Glefsur úr blaðinu Siglfirðingur 1930

Glefsur úr blaðinu Siglfirðingur 25. janúar 1930

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Siglufjarðar 1930.

TEKJUR:    Myndir neðst á síðunni

Siglfirðingur 1. febrúar 1930

Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 1930 Gjöld  Myndir neðst á síðunni

 Siglfirðingur 1. febrúar 1930

Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 1930 Tekjur: Myndir neðst á síðunni

Siglfirðingur 8. mars 1930

Bæjarfréttir:

Kjósendur eru ámyntir um að athuga hvort þeir eru á alþingiskjörskránni meðan hún liggur frammi.

Málshöfðun hafa nokkrir bæjarbúar samþykt á hendur hf. Ásgeir Pjetursson fyrir röskun á húsfriði þeirra af völdum íshúsmótorsins.

Sig. Birkis söngkennari, er staddur hjer í bænum og mun dvelja hjer um mánuðartíma við að undirbúa karlakórinn „Vísir" til fyrirhugaðrar Þingvallaferðar.

Athygli skal hjermeð vakin á því að reikningar til bæjarins verða hjer eftir endurskoðaðir á hverjum mánudegi. milli kl. 10 og 12 f. h. — en ekki á öðrum tíma.

Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Ása Ísfjörð og Tómas Gíslason.

Kr. Dýrfjörð hefir af skiftarjetti Siglufjarðar verið ráðinn innheimtumaður dánarb. Jóns sál. Ólafssonar.

Sjúkrasamlagið heldur framhaldsaðalfund sunnuaginn 16.þ. m. Ráðgert er að halda útbreyðslufund í sambandi við hann, og verður það nánar auglýst síðar.

Slökkvitæki, mikið fullkomnari en þau sem nú eru til; á bærinn völ á að fá keypt Verði það gert munu brunabótagjöld af húsum lækka um 15 prc.

-------------------------------------

Siglfirðingur 15. mars 1930

Slökkviliðstjórinn rekinn og ráðinn aftur.

Fyrsti ósigur jafnaðarmanna. —

Fleiri munu á eftir fara. Á bæjarstjórnarfundi 10. þ. m. var meðal annars til umræðu fundargerð fjárhagsnefndar um kauphækkunarbeiðni slökkviliðsstjórans. Flóvents Jóhannssonar. Fór hann fram á að kaup sitt, sem var ákveðið 300 krónur fyrir 10 árum, yrði nú hækkað uppí 500 kr.

Fjárhagsnefnd lagði til að kaup hans yrði hækkað uppí 400 kr. og varamanns uppí 130 kr, — Við umræður um þessa fundargerð komu ýmsar aðfinslur fram frá jafnaðarmönnum, við störf slökkviliðsstjóra. Virtust þeir helst álíta, að Flóvent væri ekki lengur slökkviliðsstjóri, úr því hann hefði ekki verið kosinn strax eftir bæjarstjórnarkosningarnar þegar nefndarkosningar fóru fram, og ekki væri ástæða til að hækka kaup við mann, sem engan starfa hefði. —

Bæjarfógeti skýrði þá frá því, að samkv. brunamálareglugerð bæjarins, væri slökkviliðsstjóri kosinn af bæjarstjórn eftir tillögum brunamálanefndar, um óákveðinn tíma Í þessu tilfelli væri Flóvent löglegur slökkviliðsstjóri þangað til bæjarstjórn gerði aðra ráðstöfun þar á. Bæjarstjórn gæti að sjálfsögðu sagt honum upp hvenær sem væri og kosið annan eftir tillögum brunamálanefndar.

Þegar hjer var komið hækkaði brúnin á jafnaðarmönnum svo áberandi og blítt bros færðist um ásjónu þeirra, að almennir kjósendur í fundarsalnum þóttust vita að nú væru stórtíðindi í vændum. Enda stóð ekki á þeim. Áður en varði var komin fram svohljóðandi tillaga frá O. Jörgensen:

„Bæjarstjórnin samþykkir að segja upp núverandi slökkviliðsstjórum og felur brunamálanefnd að gera tillögur um slökkviliðsstjórana".

Eftir nokkrar umræður, sem ekki verða raktar hjer, var þessi tillaga samþykt með 4 atkv. gegn 2, en 4 greiddu ekki atkv, Kauphækkunartillögunni var vísað til brunamálanefndar.

Uppsögn sú, sem bæjarstjórnin samþykti með ofangreindri tillögu, var fyrirvaralaus uppsögn. Samkv. Því fjell niður rjettur beggja slökkviliðsstjóranna til þess að gegna brunakalli um leið og tillagan var samþykt. Bærinn var því slökkviliðsstjóra laus uns kosning þeirra færi framað nýu, Verður sú ráðstöfun tæpast varin, enda beint brot á brunamálalöggjöf landsins. —

Umboðsmaður Brunabótafjelagsins var ekki staddur á fundinum, en strax og hann frjetti um þessa samþykt krafðist hann þess að tafarlaust yrði gerð ráðstöfun til kosningar á þessum starfsmönnum á ný, því Brunabótafjelagið myndi ekki bera ábyrgð á því eldsvoðatjóni, sem verða kynni meðan enginn væri formaður brunaliðsins. Daginn ettir hjelt svo brunamálanefndin fund og lagði til með 2 atkv. að Flóvent fengi starfið áfram, en með 2 atkv. að Agli Stefánssyni yrði veitt það.

Nefndin lagði líka til að kaup slökkviliðsstjóranna yrði eins og fjárhagsnefnd hafði stungið uppá. Og á bæjarstjórnarfundi síðari hluta sama dags var Flóvent Jóhannsson kosinn slökkviliðsstjóri með 5 atkv. Egill fjekk 4 atkv. og er hann því varamaður. Kauphækkunin var einnig samþykt. Hjer er um að ræða þá mestu niðurlægingu fyrir jafnaðarmenn, sem orðið getur. Þeir mörðu það í gegn í bæjarstjórn, sumpart með óverðskulduðum aðfinslum við starf fjarverandi manns, að föstum starfsmanni — en pólitískum andstæðingi — er sagt upp starfa sínum fyrirvaralaust.

En daginn eftir er sami maður af söm u bæjarstjórn kosinn til sama starfans —og það með 33 prc. kauphækkun. En það broslegasta er eftir. Daginn áður hafði bæjarstjórn samþ. með öllum gr. atkv. að kaupa ný slökkvitæki fyrir um 11500 kr. En strax eftir kosningu brunamálastjórans lýsa tveir fulltrúar jafnaðarmanna yfir því, að þeir taki aftur atkvæði sin um þessi kaup, úr því kosningin hafi farið svona.

Gekk þetta svo langt, að bæjarfógeti fann ástæðu til að taka það fram, að samþyktin um kaup slökkvitækjanna stæði óhögguð hvað svo sem allri atkvæða afturkölun liði, og áhöldin yrðu keyft ef ekki bæjarstjórn gerði aðra ráðstöfun þar um. Jafnaðarmenn, sem til fleiri ára hafa verið einráðir í bæjarstjórn Siglufjarðar, bera sig illa undan þessum sínum fyrsta ósigri, — En þeir hafa bara gott af að venja sig við, því þeir munu áreiðanlega þurfa á meiri stillingu að halda — þó síðar verði.

----------------------------

Bæjarfrjettir.

Símanúmer varaslökkviliðsstjóra er nú 132 en ekki 88 eins og áður var,

Leikfjelag. Akureyrar hefir beðið blaðið að geta þess, að gamanleikurinn „Frönsk æfintýri" verði leikinn á morgun og líka um næstu helgi.

Borgarafjelagið hefir ekki fund á morgun eins og búið var að ráðgera.

Bæjarstiórnin hefir bannað h.f. Ásgeir Pjetursson að starfrækja íshús sitt með jafn háværum mótor og þeim sem fjelagið nú hefir.

Breytingar allmargar á skipulagsuppdrætti Siglufjarðar hefir bæjarstjórn samþykt og sent skipulagsnefnd.

Sparisjóðurinn verður fyrst um sinn á skrifstofu Sveins Hjartarsonar, sími 17. Er nú verið að breyta og stækka að mun húsakynni hans í Aðalgötu 26, og mun hann flytja þangað aftur með vorinu.

Afli.

Tvo daga vikunnar hefir gefið á sjó og aflast ágætlega; en fremur fáir bátar hafa róið.

Sjúkrasamlagið heldur framhaldsaðalfund í Kvennfjelagshúsinu á morgun. Ísambaadi við hann verður haldinn einskonar útbreiðslufundur, og gefst utanfjelagsmönnum þar ágætt tækifæri til að kynnast þessum nauðsynlega fjelagsskapar.

Byggingar.

Átta bygginga- og húsabreytinga leyfi voru samþykt á bæjarstjórnarfundi á mánudaginn var.

-----------------------------

 Auglýsing:

Söltunarpláss á Siglufirði.

Tilboð óskast í leigjngu á „Anlegginu" með 3 bryggjum frá. 1. maí n. k. til næstu áramóta,

Ennfremur í leigingu söltunarpláss fyrir norðan dr. Paul frá 1, maí næstkomandi til næstu áramóta.

Tilboðin sjeu afhent á bæjarfógetaskrifstofunni fyrir 1. apríl. næstkomandi í lokuðum umslögum, merktum: „Tilboð í bryggju,",

Siglufirði 26. febr. 1930. Hafnarnefnd Siglufjarðar.

---------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 29. mars 1930

 Nýju slökkvitækin.

Bæjarstjórnin samþykkir að húseigendur skuli borga þau. Fyrir nokkru var þess getið hjer í blaðinu, að bæjarstjórn Siglufjarðar ætti kost á að kaupa ný og fullkomin slökkvitæki fyrir ca, 12 þús, krónur, og að ef þessi slökkvitæki yrðu keyft, þá myndu brunabótagjöldin lækka um 15. prc. Tvær nefndir innan bæjarstjórnarinnar höfðu þetta mál til meðferðar.

Fjárhagsnefndin lagði til, að áhöldin yrðu keyft ef Brunabótafjelag Íslands vildi veita til þess lán, þar eð ekkert væri ætlað til slíkra kaupa á fjárhagsáætlun. Brunamálanefndin aftur á móti fann upp það snjallræði, að umrædd slökkvitæki skyldu því aðeins keypt, að Brunabótafjelagið í fyrsta Iagi lánaði meiri peninga, heldur en þessar 12 þúsundir, og í öðru lagi að lækkunin á brunabótagjöldunum skyldi ganga til greiðslu lánsins, en ekki koma fram sem lækkun á gjöldunum fyr en lánið væri að fullu greitt.

Þessa tillögu brunamálanefndar samþ. bæjarstjórn 10. þ. m.- Það skal strax tekið fram, að sú viðleytni bæjarstjórnarinnar til þess að halda sig við gerða fjárhagsáætlun, sem fram kemur í þessu máli er fullkomlega virðingarverð. En þessa hefir bæjarstjórnin ekki að jafnaði gætt undanfarin ár. En nú er það svo, að oft gefast góð tækifæri til þarflegra framkvæmda, sem ekki er hægt að sjá fyrir þegar áætlun er samin. Og til þess að koma slíkum tækifæris. málum fram, sem fje er ekki áætlað til, er um tvær leiðir að ræða. Önnur er sú, að fresta framkvæmd á einhverjum lið áætlunarinnar, en hin að taka til þess lán. Síðari aðferðin hefir nokkrum sinnum verið notuð hjer, og er yfirleitt mjög algeng í kaupstöðum landsins.

Hafi nú verið um sjerstaklega góð kaup að ræða á þessum slökkvitækjum, sem ekki skal dregið í efa, og hafi bæjarstjórnin ekki búist við jafngóðum kaupum næsta ár eða talið ógætilegt að draga kaup slíkra tækja, þá lá beinast við að fara eftir tillögu fjárhagsnefndar. Þá hefðu slökkvitækin verið greidd með láni, sem svo væri tekið á fjárhagsáætlun jafnóðum og það, væri endurgreitt. En svo kemur brunamálanefndin með sitt „evangelium", með sína „lögkrókaleið". og bæjarstj. gleypir agnið umsvifalaust eins og soltinn úthafsþorskur — líklegast af þeirri ástæðu að þar með var greiðslu lánsins ljett af bæjarsjóði sem slíkum, en færð yfir á herðar húseigendanna. En það snjallræði! Hvílík uppfinding!

Já, við tökum lánið, en borgum það ekki. Það er þjóðráð. Og — úr því við komumst hjá að borga lánið, þá er best að taka hærra lán og kaupa meiri áhöld. Og verði afgangur, þá má byggja fyrir það geymsluhús yfir slökkvitækin. — Húseigendurnir borga! Hafi nú nokkuð annað en hugsunarlaust fálm og vitleysa legið til grundvallar fyrir samþykt bæjarstjórnarinnar á þessari tillögu brunamálanefndar. þá hlýtur það að hafa verið eitthvað svipað þessu. Í fljótu bragði, og að lítt athuguðu máli, kann að vera að sumum finnist lítill munur á tillögum nefndanna.

En strax og betur er aðgætt getur engum dulist það, að munurinn er mikill — svo mikill, að ekki er saman jafnandi. Tillaga fjárhagsnefndar er um lántöku, sem smátt og smátt verði tekið á fjárhagsáætlun og greitt úr bæjarsjóði, En tillaga brunamálanefndar er óleyfileg og ólögleg skattlagning á einstökumenn — eina stjett. Hún er grímuklædd ránsferð niður í vasa húseigenda, þar á meðal fátækra verkamanna, sem „í sveita- síns andlits" hafa klifað þrítugan hamarinn til þess að geta eignast þak yfir sig og sína. En flest hús í Siglufirði eru þannig til orðin. Skulu nú færð rök að þessu.

Það mun enginn kaupstaður vera til á þessu landi, og líklega hvergi, að ekki sjeu öll útgjöld til brunamála greidd úr hinum sameiginlega sveitasjóði, jafnt áhaldakaup sem starfslaun. Hjer í Siglufirði hafa þau slökkvitæki, sem að þessu hafa verið keyft, verið greidd úr bæjarsjóði svo og starfslaun og annar kostnaður allur. Enginn hefir komið með þá speki fyr en nú, að færa þessi útgjöld yfir á húseigendur; enda gert ráð fyrir því í brunamálareglugerð Siglufjarðar að minsta kosti, að bærinn hafi slökkvitæki og slökkvilið, og greiði yfirmönnum þess kaup.

Og samkvæmt lögum um Brunabótafjelag Íslands, er hverjum húseiganda í kaupstað skylt, að tryggja hús sitt í því fjelagi og greiða fyrir það ákveðna krónutölu af hverju tryggingarþúsundi, sem þó er mismunandi eftir því hve slökkvitæki hvers bæjar og önnur aðstaða er góð. Batni þessi aðstaða lækka gjöldin, en versni hún hækka þau. Brunabótafjelag Íslands er þannig hinn ein i aðili, sem rjett hefir til að ákveða upphæð þess gjalds, sem húseigendum lagalega ber að greiða til tryggingar gegn eldsvoðatjóni á húsum sínum, Nú hefir Brunabótafjelagið sagt, að ef umrædd brunaræki kæmu hingað, þá mundi hið lögboðna tryggingargjald lækka um 15 prc.

Hvert 100 króna gjald verða 85 krónur; hvert 10 kr. gjald 8 kr. 50 aurar. Og þar með hættir hærra tryggingagjaldið að vera lögboðið tryggingargjald og enginn húseigandi þarf að greiða annað tryggingargjald en það, sem Brunabótatjelagið krefst. Af þessu er það ljóst. að bæjarstjórnin hefur engan rjett til þess, að skipa húseigendum að halda áfram að greiða hina eldri upphæð tryggingargjaldsins, eftir að Brunafjelagið hefir fært það niður. Ekki hefir hún heldur rjett til þess að leggja nýtt tryggingargjald á húsin eða húseigendur, hvorki til kaupa á brunatækjum nje til starfrækslu brunaliðsins — hvað þá til húsbyggingar.

Nei, hjer er ekki um neinn slíkan rjett að ræða, heldur algjörlega heimildarlausa ráðstöfun, þar sem reynt er að plokka mörg þúsund krónur af fátækum húseigendum undir því yfirskyni, að um lögboðið gjald sje að ræða. Hjer er um þá lúalegu hugmynd að ræða, að nota óvænt tækifæri, iðgjaldalækkunina, til þess að eignast betri slökkvitæki án útgjalda úr bæjarsjóði. Þessvegna á að láta húseigendur halda áfram að greiða hærra gjaldið, nota lækkunina fyrir nýu slökkvitækin, láta Brunabótafjefagið innheimta skattinn svo minna beri á honum og svo á bærinn að eiga altsaman á eftir.

Svona skal það vera sagði brunamálanefndin — og svona skal það vera sagði bæjarstjórnin. Og svona verður það ef málið er látið afskiftalaust. En húseigendur gera það vonandi ekki. Hið eina, sem bæjarstjórn kann að færa sjer til afsökunar fyrir samþykt þessari, er það, að ef engin ný slökkvitæki væru keyft, lækkaði heldur ekki tryggingargjaldið. Hjer sje þessvegna ekki um aukin gjöld að ræða á húseigendum, Þetta er auðvitað rjett.

En eins og bæjarstjórn hefur fullan rjett og óskoraðann um kaup slökkvitækja fyrir þennan bæ, eins er hún rjettlaus um ákvörðun áupphæð þess tryggingargjalds, sem húseigendur greiða, nema hvað henni sem umboðshafa allra bæjarbúa ber skylda til að hafa vakandi auga á því, að enginn bæjarbúi sje of hátt eða ranglega skattlagður. Hjer hefir því bæjarstjórnin illa brugðist skyldum sínum og trausti kjósendanna.

-----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 5. apríl 1930

 R a d í ó .

Vegna væntanlegrar einokunar á radíótækjum ættu menn að panta sjer tæki hjá undirrituðum sem allra fyrst. Einokunin getur orðið samþykt í þinginu næstu daga, og úr því verða menn ekki algjörlega sjálfráðir um val á tækjunum, því einokunin mun sennilega aðeins hafa örfáar tegundir á boðstólum. Ákveðið yður í dag. Á morgun getur það orðið of seint.

Philipstækin eru viðurkend um allan heim. Philips hefir ákveðið að verðið á tækjum þeim skuli vera hið sama hjer í Íslenskum krónum, og í Danmörku í dönskum kr. Þess utan er enginn flutningskostnaður reiknaður. Þýðir þetta sama sem ca. 25 prc. afsláttur. Óvíst að þetta boð Philips standi eftir að einokunin verður ákveðin.

Undirritaður hefur fyrirliggjandi alt efni sem til uppsetningarinnar þarf, þar á meðal flaggstangaefni, og annast uppsetningu og kenni mönnum meðferð tækjanna. Lysthafendur geta fengið að prófa tækin nú þegar hjá undirrituðum. Af ofannefndum ástæðum óska jeg eftir að menn komi með pantanir sínar fyrir 8. þ. m.

Ásgeir Bjarnason raffræðingur.

-------------------------------------------------------

Siglfirðingur 12. apríl 1930

 Skipaferðir.

Kristján Ásgrímsson kom með nýkeyptan bát „Erling" núna á dögunum. Báturinn er keptur í Noregi og er 12 smál. með 28—43 hesta Gideonsvjel. Hann er 10 ára gamall og hinn snotrasti.

„Glimt" bátur sem O. Henriksen keypti einnig í Noregi kemur næstu daga.

„Sulitjelma" kúttari kom núna í vikunni og liggur hjer fyrst um sinn og tekur fisk fyrir Magnús Thorberg.

Norsk fiskiskip koma hjer inn daglega að fá sjer beitu og aðrar nauðsynjar.

Götuaðgerðir ef götuaðgerðir skal nefna, eru nú framkvæmdar um þessar mundir hjer í bænum með fjölda manns. Þessar aðgerðir eins og þær eru framkvæmdar, eru bæjarsmán. Ættu bæjarbúar að ganga meðfram Eyrargötu, — um götuna er ekki fært — og setja vel á sig útlit hennar því við hana býr formaður veganefndar.

Grein um þetta efni bíður vegna þrengsla í blaðinu ásamt fleiri greinum.

Hreinlæti í bænum.

„Siglfirðingur" hefir heyrt ávæning af því, að sumum verbúðum hjer sem sjófólk býr í, sje nokkuð ábótavant sem mannahíbýlum, og hefir heilbrigðisnefnd bæjarins verið álasað fyrir afskiftaleysi í þessum efnum.

Vel má það vera að þetta hafi við rök að styðjast, en varla verður heilbrigðisn. talið skylt að skifta sjer af slíku ótilkvödd. Þá fyrst þegar kvartað hefir verið við hana yfir ágöllum íbúðanna, má telja hana skylda til að skoða þær og ættu þeir sem finna ástæður til slíks að gera það.

Annars mætti heilbrigðisnefndin gjarnan fara á stúfana og finna að ýmsu sem ábótavant er í þrifnaðarátt utanhúss hjer í bænum. —

Nú er komið fram í júnímánuð og enn er bærinn víða óhreinsaður.

Óðinn kom hingað inn í nótt með póst.

----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. júlí 1930

Lítið dæmi um fjármálaspeki bæjarstj.

Fyrir.nokkru, þegar bæjarstjórnin var að leigja bryggjuna norðan við dr. Paul, sem kend er við Friðrik Guðjónsson — og jafnvel G, Skarphjeðinsson og Alfons Jónsson — var lesin fundargerð hafnarnefndar þar sem lagt er til að taka leigutilboði Ingvars Guðjónssonar, að upphæð kr. 5100.

- Í sömu fundargerð er þessi tillaga: „Nefndin leggur til, að uppfyllingin við nýju bryggjuna verði löguð þannig, að sandurinn sje fluttur til, vestur á lóðina, jafnaður og borinn ofaní- burður ofan á svæðið".

— Hvortveggja var samþykt af bæjarstjórn, leigutilboðið og lagfæringin á lóðinni.

Þessi lagfæringartillaga er ósköp sakleysisleg útlits, enda var þannig talað fyrir henni, eins og hjer væri um svo smávægilega lagfæringu að ræða, að tæplega gæfi ástæðu til umræðu, hvað þá til nánari athugunar um kostnaðinn. Enda var hvorki gerð kostnaðaráætlun nje verkið boðið út, heldur var gengið að lagfæringunni alveg blindandi, verkstjóri ráðinn og hópur verkamanna með kr, 12,50 kaupi fyrir 8 tíma vinnu. En hvað kostaði svo að „laga" þessa uppfyllingu? Jú, það kostaði tiokkuð á fjórða þúsund krónur; bara í vinnulaunum. —Tveir þriðju hlutar leigunnar fara í að „laga til" á lóðinni.

Geta má þess, að uppfyllingin var ekki einusinni malborin, og að bryggjan var leigð í fyrra fyrir sömu upphæð og nú, með uppfyllingunni „ólagaðri". Svo þegar bæjarstjórnin fór að ræða um tryggingu þá, er leigutaki skyldi setja fyrir leigunni, skýrði hafnarnefndin frá því, að ekki væri fáanleg önnur trygging, en ábyrgð armannalaus eigin víxill leigutaka, er fjelli í gjaldaga 15. ágúst, þó með rjetti hans til að fá helming upphæðarinnar framlengda til 1. sept. Taldi nefndin betri trygglngu að vísu æskilega, en ef víxillinn yrði ekki greiddur á rjettum tíma, væri auðvelt að láta „greipar sópa" um plássið, og taka eignarnámi það, sem þar væri.

Sumum bæjarfulltrúunum fanst þessi trygging lítil, og vildu fá -veð í vörum þeim, sem leigutaki kynni að hafa á hinu leigða plássi. En hafnarnefnd kvað slíkt veð alveg ófáanlegt, aðallega af þeirri ástæðu, að slíkar vörur myndu verða eign annars en leigutaka, og gæti, hann því ekki veðsett þær, Virtust bæjarfulltrúarnir gera sjer þessa skýringu nefndarinnar að góðu, að minsta kosti samþyktu þeir að taka víxiltrygginguna gilda. En eitthvað er nú bogið við þetta.

Annaðhvort á leigutaki sjálfur vörur þær, sem á söltunarplássinu verða í sumar, og getur því veðsett þær — eða þá að hann á þær ekki, og þá verða þær heldur ekki teknar fjárnámi þó vanskil verði á leigunni, hvernig svo sem látið verður „greipar sópa" um alt plássið. Hjer er því ekki nema um tvent að gera, annaðhvort er þetta söltunarpláss leigt gjörsamlega tryggarlaust, eða þá að leigutaki er svo óbrygðull viðskiftamaður, að undirskrift hans undir leigusamninginn er næg trygging fyrir skilvísri greiðslu. En þá hefði hafnarnefnd átt að vera svo hreinlind, að kannast við þétta álit sitt í stað þess að vera með blekkingar um víxla og fjárnám, sem aldrei geta komið að neinu liði.

------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 5. júlí 1930

Flugfjelagið tilkynnir að reglubundnar flugferðir verði í sumar. Á mánudögum verður flogið þessa leið: Reykjavík, Stykkishólmur, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Norðfjörður og sömu leið til baka. — Óskandi væri að ekki yrði sama lausungin og hringlandinn í ferðum þessa fjelags, eins og verið hefir undanfarið.

Veitingastofu er verið að útbúa í Vetrarbraut 7, og mun hún taka til starfa í næstu viku. Verður þar lögð meiri áhersla á að selja smurt brauð, heldur en aðrir veitingastaðir bæjarins gera.

----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 27. júlí 1930

 Slysfarir

Nýlega lenti Karl Franklin með handlegginn undir vír á spili og marðist alvarlega.

Í nótt lenti Hallgrímur Márusson í tannhjóli í Ríkisverksmiðjunni og marðist mikið og braut tvö rif. —

Í dag fjell Ingólfur Theodórsson ofan háfermdum vörubil og braut höfuðið svo, að tvísýnt er um líf hans.

-----------------------------------------------------------------

Siglufirðingur 16. ágúst 1930

Ný útvarpsstöð er tekin til starfa í London, heitir Brookmaus Park, öldulengd 261 meter. Heyrist ágætlega á kvöldin eftir kl. hálfníu. Stilling á Philipstækjunum:

Sveifin á 3, töluröð til hægri (S) 20—30. til vinstri (P.) 20-40 .

Á B.

--------------------------------------------------------

Siglfirðingur 13. september 1930

 Að gefnu tilefni tilkynnist

að samkv. 88. gr. lögreglusamþyktar Siglufjarðar má enginn setja upp rafmagnsmótora eða aðrar rafmagnsvjelar nema að hlíta ákvörðun lögreglustjóra um að setja upp tæki á fullnægjandi hátt er koma í veg fyrir truflanir á útvarpi. Brot á þessu varðar sektir alitað 1000 kr. Skrifstofu Siglufjarðar 12. sept. 1930 Bæjarfógetinn .

------------------------------------- --------------------------

Siglfirðingur 25. október 1930

Auglýsing:

ÚTVARPSSTÖÐIN tekur bráðlega til starfa. Eftir samkomulagi við Víðtækjaverslun Ríkisins, hefi jeg fengið leyfi til að selja birgðir mínar af radíó- tækjum. Hefi fyrirliggjandi 3—4—5— og 6 lampa tæki og alt tilheyrandi.

Ásgeir Bjarnason -

Ath, sk: Ríkið stofnaði einkasölu á útvarpstækjum, þarm eð var öllum öðrum bannað að selja slík tæki, nema í umboði ríkisins.

------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. nóvember 1930.

Prammi sökk 28. f. m. inn við „Anleggið". Voru um 300 tn. af síld i honum tilheyrandi Söltunarsamlagi Akureyrar.

Kauptaxta fyrir svokallaðar línustúlkur hefur Verkakvennafjelagið „Ósk" samþykt nýlega. Þar er. m. a. tekið fram að lægsta borgun fyrir að hnýta á 100 öngla skuli vera 50 aurar. Þetta er miklu hærra en verið hefir og mælist frekar illa fyrir, því áhnýting hefur að þessu verið eftirsótt fyrir lægri borgun, jafnvel yfir hásumarið. Og Siglfirðingi er kunnugt um menn, sem í vetur myndu vilja hnýta á öngla fyrir mikið lægri borgun — jafnvel ekki nema 25— 30 aura — ef um nokkur hundruð þúsund væri að ræða. Ef meðlimir Útgerðarmannafjelagsins vildu vita hverjir þetta eru, geta þeir snúið sjer til ritstjóra blaðsins.

Bátar munu nú flestir vera hættir eða um það að hætta róðrum, nema nokkrir bátar sem ætla að róa frá Ísafirði í vetur. Horfir til vandræða fyrir bæjarbúum með nýjan fisk til matar ef enginn bátur gengur til veiða i vetur..

Misrjetti allmikið virðist það vera hjá leiðtogum „öreiganna", að línustúlkum skuli ekki vera ætlaður nema 6 tíma svefn í sólarhring. Þegar venjulegir daglaunamenn meiga helst ekki vinna nema 8 tíma á dag, þá virðist ósanngjarnt að línastúlkur standi 18 tíma í sólarhring, jafnt virka daga sem helga, án þess eftirvinna eða helgidagavinna komi til greina. Það sýnist svo að betra væri minna og jafnara.

24 aura á tímann.

Samkvæmt hinum nýja taxta fyrir línustúlkur, eru þær skyldugar að vinna 18 tíma í sólarhring hverjum ef á þarf að halda. Sje gert ráð fyrir að nægileg vinna sje og þessu ákvæði beitt, þá verður kaup þeirra samkvæmt taxtanum 24 aurar á tímann og fæði, eða 35 aurar og ekkert annað. Þetta þykir forráðamönnum alþýðunnar nægileg borgun handa siglfirskum línustúlkum.

----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 8. nóvember 1930

 Sigluufjörður næst stæðsti útflutningsbær landsins 1928.

Það má vera mikið gleðiefni fyrir íbúa þessa bæjar, að bærinn, jafn ungur eins og hann er og illa leikinnaf pólitískum angurgöpum, skuli þó hafa komist svo langt. í verslun _og viðskiftum, að 1928 er hann næstur Reykjavík með útflutning íslenskra afurða.

Reykjavík hefir þetta ár flutt út vörur fyrir tæpar 35 miljónir.

Næstur er Siglufjörður með 6,725 þús.

Þá Vestmannaeyjar og þar næst Akureyri.

Aftur móti er Siglufjörður nokkru neðar að því er snertir innflutning útlendrar vöru, og er það að vísu ekki svo mikið áhyggjuefni, því yfirleitt mun vera flutt miklu meira af vörum inn í landið en. nauðsyn ber til. Það mætti því að rjettu lagi teljast metnaðarmál kaupstaðanna, að flytja sem minnst inn, en sem allra mestúrt.

Og frá þessu sjónarmiði stendur Siglufjörður. fremstur allra kaupstaðanna, því hann hefir þetta ár ekki flutt inn vörur fyrir nema rúman þriðjung af verðmæti útflutningsins. Þegar saman eru lagður út- og innfluttar vörur kaupstaðanna þetta ár, -þá verður Siglufjörður fjórði í röðinni.

Reykjavík . 72.0161 Þús.

Akureyri . 10,787 þús.

Vestm.eyjar . 9,3441 þús.

Siglufjörður . 9,1391 þús.

Ísafjörður . . 8,246 þús.

Hafnarfjörður 6.2581 þús.

Norðfjörður 2,5361 þús.

Seyðisfjörður 2,0351 þús. - .

Öll er verslunarvelta landsins 1928, 144 miljónir. 64 milj. innfl. og 80 milj. útfl.

Þetta ár eru taldar 28 fastar verslanir hjer í bænum.

--------------------------

Í fyrra dag kom einn maður enn til ritstj. Siglf. og spurði hvort hann vissi um nokkra útg.rn. sem vildu láta hnýta á öngla fyrir 25 aura hundraðið.

Þetta blað verður að öllum líkindum næst síðasta tölublað 3ja árgangs. Þeir kaupendur, sem ekki hafa enn greitt blaðið, eru beðnir að gjöra það nú þegar, því búast má við að næsti árgangur verði ekki sendur nema til skuldlausra kaupenda.

13 ára afmæli Ráðstjórnarinnar í Rússlandi hjeldu nokkrir Kommúnistar bæjarins hátíðlegt í „Brúarfoss" í gærkveldi.

„Mjölnir" síðasti er með ægilegar hótanir í garð Siglfirðings, ef hann vogi sjer að brjóta taxta línustúlkna eða nota skrifstofu sína til þess. Hjer er sama skilningsleysið á ferðinni eins og oft áður. Það getur ekki tálist þrot á taxtanum, þó blaðið flytji skilaboð frá mönnum um að þ e i r vilji brjóta hann. — Annars verður „Mjölnir" aldrei að því spurður, hvað Siglfirðingur segir lesendum sínum og ekkert gert með hótanir hans, hvorki í þessu máli nje öðrum.

Kaupfjelagið, þessi pálmagrein skuldlausrar verslunar, auglýsti nýlega málsókn á hendur skuldunauta sinna, sjerstaklega þeirra sem hættir væru viðskiftum. — Eftir þessu virðist Kaupfjelaginu ekki ganga sjerlega vel að „versla skuldlaust" eða að halda viðskiftavinunum frá því að hverfa aftur til kaupmannanna.

Skilningsleysi allfurðulegt er það hjá hinum skarpgáfuðu ritstjórum „Mjölnis" (sbr. einfeldni Siglf.) að geta ekki viðurkent jafn augljóst misrjetti eins og það er að heimta 3 kr. á tímann fyrir karlmann við fiskaðgerð á mánudagsnótt, en ekki nema 35 aura fyrir kvenmann fyrir að beita línu á sunnudagsnótt. — Hvorutveggja er samkvæmt gildandi kauptaxta, sem forráðamenn verkalýðsins. hafa samið. Og hvort sem Siglf. telst „böðull verkalýðsins" eða bjargvættur hans, þá getur hann ekki látið vera að benda á jafn hróplegt ranglæti, eins og hjer kemur fram.

-------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 15. nóvember 1930

Hvað veldur?

Erlingur Friðjónsson er farinn að skamma Einar Olgeirsson í „Verka* manninum" og Hermann Einarsson er farinn að skamma Guðm. Skarphjeðinsson í „Mjölni".

Niðurjöfnunarnefnd hefir bæjarstjórn kosið til eins árs, þessa: Otto Jörgensen, Ólaf Vilhjálmsson, Guðm. Skarphjeðinsson og S. A. Blöndal, Þorm. Eyólfsson er sjálfkjörinn. .— Hafa Jafnaðarmenn þannig komist í minni hluta í nefndinni.

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn kl. 3 á mánudaginn. Verður þar gengið endanlega frá fjárhagsáætlunum bæjarins fyrir 1931.

----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 29. nóvember 1930

Manntal.

Um alt land á fram að fara þriðju« daginn 2. des. Hefir bænum þegar verið skift i deildir og teljarar ráðnir Samtímis manntalinu verða gerðar skýrslur um allar íbúðir manna. — Starf þetta er afar umfangsmikið og vandasamt og veltur mikið á að rjett sje framkvæmt. Það er því nauðsynlegt að húsráðendur ljetti starfið með því að vera heimavið þennan dag þar sem því verður við komið, eða skilji eftír upplýsingar við spurningum teljaranna.

Spurt verður m. a. um fæðingardag og ár hvers manns, hvaða ár hann flutti í bæinn og hvaðan menn hafa komið, um stöðu á heimilinu atvinnugrein o. fl.

Næturvarðarstaðan.

Um hana sóttu þessir 15 menn:

Guðm. Jakobsson,

Guðm. Fr. Guðmundsson,

Karl Dúason,

Jón H. Jónsson,

Guðm. Gunnlaugsson,

Ari Bjarnason,

Hafliði Jónsson,

Þórarinn Hjálmarsson,

Anton Kjartanss.

Jóhann Þorfinnsson.

Ólafur Einarsson,

Sveinn Guðmundsson,

Páll Stefánsson,

Jónas Márusson,

Dúi Guðmundsson.

Á bæjarstjórnarfundi í gær var Jóhanni Þorfinnssyni veitt staðan með 6 atkv.

Sveinn Guðmundsson fjekk 4 atkv.

Með öllum greiddum atkv. var samþykt svohljóðandi tillaga frá A. Hafliðasyni:

„Í erindisbrjef hins væntanl. næturvarðar sje sett:

Næturvörðurinn neyti als ekki áfengis, og sje brottrekstrarsök ef út af bregður".

Kvöldskemtun verður haldin í Nýja-Bíó 1. des. n. k. Þar verður lesið nýtt kvæði um Siglufjörð, gamanvísur sungnar um „Rauða torg" o. m.

-----------------

 Með þessu blaði er lokið þriðja árgang blaðsins.

Hefir árangurinn þá orðið 54 tbl.

Ath sk: Örlítið ruglingslegt árgangstal, miðað við það sem prentað er á upphafi hverrar forsíðu, svo og það sem www.timarit.is skráir !

------------------------

Silfurbrúðkaup áttu 25. þ, m. Hólmfríður Jónsdóttir og Þorl. Bessason.

-----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 6. desember 1930

 Til lesendanna,

Með þessu tölublaði hefst 4. árgangur „Siglfirðings". Það hefir orðið að ráðum, að jeg annist ritstjórn blaðsins þennan árgang. Engum er það ljósara en mjer, að mikið vantar á að blaðið hafi í mínum höndum verið svo úr garði gert, sem átt hefði að vera. Og biðja vil jeg menn að virða til betri vegar, þó enn kunni nokkuð til að vanta, Það munu margir skilja, að erfitt verk sje og ekki öfundisvert að halda fram heilbrigðri stjórnmálastefnu í bæ, þar sem mikill hluti íbúanúa er svo andlega blindur, að skaðlegasta stjórnmálastefna h e i m s i n s nær að festa þar rætur.

En „mikið skal til mikils vinna". Heill og heiður þjóðarinnar hrópar á hvern góðan dreng til varnargegn þessari skaðræðiskenningu. Þessvegna er það, að útgefendur „Siglfirðings" telja sjer skylt, að berjast fyrir heilbrigðustu stjórnmálastefnunni sem ennþá hefir þekst, sem sje sjálfstæði einstaklingsins í sjer hverri merkingu þess orðs.

Blaðið mun því framvegis sem hingað til stefna að þeirri göfugu hugsjón, að hvert barn þjóðarinnar fái haldið sem fullkomnustu frjálsræði til hverskonar athafna og umbóta, jafnt i atvinnumálum sem stjórnmálum en vinna gegn öllum kúgunarkenningum illa vandra lýðsskrumara, í hvaða gerfi sem þær koma fram. Þá mun verða lögð áhersla á að flytja sem mest af frjettum, bæði innlendum og útlendum, og vera má að ýmsar athafnir bæjarstjórnar verði nokkru betur athugaðar en gert hefir verið að þessu.

-----------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 6. desember 1930

Helvítis Kommúnista

kallar síðasti „Mjölnir" þá menn sem Siglf. kallaði bara Kommúnista. Eftir því að dæma finst „Mjölni" meira til um fólsku þessara manna heldur en „Siglf.", og er ekkert við því að segja. — Hver er sínum hnútum kunnugastur.

------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 20. desember 1930

 Manntalið.

Á teljaraskrám hjer eru tilfærðir 2080 manns. Af þeim eru 101 heimilisfastir hjer en fjarverandi og 78 sem hjer voru staddir en eiga heima annarstaðar. Eftir þessu ætti heimilisfast fólk hjer að vera 2002