Glefsur úr blaðinu Fram árið 1921

5. árgangur 1921, 1. tölublað

Tíðin:

Einstök blíða undanfarið, muna elstu menn ekki slíkan vetur.

Ljósin. Síðan ljósverkið var gert hér hafa ljósin aldrei enzt jafnvel og nú, það sem af er má heita að ennþá séu þau fullnægjandi,hafa þau um hátíðina farið kl. 9 og verið burtu rúma klukkustund, og þá aftur logað fram um miðnætti og stundum lengur. Má eflaust mikið þakka þetta því að þakið var sett yfir þróna í haust, þótt miklu ráði auðvitað sú einmuna góða tíð sem hér hefur verið og er.

Það þykir nú fullsannað að vatnsþróin sé of lítil, að flesta daga undanfarið hafi hún verið full og runnið yfir barma hennar um kl. 1. á dagin en sjaldan kveikt fyrir kl. 3. Er því ábyggilegt að hér væru nú næg ljós allan sólarhringinn væri þróin svo stór að hún tæki alt það vatn sem safnast meðan ljósin ekki loga.

Kolaverð lækkar.

Landsverzlunin hefir Iækkað verð á kolabirgðum sínum um land alt, um alt að 100 krónur smálestina víða, hér lækka kol bæjarins að sama skapi.

Frá símanum.

Leiga af talfærum hækkar enn frá þessum áramótum, en símagjöld önnur haldast óbreytt. Hafa talsímanotendur margir, röskir 80 á Akureyri sagt upp talsímum sínum, í sambandi við þetta en að sögn, eru aðalkröfur þeirra, að ný og betri tæki verði þangað send, þau sem fyrir eru séu ónýt að verða. Er þrætu þeirri er ekki skorið enn sem komið er.

Tilhliðrun.

Án leyfis viðskiftanefndar mega nú pósthús afhenda útlenda póstböggla einnig póstkröfuböggla, þó ekki stórar vörusendingar, og nú má senda póstávísanir til útlanda, þó eigi stærri en 100 krónu og eigi fleiri en eina vikulega frá sama sendanda.

Útsvarskærufundur mjög fjölmennur var hér haldinn í fyrradag, höfðu 14 kært yfir útsvörum sínum og margir þeirra tekið fjölda samanburðarmanna,

Næturvarðatstaðan er veitt Kristjáni L. Möller frá síðustu áramótum.

Verðlækkun á Steinolíu, Sykri og Hveiti mun væntanleg, um leið og nýjar birgðir fást hingað.

-------------------------------------------------------------------

Fram - 15. janúar 1921

5. árgangur 1921, 2. tölublað

Tíðin:

Stðastl. laugardag gerði hér norð- austan bleituhríð með ofsaroki og var versta veður fram á mánudag síðan gott veður en frost hart nokkuð um miðja vikuna, varð hér mest 9 stig, samtímis var frost á Akureyri 14 stig,

Skip.

Gullfoss er á Akureyri í dag á leið til Englands og Danmerkur. S t e r l i n g fer frá Kaupm.höfn 22. þ.m. kemur , upp til Austur- og Norðurlandsins og fer til Reykjavíkur, á að taka þingmenn.

Álfadans með brennu og blysför var haldinn hér 12. þ- m. Síðan dansað í Bíó- húsinu langt fram á nótt.

Barnalát. Jósep Blöndal og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa yngsta barn sitt, stúlku tæplega ársgamla, hún hét Lára Margrét Kristín. Ennfremur hafa þau hjón Guðni Guðnason og kona hans nýlega orðið fyrir þeirri sorg að missa barn, dreng 3ja ára, Sigþór að nafni, hann var jarðsunginn í fyrri viku.

-----------------------------------------------------

Fram - 12. febrúar 1921

5. árgangur 1921, 6. tölublað

Sparisjóður Siglufjarðar.

Síðastliðið haust var samþykt á aðalfundi Sparisjóðsins að flytja hann frá Hvanneyri hingað niður í kauptúnið og hafa hann opinn til viðskipta á vissum tímum. Var þá kosin ný framkvæmdastjórn, þeir séra Bjarni Þorsteinsson, Guðm. T. Hallgrímsson og Jón Guðmundsson verzlstj. Þessir menn hafa svo ráðið starfsmenn sjóðsins Sig. Kristjánsson kaupm. sem gjaldkera og Vilh. Jónsson sem bókhaldara, en jafnframt kosið þá sem meðstjórnendur sjóðsins, svo að nú verða þá 5 menn í stjórn hans.

Sjóðurinn verður eptirleiðis opinn á hverjum mikvikudegi frá kl. 1—2 síðd. í búð Sig. Kristjánssonar. »Fram« óskar sjóðnum góðs gengis og eflingar.

--------------------------

Auglýsing:

Sparisjóðurinn verður fyrst um sinn opinn aðeins einu sinni í viku kl. 1 til 2 síðdegis á miðvikudögum á skrifstofu Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns, sem er gjaldkeri; Wilh. M. Jónsson er bókari sjóðsins. lnnlánsvextir eru 4 ½ % um árið, en útlánsvextir 6½ %, víxilvextir 7%, stimpilgjaid að auki.

-----------------------------------------------------------

Fram - 5. mars 1921

5. árgangur 1921, 9. tölublað

Tíðin.

Harðari veðrátta þessa viku og stormasamt. Aðfaranótt fimtudags og fram á þann dag afspyrnu-veður, eitt með mestu austan-ofsarokum sem hér koma. Með veðrinu var fannkoma töluverð og frost. Hæst frost þessa viku 15 stig. í morgun var frostið 10 stig og besta veður.

Í austan-rokinu á fimtudagsmorguninn urðu hér dálitlar skemdir. Nyrðri bryggja Söbstads brotnaði niður að mestu leyti, stendur aðeins bryggjuhausinn eftir.

Nýhlaðinn og steyptur reykháfur við kirkjuna fauk um. Um fleiri skemdir hefur eigi heyrst og enga skaða hér nærlendis, enda mun veðrið hafa verið einna mest hér í firðinum.

Kol lækka.

Landsverzlun hefur enn lækkað verð á kolabirgðum sínum, er það nú 160 kr. smál. hér í Sigluf.

-------------------------------------------------------------

Fram - 19. mars 1921

5. árgangur 1921, 11. tölublað

Betri helmingur Skeiðsfossins til sölu fyrir 5000 krónur.

Frá áreiðanlegum heimildum hefir mér borist að Fr B. Arngrímsson & Co. hafi boðið bæjarstjórn Siglufjarðarkaupst. sinn helming af Skeiðsfossinum til kaups, fyrir 5000 kr. og finst mér það ekki vera neitt ótrúlega lágt tilboð, enda mun það líka vera það hæsta sem eigendunum hefir komið til hugar að fosshelmingur þeirra mundi geta selst fyrir, þegar litið er meðal annars á legu fossins og hve örðugt myndi um alla flutninga á tækjum og öðru efni til virkjunnar á fossinum, ef til þess kæmi, þar sem eru vegleysur, bryggjulaust o. s. frv.

Manni verður á að spyrja: Hvar eru nú »spekúlantarnir« ? Eða hefir bæjarstjórnin, þrátt fyrir alt sitt leynimakk, látið leika á sig? Þetta virðist kannske ótrúlegt þegar menn minnast þeirra upplýsínga, sem oddviti bæjarstj. gaf á borgarafundinum í vetur, að honum hafi tekist að fá fosshelminginn 5000 kr. ódýrari en hann hafði heimild frá bæjarstjórninni til að kaupa hann fyrir, — nefnilega kr. 25000. —

Og einnig þegar þess er minst, er einn bæjarfulltrúinn (Flóvent Jóhannsson) sagði á sama fundi, að honum fyndist bæjarstjórnin hafa borgað ,skammarlega lítið fyrir Skeið. Nei, »spekúlanta«-hræðslan, sem bæjarstjórnin þá notaði sem nokkurs konar vörn eða brimbrjót á hávær mótmæli almennings á hinum, vægast sagt, hneykslanlegu kaupum á jörðinni Skeið, hefir reynst ástæðulaus og hafa þeir háu herrar víst séð hana í anda gegn um geisla þá, sem fossinn einhvern tíma kann að senda frá sér eftir ein 50—100 ár, eða e. t. v. aldrei.

Annars vil eg ekki spá neinu um það, hve langt verður þangað til Siglufj. Getur lagt í að virkja foss þennan, er mun kosta miljónir króna; en það verður þó að rninsta kosti að fara betur með fé bæjarins hér eftir en ef til vill hefi verið gert nú á síðustu tímum, til þess að það geti orðið í náinni framtíð.

Ábyggilegar heimildir hefi eg einnig fyrir því, að Rafljósanefndin hafi á síðasta fundi sínum samþ. með 4 atkv. gegn 1 (Bæjarfóg.) að fá hingað upp sérfræðing, strax á næsta vori, til að athuga möguleika fyrir virkjun Skeiðsfossins og gera áætlun um hvað sú virkjun myndi kosta. — Eftir þessu að dæma, vita þeir háu herrar, og Frúin með, ekki enn þá hvað þeir hafa keypt og eru að kaupa. —

Eg vil því leyfa mér að spyrja þá háu herra, hvort ekki hefði verið réttara og hyggilegra, að þessar mælingar og áætlun hefði verið gerð áður en fossinn var keyptur? Sú aðferð, fyrst að kaupa hlutinn og síðan að athuga hvort hann er hæfur til þess sem hann er ætlaður, getur verið hættuleg og getur komið hlutaðeiganda á kaldan klaka áður en varir. Ætli þeir góðu herrar hafi þessa aðferð þegar þeir eru að versla fyrir sjálfa sig? (Eg álít ekki.)

Hvað snertir kaup á helmingi Fr. B. Arngr.s. & Co. vil eg ekki segja neitt um, eg geri ráð fyrir að með fossréttindunum fylgi nauðsynl. Land meðfram ánni til að grafa niður rör og eins undir væntanlega aflstöð o. s. frv., svo að ekki þurfi að borga önnur 5000 kr. fyrir landræmu meðfram ánni undir þetta. Það mun öllum bæjarbúum finnast ótrúlegt, en samt er það satt, að rafljósanefndin er hér, ofan á alt annað, að gera tilraun til þess að bæta ennþá einum steini i hina þungu gjaldabyrði Siglufjarðar;

En vonandi mótmæla allir gjaldendur bæjarms þessari ráðstöfun, undir núverandi kringumstæðum og útliti. Eg get ekki skilið hvaða gullnámu þeir góðu Skeiðsfossspekúlantar hafa fundið, eða hvort það að eins er af því, að þeir treysta svo mjög gjaldþoli gjaldendanna hér, að það virðst sem þeir hafi svo mikla ástríðu til að fást við stórar upphæðir og að vissu leyti hafa »keypt köttinn í sekknum«. Ef þeir treysta svo mjög á gjaldþol manna, þá ætti það að vera þeim, frekar en öðrum, ljóst að hvað það snertir, er boginn svo hátt spentur að hann þolir ekki meira. Hvað það muni kosta að fá hingað verkfræðing til að annast mælingarnar er ekki gott að segja með vissu.

Akureyrarbær hafði síðastliðið sumar (1920) verkfræðing til að framkvæma svipaðar mælingar, og kostaði það Akureyrarbæ á milli 15 og 20 þús. krónur, þegar alt var reiknað með; svo að fyrir minna en 10 til 15 þúsund krónur myndum við ekki fá verkið (mælingarnar) framkv. ef það ætti að gerast í ár. Eg þekki ekki þá brýnu nauðsyn á því að gera þessar mælingar einmitt á þessu ári, þar sem ekki getur komið til mála að fossinn verði beislaður fyr en eftir marga áratugi.

Öðru máli væri að gegna ef útlit væri fyrir að fossinn yrði notaður eftir ein 2-3 ár, eða ætti að ransaka hann vegna væntanlegra kaupa. En þar sem nú fossinn er þegar keyptur, þá er nógur tíminn til að vita hvað virkjunin mundi kosta þegar þeir tímar nálgast, er bærinn sér sér fært að ráðast í virkjunina. Annað sem bendir á, að best sé að bíða með mælingarnar er verðfallið sem nú á sér stað, og búast má við að ekki nái lágmarki sínu fyr en eftir 2—3 ár.

Við höfum nú í bráðina fengið nóg af Skeiðs-braski, og hefir þegar verið seilst nógu djúpt í vasa gjaldendanna vegna þess og skyldu næstu ár færa bæjarbúum hér svo mikið upp í hendurnar að þeir hefðu meira en' það allra nauðsynlegasta, þá eru það aðrir hlutir í Siglufirði sem bíða framkvæmda. Eftir útlitinu sem nú er, þá er það ekkert sem örvar fólk til að fara gálauslega með peninga, hvort sem eru manns eigin eða annara. Hafþór .

------------------------------

Skeiðsfossinn.

Hálf fossréttindin, þeirra sem fossinn eiga móti Siglufjarðarkaupstað, boðin bænum á 5 þúsund krónur Rafmagnsnefnd bæjarstjórnar leggur til að þegar á komandi sumri verði eytt tugum þúsunda til mælinga og undirbúnings rafvirkjunar á Skeiðsfossi

Það er núöllum almenningi kunnugt, að eigendur Skeiðsfoss hálfs hafa nú boðið bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar réttindi sín til fossins á 5 þ ú s u n d k r ó n u r og áreiðanlegar heimildir hefur maður fyrir því, að rafleiðslunefnd okkar leggur til að réttindi þessi verði keypt.

Ekki skal rafljósanefnd eða bæjarstjórn hallmælt fyrir það þótt helmingur fossins verði nú keyptur fyrir þetta verð ef —- bæjarstjórn sér sér útvegi til að geta greitt andvirðið án þess enn á ný að seilast niður í vasa marg-þyngdra gjaldenda þessa kaupstaðar eftir þessari upphæð, þótt ekki sé nema 5 þúsund krónur í viðbót við alla aðra óumflýjanlega gjaldaliði sem koma til með að »punta« næstu fjárhagsáætlun kaupstaðarins.

Það hefur þá verið lítið vit í því að kaupa helming fossréttindanna af Sigurjóni á Skeiði fyrir 20 þúsundir króna fyrir rúmum 2 mánuðum, þótt jarðarskækill fylgdi kaupunum, sé ekki sjálfsagt að reyna að kaupa hinn helminginn fyrir 5 þúsund krónur nú, ef möguleikar eru fyrir hendi. Þótt opinberar peningastofnanir megi heita lokaðar sem stendur, er ekki loku fyrir skotið að bæjarstjórnin, ef hún leggur sig í framkróka, geti útvegað bænum lán hjá prívat efnamönnum — til þessara kaupa, annaðhvort hér innsveitis, eða þá annarstaðar.

Og þá leið á hún að fara. Hinu vill maður ekki trúa, en sem gengur þó staflaust um bæinn, að bæjarstjórn hafi auk inneignar kaupstaðarins sjálfs við sparisjóðinn, heimtað svo og svo mikið af kirkju- eða sjúkrahússsjóði, sem inni standa þar, til þess að nota við jarða-brask sitt; og þar af leiðandi sé mönnum hér sögð upp lán í hrífu, og verði slíku framfylgt, ekki útlit fyrir annað en við það bíði margir stórhnekki. Við þessu verður að slá varnagla þegar í stað,

Enginn mótmælir því að sjálfgefið sé að kaupstaðurinn á heimting á innieign sinni. við sjóðinn um leið og hann þarf til þess að grípa, en undrun veldur það manni, að bærinn skuli hafa haft ráð á því gegnum dýrtíð og vandræði síðustu ára, að eiga þessar 4 þúsund krónur liggjandi með sparisjóðsvöxtum, til þessa tíma,

En hinu verður maður að mótmæla þegar í stað, að fastir sjóðir bæjarins verði heimtaðir til þess að leggja í slík fyrirtæki, þar sem líka að peningar þeir eru þegar lánaðir einstaklingum hér, sem fé sparisjóðsins, og ógjörningur er að innheimta á þessum tíma nema þá að gang a að lántakendum en út í þá sálma fara aðrar peningastofnanir varlega eins og sakir standa.

-----------oooo------------

Ábyggilegar heimildir hefur maður fyrir því að á sama fundi sem rafleiðslunefnd leggur til að nefnd réttindi séu keypt, leggur hún ennfremur til, með 4 atkv. gegn 1 (bæjarfóg.) að þegar á komandi sumri verði hingað fenginn sérfræðingur í vatnavirkjun til þess að mæla orku Skeiðsfoss og til þess jafnframt að gera áætlun um raforkuvirkjun nefnds foss, og kemur tillaga þessi undir atkvæði næsta bæjarstjórnarfundar.

En gjörir nefnd þessi sér ljósa grein fyrir því hvað þetta »sport« kostar bæjarsjóð? Þetta er hér kallað »sport« sökum þess að fyrirsjáanlegt er að næstu ár kemur ekki til greina að ráðist verði í þetta virkjunarfyrirtæki sem kosta mun miljónir. Eru menn þessir að gjöra sér leik að því að ofbjóða gjaldþoli bæjarbúa? En það kallar maður að ofbjóða gjaldþoli voru á þessum vandræðatímum, þar sem meiri fjöldi íbúanna, en dæmi til þekkjast áður hér, mega nauðugir viljugir leita á náðir fátækranefndar til þess að geta framfleytt lífi sínu og sinna, að stofna til útgjalda svo tugum þúsunda skiftir í algjörðu þarfleysi, og með fullu skeytingaleysi um hag og kröfur almennings.

Vitanlegt er að slík áætlun með öllu og öllu, enda yfirlýst á opinberum borgarafundi af formælendum þessa máls, kostar tæpast innan við 20 þúsund kr., en máske töluvert mikið þar framyfir. Til allrar gæfu er vitanlegt að fleiri en bæjarfógeti munu berjast fyrir því af alefli að út í slíkan voða verði ekki ráðist að sinni meðan fullrar varkámi verður að gæta í öllum fjármálum. Og ekki sýnist úr vegi, að benda mönnum á að koma á næsta bæjarstjórnarfund og sjá með eigin augum hvernig fulltrúarnir greiða atkvæði um þetta mál.

----------------------------------

Auglýsing:

Samkvæmt 2. gr. í Reglugjörð um skipun slökkviliðs og brunamála í Siglufjarðarkaupstað er fyrirskipað að hverju húsi skuli fylgja: einn krókstjaki hæfilega sterkur minst 5. metra langur. Ennfremur stígi, er sé svo langur að hann nái upp í glugga á efsta íbúðarherbergi hússins og tvær skjólur. Þessir hlutir skulu geymdir á tilteknum stað er sé aðgengilegur fyrir slökkviliðið.

Fyrir því áminnast allir húseigendur í kaupstaðnum að viðlögðum sektum samkvæmt nefndri reglugjörð og lögum um brunamál, um að útvega þessa hluti tafarlaust, þar sem þeir eru ekki þegar til áður.

Skrifstofu Siglufj.kaupstaðar 18. marz '21 G. Hannesson.

---------------------------------------------------------------------

Fram - 26. mars 1921

5. árgangur 1921, 12. tölublað

Tíðin.

Fyrripart vikunnar indælis veður en um miðja vikuna gerði rosa með talsverðri fannkomu en vægu frosti, Nú í dag komið bezta veður aftur.

Skíðamót það á Akureyri, sem getið var um í síðasta blaði, var háð á tilteknum tíma — brekka með lofthlaupi og kappganga. Verðlaun hlutu Vilhjálmur Hjartarson, prentari, frá Siglufirði og Sigursveinn Árnason frá Ólafsfirði og ekki aðrir, og mega Siglfirðingar og Ólafsfirðingar vel við una. Hvortveggja verðlaunin voru skíði íslenzk, vönduð og vel ger.

Á skíðamóti þessu vildi það slys til að maður frá Sigluf., Jóhann Þorfinnsson, rann á stein og fékk byltu allvonda, svo að hann meiddist talsvert, en er nú á batavegi. Annars hafði skíðabrekkan verið hálfviðsjál að þessu leyti, en ekki völ á annari skárri. Annað skíðamót verður haldið hér á Siglufirði 10. n. m. eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu.

-----------------------------------

Fram - 16. apríl 1921

5. árgangur 1921, 15. tölublað

Skíðakappmót.

Eins og auglýst hafði verið, var skíðakappmót haldið hér sunnud. 10. apríl. Skíðafélag Siglufi. gekst fyrir mótinu. Veður var hið ákjósanlegasta og færi allgott, einkum fyrri hluta dags. Kept var í 4 flokkum, 3 fyrir karlmenn er skift var í eftir aldri og einum fyrir stúlkur.

Alls tóku þátt í mótinu 45 karlmenn, þar af 3 utansveitar, (tveir þeirra keptu þó aðeins í göngu) og 5 stúlkur.

Úrslitin urðu þannig:

III. flokkur (yfir 18 ára) kepti í:

1. H i n d r u n a r I a u s r i brekku.

1. verðl. hlaut Sveinn Hjartars. Sf.

2. — — Þorv. Björnss. s.st.

2. 2ja r a s t a h I a u p i.

1. verðl. Sigursv. Árnason Ólafsf. á 7 m. 6 sek.

2 _ Jón Kristjánsson Sigluf á 7 m. 21 ½ sek.

Mismunur á þeim fyrsta og síðasta 1 m. 17 sek.

3. Brekku með loftstökki .

1. verðl. Vilhj. j . Hjartarson Sigluf. stökk 31,35 mtr. í 3 st.

2. - Sveinn Hjartarson Sigluf. stökk 22,30 mtr. í 2 st.

4. 10 rasta ganga.

1. verðl. Sigursv. Árnason Ólafsf. á 59 m. 1 sek.

2. — Jón Árnason Ólafsf. á 59 m. 33 sek.

Mismunur á þeim fyrsta og síðasta 3 m. 5 sek.

II. flokkur

(14—18 ára) kepti í:

1. Hindrunarlausri brekku.

1. verðl. Páll Einaisson Sigluf.

2. — Jón Pórarinsson s.st.

2. 2ja r a s t a g ö n g u.

1. verðl. Jón Þórarinsson Sigluf. á 9 mín.

2. — Bj. Kr. Halldórsson s.st. á 9 m. 2 sek.

3. Brekka með loftstökki .

1. verðl. Jón Þórarinsson Sigluf. ,stökk 20,95 i 3 st.

2. — Árni Björnsson Sigluf. stökk 18,65 í 2 st.

I. flokkur

(10—14 ára) kepti í:

1. H i n d r u n a r I a u s r i brekku.

1. verðl. Vilhelm Porsteinsson Sf.

2. — Jóhann Gunnlögsson s.st.

3. — Hafliði Helgason s.st.

2. Brekku með loftstökki.

1. verðl. Jóhann Gunnlögsson stökk 11,20 mtr. í 2 st.

2. — Anton Gunnlögsson stökk 10,60 mtr. í 2 st.

3. — Vilhelm Þorsteinsson stökk 6,10 mtr. í 1 st.

Kvennaflokkur kepti í:

Hindrunarlatisr í brekku .

1. verðl. Rakel Pálsdóttir Sf.

2. — Þorfinna Sigfúsdóttir s.st.

3. — Evg. Guðmundsd. s.st.

Hindrunarlausa brekkan fyrir elsta flokk var úr Strákahyrnu og ofan í Hvanneyrarskál, c. 10 — 1200 mtr.á lengd. Samskonar brekka fyrir 53miðflokk, yngsta flokk og kvennfl. frammi í Hólsfjalli. Fyrir miðflokkc. 450 mtr., yngsta flokk c. 400 mtr. og kvennílokk c. 350 mtr.

Hæð stökkpallsins var fyrir elsta flokk 2,20 mtr. og hina flokkana 1 mtr. Yfirleitt var skíðamótið skemtilegt, og fór vel fram. Var öll framkoma og frammistaða keppendanna hin drengilegasta, og áreiðanlega sannaði þetta mót, að áhugi er hér mikill fyrir því, að vegur skíðaíþróttarinnar verði sem mestur.

Skíðafélag Siglufjarðar hefir í hyggju að koma upp vönduðum grip í sumar, til að keppa um framvegis, og væri vel ef allir góðir menn sæju sér fært að styrkja félagið til slíks. Því að ekki verður því neitað með nokkrum rökum, að skíðaíþróttin er holl og góð íþrótt, sem á það fyllilega skilið, að henni sé sem mestur sómi sýndur.

S. K.

-------------------------------------------------------------------

Unglingaskólanum hér var sagt upp 12. þ. m. og hafði þá staðið frá 1. nóv. s, 1. Námsgreinar voru þessar: Íslenzka, Danska, Enska, náttúrufiæði, landafræði, stærðfræði, saga, teiknun, bókfærsla og handavinna. Skólann sóttu 23 nemendur alls.

Tólf þeirra tóku þátt í nær öllum námsgreinum og luku nú prófi að einum undan skildum, en ellefu tóku að eins þátt í nokkrum námsgreinum. Enn fremur fékk Hafliði Helgason sig prófaðan við skólann um leið í því, sem hann hafði numið heima í vetur og var að mestu hið sama, sem farið var yfir í skólanum.

Við prófið fengu nemendur fremur jafnar og sómasamlegar aðaleinkunnir. Hæsta aðaleinkunn — 7,69 - hlaut Lárus H. Blöndal.

Skólastjóri og kennarar þeir sömu sem við barnaskólann.

-------------------------

Til athugunar. Það er svo að segja altalað, að einn af þurfalingum þessa bæjar, hafi um alllangan undan farinn tíma selt einum eða jafnvel fleiri mönnum fæði. Þetta vakti talsverða undrun hjá ýmsum bæjarbúum, þar sem það er vitanlegt að einmitt þessi þurfalingur hefir til margra ára verið mjög þungur ómagi þessa bæjar og hefir svo að segja ekkert annað til lífsviðurhalds en það, sem bærinn hér lætur af hendi rakna.

Sömuleiðis hefir nýlega heyrst að sami maður hafi skaffað sér tökubarn úr annari sveit. Hvort þetta er gert með vitund og vilja fátækranefndar er mönnum auðvitað ekki kunnugt um. Mér fyrir mitt Ieiti þykir það ólíklegt en finst það ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að fátækranefndin grenslaðist eftir því hvað þurfalingar bæjarins hver um sig hafa marga fram að færa og hvað þeir gera við styrk þann, er þeim er veittur úr bæjarsjóði, hvort slíkur styrkur er aðeins notaður til framfærslu þurfalingsins sjálfs og fjölskyldu hans eða meðfram til ýmsra spekulationa, svo sem selja fæði og ala upp börn fyrir aðra.

Það eru vinsamleg tilmæli mín að fátækranefndin skýri mál þetta með fáeinum línum í næsta bl. Frams.

BÆJARBÚI.

------------------------------------------------------------------

Fram - 30. apríl 1921

5. árgangur 1921, 17. tölublað

Keisaraskurður.

Steingrímur læknir á Akureyri (síðar á Siglufirði ?) hefir nýlega gert keisaraskurð á konu héðan úr bænum — konu Joh. Landmark.

Skurðurinn tókst snildarlega — móðir og barn bæði lifandi og líður vel, að því er heyrst hefir.

Auk þess er Steingrímur nýbúinn að gera botnlangaskurð á barni héðan, sem líka gekk ágætlega.

------------------------------------------------------------------

Fram - 7. maí 1921

5. árgangur 1921, 18. tölublað

Rafsuða.

Tilraun á að gjöra hér til þess að nota orku rafstöðvarinnar til suðu þann tíma sem strauminn ekki þarf til Ijósa. Fékk rafljósanefnd í því skyni nær 30 hitunarplötur 500—900 watta, með Gullfossi síðast og eru flestar eða allar seldar. En miklu fleiri munu vélar okkar ekki þola.

Byrjar rafsuðan í dag og getum vér máske í næstu blöðum flutt fregnir af hvernig gengur. Er misjafnlega spáð fyrir um tilraun þessa, en trú vor er sú, að þegar fólk kynnist tækjum þessum, meðferð þeirra og þægindum, muni færri fá en vilja.

------------------------------------------------------------------

Fram - 28. maí 1921

5. árgangur 1921, 21. tölublað

T í ð i n .

Hríðarveður með töluverðu frosti var hér miðvíkudag og fimtudag, og meira og minna snjóað hvern dag vikunnar þar til í gær, er hér nú alhvít jörð sem um hávetur og kuldalegt um að litast. Auðvitað tekur snjó þennan upp mjög fljótt geti hlýnað í veðri og vonar maður að hver kuldadagur sé nú hinn síðasti, og vænta megi sólar og sumars úr þessu. í dag er hér glaðasólskin en frem«r kalt

H a f í s i n n.

Hákarlaskipið Njáll kom inn á fimtudag undan veðri og ís. Varð að leysa af strandagrunni vegna þess að íshrafl var komið kringum skipið. Þaðan sem Njáll leysti voru nær 50 kvartmílur upp á Siglufjörð. Enn þó verður maður að vona að ís verði ekki til tálmana upp við land þó mun hann ekki langt frá Horni eftir þennan síðasta norðangarð.

-----------------------------------------

Fram - 21. maí 1921

5. árgangur 1921, 20. tölublað

Fyrir 40 árum.

Eftirfarandi lýsing á sjóhrakningi á opnum báti fyrir 40 árum hefir að vísu ekki mikið sögulegt gildi, en ekki þótti ástæða til að neita höfundinum um rúm fyrir hana í blaðinu.

Á fyrri tímum var það siðvenja í Fljótum, að farið var með sjóafurðir til verzlunar hingað á Siglufjörð á sumrum, svo sem harðfisk, saltfisk, ull og lýsi. Á þeim árum bjó að Haganesi í Fljótum ríkur maður að nafni Sveinn Sveinsson, sonur Sveins heitins gamla, er þar bjó og Helgu Guðlaugsdóttur. Voru þau hjón orð lögð fyrir höfðingsskap og gestrisni að allra sögn og sízt ofsögum af því sagt. —

Hinn 5. ágúst 1879 var lagt af stað frá Haganesvík til Sigluíjarðar á áttrónu vetrarskipi, hlöðnu af áðurnefndum vörum til að verzla með þar og gekk það vel, en að kvöldi þess sama dags var lagt af stað heimleiðis og fengum við barning alla leið út í fjarðarmynnið og máttum því leggjast þar og liggja þar til um morguninn að vindinn fór að lægja.

Þá var lagt af stað aftur inn með Dalalandi og gekk vel, en þegar við komum inn undir Dalaskriður vildi það slys til, að skipið rennir upp á sker, sem er fram undan Dalaskriðum og 150 faðma undan landi. Skipið var hlaðið kornmat og fleiru ásamt 40 borðum af óunnum við. Menn á skipinu voru 10 að tölu: 7 karlmenn giftir og ógiftir, 1 unglingur innan fermingar og 2 stúlkur. —

Fyrst skal nefna form., Svein Sveinsson áður greindan, annan Stefán, ráðsm. Sveins, þriðji var Jón, vinnumaur hans, fjórði Halldór, fimti Stefán; þessir allir giftir, en tveir ógiftir Jón Ingimundarson og Sveinn Sveinsson og að síðustu unglingurinn Finnbogi Hafliðason, er varð úti á Siglufjarðarskarði hér um árið. —

Stúlkurnar voru Jórunn Árnadóttir, hreppstjóra á Yzta-mói í Fljótum til margra ára og varð hún síðar kona Björns Pálssonar frá Þönglaskála en nú á Siglufirði, en hin stúlkan var Sæunn Halldórsdóttir. Þessum stóra hóp varð Jón Jónsson, þáverandi vinnumaður Sveins á Haganesi, til bjargar næst guði. Jón þessi á nú heima á Steinaflötum í Siglufirði, orðinn 68 ára að aldri og mjög farinn að heilsu.

Sker þetta fram undan Dalaskriðum, sem áður er getið og skipið rann á, vissi enginn okkar að til væri, enda var sótsvört þoka og sá hvergi frá borði. Mér varð það fyrst fyrir, að eg greip mér ár í hönd og fór að reyna að stjaka, en það hafði lítið að segja, enda leið ekki á löngu að skipið tók velting til djúps og gekk í það nokkur sjór, síðan til grunns og rétti þá við aftur, en leið svo með hægð um koll og á hvolf og veltist þá af skerinu um leið.

En sökum þess að mastrið tók heima í botni, svo að jafndjúpt var á kjöl og keip skipsins, þá var aðeins síðan á skipinu upp úr og gekk eg, um leið og skipið var að líða um koll, upp á hlið skipsins með árina í hendinni, en þegar þangað var komið, fór eg að bjarga fólkinu með árinni og draga það að síðunni því að margt af því losnaði við skipið og flaut í kringum það. Stefán ráðsmaður var sofandi, en vaknaði við þetta og flaut út úr skipinu, en straumur bar hann þegar frá, svo að það var rétt með naumindum, að eg gat náð til hans með árinni og með henni bjargaði eg öllu fólkinu.

Krupu svo allir niður og héldu höndum saman og eg fremstur, en þegar alt var komið í kyrð, fór eg að reyna að ná mér í borð og tókst það allvel, svo að eg náði fimm borðum og hafði þau milli fóta mér og var fremstur á skipinu eins og áður er sagt. Lagði eg síðan af stað til lands þessa 150 faðma og réri með árinni.

Gekk mér það vel og náði landi heilu og höldnu en þjakaður mjög og mátti síðan ganga upp á reiðgötur í Dalaskriðum sökum þess að skriðurnar sjálfar voru ófærar vegna þurviðra, sem gengið höfðu. Gekk eg svo út að Dalabæ til Páls bónda þar, föður Björns frá Þönglaskála og bað hann hjálpar að sækja fólkið. Brá hann skjótt við og var fólkið flutt út að Dalabæ og því hjúkrað vel þar, en drengur sá, er áður er nefndur, var orðinn meðvitundarlaus, svo að ekki sást lífsmark með honum fyr en kl. 2 um daginn.

Skorti ekkert á góða hjúkrun að Dalabæ hjá þeim heiðurshjónum Páli Þorvaldsssyni og Önnu konu hans. Þegar alt var komið í kyrð þar heima og við öll ofan í rúm, lögðu karlmenn allir, sem til voru í Dölunum, af stað inn til Skriðnavíkur til að bjarga skipinu á land og því lauslegu, sem rekið gat. Tók Páll með sér stjórafærið af vetrarskipi sínu og festi það í stýrislykkjuna á skipi okkar og rakti síðan til lands. Sagði Páll það hafa verið fulla 150 faðma. Drógu þeir svo skipið upp að fjöru, hvolfdu því þar og settu það og komu ekki heim fyr en um kvöldið.

Suðaustan stórdrif og rok var um daginn með köflum og munaði það ekki nema um eina klukkustund að búið var að bjarga fólkinu á land og að veðrið skall á. Að kvöldi sama dags lögðum við af stað heimleiðis á fjórrónum báti sjö að tölu og náðum háttum með heilu og höldnu, en mjög var heimafólkið orðið hrætt um okkur og gat þó ekki ímyndað sér, að þetta stóra slys hefði komið fyrir. — Daginn eftir komu stúlkurnar og drengurinn landveg. Þessi formaður skipsins og húsbóndi minn var hálfbróðir Einars Baldvins Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum.

Jón Jónsson.

-------------------------

Fram - 25. júní 1921

5. árgangur 1921, 25. tölublað

Uppboðsskilmálar við uppboð túnspildna í Saurbæ 27. júní 1921.

1. gr. Landið er leigt til ræktunar til 25 ára.

2. gr. Leigutaki haldi hinu ræktaða landi í góðri rækt og slétti af því minst 20 ferhyrningsfaðma á ári. Af óræktuðu landi, sem fylgir með túnspildunum í kaupunum, en er þó vel ræktanlegt, raekti leigutaki minst 1|20 á ári. Landið skal ræst fram eftir því, er nauðsyn krefur. Landi því sem ræktað er eða verður ræktað skal síðan vel við haldið og árlega vel borið á.

3. gr. Landið skal girt innan 3ja ára löggirðingu. En bæjarstjórn getur hvenær sem er ákveðið samgirðingu og ákveðið tillög leigutaka til framkvæmdanna.

4. gr, Vangoldna leigu má taka lögtaki lögum samkvæmt og hvílir leigan fyrir alt tímabilið sem fyrsti veðréttur á afnotaréttinum. Sé ekki staðið í skilum með leiguna er afnotarétturinn með mannvirkjum leigutaka endurgjaldalaust fallinn aftur til bæjarins. Gjalddagi leigu er 15. okt. ár hvert, í fyrsta skifti 15. okt. n. k.

5. gr. Úttektarmenn Siglufjarðarkaupstaðar meta hvort ræktunarskilyrðum þeim, er framan greinir, er fullnægt eða eigi, svo og um hvað sé löggirðing, sem þó má eigi lélegri vera en girðing sú sem sett hefir verið sem skilyrði fyrir að njóta búnaðarstyrks til. Kostnað við matið greiðir bærinn, ef matið gengur ekki bænum í vil, ella leigutaki ef kröfur bæjarins verða teknar til greina.

6. gr. Að liðnum 25 árum fellur landið endurgjaldslaust til Siglufjarðarkaupstaðar með mannvirkjum nema girðingum leigutaka, sem greiddar skulu eftir mati úttektarmanna. Ef landið verður leigt út aftur að liðnum 25 árum skal leigutaki hafa forgangsrétt til landsins fyrir sama og aðrir bjóða um næsta leigutímabil.

7. gr. Leigutaki má selja réttindi sín, en bjóða skal bænum fyrst afnotaréttinn og hefir bærinn rétt til að ganga inn í kaupin innan mánaðar frá því kaupin eru kunn bæjarstjórn. Veðsetja má afnotaréttinn fyrir lánum til jarðabóta eða girðingalánum, með þeim réttindum og takmörkunum, sem afnotaréttinum fylgir. Svo má og veðsetja afnotaréttinn fyr hvaða skuld sem er, þegar leigulóðin er komin í fulla rækt og girt löggirðingu, en fyr ekki.

8. gr. Uppboðshaldari ræður frumboðum og yfirboðum og hverjum veitt er við hamarshögg.

9. gr. Mál út af uppboðinu eða leiguskilmálunum skulu rekin fyrir gestarétti Siglufjarðarkaupstaðar.

Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 20. júní 1921. G. Hannesson.

---------------------------------------------------------------

Fram - 24. september 1921

5. árgangur 1921, 36. tölublað

Þýzka Brennivínsmálið.

Máli þessu er þannig varið: 5. þ. m. kom hingað þýzk mótorskonorta »Baldur«, og kvaðst skipstjóri hingað kominn til þess að kaupa síld og hafði meðferðis nokkuð af tómum tunnum og salti. Keypti þjóðverjinn töluvert af síld næstu daga en samtímis fór lögreglan að fá grun um að vín mundi vera um borð í skipinu og eitthvað jafnvel flutt í land. Var þá farið um borð til að rannsaka skipið og taldi þá skipstjóri fram nokkuð af víni í skipsforðanum og talsvert fyrirferðamikla áfengissendingu í lestinni, sem samkvæmt pappírum skipsins átti að fara til Gautaborgar í Svíþjóð.

Komst nú í sömu svifum upp um 3 íslendinga (Sunnlendinga) sem viðskifti höfðu haft við skipverja, einn þeirra keypt flösku um borð, en hjá tveimur fanst töluvert vín í landi. Var nú skipið tekið af lögreglunni til umsjónar og ekki færri en 10 vopnaðir hermenn af dönsku varðskipunum »Beskytteren« og »Fylla« sem hér voru stödd fengin til aðstoðar.

Gerðust menn nú fullir óþreyju og leið sumum illa fyrir hræðslusakir, þar eð heyrst hafði að þjóðverjinn væri mannmargur og skipið fult með alskonar vopn og vítisvélar, og sjálfsagt mundi slá í blóðugan bardaga milli siglfirska lögregluliðsins og danska herliðsins annarsvegar og þjóðverjanna hinsvegar, en úr öllu rættist betur en á horfðist. Þjóðverjinn reyndist vera við 7. mann og allir vera hinir mestu meinleysingjar.

En eftir stranga og langa leit dönsku hermannanna fanst 1 skammbyssa um borð í skipinu. Var nú »Baldur« dreginn upp að bryggju, og eftir úrskurði dómarans, byrjað að flytja vínið í land. Kom vatn í munninn á mörgum þegar á næstu klukkutímum, á fleyri hestvögnum, var keyrt í steininn, nær 900 glerbrúsar á 25 litra af hreinum spíritus og hátt á 2. hundrað kassar á 12 fl. af koniaki, eða alls um 25000 pottar, sem með skikkanlegri meðferð gæti orðir að 55 þúsund pottum af góðu brennivíni.

Við rannsókn málsins sem uppihaldslaust var haldið áfram næstu daga komst upp um skipstjóra að hann hafði selt á höfninni 2 fl. cognac af. skipsforðanum, og flutt með sér í land o fl. og veitt þær á privatdansleik. Aftur á móti sannaðist á stýrimann, að hann hefði látið af hendi töluvert af vínföngum og tekið alt af umræddum farmi án vilja og vitundar skipstjóra.

Ennfr. álitust íslendingarnir 3, brotlegir við bannlögin og sættust upp á að greiða í ríkissjóð 1000 krónur 2 þeirra og 50 krónur sá þriðji og vínið upptækt. Skipstjóri og stýrimaður sættust eigi, og var því höfðað mál gegn þeim, af því opinbera. Er nú fallinn dómur í málimi og var skipstjóri dæmdur í 1000 kr. sekt og öll vínföng skipsins gerð upptæk, og stýrimaður einnig í dæmdur 1000 kr. sekt. Skipstóri óskaði dómnum áfrýjað til hæstaréttar og hélt á skipi sínu suður til Reykjavíkur í nótt.

Er svo saga þessi á enda, í bili.

---------------------------------------------

Fram - 1. október 1921

5. árgangur 1921, 37. tölublað

Aftakaveður.

Skipströnd. Manntjón. Í aftaka norðanveðri, stórhríð og stórbrimi sem hér gerði Norðanlands aðfaranótt síðastl. miðvikudags, strönduðu 2 skip, hið fyrra sem til fréttist var mótorskonortan »Rigmor« frá Nakskov í Danmörku Var hún á leið frá Bolungavik hingað til Siglufjarðar með salt til Hinna sam. ísl. verzlana.

Hraktist skipið undan veðrinu inn á Eyjafjörð og strandaði á Djúpuvík skamt frá Krossum. Menn björguðust allir. Sagt er að botnin muni að mestu úr skipinu og bæði skip og farmur gjörónýtt. Síðara skipið sem til fréttist að farist hefði þessa sömu nótt var vélskipið »Erlingur« héðan úr Siglufirði. Hafði hann verið í flutningum austur á land og var nú á heimleið, strandaði hann á Tjörnesinu norðanverðu þar sem heitir Breiðavík.

Kastaði brimið Erlingi upp á þurt land og er skipið víst talsvert brotið.

----------------------------

Tíðin.

Hið versta tíðarfar. Kraparigningar og kuldi. Miðvikudagsnóttina mátti hér heita stórhríð, var um morguninn alhvítt niður í sjó og stórbrim, skaða gerði þó veðrið engan, hér í Siglufirði, enda var veðurhæðin ekkert afskapleg hér í firðinum.

S k i p a k a u p .

Siglfirðingar hafa nú á skömmum tíma keypt 3 vélaskip. Hið fyrsta keyptu þeir, Steínþór P. Árdal verzlunarstjóri, Stefán Jónsson sjómaður og Garðar Arngrímsson, var það »Erlingur« sá sem nú er strandaður á Tjörnesi. Vonandi bogna þremenningarnir ekki þótt svona óheppilega vildi til, og fá sér nýtt skip. Annað skipið er »EIeanor« norskur kúttari hefur hann keypt Páll S. Dalmar kaupmaður. Þriðja skipið keypti Helgi Hafliðarson kaupmaður, einnig norskt skíp »Stathav« að nafni.

Öll eru skipin um og yfir 30 smálestir að stærð.

------------------------------------------------------------------

Fram - 17. desember 1921

5. árgangur 1921, 48. tölublað

Norskt gufuskip selt til Siglufjarðar, Í »Stavanger »Avis« frá fyrra mán. stendur að S.s. »Surna« frá Stavanger hafi verið selt Kaupmanni Óla Tynes á Siglufirði. Kaupverðið sé óþekt. S.s. »Surna« er stálskip bygt í Þiándheimi 1914, var lengt 1916 í Álasundi, og er í alla staði nýtýsku-fiskiskip. Skipið var ný-klassificerað til 4 ára er það var selt og stendur í hæsta flokki í Norsk Veritas.