Siglfirðingahúsið í Hafnarfirði, brennur

Neðanritað er í raun lítið viðkomandi bruna á Siglufirði, heldur bruna í Hafnarfirði. En vegna nafnsins „Siglfirðingahúsið“ þá kemur hún hér með í þessum kafla: „Eldar á Sigló“

Blaðið Borgarinn 1 desember 1923 – 

Partur úr grein um byggingaskipulag í Hafnarfirði -- ................ Hugsum okkur nú, að bygð væri ein samfeld húsaröð t. d. með Austurgötu og hús Ó. Þ. stæði þar, við hlið þess kæmi svo annað á stærð við hús Sig. Árnasonar (við Linnetsstíg); við hliðina á því hús eins og Siglfirðingahúsið.

Þar við hliðina t. d. Arahús o. s.frv., stór og lítil hús á víxl. Þetta yrði, mildast talað undarlegt á- sýndum, þegar húsin stæðu öll samföst með eldvarnarvegg á milli. Nú er landslagi auk þess svo hagað hjer, að af þessu myndi leiða annan kostnaðar. .......

-------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 29 júlí 1948 --  Brot frá minningum Gísla Gunnarssonar slökkviliðsstjóra í Hafnarfirði---................ Á þessum 35 árum telur Gísli Gunnarsson stærsta brunann hafa verið þegar Siglfirðingahúsið brann. Í því bjuggu rúmlega 30 manns og inni brunnu þrír. — Þegar Siglfirðingahúsið brann var stormur á og af vangá voru hurðir skildar eftir opnar upp á gátt svo að eldurinn blossaði um allt húsið á svipstundu.

Telur Gísli að þá hafi legið mjög nærri að stór hluti Hafnar fjarðar brynni. Þetta er eina tjónið á mönnum við bruna í Hafnarfirði síðan Gísli tók við störfum. Síðan hefur all- oft kviknað í stórhýsum, en ætíð tekizt að slökkva áður en mjög mikið tjón hafði hlotizt af.............. 

-------------------------------------------------- 

Tíminn 18 desember 1973 – hluti af kynningu bókar:

..................Bókin er 88 lesmálssiður, og auk þess 13 myndasiður með 19 myndum, en þar á meðal er mynd af skólaspjaldi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði fyrir veturinn 1899-1900. Nöfn nær allra á myndinni eru þar. t bókinni kemur fram, meðal annars, frásögn höfundar af hinum mikla húsbruna í Hafnarfirði 25. febrúar 1931, er Siglfirðingahúsið brann. En svo sem fram kemur þar, var hún ein þeirra, sem sluppu nauðulega úr þeim eldsvoða, þá 17 ára að aldri........................... 

-------------------------------------------------- 

Fjarðarpósturinn 26 október 1988 – Úr fundargerð:

Bæjarstjórn: Nafngiftir á hús

Á bæjarstjórnarfundi í gær kom til tals í tilefni af fundargerð fegrunarnefndar, að gaman væri að tekinn yrði upp sá siður að taka upp nafngiftir á hús og eins að setja upp spjöld með örnefnum við götur bæjarins. Það var Magnús Jón Arnason sem hóf umræðuna og taldi hugmynd fegrunarnefndar varðandi þetta allrar athygli verða.

Árni Grétar Finnsson tók undir þetta og sagði vel athugandi hvort ekki mætti skíra hús, þó þau héldu áfram sínu götuheiti og númeri. Fólk gæti þá t.d. tekið upp nafn heimabyggðar sinnar, og gæti Gunnar Rafn bæjarritari þannig skírt hús sitt Siglfirðingahúsið.

Fleiri bæjarfulltrúar tóku jákvætt undir hugmyndina og komu fram ýmsar tillögur um hugsanleg heiti á húsum einstakra bæjarfulltrúa. Ingvar Viktorsson benti einnig á, að til væri mjög merkileg bók um örnefni í bæjarlandinu eftir Gísla heitinn Sigurðsson og væri nafnið Háigrandi á húsi Fiskmarkaðarins t.d. fengið úr þeirri bók .

Ath sk 2017:. Líklega má ætla, að bæjarfulltrúarnir hafi ekki vitað um hið áðurnefnda hús Siglfirðingahúsið