Glefsur úr blaðinu Siglfirðingur 1929

Siglfirðingur 5 janúar 1929

Trúlofun sína opinberuðu á gamlárskvöld. þau ungfrú Auður Sigurgeirsdóttir og Vilhjálmur Hjartarson kaupm.

Trúlofun sína opinberuðu einnig nýlega hjer, ungfrú Jakobína Sigurjónsdóttir og Hallgrímur Jónsson verkamaður.

Ennfremur hafa nýlega opinberað trúlofun sína í Rvík, þau Hulda Sigurðardóttir hjeðan úr bænum og Edward Kobbeld vjelstjóri hjá dr. Paul. —

Siglfirðingur óskar öllum brúðhjónaefnunum til hamingju.

Barnaskemtun hefir kvennfjelagið „Von" haldið undanfarandi þrjú kvöld í röð fyrir ö'II börn bæjarins, þau sem vildu. í kvöld heldur fjelagið skemtun fyrir gamalmenni bæjarins og verður hún óefað fjölmenn. — Kvenfjel. „Von" á þakkir allra bæjarbúa skildar fyrir þá miklu fyrirhöfn og fórnfýsi sem það sýnir og hefir sýnt árum saman í því, að auka gleði barnanna og gamalmennanna og ættu bæjarbúar að minnast þess, þegar það næst þarf að afla sjer fjár.

Á þrettánda ætlar Knattspyrnufjelagið að halda kvöldskemtun í Bíó. Verður þar meðal annars leikið „Upp til selja", og margt fleira verður þar til skemtunar. Ættu menn að fjölmenna þangað bæði til þess, að styrkja íþróttaviðleitnina, — hún er gott málefni sem er vel þess verð — og til að afla sjer góðrar skemtunar.

Ólafsfirðingar ljeku núna milli jóla og nýjárs, „Æfintýri á gönguför". Brá heill hópur Siglfirðinga sjer inneftir til að sjá leikinn. Ljetu þeir hið besta af, bæði leiknum og viðtökum þar. Leikið var í húsi, sem ungmennafjelagið þar og önnnur fjelög þorpsins eru nýbúin að byggja, og þótti Siglfirðingum húsið, sem er bygt með föstu leiksviði, einkar snoturt og hentugt, en sjerstaklega þótti þeim mikið koma til leiktjaldanna sem Jón Bergson mun hafa málað. Biðja heirnsækjendurnir Siglf. að bera Ólafsfirðingum kveðjur og þakkir fyrir ágætta skemtun og gestrisni.

Þeir segja: að skósmiðirnir hjer á Sigló hafi haft óvenju góða atvinnu, núna síðan farið var að „agitera" fyrir C listanum og þó hvað verslun í Skóbúðinni og hjá Andrjesi, hafa aukist til muna. að þegar sje farið að bjóða kjósendum hjer atvinnu við; fyrirhugaða ríkis-Einkasölu-síldarbræðslu-verksmiðju að verkamönnum sjeu einig gefnar góðar vonir um atvinnu, hæga og þæga, við götugerðír í vor og sumar. jafnvel fram yfir það sem fjárhags áætlun ákveður.

En — þetta getur 'alt verið lýgi.

-----------------------------------------------

Siglfirðingur 12 janúar 1929

Leiðbeining Siglfirðings:

Kjörseðill við bæjarstjórnarkosning. í Siglufjarðarkaupstað 12. janúar 1929 á 4 bæjarfulltrúum til ársloka 1933.

Kjósandinn fer með seðilinn í kjörklefann og settur X með blýanti sem þar er, framan við bókstaf þess lista sem hann ætlar að kjósa,

Fylgi kjósandi B-listanum gerir hann X framan við B-ið þannig:  Mynd af listanum er neðst á síðunni

og er þá rjett kosið. Seðilinn brýtur svo kjósandinn saman og stingur honum niður um rifu á loki atkvæðakassans sem stendur á kjörborðinu.

Borgarar! Látið eigi tælast af fagurgala og falsloforðum. Sýnið festu og djörfung í vali ykkar og kjósið eftir eiginni sannfæringu. Kjósið þann listann sem hefir vitrustu, dugmestu og bestu fulltrúaefnin. Það er B-listinn.

---------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 19. jan. 1929

Bátahöfnin.

Fyrra mánudag var byrjað að reysa undirstöður og leggja sporbrautir, á sandinum undan smiðju Tynesar og í þverstefnu á sjóhús H.f. Rammi. — Þessi sporbraut sem er tvöföld, og hvílir á lausum „búkkura" sem standa á sandinum, er ætluð til þess, að á henni gangi vagnar sem bera fallhamar, sem reknir verða með niður staurar þeir, sem halda eiga veggnum framan við uppfyllingu þá, sem þarna á að koma. Hjer er byrjað á miklu og þörfu mannvirki, sem óefað getur haft víðtæka þýðingu fyrir Siglufjarðarbæ.

Hefir Siglfirðingur haft tal af O. Tynes sem á lóðina austur að lóð H.f. Rammi og sem er aðal maður í fyrirtæki þessu, og spurt hann um fyrirætlanir með mannvirki þetta. Byrjað er fyrst á því, að reka niður staura í beinni línuþvert austur yfir sandinn alla leið að Rammalóðinni. Innan á þá kemur svo veggur úr þykkum plönkum. Allur krókurinn framan við, milli Tynesar og Ramma, verður mokaður upp dýpkaður svo, að skipgengt sje þar um fjöru sem flóð fyrir fiskibáta, af þeirri stærð sem hjer eru eða verða notaðir.

Leðjan skal notast í uppfyllingu og verður smám saman fylt upp alt svæðið ofanvið plankavegginn og norður að Gránugötu. Á þessari uppfyllingu verða síðar bygð 5 sjóhús, 30 x 10 metrar hvert, með 10 metra breiðum timburpalli framanvið og 5 bryggjum, einni fram af hverju húsi.— Einnig verður bygður timburpallur að vestan og að sunnan, með 2 bryggjur frá vesturbakkanum og 1 frá suðurbakka gegnt bryggjunum norðan við; allar einnig með tilsvarandi húsum.

Verða þá- 8 bátabryggjur og 6 sjóhús umhverfis þessa bátahöfn, með sjóhúsunum sem fyrir eru, og er þar áætlað pláss fyrir samtals 35 báta sem stunda þorkveiðar, nægjanlega stórt til þess að fullnægja þörfum þeirra til að leggja á land afla sinn, beita, hús til íbúðar fyrir verkafólk sem vinaur við bátana á landi og til matreiðslu, svo og fyrir sjóm. og til geymslu fyrir fisk, salt, veiðarfæri og aðrar nauðsynjar bátanna. Moka þarf upp þarna úr króknum 25—30 þús. teningsmetrum, sem við rannsókn hefir komið í ljós að er tómur sandur og gerir það verkið að mun ljettara.

Uppmoksturinn verður svo notaður til þess, að fylla upp svæðið ofan við plankavegginn og norður að götunni, það er 60 til 65 mtr. breitt og um 110 metra langt frá austri til vesturs. Kemur þar stór landauki og fallegir húsgrunnar meðfram götunni. Vjelar til uppmokstursins eru þegar pantaðar. Kostar sjálf mokstursvjelin um 35 þús. krónur og er gert ráð fyrir, að hún geti mokað upp um 100 ten.metrum á sólarhring, en varla munu áhöldin öll kosta undir 50 þús kr.

Alt mannvirkið er gert ráð íyrir að muni kosta um eða yfir 200 þús. krónur. Ekki má vænta þess, að þetta mikla mannvirki verði unnið til fulls á þessu ári. Bæði er nú það, að verkið er svo mikið, að sjáanlega mun þurfa Iangan tíma til að framkvæma það, og svo er varla við að búast, að menn þeir sem að því standa hafi alt það fje handbært í byrjun, sem til þess þarf. Það mun því hugmynd þeirra, að vinna verkið smám saman á mæstu árum, — sjerstaklega að því er byggingarnar snertir, en að dýpkuninni mun eiga að vinna uppihaldslítið þegar vjelarnar eru komnar.

Að þessu fyrirtæki standa — að því er vjelarnar snertir— auk Tynesar, þeir útgerðarmennirnir Einar Malmkvist, Anton Jónsson og Ingvar Guðjónsson. Munu þeir ætla sjer að ítreka beiðni sína til bæjarstjórnar, um ábyrgð bæjarins fyrir einhverjum hluta af því fje sem þarf til vjelakaupanna. Má ganga að því sem gefnu, að bæjarstj. bregðist vel við þeirri málaleitun, því hjer er um að ræða eitt hið nytsamasta og þarfasta verk fyrir fiskútveg bæjarins, sem hefir undanfarið eiginlega verið hálfgerð hornreka fyrir síldarútgerðinni, en með þessu verður úr því bætt, á hinn besta hátt, því hjer fæst, þegar verk þetta er fullgert, nægilegt pláss handa öllum þeim bátum sem nú eru hjer á hrakningi og það sem er enn þá þýðingarmeira: hin tryggasta og besta höfn fyrir allan bátaflotann, þar sem hann getur legið óhultur hvernig sem viðrar, því þarna nær engin alda til af nokkurri átt.

---------------------------------

Ásgeir Bjarnason raffræðingur var skorinn upp á sjúkrahúsinu hjer, núna fyrirv helgina. Var uppskurðurinn gerður mjög á tvær hættur og mun nokkur tvísýna enn hvort tekist hefir til fulls aðgerðin, þó mun frekar von um það. Líðan Ásgeirs er vonum framar. Sjúkdómurinn var magasár.

Ath, sk 2018: Uppskurðurinn tókst með ágætum og var Ásgeir nokkuð fljótur að ná sér.

En brosleg saga gekk um bæinn, eftir að frést hafði af uppskurðinum.

Forsagan var, að hundur nokkur hvarf um það leiti er nefndur uppskurður átti sér stað, og sögur hófust um að hvarf hundsins tengdist uppskurðinum og samkvæmt beiðni læknis sjúkrahússins Steingríms Einarssonar.

En hann var sagður hafa skorið hundinn upp og komið maga hans fyrir í sjúklingnum; Ásgeir.

------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 28. janúar 1929

Söngskemtun hjelt söngfjel. „Vísir" hjer sl. sunnudag. Þdtti söngurinn takast vel og voru söngmennirnir kallaðir fram hvað eftir annað. Sjerstaklega þótti mikið koma til einsöngs Aage Schiötts í „Systkinin." Varð Schiöt að marg endurtaka lagið við stormandi fögnuð áheyrenda. Að lokum var höfundur lagsins, Bjarni prestur Þorsteinsson hyltur með fögnuði miklum af söngmönnum og tilheyrendum. Skemtunin var svo vel sótt, að heita mátti að hvert sæti í Bíó væri skipað,

Til Ólafsfjarðar fór söngflokkurinn á fimtudaginn og söng þar fyrir troðfullu húsi. Voru Ólafsfirðingar svo hrifnir af söngnum, að flokkurinn varð að endurtaka hvert einasta lag, og voru söngmenn hyltir með óvenju miklum fögnuði. Ljetu þeir hið besta yfir förinni og viðtökunum og gestrisni Ólafsfirðinga og biðja Siglfirðing að skila kveðju og þakklæti þangað. „Vísir" er söngflokkur 22ja karlmanna og hefir Tryggvi Kristinsson kennari, æft flokkinn og stjórnar honum.

„Litla spítalanefndin“ hjelt skemtun á laugardagskvödið í Bíó til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Var þar meðal annars, sýndur sjónleikurinn „Vekjaraklukkan." Var frumsýning leiksins á fimtudagskv. og þangað var boðið öllum börnum bæjarins meðan húsrúm entist. „Siglf.,, vill hvetja bæjarbúa til þess, að sækja skemtanir „Frúafjelagsins" og styrkja á þann hátt hina virðingaverðu og ósjerplægnu viðleitni forstöðukvennanna til að afla sjúkrahúsinu nauðsynlegs fjár.

Kæra er komin fram yfir bæjarstjórnarkosningunum hjer, frá þeim Þorm. Eyjólfssyni, Einari Hermannssyni og Birni Pálssyni. Er hún í fimm liðum og allýtarleg. — Þar er kært yfir að teknir voru gildir seðlar, sem voru merktir við mannsnafn, — yfir tveimur leiðbeiningaseðlunum sem fram komu; — yfir hvernig atkv. seðlarnir voru brotnir saman og yfir að kjósanda hafi verið bætt á kjörskrá á kjördegi. Kosning var tekin gild af fulltrúum allra listanna að talningu lokinni. Enda munu engar þær misfellur hafa verið á kosningunni sem breytt gátu úrslitum hennar. Má því teljast alveg útilokað að kæra þessi hafi nokkra þýðingu.

------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 2. febr. 1929

Slys.

Jón sonur Andersens mótorsmiðs varð fyrir því hörmulega slysi um síðustu helgi, útí Ólafsfirði, að skot hljóp úr byssu í vinstri handlegg hans og tætti hann í sundur svo taka varð af honum hendina neðan við olnboga. Jón var staddur útfrá í kynnisferð með foreldrum sínum. Þetta slys er því sorglegra, sem hjer er um ungan mann og efnilegan að ræða, og aðalstoð bláfátækra foreldra.

Er hann nú örkumlamaður fyrir lífstíð og bönnuð að miklu leyti sjálfsbjargarviðleitni. Væri það nú drengilega gert af Siglfirðingum, að bregðast vel við nauðsyn þessa unga bágstadda manns og hjálpa með fjárframlögun hver eftir getu sinni. „Siglfirðingur" skal fúslega veita viðlöku framlögun góðra gefenda.

„Vísir“ söng í gærkvöld fyrir fullu húsi. Þótti söngurinn takast vel.

Kæruna yfir kosningunni hefir bæjarstjórn nú úrskurðað á þann veg, að hún skuli ekki til greina tekin. Búast má við að Framsóknarmenn áfrýi úrskurðinum.

--------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 9. febrúar 1929

Eignasala.

Heyrst hefir, að Hoffmann-Olsen hafi selt útgerðamanni einum hjer í bænum síldarstöð sína, — Bakkevigs-stöðina gömlu — með húsum og öllu. Kaupverð ekki kunnugt.

Einnig hefir það fregnast, að Evangers stöðin, hinumegin fjarðarins sje seld útgm.á Akureyri

Báðar stöðvarnar kváðu kaupendur fá afhendar í vor.

----------------------------

Góður grammófón með 20 nýjum, góðum plötum, til sölu með tækifærisverði.

Eggert Theódórsson.

Til leigu:

Til leigu er efri hæð hússins Suðurgata 45, frá 14. maí n.k. til 14. maí 1930.

Eggert Theódórsson

-------------------------- ----------------------------------------

Siglfirðingur 16 febrúar 1929

H æ t t a.

Herra ritstjóri! Að gefnu tilefni vil jeg leiða athygli að þeirri hættu, er stafar af því hve bryggjum og pöllum hjer í bænum er illa haldið við. Svo sem kunnugt er hafa fleirum sinnum hlotist slys af því, er fullorðnir og sjerstaklega börn hafa dottið niður um göt á bryggjunum. Í dag var sonur minn á gangi á bryggju T. Hoffmann-Olsens og fjell þar niður um gat á bryggjunni, en gat þó vegið sig upp slysalaust.

Jeg vildi að Siglfirðingur beitti sjer fyrir, að Hafnarnefnd Ijeti ekki undan dragast að sjá um það, að nauðsynlegar viðgerðir á öllum bryggjum og pöllum hjer í bænum yrðu framkvæmdar þegar í stað, svo að foreldrar barna þyrftu ekki að ganga með lífið í lófunum, út af því, ef börnunum skyldi verða reikað niður að sjó. Þess er ekki síst þörf, þar sem snjór liggur nú um alt og getur hulið göt og bresti á bryggjunum.

Siglufirði 14. febr. 1929 Guðm. T. Hallgrímsson.

Grein þessi er orð í tímá töluð. Það hefir oft komið fyrir, að slys hafa orðið að því hjer, hve viðhaldi síldarpallanna er ábótavant. Það munu vera til lagaákvæði um það, að slíkum mannvirkum sje haldið í því standi, að mönnum og skepnum stafi ekki hætta af þeim, en menn eru nú svo gerðir að það þarf að hotta á þá í slíkum efnum. En eftirlit með þessu, hvílir á lögreglunni. Ætla mætti að hún væri nú ekki svo önnum kafin við götuóspektir nú um tíma, að henni ynnist ekki tími til að ganga við og við til eftirlits um pallana. Siglfirðingur vildi óska þess, að hún vildi gera það.

-------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 9. mars 1929

Mjólkurbúð. eru þeir að byggja Hafnarbændur þar sem mætast göturnar Suðurgata og Hafnargata, gagnvart húsi Björns Pálssonar. Eru það talsverð þægindi þeim er búa suður á bökkunum að fá mjólkursölu svo nærri sjer, en krefjast verður þess, að betra eftirlit verði á því framvegis, að ekki sje í mjólkurbúðunum höfð á boðstólum mjólk úr kúm,sem ef til vill eru berklaveikar og að áslíkum stöðum sje nauðsynlegs hreinlætis gætt í hvívetna.

-------------------------

Trjestmíðaverksmiðju hafa þeir reist Karl Sturlaugsson og Kristján Sigurðson smiðir, og fengið til vjelar. Ætla þeir að fá vinnuafl frá rafstöðinni, og búast við að geta fullnægt þörfum bæjarbúa um smíði á gluggum, hurðum og o. þ. h. sem annars hefir mest alt verið keypt að. Verksmiðjan stendur milli Norðurgötu og Grundargötu norðan við Sæbyhúsið gamla.

-------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. júní 1929

Nýbyggingar eru fjölda margar í smíðum hjer í bænum í vor.

Má þar tilnefna Fiskimjölsverksmiðjuna sem útvegsmenn á Siglufirði og Eyjafirði eru að láta byggja undir Hafnarbökkum, stórt þriggja hæða hús, sem Ingvar og Gunnlaugur Guðjónssynir byggja, einnig þar; —

Stórt sjóhús sem Malmkv. Einarsson lætur byggja; —

Sjóhús og salthús sem Friðleifur Jóhannsson o, fl. byggja milli Ramma og Edv. Jacobsens. —

Tynes byggir stórt sjóhús og aðgerðarpalla við bátahöfnina tilvonandi, og hefii fengið hingað eitthvað af vjelum til dýpkunar á henni. —

Karl Sturlaugsson hefir bygt íbúðarhús nyrst við Suðurgötu, —

Kjötbúðin og Kaupfjelag Verkamanna byggja við Aðalgötu,

Og neðar byggir Alfons Jónsson verslunarhús; —

Ásgeir Pjetursson lætur byggja stórt íshús með fyrirhugaðri vjelafrystingu milli Vetrarbrautar og Tjarnargötu og síðast en ekki síst má nefna síldarbræðsluverksmiðju ríkisins, sem nú mun afráðið, að byrjað verði bráð lega að byggja á gömlu Söbstaðslóðinni.

Auk þess, hafa í vetur og vor verið bygð allmörg íbúðarhús og verið að byggja fleiri, breyta húsum og bæta við þau, þar á meðal lætur Hertervíg bakari byggja hæð ofan á brauðgerðarhús sitt.

Þá má einnig nefna, að „Shell" er að láta setja upp tvo olíugeyma í Hvanneyrarkrók og byggja þar skúra, og Olíuverslun Íslands er byrjuð á undirbúningi hins sama á Kambi. Einnig er víða verið að gera stórfeldar aðgerðir á bryggjum og sjópöllum.

Atvinna er svo mikil hjer í bænum nú í vor að heita má að fólk skorti til vinnu á öllum sviðum. Þetta á að nokkru rót sína í hinum óvenju mikla landburði af fiski, en einnig í hinu, að broddar verkamanna hjer hafa gert alt sem þeim var unt til þess, að fæla menn annarstaðar frá, frá því að leyta hingað atvinnu, og gert þeim fáu sem hingað hafa komið, alt sem erfiðast. —

Mætti gjanan vera hingað komið eitthvað af hinum „stynjandi öreigalýð“ Reykjavíkur, sem alþýðupostularnir tala svo fjálgt um, til þess að bjarga fiskinum sem nú liggur undir skemdum á bryggjunum hjerna. En annars mun atvinna vera góð um alt land nema við söfnun skýrslna um atvinnuleysi, sem Bolsum fanst svo bráðnauðsynlegt að koma á. Það gáfu sig fram örfáir í Rvík og Akureyri og enginn hjer á Siglufirði.

Raforka til suðu er seld nú fyrst um sinn á 50 aura kílovattstundin

-------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 11. september 1929

Slys. Það vildi til á v.b. „Skíði" núna á deginum er báturinn var í fiskiróðri, að öxuilinn greip í föt vjelamannsins og snjeri þau um sig svo maðurinn keyrðist í dróma niður í kjalsogið, en til hepni var vjelin í svo hægum gangi, að hún stöðvaðist af mótstöðunni er líkami mannsins veitti í þrengslunum. Aðrir bátverjar voru sofandi en einn þeirra vaknaði er vjelin stöðvaði, og fór strax að athuga hvað væri að. Var þá maðurinn svo í sjálfheldu, að skera varð fötin öll utan af honum að ofanverðu. Maðurinn var talsvert marinn og hruflaður og illa útleikinn, en hvergi brotinn og er hann nú við góða líðan.

-------------------------

Virkjun Skeiðfoss.

Steingrímur Jónsson rafvirkjafræðingur, var hjer á ferð fyrir nokkru að tilhlutun bæjarstjórnar, til að athuga fossinn og mun hann eiga að gera tillögur og áætlanir um virkjun hans, en sjálfsagt verður löng.bið. á framkvæmd virkjunarinnar.

-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 28 september 1929

Slys.

Í Fiskimjölsverksmiðjunni vildi það slys til snemma á þriðjudagsmorguninn, að Eggert Theódórsson lenti með hægri hendina í þurkaranum. Þurfti að stöðva allar yjelar til þess að losa manninn. Var hann strax fluttur á sjúkrahúsið og gerði læknir (Steingrímur Einarsson) við meiðslin sem reyndust all alvarleg; hafði hendin og handleggurinn upp að olnboga marist og flumbrast illa, bein brotnað í úlnliðnum og hendin brunnið nokkuð. Eggert líður sæmilega og telur læknir líkur til að hann muni verða jafn góður af meiðslunum.

Rafljós hefir Friðleifur Jóhannsson útg.m. látið setja í bát sinn „Erling". Mun það vera fyrsti báturinn hjer af smærri mótorbátum, sem er raflýstur. Segja sjómenn það mikil þægindi. Jónas Magnússon rafvirki hjer hefir útvegað vjelina og annast verkið og virðist vel til hvorutveggja vandað.

Slys.

Í ofviðrinu í dag, kom leki að m.b. Stígandi, eig. P. Halldórsson. Varð báturinn að hleypa til brots norðan undir Haganesborginni og brotnaði hann þar í spón á lítilli stundu. Mennirnir á bátnum björguðust í land slysalaust, og kom ,Ægir" með þá áðan frá Haganesvík, og með m.b. „Sleipnir“ sem þar lá með bilaða vjel. Yfirmenn og skipshöfn „Ægis" eiga miklar þakkir skildar af Siglfirðingum fyrir hina drengilegu hjálp í dag.

--------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 5. október 1929

Siglfirsk stúlka hlýtur há verðlaun í Kauprn.höfn, og er heiðruð sjerstaklega fyrirfram úrskarandi listfengi í kvenlegum hannyrðum.

Í sumar, þegar „Dansk Kundstlidsforening“ hjelt árshátíð sína og sýningu í Charlottenborg á hannyrðum og listiðnaðifjelaga og nemenda, var, eins og títt er, úthlutað verðlaunum til þeirra er skarað höfðu sjerstaklega framúr. Voru þrjár stúlkur er sjerstaklega komu til greina, og var ein þeirra ungfrú Margrjet Guðmundsdóttir hjeðan frá Siglufirði.

Var hún þó langfrermst þeirra þriggja er verðlaunin hlutu, og þess sjerstaklega getið, að verðlaun þau er hún hlyti, væru þau langhæstu er nokkurntíma hefðu veitt verið frá fjelaginu í þessu tilefni. Voru myndir birtar í flestum stórblöðum borgarinnar af ungfrú Margrjetu.

Siglfirðingur óskar hinni efnilegu listfengu stúlku til hamingju og ættingjum hennar. Þessi unga stúlka hefir gert þjóð sinni mikinn sóma og sjerstaklega mega Siglfirðingar vera hreyknir af henni og þakklátir fyrir frammistöðuna.

------------

Innskot frá Morgunblaðinu: 25 október 1929

Ungfrú Margrjet Guðmundsdóttir frá Siglufirði, sem auglýsir í blaðinu í dag námsskeið í útsaum um og kniplingum og annað í kjólasaum, hefir nýlega lokið prófi með ágætis einkunn í skóla Listiðnaðarfjelagsins (Kunstflidsforeningens) í Höfn. Ungfrúin stundaði þar nám s. l. vor og sumar við mjög góðan orðstír, fjekk ein af þremur á skólanum fyrstu verðlaun, og sakir þess, hve hún þótti skara sjerstaklega fram úr, voru henni einnig veitt önnur verðlaun. —

Kunnugir., sem hafa sjeð það, sem hún hefir gert á skólanum, dást mikið að því, hve aðdáanlelga vel það er unnið, bæði hinir fíngerðu og vandasömu kniplingar og útsaumanir, sem eru með margskonar gerð. Áður hafði ungfrú Margrjet numið kvenkjólasnið og saum og er fullnuma í því. Hún ætlar að dvelja hjer í vetur og má geta nærri, að margar stúlkur vilja læra af henni hannyrðir. Á betri kenslu geta þær varla átt völ.

----------------------

Þjófnaður.

Nýlega var stolið frá Jóni G. Ísfjörð skósmið hjer í bænum, rúml. 600 kr. í peningum. Var vinnustofa hans opnuð með lykli, og farið þar inn, lyklakippa Jóns hjekk þar, og var því ljett að opna peningakassa sem þar var og taka peningana þaðan. — Dálítið af skiftimynt sem í kassanum var hafði verið skilið eftir. — Þetta er annar stórþjófnaðurinn sem framin er hjer í bænum með stuttu millibili án þess að tekist hafi að finna þann seka.

Er ilt til þess að vita, ef Siglufjörður fær það orð á sig, að hjer séu glæpamenn óhultir.

-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 2 nóvember 1929

Skip sekkur

Gufubáturinn Björgúlfur, eign Matthíasar Hallgrímssonar hjer, var í förum fyrir ríkisverksmiðjuna við að flytja steypumöl frá Sauðárkrók og hingað. Á fimtudaginn var hann á leið hingað með fyrstu ferð sína, fullfermi. Veður var hvast á Skagafirði og er hann fór út fjörðinn, kom snögglega leki að skipinu og varð við ekkert ráðið.

Sökk það á 10 mínútum og komust skipverjar nauðulega í bátinn og á honum til lands á Bæjarklettum. — Voru vjelamenn aðsettir, því þeir höfðu yfirgefið skipið fáklæddir. Skipverjar komu hingað með póstbátnum.

Björgúlfur var trygður í Danska Lloyd fyrir 30 þús. kr.

---------------------

Raflýstur hefir nú verið annar bátur til af bátunum hjer, „Baldvin Porvaldsson“. Jónas Magnússon sá um útvegun efnis og verkið.

-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 30. nóvember 1929.

Þrjú dæmi.

Þjóðnýtingartilraunir Siglufjarðarbæjar.

Jafnaðarmenn ráða svo sem öllum er kunnugt, lögum og lofum hjer í bæjarstjórn. Það kom því engum á óvart, þótt þeir, þegar þeir náðu völdunum í sínar hendur, hæfust handa með þjóðnýtingarbrölt sitt. En þjóðnýting er í eðli sínu allur rekstur sem rekinn er fyrir opinbert fje og á ábyrgð ríkisins, eða sýslu- eða bæjarfjelags.

Þetta þjóðnýtingarbrölt bæjarstj. hjer, hefir þó orðið vonum minna og á það sína orsök í því, að í bæjarstjórninini eru innanum hyggnir fjármálamenn sem halda aftur af, að eigi sje fjárhag bæjarins á öllum sviðum stefnt í bersýnilegan voða, og þó eigi síður hitt, að innan verkamannastjettar þessa bæjar, — en það er sá flokkur sem styður jafnaðarmennina í bæjarstjórninni, er fjölmenn fylking gætinna manna sem hefir bæði getu og vilja til þess, að gefa fulltrúum sínum stöðvunarmerki, er þeir ana til öfganna; manna, sem er ant um heill og heiður þessa bæjar, og láta ekki andlega einsýna æsingamenn teyma sig til fylgis að öllum hermdarverkum og út í hvaða fjarstæðu sem er.

Að þetta sje svo, kom berlega í ljós í afskiftum Verkamannafjelagsins af verkstjórn h. f. Bein (Fiskimjölsverksm.) núna fyrir skömmu og sem getið hefir verið hjer í blaðinu, — Vantaði þó vist ekkert á að kint væri þar að eldi æsinganna, með upplognum sakargiftum en meginþorri verkamanna ljet ekki blekkjast, skal það sagt hjer þeim til verðugs hróss.

Hjer skal minst á þrjú atriði úr sögu jafnaðarmenskustjórnar Siglufjarðar, sem sje Hólsbúið, kolasöluna og grjótkvörnina, skal það strax tekið fram, að blaðið vill ekki væna forgöngumenn tveggja fyrst töldu atriðanna um það að fyrir þeim hafi í upphafi vakað það, að gera rekstur þeirra að bitlingum fyrir sig eða fylgismenn sína, þótt líta megi svo á, að sú hafi raunin á orðið að nokkra leyti þegar til framkvæmda kom. En aftur á móti var það strax ljóst frá öndverðu með grjótkvörnina, að hún var hingað fengin með það fyrir augum fyrst og fremst að veita æstum kommúnista atvinnu. Hinu hölduna vjer óhikað fram að rekstur þessara fyrirtækja var hafin af jafnaðarmönnum með það fyrir augum, að þau skyldu standa sem lýsandi dæmi um ágæti þjóðnýtingarinnar. Skal hjer nokkru nánar vikið að því, hvernig það hefir tekist.

Hólsbúið.

Jafnaðarmenn áttu að vísu ekki frumkvæðið að stofnun Hólsbúsins, heldur Hinrik Thorarensen læknir, en þeir gerðu bráðlega málið að sínu máli og breyttu hinni upphaflegu hugmynd, sem fjöldi bæjarmanna hafði myndað sjer um framkvæmd málsins, að einstaklingur ræki búið fyrir eigin reikning, styrktur af bæjarfje gegn því, að bærinn fengi að setja hámarksverð á mjólkina. Jafnaðarmenn leiddu í þess stað málið inn í farveg þjóðnýtingarinnar.

Jörgensen og fleiri af fulltrúum þeirra í bæjarstjórn, forblómuðu mjög rekstur samskonar fyrirtækis í Ísafjarðarkaupstað og lofuðu hástöfum ágæti þess. Ekki skorti heldur á fögur loforð til bæjarbúa hjer um gnægð mjólkur fyrir alt að því helmingi lægra verð en prívatmenn seldu hana. og hreinlætið var nú ekki um að tala! Það ber í rauninni ljósastan vottinn um það, hvernig framkvæmd Hólsbúshugmyndarinnar hefir orðið, að Thorarensen faðir og fyrsti formælandi hugmyndarinnar, hefir fyrir löngu slegið af henni hendi sinni og vill þar nú ekki nálægt koma.................. Greinin er nokkuð lengri en restinni sleppt hér

------------------------

Skip strandar.

Ofsarok a austan var hjer á þriðjudaginn. Þá lágu hjer tvö skip Aslaug, fisktöknskip Kveldúlfs og Urd, leiguskip. Sis sem kom hingað með timbur til G. Skarphjeðinssonar og tunnuefni til Halldórs Guðmundssonar.

Aslaug hrökk upp í rokinu og dróg festarnar innundir marbakka, en tókst að frýja sig, en Urd rak upp um kvöldið. Dældi hún í sig sjó á marbakkanum og lá þar rótlaus og óskemd til föstudagskvölds, þá tókst henni með aðstoð V. h. Snorra að losast af grunni. Mun hún óskemd.

Stolið var, í þessum mánuði, nær, samtímis, karlmannsfatnaði í öðrum staðnum en yfirfrakka í, hinum. Ekki tókst lögreglunni að hafa upp á þjófnum enda mun þjófnaðurinn sennilega verið framin í trausti þess.

Maður druknar.

það sorglega slys vildi til á fimtudagsmorguninn, þegar verkamenn Fiskimjölsverksmiðjunnar hjer fóru heim af næturvakt kl. 6, að einn þeirra, Páll Runólfsson að nafni, hafði gengið einn saman út síldarpallana í myrkrinu og hefir fallið í sjóinn. Mannsins var ekki saknað fyr en um miðjan dag og var þá strax hafin leit og fanst lík hans á milli Róaldsbryggjanna.

Hefir hann sennilega fallið útaf plönkum sem gengið er eftir fyrir horn skúrgafls þar á pöllunum og er þar mjög tæpt að ganga. Er þetta þá annað slisið sem þar skeður síðan skúr þessi var bygður. Páll heitinn var dugnaðarmaður, 28 ára gamall, Hann lætur eftir sig unnustu.

-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 7. desembber 1929

Auglýsing:

R A D Í O - T Æ K I útvega jeg frá bestu verksmiðjum, set þau upp og kenni mönnum meðferð og stillingu þejrra. Hefi einnig heppileg radió-tæki fyrir skip og báta, og eru þau strax nauðsynleg þeim bátum, sem ætla að fiska fyrir Suðurlandi í vor.

Raflýsing í mótorbáta set jeg upp úr allra besta fáanlegu efni fyrir tiltölulega mjög lágt verð.

RAFLAGNINGAR ALLSKONAR, innanhúss og utan svo og aðgerðir, framkvæmi jeg eins og að undanförnu. Hefi fyriryggjandi rafmagns-straujárn af bestu tegund á kr. 16.00 með snúru, þriggja ára ábyrgð. Einnig rafmagnspúða og rafmagns-kaffikönnur.

ÁSGEIR BJARNASON.

--------------------------

Jafnaðarmenn voru svo hræddir um að ná ekki meiri hluta við kostningarnar í janúar, að þeir þorðu ekki annað en fjölga fulltrúunum um einn. Mun Gunnari eða Þóroddi ætlað það sæti. En afleiðing fjölgunarinnar verður sú, að þá verða 10 atkvæði í bæjarstjórninni og mun það sjaldgæft og getur valdið vandræðum.

Rúðubrjótar hafa gengið hjer um bæjinn undanfarin svartnætti og grýtt borgarana. Hvað gerir lögreglan?

Svar: Hún er á verði nótt og dag.

Framsóknarfjelag Siglufjarðar hjelt aðalfund nýlega, Var þar feld sú uppástunga frá Borgarafjelaginu, að fjelögin yrðu í sameiningu um einn lista við næsta bæjarkör. Sýnir þetta að meira eru metnir menn en málefni í kotinu því.

Hjónaband.

Nýlega voru gefin saman af sóknarprestinum Hulda Sigurðardóttir og Edvard Kobbelt. Brúðkaupið fór fram á heimili O, Tynes hjer.

Óþokkabragð

Steinum var kastað inn um glugga á Brúarfoss á þriðjudagskvöldið, meðan Borgarafjelagið var þar á fundi. Var tilvljun ein að ekki hlutust meiðsli af. Er slíkt óþokkabragð ósamboðið hvítum mönnum; enda framið af Rauðskinnum.

-----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 15. júní 1929

Grunn er verið að steypa á hafnarbryggjuna undir vörubirgi allstórt sem þar á að reisa. Sjáanlegur galli er það, að birgið stendur alt of framarlega á bryggjunni. Mun reynslan bráðlega skera úr því, að plássið (15 metrar) framan við það, að brún bryggjunnar er alt of mjótt, þegar afgreiða þarf fyrirferðarmikla farma eins og t. d. timbur.

Vinnustöðvun í Bakka.

Á þriðjudagsmorguninn kom m.s. Höskuldur inn með um 70 tn. af síld ,til H.f. Bakki. Voru þar að vinnu á stöðinni, bæði við að frysta síldina og annað, 10—12 karlmenn, nokkrar konur, 2 smiðir og nokkrir smádrengir við beinaþurkun. Um 11-leitið var fólk þetta umkringt af mannsöfnuði, sem skipaði þeim að hætta vinnu, hrifsaði af þeim áhöld og ílát og spilti niður síldinni.

Auk þess höfðu forsprakkarnir óviðurkvæmileg orð og hótanir, sjerstaklega við konurnar. Þeir sem forgöngu höfðu að herferð þssari, voru þeir Hermann Einarsson bæfarfulltrúi, Gunnar grjótkvarnarverksstjóri bæjarins, Þóroddur Guðmundsson sem verið hefir hjer lögregluþjónn, Sigurður Gunnlaugsson samvinnuskólapiltur og Halldór einhver Arnason aðkomupiltur. en kunnugir fullyrða, að aðalvígstöðvarnar hafi verið á símastöðinni.

Flokkurinn krafðist nú þess, að öll vinna í Bakka hætti, nema því aðeins, að þeir sem þar ynnu fengju kaup eftir taxta Vkmfjel. Siglufj. — Auðvitað sáu þessar fáu hræður sjer ekki annað fært, en hætta að vinna, þar sem við slíkt ofurefli var að etja, enda gátu þeir búist við því, að verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Hinsvegar lýstu verkamenn í Bakka því yfir í heyrandi hljóði, að þeir væru samningsráðnir syðra, (þeir eru flestir Akurnesingar og ekki í Vkmfj. Síglufj.) og að vildu fúsir vinna fyrir það kaup sem um væri samið.

Afleiðingin af herferð þessari varð sú, að vinna var stöðvuð algerlega í Bakka og að 40—50 tn. af síld urðu þar ónýtar. Fengu sjómenn þeir, sem nota áttu síldina ekki heldur að frysta hana sjálfir, og eins urðu smádrengirnir siglfirsku að hætta að þurka beinin! Bæjarfógeti var kvaddur til að koma en kom ekki og taldi nærveru sína þýðingarlitla. — Vjer erum þar á gagnstæðri skoðun.

Teljum vjer a. m. k. Þórodd hafa haft svo mikið álit á borðalagðri húfu og gyltum hnöppum undanfarið, að hann hefði gljúpnað við nærveru fógeta, því um það, að hjer hafi verið ofbeldisverk og lagabrot framið, eru víst allir sammála um. Heyrst hefur að H.f. Bakki muni fara í skaðabótamál útaf vinnustöðvuninni og skemdum síldarinnar.

----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 23. júní 1929

Nýjar verslanir.

Sig. Kristjánsson hefir nýlega opnað myndarlega vefnaðarvörusjerverslun í húsi Jóh. Sigurjónssonar við Aðalgötu -—

Jón Valfells hefir opnað nýja verslun — Vöruhús Siglufjarðar — í húsi Alfons Jónssonar við Aðalgötu.

Ýmsar fleiri nýjar verslanir hafa og risið upp svo sem vant er hjer á sumrin.

Vinnustöðvunin i Bakka mun nú vera lokið og sætt komin á, Sjómannafjelag Siglufjarðar vasaðist í málið á eftir Vkm.fjel. og gerði tilraun til að stöðva báta þá sem gengu frá Bakka og að síðustu fengu Bolsar hjer skoðanabræður sína í Rvík til liðs, að semja við Óskar Halldórsson. Mörg járn í eldinum á bænum þeim.

Siglufjarðar-revy.

Að öllu forfallalausu verður leikin í kvöld spáný revya um Siglufjörð. Má búast við mörgu vel sögðu orði þar, og ótal gamanvísum. Bæjarbúar ættu að fjölmenna þangað. Nánar á götuauglýsingum.

------------------------------ -----------------------------

Siglfirðingur 6. júlí 1929

Slys.

Snorri Stefánsson verksm.stjóri hjá Goos slasaðist alvarlega í nótt. Lenti, með handlegginn í vjel og brotnaði handleggurinn ofan við olnbogann, auk þess marðist hann mjög alvarlega og holdskemdir urðu miklar. Hann var strax fluttur á sjúkrahúsið.

--------------------------------------------------------

Siglfirðingur 13 júlí 1929

Slys í Ólafsfirði.

Á þriðjudaginn var vildi það sorglega slys til í Ólafsfirði, að 7 ára drengur, Gunnar Sigurfinnsson á Ytri-Á, datt út af bryggju þar niður undan bænum. Annar drengur sem þarna var líka, hljóp heim á bæinn að sækja hjálp, en þá var enginn heima nema gamall maður, afi Gunnars, og svo búfræðingur að nafni Konráð Jóhannsson, frá Hrauni í Unadal, sem var þar við vinnu. Hann var ósyntur en brá þó við og reyndi að bjarga drengnum, en sú tilraun tókst svo sorglega, að báðir druknuðu áður en frekari hjálp kom til.

Karlakór Reykjavíkur er væntanlegur hingað með Gullfoss 20 þ. m. og syngur þá hjer ef viðstaða skipsins leyfir.

Sjómannastofa hefir verið opnuð í Suðurgötu 18.

Kirkjan.

Messufali á morgun, en kl. hálf níu e. m. hefur Jóhannes Sigurðsson, forstöðumaður Sjómannastofunnar, samkomu í kirkjunni.

Dánardægur.

Jón Jóhannesson, ritstj. og kona hans urðu fyrir þeirri sorg að missa yngsta barnið sitt, dreng á fyrsta ári, úr heilabólgu núna í vikunni.

Bifreiðarslys.

Á þriðjudaginn ók bifreiðin S.I.12, á mann á reiðhjóli við hornið á kjötbúðinni, og meiddist maðurinn töluvert en hjólið eyðilagðist. Rjettarrannsókn hefir ekki farið fram enn, vegna þess, að maðurinn hefir legið rúmfastur síðan.

Maður fjell ofan af palli í nýju beinamjölsverksmiðjunni nú í vikunni og fjekk heilahristing. Hefir hann ekki verið með fullu ráði síðan.

Vegna veikinda á heimili ritstjórans er minna af lesmáli í þessu blaði en annars hefði orðið. Verður það unnið upp síðar.

Pjetur Jónsson, óperusöngvari, söng hjer í fyrradag fyrir fullu húsi. Hann syngur hjer aftur kl. hálf sjö í kvöld.

Tæp 6000 skp. af fiski, veiddist hjer í júni mánuði.

Í gær var opnuð Hárgreiðslustofa í Lækjargötu 4 Siglufirði. Þar getur fólk fengið: Andulering (Hárgreiðslu) Höfuðböð, Andlitsböð tvenskonar, Massage, vöru og líkþornaaftekning. Laga augabrýr o. m. fl. Hárgreiðslustofan verður opin virka daga frá kl. 9—12 f. h. og 1 til 8 e. m.

Fríða Jónasdóttir.

-----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 20. júlí 1929

Frystihús Ásgeirs Pjeturssonar er nú nær því fullgert og mun taka til starfa næstu daga. Er svo mikill hávaði frá mótornum, að fullkominni truflun veldur í nærliggjandi húsum og hrystingurinn svo mikill, að hús í meira en 100 metra fjarlægð nötra. Gegnir furðu að slík truflun skuli vera leyfð, svo að segja í miðjum bænum, enda ótrúlegt að ekki sje hægt að búa svo um mótorinn, að minni truflun valdi.

Dómur er fallinn út af bifreiðaslysinu sem getið var um í síðasta blaði. Var bifreiðarstjórinn, Ólafur Gottskálksson, dæmdur til að greiða 325 krónur í skaðabætur, 40 kr. sekt, og málskostnað.

Óðinn tók nýlega 2 norsk síldveiðiskip fyrir ólöglegan útbúnað veiðarfæra Voru þau dæmd á Akureyri og fengu 250 kr. sekt hvert.

Á þessu ári hafa í Reykjavík þrír bifreiðastjórar verið sviftir ökuleyfi æfilangt, einn í tvö ár, einn í eitt og hálft ár, einn í sex mánuði, tveir í fjóra mánuði og einn í þrjá mánuði. Sumir þessara manna hafa ekki gert annað fyrir sjer en að neyta áfengis við akstur.

Bifreiðastjórinn sem stýrði bifreiðinni er mannskaðinn varð fyrir ofan Lögberg 30. f. m., hefir verið dæmdur í eins mán. fangelsi og sviftnr ökuleyfi æfilangt.

--------------------------------------------------------

Siglfirðingur 30. júlí 1929

„Veiðibjallan" sú af flugvjelunum sem hefir á hendi eftirlit með síldargöngum norðanlands, hefir flogið daglega seinnipart vikunnar. Sökum rúmleysis verður skýrsla hennar um síldargöngur og hafís að bíða næsta blaðs. — Sjómönnum og öðrum skal bent á, að skýrslur um ferðir hennar og kort yfir ísrek og síldargöngur, er daglega fest upp við tröppur símastöðvarinnar hjer, og á Akureyri á skrifstofu einkasölunnar,

Hafa rannsóknir þessar ómetanlega þýðingu fyrir síldveiðarnar fyrst og fremst, en einnig fyrir siglingar. — Útvarpsstöðin í Reykjavík varpar út frjettum um ferðir Veiðibjöllunnar á hverju kvöldi. Flugvjelin hefir flogið hringflug hjer yfir bæinn og til Fljóta og Hjeðinsfjarðar og voru þáttakendur stórlega hrifnir. Munu margir óska að hún gefi oftar kost á því.

Slys.

Á laugardaginn var verið að reysa reykháfinn á Fiskimjölsverksmiðjunni. Bilaði þá stroffa og skaii hann yfir sig. Yfirsmiðurinn bjargaði sjer sennilega frá bana, með því að stökkva niður úr margra metra hæð Sakaði hann lítið annað en að hann handleggsbrotnaði.

Sagt er að 8—10 pólitískar sálir muni enn vera til sölu við sanngjörnu verði; — sennilega eftirstöðvar frá vetrinum.

---------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 11. september 1929

Slys.

Í Fiskimjölsverksmiðjunni vildi það slys til snemma á þriðjudagsmorguninn, að Eggert Theódórsson lenti með hægri hendina í þurkaranum. Þurfti að stöðva allar vjelar til þess að losa manninn. Var hann strax fluttur á sjúkrahúsið og gerði læknir (Steingrímur Einarsson) við meiðslin sem reyndust all alvarleg; hafði hendin og handleggurinn upp að olnboga marist og flumbrast illa, bein brotnað í úlnliðnum og hendin brunnið nokkuð. Eggert líður sæmilega og telur læknir líkur til að hann muni verða jafn góður af meiðslunum.

Rafljós hafir Friðleifur Jóhannsson útg.m. látið setja í bát sinn „Erling". Mun það vera fyrsti báturinn hjer af smærri mótorbátum, sem er raflýstur. Segja sjómenn það mikil þægindi. Jónas Magnússon rafvirki hjer hefir útvegað vjelina og annast verkið og virðist vel til hvorutveggja vandað.

Slys.

Í ofviðrinu í dag, kom leki að m.b. Stígandi, eigandi P. Halldórsson. Varð báturinn að hleypa til brots norðan undir Haganesborginni og brotnaði hann þar í spón á lítilli stundu. Mennirnir á bátnum björguðust í land slysalaust, og kom ,Ægir" með þá áðan frá Haganesvík, og með m.b. „Sleipnir" sem þar lá með bilaða vjel.

Yfirmenn og skipshöfn „Ægis" eiga miklar þakkir skildar af Siglfirðingum fyrir hina drengilegu hjálp í dag.

---------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 14. september 1929

Auglýsing:

Frá rafstöðinni.

Vegna þess að rafvjelar svöðvarinnar eru að verða yfir hlaðnar eru rafmagnsnotendur hjermeð aðvaraðir að nota ekki rafmagnsbolta eða að nota rafstraum til iðnaðar eftir kl. 7 á kvöldin.

Stöðvarstjórarnir.

----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 21. september 1929

Auglýsing:

Útgerðarmenn.

Veitð því athygli að nú er bestur tími til að raflýsa skip yðar og báta. Vjer útvegum yður ágætis rafvjelar sem eru raka- þjettar, og þess vegna þær einu rjettu í vjelbáta, og ennfremur rafgeyma sem ekki saka þótt þeir standi óhlaðnir, þola frost, hristing og einnig yfirhleðslu. Notum aðeins gott efni. Eingöngu þaulæfðir menn framkvæma vinnunar. Ábyrgjumst endingu verksins.

Raftækjaverslun Siglufjarðar.

--------------------

Tíðin.

Óstilt og vætusöm tíð. — Ofsarok af norðaustri gerði hjer á þriðjudaginn. Bátar allir voru á sjó og hreptu flestir illhleypur, því með rokinu var hríð og foraðsbrim, Bátarnir náðu þó allir hingað inn slysalaust um kvöldið nema þrír þeirra. Margir þeirra töpuðu lóðum og sumir mistu flest það sem lauslegt var á þilfari. Einn bátanna (Frægur) lenti í hríðinni á Helluboðunum og braut alt í kring um hann og var mesta mildi að, hann slapp þaðan án manntjóns.

Af þeim þremur bátum sem vantaði kom Leifur hingað morguninn eftir. Hafði hann verið við Hrísey. Stígandi hafði einnig farið inn á Eyjafjörð, alt inn til Svalbarðseyrar. — Þá vantaði Njörð. Sími var bilaður til Akureyrar, en fregn kom með flugvjelinni um það, að bátur hefði komið til Akureyrar um nóttina og töldu menn víst að það væri hann. — Þetta reyndist þó ekki rjett. —

Njörður kom hingað inn á miðvikudagskvöldið. Hafði hann verið við Grímsey, farið þangað frá línunni og verið þar yfir nóttina, en farið út aftur á miðvikudaginn og náð línunni. Hafði bátverjum liðið vel og átt góðu að mæta hjá Grímseyingum.

Kosið til bæjarstjórnar Siglufjarðar

Kosið til bæjarstjórnar Siglufjarðar