Brunar 1976-1979 á og tengt Siglufirði

Morgunblaðið 30 nóvember 1976

Eldur í SR í Siglufirði 

SKÖMMU fyrir hádegi I gær kviknaði í sílói og blásara hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í Siglufirði, og eyðilagðist blásarinn algjörlega. Sem stendur er ekki hægt að bræða í verksmiðjunni með fullum afköstum, þar sem verið er að hlaða eldstór í einn af þremur þurrkurum verksmiðjunnar. 

Gamall síldarbrakki brennur. Vísir Ljósmynd: ÓR.

Gamall síldarbrakki brennur. Vísir Ljósmynd: ÓR.

Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri SR sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að starfsmenn SR myndu smiða nýjan blásara, og tæki það nokkurn tíma. Hins vegar myndi það ekki bitna á afköstum verksmiðjunnar, þar sem hægt væri að tengja þurrkarana sem eldurinn var i við síló og blásara þurrkarans, þar sem verið er að hlaða eldstóna.

-----------------------------------------------------------------

Morgunblaðið  30 ágúst 1977 - Siglufirði. 29. ágúst

Slökkviliðið gabbað í fyrsta sinn.

SLÖKKVILIÐIÐ hér var gabbað sl. laugardag og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér í manna minnum. Var brotinn brunaboði utan á lögreglustöðinni og við það fóru sírenurnar í gang. 

Lögðu margir menn niður vinnu til að taka þátt I slökkvistarfinu. en þegar é hólminn kom reyndist einungis um gabb að ræða. — M.J. 

-----------------------------------------------------------------  

Vísir 21 september 1978

Bruni á Siglufirði í nótt

Gamall síldarbrakki og vinnsluhús brunnu til kaldra kola á Siglufirði i nótt. Húsin stóðu niður við höfnina á söltunarstöð Óskars Halldórssonar.

Slökkviliðið var kvatt á staðinn um miðnætti i nótt og stóð slökkvistarfið fram undir morgun, en áherslan var lögð á að verja nálæg hús. 

Ekki hefur verið búið í þessum húsum i fjölda mörg ár og þar er ekki rafmagn eða hiti. Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu. Siglufirði/KP 

-----------------------------------------------------------------

Bryggjuhúsin í björtu báli.

Tjónið, sem varð í brunanum á Siglufirði i fyrrinótt hefur enn ekki verið metið. Þar brunnu til kaldra kola tvö geymsluhús i eigu útgerðarfélagsins Togskips h.f., en áður voru þau meðal bygginga söltunarstöðvar Óskars Halldórssonar.

Slökkvilið Siglufjarðar lagði megináherslu á að verja nærliggjandi hús, enda voru bryggjuhúsin orðin alelda, er að var komið. Meðal þeirra húsa sem tókst að koma i veg fyrir að kviknaði I var geymsluhús olíufélagsins Skeljungs, sem stóð skammt frá húsum Togskips. 

Óljóst er enn hvernig eldurinn kviknaði. -ÞRJ. Siglufirði.    

-----------------------------------------------------------  

Morgunblaðið 22 september 1978

Skemmubruni í Siglufirði.

LAUST upp úr miðnætti aðfararnótt fimmtudags kviknaði í skemmum á svonefndri Óskarsstöð í Siglufirði, en hús þessi eru í eigu Togskips. Er hér um að ræða gömul hús og varð eldur mikill en tókst að slökkva og verja nálæg hús, en skemmurnar brunnu til kaldra kola.

Einhverjar skemmdir munu þó hafa orðið á húsi næst skemmunum en ekki verulegar og gömul veiðarfæri og annað dót sem var í skemmunum eyðilagðist. Ekki er ljóst um eldsupptök, en talið-að um íkveikju hafi verið að ræða. — Matthías 

-----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 9 febrúar 1979

Eldur í nýbyggingu í Siglufirði

Siglufirði 8.2. Eldur varð laus í nýbyggingu frystihúss Þormóðs ramma hf. í Siglufirði í dag, en hann olli ekki skemmdum þar sem fljótt tókst að ráða niðurlögum hans. Starfsmenn við bygginguna höfðu í fullu tré við eldinn og höfðu slökkt hann að fullu er slökkviliðið kom á vettvang.

Nokkrir bílar voru í húsinu og við lá að illa færi, en tókst að verja þá. Kviknað hafði í út frá olíutæki. Stálvík landaði í dag um 100 lestum af góðum fiski af Vestfjarðamiðum, og mjölskip lauk í dag útskipun á 3.200 lestum mjöls, sem er framleiðslan frá áramótum.

----------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 18 febrúar 1979 -  Siglufirði17. febrúar

Mikið tjón í eldsvoða í Siglufirði .

MIKIÐ tjón varð, er eldur kom upp í fiskverkunar- og geymsluhúsi Henriksenbræðra neðan Aðalgötu í gær. Húsið er þriggja hæða og kom eldurinn upp í þurrkklefa á efstu hæð og er hann ónýtur, en einnig eyðilögðust net og fleira, sem geymt var á hæðinni.

Eldurinn kom upp um fjögurleytið á föstudag. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og tók slökkvistarf um klukkustund. Á neðstu hæð hússins er saltfiskverkun og ýmsar geymslur á millihæðinni. Fréttaritari. 

----------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 20 nóvember 1979  - Siglufirði 19. nóv.

Milljónatjón í eldsvoða  

MIKLAR skemmdir urðu af eldi er kviknaði í húsinu Hvanneyrarbraut 29 um helgina, en það hús gengur undir nafninu Gosi. Unnið var að viðgerðum á þessu glæsilega húsi og er tjónið metið á milljónir króna. — m.j.

----------------------------------------------------------- 

Þjóðviljinn 20 nóvember 1979

Bruni á Siglufirði

Í gærmorgun um kl. 6.30 varð þess vart að eldur var laus i gömlu timburhúsi að Hvannabraut 29 á Siglufirði. Hús þetta stóð autt en var verið að standsetja það. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði skemmdist húsið mikið að innan en greiðlega gekk þó að slökkva eldinn eftir að hans varð vart.

Álitið er að hann hafi verið lengi búinn að vera i húsinu þegar rúður tóku að springa og fólk tók eftir þessu. Í fyrrakvöld voru eigendur hússins, stöðvarstjóri Pósts og síma og kona hans, að brenna einhverju rusli i húsinu og er álitið að rör hafi ofhitnað og eldurinn kviknað af því. Hús þetta var flutt frá Danmörku 1919 og kallað gamli skólastjórabústaðurinn. — GFr