Kynni mín af Sveini Benediktssyni +

Sveinn Ben  --  Leita á Heimildasíðunni

Það var á árunum 1946-1950 yfir sumarmánuðina að ég fór reglulega að rukka fyrir pabba, þar á meðal marga þekktra síldarsaltendur og fleiri á tímum síldarævintýrisins. 

það voru menn eins og Sveinn Benediktsson, Halldór Guðmundsson kenndur við Frón, Óli Ragnars, Ólaf Henriksen, Skafti Stefánsson á Nöf og fleiri. 

Reikningarnir voru vegna vinnu pabba tengda radíóverkstæði hans og vinnu hans um borð í skipum sem fyrrnefndir menn voru umboðsmenn fyrir. 

Sá erfiðasti í þeim hópi  var Halldór í Frón. Hann virtist alltaf vera upptekinn og átti til með segja „Komdu á morgun“ - Jafnvel dag eftir dag. Eða þá hann sagði að það hefði verið borgað út daginn áður, án þess að muna að hinn sami hefði komið daginn áður og verið sagt að "koma á morgun" 

Sveinn Benediktsson

Sveinn Benediktsson

 Reykjavíkurútgáfa ..Tímans'' flytur í gær ranga og villandi frásögn um stjórn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Blaðið segir að Þormóður Eyjólfsson, fyrverandi formaður verksmiðjustjórnarinnar, hafi án tilhlutunnar meðstjórnenda sinna, -gengið frá því við verkamenn, að 'kaupgjaldssamningarnir frá því í fyrra yrðu framlengdír áfram.

Halldór borgaði þó alltaf sína reikninga en aðeins þegar honum hentaði. 

Hann kom raunar oft sjálfur á verkstæði pabba til að borga fyrir skipin sem hann var umboðsmaður fyrir. Þess utan þekktust þeir hann og pabbi vel. 

Einnig átti ég í erfiðleikum með Svein Benediktsson fyrstu skiptin. Hann var svipaður og Dóri í Frón. Alltaf upptekinn. Sveinn gaf ekki upp ákveðinn tíma til að koma aftur, heldur bara „einhvern tíma seinna“ þannig hafði það gengið með fyrstu þrjú skiptin sem ég rukkaði Svein. 

Hann hafði skrifstofu í húsi sem þá stóð við mjölhúsvegginn hjá SRP. Sama hús var flutt mörgum árum síðar við Norðurgötuna og hýsir í dag árið 2014 trésmíðaverkstæði Byggingarfélagsins Berg. 

Sveinn hafði vistlega skrifstofu og stórt mikið skrifborð. 

Skrifstofustóll hans snéri baki við myndskreyttum vegg innst inni í herberginu, gluggi á suðurhlið hússins var honum á hægri hönd, upp við norðurvegginn til vinstri við hann var heljarmikill peningaskápur. 

Einnig var við norðurvegginn stór leðurklæddur sófi og þar við hlið fjær skrifborðinu aðeins úti á gólfinu var stór djúpur stóll sem snéri í átt til skrifborðsins og annar samskonar rétt við gluggann. 

Teppi var á gólfinu og ljósmyndir af seglskútum og fleiri skipum, auk þess að nokkrar ljósmyndir tengdar síldarverksmiðjunni á Siglufirði voru á öllum veggjum.

Skrifborðið var þakið skjölum og bókum ásamt öskubakka og stórum síma, eins og þá voru algengir.  -- Ég bankaði á dyrnar í fjórða sinn í þessum mánuði. Að innan heyrðist í dimmri röddu. „Kom inn“ 

Ég opnaði dyrnar og gekk inn í tóbaksmettað herbergið og bar upp erindið. 

Ég sagðist vera kominn til að fá greidda reikningana sem ég hefði komið með til hans á dögunum. 

Hann tók vindilinn út úr munni sér, horfði á mig um stund sagði hálf hranalega. „Hvaða reikninga?“ 

Ég sagði honum frá því. En hann var fljótur að svara og sagðist ekki mega vera að því að greiða þá núna og hélt áfram að fletta skjölum sem á borðinu voru. 

 Ég hafði búið mig undir þessi svör og hafði tekið með mér mjólkurflösku, nestisbox og tvö „hasarblöð“ (teiknimyndablöð) 

Ég fékk mér sæti í djúpa stólnum sem var fjær glugganum. Síðan kom ég nesti mínu fyrir. Sveinn komst ekki hjá því að sjá það og ég lét fara vel um mig samhliða því að byrja að fletta öðru blaðinu í rólegheitum. 

Ekki veit ég hvort hann gaf mér hornauga strax, því ég rýndi í blaðið. 

En hann mátti sjá mjólkurflöskuna og nestisboxið á gólfinu við hlið stólsins sem ég sat í og svo hvað ég væri að aðhafast. 

Eftir nokkra bið sagði Sveinn höstugur. „Hvern fjandann ertu að gera strákur, ég sagðist ekki mega vera að því að sinna þér núna“   Ég heyrði það svaraði ég rólega, ég ætla bara að bíða þar til þú hefur tíma. „Það þýðir ekkert að bíða ég borga ekki í dag“ svaraði karl og virtist vera farið að síga í hann. "Það er allt í lagi, ég bíð bara svaraði ég."  Hann opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað en í því hringdi síminn og ég hélt áfram að lesa.  Ég átti von á orðahrinu mér ætlaðri þegar símtalinu lauk en svo var þó ekki. 

Sennilega hefur hann virt mig vandlega fyrir sér um stund þar sem ég sat og þóttist vera að lesa, en á þessum tímapunti lá við að ég gæfist upp svo mikil var spennan sem þó minnkaði fljótt þar sem ekkert heyrðist frá Sveini nema skrjáf í blöðum. 

Löng stund leið, mjög löng fannst mér. Þá sagði Sveinn frekar mildum rómi. „Ertu sonur Kristins í bíó?“ 

Því svaraði ég játandi. Hann spurði um mömmu og eitthvað fleira sem ég man ekki. Síðan stóð hann upp, gekk að peningaskápnum tók þar út bunka af reikningum og fletti, tók þar út reikningana sem ég hafði komið með nokkrum dögum fyrr, hann teygði sig inn í skápinn og tók þar út peningakassa og setti á skrifborðið. 

Hann setti peninga í umslag og sagði „Komdu og kvittaðu strákur.“ 

Ég kvittaði og tók við umslaginu, treysti á að þar væri rétt talið og sagði takk fyrir og lagði af stað út.

„Strákur“ heyrði ég hann kalla hátt og ég hrökk í kút, stoppaði og leit við.

„Ætlarðu ekki að taka nestið þitt með þér?“  Ég hefi sennilega roðnað og svitnað í senn og stundi lágt 

„Jú auðvitað, þakka þér fyrir.“

Þá sagði hann blíðum rómi: „Steingrímur, komdu hérna“ ég gekk að borðinu til hans. Þar rétti hann mér 50 króna seðil og sagði við mig eitthvað á þessa leið:  „Þú ert maður að mínu skapi, eigðu þetta og settu inn á bók.“

Ég varð agndofa og tautaði eitthvað um að þetta væri svo mikið. Hann brosti blítt teygði sig í vindilinn sinn hálfreyktan á öskubakkanum og kveikti í honum, tottað og sagði svo eitthvað á þessa leið: 

„þú munt aldrei oftar þurfa að bíða eftir því að ég borgi reikninga frá honum pabba þínum“  

Við tókumst í hendur og ég hélt hróðugur til baka á verkstæði pabba. Pabbi trúði því ekki að Sveinn hefði gefið mér 50 krónurnar, hann grunaði mig um græsku og hringdi í Svein til að fá þetta staðfest. Þeir töluðu lengi saman í símann. Pabbi hlustaði þó meira heldur en að tala. 50 krónur var mjög há upphæð fyrir ungan dreng á þessum dögum, góð daglaun. Tímakaup fullorðins verkamanns var þá um 7-8 krónur. 

Mörgum árum eftir þessa lífsreynslu mína, það var 5. Janúar 1963, hélt stjórn Síldarverksmiðja ríkisins  mikla veislu fyrir starfsmenn og gesti þeirra á Hótel Höfn á Siglufirði. Þar mætti Sveinn Benediktsson að sjálfsögðu og ég ásamt öðru starfsfólki SR.

Þegar liðið var á veisluna og dans hafinn kom Sveinn að borðinu þar sem ég sat ásamt konu minni og fleirum.  Hann spurði hvort hann mætti setjast hjá okkur og honum auðvitað boðið sæti. Þá fór hann að rifja upp ofanritaðan atburð og hafði gaman af að lofa þeim sem þar sátu að heyra. Myndin hér til hliðar, er af Sveini og Guðný á dansgólfinu—Ljósmynd SK)

Sveinn tók í hönd mína og þakkaði þessa minningu og bað í leiðinni um dans hjá konunni minni sem hún auðvitað veitti.  -- Steingrímur Kristinsson.

Sveinn Benediktsson, f. 12.5. 1905, d. 12.2. 1979

Það fer ekki á milli mála að Sveinn Benediktsson var umdeildur maður. Honum hefur víða verið hælt fyrir ýmislegt sem hann hefur gert. En einnig bæði bölvað og ragnað og kallaður ýmsum ónöfnum, orðum í fjölmiðlum, sem sum eru svo gróf að engum heilvitamanni í dag dytti í hug að hafa slíkan munnsöfnuð eftir sér, ekki einu sinni núverandi vinstri menn.

Þar á þeim tíma, fremst í flokki, kommúnistablöðin, krata og framsóknarblöð. Hvað um það hann var þó sú persóna sem svo sannarlega vakti athygli, ekki aðeins á Siglufirði, heldur um land allt og víðar.

Sveinn var ötull greinarhöfundur, og með ólíkindum allt það ritefni sem frá honum hefur komið. Hann skrifaði ótal minningagreinar um skipstjóra, útgerðarmenn, jafnt samherja, sem og pólitíska andstæðinga og fleiri.  Þá liggur mikið lesefni eftir hann um ýmsa þætti menningarmála.

Æskulýðsmál og fleira mætti einnig telja, þá skrifaði hann nokkrar list og bókagagnrýni, og var auðvitað af nokkrum vinstri sinnuðum gagnrýndur fyrir þær skoðanir sem hann lét í ljós og á einum stað var fullyrt í þjóðviljanum að hann hefði ekkert vit á list. 

Hann var formaður í ótöldum nefndum og í hinum „ólíklegustu“ félagasamtökum. Það mætti halda að svipað hafi verið með Sveini Ben og Óskari Halldórssyni: Að þeir hafi lítinn tíma gefið sér til hvíldar og svefns.  Og oft ber nafn hans við á síðunum „Mjöl & Lýsissaga“ hér á vefnum:>  http://www.sk2102.com/436563475

Það má segja að ég hafi þekkt Svein Benediktsson persónulega, en honum kynntist ég firrst sem stráklingur, er ég hafði með höndum það verkefni að rukka ýmis fyrirtæki vegna þjónustu föður míns sem var útvarpsvirki.

Neðanrituð gögn tengd Sveini Benidiktssyni, eru að mestu sótt á vefinn www.timarit.is 

En þar má kynnast ýmsu sem daga Sveins hefur drifið.
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 9 júlí 1919  - Listi frá Alþingi – Það fyrsta sem ég fann tilheyrandi Sveini.

Starfsmenn Alþingis, árið 1919.

Þessir eru ráðnir starfsmenn Alþingis í sumar af forsetum öllum í sameiningu:

Langur listi með starfsheitum og nöfnum, neðst á þessum lista voru eftir farandi nöfn:

  • Þingsveinar.
  • Axel Blöndal, 
  • Ísleifur Gíslason,
  • Sveinn Benediktsson,
  • Halldór Sigurbjörnsson,
  • Björn Hjaltested,
  • Björn Bjarnason,
  • Gottfred Bernhöft,
  • Eggert Waage.
    Verðir.
  • Árni Bjarnason,
  • Magnús Gunnarsson,
  • Ólafur Rósenkranz.
    ----------------------------------------------------

Morgunblaðið 1. júlí 1926

Þar er listi yfir nýútskrifaða stúdenta, og er Sveinn Benediktsson þar á meðal.
---------------------------------------------------------- 

Árbók Háskóla Íslands 1. janúar 1927

Heimspekisdeildin.

Próf í forspjallsvísindum.

Þar er Bjarni Benediktsson skráður með 1. ág. einkunn.
----------------------------------------------------------

Vísir 5. júlí 1927  - Sveinn Benediktsson skrifar:

„Settur hreppstjóri“

Kosningasmali íhaldsins ryðst þrisvar inn til bæjarfógetafulltrúa meðan tveir menn greiða atkvæði.

Í dag kl. að ganga fimm fór eg undirritaður með tveim kjósendum úr  Rangárvallasýslu, sem ókunnugir eru í bænum, niður i skrifstofu bæjarfógeta til þess að þeir gæti greitt þar atkvæði og sent þau austur fyrir kjördag. Hjá bæjarfógeta er Kjartan Konráðsson, hin þekta stoð íhaldsins, fyrsti maðurinn sem ég rekst á Kjartan er þar frammi i ganginum ásamt fleira fólki.

Beið ég með Rangæingana nokkra stund, þangað til eg náði í Þórð Eyjólfsson fógetafulltrúa. Hann kvaðst skyldu afgreiða Rangæingana, þegar röðin kæmi að þeim. Þess biðum við síðan stundarfjórðung. Allan þann tíma var Kjartan á stöðugu randi á ganginum og inn í eitt af herbergjum fulltrúanna.

Þórður fulltrúi kallar nú á annan Rangæinginn í eina stofuna. Kjartan ryðst inn strax á eftir, en kemur fljótlega aftur fram á ganginn. Hverfur hann síðan svolitla stund, en kemur von bráðar með Pál Jónsson skrifara í eftirdragi. Ryðst Kjartan síðan með þennan liðstyrk aftur inn til Þórðar fulltrúa. Heyri eg Kjartan segja, að Þórður eigi að fara með einhverjar bækur út í bæ, og Páll skrifari geti tekið við og afgreitt manninn.

Fulltrúinn segir að hann afgreiði manninn sjálfur og skrifarinn geti farið með bækurnar. Þeir Kjartan sitja fastir við sinn keip, en árangurslaust, því að Þórður fulltrúi þvertekur fyrir að fara fyrr en hann hafi afgreitt þessa menn. Fer þá Páll Jónsson burt, en Kjartan verður eftir á ganginum. Nú hefir fulltrúi afgreitt fyrri manninn og kallar á þann seinni.

Fer hann síðan inn til fulltrúa, en Kjartan treður sér inn rétt á eftir honum og skilur hurðina eftir í hálfa gátt. Sé ég að Þórður fulltrúi situr við borð og er að skrifa og snýr baki að Kjartani. Frammi við glugga er annað borð og situr Rangæingurinn þar og er að skrifa nöfnin á þeim frambjóðendum, er hann ætlaði að kjósa.

Þangað gengur Kjartan, eins og til að líta út um gluggann, en um leið sé eg að hann beygir sig sem snöggvast fram yfir manninn til að sjá hverja hann kjósi. Nú mun hann hafa komið auga á mig, því að hann gengur fram í dyrnar, og lætur þær aftur. Meðan þessu fór fram var Þórður fulltrúi önnum kafinn við skriftirnar.

En rétt eftir að Kjartan hafði lokað dyrunum opnaði eg þær aftur. Leit þá fulltrúi við og sá Kjartan og rak hann út með harðri hendi, og spurði hvað hann væri að flækjast þar inni. Kjartan svaraði með vöflum um það, að beðið væri eftir fulltrúa og hann yrði að koma strax. Fulltrúi bað hann skifta sér ekki af því en hafa sig á burt og skelti síðan hurðinni á hæla Kjartani.

Hversvegna var Kjartani Konráðssyni svona umhugað um, að Þórður fulltrúi fengi ekki að afgreiða Rangæingana i friði? Kannske að það hafi verið vegna þess, að hann hafi viljað að þeir væri beittir „Hreppstjóra-aðferðinni" ? Annars virðist íhaldið hafa sett Kjartan „hreppstjóra" á bæjarfógetaskrifstofunni, því að þar er hann allan daginn með annan fótinn. Sé frekja hans oft lík því, sem hún var nú, er ekki að vita hvers vænta má.

Reykjavik, 7. júlí 1927.

Sveinn Benediktsson stud. jur
----------------------------------------------------

Þetta er að líkindum fyrsta greinin af mörgum „hundruðum“ greina sem eftir hann liggja. En það sem vekur furðu mína við þessu skrif hans, er að hann virðist lítt hrifinn af „íhaldinu“ þar sem væntanlega er átt við Sjálfstæðisflokkinn.
Sveinn hefur ávalt í mínum huga verið sjálfstæðismaður, en annað virðist hafa verið árið 1927.
(sk)
----------------------------------------------------------

Lögrétta 9 maí 1928

Þar er þess getið að Sveinn Benediktsson hafi verið í kjöri til setu í Síldarútvegsnefnd á vegum útgerðamanna. Ekki náði hann kjöri þó. Niðurstöður kosningu útvegsmanna er hér:

Ásgeir Pjetursson hefur verið kosinn í síldarútflutningsnefndina af hálfu útgerðarmanna, með 125 atkv. - Sveinn Benediktsson fjekk 72 atkv. og Morten Ottesen 58. Varamaður er Jóhann Þorsteinsson (88 atkv.).
---------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 18 ágúst 1928

Síldareinkasalan.

Mikil óánægja nyrðra út af flokkun síldarinnar.

Siglufirði í gær. Útgerðarmenn hjer hjeldu fund með sjer í gærkvöldi til að ræða um flokkun síldar, eins og hún er fyrirskipuð í reglugjörðinni nýju frá stjórninni.

Eru þar nýjar flokkunarreglur innleiddar, og farið eftir þunga síldarinnar. Má í 1. fl. einungis vera stór hafsíld og engin ljettari en 300 gr. „og ekki yfir á síldir í kíló" ; í 2. fl. hafsíld en engin þyngri en 335 gr., nje ljettari en 225 gr. og í 3. fl. smá hafsíld, engin þyngri en 270 gr. nje Ijettari en 190 gr. Eins og gefur að skilja er mikið staut við að flokka síldina þannig, enda mikil og almenn óánægja meðal verkafólks út af þeim töfum, sem flokkunin veldur.

Útgerðarmenn eru og mjög óánægðir, því þeir óttast að mikill verðmunur verði á síldinni, eftir því í hvaða flokki hún lendir, jafnvel svo mikill, að ekki borgi sig að salta. Fundurinn í gærkvöldi kaus nefnd til þess að íhuga málið og voru þessir kosnir: Sveinn Benediktsson, Steindór Hjaltalín og Ingvar Guðjónsson. Álit þeirra er ókomið.
----------------------------------------------------------

Vísir 27 febrúar 1929

Þar kemur fram að Sveinn Benediktsson er titlaður sem ritari á fundi Síldarútvegsnefndar.
----------------------------------------------------------

Vísir 13 janúar 1930

Stjórn síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði hefir verið skipuð, og eiga þessir þrír menn sæti í henni: 

Þormóður Eyjólfsson konsúll á Siglufirði, kosinn af síldareinkasölunni, 

Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri á Siglufirði, kosinn af bæjarstjórn Siglufjarðar og 

Sveinn Benediktsson útgerðarstjóri, Reykjavík, kosinn af landstjórninni. Þessir menn eiga m. a. að velja framkvæmdastjóra verksmiðjunnar.
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 22 júlí 1930

Súlan flaug til Siglufjarðar og Akureyrar í fyrradag og kom hingað aftur seinnipartinn í gær. — Með henni kom Sveinn Benediktsson forstjóri síldabræðsluverksmiðjunnar. Í dag flýgur hún til Stykkishólms, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Þórshafnar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar.  

Þarna er Sveinn titlaður forstjóri SR – ef til vill hefur hann verið ráðinn sem slíkur til bráðabyrgða ? Eða mistök fréttaritarans ? 
---------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 7 september 1930  

Ríkisverksmiðjan vígð. Siglufirði FB. 

Ægir kom með veislugestina tveimur stundum síðar en búist var við, hafði fólk beðið komu skipsins fulla stund í nöprum stormi. Dómsmálaráðherra setti hátíðina kl. 3 með örfáum orðum.......................................

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102132&pageId=1220033&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson

Þar kom Sveinn Benediktsson að sjálfsögðu við sögu sem einn stjórnarmanna. Lesa má alla fréttina frekar hér frá tenglinum – Fréttin birtist í fleiri blöðum. – Einnig hérna http://www.sk2102.com/436577426 
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 22. október 1931

Síldareinkasalan.

Kosning í fulltrúaráð. Breyting var ger á Síldareinkasölulögunum á síðasta þingi, þess efnis, að útflutningsnefnd, sem hefir æðstu stjórn einkasölunnar, skal nú kosin af 14 manna fulltrúaráði. Atvinnumálaráðherra tilnefnir fyrsta manninn.

Áður voru þrír útflutningsnefndarmenn kjörnir af Alþingi, sá fjórði af útgerðarmönnum og fimti af Verkalýðssambandi Norðurlands. Í hið nýja 14 manna fulltrúaráð tilnefnir Alþýðusamband íslands 7 fulltrúa. Skulu þeir vera úr hópi sjómanna.

Útgerðarmenn sunnan lands 2, norðan lands 3, vestan og austan sinn hvorn Norðan og sunnan lands skulu fulltrúarnir kosnir með hlutfallskosningu, sem fer fram á tímabilinu frá 21. okt til 5. nóv. í gær var framboðsfrestur útrunninn. Hafði þá ekki komið nema einn listi frá útgerðarmönnum sunnan lands og urðu fulltrúar þeirra því sjálfkjörnir:

  • Aðalfulltrúar: 
  • Sveinn Benediktsson framkv.stj.
  • Hafsteinn Bergþórsson skipstj.
    Varafulltrúar:
  • Jóhann Þ. Jósefsson alþm.
  • Loftur Bjarnason útgerðarmaður.
    Frá útgerðarmönnum nyrðra komu fram 2 listar.
  • Efstir á öðrum eru:
  • Ingvar Guðjónsson.
  • Steindór Hjaltalín.
  • Otto Tulinius.
    Á minum:  (??? sennilega Jón Kjartansson -sk)
  • Erlingur Friðjónsson.
  • Guðmundur Skarphjeðinsson
  • Jón Kristjánsson.

Úrslit kosninganna verða ekki kunn fyr en eftir 5. nóvember.
---------------------------------------------------------- 

Vísir 5 desember 1931

Að gefnu tilefni hefir Sveinn Benediktsson óskað þess geti, að hann sé hvorki framkvæmdarstjóri Síldareinkasölunnar né hafi nokkurn tíma verið riðinn við stjórn þess fyrirtækis, fyrr en hann nú 5. nóv. síðastliðinn var kosinn af útgerðarmönnum sunnan lands til þess að mæta á fulltrúaráðsfundinum, sem staðið hefir yfir undanfarna daga.
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 5 desember 1931

Síldareinkasalan og lögin um gjaldþrot.

Úr ræðu Sveins Benediktssonar á fulltrúafundi Síldareinkasölunnar á fimtudagskvöld.

Á fulltrúafundi Einkasölunnar benti Sveinn Benediktsson á, að lögum samkvæmt, yrði að taka Einkasiiluna til gjaldþrotaskifta.

Í ræðu sinni komst hann m. a. þannig að orði:...............

Framhaldið má lesa hér: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102509&pageId=1222155&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
---------------------------------------------------------------------------------------------

Alþýðumaðurinn 5 desember 1931

Frá aðalfundi Síldareinkasölunnar.

Af fundi þessum berast ekki glæsilegar fréttir. Samkvæmt bráðaábyrgðaryfirliti eru skuldir einkasölunnar taldar rúmar 2 millj. kr. og 109 þúsund síldartunnur liggja enn óseldar hér heima og erlendis. Á fimtudaginn var þriggja manna nefnd send á fund ríkisstjórnarinnar til að spyrjast fyrir um hvað hún hygði með skuldir einkasölunnar, en hún svaraði því til, að hún réði ekki ein fram úr því, það yrði næsta þing að gera. .................  

Þarna notar kommablaðið tækifæri til að kasta rýrð á Svein Benediktsson, ma. í umsögn um fundinn:. Lesa meira hér:http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=314870&pageId=4941447&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------------------------------------- 

Vísir 6. desember 1931

Ólafur Friðriksson biður um lögregluvernd.

Sjómannafélagsfundur út af Síldareinkasölunni var haldinn í gærkveldi í fundarsalnum við Brattagötu. Fulltrúum útgerðarmanna að norðan á síldarráðsfundinum var boðið þangað, og sátu þeir Ingvar Guðjónsson og Steindór Hjaltalín fundinn. Fundurinn hófst kl. 8. Sveinn Benediktsson gerði Sigurjóni Ólafssyni orð um það, hvort hann mætti sitja fundinn.

Neitaði Sigurjón því og einnig að bera undir atkvæði fundarins, hvort Sveinn mætti sitja hann eins og fulltrúar útgerðarmanna að norðan. Snemma á fundinum spurði Steindór Hjaltalín í heyranda hljóði, hvort Sveinn mætti sitja fundinn, og óskaði, að það yrði borið undir atkvæði. Neitaði Sigurjón hvorutveggja. Kröfðust þá margir sjómenn atkvæða. En Sigurjón sat við sinn keip.

Fór þá Sveinn burt um sinn, en kom aftur í því er Einar Olgeirsson lauk ræðu sinni. Gekk Sveinn nú inn í fundarsalinn og óskaði, að formaður bæri undir atkvæði, hvort hann mætti sitja fundinn. Heimtuðu þá sjómenn aftur atkvæði. En Ólafur Friðriksson og Sigurjón skoruðu á menn að fleygja Sveini út. Réðist nú Jón lóðs, hinn nýi fulltrúi í útflutningsnefnd, á Svein. En sjómenn komu honum til liðs, svo að alt lenti i áflogum milli þeirra annars vegar og embættismanna Einkasölunnar og embættismanna Sjómannafélagsins hins vegar.

En Ólafur Friðriksson lagði á flótta og kallaði á lögregluna. Sex lögregluþjónar komu á vettvang. Tveir þeirra komu inn í salinn og var þá alt í áflogum. Stilla þeir til friðar. Fór Sveinn af fundinum samkvæmt beiðni þeirra, og með honum fjöldi fundarmanna. Höfðu þá sumir fengið glóðaraugu, en Svein sakaði ekki.
------------------------------------------------------------

----------------  Grein tengt þessum fundi á sömu blaðsíðu:

Síldareinkasalan, Spilling á hæsta stigi.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=75565&pageId=1137643&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
--------------------------------------------------------------------------------------

Vísir 8. desember 1931

Einskonar framhald ofanritaðrar greinar, annar ALMENNUR fundur sem haldinn var daginn eftir „lokaða“ fundinn, um Síldareinkasöluna, svo og greinarstúfur um Ólaf Friðriksson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=75567&pageId=1137653&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 12. desember 1931

Og enn meira um mál Síldareinkasöluna, með Svein „í broddi fylkingar“: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=340661&pageId=5358914&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson

Mörg önnur blöð fjölluðu um mál Síldareinkasölunnar. 
---------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið. 15 júní 1932

Síldveiðin í sumar. Samtal við Svein Benediktsson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102663&pageId=1222951&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
-------------------------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 18 júní 1932

Verða síldarverksmiðjurnar ekki reknar í sumar?

Sveinn Benediktsson kom hingað til bæjarins með Goðafoss í fyrradag. Siglfirðingur hefir náð tali af honum og spurt hann um horfur á starfrækslu síldarverksmiðjanna í sumar. Fórust honum orð á þessa leið:................. Meira hér > http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=340680&pageId=5358992&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
--------------------------------------------------------------------------------------

Alþýðumaðurinn 21. júní 1932

Partur af grein:............ Fulltrúi sunnlenskra útgerðarmanna, Sveinn Benediktsson, sem dólgslegast hagaði sér á aðalfundi Síldareinkasölunnar s.l. haust og barðist óðast fyrir niðurlagningu hennar, játar á fundi á Siglufirði á Laugardaginn var, að þetta séu sín handaverk. Hann hafi ekki getað þolað tvo siglfirska fulltrúa í stjórninni, og þá var auðvitað fulltrúi verkalýðsins látinn fara. Blað atvinnurekenda á staðnum — Siglfirðingur, er látinn flytja verkalýðnum þær fréttir,...... ..................... http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=314925&pageId=4941665&lang=is&q=Sveinn 
----------------------------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 24. Júní 1932 – Afdrifarík grein eftir Svein Benidiktsson.

Forsprakki niðurrifsmanna. 

Hver er Guðmundur Skarphjeðinsson? 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102671&pageId=1222987&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 

Meira hérna, „tengt greininni“> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102671&pageId=1222989&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
-----------------------------------------------------------------------------------------

Alþýðublaðið 25 júní 1932

Rógi hnekt. Sveinn Benediktsson afhjúpaður.

Viðtal við Guðmund Skarphéðinsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3975&pageId=16783&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 29 júní 1932 

Forsprakki niðurrifsmanna i Siglufirði, Guðmundur Skarphjeðinsson afhjúpaður.

............ Hann er því áreiðanlega með tekju hæstu mönnum þessa lands, þótt skattaframtal hans segi annað. 

Skattsvikarinn. Jeg lýsi Guðmund Skarphjeðinsson skattsvikara í stórum stíl. Skal hann bera það nafn með rjettu, hundur heita og hvers manns níðingur vera, ef hann stefnir mjer ekki fyrir þessi ummæli, svo að mjer gefist færi á að sanna þau fyrir dómstólunum. ..........

Hluti greinar Sveins Benediktssonar sem hafði afdrifaríkari áhrif en gert var ráð fyrir.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102675&pageId=1223011&lang=is&q=Sveinn

(2 blaðsíður, 5. og 6.)
---------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 30 júní 1932

Guðmundur Skarphéðinsson horfinn.

Í gærkveldi barst sú fregn út um borgina, að Guðmundur Skarphéðinsson hefði ekki sést allan daginn og væri verið að leita hans. Ekki var hægt að fá símasaraband þá til Siglufjarðar, og símskeyti, er fréttaritari blaðsins á Siglufirði hafði sent blaðinu kl. 8 í gærkveldi, var ókomið enn þá í morgun kl. 8½ , en það kom nokkru síðar og hljóðar svo:

Siglufirði, 29. júní 1932. Sorgleg tíðindi. Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri og formaður verkamannafélagsins hefir ekki komið á heimili sitt frá kl. 10 árd. og enginn orðið hans var. Nú er hafin almenn leit með um 300 manns. — Námar siðar. Fréttaritari --- Fréttin er talsvert lengri og má lesa hana hér í heild. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3979&pageId=16799&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
--------------------------------------------------------------------------------------

Morgunblaðið 1. júlí 1932

Guðmundur Skarphjeðinsson horfinn. Leit var hafin í fyrradag; hjelt hún áfram í fyrrinótt og í gær, en varð árangurslaus. Undanfarna daga hafa staðið yfir snarpar deilur milli eins af stjórnendum Síldarverksmiðju ríkisins annars vegar og Guðmundar Skarphjeðinssonar formanns Verkamannafjelags Siglufjarðar hins vegar. 

Hafa greinar Sveins birst hjer í Morgunblaðinu, en Guðmundar í Alþýðublaðinu.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102677&pageId=1223018&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson   
---------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 1. júlí 1932

Siglufjarðarmálin. 

Morgnablaðið, sem telur Guðmund Skarphéðinsson látinn, flytur nýjar svívirðingar um hann í dag.

Þegar Morgunblaðið gaf út aukablað til þess að geta birt myndskreytta skamma- og níðingsgrein eftir Svein Benediktsson  um Guðmund Skarphéðinsson, þá þótti flestum íhaldsmönnum, sem von var of langt farið, og sögðu að það mætti ekki kenna öllum flokknum um það, sem einn óviti fremdi.

Þetta er líka rétt. Það er ekki hægt að kenna ölum íhaldsflokknum um það, sem einn óviti, eða illmenni fremur, en hins vegar getur Morgunblaðið ekki snúið sér undan sökinni. Það birtir grein Sveins og bætir síðan gráu ofan á svart með grein þeirri, er það flytur í dag.-  Meira:>

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3980&pageId=16803&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
-------------------------------------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 2 júlí 1932  „Rógur“

Efni tengt Sveini Ben og Óskari Halldórssyni.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102678&pageId=1223022&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------------

Skutull 3 júlí 1932

Hvarf Guðmundar Skarphéðinssonar skólastjóra.

Miðvikudagsmorguninn 29. júní gekk Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri á Siglufirði, sem einnig er formaður verkamannafélagsins þar, að heiman frá sér, eftir nýafstaðið símtal við Reykjavik, þar sem honum hafði verið sagt hið helzta úr niðgreinum Sveins Benediktssonar í Morgunblaðinu um Guðmund.

Kona hans hafði tal af honum, áður en hann fór út , og varð einskis óvenjulegs vör i fari hans. Kvaddi hann konu og börn eins Og hans var vandi, er hann fór að heiman, en síðan hefir ekkert til hana spurst. Þó sást hann á götu, nefndri Vetrarbraut kl. 12:45  e. h. og var þá á úteftirleið í nánd við síldarbræðslu  ríkisins...............  Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=320288&pageId=4999698&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
--------------------------------------------------------------------------------------------

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins 4. júlí 1932 – Finnur Jónsson

Hversvegna Sveinn Benediktsson á að fara úr verksmiðjustjórninni.

Sveinn Benediktsson hefir undanfarna daga verið að senda mér kveðjur í Vísi og Morgunblaðinu, og vegna þess að hann er enn þá látinn gegna þýðingamikilli stöðu fyrir ríkisstjórnina, sem margjr menn eiga atvinnu sína undir, er rétt að ég skýri stuttlega frá viðskiftum okkar................... Meira:>

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=314781&pageId=4941081&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson%20Sveinn%20Benediktsson . --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Morgunblaðið 4 júlí 1932

Dularfult skeyti frá 5iglufirði.

 Skattanefnd Siglufjarðar heimtar af Sveini Benediktssyni upplýsingar um kæru hans.

 Í gærkvöldi barst Sveini Benediktssyni svohljóðandi skeyti frá Siglufirði:

„Siglufirði, 4. júlí 1932. 

Samkvæmt áskorun bæjarfógeta Siglufjarðar um ítarlega rannsókn á skattaframtali Guðmundar Skarphjeðinssonar, biðjum vjer yður að senda oss með „Gullfossi" annað kvöld þau sönnunargögn, sem þjer teljið yður hafa fyrir því, að framtalið hafi verið rangt. Skattanefndin.''

Bæjarfógeta Siglufjarðar og skattanefnd hlýtur að vera það vel kunnugt, að Sveinn Benediktsson hafði þann 27. f. m. sent f fjármálaráðuneytinu kæru út af þessu máli. Það er því harla undarlegt, að skattanefnd skuli ekki snúa sjer beint til fjármálaráðuneytisins, ef hana vantar einhverjar upplýsingar, nema ef skilja á símskeyti skattanefndar þannig, að bæjarfógeta Siglufjarðar hafi verið falið að rannsaka þetta mál.

Ef því er þannig varið, þá er hitt óskiljanlegt hversvegna bæjarfógeti Siglufjarðar þarf að nota skattanefnd sem millilið milli sín og Sveins Benediktssonar. Kæru Sveins Benediktssonar var einnig beint að. skattanefndinni. Það getur þess vegna ekki verið hennar verkefni, að heimta gögn Sveins í sínar hendur. Þetta er augljóst mál. Og ef bæjarfógeta Siglufjarðar hefir verið falið að rannsaka þetta mál, er óskiljanlegt, að hann hafi farið þá leið, sem símskeyti skattanefndar virðist benda til.

Hjer í blaðinu hefir það margoft verið tekið fram, að þetta mál verði að rannsakast nú þegar. Sú rannsókn verður að framkvæmast af manni, sem er algerlega óvilhallur og á engan hátt við þetta mál riðinn. Slík rannsókn verður fram að fara strax, og öll gögn málsins að leggjast fram fyrir rjetti. Þar - og hvergi annarsstaðar - á skattanefnd Siglufjarðar að standa fyrir sínu máli.----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 5 júlí 1932

Siglufjarðarskeytið.
Sveinn Benediktsson hefir svarað skattanefnd. Sjerstakur rannsóknardómari verður sennilega skipaður í Siglufirði. Hinu fáránlega skeyti skattanefndar Siglufjarðar til Sveins Benediktssonar, er birt var hjer í blaðinu í gær, hefir hann svarað brjeflega. Lætur hann þess getið í svari sínu, að þar sem skeytið sje óstaðfest og ekki undirritað af neinum sjerstökum manni, og þar sem hann í kæru sinni til Stjórnarráðsins hafi ákært skattanefndir Siglufjarðar og bæjarfógeta fyrir vanrækslu í embættisfærslu, þá detti sjer ekki í hug að afhenda þeim málsaðilum í hendur þau gögn, er hann hafi fyrir vanrækslu þeirra.

Hann muni á sínum tíma afhenda þau væntanlegum setudómara í málinu, eða rjetti í Reykjavík, og þá færa fram rök fyrir kæru sinni í þessu skattsvikamáli. Það kemur ekki til neinna mála að bæjarfógeta Siglufjarðar verði falin rannsókn í málinu, því að hann er formaður yfirskattanefndar þar.

Þar sem segir í skeytinu frá skattanefnd Siglufjarðar að það sje sent „samkvæmt áskorun frá bæjarfógeta um ýtarlega rannsókn á skattaframtali Guðmundar Skarphjeðinssonar", þá á það ekki við nein rök að styðjast, því að bæjarfógeta hefir ekki verið falin nein rannsókn í því máli. Hefir blaðið og frjett, að bráðlega muni verða skipaður sjerstakur setudómari til þess að rannsaka kæru Sveins Benediktssonar og hvarf Guðmundar Skarphjeðinssonar og alt sem er í sambandi við það.
---------------------------------------------------------- 

Dagur 7. júlí 1932

Maður hverfur. Miðvikudaginn 29. f. m. gekk Guðmundur Skarphéðinsson, skólastjóri á Siglufirði og formaður verkamannafélagsins þar, frá heimili sínu um 10-leytið árdegis. Sást hann síðast í bænum að aflíðandi  hádegi sama dag, en síðan hefir ekkert til hans spurzt. Hefir hans verið leitað daga og nætur af hundruðum manna, bæði á sjó og landi, en engan árangur borið. Munu nú flestir vera úrkula vonar um, að Guðmundur sé á lifi.

En hvernig dauða hans hefir að höndum borið, er enginn til frásagnar. Guðmundur var hjartabilaður maður og mun því hafa þolað illa sterkar geðshræringar. Jafnvel er sagt að komið hafi fyrir, er hann var að vinnu í barnaskólanum, að hann hafi tilefnislaust hnigið niður og þurft að bera hann heim. Að morgni þess dags, er Guðmundur hvarf, átti hann símtal við mann í Reykjavík, voru honum þá, eftir beiðni hans, lesnir kaflar úr afar svæsinni skammagrein, er Sveinn Benediktsson, stjórnarnefndarmaður ríkisverksmiðjunnar, hafði um bann ritað i Morgunblaðið.

Guðmundur Skarphéðinsson var prúðmenni í framgöngu, velkynntur almenningi og góðum hæfileikum gæddur. Hann tók mikinn þátt i bæjarlífinu á Siglufirði, var í bæjarstjórn þar, og einnig var hann í kjöri við síðustu Alþingiskosningar i Eyjafirði af hendi Alþýðuflokksins.
---------------------------------------------------------- 

Vesturland 9. júlí 1932 – „Fréttasýring“ ???

Siglufjörður. Oft hefir Siglufjarðar verið getið, en þó mun aldrei hafa verið jafn tíðrætt um menn og málefni þar, eins og um þessar mundir. Aðal umræðuefnið er hvarf Guðmundar Skarphéðinssonar og tilefnið til þess. Greinir menn nokkuð á um það, hvort Guðmundur muni hafa ráðið sér bana eða strokið...................... Upphaf greinar:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=322050&pageId=5008216&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 10. júlí 1932

Sveinn er að koma!

Síðustu dagana hefir tvívegis orðið herhlaup um allan Siglufjarðarbæ, því það frjettist, að Sveinn Benediktsson væri að koma til bæjarins. í fyrra skiftið hafði Alþýðublaðið símað Kristjáni Dýrfjörð, að Sveinn myndi koma á Gullfossi með 50  „verkfal'lsbrjóta“ er hefja ætti vinnu í verksmiðjunni.

En sú fregn var afturkölluð af blaðinu, eftir að Gullfoss var farinn hjeðan. Í síðara skiftið (á fimtudagsmorgun) kom múgur og margmenni heim að húsi því, er Kristján Þ. Jakobsson lögfræðingur og margir fleiri leigjendur búa í. Var Kristján nokkur Sigurðsson, varaformaður Verkamannafjelags Siglufjarðar fyrir hópnum. en helstu forsprakkar aðrir voru Gunnar Jóhannsson og Sigurður Björgólfsson.    (nafn Sigurður Björgólfssonar er þarna vegna mistaka (?) yfirlýsing hans er hér neðar (sk))

Kallaði Kristján nafna sinn út og spyr hvort Sveinn Benediktsson sje staddur hjá honum. Kr. Jak. spyr nafna sinn, hvað hann vilji því. Hinn krefst skýrs svars. en Kr. Jak. fór undan í flæmingi. Áttust þeir þannig við um stund, uns Kr. Jak. opnaði dyrnar og bað komumenn leita. Gat hann þess jafnframt, að það væru fleiri leigjendur í húsinu og vissast væri að leita einnig hjá þeim. Ekkert varð þó úr leitinni, en hópur manna hjelt vörð um húsið.

Skömmu síðar átti Kr. Jak. erindi út á Siglunes til þess að sækja farangur konu, er var að koma í vist til hans. Fór hann á trillubát, en þangað er um klukkutíma ferð hvora leið. Frjettist nú, að Sv. Ben. væri kominn á land á Siglunesi; hefði látið setja sig þar í land úr Gullfossi. Var nú gerður út leiðangur á eftir Kristjáni á trillubátum, en á meðan stóð mannfjöldinn vörð um hús Kristjáns.

Er Kristján kom til baka úr Siglunesförinni, eftir 2½ tíma, með farangur vinnukonunnar, stóð múgurinn enn þolinmóður við hús hans - og beið eftir Sveini. En þegar þeir, sem elt höfðu Kristján út á Siglunes komu úr fýluförinni og sögðu fjelögum sínum, að þeir hefðu einskis roðið vísari, dreifðist múgurinn og fór hver sneiptur heim til sín-

Athugasemd, síðar: Morgunblaðið 16 júlí 1932

Sigurður Björgúlfsson á Siglufirði hefir beðið Morgunblaðið að Ieiðrjetta það sem sagt var á sunnudaginn var, að hann hefði verið einn af þeim, sem gengust fyrir umsátinni um húsið er Kristján Þ. Jakobsson lögfræðingur býr í, þegar Siglfirðingar hjeldu, að Sveinn Benediktsson væri þangað kominn.

Sigurður kveðst þar hvergi nærri komið hafa, þótt einhverjum hafi sýnst svo. Birtir Morgunblaðið þessa leiðrjettingu með ánægju, og skilur það mæta vel, að Sigurður vill ekki láta þá skömm um sig spyrjast, að vera settur á bekk með Gunnari Jóhannssyni, nje liggja undir því ámæli, að hann fylli flokk kommúnista.
----------------------------------------------------------

Alþýðublaðið 11. júlí 1932 – Meira um Guðmundarmálið

Morgunblaðið og Siglufjarðardeilan.
Einkennileg ástríða er það hjá Morgunblaðinu að geta aldrei sagt satt, og það ekki heldur þó það sé um atriði að ræða, sem ekki skiftir miklu máli. Í gær segir Mgbl., að það sé ekki rétt, sem stóð hér í blaðinu á laugadaginn, um tilboð það, er meirihluti stjórnar síldarmjölsverksmiðjunnar hafi gert verkamannafélaginu, heldur hafi verkamennirnir gert verksmiðjustjórninni þetta tilboð.  Lesa meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3988&pageId=16835&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson
----------------------------------------------------------

Vísir 13. júlí 1932

Siglufjarðardeilunni lokið

Sveinn Benediktsson segir lausu starfi sínu í stjórn síldarverksmiðju ríkisins, þar eð skjóta lausn á deilunni var eigi hægt að fá með öðru móti. — Sbr. að öðru leyti bréf þau, sem hér fara á eftir, og skýra afstöðu Sveins Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar nánara.

Lesa meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=75786&pageId=1138554&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson

----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 31. júlí 1932

Siglfirskir bolsar gera aðsúg að Sveini Benediktssyni og berja hann varnlausan í rúminu

Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri fór hjeðan úr bænum s.l. fimtudag i áleiðis til Siglufjarðar í útgerðarerindum. Til Siglufjarðar kom hann seint á föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardags. Klukkan að ganga sjö á laugardagsmorgun ruddist allmikill mannsöfnuður inn í híbýli Sveins og vakti hann og nokkra samstarfsmenn hans, er þar sváfu.

Fyrir liði þessu hafði Kristján nokkur Sigurðsson orð. Hann er verkstjóri hjá Finni Jónssyni. — Hann tilkynti að siglfirskir verkamenn væru enn eigi forystulausir og enn stæði sú samþykt í gildi, að því mundi varnað að Sv. Ben. ætti vært á Siglufirði og krafðist vitneskju um, hve lengi Sveinn ætlaði að dvelja þarna.

Sveinn ljet sjer fátt um finnast heimsókn þessa og kvaðst mundu dvelja óákveðinn tíma á Siglufirði. Tilkynnti þá Kristján þessi að ef Sveinn væri eigi farinn farinn frá Siglufirði fyrir kl. 9 á Laugardagskvöld (gærkvöldi) mundi draga til tíðinda.

Að því, búnu gerði liðið sig líklegt til brottferðar, en áður farið væri tók forystuna Aðalsteinn nokkur Jónatansson, alkunnur svoli og misindismaður, er hefir a. m. k. fótbrotið 2 fíleflda karlmenn og gert fleira ilt af sjer.

Þessi liðsmaður vildi eigi fara við svo búið, heldur rjeðist að Sveini, er lá varnarlaus í rúmi sínu, og barði hann nokkur högg, án þess Sveinn hefði einu orði að honum vikið. Að þessu frægðarverki búnu hjeldu niðurrifsmenn þessir burtu.

Sveinn tilkynti í gær bæjarfógeta Siglufjarðar um árás þessa og hótanir, en hvað úr þessu hefir orðið, hefir ekki frjest, vegna þess að símasamband við Siglufjörð er ekki lengur en til kl. 9 að kvöldi.
---------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 1 ágúst 1932

Siglfirðingar svara Lappó-lýðnum.

Sveinn Benediktsson kom til Siglufjarðar á laugardaginn. Siglfirðingar ráku hann af höndum sér um borð í Óðin um kvöldið. Eftirdæmi atburðanna í Keflavík og Bolungavik.

Einkaskeyti frá fréttarita okkar Siglufirði, 31. júlí kl. 12,15. Sveinn Benediktsson kom hingað á laugardagsmorgun, Fór þá Kristján Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins, og Jóhann F. Guðmundsson, form. Jafnaðarmannafélagsins, á hans fund á samt nokkrum mönnum og tilkyntu honum,, að yrði hann ekki farinn úr Siglufirði, fyrir kl. 9 um kvöldið, þá myndu þeir flytja hann burt. 

Kl. 9 að kvöldi söfnuðust saman um 400 manns fyrir utan hús það, er Sveinn gisti í, en inn gengu Kristján og Jóhann ásamt nokkrum mönnum á fund hans, og er þeir höfðu talað við hann nokkra stund, kom Sveinn með þeim út og fylgdi þeim ásamt mannfjöldanum niður á bryggju Ríkisverksmiðjunnar, og þaðan var hann fluttur út í varðskipið Óðinn;

Var þar tekið á móti honum, en skipstjórinn bað Kristján og Jóhann að bíða þar til hann hefði fengið svar við skeyti, er hann ætlaði að senda yfirboðurum sinum, og er svarið kom fóru þeir í land, — Óðinn er farinn með Svein, og vona Siglfirðingar að Sveinn ónáði þá ekki frekar í framtíðinni.

Eins og menn muna var sú samþykt gerð á borgarafundinum, er haldinn var á Siglufirði rétt eftir hvarf Guðmundar Skarphéðinssonar, að Sveinn Benediktsson skyldi ekki með vilja Siglfirðinga dvelja á Siglufirði í framtíðinni. Var þetta samþykt með 600 samhljóða atkvæðum.— Er því það, sem nú hefir gerst, ekki annað en framkvæmd á einhuga samþykt Siglfirðinga.

En um leið er þetta svar til Jónasar Jónssonar fyrverandi dómsmálaráðberra og Magnúsar Guðmundssonar núverandi dómsmálaráðherra, sem hafa ekki látið ofbeldismennina keflvísku og bolvísku sæta ábyrgð fyrir framkomu þeirrfa,  gagnvart Axel Björnssyni og Hannibal Valdimarssyni. —

Þegar verkalýðurinn og allir sanngjarnir menn sjá, að yfirráðastéttin ætlar að skapa slíkt réttarfar í landinu, að fulltrúar verkalýðsins séu réttlausir gagnvart misindismönnum  úr herbúð um auðvalds og atvinurekenda, þá tekur hann til sinna ráða og svarar í sömu mynt. Það er stefna alþýðusamtakanna,-að efna ekki til óeirða eða verka, sem talist geta til ofbeldis, nema ef auðvaldið stofnar til slíks að fyrra bragði.

Siglfirskur verkalýður hefir um leið og hann hefir rekið Svein Benediktsson af höndum sér, svarað auðvaldinu, er stendur á bak við Sigurð Pétursson í Keflavík og Högna Gunnarsson í Bolungavik og segja: „Eins og þú sáir, svo skalt þú og uppskera“ Og þannig mun verkalýðurinn svara í framtíðinni. Mun þar ekki stoða ríkislögregla eða „drápskylfur", því réttlætismeðvitund fjöldans sameinar til meira afls en þetta hvorttveggja.

Svo undarlega bregður við í gær, að bæði Vísir og Mgbl. hrópa upp um ofbeldi og hegningu yfir þá menn, sem framkvæmdu vilja Sigfirðinga og j ráku Svein heim til sín hingað til Reykjavíkur. Þessi blöð bæði í hældu óþverramönnunum keflvísku í vetur,- er þeir réðust að i Axel Björnssyni og hótuðu að drepa hann. Hann hafði þó ekkert til saka unnið annað en að vera fulltrúi verkamanna í launadeilu, Í Sömu afstöðu tóku bæði þessi blöð í Bolungavíkurmálinu. —

Sök Sveins var meiri en þeirra manna, er urðu fyrir ofsóknum útsendara íhaldsins, en slík er réttlætiskend þessara blaða! Bæði þessi blöðin skýra frá því, að Aðalsteinn Jónatansson verkamaður hafi ráðist að Sveini í rúminu og flengt hann, en þetta er ekki rétt. Aðalsteinn, sem er skapstór verkamaður, sem auðvaldinu mun ekki finnast hann hafa rétt til vegna þess að hann er fátækur, gekk til Sveins þar sem hann sat upp við olnboga í rúmi sínu og sýndi honum lúnar hendur sínar, sem voru kolsvartar, og bað hann að minnast þeirra orða er formaður verkamannafélagsins hafði sagt við hann.

Og um leið og hann gekk frá honum, klappaði hann lauslega tvisvar á vanga honum í kveðjuskyni, svo að eftir var á hvítum og mjúkum vanganum kolsvört mynd af hendi verkamannsins. Atburðurinn á Siglufirði sanna mönnum, að ef „verðir réttvísinnar" ætla sér að gera hin skipulögðu samtök alþýðunnar, fulltrúa þeirra og verkalýðinn sem heild, er skipa þau, réttlaust í landinu, þá ef samtökunum sem heild að mæta. — Þá skapa þau sinn rétt og sín lög gegn órétti og ólögum. Þetta ef rétt fyrir valdhafana að leggja á minnið, Þeir, ráða bardagaaðferðunum.

(Ath- Nokkuð langt „einkaskeyti“ finnst mér þetta vera.) 

Nokkuð aðra lýsingu á atbuðum sagði mér forðum,  einn þeirra sem sagðist hafa álpast í þann hóp sem braust inn til Sveins. Og svo þessi barnalega eignarhald á onafninu "Siglfiðingar" - siglfiðinga vildu þetta og gerðu hitt og fleyri álík tilvitninanir, þar sem viðkomandi telja sig haf leyfi til að vitna í ALLA Siglfiðinga, þó engar staðfestingar séu tilum neinar samþykktir því til stuðngs.
Svona töluðu kommar og kratar í gamla dag, og enn í dag tíðkast svona frekja, samber "Flokkur fólksins"

SK 2017 
----------------------------------------------------------  

Vísir 3. ágúst 1932

Ofbeldisverkið ð Siglufirði. Almenningur hefir með undrun lesið frásagnir af síðasta ofbeldisverki siglfirskra æsingamanna, er þeir fóru fyrst að Sveini Benediktssyni með barsmíð og fluttu hann síðan nauðugan um borð í varðskipið Óðin, er á Siglufjarðarhöfn lá.

Menn spyrja hverja heimild siglfirskir jafnaðarmenn hafi til þess að flytja friðsama borgar a burtu ?  Meira:>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=75806&pageId=1138633&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------  

Morgunblaðið 4. ágúst 1932

Samþyktir.

Vetrkalýðsfjelag Siglufjarðar samþykti um daginn, að banna Sveini Benediktssyni að dvelja á Siglufirði.

Verkalýðsfjelag Siglufjarðar hefir nú með ofbeldi framkvæmt þessa samþykt sína. Spyr nokkur um það, hvort samþykt þessi sje lögleg? Dettur nokkurum það í hug? Víkingar fara ekki að lögum, segir gamalt máltæki. Verkalýðsfjelag Siglufjarðar ekki heldur.

Og þeir menn, og þau blöð, sem fylgja hinni svonefndu verkalýðshreyfingu, láta sjer vel líka aga og lagaleysið, mæla því bót, þegar ofbeldi er beitt og engum lögum er fylgt.

Smáklausa; meira hér:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102705&pageId=1223154&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------

Dagur 11. ágúst 1932

Fyrirmynd kommúnista

Fyrir nokkrum dögum skeði sá atburður á Siglufirði, að verkamenn þar ráku Svein Benediktsson framkvæmdastjóra á brott úr bænum, frá starfi sínu og atvinnu þar. Þóttust þeir eiga honum grátt að gjalda frá ríkisverksmiðjudeilunni og fyrir níðgreinar um verkalýðsforingjann Guðmund Skarphéðinsson.

Til brottrekstrar Sveins var stofnað í hefndarskyni. Íhaldsblöðin nefna þessar aðfarir með réttu »ofbeldisverknað«, og menn þá, er að ofbeldinu stóðu, »ofstækismenn«. Fleiri atburðir hafa skeð nú ný lega, sem benda á, að ofbeldis- og hnefaréttarstefna sé efst á baugi meðal kommúnista hér á landi.

Meira:>  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=203335&pageId=2642031&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
---------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 13. september 1932  -- Bjarni Ólafsson, (skipstjóri.)

Siglufjarðarmálin.

Upp á síðkastið hefir verið býsna hljótt um hin svonefndu Siglufjarðarmál, þ. e. yfirgang og ofbeldi það, sem siglfirskir jafnaðarmenn hafa haft í frammi gagnvart Sveini Benediktssyni, en þótt svo sje, þá er það víst, að enn er þetta mál ofarlega í huga fjölda manna víða um land.

Vegna þess að þetta mál snertir mig eins og fjölda annara sjómanna og útgerðarmanna, beint og óbeint, vildi jeg segja nokkur orð um það.
Mörg undanfarin sumur hefir Sveinn Benediktsson verið umboðsmaður minn á Siglufirði og staðið í landi fyrir útgerð minni þaðan. —
Hefir hann verið ómissandi fyrir mig og útgerð mína þar nyrðra, enda rækt starf sitt af framúrskarandi dugnaði og samviskusemi. .................. Hluti af grein, lesa meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102739&pageId=1223311&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------------

Morgunblaðið 6. janúar 1934

Stjórn síldarverksmiðju ríkisins. Sveinn Benediktsson framkvæmda stjóri og -Jón Þórðarson frá Lauga bóli, nú á Siglufirði, hafa verið settir í stjórn síldarverksmiðju ríkisins í stað þeirra Guðmundar Hlíðdal og Lofts Bjarnasonar, er sögðu sig úr stjórninni.
---------------------------------------------------------- 

Einherji 19. janúar 1934 - Grein eftir Hjálmar Kristjánsson

Sveinn Benediktsson og Ríkisverksmiðjan.

Ég sat og hlustaði á tilkynningar í Útvarpinu. Hvað heyrði ég? Sveinn Benediktsson er útnefndur með öðrum manni í Ríkisverksmiðjustjórnina af dóms- og atvinnumálaráðherranum Magnúsi Guðmundssyni.

Ég sat lengi og hugsaði.  Hvað er hér að gerast? 

Ég sá ekki í gegnum orsakavefinn, en afleiðingarnar urðu mér ljósar. 

Þessi spurning kom fram í huga mínum: Hverskonar maður er Magnús Guðmundsson?.................   Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=335572&pageId=5290285&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson%20Sveinn%20Benediktsson 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 Morgunblaðið 22 febrúar 1934

Jón Baldvinsson.

 Jón Baldvinsson bankastjóri Útvegsbankans hefir, fyrir hönd Alþýðusambands íslands, skrifað dómsmálaráðherra brjef, þar sem hann fer fram á, að ríkisstjórnin afturkalli þá ákvörðun sína, að setja Svein Benediktsson í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Er óhætt um, að brjef bankastjórans vekur athygli um land alt. —...................

Upphaf greinar, lesa meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=103184&pageId=1225778&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
------------------------------------------------------ 

Vísir 26. febrúar 1934

Síldarverksmiðja Ríkisins Verkakaupssamningur fyrir komandi síldarvertíð undirskrifaður.

Samningar hafa nú tekist á milli stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins og Verkamannafélags Siglufjarðar um kaupgjald í verksmiðjunum á komandi síldarvertíð. Voru samningarnir undirskrifaðir s.l. laugardag.

Samkomulag um uppkast að samningunum, eins og gengið var frá þeim, náðist á fundi, sem stjórn Síldarverksmiðju ríkisins átti með stjórn og kauptaxtanefnd Verkamanna félags Siglufjarðar. Var sá fundu r á Siglufirði miðvikud. 21. þ . m. og sátu hann af hálfu verksmiðjustjórnarinnar þeir Sveinn Benediktsson, Jón Þórðarson og Þormóður Eyjólfsson, en af hálfu Verkamannafélags Siglufjarðar þeir Gunnar Jóhannsson, Kristján Hallgrímsson, Jóhann Garibaldason, Óskar Garibaldason, Páll Ásgrímsson, Guðlaugur Sigurðsson og Gísli Sigurðsson.  Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=76386&pageId=1141113&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
-------------------------------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 12. apríl 1934

Síldarverksmiðjur ríkisins

Þetta er ekki rjett.  Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=103224&pageId=1226031&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
------------------------------------------------------------------------------------ 

Einherji 11. maí 1934

Síldarverksmiðjumálið.

Mjög sterkar líkur til að Síldarverksmiðjan verði byggð á Siglufirði. Fjórir af sex nefndarmönnum, þeim er gera áttu tillögur um staðinn, er hún yrði byggð á, hafa greitt atkvæði með Siglufirði, eru það þeir Sveinn Benediktsson, Guðmundur Hliðdal, Trausti Ólafsson og Loftur Bjarnason, en á móti voru Kristján Bergsson og Sveinn Arnason.

Forsætisráðherra hefir útvegað allt að 1 miljón króna lán í Englandi til verksmiðjubyggingarinnar.  Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=335580&pageId=5290317&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------- 

Alþýðumaðurinn 14. ágúst 1934

Samfylking »komma« og íhalds.

Þegar Sveinn Benediktsson kom til Siglufjarðar sem einn stjórnandi Ríkisverksmiðjanna, vildu margir af Alþýðuflokksmönnum að verkalýðurinn hefði samtök um að banna honum vist þar, eins og áður hafði verið gert.

En kommarnir voru nú ekki á því, og stjórn Verkamannafélagsins þverbraut allar sínar samþykktir, tilkynningar og yfirlýstar starfsaðferðir kommúnista til að fá að semja við Svein um kaup í Ríkisverksmiðjunum.
Íhaldið sendi svo Svein í Norður-Þingeyjarsýslu til að vinna á móti Framsókn og Alþýðuflokknum.

Kommar sendu Ásgeir Blöndal, Sveini til fulltingis. Voru þeir eins og bræður á framboðsfundunum og blökuðu hvorugir við öðrum. Svo þegar Ásgeir kemur til Siglufjarðar í byrjun vinnutímans, stingur Sveinn honum inn í Ríkisverksmiðjuna, þó hvert rúm væri fullskipað þar áður, og stássar Ásgeir þar eins og nokkurskonar Ketill Skugga Sveins, og hefir sitt fulla kaup fyrir.

Hluti frá grein, meira hér:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=315086&pageId=4942309&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
-----------------------------------------------------

Morgunblaðið 12. maí 1936

Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins vikið frá með bráðabirgðalögum.

Bráðabirgðalögin voru ákveðin meðan þingið sat.

Sjómenn og útgerðarmenn missa sína fulltrúa.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, er Morgunblaðið hefir fengið, símaði ríkisstjórnin í gær út bráðabirgðalög um breyting á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins.

Með þessum bráðabirgðalögum á að reka hina þingkjörnu fulltrúa úr stjórn verksmiðjanna, en atvinnumálaráðherra skipar menn í staðinn. Þessi ákvörðun var tekin löngu áður en þingi sleit, en stjórnin treysti sjer ekki til að koma lagabreytingu gegn um þingið!

Er því hjer um að ræða fullkomið gerræði gegn Alþingi, gerræði, sem á engan sinn líka í okkar þingsögu.

Þessi fáheyrða ráðstöfun er gerð til þess að tryggja völd Framsóknarflokksins í verksmiðjunum, m.a. til þess að hætta að kaupa bræðslusíld fyrir fastákveðið verð og fara að greiða út á hana hluta af áætlunarverði, eins og síldareinkasalan gerði.

Þá á að koma Jóni Gunnarssyni aftur í framkvæmdastjórastöðuna, þegar ráðningartími Gísla Halldórssonar er úti.  

Meira hér:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=103872&pageId=1230897&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson 
----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 23. desember 1937

Ný stjórn í síldarverksmiðjum ríkisins.

 Einræði Finns úr sögunni

 Á fundi í sameinuðu þingi í gær, fór fram kosning 5 manna í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, samkvæmt hinum nýju lögum, sem Alþingi hafði samþykt.

  • Kosnir voru:
  • Sveinn Benediktsson og
  • Jón Þórðarson (Siglufirði) af hálfu Sjálfstæðisflokksins,
  • Þormóður Eyjólfsson og
  • Þorsteinn M. Jónsson af hálfu Framsóknarflokksins og
  • Finnur Jónsson af hálfu i Alþýðuflokksins.

-----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 21. ágúst 1939

Árás á Svein Benediktsson á Siglufirði i fyrrakvöld.

Lögreglan varð að forða honum undan reiði óánægðra flokksbræðra hans.

AFGREIÐSLA sú, sem síldarverksmiðjumál Siglfirðinga fékk, hefir nú haft einkennileg eftirköst. Síðastliðið laugardagskvöld var haldinn dansleikur á Siglufirði. Voru þar m. a. margir ungir sjálfstæðismenn og helztu forkólfar íhaldsins á staðnum. Fór dansleikurinn að öllu leyti vel fram, þangað til Sveinn Benediktsson kom þangað.

Þegar Sveinn kom inn, kom upp kurr í salnum, og Jón Gíslason, sem ásamt Aage Schiöth, hafði sagt af sér fulltrúastörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrr um daginn, í mótmælaskyni við gerðir flokksbræðra sinna í síldarverksmiðjumálinu, hrópaði upp: „Út með Svein Benediktsson.

Það er ekki hægt að skemmta sér, þar sem Sveinn Benediktsson er viðstaddur, það getur að minnsta kosti enginn Siglfirðingur. Hann eitrar loftið í kringum okkur. Hann er og verður ætíð öllum til ills og bölvunar, hvar sem hann sýnir sig. Við viljum ekki vera undir sama þaki og hann".

Er Jón hafði þetta mælt, heyrðist hrópað úr ýmsum áttum úr salnum: ,,Burt með Svein Benediktsson og Þormóð Eyjólfsson úr bænum!"

Gerðist þá einhver svo djarfur að kákla utan í Svein, og var því næst gerð tilraun til að kasta Sveini út. En þá kom lögreglan Sveini til hjálpar og urðu allmiklar ryskingar, en að lokum sá lögreglan sér ekki annað fært, en að fara með Svein á hótel, og loka hann þar inni, þangað til mesti móðurinn var runninn af flokksbræðrum hans.
---------------------------------------------------

Morgunblaðið 22. ágúst 1932

Róstur á síldarballi á Siglufirði

Róstur einhverjar urðu á dansleik á Siglufirði á laugardagskvöld, og er það ekki nýlunda þar. En Alþýðublaðið í gær gefur í skyn, að Sveinn Benediktsson hafi staðið fyrir róstunum. Sannleikurinn er þessi:

Dansleikur var haldinn á hóteli því, sem Sveinn Benediktsson býr. Kom Sveinn, ásamt fleiri hótelgestum á dansleikinn.

Einn drukkinn samherji Alþýðublaðsins, þektur norður þar, rjeðist aftan að Sveini og veitti honum áverka.
Sagði tíðindamaður Mbl., á Siglufirði í gær, að nokkrir valdamenn á staðnum væru að reyna að koma af stað æsingum gegn Sveini Ben., Þormóði Eyjólfssyni o. fl., í sambandi við Rauðkumálið. Bak við þessar æsingatilraunir stæði m. a. Erlendur Þorsteinsson alþm.

Frá hinu sagði Alþýðublaðið ekki, að um kl. 6 á sunnudagsmorgun, áður en ölvíman var runnin af árásarmanninum, var Sveinn Benediktsson kominn að starfi sínu og hlutaðist til um, að flugvjelin TP-Örn flygi yfir austurhluta síldarsvæðisins, með þeim glæsilega árangri, sem nú er kunnur orðinn.

Og það verður áreiðanlega síldin, sem Siglufjörður lifir á í nútíð og framtíð.
----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 23. ágúst 1936

Athugasemd frá Sveini Benediktssyni.

Sveinn Benediktsson hefir beðið blaðið að geta þess fyrir sig, út af róstunum á síldarballinu á Siglufirði á laugardagskvöldið, að það sé ekki rétt frá skýrt í Alþýðublaðinu, að margir Sjálfstæðismenn hafi veitzt þar að sér.

Þegar hann hafi verið búinn að vera í tvær klukkustundir á ballinu, hafi einn drukkinn maður ráðizt á sig fyrir margítrekaða áeggjun Jóns Gíslasonar kaupmanns, sem einn átti sök á því uppistandi, sem varð.
Aage Schiöth lyfsali og margir aðrir viðstaddir hefðu gert sitt ítrasta til þess að stilla til friðar og sefa Jón Gíslason og hinn drukkna mann.

Ballið hafi farið fram á hótelinu þar sem Sveinn búi, svo að enginn hvorki lögregla né aðrir, hafi getað fylgt honum heim eins og sagt hafi verið í Alþýðublaðinu, enda engin ástæða til þess.

Aths. Alþýðublaðsins: Blaðið sér ekki annað en að hér sé í aðalatriðum staðfest það, sem það sagði af þessu sögulega balli á Siglufirði.  ---  (sk. 2017- talddi ritstjórinn lesendur sína vera vangefna ?????)
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 27. ágúst 1939

Rósturnar í Siglufirði

Út af grein í Morgunblaðinu 22. þ. mán. um róstur í Siglufirði, hefir Edvard. Frederiksen, gestgjafi í Hótel Hvanneyri, þar sem rósturnar urðu, beðið blaðið fyrir þessar skýringar: 

1. Það er stranglega tekið fram við alla þá, sem gangast fyrir dansleikum hjer í hótelinu, hvort  heldur það eru einstakir menn eða klúbbar, að gestir þeir, sem á hótelinu búa, hafi frjálsan aðgang að dansleikunum, því að ella mundu þeir sæta ónæði og hvort sem er ekki geta sofið.

2. Æsingamaður var aðeins einn á þessum dansleik, Jón Gíslason hjá Einco, en Erlendur Þorsteinsson alþingismaður var ekkert við þetta riðinn og kom þarna hvergi nærri, sást ekki á hótelinu þennan dag nje kvöld.

Þormóður Eyólfsson kom þar ekki heldur. Sveinn Benediktsson, sem býr hjer í hótelinu, og kom á dansleikinn eins og aðrir gestir, átti enga minstu sök á því sem gerðist. Hann á heldur ekki sök á því, að hann hefir engan frið haft síðan.

Ath. Í áminstri grein í Morgunblaðinu var það hvergi sagt að Erlendur Þorsteinsson hefði verið í þessum róstum, heldur að hann mundi standa fyrir æsingum í bænum út af Rauðkumálinu, sem meðal annars hafa leitt það af sjer að, Sveinn Benediktsson hefir engan frið haft síðan.
---------------------------------------------------- 

Neisti 9. nóvember 1944

Jón Gunnarsson og Sveinn Benediktsson dæmdir.

Dómur er fallinn í héraði í máli því, sem höfðað var gegn Jóni Gunnarssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, og Sveini Benediktssyni, formanni verksmiðjustjórnar, vegna áfengisveitinga án vínveitingaleyfis á Hótel Hvanneyri síðastliðið haust og árekstra við lögregluna í sambandi við það.

Eru forsendur dómsins all fyrirferðarmiklar og margbrotnar, en dómurinn hljóðar svo:  Lesa meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=345954&pageId=5419251&lang=is&q=Sveinn%20Benediktsson   
----------------------------------------------------  

Morgunblaðið 31 maí 1945

Hæstarrjettardómur í „stigamálinu" á Siglufirði

MÁL ÞETTA er út af árekstri milli Jóns Gunnarssonar, forstjóra Síldarverksmiðja ríkisins og Sveins Benediktssonar, formanns stjórnar S.R. annarsvegar og lögreglunnar á Siglufirði hinsvegar. Sökuðu J. G. og Sv. Ben., einn lögregluþjóninn um að hafa gert tilraun til að hrinda J. G. niður stiga í Hótel Hvanneyri á Siglufirði hinn 26. ágúst s.I, en lögregluþjónarnir báru þá ýmsum sökum á móti.

Hóf Guðmundur Lúther Hannesson, bæjarfógeti á Siglufirði, löng rjettarhöld út af máli þessu s.l. sumar og ákvað opinbera málshöfðun á hendur Jóni Gunnarssyni og Sveini Benediktssyni. Í dómi Hæstarjettar, er kveðinn var upp í gær, urðu málsúrslit þau, að Jón Gunnarsson var dæmdur í 300 króna sekt og Sveinn Benediktsson í 100 króna sekt. —

Hjeraðsdómarinn Guðmundur L. Hannesson var víttur fyrir málsmeðferðina.
Málsskjölin í máli þessu, í undirrjetti, voru milli 160 og 170 vjelritaðar folioarkir, eða einhver þau lengstu, sem um getur. —Í forsendum Hæstarjettardómsins segir svo m. a.: „Um greiðslu sakarkostnaðar athugast, að rannsókn málsins og meðferð þess í hjeraði hefir orðið að miklum mun víðtækari og umfangsmeiri en smábrot þau, er ákærðu eru sakaðir um, gáfu tilefni til".

Jón Gunnarsson og Sveinn Benediktsson skyldu greiða 1/3 hluta málsvarnarlauna skipaðra talsmanna sinna, en allur annar kostnaður málsins í hjeraði og fyrir Hæstarjetti skyldi greiðast úr ríkissjóði. Í niðurlagi forsendna Hæstarjettardómsins segir svo um málsmeðferð hjeraðsdómarans Guðmundar L. Hannessonar: .,

Rannsókn máls þessa í hjeraði hefir orðið miklu umfangsmeiri en efni stóðu til, og ýmsum atriðum, sem ekki vörðuðu málið, blandað inn í hana. Dómari hefir og haft þann óhæfilega hátt á rannsókninni að bóka eftir vitnum sóknarræður í stað þess að yfirheyra þau um þau atriði, er máli skiftu. Þá hefir og dómarinn lagt fram skjöl og haldið próf, er talsmanni ákærða Sveins Benediktssonar, var ekki gefinn kostur á að sjá.

En ekki þykir ástæða til að ómerkja hjeraðsdóminn vegna þessa, þar eð skjöl þessi og próf ráða engu um úrslit málsins. Loks setti og dómari heimildarlaus skilyrði fyrir því, að máli ákærða Jóns Gunnarssonar yrði lokið með rjettarsætt. Verður að víta þetta"
--------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 5. mars 1948

Sveinn Benediktsson: Hversvegna hrundi Ákavíti?"

SAMKVÆMT ósk stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins voru þeir verkfræðingarnir Valg. Björnsson og Árni Pálsson dómkvaddir hinn 11. apríl 1947, til þess að meta meðal annars hverjar orsakir voru til þess að mjölgeymsluhús SR'46 verksmiðjunnar hrundi, undan aðeins þriggja feta snjóþunga, aðfaranótt 24. mars 1947. Álit verkfræðinganna var:

„Orsök til þess að þakið fjell niður er fyrst og fremst, að ásar í þekjunni voru of veikir". „Húsið var ekki nægilega sterkbyggt til þess að geta talist örugg mjölgeymsla á Siglufirði. Ásar í þaki voru mikils til of veikir. Þakgrind var veik. Vindgrind vantar í þak. Veggir og gaflar eru ekki gjörðir fyrir nægilegan vindþunga. — Form hússins var óhagstætt. Undirstöður voru of rýrar. Uppsetningagallar hafa ekki komið í ljós."

„Af því sem að framan greinir er augljóst að húsið verður ekki endurreist í sama formi." „Húsið stenst á engan veg útreikning fyrir vindþunga og verður því að gera sjerstakar ráðstafanir til þess, að ekki sje hætta á að það falli í stormi." Þetta er í fám orðum álit hinna dómkvöddu verkfræðinga á því hverjar orsakir lágu til þess að húsið hrundi.

Svo sem kunnugt er stóð fyrverandi byggingarnefnd Síldar verksmiðja ríkisins fyrir byggingu mjölskemmunnar, sem var að stærð 112 x 58 metrar að flatarmáli og því stærsta hús landsins að grunnfleti. Engin teikning eða útboðslýsing var gerð á húsinu áður en það var pantað. Ekki var húsgrunnurinn heldur rannsakaður áður en bygging var hafin. Áka Jakobssyni, fyrverandi at vinnumálaráðherra hefur reynst erfitt að verja atferli fyrverandi Byggingarnefndar SR.

Áki hefur nú gripið til þess örþrifaráðs að reyna að kenna mjer hrunið, með því að ljúga því upp, að jeg hafi látið dæla heitu vatni á þak skemmunnar áður en skemman hrundi. Nokkru magni af heitu vatni hafði verið dælt á þak skemmunnar nokkrum dögum áður en húsið hrundi og var það gert án minnar vitundar eða vilja, samkvæmt fyrirmælum þáverandi framkvæmdastjóra verksmiðjanna, Hilmars Kristjónssonar.

Hinum dómkvöddu verkfræðingum var gert kunnugt um að Hilmar Kristjónsson hafði gert tilraun til þess að þýða snjó af þakinu með þessum hætti, og töldu þeir að athuguðu máli að þessi tilraun hefði ekki verið orsök til hruns hússins. Hilmar Kristjónsson, fyrverandi tæknilegur framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins varð augljóst herfang kommúnista haustið 1946 og síðan þar til hann hætti störfum hjá verksmiðjunum í september 1947.

Hann hafði á þessu tímabili náið samstarf við Áka Jakobsson fyrverandi atvinnumálaráðherra og skeytti stundum lítt um að fara að fyrirmælum meirihluta verksmiðjustjórnar. Mitt í herleiðingu Hilmars hrundi mjölskemman. Áki telur mjölskemmuna nú hafa hrunið vegna þess að dælt hafi verið vatni á þakið og að þar hafi annaðhvort verið um „asnastrik eða vísvitandi skemdarverk" að ræða.

Aðdróttanir þessar hafa ekki við rök að styðjast að áliti hinna dómkvöddu verkfræðinga. En væri fótur fyrir þeim, berast sakir að fyrverandi tæknilegum framkvæmdastjóra SR, Hilmari Kristjánssyni, sem ljet gera þessa tilraun, en ekki að þeim, sem þar komu hvergi nærri. ,

Sveinn Benediktsson
--------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 6 ágúst 1955 -- Hluti af stórri grein um Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 25 ára, skrifuð af Sveini Benediktssyni

Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 25 ára

Í tilefni afmælisins hafði stjórn verksmiðjanna boð inni að Hótel Hvanneyri. Þar flutti núverandi formaður verksmiðjustjórnar, Sveinn Benediktsson, eftirfarandi yfirlit yfir síldveiðar hér við land og framvindu verksmiðjanna þau 25 ár, sem þær haf a starfað. Erindið er stórfróðlegt, og birtist óstytt.