Óskar Halldórsson framkvæmdamaður og brautryðjandi.

Óskar Halldórsson.

Það fer ekki á milli mála, að mínu mati (sk), eftir að hafa lesið nokkra tugi greina sem hann, og það sem aðrir hafa skrifað honum tengt, að Óskar Halldórsson hefur með atorku sinni og hugmyndum, skapað Siglfirðingum í heild, ásamt verkafólki meiri hagsæld og atvinnu en aðrir. Þar til viðbótar, mörgum öðrum byggðalögum, samber; Reykjavík, Keflavík, Sandgerði og fleirum á Reykjanesskaganum,  Vestmannaeyjum, Raufarhöfn og fleirum.

Ekki get ég sagt að ég hafi þekkt Óskar persónulega, þó svo að ég hafi örlítið umgengist hann, meðal annars sem unglingur, rukkað hann fyrir föður minn, svo og þar áður, yngri, farið í fylgd móður minnar sem heimsótti vinkonu sína, Guðný dóttir Óskars þar sem hún bjó ásamt manni sínum. Þar var Óskar held ég einnig til húsa og sá ég hann þar nokkrum sinnum.

Í minningargrein sem Eyþór Hallsson skrifaði um Óskar eftir lát hans, segir Eyþór á einum stað: „Vafasamt er, hvort nokkur maður á Íslandi hefur haft lengri vinnudag.“ 

Ég aftur á móti hefi hugleitt hvort maðurinn hafi nokkru sinni sofið, svo mikið sést eftir Óskar Halldórsson, sem því miður féll frá alltof snemma, ef til vill átti of langur vinnudagur þátt í því?

Óskar átti án vafa nokkra slæma galla, einn galli sem stakk mig er ég las: Hann var hliðhollur nasistahreyfingunni á Íslandi og var meðal annars þar í framboði fyrir flokkinn. Mig grunar að ástæða þeirrar ákvörðunar hans hafi verið margítrekuð óheilindi stjórnmálanna á Íslandi, flokkadrætti og fleira sem rýrði hag þjóðarinnar að hans mati.

þar áttu hlut, allir ráðandi forustumenn allra pólitísku flokkanna, þar með ráðherrar og þingmenn. Nasistarnir voru nýlegt afl, sem ekki höfðu komist til valda (sem betur fer) og því ekki haft tækifæri til að svíkja neitt (á Íslandi) og að Óskar hafi haft trú á að þar gæti hann komið að gagni????

Þetta notfærðu andstæðingar hans sér, aðallega kommúnistar og kratar, bæði með fölskum fréttum, skrifum og níði, og eða ekki sagt frá því sem án allra vafa var jákvætt í athöfnum Óskars, sem þessi kommalýður, vissi ekki, eða vildi ekki vita. Þeir sem stjórnuðu þeim, voru kommarnir í Ráðstjórnarríkjunum, leppar morðingjans Stalíns, sem var lítt betri en geðbilaði morðinginn Hitler, sem var þó engin "afsökun" hvað Óskar varðaði. Hann var ekki sá eini sem lét glepjast af fagurgali og framgangi nasista í Þýskalandi.

Hvað um það, Óskar var fljótur að snúa bakinu við nasismanum, þegar hann áttaði sig á því fyrir hverju nasistarnir stóðu undir stjórn Hitlers. En kommarnir hér heima voru áfram með dökkrauð gleraugu og sáu ekkert nema gott frá „roðanum í austri“ og nokkrir slíkir eru til enn árið 2017, þegar þetta er skrifað.

Vissuleg má með sanni segja að Óskar Halldórsson hafi verið það sem kallað er BRASKARI, braskari sem vill koma sinn ár vel fyrir borð, stundum tókst það, stundum ekki. Margir hafa skrifað og sagt að hann hafi hlaupið frá Siglufirði eftir lélegar síldarvertíðir, án þess að borga síðustu vikulaun starfsfólks síns.

Heyrt hefi ég sjálfur um slík dæmi úr munni fólks, nokkuð sem ég rengi ekki, og margir bölvað og skrifað um slíkt og kallað Óskar öllum illum nöfnum. Hvergi hefi ég þó séð á prenti, hvort hann hafi síðar gert upp, en grun hefi ég um það.

Tengdamóðir mín heitin, Margrét Marsebil Eggertsdóttir, sem vann nokkur sumur hjá Óskari á söltunarstöðinni í Bakka, sagði mér að í fyrsta sinn er slíkt hafi hent hana og mann hennar Friðrik Stefánsson sem einnig vann hjá Óskari á Bakkastöðinni, (það skeði tvisvar) þá hafi í fyrra skiptið komið til þeirra böggull í pósti, rétt fyrir jólin sama ár, með peningum sem ríflega nam skuldinni ásamt konfektkassa sem greinilega var keyptur erlendis.

Seinna uppkjörið vegna launaskuldar hafði borist þeim ríflega, strax að vori er Óskar kom norður. Ég hefi hugboð um að þessi tilfelli hafi ekki verið þau einu, þó svo að ekki hafi frést af þeim eða séð á prenti.  

Ein frásögn af van-greiðslugetu Óskars, er tengd einum af mörgum bryggjum sem Óskar lét byggja og endurbyggja, bæði á Siglufirði og Raufarhöfn. Það var varðandi bryggjusmiðinn Sveinn Jónsson frá Steinarflötum. Það kom nokkru sinni fyrir að Óskar gat ekki greitt skuldir sínar við Svein á tilsettum tíma, en ávalt komu greiðslur síðar með uppbót. Síðasta verk Sveins fyrir Óskar var bryggjusmíði á Raufarhöfn enda ávalt góð tengsl á milli þeirra.

Hér á þessari vefsíðu, er farið yfir ritferla tengt, Óskari Halldórssyni. Og er það er aðeins örlítið brot af þeim skrifum og upplýsingum varðandi Óskar Halldórsson sem finna má á www.timarit.is - raunar einnig í bókum.

Steingrímur Kristinsson.
--------------------------------------------------

Efni tengt Óskar Halldórssyni sem garðyrkjumanni með fleiru, fyrstu umfjallanir um hann ásamt auglýsingum frá honum. Og þar til viðbótar "blaðaúrklippur" smærri frétta og auglýsinga varðandi hið fjölbreytta starf hans tengt útgerð, lýsi, síld og fleiru, ma. útgerðum hans, má skoða hérna  

Annað efni tengt Óskari sem útgerðarmanni með fleiru er hér neðar.
-----------------------------------------------------

Óskar Halldórsson borgaði árið 1917 kr.132,oo í útsvar til Siglufjarðar.

Upphæð sem var ekki fjarri meðaltalsupphæð þeirri sem aðrir borguðu á sama tíma. 

Og árið 1919 kr. 25.— í útsvar til Siglufjarðar.
-----------------------------------------------------

Verkamaðurinn 9. apríl 1921

Smáklausa í blaðinu:

Frést hefur frá Reykjavík að Ólafur Eyjólfsson og Óskar Halldórsson útgerðamaður hafi lýst sig gjaldþrota. Mun tæpt standa fyrir fleirum.
----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 14. september 1921

Þar er þess getið:  Gullfoss fer héðan á morgun til útlanda með fullfermi af vörum — mest síld — og eins marga farþega og skipið frekast rúmar. Meðal þeirra eru: Ol. Johnson konsúll með tvo syni, D. Sch. Thorsteinsson læknir, Martin Bartels bankaritari og frú hans,.............................. Óskar Halldórsson framkvæmdarstj. Har. O. Möller, Aðalsteinn og Haukur P. Ólafsson, frú Helga Sætersmoen, Mrs. Forsyth, ungfrúrnar Halldóra og Elísabet Flygenring, Miss Walker........................................ (tugi nafngreindra mann getið) 

----------------------------------------------------- 

Vísir 24 maí 1922

Dánarfregn. Óskar Halldórsson og kona hans urðu fyrir þeirri sviplegu sorg í gær að missa dóttur sína, Guðnýju Ottesen, 6 ára gamla, eftir stutta legu.
----------------------------------------------------- 

Vísir 7 júlí 1923

Partur frá grein eftir „Jónas“

............... Jafnvel Kveldúlfur hefir nú dregið sig í hlé, eftir 15 ára óslitið síldarúthald. — Eini maðurinn, sem segja má að sé í fullu síldarfjöri, er hr. Óskar Halldórsson. Félag hans, Hrogn & Lýsi, hefir keypt síldarstöð á Siglufirði. Fyrsti báturinn, sem félagið kaupir síld af, fór héðan í gær, og er áformað að hann veiði fyrst í reknet fyrir Vestfjörðum og skili síldinni á land á Ísafirði......................................
-----------------------------------------------------  

Ægir 1 febrúar 1924

Þar er sagt frá að Óskar Halldórsson útgerðamaður, ásamt fleirum hafi sótt um og fengið, inngöngu í Fiskifélag Íslands.
---------------------------------------------------- 

Vísir 11. apríl 1924

Löng grein en fróðleg, eftir Óskar Halldórsson. 

Grein sem ber nafnið Síld. Og undirfyrirsagnir: Fiskveiðalöggjöfin. - Síldarverksmiðjur. -Hvernig er ástandið nú? - Síldarmatið. - Síldarsöltun. - Tollstríð. - Ísland fyrir Íslendinga.  Greinina má lesa hér: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=72986&pageId=1126442&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Lögrétta 29. apríl 1924

Önnur grein eftir Óskar Halldórsson, viðbrögð við annarri grein:

Grein Óskar hefst á þessum orðum: 

Í Morgunblaðinu 15. og 17. apríl skrifar forseti Fiskifjélags Íslands, hr. Kristján Bergsson, grein er hann nefnir „Kjöttollsmálið og Fiskveiðalöggjöfin". Kjarni greinarinnar er að skamma þá drauga hjer, sem virðast draga meira taum útlendinga en Íslendinga...................................................  Alla grein Óskars má lesa hér, frá þessum tengli: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=170993&pageId=2279906&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Lögrétta 4. nóvember 1924

Önnur grein sem ber yfirskriftina Síldveiðarnar 1924.  -  Eftir Óskar Halldórsson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=171020&pageId=2280003&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 

---------------------------------------------------- 

Lögrétta 11. febrúar 1925

Önnur grein sem ber yfirskriftina Faxaflóasíldin – Eftir Óskar Halldórsson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=171034&pageId=2280051&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 20 febrúar 1920

Aðalfundur Fisklfjel. Íslands:

Ríkisrekstur.

Óskar Halldórsson bar fram svo hljóðandi tillögu: Fundurinn er því meðmæltur, að ríkið taki að sjer síldarsöltun og síldarbræðslu og sjái um sölu á þeim afurðum. Sje þetta einkarekstur ríkisins og framkvæmdur þannig, að mestallur ágóðinn renni til íslenskra útgerðarmanna , sjómanna og annara, er síldarinnar afla, en ekki til útlendinga eða leppa þeirra .

Skipuð var nefnd til að athug á þessa tillögu um afskifti ríkisins af síldarsöltun og síldarbræðslu, og leggi hún tillögur sínar fyrir næsta Fiskiþing, og hlutu kosningu í nefndina: Óskar Halldórsson, Benedikt Sveinsson, Magnús Kristjánsson, Sigurjón A. Ólafsson og Jón Ólafsson. 
----------------------------------------------------

Vísir 27 febrúar 1926

Síldarútvegurinn. I

Útgerðin er orðin svo stór, að hún þolir ekki lengur skipulagsleysið.

Er fyrirsögn á grein eftir Óskar Halldórsson í Vísi.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=73561&pageId=1128995&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Vísir 8. mars 1925

Síldarútvegurinn II + III. - Eftir Óskar Halldórsson

Þar má meðal annars lesa:

„Siglufjörður sjálfkjörinn".

Miðstöð síldarsöltunarinnar og verksmiðjanna er Siglufjörður sjálfsagður, og um að gera að draga sem mest af þessu á einn stað, því að það er bæði ódýrast og hagkvæmast.“

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=73568&pageId=1129024&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Vísir 20. apríl 1925

Síldarútvegurinn IV. - Eftir Óskar Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=73602&pageId=1129160&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Vísir 6. maí 1926

Útsvörin og Ólafur H. Jensson

Grein eftir Óskar Halldórsson, gagnrýni á útsvör og fleira varðandi Bæjarstjórn Siglufjarðar.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=73615&pageId=1129214&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Vísir 22 júní 1926

Útsvörin og Óskar Halldórsson  -- Svar til Óskars

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=73653&pageId=1129380&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson  
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 16 mars 1927

Loftskeytastöð á Siglufirði.

A fundi Fiskifjelagsins bar Óskar Halldórsson fram tillögu um það, að skorað yrði á landsstjórn að sjá um að reist yrði loftskeytastöð á Siglufirði, og yrði hún komin upp fyrir næstu síldarvertíð. Síðan reynsla er fengin fyrir því, hve togarar hafa mikið gagn af loftskeytum, eru síldarútgerðarmenn mjög óánægðir yfir því, að eigi sje hægt að koma loftskeytum til síldveiðaskipa.

Í sumar sem leið t. d. voru skipin vikum saman á sveimi vestur á Húnaflóa, og útgerðarmenn gátu engum boðið komið til þeirra, þó þeir vissu að síldarvon væri öll austur á Grímseyjarsundi og austur undir Langanes. Komið hefir til orða að Setja upp stöð í Grímsey, með það fyrir augum m.á. að síldveiðaskip sem væru á veiðum í grend við eyna gætu sótt skeyti þangað. Yrði að þessu bót frá því sem nú er.

En þegar þess er gætt hve móttökuáhöld eru ódýr, mundi það sennilega margborga sig að hafa þau í skipum þó smá væru, og væri þá hægt að koma skeytum til skipa allra sem á veiðum væru, um það hvar helst væri veiði von, auk þess, sem þau gætu fengið veðurskeyti daglega. 
----------------------------------------------------

Jafnaðarmaðurinn 1, desember 1927

Síldarbræðsluverksmiðja á Austfjörðum. Viðtal við Óskar Halldórsson, útgerðarmann.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=345340&pageId=5411706&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson%20%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Mjölnir 13 júní 1929

Vinnustöðvun hjá h.f. „Bakka",

Framkv.st. Óskar Halldórsson ætlar að traðka á samtökum verkalýðsins og ræður fjölda af verkamönnum langt fyrir neðan kauptaxta Verkamannafjelags Siglufjarðar. Fyrir nokkrum dögum komu hingað að sunnan verkamenn, sem ráðnir voru til að vinna við stöð þá, sem Óskar Halldórsson veitir hjer forstöðu.

Frjettist að menn þessir væru ráðnir. fyrir 200,00 kr. um mán. frítt fæði og húsnæði. Í eftirvinnu og sunnudagavinnu 1,25 á klst. Þegar fenginn var full sönnun fyrir því að þessar upplýsingar væru rjettar, var verkstjóra Óskars tilkynnt, að vinnan þar á stöðinni yrði stöðvuð ef mönnum yrði ekki greitt það kaup, sem hjer gildir á staðnum.

Óskar svaraði því að sjer kæmi ekkert við hvaða kaupgjald verkamannafjelagið hjer hefði samþykt. Hann mundi borga það sem sjer sýndist. Þegar hjer var komið málinu sáu verkamenn að við svo búið mátti ekki standa og fóru á þriðjudagsmorguninn ásamt stjórn og kauptaxtanefnd Verkamannafjelagsins og stöðvuðu alla vinnu á stöðinni. Lögðu flestir hinna aðkomnu verkamanna strax niður vinnu þegar þeim var tilkynt verkfallið. 
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 14 júní 1929

Vinnudeilur. Siglfirðingar fara á stúfana, banna aðkomumönnum að vinna og neyða bát til að fleygja fimmtíu tunnum af nýveiddri beitusíld í sjóinn.

Þeir heimta ennfremur að ómerkar skuli gerðar lögskráningar aðkomubáta, sem stunda veiðar þar.

Þegar „Dronning Alexandrine" fór norður seinast fóru með henni 16 verkamenn, er Herðubreið og hf Bakki (Óskar Halldórsson) höfðu ráðið þangað norður til að vinna við íshúsbyggingu, niðursetningu frystivjela í íshúsið, og frystingu síldar í sumar, ásamt annari landvinnu. Meðal þessara manna voru nokkrir trjesmiðir og handiðinaðamenn hjeðan og voru þeir yfirleitt ráðnir upp á hærra kaup en hjer er goldið.

Þá fóru og nokkrar stúlkur norður og áttu þær að vinna við beitingar í sumar og eldamensku fyrir hópinn. Karlmennirnir voru flestir ráðnir til 3—4 mánaða upp á fast kaup — 200 krónur á mánuði — fríar ferðir fram og aftur, frítt húsnæði og fæði í Siglufirði og aukakaup fyrir sunnudagavinnu og eftirvinnu. Þegar norður kom var byrjað á vinnu við íshúsbygginguna og unnið í 10 eða 12 daga.

En á mánudaginn rís upp verkamannafjelag Siglufjarðar, smalar saman fjölda manns og kveðst láta hendur skifta ef menn Óskars hætti ekki vinnu tafarlaust og taki ekki til starfa aftur nema þeir fái sama kaup og vinnulaunataxti fjelagsins sje, 320 krónur á mánuði fyrir dagvinnu eða 1.25 kr. fyrir klukku stund hverja (en þá fylgja ekki nein fríðindi, hvorki frítt húsnæði, fæði nje fríar ferðir).

Var ekki nóg með að algengum verkamönnum var bannað að vinna, heldur einnig handiðnamönnum, er ráðnir voru með sjerstökum samningi. Þegar hjer var komið símaði Óskar Halldórsson til bæjarfógeta í Siglufirði og bað um aðstoð hans til þess að mennirnir gæti haldið áfram vinnu óáreittir, en bæjarfógeti svaraði að hann treysti sjer ekki til að eiga við það. Hefir nú staðið í stappi um þetta undanfarna daga, og ekkert verið unnið við íshúsið.

Í gær kom vjelbáturinn Höskuldur, sem Óskar Halldórsson hefir á reknetaveiðum fyrir norðan til að afla beitu handa íshúsinu, til Siglufjarðar með rúmar 50 tunnur af ljómandi fallegri og feitri síld. Fékk hann þar ekki afgreiðslu og varð að moka síldinni í sjóinn. Hjer í Reykjavík lá flutningaskipið „Ströna", sem Guðmundur Kristjánsson skipamiðlari er afgreiðslumaður fyrir.

Höfðu Óskar Halldórsson og Hjeðinn Valdimarsson f. h. Olíuverslunar íslands, leigt það til þess að fara norður til Siglufjarðar með olíu fyrir Hjeðinn, en salt, timbur og byggingarefni fyrir Óskar. Átti að byrja útskipun kl. 6 í gærmorgun, en þá kemur Ólafur Friðriksson með „makt og miklu veldi" og hefir með sjer 40—50 manns og segist í nafni Siglfirðinga harðbanna útskipun, bæði frá Hjeðni og Óskari fyr en samkomulag sje fengið milli Óskars og verkamannafjelagsins í Siglufirði um kaup verkafólks Herðubreiðar og Bakka þar nyrðra.

Fyrir hádegi í gær byrjuðu samningaumleitanir milli Ólafs annarsvegar og Óskars Halldórssonar hinsvegar og tókust samningar um hádegi og var þar svo ákveðið, að mánaðarkaup verkamanna skyldi vera 225 krónur í stað 200 kr., frítt fæði og húsnæði, en eftirvinna skal borguð með 1,80 kr. og sunnudagavinna með 3.00 kr. fyrir klukkustund. En sunnudagur er langur hjá þeim Siglfirðingum, 36 klukkustundir, reiknaður frá því kl. 6 á. laugardagskvöld til kl.,6 á mánudagsmorgun.

Vegna þessa mun vera nokkurn veginn víst að síldarkaupendur verða að taka fram í samningum við þá, sem þeir kaupa síld af, að þeir geti ekki afgreitt bátana tvo daga vikunnar, því að sama hlýtur yfir alla að ganga. Hefir þetta, þá líka áhrif á síldarverðið; það hlýtur að lækka, og sjómenn, sem hafa ráðið sig upp á hlutdeild í afla og söluverði, súpa þá seiðið af ráðsmensku alþýðuflokksfulltrúanna í Siglufirði og Ólafs Friðrikssonar. Hjer með er þó ekki öllu lokið. Skömmu eftir að Ólafur og Óskar hafa undirskrifað samninga, og alt á að vera „klappað og klárt" , kemur ný tilkynning frá Siglufirði.

Er hún frá Sjómannafjelagi Siglufjarðar og segir þar að þessir samningar muni verða gerðir ómerkir og öll vinna við íshúsið og báta Óskars Halldórssonar stöðvuð um hádegi í dag, ef ekki verði þá gerðir og undirskrifaður samningar um kaup manna á þorskveiðabátum Óskars nyrðra. Hefir Óskar þrjá báta þar og hafa mennirnir á þá verið skráðir bæði hjer og í Vestmannaeyjum. Fjöldi annara þorskveiðabáta er nú í Siglufirði og eru þeir víðsvegar af landinu.

Hafa menn verið skráðir á þá á ýmsum stöðum og eftir þeim samningum, sem gilda milli útgerðarmanna og sjómanna í hverjum stað. Lítur nú út fyrir að Siglfirðingar vilji gera skráningar lögreglustjóra víða um land ógildar, og fer þá skörin óneitanlega að færast upp í bekkinn. 
----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 15 júní 1929

Vinnustöðvun á Siglufirði

Ný deila við Óskar Halldórsson.  (samkvæmt símtali í morgun.)

Þegar stjórn „Dagsbrúnar" gerði verkakaupasamninginn við Óskar Halldórsson í fyrra dag, var ekki samið sérstaklega um hásetakaupið á vélbátunum, en gert var ráð fyrir, að Óskar myndi ekki láta það standa fyrir samkomulagi að greiða fjórum bátverjum, sem, ekki höfðu verið ráðnir samkvæmt taxta Sjómannafélags Siglufjarðar, það kaup, sem taxtinn til skilur og öðrum vélbátahásetum er greitt.

Taxti Sjómannafélagsins er 250 kr. á mánuði og 25 aurar af skippunda fiskjar, en þessum fjórum mönnum, tveimur á hvorum báti, vill Óskar alls ekki greiða nema 200 kr. á mánuði. Hafði hann þá inn, á að gera samninga þar um áður en þeir fóru til Siglufjarðar, og taldi hann þeim þá trú um, að þetta væri hæsti kauptaxti norðanlands. Nú neitar hann algerlega að hækka kaup þeirra, og hefir svarað forsvarsmönnum sjómanna á Siglufirði illu einu til.

Samkvæmt kröfu Sjómannafélags Siglufjarðar, gengu landverkamenn, sem vinna hjá Óskari, í málið með sjómönnum, og var hafið verkfall h. f. „Bakka" í gær, bæði á sjó og landi. Eru það hin mestu ódæmi, að Óskar leggur slíkt kapp á að draga réttmætt kaup af þessum fjórum hásetum. Aðrir atvinnurekendur á Siglufirði, sem greiða taxta verklýðsfélaganna, hafa eins og verkamennirnir sjálfir áhuga fyrir því, að aðrir komist ekki upp með að greiða lægra kaup en þeir sjálfir. Verður nú hafin nákvæm eftirgrenslan þess, hvort allir verkamenn á Siglufirði fá greitt kaup samkvæmt taxtanum.

Ath.sk: Nánast samhljóða umfjöllun var um þetta mál í blaðinu Verkamaðurinn, sama dag.
----------------------------------------------------   

Morgunblaðið 16 júní 1929

Vinnudeilan á Siglufirði.

Í gær fann Morgunblaðið Óskar Halldórsson útgerðarmann að máli og spurði hann hvernig gengi með vinnudeiluna á Siglufirði. Hann svaraði að hún hjeldi áfram. Hefði hann átt tal við Ólaf Friðriksson, sem þykist vera fulltrúi bæði verkamannafjelags og sjómannafjelags Siglufjarðar, sem enginn hefir heyrt minst á fyr, og hefði hann sagt, að hann stæði í stöðugu símasambandi við Siglfirðinga, en þeir neituðu nokkru samkomulagi öðru en því, að afskráðir yrði hásetar á bátum hans og skráðir að nýju eftir svokölluð- um sjómannataxta Siglufjarðar, sem enginn hefir heyrt talað um fyr.

Kvað sá taxti vera 250 kr. á mánuði og 1,25 krónur á hvern skipverja pr. skp. af þeim fiski, sem á bát aflast, og auk þess frítt fæði og húsnæði. Svo segir Óskar: — En kjör þau sem mínir hásetar eru ráðnir á eru 200 kr. á mánuði, 1 kr. á skpd. og frítt fæði, og sömu kjör eru á 20—30 öðrum aðkomubátum, sem eru á Siglufirði í sumar, og eru 7 menn á hverjum bát. Eftir því sem jeg best veit hafa engir aðkomubátar, þar sem menn eru ráðnir upp á sömu kjör og hjá mjer, verið stöðvaðir. 
----------------------------------------------------

Verkamaðurinn 18 júní 1929

Verkfallið i Bakka.

Þar var byrjað að vinna í gærmorgun. Á laugardaginn undirgékst Óskar Halldórsson að borga landmönnum kr. 225.00 á mánuði, auk fæðis, húsnæðis, ljóss og hita, kr. 1.80 í eftirvinnu og kr. 3.00 í helgidagavinnu. En þó hélt verkfallið áfram, vegna þess að Óskar hafði þar tvo mótorbáta, með mönnum, ráðnum neðan við kauptaxta Sjómannafélagsins.

Á Sunnudaginn gekk Óskar inná að greiða taxta Sjómannafélagsins á bátunum, til að fá vinnuna í gang. Verkamenn hafa því algerlega sigrað í þessari deilu, vegna góðra samtaka og einbeittni að verja rétt sinn. 
----------------------------------------------------

Mjölnir 19 júní 1929

Vinnudeilunni við Blekkingartilraunir h.f. Bakka lokið, íhaldsins. Fullkominn sigur verkamanna. Eins og mönnum er kunnugt af síðasta blaði, stóð yfir kaupdeila við h.f. Bakka. Nú er þeirri deilu lokið þannig að framkvæmdarstjórinn Óskar Halldórsson hefir skrifað undir samninga við Verkamannafjelagið og Sjómannafjelag Siglufjarðar þar sem hann skuldbindur sig til að greiða það kaupgjald sem fjelögin hafa samþykkt að gilda skuli hjer á staðnum.

Á meðan á deilunni stóð var verið að ferma skip í Reykjavík með salti, sem átti að fara til h.f. Bakka hjer. Var sú vinna stöðvuð af Verkamannafjelaginu Dagsbrún. Eiga fjelagarnir þar fylstu þakkir skilið fyrir samúð þá, sem þeir sýndu siglfirskum verkamönnum í þessari deilu og sást það sem oftar að máttur samtakanna er það afi, sem alt verður að lúta fyrir.

Samningarnir voru undirskrifaðir í Reykjavík og var Ólafur Friðriksson varaformaður Dagsbrúnar samningaaðili fyrir hönd Verkamannafjelagsins og Sjómannafjelagsins hjer, enn Óskar Halldórsson fyrir hönd h.f. Bakka. Lifi samtök verkalýðsins! Lifi stjettabaráttan. 

J
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 21 júní 1929 - pistill

Frá Siglufirði.

Á ýmsan hátt er Siglufjörður engum íslenskum kaupstað líkur. Þar hafa útlendingar haft verstöð meira en nokkurstaðar annarstaðar á landi hjer, leppmenska þrifist, og alskonar óregla í atvinnu — fjár- og einkamálum. Þar hafa nú sósíalistar náð allmiklum tökum — með dyggri aðstoð Framsóknar. Alveg síðustu dagana hafa fylgismenn núverandi landsstjórnar sýnt af sjer meiri röggsemi í ofbeldi og strákskap en áður hefir þekst á landi hjer.

Þegar sósíalistar hafa efnt til verkfalla, þá hafa þeir hingað til reynt að láta líta svo út, sem verkföllin gerðu þeir menn, sem við vinnuna voru, er lögð var niður. En nú er nýtt uppi á teningnum. Óskar Halldórsson ræður fólk í vinnu við íshúsbyggingu, og semur á þeim grundvell að fólkið fái auk peningagreiðslu fæði og húsnæði. Báðir aðilar eru ánægðir — Óskar og verkafólkið. Þá koma bolsaforingjarnir á Siglufirði aðvífandi og reka fólkið úr vinnunni með ofbeldi — nota „handaflið" til þess.

Alveg óviðkomandi fólk ræðst á samninga og samkomulag milli verkafólks og vinnuveitenda, og heimtar að samningum sje riftað og alt sje gert eftir þeirra höfði. Óskar lætur undan. Samið er að nýju eins og siglfirsku sósíalistunum þóknast. Nú var von á friði og ánægju. En friðurinn helst í fjórar klukkustundir. Þá datt sósíalistabroddum Siglufjarðar annað í hug. Þeir voru óánægðir með hvernig menn voru skráðir á skip Óskars Halldórssonar, sem leggja veiði í land á Siglufirði. Nú vissu sósabroddar sem var, að þeir höfðu ráð Óskars og völd staðarins í sinni hendi. —

Þeir heimta að Óskar ónýti lögskráninguna á skipunum, og láti skrá upp á nýtt, eftir þeim reglum, sem andinn gaf þeim. Og til frekari fullvissu um það, að þeim væri alvara, notuðu þeir enn handaflið og bönnuðu íshúsfólkinu að vinna, sem fyrir stundu síðan hafði fengið allranáðasamlegast vinnuleyfi hjá „hæstvirtum" sósabroddum staðarins. Var nú alt í strandi hjá Óskari, stöðvuð, vinna í landi, bátar á sjó og veiði fleygt fyrir borð. Þá hugkvæmdist Óskari Halldórssyni að fara þá leið, sem beinust var, að hætta við útgerðina, og kalla bátana hingað suður.

En þá fyrst urðu sósabroddar Siglufjarðar æfir. Þeir þvertóku fyrir að Óskar fengi að hætta við veiðiskapinn. Hann ætti fyrst og fremst að gera út, og hann ætti að ónýta lögskráning sjómannanna og láta skrá þá eftir þeim reglum, sem hinir siglfirsku sósíalistar settu.
Og Óskar lætur undan. Hann er í þessu efni varnarlaus, og rjettlaus. Hann hefir „gert sig sekan í því" í augum siglfirskra sósíalista, að hafa þar veiðistöð, íshús og leggja þar afla á land, láta Siglfirðingum atvinnu í tje.

Fyrir slíkt „athæfi" fara sósíalistar staðarins með hann sem rjettlausan afbrotamann, ónýta samninga milli hans og verkafólksins, ónýta veiði hans, gera honum yfirleitt alt til miska, sem þeir í óskoruðu einveldi sínu geta gert. Og sagan endurtekur sig, segir Tryggvi Þórhallsson. Það er alveg víst. Hjer er aðeins byrjun. Ótal verkföll og verkbönn eru í aðsigi. Siglfirskir sósíalistar vita, að eftir því, sem þeir eru frekari og ósvífnari, eftir því fæla þeir fleiri og fleiri atvinnurekendur frá staðnum. —

Eftir því sem fleiri fara þaðan, og minna er um atvinnu, eftir því sem sultur og fátækt sverfur meira að, eftir því ná þeir betur eyrum verkafólksins, með fagurgala sínum og fautalegum blekkingum. Þeir vita líka sem er, að hjerna suður í stjórnarráðinu situr maður, sem var meðal fyrstu verkfallsmanna þessa lands, maður, sem er sósíalisti í húð og hár, maður sem gleðst yfir engu meira en því, þegar „handaflið" er notað til þess að eyðileggja atvinnufyrirtæki og velmegun landsmanna.

Siglfirskir sósabroddar vita, að meðan þeir eiga því láni að fagna, að slíkur maður er, eða á að vera, æðsti vörður laga og rjettar í landinu, þá er þeim óhætt að ráðsmenskast eftir vild, og jafn vel ógilda lögskráningar lögreglustjóra annarstaðar á landinu. Meðan svo er má við því búast, að flestar fregnir af Sigló verði með sama svip, um verkföll, verkbönn, samningsrof, ofbeldi, „handafl", ónýtta veiði, og öll þau skammarstrik, sem þrífast í heila Hriflu-Jónasar og sveina hans.
----------------------------------------------------

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins 26 júní 1929

Kaupdeila var nýlega á Siglufirði, H. f. „Bakki" (Óskar Halldórsson) greiddi verkamönnum og fjórum hásetum miklum mun lægra kaup en taxtar verkalýðsfélagsins og sjómannafélagsins á Siglufirði ákveða. Varð tvívegis að grípa til verkfalls áður en samningar náðust við Óskar um fulla kaupgreiðslu. Jafnframt stöðvaði stjórn verkamannafélagsins „Dagsbrúnar" vinnu við skip, sem var að taka vörur hér í Reykjavík til að flytja þær til h. f. „Bakka" á Siglufirði.

Komust upp úr þessu bráðlega á samningar við Óskar um kaupgreiðslu samkvæmt settum taxta, og samdi stjórn „Dagsbrúnar" við hann í umboði Verklýðsfélags Siglufjarðar og síðar fyrir Sjómannafélag Siglufjarðar um kaupgreiðslu hásetanna, Viðurkendi Óskar þar með kauptaxta verklýðsfélagsins og sjómannafélagsins á Siglufirði. Gekk hann inn á hlutaskifti á bátunum á þann hátt, sem Sjómannafélag Siglufjarðar hafði áður ákveðið. Lauk deilunni þannig á skömmum tíma með fullum sigri verkalýðsins, og komu þar skýrt í ljós máttur samtakanna og nauðsyn þeirra.
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 14 nóvember 1929

Síldareinokunin

Afleiðing tunnuskortsins verður sennilega sú, að einkasalan fær á hálsinn stórfeldar skaðabótakröfur. Samtal við Óskar Halldórsson, útgerðarmann.

Tengill til viðtalsins > http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=101884&pageId=1218554&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------

 Morgunblaðið 23 janúar 1930

Aumir foringjar. Grein eftir Óskar Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=101939&pageId=1218932&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Mjölnir 13 ágúst 1930

Fáheyrð ósvífni!

Mánudagsmorguninn 4. þ. m. var verkamaður nokkur að koma til vinnu sinnar litlu fyrir kl. 7 á vinnustöðinni í Bakka hjá Óskari Halldórssyni. Kemur Óskar þá til mannsins og skipar honum frekjulega að kasta frá sjer vindling, er hann var að reykja. Maðurinn kvaðst vera að enda við vindlinginn og myndi kasta honum, þegar hann væri búinn, Óskar rauk þá upp og rak manninn burtu umsvifalaust.

Þetta er ekki í fyrsta skifti sem Óskar kemur ruddalega fram við fólk sitt, auk þess sem hann hefir oft hlaupið burtu á haustin, án þess að greiða því vinnulaun sín. Óskar Halldórsson er nú þegar orðinn töluvert frægur maður fyrir stjórn sína á mörgum atvinnufyrirtækjum, sem ýmist hafa verið rekin í hans eigin nafni, eða hinna og annara hlutafjelaga — sem flest hafa dáið ung.

— Meðal verkalýðsins er hann frægur fyrir framkomu sína við hann, og meðal Siglfirðinga fyrir óskilsemi við bæjarfjelagið og stjettarsystkini. Hefir nokkur okkar ástæðu til að vinna framar hjá svona mönnum. Verkamaður. 
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 13 febrúar 1931 – Fréttaskýring Mbl. Þar sem Óskar og fleiri koma við sögu

Síldareinokunin. Fjölmennur fundur útgerðarmanna lýsir megnu vantrausti á stjórn einkasölunnar. Nefnd falið að undirbúa tillögur til þess að senda Alþingi. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102263&pageId=1220848&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson  
----------------------------------------------------

Ægir 1 september 1931

Vélbátur sekkur. 

Einn maður drukknar. Snemma morguns hinn 9. september, kom vélskipið Víkingur inn á víkina í Hnífsdal til þess að sækja smokk fyrir Óskar Halldórsson. Var þá fjöldi báta á höfninni, sem sigldu að Víking. Þegar Víkingur var að leggjast, sigldi vélbáturinn Ölver frá Bolungarvík á vélbátinn Fræg, einnig frá Bolungarvík.

Við áreksturinn lenti Frægur þvert fyrir stefni Víkings og hvolfdi á svipstundu. Skipshöfnin komst strax utan á Fræg, nema formaðurinn, Jón Friðgeir Jónsson, sem haldið er að hafi orðið fastur og fór hann niður með bátnum, sem sökk bráðlega og Jón Friðgeir drukknaði. Viðstaddur trillubátur bjargaði öðrum skipsmönnum. —

Jón sál. var ungur maður um tvítugt og einkar efnilegur. — Vélbáturinn Ölver var einnig hætt kominn.

Samhljóða orðrétt fréttin, bitist í Morgunblaðinu.

---------------------------------------------------- 

Vesturland 12 september 1931

Slys

Síðastliðinn miðvikudag þann 9. þ. m., um kl. 7 árdegis, kom vélskipið „Víkingur" á Hnífsdalsvík til smokkkaupa fyrir Óskar Halldórsson útgerðarm. í Reykja vik. Vissu menn áður um það að skip þetta var væntanlegt til Hnífsdals í þessum erindum og var því samankominn þar fjöldi báta á höfninni, og vildu allir verða fyrstir að hlið „Víkings".

Þegar „Víkingur" var rétt að leggjast sigldu vélbátarnir „Ölver" og „Frægur" úr Bolungavík fram með hlið hans og var „Frægur" nær „Víking". Hugðist hann að komast fram fyrir „Víking" og verða þannig fyrstur að stjórnborðshlið hans, en þar sem enn var mikil ferð á „Víking" lenti stefni hans á miðjum „Fræg" sem hvolfdi í einu vetfangi. Við áreksturinn lenti afturendi „Frægs" á „Ölver" sem því nærri var farinn sömu leið.

Á „Fræg" voru 5 menn og komust þeir allir utan á bátinn nema formaðurinn, Jón Friðgeir Jónsson, hann losnaði við bátinn og sökk áður honum yrði bjargað. — Allt gerðist þetta fljótar en sagt verður frá. Vélbáturinn „Frægur" valt fljótlegu á hliðina og sökk strax á eftir en samtímis tókst mönnum frá vélskipinu „Svalan" að bjarga hinum 4 mönnum, komst Kristján Kristjánsson annar meðeigandi „Svölunnar", í trillubát og stóð fyrir björguninni. Var það vasklega gert þó því miður tækist ekki að bjarga lífi formannsins.

Jón Friðgeir Jónsson sál. var ekki nema rúmlega tvítugur að aldri en alkunnur fyrir dugnað sinn. Hann var trúlofaður ungfrú Guðrúnu Guðfinnsdóttur. Skipstjórinn á „Víking", Cæsar Hallbjarnarson, kvað hafa gefið bæjarfógeta skýrslu um slysið strax sama morguninn, en hélt svo þegar áleiðis til Reykjavíkur. — Síðan hafa verið haldin hér- réttarhöld út af þessu hraparlega slysi.

Ath. sk: Af þessu hrapalega slysi, eins og fréttaritari kemst að orði, vaknar spurningin: Hver var tilgangurinn með þessu „bátaþingi“ „...reyndi að verða fyrstur að stjórnborðshlið „Víkings““ –
Til hvers? - Til að koma í veg fyrir að Víkingur kæmist að bryggju? – Voru þessir skipstjórnarmenn að sýna mótmæli um þessi smokkfiskaup.
Voru þeim gefin fyrirmæli um að koma í veg fyrir það að skipið kæmist að bryggju.
Er von að spurt sé, þó grunur minn sé að grunni til, pólitískt upphlaup til að hindra viðskipti Óskars Halldórssonar.
Mikil þögn virðist hafa verið um þennan hörmulega atburð í fjölmiðlum, svo fólk hefur þurft að „lesa á milli línanna“ eins og sagt er.
---------------------------------------------------- 

Verkamaðurinn 19 september 1931

Í vanda stödd.

Óskar Halldórsson heitir einn af leppum Útvegsbanka íslands. Hefir hann í sumar haft atvinnurekstur á Siglufirði, svo sem undanfarin sumur. Að kunnugra manna sögn, hefir hann á hverju atvinnutímabili troðið upp með ný atvinnufyrirtæki, sem hafa sofnað útaf að hausti, þegar uppgjör hefir átt að fara fram.

Er álitið að verkalýðurinn íslenski eigi drjúgan skilding til góða hjá þessum andvana fæddu fyrirtækjum Ó. H.- Atvinnurekstur Ó. H. gekk stirt í sumar, í það minsta hvað kaup  greiðslur snerti. Var það oftast að hann var fljótari til að reka menn úr vinnu, en að greiða þeim kaup þeirra. Kvað svo ramt að drættinum á kaupgreiðslunni til verkafólksins að það gerði að lyktum verkfall, til þess að knýja fram kaupgreiðslu.

Brá þá burgeisunum í Útvegsbankanum og tilkyntu þeir að kaupið yrði greitt. En verkafólkið tók loforð þeirra ekki sem peninga og var því sendur á vettvang fulltrúi frá bankanum til þess að annast greiðslur fyrir þennan vesalings lepp þeirra, sem ekki var trúað fyrir »leppmenskunni« lengur. Verkafólkið hjá Ó. H. var ráðið eftir kauptaxta »Óskars«, en ekki eftir taxta sprengifélagsins, sem hafði þó fengið Ó. H. til að undirskrifa skuldbindingu um að hann greiddi kaup eftir sprengitaxtanum.

Var hér úr vöndu að ráða, hvor taxtinn skyldi teljast sá löglegi. Eftir skipun Útvegsbankans skaut fulltrúi hans því undir dóm stjórnar Verkamannafélags Siglufjarðar, sem skyldi úrskurða hvaða kaup skyldi greitt. Nú var kratastjórnin i vanda stödd. Bankaauðvaldið trúir henni fyrir og leggur upp í hendur hennar að ákveða hvaða kaup verkalýðurinn skuli fá, gefur henni tækifæri til að koma fram til hagsbóta fyrir verkalýðinn.

En bankinn þekkir sína. Stjórn Verkamannafélagsins ÞAGÐI. Hún úrskurðaði ekki að við íshúsvinnu skyldi greitt kr. 1.25 á tímann eftir kauptaxta »Óskars«. Heldur ekki að greitt skyldi kr. 1.00 samkvæmt taxta sprengifélagsins, því að þá hefði hún orðið enn berari að kaupkúgunarstarfsemi sinni. Stjórnin tók því það ráð að þegja og varð þannig þess valdandi, að bankaauðvaldið græddi nokkur þúsund á fátæku verkafólki, sem i blindni sinni hefir trúað þeim fyrir málefni sínu, því að kaupið var greitt eftir taxta sprengifélagsins, Þess félags, sem ekki er í Alþýðusambandinu.
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 8 nóvember 1931

Óstjórn síldareinkasölunnar. 

Megnið af andvirði síldarinnar fer i einkasölukostnað og skatta.

Grein eftir óskar: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102486&pageId=1222049&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 

Svar í Alþýðublaðinu þann 23 nóvember 1931

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3790&pageId=16026&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

Mbl. nóvember 28 1931 - Fleira á sama meið um Síldareinkasöluna sálugu og Óskar, má lesa hérna: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102503&pageId=1222125&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 13 desember 1931

Eitt lýrískt kvæði um síldina.

 • Síldirnar veiðast í sjónum,
 • — sem er nú kannske von,
 • enda vita þetta allir og
 • Óskar Halldórsson.
 • Ef síldunum leiðist í sjónum
 • og sýnist tilveran ljót,
 • þær ráfa í reiðileysi í
 • reknet og snyrpinót.
 • Á Síldar-einka-sölu,
 • þær setja himneska von,
 • en andskotans vonbrigði eru -
 • Erlingur Friðjónsson. 

Z
---------------------------------------------------- 

Austfirðingur 31 desember 1931

Síldareinkasalan. Viðtal við Óskar Halldórsson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=314431&pageId=4932753&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson%20%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Heimskringla, WINNIPEG í Kanada 9 mars 1932

Lítill hluti fróðlegrar greinar í blaðinu um síldina og fleira.

............Afleiðingar síldareinkasölunnar eru nú þær, að hundrað þúsund tunnur af saltsíld liggja óseldar og sennilega illseljanlegar, svo áliðið sem nú er orðið vetrar. — Samkvæmt viðtali, sem danska blaðið "Politiken'' átti við Óskar Halldórsson síldarframleiðanda, þ. 22, jan. s. l. er alt útlit fyrir, að á Norðurlöndum sé enginn markaður fyrir íslenzka síld og að þýðingarlaust muni vera að leita þangað um sölumöguleika.

En hvað á þá að gera í þessu máli? Síldarútvegurinn er önnur stærsta atvinnugrein landsins, og er því brýn nauðsyn á því að leita fyrir sér um markaði fyrir þessa vöru. Síldin er sú vörutegund, sem hægt er að breyta til með á ýmsan hátt. Svíar eru öllum fremri í því að matbúa síld, og hafa þeir verið einn hinn stærsti kaupandi íslenzkrar síldar.

Hafa þeir breytt henni á ýmsan hátt og sent út um allan heim og ekki síst til Ameríku. Virðist því vera eðlilegast að við matbyggjum okkar síld sjálfir en sendum hana ekki fyrst til Svíþjóðar, því að það eru þegar til aðferðir, til að matbúa síld, sem ekki myndi síður vera útgengileg, en hin sænska....................
---------------------------------------------------- 

Ægir 1 júlí 1932

Bryggja í Keflavík.

Herra Óskar Halldórsson hefur tekist það á hendur, sem mörgum hefur óað við. Það er hvorki meira né minna en að koma hafskipabryggju eða bryggju fyrir í Keflavík. Er sagt, að verkið vinnist vel og munu flestir óska þess, að Óskari heppnist að fullgera og leiða til lykta þetta fyrirtæki sitt. Það eru mörg ár síðan farið var að ræða um hafskipabryggju í Keflavik, og eflir því sem aflabrögð urðu meiri á Suðurnesjum, eftir því óx þörfin, að hún kæmi þar. —

Á Fiskiþingum hefur mál þetta verið rætt, kostnaðaráætlun og ýmsar mælingar gerðar, en allt hefur staðið við sama. Salt hefur oftast orðið dýrara og flutningur á sjávarafurðum til kaupenda sömuleiðis, allt vegna bryggjuleysis. Bryggjur þær, sem Óskar lætur gera, verða tvær og er önnur að mestu fullger, þegar þetta er ritað (8. júlí). —

Ætlast hann til að við hvora megi afgreiða togara, en vöruskip, sem lengri eru, liggi við báðar, þannig, að losa eða ferma megi úr 2-3 lúkum. Landssmiðjan hefur að mestu verk þetta með höndum og leggur til kafara, sem gengur frá neðri endum stálbjálka á hafsbotni, sem eru aðal-máttarstoðir bryggjunnar. Auk þess vinna þar nokkrir smiðir úr Hafnarfirði.   
----------------------------------------------------

Siglfirðingur 20 ágúst 1932

Er skilanefnd Síldareinkasölunnar að verðlauna Brödrene Levy?

Grein eftir Gísla Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=340688&pageId=5359022&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 3 nóvember 1932

Hafskipabryggjan í Keflavík. 

Risgjöld hennar voru á laugardaginn var. Seinasta laugardagskvöld var uppi fótur og fit um alla Keflavík, því að þá áttu að vera risgjöld hinnar nýju hafskipabryggju þar. — Hin mikla bátavitgerð í Keflavík hefir átt við ótrúlega örðugleika að stríða á undanförnum árum, en mest hefir hana þó bagað bryggjuleysi.

Hefir lengi verið um það hugsað að koma þar upp sæmilegri hafskipabryggju, en ekkert orðið úr því þangað til Óskar Halldórsson útgerðarmaður tók sig til, og hefir hann nú í sumar látið gera þar tvær samstæðar hafskipabryggjur á svokölluðu Vatnsnesi, rjett austan við þorpið. Hefir hann gengið að þessu með ótrúlegum dugnaði og eru nú báðar bryggjurnar bráðum fullgerðar, en rúmur mánuður síðan að hafskip tóku að leggjast að þeim til afgreiðslu.

Keflvíkingum þótti vel við eigandi, að þess yrði minst með mannfagnaði, að þetta þrekvirki og nauðsynlega framfarafyrirtæki var af höndum leyst. Voru það aðallega verkamenn, sem unnið hafa við bryggjuna í sumar, og sjá hvers virði hún er, svo og útgerðarmenn í Keflavík, sem voru frumkvöðlar að þessu.

Var I.G.T. húsið í Keflavík leigt til mannfagnaðarins, og sat hófið um 120 manns. Voru það um 30 verkamenn, sem unnið hafa að bryggjusmíðinni, flestallir formenn úr Keflavík og Njarðvíkum — um 20 alls — hreppsnefnd Keflavíkurhrepps og Þorsteinn Þorsteinsson sýslunefndarmaður og kaupmaður í Keflavík. Þeir, sem giftir eru, höfðu konur sínar með. Auk þess var þarna Óskar Halldórsson og fjelagi hans í fyrirtæki þessu, og enn margir fleiri.

Samsæti þetta fór hið besta fram. Voru margar ræður haldnar yfir borð- um, og síðan var stiginn dans fram til morguns. Yfir borðum helt Óskar Halldórsson ræðu og skýrði frá tildrögunum að því að hann rjeðist í þetta fyrirtæki. Kvaðst hann fyrir ári hafa setið með Magnúsi Ólafssyni útgerðarmanni í Höskuldarkoti í Hótel Island í Rvík. Barst þá í tal bryggjusmíði í Keflavík og benti M. Ó. honum á það, að besta og heppilegasta bryggjustæðið myndi vera á Vatnsnesi.

Upp frá því kvaðst hann hafa farið að hugsa um þetta mál, og unnið að því í kyrþey í 5 mánuði. Hefði málið vafist dálítið fyrir sjer, því að ekki hefði verið gott að ráðast í bryggjugerðina með tvær hendur tómar. Þó hefði hann talað við Jóhann Guðnason, eiganda Vatnsness, og hefði hann undir eins skilið hvert framfaramál hjer var á döfinni, og tjáð sig fúsan til þess að láta af höndum bryggjustæðið, ásamt stórri lóð þar hjá, enda þótt hann ætti ekki von á að hafa neitt upp úr því fyrst um sinn.

Síðan kvaðst Óskar hafa snúið sjer til hreppsnefndar og hún hefði samþykt að þeir fjelagar mætti reisa hafskipabryggju þarna með því skilyrði, að vörugjöld og bryggjugjöld yrði ekki hærri heldur en í Reykjavík. Þá hefði þeir fjelagar ráðist í fyrirtækið, fengið efni til bryggjunnar frá útlöndum og hafið verkið. Og nú væri bryggjan komin upp og svo að segja fullger, með góðum fjárhagsstyrk hreppsnefndar og sýslunefndar.

Að loknu máli hans tók Guðm. Guðmundsson oddviti til máls. Kvað hann Keflvíkinga mega fagna því að mannvirki þetta væri upp komið, og ekki þyrfti þeir að súta það, þótt það væri einkafyrirtæki, því svo væri um hnútana búið, að vörugjöld og bryggjugjöld yrði ekki hærra þarna, heldur en þótt hreppurinn hefði sjálfur látið smíða hafskipabryggju. Þá tók Þorsteinn Þorsteinsson sýslu nefndarmaður til máls.

Þakkaði hann Óskari Halldórssyni fyrir framtakssemi hans og ljet svo um mælt, að Keflvíkingar væri þegar farnir að sjá hvílík lyftistöng allra framkvæmda þar syðra þessi bryggja væri. Undir morgun fóru menn heim til sín, í glöðum huga út af þessu mannvirki, sem áreiðanlega verður Suðurnesjum og Grindavík til stórkostlegra hagsbóta.

Bryggjan í Keflavík er tvöföld með haus. Er hún úr járni, nema hvað timburpallar eru ofan á henni. Aðdýpi er þarna mikið, og er bryggjan því svo stutt, að skip geta ekki legið upp með henni, en stórt hafskip, getur legið fyrir hausnum, eða tveir togarar samtímis. Í bryggjuna hafa farið 130.000 kg. af járni, timbur fyrir 11 þús. kr., 500—600 tn. af sementi, um 3000 tn. af möl og nokkur hundruð bílhlöss af grjóti.

Alt efni mun hafa kostað um 60 þúsund krónur, og vinna annað eins. Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur hefir gert teikningar og sjeð um allar mælingar, Þorbjörn Klemensson hefir verið yfirsmiður, en Landsmiðjan hefir sjeð um alla járnvinnu og kafarastörf. Nú er verið að leggja rafmagnsljós fram á bryggjuna og vatnsleiðsla verður komin þangað fyrir vertíð, og eins hús á bryggjulóðinni og bátabryggja.

Er gert ráð fyrir að þetta muni kosta um 15 þús. króna, og ætt bryggjan því fullger að kosta um 135 þús. kr. Það er nú röskur mánuður síðan skip fóru að leggjast við bryggjuna, ferma þar og afferma. Munu nú þegar 11 hafskip hafa fengið þar afgreiðslu, hið seinasta liggur þar núna, 2000 smál. saltskip. Eiga þeir farminn í því Magnús Ólafsson í Höskuldarkoti, Elías Þorsteinsson kaupm. í Keflavík og Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður í Sandgerði. —

Lætur Haraldur flytja sinn hluta af farminum á bílum suður í Sandgerði. Það er ekki lítil vinna, sem Keflvíkingar hafa þegar fengið við smíði þessarar bryggju, og afgreiðslu skipanna. En meiri mun hún verða er stundir líða, og er því ekki að furða þótt þeir líti hýru auga til þessa fyrirtækis og varpi mikilli framtíðarvon á það.

Ath. sk 2017: Ætli Suðurnesin hafi verið lausir við komma og krata á þessum tíma. Samber ÞÖGN og síðan eilíf mótmæli og þvarg komma og krata undir kommamerkinu: Hamar og sigð. Þegar Óskar Byggði húsin, íshús, bryggjur og fleira í Bakka á Siglufirði, sem sannarlega voru ekki minni framkvæmdir þá, en í Keflavík nokkrum árum síðar. 
---------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 5 janúar 1933

Fiskeinkasalan. Saltfiskurinn (blautsaltaður) hefði ekki átt að vera með. Jeg sje ekki, að það sje nein landráð, þó að gefnar sjeu og gerðar nokkrar athugasemdir við framkvæmd laganna um fiskeinkasölu.

Grein eftir Óskar Halldórsson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102834&pageId=1223833&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 15 janúar 1933

Fiskeinkasalan. Nokkrar athugasemdir. Út af svari Ólafs Thors við grein minni vil jeg vera fáorður, það var eins og það væri einróma hól um Fisksölusambandið og blessun ríkisstjórnarinnar á Fiskeinkasölunni.............................  Svar Ólafs Thors og Andsvar Óskars á sömu síðu:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=102843&pageId=1223878&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson  
----------------------------------------------------

(Nasistablaðið) Íslensk endurreisn 10 júní 1933 -

Síldaratvinnuvegur landsmanna í hættu.

Nýja síldarverksmiðju vantar. Norski samningurinn skapar atvinnuleysi.  Grein eftir Óskar Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306285&pageId=4648117&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

(Nasistablaðið) Íslensk endurreisn 17 júní 1933

Lögverndað eignarán. Grein eftir Óskar Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306286&pageId=4648118&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
---------------------------------------------------- 

(Nasistablaðið) Íslensk endurreisn 22 júní 1933

Hvernig verður framkvæmd norsku samninganna í sumar? 

Hvað kosta þeir þjóðina?  

Grein eftir Óskar Halldórsson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306287&pageId=4648124&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

(Nasistablaðið) Íslensk endurreisn 29 júní 1933

Hvar er sumaratvinnu að hafa? Togarar, línuveiðarar og mótorskip gætu haft næga sumaratvinnu, ef rjett væri á haldið. Væri ekki rjett að athuga Grænland fyrir vjelbátaútveginn ? 

Grein eftir Óskar Halldórsson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306288&pageId=4648127&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Íslensk endurreisn 19 ágúst 1933

Vandræði síldarfitvegsins í sumar. 

Síldveiðaflotinn liggur að mestu athafnalaus eftir 4—5 daga veiði. Til þess að hjálpa síldarútveginum þarf nýja síldarverksmiðju, er vinnur úr 4000 málum á sólarhring.

Grein eftir Óskar Halldórsson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306294&pageId=4648151&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Íslensk endurreisn 4. september 1933 - Umsögn:

Ný Síldarverksmiðja

Óskar Halldórsson útgerðarm. hefir hjer í blaðinu sýnt fram á það með ljósum rökum, að bygging nýrrar og stórrar síldarverksmiðju er hið mesta nauðsynjamál fyrir útveg landsmanna i heild sinni. Ó. H. er gagnkunnur útgerð, og hefir fengist við síldarútveg áratugum saman................................................. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306296&pageId=4648161&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Íslensk endurreisn 28 nóvember 1933

Verður línubátaflotinn aukinn um 8 skip? 

Viðtal við Óskar Halldórsson, útgerðarmann.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306309&pageId=4648208&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson%20%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Nýtt nasistablað: Ákæran 19. janúar 1934

Við erum ekki til sölu

Hvers vegna er ég þjóðernissinni?

Grein eftir Óskar Halldórsson: 

(Ath. sk 2017: Forvitnilegt, og svo var hann á skráður í framboð á E listanum, flokki þessara manna. Þetta vissi ég ekki fyrr en nú.)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=333477&pageId=5243351&lang=is&q=%D3skar
---------------------------------------------------- 

Blaðið Þjóðernissinnin í Vestmannaeyjum. 7 júní 1934

HVERS vegna kýs ég Óskar Halldórsson? 

Mér var það ánægjuefni er ég heyrði að Óskar Halldórsson yrði í kjöri í Vestmannaeyjum af hálfu þjóðernissinna, og vil ég gera grein fyrir því með nokkrum orðum............ 

Með þessum orðum hefst lofgrein um Óskar Halldórsson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=325518&pageId=5086612&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 19 júlí 1934

Keflavíkur-bryggjan.

Út af smágrein í blaði yðar í gær um að ég hafi flutt inn 14 Norðmenn til að vinna að bryggjugerð í Keflavík, leyfi ég mér að biðja yður um að birta eftirfarandi upplýsingar: Það er rétt, að 12 Norðmenn eiga að vinna þetta verk, auk 30 íslendinga, og mun það taka um 4 mánuði. —

Slík tegund mannvirkja sem þessi hefur ekki verið unnin hér á landi áður, og er landsmönnum ókunnug. Höfum við hvorki tæki né menn, sem kunna þetta verk. Maðurinn, sem tók að sér nokkurn hluta verksins, setti því það skilyrði, að hann fengi að hafa með sér 12 vana menn. Minna kæmist hann ekki af með og vildi ekki taka verkið að sér að öðrum kosti. Hefði þá ekkert orðið úr byggingu þessa mannvirkis.

Í fyrra vor mældi Sig. Thoroddsen verfræðingur upp þann hluta Vatnsnesvíkur, sem liggur fyrir innan hafskipabryggjuna í Keflavík, og reyndist botninn hraun og erfiður til bryggjubyggingar. Sig. Thoroddsen, sem er ráðunautur minn í þessu máli, mælti með tilboði þessa Norðmanns í byggingu hafnargarðsins, sem er bryggja um leið.

Sigurður Thoroddsen kvað sér það ljóst, að enginn mundi taka þetta verk að sér, nema með því að hafa nokkra vana bryggjugerðarmenn Þess skal einnig getið, að hreppsnefnd Keflavíkur fékk Finnboga R. Þorvaldsson verkfræðing til Keflavíkur og fékk umsögn hans um þetta tilboð, og ráðlagði hann hreppsnefndinni og mér að samþykkja það. Enn fremur skal tekið fram, að báðir verkfræðingarnir hafa látið þá skoðum í ljós, að við Íslendingar hefðum gott af að sjá og læra þessa nýu vinnuaðferð, sem ætti að geta komið okkur að gagni síðar. 

15. júní. Óskar Halldórsson.  

Ath. sk: Ég leitaði en fann ekki þennan greinarstúf sem Óskar vísar til.
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 3 Júlí 1934

Óskar Halldórsson og Hindisvík.

Óskar Halldórsson notaður þann tíma sem honum var ætlaður sem „frambjóðandi“ Þjóðernissinna til að tala í útvarpið, bæði kvöldin til þess að níða nefnd þá, sem atvinnumálaráðherra skipaði til að rannsaka hvar hentugast væri að koma upp nýrri síldarverksmiðju.

Níð Óskars Halldórssonar gekk út á að telja mönnum trú um að meirihluti verksmiðjunefndar hafi gert gegn betri vitund ráðlagt að reisa hina nýju verksmiðju á Siglufirði í því skyni, einu að kaupa Sveini Benediktssyni frið norður þar.

Meirihluti nefndarinnar hefur í ítarlegu áliti til atvinnumálaráðherra látið uppi ástæður fyrir tillögum sínum.

Að rannsókn lokinni komu einungis tveir staðir til greina. Siglufjörður og Strandir, og þá sérstaklega Ingólfsfjörður. Með það fyrir augum, að aðeins byggð ein bræðsla hallaðist meirihluti nefndarinnar í upphafi að Ingólfsfirði.

Við athugun kom í ljós að beinn byggingakostnaður yrði 200-300 þúsund krónum meiri á Ingólfsfirði en Siglufirði og Siglufjarðarbær bauð þar að auki að gefa eftir þau 200 þúsund, sem hún hefði þurft að greiða í vexti af. Auk þess bauðst Siglufjarðarbær til að gera tvær bryggjur svo úr garði að togarar gætu affermt þar síld, en það eitt hefði verið Siglufirði til foráttu, að togarar gætu ekki lagt þar síld á land.

Þá bauðst Siglufjarðarbær ennfremur að fylla upp lóð þá væntanleg verksmiðja á að standa á. Þessi tvenn síðarnefndu fríðindi má meta að minnsta kosti á 60 þúsund króna virði. Nefndinni var frá upphafi ljóst að ein verksmiðja var ekki nóg fyrir aðkallandi þörf útvegsins.

Við það að byggja verksmiðjuna á Siglufirði má telja að ríkinu sparaðist 450-550 þúsund krónur. Meiri hlutinn taldi þess vegna að með því að byggja á Siglufirði mætti spara svo mikið að unt væri að hefjast nú þegar handa um byggingu annarar verksmiðju og hefur nefndin eindregið lagt til að það verði gert og varið til þess þeim 300 þúsund krónum sem væntanlega verða eftir þegar búið er að byggja á Siglufirði, og að heimild verði útveguð fyrir því fje sem á vantar. Hefir meiri hlutinn lagt til að keypt verði ákveðið land á Ingólfsfirði í þessu skyni og þeirri verksmiðju komið upp eigi síðar en fyrir síldveiðar 1936.

Hinsvegar er brýn nauðsyn á að bæta úr verksmiðjuskortinum á Siglufirði, þar sem síld hjá ríkisbræðslunni einni hefir síðast liðin tvö ár skemst fyrir um 20-30 þúsund krónur á ári vegna þess, að verksmiðjan hafði ekki undan að bræða úr þrónum. Sjá menn af þessu, að meiri hluti nefndarinnar hefir haft fullkomna ástæðu fyrir tilögum sínum, og að ásakanir Óskars Halldórssonar á nefndina eru rakalausar.

Annars ætti Óskar Halldórsson að hafa hægt um sig í þessu máli, því að afskifti hans eru ekki á þann veg, að þau sjeu honum til sóma. Óskar Halldórsson benti nefndinni sem sje á einn stað fyrir nýja verksmiðju. Þessi staður er Hindisvík norðan á Vatnsnesi við Húnaflóa. Mælti Óskar mikið með þessum stað og lagði fram tilboð frá sjera Sigurði Norland eiganda Hindisvíkur.

Tilboð þetta er dagsett 18. apríl s.l. og voru höfuðatriði þau, að landeigandi bauðst til að byggja fyrir eiginn reikning nægilega stóran og langan varnargarð, sem byrjað skyldi á þegar í maímánuði og skyldi verkinu lokið í sumar. Garðurinn væri kominn það langt í júlí-mánuði að hafskip gætu afgreitt sig þar.

Þegar Óskar var spurður hvort peningar væru fyrir hendi, lét hann mjög líklega og gátu menn þess til að Óskar ætlaði a braska upp hlutafélagi til fjáröflunar. Sex dögum síðar skrifaði sjera Sigurður sjálfur nefndinni bréf sem hann ónýtir tilboð Óskars.

Óskar hafði reynt að telja nefndinni trú um að Hindisvík væri hinn ákjósanlegasti staður fyrir síldarverksmiðju, en er staðurinn var skoðaður kom í ljós, að enginn kostur fyrirfanst þar, en hinsvegar gnægð ókosta og hefir Hindisvík verið dæmd af öllum alls óhæf til þessara hluta. Skal eigi Um það sagt hvort Óskari hefir komið þetta á óvart, eða ekki, hitt er víst, að hann þekti ekki hið minsta til staðarins er hann mælti með honum og hafði enda aldrei komið þar.

Hafnarfirði, 22. júní. Loftur Bjarnason,

Ath sk 2017 - Ekki mun Óskar í þessu máli hafa verið sjálfum sér samkvæmur, með tilliti til orða hans, í grein í blaðinu Vísir frá  8. mars 1925 :>

 „Siglufjörður sjálfkjörinn. - Miðstöð síldarsöltunarinnar og verksmiðjanna er Siglufjörður sjálfsagður, og um að gera að draga sem mest af þessu á einn stað, því að það er bæði ódýrast og hagkvæmast.“
---------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 20 júlí 1935 – Neðanrituð orð er upphaf fróðlegrar greinar eftir Svein Benidiktsson, í blaðinu Siglfirðingur, Siglufirði árið 1935

Þróun síldarverksmiðja ríkisins.

Þrír menn áttu drýgstan þátt i því að ríkið byggði fyrstu síldarverksmiðjuna: Óskar Halldórsson, útgerðarmaður. sem um margra ára skeið skrifaði í dagblaðið „Vísi" hverja greinina á fætur annari um nauðsyn þessa máls. Magnús heitinn Kristjánsson, síðar ráðherra, sem Óskar vann til fylgis við málið.

Magnús aflaði málinu fylgis meðal þingmanna meira en nokkur maður annar. Jón Þorláksson , er rannsakaði fyrir ríkisstjórnina möguleika fyrir byggingu síldarverksmiðju, er ríkið léti reisa. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=340820&pageId=5361214&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

SK: Óskar hefur verð með söltun víða annarsstaðar en á Siglufirði, til dæmis í Keflavík, Sandgerði, Grundarfirði og Stykkishólmi á sama tíma 1935) -
---------------------------------------------------- 

Ameríkuferð: Viðtal við Óskar Halldórsson útgerðarmann.

Óskar Halldórsson útgerðarmaður er nýkominn heim úr Ameríkuferð og hefir fréttaritari blaðsins átt tal við hann um þessa vesturför hans og sagðist honum þannig frá:  

Ég kom til New York 24. nóv. og hef ég aldrei verið hræddari um líf mitt en þá fáu daga, sem ég dvaldi þar.

Hvergi hef ég séð annað eins bílaþvarg og þar — og þó það væri óslitin bílaröð, eins langt og augað eygði, þá virtist mér, að hver einstakur bíll æki eins hratt og orka hans leyfði. Það er ýkjulaust, að Ameríkumenn aka eins og fantar, og feitum mönnum og þungum á sér eins og mér er allsstaðar hætta búin!

Með þessum orðum hófst viðtalið sem blaðið Ísland átti við Óskar. Blaðið dagsett þann 6. mars 1937 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=306683&pageId=4657837&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
---------------------------------------------------- 

Víðir 24. mars 1937

Þorskroð útflutningsvara. Hinn djarfhuga útgerðarmaður Óskar Halldórsson, hefir nýlega sent til Ameríku nokkur tonn af söltuðum þorskroðum, sem hann hafði keypt af sænska Frystihúsinu í Reykjavík, en þar féllu roðin til við fiskflökun, Líklegt er talið að sæmilegt verð fáist fyrir roðin, því þau eru notuð til límframleiðslu. Nú er fyrir löngu hætt að hirða þorskroð nema sem næstum verðlausan úrgang, eða þá blátt áfram fleygt.

En það er hinn mesti misskilningur, sem sumir hugsa, að þorskroð hafi aldrei verið hirt hér sem nytjavara, því það eru ekki meira en fjörutíu til fimtíu ár síðan að þorskroð voru hirt, eins og hver annar matur. Þau voru étin með fiskinum soðnum, bæði söltuðum og nýjum, og þóttu jafn góð og fiskurinn. Nýlegar rannsóknir telja roðin vítamínríkari en fiskinn, og læknisfræðin hvetur menn til að éta þau. Af hörðum fiski var heldur engu roði fleygt.

Þau voru étin hörð með fiskinum, eða glóðarsteikt. — „Éta skaltu roðið teygt en ekki steikt, viljirðu verða sterkur," sagði álfkonan. Stundum voru hörðu roðin súrsuð og þóttu ágætur matur. Nú mun að mestu hætt að nota roðin upp á gamla mátann. Á því Ó. H. þökk fyrir tilraunina, að gera þau verðmæt á annan hátt.
---------------------------------------------------- 

Stormur 9. apríl 1937

UMRÆÐURNAR UM ATVINNUMÁLIN

Frásögn af útvarps-umræðuþætti sem fram fór í Ríkisútvarpinu, meðal annars eftirfarandi:

Óskar Halldórsson talaði hressilega og lýsti vel öllu nefnda- og haftafarganinu. Hann sagði, að ómögulegt væri orðið að lifa hér vegna skattabrjálæðis, innflutningshafta, nefnda og ráða. Stalín eða Rússar með öllu sínu skriffinskufargani heimtuðu 12 fylgiskjöl með hverri sendingu af síld og hefði íslenskum síldarútflytjendum þótt það broslegt. En síldargeneralinn hér, Finnur Jónsson, gengi enn lengra.

Hann heimtaði 14 fylgiskjöl í öllum regnbogans litum með hverri sendingu. — Og svo þegar búið væri að útfylla öll þessi skjöl, þá kæmi gjaldeyrisnefnd og ýmiskonar ráð og nefndir til skjalanna og drægi alt á langinn. Aðferð þessara nefnda og ráða væri líkast því, sem Landsbankinn hefði, er keypti víxil að haustinu, sem komið væri með til hans að vorinu. —

Og loks kæmi svo Síldarútvegsnefndin og bannaði öllum að selja. Hann sagði, að það þyrfti að leysa upp allar þessar nefndir og skipulagsvitleysu, sem eyðilegði alt framtak og þor athafnamanna þjóðarinnar. — Best mundi hafa verið, að ekkert Alþingi hefði verið hér starfandi síðustu 10 árin, því að störf þess hefðu mestmegnis snúist að því, að leggja hlekki um fætur frjálsra manna.

Vafalaust mun mörgum loðmullu og grautarheilanum hafa fundist, að Óskar kvæði of sterkt að orði og færi með öfgar, en í raun og veru var ekkert ofmælt af því, sem hann sagði. — Það eru miljónir króna, sem fara í skriffinsku og nefndafargan, sem gerir ekki annað en bölvun og er að , kæfa alt heilbrigt atvinnulíf í þessu landi.
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 22. október 1937

Markaður í Ameríku sem Síldarútvegsnefnd lokaði.

Frásögn Óskars Halldórssonar, um viðskifti hans við Finn Jónsson og samninginn við Oxenbergsbræður.

Grein Haraldar Böðvarssonar um viðskifti hans við síldarútvegsnefnd og frásögn Kristjáns Einarssonar eru orð í tíma töluð, sagði Óskar Halldórsson útgerðarmaður, er tíðindamaður blaðsins hitti hann hjer á dögunum.

Því sannleikurinn er, að svör síldarútvegsnefndar til útvegsmanna eru oft fyrir neðan allar hellur. Hefi jeg oft orðið gramur yfir þeirri meðferð, enda tapað stórfje á því, hvernig nefndin hefir hagað sjer.

Þetta er uppaf viðtals Morgunblaðsins við Óskar. Viðtalið má lesa hérna frá tenglinum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=104322&pageId=1234507&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

„Svar“ við ofanrituðu frá Finni Jónssyni í Alþýðublaðinu 23. október má lesa hér: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=53384&pageId=973869&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

Og andsvar Óskars í Morgunblaðinu 3. nóvember 1937

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=104332&pageId=1234589&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
----------------------------------------------------

Lesbók Morgunblaðsins 6 júlí 1941

Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, segir frá ýmsu, sem fyrir hann hefir borið 

Í lífsins ólgusjó – Meðal annars þetta:

Sagan um stafinn. 

En hefi jeg nokkurntíma sagt þjer söguna um stafinn. Hún yrði að vísu nokkuð löng, ef jeg ætti að segja hana alla. Það var veturinn 1919—20 að jeg var í Höfn og gekk oft fram hjá búðarglugga á „Strikinu", þar sem var stafur einn með silfurhún er mjer leist sjerlega vel á. Stafurinn kostaði 105 krónur. Jeg var ekki sjerlega vel peningaður þá, og kom mjer lengi vel ekki að því að spandjera því fje fyrir stafinn.

En samt varð úr að jeg keypti hann. Tók jeg svo miklu ástfóstri við þennan staf, að mjer hefir aldrei þótt eins vænt um neinn dauðan hlut. Jeg mátti helst aldrei af stafnum sjá, fanst það boða óhamingju ef jeg misti af honum. En oft kom það fyrir að jeg skildi hann eftir hjer og þar í ógáti, ellegar ýmsir, sem með mjer voru, rændu honum frá mjer til að skaprauna mjer, af því þeir vissu hve ótrúlega mikils mjer þótti um vert að hafa stafinn.

En þó jeg þannig misti af stafnum, gat jeg venjulega gengið að honum þar sem hann var. Fann það á mjer hvar hans var að leita. Einu sinni tók kunningi minn einn, stafinn af mjer og vildi ekki skila mjer honum aftur. Jeg sagði þá beinlínis við hann, að hann skyldi ekki hafa neitt gott af þessu. Það myndi sannast, að meðan hann hefði stafinn í óþökk minni, þá skyldi illa fara fyrir honum. Fám dögum síðar kom hann, og bað mig að taka stafinn og fyrirgefa sjer. Honum hafði fundist orð mín hrapallega koma fram. Hann lenti í svo óþægilegri klípu, að hann ljet stafinn í friði eftir það....

Sagan um stafinn er öllu lengri, en staðar numið hér. Frásögnina alla má lesa hér:  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240182&pageId=3274250&lang=is&q=%F3skar%20Halld%F3rsson (verðug lesning)
----------------------------------------------------

Ægir 1. ágúst 1942  og Siglfirðingur 7. Ágúst 1942

Sveinn Benediktsson:

Tuttugu og fimm ára starfsafmæli Óskars Halldórssonar, frumkvöðuls að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins.

Hinn 10. júní s. 1. voru liðin 25 ár síðan Óskar Halldórsson hóf fyrst starfrækslu sína í Siglufirði. Hann kom þangað ölum ókunnugur í þeim tilgangi að kaupa þar þorskalifur og bræða hana sjálfur. Áhöldin hafði hann með sér, en þau voru 2 lifrabræðslupottar, 10—15 tóm föt, dixill og drífholt.

Auk þess hafði hann einnig i fórum sínum nokkur hundruð krónur í peningum. Strax sama morguninn og hann kom, keypti hann lóð fyrir 300 krónur af Bessa gamla, við Álalækinn, undir lifrahræðsluskýlið, keypti í það efni, fékk smið til að reisa það, og um kvöldið var „Fabrikkan" komin upp og í fullum gangi.

Óskar gerði sjálfur allt í senn, keypti lifrina í samkeppni við Helga Hafliðason og Gránu, sótti hana á stöðvarnar um alla eyrina og inn undir Bakka, bræddi hana og setti lýsið á föt og var sinn eigin beykir. Lifrina varð hann að flytja til bræðsluskýlisins með þeim hætti, að setja hana á föt og velta þeim síðan eftir bryggjum og blautum götunum að skýlinu, því að ekki var að ræða um vagna, og því síður bíla, á þessum tíma, til slíkra flutninga.

Óskar vann bug á öllum örðugleikum, fékk mikla lifur að bræða, réði sér aðstoðarmann við bræðsluna og hafði af henni allgóðan hagnað. Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan þetta gerðist. Óskar Halldórsson hefur meiri hluta þess tímabils verið einn helzti atvinnurekandi í Siglufirði. Hann hefur rekið síldarsöltun og útgerð í stórum stíl, og frystingu á beitusíld í stærri stíl en nokkur annar.

Hann keypti stöðina i Bakka, yztu stöðina við fjörðinn. Þar brotnuðu bryggjurnar og söltunarpallarnir árlega. Umfram þau vandræði, sem aðrir áttu við að stríða, og mörgum riðu að fullu, varð Óskar, eins og Egill Stefánsson hefur komizt að orði: „Að byggja nýja síldarstöð árlega", og var það sannarlega ekki heiglum hent á þeim árum.

Hann hefur átt drjúgan þátt í byggingu og rekstri íshúsa og hraðfrystihúsa í Siglufirði, Ólafsfirði, Reykjavík, Sandgerði og Vestmannaeyjum. — Hann lét byggja hafskipabryggjuna í Keflavík. — Allt þetta nægir til þess að setja Óskar á bekk með athafnamestu mönnum í landinu. Óskar hefur tekið mestan þátt í þeim hluta atvinnuvega landsmanna, sem voru áhættusamastir fjárhagslega, síldarsöltun og síldarútgerð, enda hefur hann oft átt við mjög mikla fjárhagsörðugleika að stríða, En hann hefur aldrei látið hugfallast. —

Óskar er allra manna hugkvæmastur, og sér alltaf margar leiðir út úr ógöngunum. Óskar hefur ekki aðeins fundið leið til þess að geta haldið rekstri sjálfs sín gangandi þau mörgu kreppu- og vandræðaár, sem hann hefur verið atvinnurekandi og koma honum á réttan kjöl, heldur hefur hann einnig fundið úrræði fyrir aðra. Allir sáu það vandræða ástand, sem ríkti í síldarútvegi landsmanna, meðan hann byggðist eingöngu á síldarsöltunum og hinum smáu síldarhræðslum útlendinga.

Þeir, sem við útveginn fengust, urðu flestir gjaldþrota annað eða þriðja hvert ár. Enginn sá leiðina út úr ógöngunum, fyrr en Óskar Halldórsson. Hann lagði, vorið 1924, fram tillögur sínar til úrbóta í ítarlegri blaðagrein, sem hann birti í daghlaðinu Vísi í Reykjavík. Þar leggur Óskar til, að ríkið reisi síldarverksmiðjur, sem taki við síldinni til vinnslu af framleiðendum, sjómönnum og útgerðarmönnum og greiði sannvirði fyrir hana, miðað við afurðaverð og vinnslukostnað.

Óskar fylgdi málinu fast eflir, ritaði um það margar greinar og ræddi um það á fundum útgerðarmanna og Fiskifélagsins. Þótt málið mætti mikilli mótspyrnu m.a. frá fyrrverandi forseta Fiskifélagsins og tómlæti hjá öðrum, tókst Óskari fljótlega að vinna marga áhrifamenn til fylgis við málið, þar á meðal Magnús heitinn Kristjánsson, síðar ráðherra. Hann bar fram þingsályktunartillögu. um rannsókn málsins árið 1927.

Rannsóknin var síðan falin Jóni heitnum Þorlákssyni, sem leysti hana fljótt og vel af hendi. Lögin um byggingu fyrstu síldarverksmiðju ríkisins voru samþykkt 1928, og verksmiðjan reist 1930. Ég fullyrði, að án frumkvæðis og íhlutunar Óskars Halldórssonar hefði þessi fyrsta ríkisverksmiðja ekki verið reist á þessum tíma, og þar sem þá fóru krepputímar í hönd, sé algerlega óvíst, hvort orðið hefði úr byggingu ríkisverksmiðjanna, enn sem komið væri, ef ekki hefði þá verið riðið á vaðið.

Með þessu frumkvæði sínu hefur Óskar Halldórsson unnið síldarútveginum og þjóðinni í heild ómetanlegt gagn. Fyrir þetta afrek verður nafn hans skráð efst á blaði, er þeirra verður minnst, sem unnið hafa að framförum og eflingu síldarútvegsins síðustu 25 árin. Óskar Halldórsson festi í fyrra kaup á þeim hluta Bakkevigsstöðvarinnar gömlu í Siglufirði, sem enn var eftir, og nú fyrir skömmu hefur hann keypt íshúseignina af Ásgeiri Péturssyni fyrir 300 þúsund krónur. Þessar eignir liggja hvor að annarri.

Óskar er nú búinn að fá leyfi ríkisstjórnarinnar til þess að reisa á þessum stað nýja síldarverksmiðju með 5000 mála afköstum á sólarhring. Ég vil að lokum óska þess, og ég veit að ég mæli fyrir munn margra, að Óskari takist að koma upp þessari nýju verksmiðju, og að hún verði honum jafn gagnvænleg, að sínu leyti, og ríkisverksmiðjurnar, — sem byggðar voru samkvæmt tillögum hans, — hafa orðið öðrum. 
----------------------------------------------------

Vísir Sunnudagsblað 6. september 1942

Baslið og erfiðleikarnir þroska mann.... Segir Óskar Halldórsson útgerðarmaður.

— Viltu ekki segja okkur eitthvað frá því, er þú komst fyrst hingað til Siglufjarðar? — Á hverju vori, þegar ég kem til Siglufjarðar og hitti Andrés Hafliðason, hefir hann i hvert skipti og við höfum, hitzt og heilsazt látið fylgja sömu setninguna:

„Ég gleymi því aldrei, er þú komst fyrst til Siglufjarðar", og svar. mitt hefir alltaf verið það sama, að því gleymi ég heldur aldrei, þegar ég hitti hann fyrst, því það er svo eftirminnilegur dagur i lífi mínu. Og er ég kom hingað í sumar minnti Andrés mig á, að nú væru liðin 25 ár síðan ég kom fyrst til Siglufjarðar með lifrarbræðsluáhöldin, og að hann hafi þá verið innanbúðarmaður í Gránu................    Upphaf „viðtals.“ Restina má lesa hér og skoða ma. ljósmyndir. Mjög fróðlegt efni. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=253973&pageId=3543473&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

----------------------------------------------------  

Morgunblaðið 30 apríl 1943

Eru aflafrjettir landráð? – Spyr Óskar í grein:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106029&pageId=1248252&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson 
-----------------------------------------------------   

Morgunblaðið 17 júní 1943

Óskar Halldórsson fimtugur

ÓSKAR HALLDÓRSSON útgerðarmaður er fimtugur í dag. Hann byrjaði snemma að vinna fyrir sjer, var sendur í sveit til þess að hann gæti þar fullnægt athafnaþrá sinni, og síðan til Danmerkur til þess að læra garðyrkju. Um tvítugs aldur ræktaði hann blómkál og aðrar gagnplöntur uppi í Mosfellssveit. Þá hafði jeg fyrst fregnir af þessum upprennandi manni, t. d. að hann væri svo mælskur, að hann gæti haldið klukkutíma ræðu yfir hverju kálhöfði, er gægðist upp úr moldinni.

Nokkrum árum seinna, á svipstundu að heita mátti, var hann orðinn einn af meiri háttar útgerðarmönnum landsins, gat bæði grætt og tapað svo háum upphæðum, að hvern meðalmann gat svimað af að heyra þær nefndar.
Í millitíð hafði hann fengist við lýsisbræðslu, í smáum stíl til að byrja með, eins og sagan bendir til, þegar hann lagði á Hellisheiðina með hest í taumi og hafði bræðslu- áhöldin á klárnum, lenti í hríð og ófærð, klárinn festist í skafli, og keröldin fóru upp af klökkunum og ultu út í fönnina.

En Óskar hafði sig upp á eigin spýtur út úr sköflunum og hríðinni í það sinn. Og eins hefir honum tekist það síðar í lífinu. Óskar Halldórsson er barn sinnar tíðar, og að ýmsu leyti svipaður hinum nýlátna merkismanni Ásgeiri Pjeturssyni. Hann leggur út á starfsbrautina með tvær hendur tómar, athafnaþrána og brjóstvitið í veganesti. Hann er að lundarfari alþýðunnar maður, en stórbrotinn í fyrirætlunum. Fyrir honum vakir ekki fjársöfnun. Hann stefnir að því, að koma hreyfing á atvinnulífið, fá iðjulitlum arðbæra vinnu, sjá fyrirtæki vaxa, og verða öllum er við þau vinna til blessunar.

Fyrirætlanir hans urðu stundum loftkastalakendar. En með aldrinum tekst honum að byggja „kastala" sína á traustari grundvelli Reynslan hefir verið skóli hans, stundum dýr, en aldrei svo að hann hætti þar námi og gæfist upp. Mjer dettur ekki í hug að telja hjer starfsferil hans. því vonandi á hann eftir að bæta þar við mörgum kapítölum.

Kem kannske að því seinna. Honum væri heldur engin þægð í því. Jeg hefi þekt Óskar í mörg ár, og komist að þeirri niðurstöðu, að eftir því sem menn kynnast honum betur, verður mönnum hlýrra til hans. Þeir, sem þannig eru gerðir eiga með sjer fjársjóð, sem hvorki verðhrun —, persónulegt mótlæti eða heimskreppa geta frá þeim svift. 

V. St
-----------------------------------------------------

Ótrúlega margar afmælisgreinar voru birtar í tilefni 50 ára afmælis Óskars Halldórssonar. En að sjálfsögðu fór lítið fyrir slíku í kommablöðunum og einhverjum öðrum blöðum sem vinstri menn stýrðu, þeir hötuðu Óskar Halldórsson, ef taka má mark á hinum neikvæðu (aldrei jákvæðu) skrifum þeirra af verkum og gerðum Óskars.

Hér má tvær afmælisgreinar: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=333352&pageId=5236917&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

---------------  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=288518&pageId=4226633&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
-----------------------------------------------------

Morgunblaðið 23 mars 1944

YFIRLIT UM AFLA VERSTÖÐVANNA eftir Óskar Halldórsson – Yfirgripsmikil grein um flestar fiskihafnir landsins

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106296&pageId=1251350&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
-----------------------------------------------------

Morgunblaðið 13 apríl 1944

Fiskibátar og síldarverksmiðjur. 

Þurfum 100 nýja báta og aukningu síldarverksmiðja.

Grein eftir Óska Halldórsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106310&pageId=1251515&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson  
----------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 24 júlí 1954

Íslendingar hafa keypt 9 notaða vjelbáta í Svíþjóð Erfiðleikar útgerðarinnar í Danmörku og Svíþjóð Viðtal víð Óskar Halldórsson.

ÓSKAR HALLDÓRSSON útgerðarmaður kom heim á sunnudag flugleiðis frá Svíþjóð. Fór hann til Norðurlanda með Esju til að kynna sjer horfur á báta kaupum og kynna sjer önnur útgerðarmál. Hann dvaldi í Danmörku meðan Esja stóð þar við, en fór síðan með skipi til Gautaborgar og dvaldi 3 vikur í Svíþjóð.

Blaðamaður frá Morgunblaðinu hitti Óskar sem snöggvast að máli í gær og spurði hann frjetta af útgerðar málum Dana og Svía og önnur almenn tíðindi.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106668&pageId=1255948&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
-----------------------------------------------------  

Reykjavíkurbær stuðlar að útgerð nýtísku skipa - ekki að útgerð kommúnistakláfa frá 1883.

Kommúnistar hefja útgerð með aðstoð Siglufjarðarbæjar. —

Gömul hró með nýjum nöfnum. Á þessu ári hafa menn sjeð sýnishorn af útgerð kommúnista á „Falkur" og „Arthur", en skipum þessum hafa þeir gefið ný nöfn eins og flokki sínum og nefna þau „Siglunes" og „Milly". „Falkur" er gamall færeyskur hvalveiðakláfur bygður árið 1912. „Arthur", er bygður árið 1883. Stórskemdist hann af bruna í fyrra.

Eftir það ljet þáverandi eigandi skipsins, Óskar Halldórsson, það liggja umhirðulítið og mun hafa ætlað hið sviðna skipshró til niðurrifs.
Ekki varð úr því, að „Arthur" yrði rifinn, því að kommúnistar á Siglufirði keyptu flakið. Báðar þessar fleytur hafa kommúnistar látið gera við með ærnum kostnaði og notið til þess aðstoðar m. a frá Siglufjarðarbæ.

Þetta og fleira málinu tengt, kemur fram í grein í Morgunblaðiðnu frá 20. desember 1945

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106795&pageId=1257644&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------- 

Íslendingur 2 ágúst 1946

...........Nýlega hefir Óskar Halldórsson útgerðarmaður, er fengizt hefir við síldveiðar um 30 ára bil, látið þá eftirtektarverðu skoðun í ljós, að í rauninni væri öll sumur mikil síld hér við land, en síldarleysissumrin væri raunverulega aðeins veiðileysissumur vegna óhentugra veiðarfæra. Er nú mikill hugur í útgerðar mönnum að finna hentugri veiðarfæri, sem náð gætu síldinni á mismunandi dýpi á fljótvirkan hátt.

Á þessu sumri verður í því skyni gerð tilraun með nýja tegund síldarvörpu, er sænskur skipstjóri hefir fundið upp. Með henni er hægt að veiða síld, sem veður, og eins, þótt hún sé niðri í sjó. Tveir sænskir bátar og áhafnir hafa verið fengnir til tilrauna þessara, og höfundur vörpunnar stjórnar veiðunum. Færri menn mun þurfa á hvorn þessara bátá en hér hefir tíðkazt. Ef vel tekst, má búast við, að síldveiðar okkar breytist verulega og meiri öryggi skapist gegn veiðileysi...................

Hluti greinar um síldina úr blaðinu Íslendingur.
-----------------------------------------------------

Morgunblaðið 10 júní 1947 – Steinskip (steinprammar) – einnig getið um á nokkrum stöðum á tenglinum  „Óskar, myndir og fleira

Óskar Halldórsson segir frá steinskipakaupum í Englandi 

BLAÐIÐ hitti Óskar Halldórsson útgerðarmann að máli í gær og spurði hann frjetta. Kvaðst hann hafá komið með Dronning Alexandrine til bæjarins fyrir nokkrum dögum, en væri bráðlega á förum af landi burt aftur. Væri ferðinni heitið til Englands um næstu helgi.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=107236&pageId=1263771&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------- 

Vísir 9 maí 1949

Einn er sá maður hér á landi, sem öllum öðrum er færari til að leysa úr þessum málum, en það er Óskar Halldórsson. Hefir hann unnið þjóð vorri ómetanlegt gagn með brautryðjendastarfi sínu á ýmsum sviðum, og þekkir öllum mönnum betur markaði og markaðsmöguleika. Ættu þeir, er hefja vildu veiðar við Grænland, að leita í tíma ráða hjá Óskari, og hafa, ef þess væri kostur, samstarf við hann. Mun það vel gefast..................

Hluti af grein eftir Dr. Jón Dúason.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=81143&pageId=1166904&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
-----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 28 maí 1949

Íslenskt brúðkaup, sem vekur athygli í dönskum blöðum. Frá fréttaritara Alþýðubl.

KHÖFN í gær. SÍÐDEGIS í DAG (föstudag) voru gefin saman í hjónaband í Taarnbykirkju á Amager ungfrú Erna Óskarsdóttir Halldórssonar útgerðarmanns og Jón Ólafsson lögfræðingur. Er- brúðkaup þetta gert að umræðuefni í dönskum blöðum, sem gefa skýringu á því, hvers vegna Taarnbykirkja hafi orðið fyrir valinu. Faðir brúðarinnar, Óskar Halldórsson........

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=65646&pageId=1082243&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 10. nóvember 1949

Stórbruni í Sandgerði - Verslunar- og íbúðarhús brennur Allir sem í því voru björguðust ómeiddir.

Hluti frásagnar: ....................... Þegar eldsins varð vart. Eldsins varð vart milli klukkan 5 og 6, en sá, sem hans varð var, er Zóphónías Árnason verkstjóri við söltunarplan Óskars Halldórssonar útgerðarmanns, en allt fólkið sem bjó í húsinu, starfar við söltunarplan Óskars. Það var fyrsta verk Zóphóníasar að vekja allt samstarfsfólk sitt, og húsbónda sinn, Óskar Halldórsson. Fólkið komst allt út, en gat litlu sem engu bjargað af eigum sínum, er það hafði þarna hjá sjer.

Óskar Halldórsson var meðal þeirra allra síðustu er komust út úr hinu brennandi húsi. — Hann missti einnig allt það, sem hann hafði haft meðferðis suður þangað............

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=107984&pageId=1274240&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson  

Víða var skrifað um þennan bruna, meðal annars í Faxa þann 1 desember:      http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=331079&pageId=5178650&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
---------------------------------------------------- 

Árið 1950 var Óskar Halldórsson langhæsti útsvargreiðandi á Siglufirði, með kr.49.115,-

Næst kom Olíuverslun Íslands (BP) með 47.850,- Aðrir umtalsvert minna.

----------------------------------------------------

Ægir 1. mars 1952 – Niðurlag fréttar um eldsvoða.

Bruni í Grindavík.

Talið er, að lýsið, sem þarna fór forgörðum, hafi verið 80—100 smál. og mjölið nokkuð á annað hundrað smál. Gizkað er á, að þarna hafi því eyðzt í eldi framleiðsluvörur, er nema 1.5 millj. kr. að andvirði. Óskar Halldórsson & Co. átti lifrarbræðsluna, en Fiskmjölsverksmiðjan var eign Grindvíkinga. Þessi bruni veldur Grindvíkingum miklum erfið- leikum, þar sem nú verður að flytja öll bein og alla lifur til vinnslu annars staðar.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313027&pageId=4864315&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

Nánari lýsing í Morgunblaðinu 16 mars 1922:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=108709&pageId=1284239&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson

----------------------------------------------------

Morgunblaðið 18 apríl 1952

Hluti af stærri frétt um veiðar Færeyinga:

Reykjavík. Allmargar færeyskar skútur, er verið hafa á veið- um hér við land undanfarið. Óskar Halldórsson útgerðarmaður, annaðist fyrirgreiðslu fyrir mörg þessara skipa, bæði við útvegun vista og beitu. Gefst honum þá tækifæri til að ræða við hina færeysku skipstjóra um vertíðina......

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=108733&pageId=1284592&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Morgunblaðið 7. ágúst 1952

Annað eins síldarleysissumar hefir ekki komið s.l. 35 ár Rekstrartap síldarútvegsins margir tugir milljóna.

RAUFARHÖFN, 6. ágúst. — 

Þau 35 ár, sem ég hefi verið við síld riðinn, hefir aldrei fyrr komið síldarleysissumar eins og það, sem liðið er af þessu sumri, sagði Óskar Halldórsson, er blaðið leitaði upplýsinga hjá honum um síldveiðina. — Það er svo einstakt, að söltunarstöðvar og síldarverksmiðjur við Húnaflóa hafa ekki fengið eina einustu síld í sumar, og bátar, sem stunda þorskveiðar frá Skagaströnd hafa þurft að sækja frosna síld á bílum til Siglufjarðar til þess að hafa í beitu..............

Hluti af stærri frétt/viðtali:...........

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=108822&pageId=1285882&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
---------------------------------------------------- 

Þjóðviljinn 20 nóvember 1952 – Hluti af langri grein eftir J.B.

 „JARLINN ÓSKAR HALLDÓRSSON" 

Innst við Raufarhöfn standa mikil hús og stór bryggja. Úr alllangri fjarlægð má lesa áletrun húsa þessara: Jarlinn Óskar Halldórsson. Það er ekki fyrr en komið er nær að hægt er áð sjá að á eftir orðinu Jarlinn er skotið stöfunum s.f.

En þarna hittir maður loks einn saltanda sem ekki hefur þurft að skríða undir pilsfald ríkisverksmiðju né sýslukaupfélags.
Óskar Halldórsson kvað hafa byggt hús sín og bryggju sjálfur.

Og geta skal þess sem gert er: Þetta er eina söltunarstöðin sem þak er yfir svo síldarstúlkurnar þurfa ekki að standa úti í hvaða veðri sem er.
Og einmitt undir ágústlok sl. sumar, þegar vonlaust var orðið um síldarsöltun á Raufarhöfn, lét Óskar Halldórsson vinna langt fram á kvöld við smíði nýrrar bryggju. Nú er svo komið á landi hér að slíkt áræði er hressandi að sjá.
--------------------------------
SK> Merkilegt að ofanritað komi frá „Þjóðviljanum“ – Þarna er meðal annars verið að bera saman Svein Ben og fleiri á Raufarhöfn, sem höfundur telur ekki menn til að bjarga sér sjálfir, heldur leiti til hins opinbera og.....

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=214511&pageId=2762020&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson%20%D3skar%20Halld%F3rsson 
---------------------------------------------------- 

Tíminn 21 nóvember 1952

Jón Kjartansson, bæjarstjóri: Frystihúsmál Siglfirðinga.

Óskar Halldórsson útgerðarmaður, hefir ritað tvær greinar í Morgunblaðið á þessu ári, um framtíðarrekstur togara Siglufjarðarkaupstaðar og frystihús það í Siglufirði, sem nú er verið að stofnsetja á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og hefir hann áhyggjur út af hvoru tveggja.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=59069&pageId=1016973&lang=is&q=%D3skar%20Halld%F3rsson
----------------------------------------------------

Mjölnir 21. janúar 1953 - og mörg önnur blöð og tímarit birtu fregnina um andlát Óskars Halldórssonar.

Óskar Halldórsson látinn

Þann 15. þ. m. flutti útvarpið þá fregn, að Óskar Halldórsson útgerðarmaður væri látinn. Óskar Halldórsson var landskunnur maður, sem á margan hátt hefur komið mjög við atvinnusögu Íslands síðustu 20—30 ár. Hér á Siglufirði var Óskar þekktur mjög, hann var lengi einn af stærstu atvinnurekendum bæjarins og hafði oft mörg járn í eldinum á sviði atvinnurekstrar síns til sjós og lands. 
----------------------------------------------------

Sjómannablaðið Víkingur 1. mars 1953

ÓSKAR HALLDÓRSSON ÚTGERÐARMAÐUR

Minningarorð:

Hinn 15. janúar 1953, barst sú harmafregn til þjóðarinnar, að Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, Ingólfsstræti 21 í Reykjavík væri dáinn. Saga þjóðarinnar mun ávallt geyma minningu hugsjóna-, framkvæmda- og drengskaparmannsins Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Óskar var fæddur á Akranesi 17. júní 1893.

Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir Ottesen og Halldór Guðbjarnarson, bátaformaður á Akranesi. Ungur fór Óskar í búnaðarskólann á Hvanneyri. 15 ára var hann útskrifaður búfræðingur. — 16 ára fór Óskar til Danmerkur. Hjá bónda þeim á Amager, sem hann vann hjá, fékk hann harðan skóla, krafðist því ætíð mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum, fór snemma á fætur og seint að sofa.

Ástundaði alla æfi langan vinnudag. Óskar stundaði garðyrkjustörf hér heima árin 1913— 1914 og ræktaði fyrstur manna tómata á Íslandi, svo vitað sé. Óskar vann, sem plæingamaður, hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, og gaman var að sjá glampann í augum hans, er hann sýndi sáðslétturnar sínar og sagði frá vinnubrögðum þeirra tíma. —

Síðan fór hann í þann góða skóla, að bræða þorskalifur. Slor og grútur voru engin skammaryrði í hans munni. Til Siglufjarðar kom hann fyrst með lifrarbræðslupottana tvo og 15 tómar lýsistunnur árla morguns 10. júní 1917. Óskar Halldórsson leit Siglufjörð fyrst frá hafinu. Sjálfur lýsir hann því þannig: „Snemma morguns — klukkan að ganga 6, hinn 10. júní, er ég vaknaður og sé þá inn í mynni Siglufjarðar, Siglunes á bakborða, Strákarnir á stjórnborða. Sjórinn spegilsléttur, sól og hiti, fjöllin há og tignarleg á báðar hliðar.

Hafði ég engan fjörð séð fallegri fyrr, að undanteknum Dýrafirði". Andrés Hafliðason varð fyrstur manna á Siglufirði til að leiðbeina Óskari um staðsetningu lifrarbræðslutækjanna. Eftir þriggja tíma veru var Óskar orðinn lóðareigandi og byrjaður að byggja hús við Álalækinn. Árið eftir byrjar Óskar síldarsöltun og síðar útgerð. Ekki valdi Óskar Halldórsson sér bezta plássið í höfninni.

Ó, nei. Við brimsorfna kletta út við Bakka, þar sem úthafsaldan var kraftmest og ísrekið mest, byrjaði hann síldarsöltun. Um margra ára skeið gekk hann undir nafninu Óskar á Bakka. Sjálfur segir hann: „Ég var stundum undir bakkanum og stundum ofan á honum, því jafnan valt á ýmsu í síldarútveginum, þangað til síldarverksmiðjurnar komu til sögunnar."

Af veru sinni á Bakka hefur Óskari ábyggilega hugkvæmst margt í sambandi við bryggjubyggingu og hafnarumbætur. — Enda eins og alþjóð veit, athafna samur um þau mál, og mörg byggðarlög landsins njóta þess í dag, þó Keflavík á Reykjanesskaga muni þar af bera. Óskar Halldórsson vissi vel, að síldin er gullið Íslendinga. Þessi mikli gullgrafari benti því öðrum mönnum fremur á leiðir til að notfæra sér þennan auð. Óskar Halldórsson átti hugmyndina að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins og allri þeirri stóriðju, sem við þær eru bundnar.

Margir góðir menn fylgdu honum þar að málum, en mest og bezt Magnús heitinn Kristjánsson alþ.m. og síðar fjármálaráðherra. Sjálfan langaði Óskar til að reisa á Siglufirði síldarverksmiðju, og voru vélarnar komnar á staðinn, en atvikin urðu þau, að þær fóru í síldarbræðsluskipið „Hæringur", þar sem hann var hluthafi að ¼  - Óskar hefur ávallt rekið síldarsöltun í stórum stíl, eftir því sem veiði hefur leyft. Tvö s.l. sumur hefur hann haldið sig að Raufarhöfn, en þar hefur hann reist fullkomnustu síldarsöltunarstöð á Íslandi. Óskar byggði á Siglufirði íshús 1925, og keypti frystihús Ásgeirs Péturssonar 1942.

Síldarfrystingu til beitu rak Óskar í stærri stíl en nokkur annar. Vinnudagur Óskars Halldórssonar var langur á sumrin. Vafasamt er, hvort nokkur maður á Íslandi hefur haft lengri vinnudag. Alltaf opið útvarp stillt á bátabylgjuna. Fyrstur manna í talbrúna, þá hann heyrði, að einhver fór í báta. Þær voru margar næturnar, sem hann sofnaði vart blund.

Óskar gerði út mörg skip um dagana, línuveiðara, mótorbáta og botnvörpunginn „Faxa" - 1936 gerði Óskar út m. b. Snorra Goða til fiskveiða við Grænland. Óskar átti í mörgum hraðfrystihúsum og var þaulkunnugur þeim atvinnurekstri. Óskar var stórkaupandi að lýsi og lifur til dauðadags. Óskar var ágætlega ritfær maður og skrifaði oft í blöðin, bréf til þjóðarinnar, eins og hann orðaði það.

Óskar kvæntist árið 1915, Guðrúnu Ólafsdóttur frá Litla Skarði í Stafholtstungum. Þeim hjónum varð 8 barna auðið. Tvö eru látin, Guðný, 6 ára, og Theódór, sem fórst með Jarlinum í Englandssiglingu árið 1941. Eitt mesta lán Óskars í lífinu var barnalánið. Myndarskap foreldra sinna eiga þau öll í ríkum mæli. Óskar kvæntist aftur árið 1946, Ebbu Soffíu Kruuse, listmálara. Missti hann hana eftir skamma sambúð.

Guðríður Jakobsdóttir frá Hreðavatni hefur verið ráðskona hjá Óskari og reynzt börnum hans og barnabörnum af þeirri frábæru sæmd og prýði, sem Óskar einn réttilega kunni að lýsa. Óskar og börn hans gáfu ríkinu vaxmyndasafn, til minningar um Theódór heitinn, sem fyrr greinir frá. Óskar var listelskur og átti mikið og fallegt málverkasafn. Óskar Halldórsson var höfðingi mikill svo að af bar.

Þá fyrst leið honum vel, er hann hafði fjölda vina og viðskiptamanna í kringum sig. Það var mikill menntasjór af samræðum manna frá mörgum stéttum og alls staðar frá af landinu, er Óskar stýrði fundi og lagði fram fyrirspurnir. Þar voru málin rædd frá mismunandi sjónarmiðum, og alla jafna af lífsreyndum og greindum athafnamönnum. Húsbóndinn mikli er horfinn sjónum vorum, en eftir lifir minning mæt. Hvíl þú í friði, góði samverkamaður og vinur. 

Eyþór Hallsson. 
---------------------------------------------------------------------------------

Saga af Óskari, frá síldarárunum á Siglufirði

Ungur maður, að nafni Eiríkur Ketilsson hafði mikinn áhuga á að kynnast hinum landsþekkta manni, sem var Óskar Halldórsson. Hann spurðist fyrir um hvar hans væri helst að finna. 

Hann fann hann svo á síldarplani hans í Bakka og vatt sér að honum og spurði kurteislega hvort hann gæti fengið að ræða við hann einslega. 

En Óskar var þarna að rabba, á meðal nokkurra kunningja sinna. Óskar snéri sér að Eiríki, virti hann fyrir sér í dágóða stund áður en hann svaraði með glotti og hló við ásamt þeim sem nærst stóðu. 

Svarið var: „Mikið helvíti ertu ljótur“ 

Eiríki brá aðeins við þetta neikvæða svar Óskars, en var fljótur að átta sig og sagði: „það er eðlileg skýring á því Óskar, þú er nefnilega faðir minn, þó svo að þú hafir neitað að gangast við mér“ – 

Það var löng þögn, enginn hlátur og Óskar rauk burtu af svæðinu án þess að segja meira.

Þessa sögu svolítið breytta, sagði mér kona sem átti ættir að rekja til Eiríks. (18. júlí 2016)

Raunar hafði ég sem ungur maður heyrt svipaða frásögn, þó ekki hafi þá, fylgt nafn hins óskilgetna.

Steingrímur Kristinsson
...................................

16. desember 2000 | Menningarblað/Lesbók | Mbl.

ÚR HANDRAÐA GUÐSGJAFARÞULU

"Hann var horfinn burt alfarinn úr landi, sligaður undir meiri auðlegð en nokkru sinni hefur safnast á eins manns hendur á Íslandi svo vitað sé, og að sumra sögn niðurbrotinn maður sakir velgeingni."

Glímdi oft um frægð og fé, fann og missti gróðann, fjórum sinnum féll á kné en fimmtu lotu stóð hann.

FRUMMYNDIN að Bersa Hjálmarssyni, Íslandsbersa, í Guðsgjafarþulu, er Óskar Halldórsson útgerðarmaður (1893-1953). Í ævisögu sinni Grikklandsárið segir Halldór Laxness meðal annars:

"Það var misminni hjá einhverjum á dögunum sem sagði í blaði að ég hefði samið ævi Óskars Halldórssonar; hitt er satt að í skáldsögu dró ég eitt sinn upp mynd af þessum manni og stundum er kanski líkara mynd af mynd en manninum sjálfum." (1980, 8)

I

Í athugasemd aftan við Guðsgjafarþulu "Til athugunar lesendum" segir skáldið meðal annars:

"Tvö erindi undir Skagfirðíngastemmu eru líkt eftir húsgángi og eru úr honum tvær hendíngar teknar traustataki. Höfundur þessara hendínga er mér því miður ókunnur." (1972, 306)

Höfundur þessara hendinga er Sigurður Þórðarson óðalsbóndi að Laugabóli í Ísafirði (1891-1977). Í riti hans Úr handraða Sigurðar Þórðarsonar frá Laugabóli sem kom út að honum látnum 1980 er þessi "húsgángur" birtur með eftirfarandi skýringum:

"Óskar Halldórsson (fimmtugur 17/6 '43)

 • Glímdi oft um frægð og fé,
 • fann og missti gróðann,
 • fjórum sinnum féll á kné
 • en fimmtu lotu stóð hann.

Óskar hafði miklar mætur á vísunni, kvað hana eða söng, ýmist óbreytta eða með tilbrigðum í tíma og ótíma. Hann kallaði upp frá þessu S.Þ. hirðskáld sitt. Sendi honum ljósmynd af sér áletraða: Til vinar míns S.Þ. með þakklæti fyrir bestu afmæliskveðjuna. Nokkru síðar var hann á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar á strandferðaskipi sem kom við á Ísafirði.

Víkur hann sér að skipstjóra og segir "Er ekki hægt að fá þig til að bíða mín fram eftir nóttu? Ég þarf endilega að heimsækja hirðskáld mitt á Laugabóli. Get fengið fiskiskip til að skutla mér og fleirum inn í Djúp og bíða mín þar. Auðvitað greiði ég þér biðina." Skipstjóri lét til leiðast og svo lá leiðin að Laugabóli. Veislan stóð þar um kvöldið og þangað til að farið var að elda aftur." (1980, 32)

Þessi vísa lýsir í hnotskurn hinni áfallasömu síldarútgerð Óskars Halldórssonar. Eins og áður sagði notaði Halldór Laxness hendingar úr vísunni í Guðsgjafarþulu. Í næstsíðasta kafla sögunnar er vitnað í bókina Síldarsaga mín eftir Egil D. Grímsson. Þar segir svo:

"Egill D. Grímsson segir að þetta sumar hafi orðið fjórða gjaldþrotasumar Bersa Hjálmarssonar fullkomið, og ekki sé ástæða til að draga dulur á að þá hafi komið til orða í bankaráði að kasta þessum glæframanni, sem þá var kallaður svo, út í ystu myrkur. ... Sjálfsagt hefði ekkert verið auðveldara en að fá hann dæmdan til óákveðinnar vistar á ótilteknum stað. En það gera Íslendingar ekki ótilneyddir við öðlinga sína. Íslendingar hafa afturámóti laungum látið fjúka í kveðlíngum um slíka menn og fór Bersi Hjálmarsson ekki varhluta af þeim gjöfum. Þetta haust var ort ein vísa. Hún er svona:

 • Undir Skagfirðingastemmu.
 • Nú á Íslandsbersi bátt,
 • Bánkinn misti trúna.
 • Í fjórðu lotu féll hann látt.
 • Fimta byrjar núna."

(1972, 285-286)

Í þessum sama kafla Guðsgjafarþulu segir Egill D. Grímsson frá því þegar stórgróðaskeið Íslandsbersa hófst. Og Bersi sagði þá við Egil:

"Heyrðu Djöfull minn, það er kall uppá Skaga skal ég segja þér, hann hefur það fyrir sið að vera að yrkja um okkur vísur hérna fyrir sunnan. Nú er hann búinn að yrkja þessa um mig:

 • Undir Skagfirðíngastemmu.
 • Heims í boxi hart fram sté
 • við heimsmeistara góðan;
 • fjórum sinnum féll á kné.
 • Í fimtu lotu stóð hann."

(1972, 292)

Að fimmtu lotu staðinni greiddi Bersi Hjálmarsson allar sínar skuldir. Þurrkaði upp fyrri gjaldþrot sín. Spilafíknin hvarf. Það var eins og að læknast af sári:

"Hann var horfinn burt alfarinn úr landi, sligaður undir meiri auðlegð en nokkru sinni hefur safnast á eins manns hendur á Íslandi svo vitað sé, og að sumra sögn niðurbrotinn maður sakir velgeingni." (1972, 291)

II

Árið 1998 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir Solveigu Einarsdóttur sem hún nefndi: "Hollywood og Sturlunga í einum potti". Greinin fjallar að meginhluta um móðursystur Solveigar, Rannveigu Þorvarðardóttur Schmith, og er að nokkru byggð á grein Rannveigar um listakonuna Hedvig Collin sem birtist í níunda tölublaði Vikunnar 1949.

Í grein Solveigar kemur fram að náin vinátta var milli Rannveigar og Hedvig Collin sem fengið hafði ást á Íslandi þegar hún las Íslendingasögur. Hedvig Collin kom fyrst hingað til lands 1946. Í grein Solveigar segir meðal annars um Hedvig Collin:

"Þegar hún heyrði að afkomendur Egils Skallagrímssonar væru margir útnefndi hún sjálfa sig strax afkomanda Skallagríms gamla, - Heiðveig Skallagrímsdóttir - en Egill var eftirlæti hennar úr sögunum. Undirritaði hún jafnvel bréf sín Skallagrímsa eða Grímsa.

Hedvig lærði í listaskólum í Höfn og París en varð fræg í Bandaríkjunum... Myndskreytti hún fjölda barnabóka og teiknaði andlitsmyndir...

Árið 1947 kom út þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar á bók Hedvig Collin "Helgi og Hróar". Seldist sú bók afar vel enda teikningar Collins listavel gerðar. Síðar kom út bókin "Ragnar Loðbrók" einnig myndskreytt af Collin." (Lesbók Mbl. 3/1 1998, 5)

Í lokakafla Guðsgjafarþulu kemur fyrir listamannsnafn konu sem óneitanlega minnir á hið íslenska nafn sem Hedvig Collin valdi sér. Í upphafi kaflans segir frá því að sögumaður fær skeyti frá Englandi:

"Nærveru yðar, leingri eða skemri eftir hentugleikum, og rifja upp fornar stundir, væri mikil gustuk hér. Flugmiði í pósti handa yður báðar leiðir. Heidwig Skaldegrimsen." (1972, 294)

Sögumaður fór til Englands og hlustaði þar á Heidwig Skaldegrimsen segja ævisögu sína:

"Hún... sagðist vera dönsk, eða jafnvel íslensk, þó fædd í Bandaríkjunum. Á úngum aldri í Vesturheimi hafði hún hrifist af íslenskum fornsögum og lesið þær á íslensku í föðurgarði. ... Hún sagðist lifa og deya einvörðúngu fyrir íslenskar hetjur og hefði hún frá blautu barnsbeini talið sig íslenska og nefnt sig systur Egils Skallagrímssonar sem var hennar eftirlæti.

Þegar hún gerðist listakona og fór að gera málverk tók hún upp listamannsnafn eins og hún væri systir Egils Skallagrímssonar, Heidwig Skaldegrimsen. Ég gat ekki setið mig úr færi að tjá henni að enn betri íslenska mundi vera Heiðveig Skallagrímsdóttir, en hún neitaði með þeim röksemdum að sú íslenska sem hún hafði lært í fornsagnabókum ... hefði verið rétt íslenska og gert hana að sérfræðíngi í að mála hetjur forníslenskra sagna. ...

Uppúr því reis eftirspurnin eftir málverkum af Leifi heppna og Agli Skaldegrimsen svo mjög að konan varð að setja upp fornsagnaverkstæði og ráða fjölda manns í vinnu. Af þessum sökum gleymdist nafn hennar sjálfrar með öllu og hún var hvergi nefnd öðru nafni en hin mikla íslenska fornsagnalistkona Heidwig Skaldegrimsen. Undir því merki sigraði hún ..." (1972, 297-298) -   Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari.