða orsakir eldsins. Var þá norðaustan stormur og hríðarveður á Siglufirði og því erfitt um alla björgunarstarfsemi. Varð húsið alelda á skemmri stundu og útilokað að bjarga nokkuru úr því.

Brann það til ösku með öllu sem í því var. í húsinu var geymt mikið af timbri, um 60 tonn af sementi, að, því er eigendurnir telja, og auk þess rör, terrazzo og ýmislegt fleira, en þó engin verkfæri. Allt sem i húsinu var brann eða eyðilagðist á annan hátt og hér um tilfinnanlegt tjón að ræða, ekki hvað sízt með tilliti til byggingarefnisskortsins í landinu. Eitthvað munu vörur þessar þó hafa verið vátryggðar.

----------------------------------------- 

Alþýðublaðið 17 mars 1949

Smíðaverksmiðja og byggingarefni brennur á Siglufirði

MIKILL BRUNI varð í birgðaskemmu smíðaverksmiðju Sveins og Gísla á Siglufirði í fyrrinótt. Eldurinn kom upp laust eftir miðnætti, og er ókunnugt um upptök hans. Varð húsið alelda á skammri stund, og varð engu bjargað út úr því, og brann húsið til grunna. 

Í húsinu var geymt mikið af timbri, um 60 smálestir af sementi, og margvíslegt fleira byggingarefni, svo sem rör, terrazzo og fleira.

-----------------------------------------

Tíminn 17 mars 1948

Stórbruni í Siglufirði.

Trésmiðja og geymsluhús byggingarfélags brenna til kaldra kola

Í húsinu var geymt allmikið af byggingarefni, sem allt eyðilagðist í eldinum.

Stórbruni varð í Siglufirði í fyrrinótt. Brann til kaldra kola stórt hús, sem byggingarfélagið Sveinn og Gísli h.f. átti. Var geymt í húsinu allmikið af ýmsu byggingarefni og brann það allt, sem brunnið gat. Erfitt var með björgunarstarf vegna snjóa. Húsið var mannlaust og er ókunnugt um eldsupptök. 

Laust eftir miðnætti í fyrri nótt varð fólk í Siglufirði þess vart að kviknað var í húseign byggingarfélagsins Sveinn og Gísli h.f. Er hús þetta nokkuð afskekkt. Er það yzta húsið í Siglufirði á svokölluðu Hvanneyrartúni. Var húsið mannlaust er í því kviknaði, enda ekki notað til íbúðar.

Skipti það engum togum að húsið var alelda á skammri stundu og brann upp, það sem brunnið gat á tiltölulega stuttum tíma. Slökkviliðið kom á vettvang, en slökkvistarfið var erfiðleikum bundið. Hús þetta, sem er ekki gamalt var byggt að mestu úr timbri og járni. Nokkur hluti þess var timburhús, en hinn hlutinn járnþil á trégrind. Í húsinu var geymt allmikið af byggingarefni, sem allt eyðilagðist.

Voru það 60 lestir af sementi, talsvert af timbri fyrir verkstæði félagsins, steypurör, terrasso og efni til múrhúðunar utanhúss. Húsið sjálft var tryggt hjá Brunabótafélagi Íslands, en vörurnar sem í því voru tryggðar hjá Samvinnutryggingum. Þegar blaðið átti tal við fréttaritara sinn á Siglufirði síðdegis í gær, var rannsókn í málinu enn ekki hafin, en búizt við að réttarhöld hæfust þá bráðlega.

-----------------------------------------

Morgunblaðið 17 mars 1949 SIGLUFIRÐI, miðvikudag.

Um 200 þús. kr. tjón í bruna á Siglufirði.

Gífurlegt tjón varð hjer í bruna í nótt sem leið. Geymsluhús. sem mikið var í af vörum, brann til ösku og tókst engu að bjarga úr því. Beint tjón af völdum eldsvoðans, er metið á annað hundrað þúsund krónur. 

Geymsluhús þetta áttu Sveinn og Gísli. Stóð það fyrir utan Bakka, á Strönd. Eldsins varð vart í húsinu laust eftir miðnætti.

Rok og hríð. 

Þá var veður hvasst af NA og snjókoma og varð geymsluhúsið fljótlega alelda. Slökkviliðið kom þegar á vettvang, en það gat lítið aðhafst, því þarna innfrá er ekkert vatn og ekki tókst að dæla sjó á húsið vegna þess hve hátt það stendur.

Byggingarefni. 

Tókst því ekki að bjarga neinu af vörum út úr brunanum, en í húsinu voru m. a. geymd 60 tonn af sementi, mikið af timbri og alskonar byggingarefni, sem allt mun hafa verið vátryggt.

Mikið tjón. 

Eigendur hússins þeir Sveinn og Gísli hafa orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni, þó vörurnar hafi verið vátryggðar. Er giskað á. að beint tjón nemi hátt á annað hundrað þúsund krónum. Eldsupptök eru með öllu ókunn. Enginn hafði komið í húsið síðan á föstudag, svo vitað sje. — Guðjón. 

-----------------------------------------

Vísir 21 mars 1949

Bæjarfógetinn á Siglufirði hefir að undanförnu rannsakað brunann, sem varð í sl. viku, en þá brann þar allstórt timburhús og mikið af byggingarvörum. Enn sem komið er hefir ekkert verið upplýst í málinu um eldsupptökin og hafa bæði eigendur hússins og sjónarvottar verið yfirheyrðir.

Það hefir komið i ljós við réttarhöldin, að hvorki eldfæri né raf magn var í húsinu er kviknaði í því og hefði enginn maður á vegum eiganda komið í húsið frá því á laugardag í sl. viku, en íkviknunin varð aðfaranótt miðvikudags.

-----------------------------------------

Vísir 23 maí 1949

M.b. Milly stórskemmist af eldi.

Í fyrradag kom upp eldur í vélbátnum Milly SI 81 á Siglufirði og urðu miklar skemmdir á bátnum. Milly lá við eina bryggjuna á Siglufirði og var verið að búa skipið i togveiðiferð er eldur kom upp í káetunni, og breiddist óðfluga út. Brann allt í káetunni og einnig talstöð og önnur tæki í stjórnklefa og íbúð skipstjóra. Talið er að kviknað hafi út frá olíuvél, sem í káetunni var. Eigendur skipsins hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna þess, að það stöðvast nú um skeið frá veiðum.

-------------------------------------------------------   

Mjölnir 27. maí 1949 - Bæjarpósturinn

Hugleiðing vegna bruna. ­

Eftirfarandi hugleiðingu var ég  beðinn fyrir:

Á laugardaginn  var, það er, 21. maí, var brunaliðið kvatt á vettvang.

Ég fylgdist með fólkinu, sem auðvitað  hljóp, eins og, fætur toguðu niður  á Hafnarbryggju, en þar hafði  kviknað i mótorbátnum Millý-. 

Þegar ég kom var brunaliðið  komið og langt til búið að  slökkva eldinn með vatnsslöngu  Þeirri, sem alltaf er á Hafnarbryggjunni og notuð er til að  afgreiða vatn til skipa.

En það sem furðu vakti var  það, að stór hópur brunaliðsmanna var í kringum brunabílinn, en til þess að fljótar  gengi að slökkva eldinn, atti að  láta hina kraftmiklu dælivél bílsins, dæla sjó í brunaslönguna. Dælan vildi ekki vinna og var  ekki komin í lag þegar eldurinn  var slökktur.

Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að vél bili, en mér datt  bara í hug hversu geysilega þýðingarmikið það er, að þessi tæki  séu alltaf í lagi og klykki aldrei. 

Hugsum okkur að eldurinn hafi  verið í timburhúsi, næsti vatnshani verið vatnslaus eins og oft  hefur eflaust verið í vetur í  sumum hverfunum, og vatnsforði bílsins verið það fyrsta,  sem hægt hefði verið að grípa  til, - en þá hefði dælan verið í  ólagi; eldurinn magnast á meðan tilraunir stóðu yfir að koma  henni í lag og töfin orðið til  þess að húsið brenni til grunna.  

Á slíkum stundum er hver sekúnda dýrmæt. Þá veltur allt  á því, að öll tæki séu í fyllsta lagi - og að þau séu alltaf  í  lagi hlýtur einhver að eiga að  sjá um, að minnsta kosti brunaliðsstjóri.

Það er ekki víst, að alltaf sé  hægt að . snúa brunaliðsútkalli  upp í æfingu í meðferð brunatækjanna - oftast er meiri alvara á ferð en svo 

Og munum svo þetta: Eldurinn gerir ekki boð á undan sér  og hann bíður ekki heldur á  meðan verið er að koma brunadælunni í lag.

Logi.

-------------------------------------------------- 

Mjölnir 7. september 1949 

Kviknar í síldarskipi

Um k1 1,15 í fyrrinótt kom upp eldur í káetu m/b Ágústu RE 115, þar sem hún lá við bryggju Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Var slökkviliðið kvatt á vettvang og tókst mjög fljótlega að slökkva eldinn.

Einn maður var sofandi í káetunni þegar kviknaði í henni Brenndist hann allmikið á höndum og andliti, og liggur nú á sjúkrahúsinu hér. Líður honum nú sæmilega eftir atvikum. Tveir menn, sem brutust niður í káetuna til að bjarga honum, brenndust einnig dálítið.

Talið er að kviknað hafi út frá olíukyndingu. Allmiklar skemmdir urðu á káetunni og flest sem í henni var skemmdist eða gereyðilagðist. Einnig skemmdist stýrishús bátsins og klefi inn af því nokkuð af völdum eldsins.

-------------------------------------------------- 

Mjölnir 5 apríl 1950

Íkviknun

Um sexleytið í gær kom upp eldur í pappírsgeymslu Siglufjarðarprentsmiðju. — Orsök íkviknunarinnar var ógætileg meðferð barna með eld.  Eldsins varð vart rétt eftir að hann kom upp. Var brunaliðinu þegar gert aðvart, jafnframt því, sem reynt var að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, sem voru í prentsmiðjunni. — Tókst brunaliðinu síðan að ráða niðurlögum

eldsins á skömmum tíma án þess að nota vatn svo nokkru verulegu næmi. Allmikið tjón Varð á pappír, bókum ofl. sem geymt var í pappírsgeymslunni, aðallega af eldi og reyk, en þar að auki fór reykur um alla prentsmiðjuna og olli óhreinindum á vélum, bókum, efni og öðru, sem inni í prentsmiðjunni var. Tjónið hefur ekki.verið metið enn, en nemur sennilega tugum þúsunda króna.