Tengt Siglufirði
Fundurinn 17. des. Þar kom fram erindi frá P. Bóass. um að bærinn borgaði sér skaða þann er hann varð fyrir er sjóhús Ásg. Péturss. & Co. fauk á hans hús, kr. 5500 eftir mati, er fram hafði farið. Beiðnin var rökstudd með því, að húsið, sem fauk, hafi ekki verið byggt samkv. byggingarsamþykkt bæjarins, og beri bærinn því ábyrgð á afleiðingunum. Útaf þessu var samþ. svohl. tillaga frá oddvita með öllum greiddum atkvæðum: „Bæjarstjórn mótmælir kröfum Péturs Bóassonar með öllu, sem bænum óviðkomandi".
--------------------------
Einherji 21. janúar 1933
Takið eftir!
Þau félög er eiga eftir að halda ársskemmtanir sínar, og eins þeir, er stofna til almennra dansleikja, ættu fyrst að ráðfæra sig við Jazz-bandið áður en þeir festa kaupvið aðra. Gamlir og nýjir dansar við allra hæfi.
pr. Jazz-band Siglufjarðar Tómas G. Hallgrímsson.
-----------------
Mjólk og mjólkurvörur frá Mjólkurbúinu á Hvanneyri:
Nýmjólk ........... á kr. 0,45 pr. líter..
Rjómi .............. á kr. 2,60 pr. líter, eða 65 aura pelinn
Undanrenna ... á kr. 0,20 pr. líter
Skyr ................ á kr. 0,75 pr. kg
Skyrmysa ....... á kr. 0,05 pr. líter.
Ofantaldar vörur eru daglega fluttar heim til fastra kaupenda, ef óskað er. Eru einnig til sölu hjá mjólkurflutningsmanninum á þeim tímum sem verið er að flytja út mjólkina, á „Hótel Siglufjörður" og á Mjólkurbúinu kl. 8—9 f.h. og 6½ - 7½ e. h.
Tekið á móti pöntunum í Þormóðsgötu 8, sími 53.
-------------------------------------------------------------------------
Einherji 28. janúar 1933
Fréttir:
Útvarpið birti nýlega skýrslu um fjölgun útvarpsnotenda á landinu og um notendatölu í kaupstöðum og sýslum landsins í hlutfalli við fólksfjölda. Þar sem nokkur fróðleikur er í þessu, en aftur móti þeir sjálfsagt margir, er ekki hafa haft tækifæri til að heyra skýrslu þessa, þá ,flytjum vér hér útdrátt úr henni. Við síðastliðin áramót voru 5418 útvarpsnotendur á landinu, Á sama tíma árið áður voru útvarpsnotendur 4100 eða 3,7 prc. af íbúunum. Eftir því hefir útvarpsnotendum fjölgað á árinu um 1318. Notendatala í kaupstöðum í hlutfalli við fólksfjölda er; samkvæmt áður umgetinni skýrslu þannig:
Siglufjörður 7,9 prc.
Reykjavík 7,5 prc.
Ísafjörður b,9 prc.
Hafnarfjörður 6,3 prc.
Vestmannaeyjar 5,0 prc.
Neskaupstaður 4,7 prc.
Akureyri 4,6 prc.
Seyðisfjörður 3,6 prc.
Af sýslum landsins er Mýrasýsla hæst með 6,8 prc , en lægst Norður-Múlasýsla með 1,1 prc. Eyjafjarðar- og Norður-Þingeyrarsýslur eru næstar þeirri lægstu með 1,8 prc.
Eins og sjá má á skýrslu þessari er Siglufjörður hæstur af kaupstöðunum. Er það gott að heyra, að Siglfirðingar hafa vit og skilning á að nota þetta mesta menningartæki sem nú þekkist i heiminum. Ber það vott um löngun og þrá eftir að víkka sjóndeildarhringinn, og eftir að öðlast betri og víðtækari skilning á þeim málum, sem nú varða mestu í heiminum. Þeir, sem Siglufirði unna, og hafa trú á framtíð hans, gleðjast yfir öllu því, er verða má bænum til sóma, og yfir hverjum geisla er yfir hann fellur, því miður eru þeir geislar fáir, skuggarnir hafa hér ennþá meiri völd.
--------------------------------------------------------------
Einherji 23. febrúar 1933
Skarlatssóttarbanninu var létt af um síðustu helgi. Komu börn til skoðunar í skólann á þriðjudag. Hafa þá fallið niður fullar 9 vikur af skólatímanum, að meðtöldu jólafríi, vegna bannsins. Auk þess féllu niður tvær vikur af skólatímanum síðastliðið haust, af sömu ástæðum. Full þörf væri á því að skólatíminn yrði framlengdur í vor en ekkert hefir heyrst um hvort svo verður gert eða ekki.
-----------------------------------------------------------------
Einherji 23. mars 1933
Nú er svo komið, að hægt er að senda frá sér bréf án þess að þurfa að hafa fyrir að skrifa þau: Fundin hafa verið upp tæki, sem eru þannig gerð, að sá, er senda vill bréf, les upp það er hann hefir að segja, en tæki, á borðinu hjá honum, festir orð hans á plötu og má svo senda hana í staðinn, fyrir skrifað bréf. Sá er tekur á móti bréfinu setur það á grammófón sinn og heyrir nú bréfið í stað þess að lesa það. Getur hann hlustað á bréfið svo oft sem hann vill, og má það vera yndislegt, þegar um elskendur er að ræða, sem skrifast þannig á, að geta heyrt unnustann eða unnustuna tala í eyra manns ástarorðin í stað þess að lesa þau á öldum og dauðum pappírnum. Á þessi áðurnefndu tæki er einnig hægt að taka útvarpsefni, sem flutt er, ef eitthvað kynni að vera, sem 'hlutaðeigandi vildi heyra oftar en einu sinni. Þessi nýtísku tæki er þægilegt að flytja með sér, þau eru á stærð við venjulegan ferðagrammófón.
(Ath.sk; ca 5-6 kg.)
-------------------------------------------------------------------------
Einherji 11. apríl 1933
VATNSSÖLUSTARFIÐ á hafnarbryggjunni er laust til umsóknar. Vatnssalan stendur yfir frá 1. júní til 15. október árlega. Kaupið yfir tímabilið er 20 prc. af andvirði þess vatns sem vatnssalinn selur og innheimtir. Vatnssalinn hlíti ákvæðum vatnsveitunefndar um starfann.
Tilboð afhendist á bæjarfógetaskrifstofuna fyrir 15. maí n. k. Skrifstofu Siglufjarðar, 5. apríl 1933. G, Hannesson.
---------------------------
Hérmeð tilkynnist að eg undirritaður hefi tekið á leigu Félagsbakaríið hér á staðnum. Vænti eg þess, að hinir heiðruðu viðskiftamenn, sem áður hafa skift við félagið haldi viðskiftunum áfram, enda mun eg leggja áherzlu á að framleiða góðar vörur og gera viðskiftamenn mína ánægða. — Nýir viðskiftamenn velkomnir! Virðingarfyllst, Sigurður Guðjónsson, bakari.
-------------------------------------------------------------------------
Einherji 4. maí 1933
B A N N
Samkvæmt ákvörðun veganefndar bannast hérmeð um óákveðinn .tíma, að viðlögðum sektum, öll bílaumferð um veginn frá Hafnarhæð og suðureftir og frá Hvanneyri og úteftir.
Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar, 4. apríl 1933 Bæjarfógetinn.
-----------------------------------
Kröfugöngu fóru Kommúnistar um bæinn 1. maí, og er það hin fyrsta er sézt hefir hér. Söfnuðust þeir fyrst saman norðan við gömlu kirkjuna og hélt Aðalbjörn Pétursson, gullsmiður, þar ræðu. Þaðan héldu þeir um bæinn og báru fána og áletruð spjöld. Um kvöldið hélt þetta sama fólk skemmtun í Bíó.
--------------------------------------------------------------
Einherji 18. maí 1933
Slysavarnadagurinn 20. maí.
Samkvæmt ákvörðun útgerðarmanna og sjómanna á Siglufirði, verður andvirði allra þorskveiðibáta hér 20. maí, varið til kaupa á björgunarskútu fyrir Norðurland. En verði ekki róið þennan dag, sökum veðurs eða annara orsaka, þá næsti róður þar á eftir. Undirritaðir, sem kosnir voru til að sjá um framkvæmdir, meta afla hvers báts í samráði við skipstjóra, og verður sú netto upphæð dregin frá þegar fiskurinn verður seldur. Jafnframt er skorað á aðra norðlenzka útgerðarmenn og sjómenn, að helga Slysavarnafélaginu einn róðrardag í sama tilgangi.
Sig. Kristjánsson, Friðleifur Jóhannsson , J. F. Guðmundsson .
------------------------------------------------------------------
Einherji 31. maí 1933
Lokun sölubúða.
Samkvæmt nýkomnum blöðum frá Akureyri, hefir bæjarstjórnin þar samþykkt frumvarp til reglugjörðar um lokun sölubúða. Samkvæmt því verður sölubúðum lokað kl. 4 síðd. á laugard. á tímabilinu frá 15. júní til 15. sept. og brauð og mjólkurbúðir aðeins opnar frá 9—12 árd. á helgum dögum.
Vér Siglfirðingar stærum oss af því, að bær vor sé í tölu hinna stærri kaupstaða. Jú, mikið rétt. En vér getum ekki, stærst oss af mannúðlegri meðferð á verzlunarfólki. Hér verður verzlunarfólk að standa lengri tíma dags í búðum en þekkist í nokkrum af hinum „stærri kaupstöðum". Hér fær enginn verzlunarmaður sumarfrí. Nei, í búðunum verða menn að kúldast dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, aldrei er stund til svo mikils sem að fá sér göngutúr, auk þá heldur að hægt sé að lyfta sér upp þó ekki væri nema einn dag. Hér er margt af ungu starfsfólki við verzlanir, sem blátt áfram er þörf og nauðsyn að njóta útilofts eftir búðarstöðurnar, og sem á það skilið, eftir þreytandi störf við afgreiðslu, að fá nokkurra- daga frí til þess að lyfta sér upp. Jafnvel væri það mikil bót ef búðum væri lokað fyr á laugardagskvöldum, heldur en gert er hér nú, þá væri þó hægt að bregða sér yfir næsta fjallveg seinnipart laugardags, liggja úti, ef svo bæri undir, sunnudagsnóttina og koma heim sem nýr og endurhrestur maður á sunnudagskv. Verzlunarfólk hér, er öðrum þjónar, mun vera um 40, og ætti sá hópur að geta haft með sér félagsskap.
-----------------------------
Fiskaflinn 20. maí af bátum þeim sem gáfu veiði sína til Slysavarnarfélagsins.
M.b. Einar 4750
- Sig. Pétursson 6000
- Sigríður 750
- Brúni 10.000
- Erlingur 4000
- Hrönn 3500
- Æskan 3750
- Óðinn 3500
- Gottskálk 1000
- Sæbjörg 500
- Draupnir 6500
- Kristjana 5500
- Friðrik 5000
- Njörður 2500
- Elliði 500
- Jakob 4750
- Úlfur Uggason 4000
- Ólafur 500
- Elín 5000
Rósm. Guðnason 600
M.b. Vonin 1000
- Sæunn 2000
- Jósef 1000
- Leifur 500
- Haraldur 5000
- Sægullið 1500
- Freyr 5000
- Gunnar 3000
- Gunnar Páls 4000
- Stormur 2250
- Ingvi 2000
- Skarphéðinn 2500
- Austri 2000
- Sæfari 600
- Dúfan 1250
- Bjarmi 1000
- Magnús 4000
- Haukur 2500
- Garðar 2500
- Einar Hjaltason 3555
Samtals 119.700 kgr.
Verðið er reiknað kr. 20,00 fyrir 500 kg. og er þá tekinn til greina allur kostnaður er tekst af óskiftu.Með ýmsum öðrum gjöfum er hlotnast hafa þennan dag, má áætla að
inn komi c. 6000 kr.
----------------------------------
Fermingarbörn 1933.
Stúlkur:
1. Anna Pálsdóttir
2. Anna Samúelsdóttir
3. Ásbjörg Una Björnsdóttir
4. Eva Sigurjónsdóttir
5. Guðlaug Stefánsdóttir
6. Ingibjörg Jónsdóttir
7. Jakobína Guðrún Jónína Kristjánsdóttir
8. Jóhanna Þorsteinsdóttir
9. Jóna Hallgrímsdóttir
10. Katrín Guðbjörg Júlíusdóttir
11. Magnea Stefánsdóttir
12. Ólöf Bjarney Bjarnadóttir
13. Stefanía Margrét Friðriksdóttir
14. Þorbjörg Þórðardóttir
Piltar:
1. Ásgrímur Kristjánsson
2. Bjarni Daníel Friðbjörn Bjarnason
3. Eðvard Jóhannes Ferseth
4. Emil Andersen
5. Gestur Sigurðsson
6. Guðbjörn Alfreð Jónsson
7. Halldór Kristinn Bjarnason
8. Jóhann Sigurjónsson Hannesson
9. Jóhann Steinþór Guðnason
10. Karl Sæmundsson
11. Kjartan Friðbjörnsson
12. Níels Stefáns Níelsson Friðbjörnsson
13. Páll Ásgrímur Pálsson
14. Vigfús Friðjónsson
15. Þorkell Helgason
16. Þórarinn Ólafsson Reykdals.
Ferming fer fram á Hvítasunnudag.
---------------------------------------------------------------------------
Einherji 15. júní 1933
STRANDUPPBOD frá Fleure de France.
Á hafnarbryggjunni Siglufirði fer fram opinbert uppboð miðvikudaginn 21, þ.m. á ýmsum strandmunum frá Fleure de France. Uppboðið hefst kl. 31 síðdegis. Ef viðunanlegt boð fæst, verður selt m. a: saltskóflur, dufl, dregg, varpakkeri, keðjur, akkerislásar, skrúflyklar, körfur, lóðir, manilla, stengur, stýri, árar, ámur. járnfat, segl, saltfiskur, bátar (14 „doríur"), skipsflakið Fleure de France með keðjum, siglum o. fl. Gjaldfrestur verður veittur til 10. júlí n. k. en aðeins áreiðanlegum kaupendum, sem uppboðshaldari þekkir. Uppboðsskilmálar lesnir upp á uppboðsstaðnum. Ef veður leyfir má búast við, að uppboðið á Fleure de France fari fram við skipið og verður það nánar tilkynnt í upphafi uppboðsins.
Skrifstofu Siglufjarðar 3. júní 1933. G. Hannesson.
---------------------------
Hafnarbryggjan.
Unnið er nú að því að steypa 14 sm. þykkt lag úr járnbentri steinsteypu yfir alla Hafnarbryggjuna, upp að kolaporti. Áætlað er að þetta muni kosta 25000 krónur, og væri betra að sú áætlun stæðist. Einar Jóhannsson byggingameistari frá Akureyri hefir yfirstjórn verksins. —
Nýja vatnsveituþró er verið að steypa út og uppaf Höfn. Verður leiðzla úr henni sett í samband við aðalvatnsleiðzluna og eykst þá vatnsmagn vatnsveitunnar um góðan helming.
Halldór Guðmundsson útgerðarmaður, er nú að láta byggja gríðarstórt síldargeymsluhús á gömlu „Bakkaviks-þrónni". Verður það kjallari og hæð yfir, þakið verður flatt. Allt verður úr járnbentri steinsteypu. Er gólfflötur alls um 1300 fermetrar. Ætti þar að geta rúmast c: 5—6000 síldartunnur. Einar Jóhannsson hefir einnig umsjón með þessu verki. (Ath. sk: Hrímnir)
-----------------------------------------------------------------------
Einherji 7. september 1933
Upp í hlíð.
Eg gekk upp í hlíðina hérna fyrir ofan bæinn einn sunnudaginn í sumar, það er að segja eg fór suður og upp fyrir bæinn, af skiljanlegum ástæðum hirti eg ekki um að vera norðar. Veðrið var yndislega fagurt, spegilsléttur sjór og hillt í Grímsey upp í norðaustri. Nokkrir síldarbátar sáust hér úti fyrir í síldarleit. Á firðinum láu um 50 skip, innlend og útlend, og var „Fylla" þeirra myndarlegust. Minnti hún þar í allri sinni tign á þá hina voldugu vernd er sambandsþjóð okkar veitir okkur með veru þessa stórskips hér við land. Bærinn blasti við mér í allri sinni dýrð sólu skininu og síldargrút ataður; barst ilmurinn af atvinnu Siglfirðinga — og auð — mér að vitum þótt ofar væri eg í fjallinu en miðhlíðis. Eg horfði lengi yfir bæinn og var að velta því fyrir mér, hvað hann hefði mest til síns ágætis, —
Það sem mest bar á var síldarbryggjur og pallar. Bryggja við bryggju, pallur við pall þekja framhlið eyrarinnar og suðurhlið og langan veg inn með bökkunum. Ekki veitir af að nota plássið, margir vilja hafa síldarstöð til umráða, allir hafa trú á síldinni, hafa það ár eftir ár, þótt hún bregðist flestum að einhverju leyti á hverju ári. En það er ekki síldinni æfinlega að kenna, mennirnir eru misvitrir, meira að segja eru sömu mennirnir ekki alltaf jafn vitrir og það, kemur fram í verkum þeirra og öllum athöfnum. Það sem næst vakti eftirtekt mína voru menntastofnanir bæjarins, — Barnaskólinn, Kirkjan og Bíó. Þessar mennta- og menningarstofnanir eiga að móta hið andlega líf okkar Siglfirðinga, og frá þeim eiga að berast þeir straumar er vera skulu veganesti hinnar ungu kynslóðar.
Barnaskólinn er fullskipaður á þeim tíma er hann starfar, enda ekki hægt undan að komast, þar sem börn eru lagalega skyld til skólagöngu. Skólinn mun líka fyllilega uppfylla þær kröfur sem til hans ber að gera. Kirkjan er illa sótt jafnaðarlegast. Að vísu þykir Siglfirðingum vænt um kirkju sína, en þeir kæra sig bara lítið um nota hana. Þeim þykir sómi að henni fyrir bæinn, eru stoltir af henni sem myndarlegri byggingu, en hugur þeirra er fastari við annað en það sem í kirkju er flutt. Þriðja menningarstofnunin, Bíó, er betur sótt en kirkjan.
Hið andlega verðmæti, sem fólki miðlast þar, skal hvorki mælt né vegið hér, en um allan heim eru Bíósýningar taldar einn þáttur í menningu þjóðanna og svo verður að ætla að við Siglfirðingar séum ekkert afskiftir af þeim menningaráhrifum, ekki síst þar sem sá, er stofnun þessari veitir forstöðu hér, er það, sem á íslandi er kallað menntaður maður. Í skjóli síldarpallanna og þessara áður nefndu menntastofnana, liggur svo bærinn. Lítill bær en þekktur víða um heim. Ungur bær og ber þess menjar að hann hefir ekki farið varhluta af barnasjúkdómum. Framtíðar bær ef rétt er að farið.
Öllum, sem dvelja hér að nokkrum mun, þykir vænt um þennan bæ af einum eða öðrum ástæðum. Fyrir sumum, og það allmörgum, er það matarást. Hér er oft gott til fanga á ýmsan hátt. Aðrir finna og skynja hve umhverfið er oft og tíðum-fagurt og aðlaðandi. En misfagur er Siglufjörður. Hann getur verið grettur og ljótur eins og ergilegur faðir, sem er þreyttur og reiður yfir brekum barna sinna. En hann getur líka verið, og það er hann oftast, ljúfur og hýr eins og góður og einlægur vinur.
s. m.
------------------------------
Einherji 7. september 1933
Á kaffihúsum
Eg hitti kunningja minn á götunni, hann bauð mér að koma með sér og þyggja öl á Bíó-Café. Eg þáði það strax, ekki svo mjög af því að mig langaði í ölið heldur fýsti mig að sjá hvernig umhorfs , væri þar uppi. Þegar upp kom var salurinn troðfullur af fólki, hvert borð fullskipað fram að dyrum. Allt var þarna með friði og spekt, og ekki sást ölvun á nokkrum manni. Ekki var þó vel hægt að greina andlit manna því meira en hálfdimmt var í salnum.
Gat eg ekki áttað mig á því hvernig á því stæði nema ef vera skyldi til þess, að gestirnir ekki sæu hvað sessunautar þeirra hefðust að. Innst í salnum á svo sem tíu fermetra bletti var iðandi kös, höfðu ekki verið sett borð á þennan blett á gólfinu og var þarna dansfólk trítlandi, hafði það ekki pláss til annars en lyfta upp fótunum á víxl og stappa þeim aftur niður í sama farið. Getur vel verið að það sé góð skemmtun og holl. Nokkur siglfirsk stássmeyaandlit af fínna tæinu gat eg greint þarna í dimmunni. Þar sem við kunningi minn ekki gátum fengið neitt borð til að sitja við fórum við strax í burtu og héldum í Brúarfoss.
Þar fengum við borð strax og settumst við þar við ölið. Meira pláss var þar fyrir dansfólkið en sömu voru þrengslin í danssalnum og sama var synda-myrkrið og á Bíó-Café. Er það víst ekta siglfirskt að hafa dimmu þessa en ekki munu allir kunna þeirri tilhögun vel. Eg horfði um stund yfir dansfólkið, fæst var það Siglfirðingar. Nokkrar stúlkur stóðu undir bogunum við danssalinn og mændu inn í hann vonaraugum, hafa þær víst þóttst vanskiflar af unaði þeim er þar var að finna. Háreysti heyrðist í salnum, hópur af karlmönnum barst að niður ganginum í kjallarann, einn var látinn niður, síðan varð allt kyrt. Fólkið byrjaði aftur að tvístíga á gólfinu. Gróflega þægilegur kjallari í Brúarfoss, þar má margt varðveita. Kl. 11 streymdi fólkið út, flest „parvis", á eftir átti að vera lokað ball. Ölið var búið úr glösunum, við héldum heim.
s.m.
---------------------------------
Rausnarleg gjöf.
Dr. Paul, verksmiðjueigandi, sem allir hér í Siglufirði kannast við, hefir beðið bæjarfógeta G. Hannesson að afhenda sóknarnefndinni í haust kr. 1,000,00 — eitt þúsund krónur —. sem gjöf frá sér til Siglufjarðarkirkju. — Sóknarnefndin þakkar hér með Dr. Paul þessa rausnarlegu gjöf og óskar þess jafnframt að fleiri komi á eftir.
-------------------------------------------------------------
Einherji 13. september 1933
Símalagningin út á Siglunes er nú langt komin. Er það hið mesta nauðsynjaverk, eigi aðeins fyrir Nesbúa, að komast í símasamband við Siglufjörð og allt landið, heldur einnig fyrir alla landsmenn og þó einkum sjófarendur. Þykir mega ganga út frá því sem vísu, að á Siglunesi verði sett upp veðurathugunarstöð og verði stöð sú tekin upp á meðal stöðva þeirra er veðurstofan flytur fregnir frá í útvarpinu. Hafa fregnir þær, um veðráttufar fyrir Norðurlandi, er útvarpið að þessu hefir flutt, verið til litilla nota fyrir sjómenn, geta þeir, er sækja vilja sjó af Siglufirði og Skagafirði, lítið áttað sig á því hvernig veðurfar er á Akureyri og Blönduósi.
Er öllum það kunnugt og þarf ekki í frásögur að færa, að annað veðurlag er inni í botnum langra fjarða en 5—10 sjómílur til hafs frá ytztu andnesjum. Hér á Siglufirði hafa menn frekast áttað sig á veðurfregnum frá Grímsey og Raufarhöfn, einkum í austanátt, en mjög mikla vöntun hafa sjómenn talið á veðurfregnum frá Siglunesi.