Ýmsar ljósmyndir frá bruna á Siglufirði

Blanda „brunamynda“ frá ýmsum tímum. Sennilega hefur engra viðkomandi bruna og atvika verið getið í fjölmiðlum (???)

Allar myndirnar hefur sk tekið nema myndir frá bruna á SR-Vélaverkstæði, en þær tók Hallgrímur Hafliðason (Halli Nonni) Þar kviknaði (getgátur) í út af reykjarpípu sem hafði verið í brjóstvasa eins starfsmann, sem hendi galla sinn upp í fatageymslu í viðkomandi herbergi þar sem upptök brunans urðu. Slökkviliðið var hvatt út rétt fyrir klukkan 13:00, er menn komu til vinnu. Flestir slökkviliðsmenn voru raunar starfsmenn SR og eldurinn kæfður mjög fljótt.

Svo er margar myndir þar sem „brunaliðið“ kveikti elda í húsum sem átti að rífa og notaði Slökkviliðið til æfinga.

Þar má nefna Einco, gömul söltunarstöðvarhús, Braggann í Bakka og Dalabæ. Einnig tveir rollukofar í Bakka. 

Athugið. Allar ljósmyndir á þessari síðu minni: www.sk2102.com eru í eigu Ljósmyndasafns Siglugjarðar / Síldarminjasafn Íslands og eftirtökur mynda eru óheimilar nema að fengnu samþykki Síldarminjasafnsins. Ritað (endurskrifað) efni er að miklu leiti fengið af síðunni www.timarit.is það er efni blaða og tímarita sem oft er mikil vinna við að endurskrif eins og hér er gert. 
Allt annað ritað efni sem á síðunni www.sk2102.com er, er heimilt að afrita til annarrar birtingar, sé heimilda getið.  

Hafðu samband: sk21@simnet.is    

Smellið á mynd og síðan á Slideshow