Glefsur úr blaðinu FRAMTÍÐIN 1926-1927

4. árgangur 1926, 1. Tölublað

Bæjarstjórnarfundur var haldinn i Valhllöll dagana 26. og 27 apríl, Mörg mal láu fyrir fundinum og urðu miklar ummræður um tvø þeirra: holræsamalið og fyrir komulag á raforkusölu. Í holræsamálinu var samþykt tillaga frá bæjarfógeta þess efnis, að steypa i sumar pípur fyrir 10—15 þusund kronur, og  ønnur fra Flovent um að legga pipur i Aðalgøtu i ar ef veður leyfir. I vetur flutti H. Th. tiltøgu um að selja raforku aðeins eftir mæli vegna þess, að vjelarnar eru orðnar svo hlaðnar, að ekki er hægt að veita nýjum husum straum. 

Þessari tilløgu var visað til rafveitunefndar, og skilaði hun aliti sinu a þessum fundi. Meiri hluti nefndarinnar vildi aðeins selja þeim raforku eftir mæli, sem oskuðu þess. Minni hlutinn vildi skylda alla, er nota yfir 100 kerti til að kaupa raforkuna eftir mæli en leyfa hinum að nota hemlana. Baðar þessar tilløgur voru feldar. Verður braðum minst nanar a mal þetta hjeri blaðinu.

Friðrik Stefansson bauðst til að taka að sjer hreinsarastarfið fyrir 2400 kr. arslaun, samþykti bæjarstjornin að ganga að tilboði hans fra 1. juni. n. k. Þa var lesinn upp matsgerð þeiira Friðb. Nielsson og Matth. Hallgrimssonar. Voru þeir utnefndir til að meta hvað tuneigendum Kjartani Jonssyni, Agusti Þorarinssyni og Joni Sigurðssyni bæri að fa fyrir spildu þa, er taka a af tunum þeirra undir Tungøtu. Komust þeir að þeirri niðurstøðu, að tuneigendum beri engin borgun fyrir gøtustæðið, þar sem løgin akveða að taka beri tillit til verð hækkunar a loðunum, er orsakast af lagningu gøtunnar. Matsgerðin er greinileg og røkstudd. Yfirmat a fram að fara.

---------------------------------

Nýju göturnar.

Björn Jónasson ökumaður er fyrir nokkru byrjaður a að leggja framhald Þormóðsgötu, fra Norðurgötu og niður a Hafnarplassið. A Túngötu er ekkert byrjað enn, og hamlar þó ekki tiðin. Sigurjón Sigurðsson, ökumaður, hefur tekið verkið að sjer fyrir akvœðisverð. Hefur hann skýrt oss fra, að hann sje ekki skyldugur að Ijúka verkinu fyrir neinn akveðinn tima. Er ótrúlegt, að veganefnd hafi gengið þannig fra samningum.

Siglufjarðarprentsmiðja er nú tekin til starfa a ný. Sökum þess að alt letrið er ekki komið enn, hefir a nokkrum stöðum hjer i blaðinu orðið að nota a, i, o og u i staðinn fyrir i, í, ó og ú.

--------------------------------------------------------------- 

Framtíðin - 8. maí 1926 

4. árgangur 1926, 2. Tölublað

Bæjarfréttir

Dr. Poul og frú hans eru væntanleg hingað með „Nova" 10. þ. m.

Búið er að steypa heilmikið ræsi á milli  lóða dr. Poul og Íshúsjfjelagsis. Var Flóvenl falið að gera rœsið og leggjá til alt efní í það; fyrir 500 krónur.

„Björgúlfur" kom inn um miðja vikuna með ca, 30 skippund af fiski, er hann hefir aflað út við Grímsey. Stunda 20 — 30 mótorbátur veiðar þar núna og afla allir vel meðan beitan endist, því sama og ekkert veiðist i net. Allir hafa batarnir með sjer 1—3 árabáta og afla á þeim, því fiskurinn er alveg upp í fjörusteinum. Selur ,er mikill út við eyjuna, rekur hann stundum. fiskinn frá landi og fæst þá ekkert á línuna, en oft er líka fiskur á hverju járni. Ekki má skjóta selinn nálægt eyjunni vegna æðarvarps: Hásetarnir á „Björgúlfi" höfðu 200 króna hlut eltir 10 daga, má það heita gott kaup og meira en það. Einkennilegt er, að ekki skuli fleiri rnótorbátar hjéðan, stunda veiðar út við eyjuna en raun er á.

Bæjarstjórnarfundur var haldinn i Valhöll á mánudaginn var. Samþykt var tillaga um að selja þeim húseigendum, er nota yfir 110 kerti. rafmagnsstraum aðeins eflir mæli, Þeir sem nota minna en 110 kerti, geta keypt strauminn gegn um hemil ef þeir óska þess heldur.

Athygli framleiðenda skal vakin á auglýsingu vatnsveitunefndar hjer i blaðinu. Verði framleiðendur ekki samtaka að spara vatn vatnleiðslunnar, eins og mögulegt er, mega þeir eiga vist að fa vatnið aðeins keyp teftir vatnsmæli, og verða þa að greiða 3 krónur fyrir hvern teningsmeter.

Lægsta tilboðið i byggingu hafnarbryggjunnar var fra Kjartani Jónssyni og Pjetri Bóassyni, var það kr. 3.900. Þessir sömu smiðir ætla að byggja 3 bryggjur fyrir dr. Paul, eru þeir þegar byrjaðir a verkinu.

Olafur Jensson, Sveinn Þorsteinsson og Olafur Pjetursson voru skipaðir yfirmatsmenn til að meta götustæðið undir Túngötu. Var dómur þeirra a talsvert annan veg en ; undirmatsmannanna. Dæmdu þeir bæinn að greiða Kjartani Jónssyni 60 kr., Agústi Þórarinsyni 70 kr. og Jóni Sigurðssyni 110 kr.

-------------------------------------------------------------------

Framtíðin - 22. maí 1926 

4. árgangur 1926, 4. Tölublað

Óþrifnaður.

Lesendur góðir! Hafið þið nokkurntíma gengið vestur eftir götunni meðfram lóninu frá húsi G. Björnssonar mótorsmiðs og vestur að húsi Hallgr. Jónssonar skósmiðs? Ef svo er ekki, þá gerið það, til þess einungis, að sjá og sannfærast um það, hve stjórnarvöld þessa bæjar láta sjer sæma að líða af ógeðslegasta óþrifnaði innan bæjarlóðarinnar, og það í miðjum bænum rjett við hliðina á fjölförnustu götu bæjarins og rjett við nefið á heilbrigðisnefndinni.

Nú! hvað er það þá, sem þarna er svona óskaplegt? munu þeir spyrja er eigi hafa lagt þar leið sína um. Jú, það er í stuttu máli þetta:

Til vinstri handar, ef vestur er gengið, er óslitinn mykjuhaugur, puntaður upp með enn þá ógeðslegri óþverra ef hægt væri. Það er eins og þarna hafi verið bygt handrið úr skít til þess að varna því, að fóik gengi ekki fram af og út í lónið. Dálagleg vegabót! Og sumstaðar gengur þessi óþverri langt inn á götu, og þar sem bárugjálpið, um flóð, hefir af miskun sinni sleikt burtu óþokkann, er steypan utan í götukantinum kámug og gagnsýrð af blá-græn-svörtum leginum, og jafnvel moldin í sjálfri götunni ber sumstaðar sama lit. Þetta var nú á vinstri hönd. En lítið svo til hægri! 

Hvað ber þar fyrir augað? Það er — með respekt að segja — grútarvilpa grængolandi, hyldjúp, iðandi af möðkum í sumarhitunum og ofurlítið fylt upp þeim meginn er að götunni veit, en með hverju? — Jú! auðvitað kúamykju! Og hornbyggingin á götumótunum þarna er opin grútarbræðsla, svo sóðaleg og viðbjóðsleg, að tæplega er hægt betur að gera eða lengra að komast í því efni. Það spillir heldur ekki áhrifunum, ef vegfarandinn veit nú, að eigandinn og starfrækslumaður þessarar þrifastofnunar er einn háttvirtur bæjarstjórnarmeðlimurinn.

Það er bein skylda heilbrigðisnefndar og bæjarstjórnar i heild.að taka hjer i taumana, afmá þennan smánarblett af bænum. Okkur þykir hart að heyra það utan að okkur, að bærinn okkar sje nemdur svartasti óþrifabletturinn á landinu, og okkur finst, að bærinn okkar eigi það ekki skilið, En hvernig eiga ókunnugir ferðamenn að dæma slíka forsman sem þessa? Er yfir höfuð hægt að kveða of hart að orði um slíkan dæmalausan soðaskap? Það er líka hart að þurfa að hreyfa slíkri nauðsyn, sem þessari, í opinberu blaði. En hvað a að gera? Hefir ekki bæjarstjorn og heilbrigðisnefnd horft a þessa svívirðingu eins og aðrir. 

Svona var þetta i hitteðfyrra, svona var þetta i fyrra og — svona er þetta i ar! Og ætlar heilbrigðisstjorn bæjarins að lata þetta dankast svona afskiftalaust, svo þetta geti orðið svona að ari lika? Hefir það svo obærilegan kostnað i før með sjer að kippa þessu i laga, að það sje ogerningur? Eða hvað veldur þeesum odæmum? Mjer þætti vænt um, ef þessi fau orð hefðu þau ahrif, að, menn færu betur en aður að veita eftirtekt þessum bletti, og enn vænna mundi sjalfsagt øllum bæjarbúum þykja um það, ef bæjarstjorn ljeti  þegjandi og hljoðalaust kippa þessu i lag. Það er ekki trúlegt, þo það kostaði nokkrar kronur, að þeim yrði yfirleitt betur varið a annari hatt.

------------------------------------------------------------

Framtíðin - 29. maí 1926 

4. árgangur 1926, 5. Tölublað

Undir greininni „Oþrifnaður" i siðasta blaði „Framt." átti «ð að standa S. Heilbrigðisnefndin samþykti a fundi i fyrra, að grútarbrœðala H. Hafliðasonar skyldi flytjast burt fyrir 1. april 1926. Er það þvi ekki nefndinni að kenna, þótt bræðslan standi enn á sama stað.

---------------------- -----------------------------------

Framtíðin - 5. júní 1926 

4. árgangur 1926, 6. Tölublað

Athugasemd.

Hr. ritstjóri! Viljið þjer taka i heiðrað blað yðar þessar fau linur.

Í 4. tbl. er grein yfirskrifuð „Oþrifnaður". Eg hafði búist við að þjer, h,r. ritstjori, hefðuð latið athugasemd fylgja þessari grein, þar sem þjer eigið sæti i heilbrigðisnefnd Siglufjarðar, en liklega vegna anna hefur það ekki orðið.

Mina athugaeemd við greinina ma fela i faum orðum. I gjörðabok heilbrigðisnefndar ma sja það skýrt og afdrattarlaust, að heilbrigðisnefnd hefur gefið fastar fyrirskipanir og ýms forboð við oþrifnaði og ýmsum endemum, sem hjer eiga sjer stað. 

En hitt verður almenningur að vita að heilbrigðisnefnd hefur ekki framkvæmdarvald a sinum samþyktum og forboðum. Framkvæmdarvaldsins verður að leita hja lögreglustjórn bæjarins — en hvorki hja bæjarstjorn eða heilbrigðisnefnd. Eigi þvi að kasta steini, og það er sennilega eðlilegt að gjöra, — þa verður sa steinn að lenda i krium lögreglustjorans en ekki heilbrigðisnefndarinnar.

Siglufirði 1. júní 1926 Guðm. T. Hallgrimsson.

--------------------------------------------------------------- 

Framtíðin - 19. júní 1926 

4. árgangur 1926, 8. Tölublað

Konungur vor Kristjan X. og drotning hans koma til Siglufjarðar.

A fimtudaginn þ. 17. júní um 3 leytið, brunuðu konungsskipin, þrjú að tölu, inn a fjörðinn. Skömmu seinna komu konungshjónin i land, í fylgd með þeim var forsætísráðherra Islands. Múgur og margmenni hafði safnast niður á bryggju til að bjóða konungshjónin velkomin, var þeim fagnað með níföldum húrrahrópum. 

Opinber móttaka var engin, þar sem enginn vissi hvort konungurinn og drotning hans myndu koma hingað eða ekki. Eftir tveggja tíma dvöl í landi fóru þau aftur um borð. Um kvöldið kom lúðrasveitin í land og ljek nokkur lög á skólabalanum. Hjeðan fóru skipin ekki fyr en kl. 9 morguninn eftir.

-------------------------

Halldór Guðmundson útgerðarmaður er nýkominn heim fra útlöndum. Kom Halldór hingað a skipi sinu „Anders", sem hann er nýbúinn að kaupa

„Island" kom hingað a fimtudaginn. Með skipinu kornu: Utgerðarm. S. Goos og frú, verkfræðingur B. Vestensen og frú, kaupm. Halidór Jónassoa og fru og dóttir, og lögfræðingur Alfons Jonsson o. fl.

------------------------------------------------------------------

Framtíðin - 17. júlí 1926 

4. árgangur 1926, 15. Tölublað

Holræsakerfi Siglufjarðarkaupstaðar.

Tillögur verkfræðingsins.

Finnbogi Þorvaldsson verkfræðingur hefur sent bæjarstjórninni teikningar og kostnaðaráætlun yfir holræsakerfi i Sigluijarðareyri upp að Alalæk. Samkvæmt teikningunum eru aðalræsin þrjú:

1. aðalræsið er Alalækurinn- Tekur hann a móti frarensli húsa við Grundargötu og efri enda Eyrargötu og Aðalgötu.

2. aðalræsið er i Aðalgötu. Tekur það á móti frarensli husa við Aðalgötu og allra gatna fyrir sunnan Aðalgötu, ennfremur fra Vetrarbraut og Norðurgötu að nokkru leyti.

3. aðalralsið er i Eyrargötu. Tekur það a móti frarensli husa við Eyrargötu og allra gatna fyrir norðan Eyrargötu.

Aðalræsin þrju liggja øII ut i sjó. Kostnaðurian við verkið er áætlaður 58 þusund kronur,

I þessari upphæð er falin holræsagerð i gøtur sem ekki enn eru lagðar, s. s. Ranargøtu, Ægisgøtu o. fl,

Bæjarstjornin samþykti a siðista fundi, að leggja holræsi i Aðalgøtu, Eyrargøtu og Vetrarbraut. Pipurnar i þessar þrjar gøtur kosta ca. 10 þusund kronur, og er verið að steypa þær hjer a staðnum.

Ekki er hægt að byrja a verkinu fyr en i haust sokum þess, að pipurnar þurfa að þorna og harna i 2—3 manuði aður en þær eru niður grafnar. Og verði tiðin ekki goð þa, verður ekki byrjað fyr en að vori.

------------------------------ --------------------------------

Framtíðin - 24. júlí 1926 

4. árgangur 1926, 16. Tölublað

Bæjarstjórnarfundur  var haldinn í Hótel „Geysir" á mánudaginn var. Bæjarstjórninni hafði borist beiðni frá kaffihúsum bæjarins um að þau fengju að halda eina opinbera danskemtun á viku hverri. Samkvæmt lögreglusamþykt bæjarins er það á valdi lögreglustjóra að leyfa eða banna danskemtanir, og hefur lögreglustjórinn lýst því yfir, að hann mundi banna allar opinberar dansskemtanir.

Bæjarsljórnin samþykti á næst síðasta fundi að verða við beiðni kaffihúsanna.

A siðasta fundi bar þá lögreglustjóri fram tillögu um að lögreglusamþykt bæjarins yrði breytt þannig, að það væri á valdi bæjarstjórnar, en ekki lögreglustjóra, að leyfa eða banna skemtanir. Tillagan var feld með 3 atkvæðum gegn 1.

Afleiðingin er þá sú, að danskemtanir verða algjörlega bannaðar í sumar. Það virðist vera hart, að banna fólki eins eftirsókta og almenna skemtun eins og dans er. Og vjer erum ekki trúaðir á það, að hægt verði að framkvæma það bann. Afleiðingin af banninu verður sú, að böllin flytjast úr kaffiihúsunum niður á platningar og bryggjur, eins og tíðkaðist hjer í gamla daga áður en kaffihúsin komu.

Þá var tekin fyrir kæra Chr. Möllers um rnisnotkuri vatns á Roaldbryjggjunni. Möller skýrði frá því, að hann hefði fundið að við bryggjuformanninn á nefndri bryggju, að hann notaði vatn að óþörfu. Hafði formaður að eins svarað illu til og haldið áfram að misnota vatnið. 

Allir byggjuformenn og bryggjueigendur ættu að hafa hugfast auglýsingu vatnsveitunefndar, er birtist hjer í blaðinu fyrir skömmu, um að spara vatnið. Að öðrum kosti neyðist vatnsveitunefndin til að selja þeim, er eyða vatni að óþörfu, vatn að eins eftir vatnsmæli og verður það margfalt dýrara. Fleiri smámál voru á dagskrá, og var þeim vísað til nefnda.

-----------------------------------------------------------

Framtíðin - 31. júlí 1926 

4. árgangur 1926, 17. Tölublað

Síldveiði er nú sama og engin.

Snurpunótaskip hafa sárfá komið inn með afla, og þá aðeins með lítið. Reknetaskipin hafa flest fengið frá 1 — 3 tunnur eftir nóttina.

"Björgúlfur" kom inn fyrripart vikunnar með á þriðja hundrað tunnur, er hann fjekk norðaustur af Gnímsey. Sagði hann þar mikla síld, voru þar fjölda mörg norsk skip að veiðum og veiddu ágætleg.

Nokkur norsk fragtskip liggja hjer við bryggjurnar og hafa verið að setja salt og tunnur í land.

Á kvökiin þegar vinnu er lokið, sigla skip þessi út fyrir landhelgislínu til að ferma saltsíld frá síldveiðaskipunum norsku. Kl. 6—7 um morgunina, eru þau aftur komin upp að bryggju, reiðubúin til að halda áfram affermingu. Saltsíldin í skipinu, sem liggur við bryggjuna, og er eign útlendinga, er tollfrí. En saltsíldin upp á bryggjunni, og sem er eign Íslendinga, er tollskyld. Hvaða rjettlæti er í þessu?

--------------------------------------------------------

Framtíðin - 28. ágúst 1926 

4. árgangur 1926, 21. Tölublað

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Hótel „Geysir" síðastliðinn mánudag. Samþykt var að tillaga hafnarnefndar um að lækka leigugjald á syðstu bæjarbriggjunni niður í 11 þús. krónur.

Jóhann Jóhansson fór fram í að fá 600 króna launaviðbót, svo hann gæti fengið sjer hest til aðstoðar við sorphreinsunarstarfið. Umsókninni var synjað og hefur Jóhann sagt upp starfinu frá 1. sept. Er ólíklegt að nokkur fáist til að taka við því, enda er ógerningur að vinna verkið á þann hátt sem það hefur verið unnið.

Raforkumælar munu komnir upp í flestum húsum núna. Kílówattstundin kostar eina krónu þ. e. að 16 kerta pera eyðir rafmagni fyrir eina krónu á 62 klukkutímum.

------------------------------------------------------------

Framtíðin - 4. september 1926 

4. árgangur 1926, 22. Tölublað

Slys.

Laugardaginn 28. ágúst skeði sorglegt slys hjer út í fjarðarminni er kostaði 2 menn lífið. M.b. „Trausti", eign Dúa Stefánssonar, gerður út af Páli Friðfinnssyni frá Dalvík, fór frá bryggju hjer við tangann um kl. 4 e. h. nefndan dag á reknetaveiðar. Veður var gott, bífða logn og bjart yfir. Á „Trausta“ voru þessir menn: Björn Friðfinnsson, bróðir Páls, form. búsettur á Ísafirði, Jón Albert Guðmundsson frá Reykjavík og Ásgeir Bjarnason frá Ísafirði. Björn var við stýrið, Jón á þilfari en Ásgeir var niðri í hásetaklefanum. 

Nokru seinna leggur annar bátur af stað frá bryggju í Bakka, „Fram“ úr Sandgerði, form. Karl Jónsson, og ætlar sömuleiðis á veiðar. „Fram" var mikið gangbetri bátur en „Trausti", dróg því fljótt saman með þeim, og út í fjarðarminni rennur „Fram" á „Trausta" bakborðsmegin aftur við stýrið. „Trausti" fór á hliðina við áreksturinn svo að vatn komst inn í vjelarúmið og báturinn hvoldist. 

Björn form og Jón er uppi voru, köstuðu sjer í sjóinn og komust síðan á kjöl. Ásgeir, er var niðri í klefanum, kom þegar upp á þilfarið er hann varð var við áreksturinn og kastaði sjer sömuleiðis í sjóinn. „Trausti" sökk eftir litla stund, hvarf Björn með bátnum og kom ekki upp aftur. Ásgeir kom upp tvisvar, en varð ekki bjargað, Jón var lítið eitt syntur og gat hann haldið sjer uppi þar til skipshöfnin á „Fram" gat bjargað honum. 

Björn og Ásgeir voru báðir kvæntir, átti Björn 4 börn, það elsta 12 ára. Hve mörg börn Ásgeir átti er oss ekki kunnugt. „Trausti" var óvátrygður, en „Fram" var vátrygður.

---------------------------------- ------------------------------ 

Framtíðin - 18. september 1926 

4. árgangur 1926, 24. Tölublað

Auglýsing:

Medisterpylsa, Spægipylsa fæst í Bíóbúðinni.

Suðuspritt fæst i Bíóbúðinn.

Steinolía fæst i Bíóbúðinni.

„Framtíðin" fæst i Bíóbúðinni.

-----------------------

Niðursoðið:  Forl. Skilpadde - Gulyas - Kjötbollur i Bouillon – Böfcarbonaðe - Medister Pilsa - Boiled beef - Steiktar Kjötbollur - Fiskibollur - Hummer - Reyktur lax - Oxehalesuppe – Skilfiaddesuppe - Slikasparges - Suppeasþarges – Extrafin  Harieots  - Grænertur - Mellefine Ærter - Seleri i Skiver - Spinat - Perlebönner -Blómkál - Hvitkál - Leverpostej – Anchiovis -  Lax 2 teg. – Sardinur - Appetilsild - Skinke - Kindakæfa isl. - Kindakjöt isl.-  Annanas - Perur - Apicósur - Ferskjur

fæst í Bíóbúðinni.

-----------------------

Allar matvörur fást í Bíóbúðinni

------------

Mesta úrvalið af sælgætis- og tóbaksvörum er í Bíóbúðinni.

-------------------------------------------

Ágætt Kex fæst í Bíóbúðinni.

------------

Grænsápa - Stangasápa - Terpentinsápa - Persil Ata skúriduft

fæst í Bíóbúðinni

-----------

450 watta Straujárn fast i Bíóbúðinni. og kosta aðeins kr. 14,50

-----------

Suðuspritt fæst i Bíóbúðinni.

-----------

Flugnaveiðarar fást í Bíóbúðinni.

-----------

Besti kjötrjetturinn í miðdegisverðinn er medisterpylsa. úr Bíóbúðinni.

-----------

Reyktur silungur á 2,50 kg. Spegepylsa -  Ostar m. teg. - Mysuostur  fæst í Bíóbúðinni.

-----------

Þurkaðir ávextir: Abrícoser - Epli - Blandaðir ávextir - Bláber fæst í Bíóbúðinni.

-----------

Sápur og ilmvötn ódýrast í Bíóbúðinni.

-----------

Handsápa Ilmvötn Rósól-hárlyf - Brillantine - Rósólglycerín fæst í Bíóbúðinni.

-----------

Grænsápa fæst í Bíóbúðinni.

-----------

Öl: Pilsner utlendur og islenskur Maltöl utlent og islenskt  - Lageröl, Einnig öi i heilum kossum fæst i Bíóbúðinni

-----------

Ágætar munnhörpur nýkomnar i Bíóbúðina

-----------

Mysuostur

Hollenskur ostur Goudaostur fæst i Bíóbúðinni.

-----------

Öl: Carlsberg - Ný Pilsner Carlsberg Porter - K. B. Pilsner - Reform maltekstraktöl - Ö. E. G. Pilsner -  Ö. E. G. maltestrakt

Límonaoe: Cítron – Hindberja – Jarðarberja – Sódavatn - Ennfremur limonaðepakkar. Bíóbúðin

-----------

Stangasapa - Grænsapa - Sólskinsapa Terpentinsapa - Persil Sódi - Blami - Ara skúriduf,t fæst i Bióbúðinni.

-----------

Ágæt Kirsuberjasaft fæst í Bíóbúðinni.

----------

Kartöflur og laukur fæst í Bíóbúðinni.

----------

Ágætar Appelsinur á aðeins 15 aura stk. og agæt epli komu með Goðafoss í Bíóbúðina.

-----------

Gleymið ekki að gefa börnunum lýsi!

Þorskalýsi frá Akureyrarapóteki fæst i Bíóbúðinni.

----------

Ath; sk 2018 -. Ofanritaðar auglýsingar voru ekki allar í 24. Tölublaði, heldur safnað saman til að sýna umfang Bíóbúðarinnar sem  Thorarensen átti, sem og blaðið „Framtíðin“ og margt fleira. Þegar ekki komu nógu margar auglýsingar til að fylla blaðið, þá notaði hann plássið handa sjálfum sér og fyrirtækja sinna. Hann auglýsti „ekkert“ í blaði sínu ef aðrir aðilar keyptu pláss til að „fylla“ viðkomandi eintak.

-------------------------------------------------

Framtíðin - 25. september 1926 

4. árgangur 1926, 25. Tölublað

Hjónaband.

Í gær voru gefin saman í hjónaband Kristján Dýrfjörð og ungfrú Þorfinna Sigfúsdóttir. „Framtíðin" óskar brúðhjónunum til hamingju.

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Glefsur úr blaðinu Framtíðin 1927

Framtíðin - 8. janúar 1927 

5. árgangur 1927, 1. Tölublað,

Nýtt blað er heitir „Nýja blaðið" kom út í fyrsta sinni á fimtudaginn. Í blaðin birtast tvær greinar. Önnur þeirra heitir: „Ginningarfýflin" og er henni svarað í grein hjer i blaðinu. Hin hetir: „Kirkjuttæðið" og er eftir „Borgana". Borgari talar um, að brjefið til bæjarstjórnarinnar hafi verið svo vel rökstutt, að ástæða sje til aö setja sumt af því á prent. Það er búið að greina frá því hjer í blaðinu hversu góð rökin voru eða hitt þó heldur. 

Ekki er að furða þótt „borgari" sje hrifinn af brjefinu, því það mun vera eftir hann sjálfan. Í grein sinni talar hann um, að H. Th. hafi orðið sjer til minkunar á bæjarstjórnarfundinum. Ekki minnist hann á, á hvaða hátt. En reynslan sýnir, að nóg er að vera á gagnstæðri skoðun við þessa herra til þess að maður verði sjer til minkunar í þeirra augum. 

Í enda greinarinnar minnist „borgari" á, að Jón Þorláksson eigi að skera úr deilunni, og kastar að síðustu fram þeirri fullyrðingu, að kirkjan verði aldrei bygð á Jónstúni. Þetta er ekki hægt að skilja á annan hátt en þann, að „borgari" hafi ráðherrann í vasanum. Ef til vill hugsar hann sem svo, að úr því að 250 borgarar fengust til að skrifa undir blekkingarskjalið þá sje ráðherrann ekkert of góður til að gera það líka.

-----------------------------------------------------------------

Framtíðin - 19. febrúar 1927 

5. árgangur 1927, 2. Tölublað

TILBOÐ óskast í:

1. að byggja platningu við suðurhlið Wedinsbryggju, frá fjörukambi og 36 álnir meðfram bryggjunni, 8 álna breiða. Platningin byggist áföst við gömlu platninguna. Á milli stauraraða skal vera 1 metir frá norðri til suðurs og 5 álnir frá vestri til austurs. 2—3 fremstu stauraraðir skal ramma niður ef hægt er. Platningin byggist að öðru leyti eins og venja er til.

2. að taka skáann sunnan við gömlu platninguna burtu, og ganga frá gömlu platningunni eins og þarf.

3. að byggja bryggju fram af asturhlið platningarinnar 7 álna breiða og jafnlangt fram og bryggja Ásgeirs Pjeturssonar nær.

4 staurar skulu rammast niður í hvern búkka, og bryggjan að öðru leyti bygð eins og venja er til.

4. að byggja yfir skarð í norðaustur horni platningarinnar, 26 álna langt og ca. 3 álna breitt. Ramma niður staura eins og þörf gerist og binda víð gömlu platninguna. Plafningin skal vera fullgerð fyrir 1. júní n. k. og bryggjan fyrir 20. júní n. k. Efnið kemur með „Nova" 9. mars og verður þá hægt að byrja á verkinu ef veður leyfir.

Tilboðum sje skilað til undirritaðs fyrir 1. mars n. k. Siglufirði 18. febr 1927. H. Thorarensen.

-----------------------------------------

Jafn örugg og sólin Það er ekki ástæða til að sitja i myrkri þegar þjer fáið Hreins kerti í næstu búð.

Rafljósin bregðast en Hreins kerti aldrei. Engin eins góð. (þau fást einnig í Bíóbúðinni)

----------------------------------------

TILBOÐ óskast í innrjettingu og breytingu á stóra járnklædda húsinu á Wedinslóðinni.

Það sem gera skal er: . Tvo viðbótadregara skai setja eftir endilöngu húsinu niðri, síðan bitalög og gólf úr óplægðum borðum. Ennfremur skilrúm þvert yfir húsið í miðju. Einar útidyr skulu setjast á húsið niðri, dyr og hurðarkarmar verður lagt til. Stiga tvo skal smíða upp á efri hæðina. 

Neðan undir bita á efra gólfi skulu setjast tveir dregarar eftir endilöngu húsi og stoðir undir. Uppi skal setja skilrúm i miðju húsi og austurendinn innrjettast í fjögur herbergi. og tvö lítil súðarherbergi. Breiður lár kvistgluggi skal setjast sunnan á húsið, og tveir litlir gluggar á austurstafninn. 

Enn fremur skal smíða ca. 30 rúmstæði. Teikningar er hægt að fá að sjá hjá undirrituðum er gefur illar nánari upplýsingar. Efnið kemur með „Nova" 9. mars og er þá strax hægt að byrja á verkinu. Tilboðum sje skilað fyrir 1. mars n. k.

Siglufirði 18. febr. 1927. H. Thorarensen.

Ath. sk. 2018; Wedinslóðina mun Thorarensen haf keypt árið áður. Bryggjur og „platningar“ voru síðar notaðar til síldarsöltunar, sem Thorarensen rak um tíma, síðar tók Sigfús Baldvinsson Akureyri, stöðina á leigu og gekk eftir það, ávalt undir nafninu Söltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar. 

Stóra húsið sem TH nefnir, tilheyrði að meirihluta söltunarstöðinni, en í vesturendanum á neðri hæð notað TH undir verslun og fleira, síðar leigt öðrum til afnota, Þar á meðal leigjanda í norðurhluta,(1944-1950 +/-) voru Ægir Jónsson (Lambanesi) og Magnús Þorvaldsson rafvirki, sem notuðu plássið sem verkstæði til viðgerða á allskonar heimilisbúnaði og fleiru, allt frá viðgerðum á þvottabölum til ýmissa raftækja, samber straujárn ljósatæði ofl.

 – Í suðurhlutanum rak faðir minn Kristinn Guðmundsson  (góður vinur fyrrnefndra) Útvarpsviðgerðastofu sína í nokkur ár um sama leiti. Þar var ég innandyra við afgreiðslu (10 ára til 12 ára aldurs) sem og við rukkun reikninga vegna viðgerða föður míns.

„Stóra húsið“ snéri vestur austur og leiguplássin snéru til vesturs við Tjarnargötu. Húsið stóð sem nemur 4-5 metrum (norðurhliðin) norðan við núverandi stað sem eldsneytisstöð Olís er í dag. Húsið gekk meðal annars undir nafninu Bristol, en verslun var þar rekin (af TH ?) árum áður en þeir ofannefndu tóku plássin á leigu.