Tunnuverksmiðja Halldórs Guðmundssonar brennur

Vísir 19 apríl 1932 á Sig Siglufirði, 18. apríl. — FB.

Eldur kom upp í tunnuverksmiðjunni kl. rúmlega 2 í nótt. Brann hún til kaldra kola ásamt efnisbirgðunum. Vinna byrjaði þar í gærkveldi, eins og vant er, og þar ekkert út af, þar til um tvöleytið, að sprenging varð i mótornum.

Kviknaði strax út frá honum og breiddist eldurinn út með svo skjótri svipan, að verkamennirnir sluppu nauðulega út, án þess að ná nokkuru með sér. Mistu þeir þar öll verkfæri sín, sumir einnig föt, sem þeir höfðu lagt þar af sér. Skúrar áfastir við verksmiðjuna brunnu og alt efni, sem eftir var að vinna tunnur úr, sennilega birgðir í .15—20,000 tunnur.

Nálægum húsum tókst að bjarga. Húsið, sem var gamalt timburhús, „Síldarbræðsla Bakkevigs", brann á örskamri stund, en í tunnuefninu felst talsverður eldur, sem nú er verið að slökkva. — Hús og vélar átti Halldór Guðmundsson kaupmaður, og voru húsin vátrygð hjá Brunabótafélagi Íslands. Tunnur og tunnuefni var eign bæjarins og var vátrygt hjá Sjóvátryggingarfélaginu fyrir 110,000 kr. og vélar einnig hjá sama félagi fyrir kr. 10,000.

----------------------------------------------------

Morgunblaðið  19 apríl 1932

Stórbruni á Siglufirði Tunnuverksmiðja Halldórs Guðmundssonar brann til kaldra kola í fyrrinótt. Allar vjelar brunnu inni og mikið af tunnum og tunnuefni. Verkamenn í verksmiðjunni björguðust nauðulega úr eldinum.

Halldór Guðmundsson í Frón- Ljósm.ókunnur

Halldór Guðmundsson í Frón- Ljósm.ókunnur

Siglufirði, mánudag.

Í nótt brann til kaldra kola tunnuverksmiðjan hjer í bænum ásamt öllum efnisbirgðum til tunnugerðar og allmiklu af smíðuðum tunnum.

Verksmiðja þessi var fimm hús hvert hjá öðru og var áður síldarverksmiðja Thormod Bakkervigs, en nú átti Halldór Guðmundsson útgeðamaður. Ljet hann breyta verksmiðjunni í tunnuverksmiðju, keypti hér vjelar til tunnusmíði og ljet flytja þangað og auk þess keypti hann nokkuð af nýjum vélum til hennar.

Smíðaði hann þarna nokkuð af tunnur fyrir sjálfan sig í hittifyrra, en vann fyrir bæinn í fyrravetur. Nú í vetur hefir verið unnið kappsamlega að tunnusmíð þarna og hefir bærinn veitt atvinnulausum mönnum vinnu við það. Var unnið nótt og dag. Voru vinnuflokkarnir þrír og um 20 í hverjum.

Á sunnudögum var ekki unnið, en gærkvöldi (sunnudag) hófst vinna kl 10 eins og vant er. En klukkan 2 um nóttina varð gífurleg sprenging í hreyfli sem var í verksmiðjunni. Vita menn ekki með hvaða hætti það hefur orðið, en ætla að hálfbrent gas hafi safnast í hljóðlægi hreifilsins og kviknað í því.

Um leið og sprengingin varð, munu olíupípur hafa sprungið, því að svo miklu báli laust upp á andartaki, að verkamenn gátu nauðlega bjargast út úr eldinum. Höfðu þeir ekki einusinni tíma til að þrífa föt sín, sem þar voru hjá þeim. Suðaustan stormur hafði verið á um kvöldið, en var farinn að lægja um þetta leiti.

Verksmiðjan varð alelda á svipstundu. Slökkviliðið kom von bráðar að með vatnsslöngur og stóra véldælu sem hægt var að dæla með einni smálest á mínútu. En eldurinn var svo magnaður, að ekki voru nein tiltök að slökkva hann og voru húsin gjörfallin eftir eina klukkustund, en í efnivið, sem var í húsinu logaði alla nóttina og langt fram eftir degi.

Komst eldurinn inn í trjáviðarhlaðana og var ekki slökktur fyr en hægt var komast að því að draga hlaðana í sundur. Skamt frá tunnuverksmiðjunni er Síldarbræðslustöð ríkisins, en hana tókst að verja eins og önnur hús þar í nánd. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar um 14 þúsund tunnur, en um 12 þús. Af þeim höfðu verið fluttar í Síldarbræðsluna til geymslu og björguðust þær þannig.

En allt sem var í tunnuverksmiðjunni varð eldinum að bráð. Húsin voru vátrygð hjá Brunabótafélagi Íslands fyrir um 48.240 krónum, en Sjóvátryggingafélagið hafði vátrygt vélar fyrir 10 þús. Kr. Og efni og tunnur fyrir 70 þús. Kr. En þar sem svo mikið bjargaðist, verður sú ábyrgð ekki ýkja þung.

Það mun upphaflega hafa verið svo til ætlast að Síldareinkasalan keypti tunnurnar af bænum, en sú fyrirætlun fór um koll með Einkasölunni. Bænum mun þó hafa tekist að selja eitthvað af tunnunum síðan. Þeir sem unnið hafa í verksmiðjunni verða auðvitað atvinnulausir vegna þessa bruna. En menn vona að nú sé versta af og atvinna fari að glæðast, því hér er ágætur fiskafli alltaf þegar á sjó gefur.

--------------------------------------------- 

Alþýðumaðurinn 19 apríl 1932

Húsbruni á Siglufirði Kl. um 2 í fyrrinótt urðu menn. sem unnu að tunnugerð á efri hæð tunnuverksmiðjuhúss Halldórs Guðmundssonar á Siglufirði, varir við að elur var kominn upp í vélarhúsi verksmiðjunnar. 

Var hann þegar orðinn svo magnaður, að mennirnir komust aðeins út með það af verkfærum sínum, er næst var. Varð húsið alelda á skammri stund og brann til kaldra kola, ásamt miklu tunnuefni, en slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi hús og bryggjupalla. Hús, vélar og efni var allt vátryggt og er skaðinn metinn um 150 þúsundir króna.

-------------------------------------------------

Einherji 23. apríl 1932

Húsbruni. 

Tunnuverksmiðjan í Tjarnargötu 16 brennur til kaldra kola með öllu sem í henni er. Menn bjargast naumlega undan eldinum. 

Aðfaranótt mánudag 18. þ.m. kl. að ganga 3 um nóttina, gullu við brunalúðrar bæjarins, svo flestir munu hafa vaknað við. Þegar út kom leyndi það sér ekki, að hér var um stórbruna að ræða, því dimmt var af nóttu, en björtu logaskini sló yfir alla eyrina, enda stóð þá tunnuverksmiðja H. Guðm. þar sem bærinn hefir í vetur verið að láta smíða tunnur, í björtu báli og var þetta bæði ógnarleg og tignarleg sjón að sjá þetta feiknar bál í myrkrinu og næturkyrrðinni.

Eldsins varð fyrst vart á efri hæð verksmiðjunnar, þar sem 13 menn voru við vinnu og þá með þeim hætti, að alt í einu heyrðu Þeir eitthvert hljóð frá vélahúsinu og sam­stundis kom eldblossinn út um dyrnar og læsti sig um allt loftið á svipstundu, svo að menn þeir, er þarna voru að verki, gátu hvorki tekið með sér tæki sín, eða yfir­hafnir, þó hvorutveggja væri rétt við höndina.

Slökkviliðið mætti fljótt á brunastaðnum og eftir að Það hafði komið fyrir sig véldælunni með þrem slöngum, hafði Það fullt vald á eld­inum og varði næstu hús og palla af mikilli prýði. Húsið var að mestu fallið eftir 3 tíma, en í rúst­unum lifði hátt á annan sólarhring, þrátt fyrir það þó stöðugt væri unn­ið að því að kæfa í þeim eldinn.

Efni, vélar og byggingarnar var Allt vátryggt fyrir 137 þúsund hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f. og Brunabótafélagi Íslands. Meðan aðaleldurinn var uppi, var sunnan andvari, en er á daginn leið hvessti á norðan og um kvöldið kl. 11.30 þegar veðurhæð­in var orðin 6-7 magnaðist eldurinn svo að kalla varð, út bruna­liðið í annað sinni og vann það langt fram á næsta dag að því að slökkva í rústunum. 

xxxxxxxxxxxxxx

Ath; sk Sagt var frá þessum bruna í fleiri blöðum, en það sem hér hefur komið fram um þennan tunnuverksmiðjubruna, er það efnismesta, aðrar fréttir frekar fáorðaðar.