Séra Bjarni Þorsteinsson

Séra Bjarni Þorsteinsson, prestur á Siglufirði

Þann 29. september,  árið 1888 var séra Bjarna veitt brauðin; Hvanneyri á Siglufirði og Kvíabekk í Ólafsfirði –

  • Ekki virðist hann þó  hafa verið full sáttur við þessi brauð, þar sem hann sótti um brauðið í
  • Breiðabólsstað í Vesturhópi árið 1893 en fékk ekki.
    Einnig sótti hann um brauð í Reykjarvík árið 1910 en fékk ekki. 
  • Árið 1927 sótti hann um vígslubiskupsembættið við Hólastifti, en fékk ekki. –

Hvað sem því líður er vandalaust að fullyrða að fáir eru jafningjar hans, hvað hann gerði fyrir litla þorpið sem þá var nefnt Siglufjörður. Og af mörgum nefndur „Faðir Siglufjarðar“

Ég undirritaður, held þó að þar væri það Snorri Pálsson, sem ætti frekar skilið þá nafnbót,  Maðurinn sem miðlaði til fátækra, bæði mat og annarri aðstoð án þess að sjá eftir því úr eigin vasa, og það í mjög miklum mæli. Og að auki var frumkvöðull við að færa gamaldags þorp til nýjustu tækni og velferðar á fjölmörgum sviðum.

Hann var að mínu mati fremstur á meðal margra jafningja á meðal á meðal annarra frumkvöðla þessa tímabils uppvaxtar Siglufjarðar.

Steingrímur Kristinsson.
------------------------------------------------------

Neðanritað er er að mestu safnað frá vefnum: www.timarit.is 
--------------------------- 

Ísafold 28 október 1983 - 

Bókarfregn. XX SÖNGLÖG.

Safnað hefir og gefið út Bjarni Þorsteinsson. Prentsm. ísaf. 1892. Jeg man ekki eptir, að minnzt hafi verið á sönglög þessi í blöðunum, og þó eiga þau það í fyllsta máta skilið. Þetta er án efa eitthvert hið bezta sönghefti, sem gefið hefir verið út á íslenzku og ber margt til þess. Lögin eru mjög vel valin; flest þeirra afbragðsfögur, svo sem »Andvarp«, eptir Gejer, »Hátt jeg kalla«, eptir Weber o. fl.

Raddsetningunni er hagað þannig, að karlmenn einir (eða kvennmen einir) skulu syngja lögin, og fyrir því er þetta hepti svo einkarhentugt fyrir öll þau söngfjelög, sem einungis karlmenn eru í, enda munu og flest söngfjelög á landinu þannig samansett.

Flest lög í öðrum íslenzkum söngheptum með 3 eða 4 röddum eru útsett fyrir blandaðar raddir og eiga því að syngjast af kvennmönnum 2 efri raddirnar,en af karlmönnum 2 hinar neðri; en þessa mun sjaldnast vera gætt hjer á landi og leiðir af því, að þegar karlmenn einir syngja þess konar lög, koma fram ófagrar og rangar »harmoníur«, sem lýta sönginn.

Þetta er vanbrúkun á lögunum, sem hver söngflokksstjóri ætti að reyna að forðast. Þetta hefir vakað fyrir útgefandanum og hann hefi fundið þörf á því, að þjóðin fengi sönghepti, þar sem lögin væru útsett eins og þau eru optast sungin hjer. Að raddsetningin sje rjett í söngfræðislegu tilliti, þarf ekki að efast um, því að útgefandinn, síra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri, er án efa söngfróðastur maður hjer á landi.

Lögin eru flest útlend, aðeins tvö íslenzk, annað eptir Jónas organista Helgason, en hitt eptir Helga kaupmann Helgason, bróður hans. Textarnir eiga einkarvel við lögin, og er það mikill kostur. Jeg vil þó benda á næstsíðasta lagið: Delirium tremens. Textinn á þar mætavel við að sönnu; en með því að allt lagið á að syngjast mjög fljótt, væri hentugra að syngja ekki la la la etc.

Það verður aldrei áheyrilegt, þegar mjög fljótt er sungið, nema menn sjeu því betur æfðir — heldur eitthvað annað, sem hver söngflokksstjóri getur valið, eptir því sem hann vill, t. a. m. dimma, dimma, dimma, dimm, dim, dim, dim, eitthvert orð, sem gott er að bera fljótt Iram. Heptið er að öllu vandað og verðið að eins ein króna. Sjerhvert söngfjelag og allir, sem unna fögrum lögum og fögrum söng, ættu að eiga þetta sönghepti.

r. 
------------------------------------------------- 

Eimreiðin 1. janúar 1900

SEX SÖNGLÖG. Khöfh 1899.

Það mun óhætt að fullyrða, að á næstliðnu ári hafi engin íslenzk rit birst á prenti merkilegri en þessi tvö sönghefti, og er því ekki nema skylt, að Eimreiðin flytji nokkur orð um þessa fögru gjöf séra Bjarna til landa sinna.

Hún er þannig vaxin, að allir, sem unna okkar fátæku söglistarbókmentum og óska, að þær megi blómgast og dafna, ættu að flýta sér að kynnast henni. Við eigum svo lítið af alíslenzkum tónlögum, að okkur er óhætt að fagna nærri því hverju einu, sem birtist af því tæginu. En því meiri ástæða er til þess, þegar um jafnfríðan nýgræðing er að ræða og þessi tvö hefti.

Um »Hátíðasöngvana« er það skjótast að segja, að þeir eru sérlega vel og prýðilega samdir. Má af þeim undireins sjá, að séra Bjarni er smekkmaður hinn mesti og að því skapi vandvirkur. Það er sannarlega ekki hvers manns meðfæri að eiga við kirkjusöng, svo að rétt snið verði á. Það er ekki nóg, að samhljómurinn verði lýtalaus og fagur; nei, það verður líka að vera »stíll« í því öllu, — og kirkjubraginn má ekki vanta.

Það er einmitt þessi »stíll« í kirkjusöngnum, sem hnífur hjörtun, og — að svo miklu leyti sem söngur og hljóðfærasláttur geta — vekur guðrækilegar hugsanir og tilfinningar í sálum manna. Að því er séð verður, hefir séra Bjarna tekist þetta alt mæta vel, og mega því íslendingar vel kunna honum þakkir fyrir þessa »Hátíðasöngva«, eins og annars alt annað frá hans hendi.

Því miður hafa þeir ekki enn verið reyndir að neinu ráði, nema í einni kirkju sunnanlands (þó skömm sé frá að segja, þá er ekki enn farið að nota þá í dómkirkjunni í Reykjavík, hvernig sem nú á því stendur), og líkaði söfnuðinum prýðilega. J. P. E. Hartmann hefir yfirfarið söngvana með séra Bjarna og hafði litið sem ekkert við þá að athuga.
-------------------------------------------------- 

Lögberg 28. mars 1901

Einn af þessum svo að kalla sjálfmentuðu söngfræðingum er séra Bjarni Þorsteinsson, sem nú  mun mega telja einna fremstan íslenzkra tónskálda , þeirra er búsettir eru á Íslandi. Séra Bjarni er fæddur 14. okt. 1861 og ólst upp hjá bláfátækum foreldrum á kotbæ einum í Hraunhrepp í Mýrasýslu.

Árið 1877 komst hann inn í latínuskólann og útskrifaðist þaðan 1883. Lék honum þá mjög hugur á að sigla til háskólans og lesa þar annað hvort lög eða, málfræði, en gat það eigi sökum féskorts. Næstu þrjú árin fékst hann við skrifstofu og kennarastörf, en er ekkert greiddist úr með féföng til utanferðar. fór hann á prestaskólann haustið 1883 og útskrifaðist þaðan og vígðist að Hvanneyri í Siglufirði haustið 1888, og þar er hann enn prestur.

26. ágúst 1892 kvæntist hann Sigríði dóttur Lárusar sýslumanns Blöndals. Undir eins og séra Bjarni var kominn til Reykjavíkur, tók hugur hans mjög að hneigjast að sönglistinni, og hin síðari átin í skóla (1881 —B3) naut hann tilsagnar hjá Jónasi Helgasyni í að leika á harmóníum. Mun það—að undanskildri söngkenslunni í latínuskólanum — vera sú eina tilsögn, sem hann hefur notið í sönglistarfræðum.

En hann bætti drjúgum við þekkingu sína upp á eigin spýtur, enda var hann þegar á skóla- og stúdentsárum sínum farinn að fást við að raddsetja lög. Fyrsta lagið samdi hann 1883, annað 1S84, þriðja l883 og úr því fór þeim að fjölga. 1890 samdi hann 2 lög, er syngja átti á 1000 ára minningarhátíð á Akureyri það ár, og önnur 2 (,,Eitt er landið ægi girt“' og "Etin er lítil lands vors saga" ) fyrir þjóðminningadag Eyfirðinga 1898.

Aðalverk hans, enn sem komið er, eru þó, íslenzkur hátíðasöngur " og, „Sex sönglög“, sem hann gaf hvorttveggja út í Khöfn 1899 (sbr. Eimr. V I, 135). Þykir hvorttveggja prýðilega vel af hendi leyst og þótti hinu fræga tónskáldi Dana prófesor Hartmana , er höf. hafði sent handritið til yfirlestrar, það furða gegna, að maður, sem notið hefur jafnlítillar sönglegrar mentunar, skyldi hafa getað gert það svo vel úi garði.

Hann segir svo í bréfi til höfundar, 2. apríl 1898:

Dersom De ikke selv havde sagt, að De aldrig har modtaget nogen Vejledning í Harmoielære, vilde jeg ikke have troet det. Med saa faa og ubetydelige harmoniske Ukorrektheder, som jeg end ikke har holdt det for Umagen værdt at fremhæve. har jeg i det Hele fundet Deres Harmonier koirekte og smagfulde ... . Forövrigt er det mig en Glædeat erfare, hvilke smukke Resultater De alt nu har haft af Deres ihærdige Arbejde. Gid alt, hvad De i den Henseende foretager, ret maatte lykkes og finde god Stötte".—

Hið fræga sænska tónskáld Gunnar Wennerberg kvað og hafa lokið lofsorði á hátíðasöngvana . Þegar á skólaárum sínum tók séra Bjarni að safna íslenzkum þjóðlögum. og því hefur hann jafnan fram haldið síðan, þó hann hafi ekki átt kost á að ferðast svo um landið í þeim erindum sem skyldi. Á hann nú orðið býsna mikið safn af því tægi, og hefur hann þar unnið þarft verk, því margt þess konar gleymist og glatast með hverju árinu, sem líður.

Árið 1899 sigldi hann með styrk af opinberu fé, til Kaupmannahafnar, til þess að rannsaka íslenzk nótnahandrit, sérstaklega í safni Árna Magnússonar, og í sömu erindum brá hann sér til Stokkhólms og Uppsala . En tíminn mun hafa verið of naumur til þess að ljúka þeim rannsóknum.

Í Khöfn kyntist hann dr. Angul Hammerich, kennara í sönglistasögu við háskólann, og hefur dr. Hammerich í ritgjörð sinn í um íslenzkan tvísöng minst séra Bjarna með miklum lofsorðum og þakklæti fyrir þá aðstoð og fræðslu, er hann hafi veitt honum, að því er snertir íslenzkan tvísöng. Það væri óskandi, að séra Bjarna gæfist kostur á að ljúka við þjóðlagasafn sitt og fá því komið á prent, því það gæti haft mikla Þýðingu fyrir þjóðháttasögu landsins, og líka orðið til þess að vekja eftirtekt annar a þjóða á oss. 

V. G. - Eimreiðin. 
--------------------------------------------------

Þjóðólfur 15. apríl 1904

Sálmasöngsbókin, sem séra Bjarni Þorsteinsson bjó til prentunar i fyrra, er nú farin að útbreiðast. Eg hef fyrir nokkru síðan eignazt eina, og er nú búinn að skoða hana í krók og kring. Fyrst náttúrlega skoðaði eg titilblaðið, ekki samt til þess, að hafa það til samanburðar, hvort það kynni nú að vera það fallegasta í bókinni, eins og mér hefur stundum dottið í hug, eptir að hafa yfirfarið sumar bækur.

Nei, eg var að gá að því, hvort enginn væri nefndur með séra B., sem vinnandi að verkinu með honum. Ekki var það sjáanlegt. Þá las eg formálann. Það var heldur ekki á honum að sjá. Svo eg gekk úr skugga um, að séra B. hefði einn búið bókina að öllu leyti til prentunar. Það gekk alveg yfir mig, að hann skyldi ekki hafa einhvern í ráðum með sér. Eg segi þetta ekki af vantrausti til séra B. —

En varla gat honum dulizt, að þetta var vandasamt verk, sem óvíst er að allir vilji láta sér óviðkomandi. Að gefa út kirkjusöngsbók, er allt annað en að gefa út eitthvert kvæðasafn, eða sögur, sem enginn þarf að lesa fremur en hann vill. Kirkjusöngurinn er svo mikið atriði f guðsþjónustugerðinni, að til hans þarf að vanda, eins og sálmanna.

En þetta hefur ekki verið gert hér á landi, þar sem einn maður hefur öllu um það ráðið, á hverju tímabili, nema hvað þeir séra St. Thorarensen og B. Kristjánsson bættu að nokkru úr stærstu annmörkunum einu sinni. Það væri líka ósanngirni að ætlast til þess, að einn maður gæti gert þetta óaðfinnanlega.

Séra B. hefur heldur ekki tekizt það, að mínu, áliti, þótt margt sé gott hjá honum. Hann hefur sleppt nokkrum lögum úr fyrri útgáfunni, sem óþörfum, og þarf ekki að telja skaða að sumum þeirra. En að sleppa laginu: »Ó, faðir minn, eg þrællinn þinn«, en halda þessu: »Það verði allt, sem vill minn guð«, held eg sé misráðið.

Hið fyrnefnda mjög laglegt lag og eiginlegt við marga sálma í Sálmabókinni, en hið síðarnefnda fremur þurt og þunglamalegt, og margupptekið. Hendingar i versunum eru, eins og kunnugt er, 8, en lagið er að eins 4 hendingar, hitt upptekið. Laginu: »Til þín heilagi herra guð«, hefur hann Iíka sleppt." Eg hefði heldur viljað missa eitthvert hinna, með þeim »hætti«. Skiptin á lögunum: »Sæll dagur sá« og »Þú guð ert mikill«. voru sjálfsögð.

Lögin: »Ó, mikli, mildi guð«, og »Þú guð sem stýrir Stjarnaher*, voru ekki nauðsynleg. Þá eru lögin úr viðbæti þeirra séra St. og B. Kr., sem gott var að komu, flest, þó vildi eg heldur annað lag við: »Sem vorsól Ijúf, er lýsir grund«, og heldur gamla lagið: »Ó, drottinn kær, hvað veiztu vel«. Aptur vildi eg láta hann taka lögin: »Þá kvöldstund síðust kemur mín« og »Mín Sál, þinn söngur hljómi«, og fleiri, sem vikið skal að síðar.

Lögin: »Ljómar ljós dagur«, »Sá ljósi dagur liðinn er«, »Þökk sé þér góðgerð«, »Hér er stríð og hér er mæða«, »Nýja skrúðið nýfærð (« og »Rís upp mín sál og bregð nú blundi«, finnst mér að séu öll betri en þau eldri. Séra B. kemur með hið prýðisfagra lag: »Det kimer nu til Julefest«, og kallar það náttúrlega jólalag, eins og danskurinn.

Alltaf hefur mér þótt það eiga vel við versin: »Sáð hef eg niður syndarót«, og annað svipað efni* . Af hverju kemur hann ekki með lagið (úr Berggreen) »Gaa nu hen og grav min grav«, við sálmana: »Æska, bíð hér eina stund«, og »Gakk þú með í grasgarðinn«, það hélt eg að væri sjálfsagt. Séra B. virðist mjög ánægður yfir því, að halda Mozarts-lagi við sálminn: »í dag er glatt f döprum hjörtum«, sérstaklega af því, að um annað kirkjulegra eða fallegra lag væri ekki að ræða, og höf. sálmsins hafi beinlínis ort undir þessu lagi. Hér get eg ekki orðið samdóma, þótt ástæðurnar séu í fljótu bragði álitlegar.

Hvað séra B. kallar kirkjulegt í þessu atriði, veit eg ekki vel, en eg tel það ekki kirkjulegt, að syngja hátíðlegan sigursöng, sem sálmurinn auðvitað er, með lagi, sem hefur þunglyndisblæ, en það hefur Mozarts-lag, þótt fallegt sé. Séra V. orti víst sálminn undir þessum hætti , en ekki lagi , fremur en verkast vildi, eins og segir sig sjálft; hefur víst aldrei dottið í hug, að annað lag gæt i ekki verið til né orðið , en það, sem þá var kunnugt, sem betur ætti við sálminn. Séra B. átti kast á því lagi.

Öðru máli var að gegna, þegar Jónas sál. gaf út viðbæti sinn um árið, þá hefur hann líklega ekki átt völ á öðru en lagi Mozarts. Séra B. virðist heldur ekkert feiminn við, að skipta um lög, án tillits til þess, hvað skáldin sýnast hafa haft í hyggju. Kemur með óþekkt lög og vísar á þennan og hinn sálm, sem þau eiga við.

Eg nefni hér t. d. lögin: »Ó, veit eg gætur gefi«, í stað »Allt eins og blómstrið eina«, »Að kveðja heim, sem kristnum ber«, í stað »Guðsson kallar komið til mín«, »Sjá, nú er runnin nýársdagur, í stað »Hver sem ljúfan guð lætur ráða« o. s. frv. Eg nefni þetta að eins til samanburðar, en ekki af aðfinningum. Þó skal eg taka það fram, að eg er ekkert hrifinn af laginu: »Að kveðja heim, sem kristnum ber«, og heldur hefði eg viljað í þess stað, lag eptir Bjarna sál. í Götu. —

Eg sakna hins þægilega og snotra (líklega enska) lags: »Bænin má aldrei bresta þig«. Það mátti brúka stundum í stað laganna: »Ofan af himnum hér kom eg« og »Jesú, þín minning mjög sæt er«, því einkum hið síðarnefnda er helzt til víða lagboði, eins og séra B. tekur líka fram.

Aptur á móti skyldi eg hafa talið það skaðlítið, að tapa þessu: »Haltu oss guð við þitt hreina orð«, við þennan eina sálm, sem hefur að eins 3 vers stutt, og líklega fremur sjaldan — eða aldrei — brúkuð, en nóg lög önnur, ef til kæmi. Lagið: »Far veröld þinn veg«, það hefði sannarlega mátt fara sinn veg, og fá svo aptur: »O, Kristelighed«. Það var leitt, að sú breyting varð ekki. Lagið: »Upp, gleðjist allir, gleðjist þér«, þykir mér ekki vel valið.

(Niðurl. næst). E. B.

 * Hér er að eins efnið tekið til álita, því versin eru þannig ort, að þau þola varla sönglega athugun. — Höf.
---------------------------------------------------

Ingólfur 12. júní 1904

Upphaf greinar/umfjöllunar: Listir og vísindi.

Séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði: Tíu sönglög með íslenskum og dönskum tegsta. Kaupmannahöfn 1904. Ritstjóri Ingólfs hefur farið þess á leit við mig, að ég segði eitthvað um ofangreind tíu sönglög.

Jeg hef ekki viljað skorast undan því, og skal nú efna loforð mitt til ritstjórans, sem sagðist í vanda staddur og eiga bágt með að fá einhvern annan til að segja álit sitt um söngheftið............................................

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=168783&pageId=2270385&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
---------------------------------------------------

Norðurland 26. janúar 1907

Siglfirðingar og fánamálið. N1. er ritað: 

Föstudaginn 18. janúar 1907 var fundur settur í þinghúsi Hvanneyrarhrepps; fundarstjóri var kosinn kaupmaður S. H. Sigurðson og skrifari Jón Jóhannesson. Fundarstjóri las upp úr 21. tlbl. >Norðurlands< tvær greinar um fánamálið og skoraði þvínæst á fundarmenn að láta skoðun sína hreinskilnislega í ljós.

Síra Bjarni Þorsteinsson kvað sér virðast að Stefán kennari Stefánsson hefði tekið skýrt fram á fundinum á Akureyri ástæður fyrir því að fylgja uppástungu Stúdentafélagsins í Rvík. Nokkurir fleiri töluðu, og allir á móti því, að fáni Ungmennafélags Akureyrar yrði tekinn fram yfir hinn; að eins einn hélt fram að hafa rauðan kross innan í þeim hvíta; var síðan borin upp svolátandi tillaga:

„Fundurinn er eindregið með- mæltur því, að rétt og sjálfsagt sé að vér íslendingar fáum sérstakan fána, og mælir hiklaust með fána þeim, sem Stúdentafélagið í Reykjavík hefir stungið upp á og samþykt sem verzlunarfána íslands“  

Þessi tillaga var samþykt í einu hljóði. Mættir voru flestir málsmetandi menn Siglufjarðar, allir kaupmenn og verzlunarmenn, prestur, læknir, hreppstjóri o. fl. o. fl. Kaupmenn tveir boðuðu til fundarins í tilefni af fundinum á Akureyri, er þeir og fleiri lásu um í Norðurl. 2 1. tbl., og þótti þar miður hafa farið, er Akureyrarkaupstaður gat ekki orðið á sama máli og hinir kaupstaðirnir; vildu Siglfirðingar sýna, að þeir væru ekki samdóma meiri hluta Akureyrarfundarins í fánamálinu. 

---------------------------------------------------

Unga Ísland -1. apríl 1908 - Grein um bók Sjera Bjarni Þorsteinsson.

Ú. ísl. flytur hjer mynd af einu helzta tónskáldi voru og umleið ágætum styrktarmanni blaðsins. Lesendunum mun þykja vænt um af fá mynd hans nú rjett áður en hið stóra verk hans kemur út, sem eru íslenzk þjóðlög, en til þeirrar bókar hefur hann safnað síðustu 25 árin. Hún er nú nær fullprentuð og verður ásamt höfundinum bráðum á hvers manns vörum.

Sjera Bjarni er fæddur "14. okt. 1961 á Mel í Mýrasýslu og voru foreldrar hans bláfátæk. Samt fór hann í lærða skólann er hann var 16 ára, en er hann hafði tekið burtfararpróf með lofi vildi hann stunda lög við Hafnarhá- skóla, en fje vantaði algjörlega til þess og varð hann nú að hafa ofan af fyrir sjer með skrifstofustörfum og kenslu og varð hann þá þegar tímakennari við lærðaskólann, en eftir 3 ár gekk hann á prestaskólann og vígðist að loknu námi að Hvanneyri í Siglufirði.

Hefur hann búið þar síðan. Kona hans er Sigríður dóttir Lárusar amtm. Blöndals og eiga þau hjón 5 börn. Sönggáfa hans kom í ljós þegar í skóla og var hann jafnan söngstjóri skólapilta og stúdenta á síðan. Árið 1892 gaf hann út fyrsta sönghefti sitt, voru það 20 sönglög sem hann hafði raddsett sjálfur að nokkru en ekki samið, en sjö árum síðar gaf hann út frumsamin sönglög við alla hátíðatexta í handbókinni og þykja þau mjög tilkomumikil, og um sama leyti gaf hann einnig út 6 önnur frumsamin sönglög.

Enn kom út eftir hann 10 sönglaga hefti og í ýmsum ritum hafa lög hans birst, og kirkjusöngsbók hefur hann einnig búið undir prentun. Hið mikla verk hans, sem nú er í aðsigi, mun þó geyma best nafn hans og hyggur Ú. ísl. að minnast frekar á það, er það er komið út. En kæra þökk flytur Ú. ísl skáldinu fyrir velvild hans í þess garð. 

---------------------------------------------------

Ingólfur 7 júlí 1910

Nýjar bækur. Íslenzk þjóðlög.

Nú eru þau komin! Svo sem kunnugt er, hefir Bjarni Þorsteinsson, prestur í Siglufirði safnað lögunum — unnið að því í samfleytt 25 ár — og samið ritgerðirnar, sem þeim fylgja, en Carlsbergasjóðurinn hefir kostað útgáfu bókarinnar. Þetta er gríðarstórt ritverk, því nær 1000 bls. með formála og registri, og kostar 15 kr. í bókhlöðum.

En Bókmentafélagið hefir fengið allmörg eintök hjá útgefanda fyrir lítið verð, til útbýtingar gefins handa skuldlausum félagsmönnum. Þeir ættu að gefa sig fram sem fyrst, því að ekki mun ganga af því, að nóg sé til handa þeim. Hér skal eigi reynt að skrifa neinn ritdóm um bókina, er því nafni megi nefna. Til þess skortir mig alla þekkingu, en þá tímann, sem vit hafa á, því að bókin er alveg nýkomin hingað.

Að eina skal drepið stuttlega á efnisröð o. s. frv. Eftir formálann tekur við inngangur, 75 bla., um þjóðlög yfir höfuð, söfnum þeirra áður, og söfnum laganna í þessari bók, um söng og söngkenslu á íslandi frá elztu tímum og um fiðlur og langspil, — sjálfsagt mjög fróðlegt.

Þá koma lögin sjálf, með athugasemdum safnandana við hvert eitt? Eru þær allfróðlegar og einkar fjörlega og viðkunnanlega ritaðar. Þeim er raðað eftir heimildum, þannig, að fyrst koma lög úr handritum, flest gömul sálmalög, mörg alla leið aftan úr pápisku, þá lög úr prentuðum bókum, sálmabókum og söfnum þeirra manna, er við slíkt hafa fengist áður, og loks lög, skrifuð upp eftir ýmsu fólki, þar á meðal gömlu lögin við Passíusálmana o. fl. sálma, tvísöngurinn og rímnalögin.

Sennilega er nafn bókarinnar ekki vel valið, því að mikið mun vanta á það, að allt það, sem þarna er saman komið, geti kallast „íslenzk þjóðlög", í þeim skilningi, sem vant er að nota það orð. Hún hefði öllu fremur áttað heita íslenzk söngsaga — sbr. og orð höf. sjálfs í formálanum bla. I., — eða öllu heldur safn til álíkrar sögu, því að safn er þetta, frekar en nokkuð annað. Það er einkenni safnandans, að taka fremur of mikið en of lítið, þ. e. a. a. hirða allt í safnið, sem nokkur von er til að eigi þar heima, en sía eigi svo nákvæmlega, þótt sitt hvað annað alæðist með. Þetta einkenni er víst á þessari bók. Fróður maður, sem litið hafði í bókina, kvaðst hafa rekist á sitt hvað alútlent í sálmasöngnum gamla. Og á bls. 892 er „rímnalag", sem höf segist hafa lært af Sigurði lækni Pálasyni á Sauðárkrók, og hafi hann kveðið undir því bitlingarímuna í Alþingisrímunum. Þetta lag er ekkert annað, en upphafið á „DragaMazurka", danslagi, sem algengt varð í Höfn og hér fyrir nokkrum árum, og tóku þá skólapiltar upp á því, að „skella" því einmitt á vísurnar úr þessari rímu. Þetta bendir á það, að fleira kunni að vera, sem vinza þyrfti úr. En það eiga fræðimennirnir að gera, og þegar búið er að því, þá verður bókin vonandi mikið og gott forðabúr handa íslenzkum söngfræðingum og söngskáldum. Hún á nógan rétt á sér, þótt hún sé aðeins safn, og vonandi verður henni veitt sú athygli, sem hún á skilið. Það er ekki svo oft, sem vér eignumst svo einkennileg stórvirki, sem þetta. Nú er að bíða þess, að einhverjir tali „einsog þeir, sem vald hafa".---------------------------------------------------

Óðinn –  1 nóvember 1912 - Grein um séra Bjarna Þorsteinsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173504&pageId=2291220&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
---------------------------------------------------

Nýtt kirkjublað – 1 maí 1915 -- Forsíðugrein um séra Bjarna Þorsteinsson + mynd

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=297547&pageId=4415123&lang=is&q=BJARNI%20%DEORSTEINSSON
----------------------------------------------------

Norðurland 22 ágúst 1917

Sjálfstjórnarmál Siglfirðinga.

Hreppsnefnd Siglfirðinga hefir samið frumvarp til laga um að Siglufjarðarkauptún verði gert að sérstöku lögsagnarumdæmi, og voru þingmenn Eyfirðinga látnir leggja það fram á Alþingi. Þar var þeim sagt að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu þyrfti að taka afstöðu til málsins, áður en þingið !éti það frekar til sín taka.

Þeir beygðu sig og þögðu, en skiluðu þó til Siglfirðinga því sem þeim hafði verið talin trú um. Siglfirðingar hófust handa og fengu þegar kallaðan saman aukafund f sýslunefndinni er var haldinn hér á Akureyri 16. þ. m. Hafði séra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri framsögu málsins á fundinum og telur »N1« rétt að flytja hér ágrip af ræðu hans: 

Lesa má ræðuna og fleira hérna>>>>   http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173140&pageId=2289430&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
--------------------------------------------------- 

Fram 13. apríl 1917

Bæjarréttindin.

Enga bið. Skilnaður Hvanneyrarhr. við Eyjafjarðarsýslu samþyktur á sýslufundi með öllum atkvæðum. Bæjarréttindamálið var tekið fyrir á sýslufundi 6. þ. m. Eftir að séra Bjarni Þorsteinsson hafði skýrt frá undirbúningi málsins hér heima og gefið þær upplýsingar er hann hafði fram að færa, lagði hann til að kosin yrði 5 manna nefnd í málið.

Tilaga sú var studd af sýslunefndarmanni  Þóroddstaðahrepps, séra Helga Arnasyni. Sýslumaður hélt því næst langa ræðu um málið, og höfum vér heyrt um ýms atriði þeirrar ræðu, en hirðum eigi um að birta þau hér, þar sem þau bæði virðast nokkuð fyrir utan málið sjálft, og hafa nú enga þýðingu, þar sem málið er samþykt innan sýslunefndar.

Eftir að sýslumaður hafði lokið ræðu sinni bauð hann orðið til nefndarmanna, en þar sem enginn vildi taka til máls, var gengið að því að kjósa í nefndina, og hlutu þessir kosningu: Páll Einarsson sýslumaður. Bjarni Þorsteinsson. Jóhann Jóhannsson. Benedikt Guðjónsson. Stefán Bergsson. Nefndin kom fram með álit sitt í fyrradag, og urðu þau úrslit málslins, að það var samþykt með öllum atkvæðum.

Vér höfum engar nánari fréttir fengið um umræður um málið, heldur ekki um fjárskifti milli hreppsins og sýslunnar. Menn treysta því, að þar verði samviskulega aðfarið á báðar hliðar. Nú er eftir að vita hvernig alþingi snýst í málinu, og hvort það verður nokkuð tekið fyrir á þessu þingi. Eigi er því að neita, að það varpaði ljóma yfir 100 ára afmæli Siglufjarðar 20. maí, ef frumvarpið fengi samÞykki á þessu þingi.

Að málið fékk framgang á sýslufundi er gleðilegt, þaðan væntu menn mótstöðu, og Þó samþykki sýslunefndar í svona málum sé ekki fast skilyrði fyrir samþykki alþingis, þá er altaf skemtilegra að samkomulag sé.
-- -------------------------------------------------  

Fram  - 20. maí 1918

Lög um bæjarstjórn á Siglufirði, afgreidd frá alþingi á laugardaginn var.

OG  - Þingsályktun um stofnun bankaútbús á Siglufirði

Um þennan merka viðburð, sem Bjarni Þorsteinsson átti drjúgan þátt í að skapa, má lesa hér>>>  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=52002&pageId=960161&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson 

Einnig má lesa frásögn frá þeim hátíðarhöldum sem haldin voru viðkomandi þessum degi 1918, sem og einnig greint frá sögu Siglufjarðar sem þennan sama dag frá árinu 1818 er Siglufjörður varð viðurkenndur verslunarstaður. 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=327369&pageId=5146399&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
---------------------------------------------------

Fram – 23. september 1922 – Grein um eginkonu séra Bjarna

Merkisdagur. Frú Sigríður Lárusdóttir fædd Blöndal, fluttist hingað til Siglufj. 23. sept. 1892. Pað eru í dag liðin rétt 30 ár síðan frú Sigríður kom alflutt hingað til Siglufjarðar, má óhætt telja það merkisatburð og heillaatburð, eigi aðeins fyrir frú Sigríði sjálfa, heldur einnig og eigi síður fyrir Siglufjörð........................

Lesa meira:> 
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=52189&pageId=960879&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
--------------------------------------------------- 

Blaðið „Fréttir og auglýsingar“ 18. desember 1926

Bæjarfrjettir. - Borgarafundur. 

Að tilhlutun nokkra borgara var almennur borgarafundur haldinn í NÝJA-Bíó 13. þ. m. til að ræða um hina fyrirhuguðu kirkjubyggingu hjer.

Sig. Fanndal setti fundinn og stakk upp á Sigurði Kristjánssyni sem fundarstjóra og með samþykki fundarins tók hann við fundarstjórn og skipaði sem fundarritara Pjetur Björnsson.

Sjera Bjarni Þorsteinsson innleiddi málið og lagði að því loknu fram svohljóðandi tillögu:

„Almennur borgarafundur i Siglufirði telur það illa farið, að valdið til að ákveða byggingarstæði hinnar fyrirhuguðu kirkju hjer skuli með viðaukalögum frá 15. Júní sl. vera komið úr höndum sóknarnefndar og safnaðar, sem þetta mál skiptir mestu, og yfir í hendur skipulagsnefndar og bæjarstjórnar. 

Einnig telur fundurinn það illa farið, að bæjarstjórnin hjer skyldi ekki geta orðið á eitt sátt um byggingarstað á svokölluðum kirkjubala, heldur skyldi hún ákveða fyrir sitt leyti, að kirkjan skyldi bygð í Hvanneyrartúni. En úr því málinu um byggingarstæði kirkjunnar er komið í þetta horf, þá samþykkir fundurinn gjörðir bæjarstjórnarinnar í þessu máli og leggur til að kirkjan verði bygð á Hvanneyrartúni, en mælir eindregið á móti byggingarstæðinu á túni Jóni Guðmundssonar."

Svohljóðandi tillaga kom fram frá Guðm. Skarphjeðinssyni:

„Fundurinn óskar eftir, að nýja kirkjan verði bygð á túni Jóns Guðmundssonar, þar sem skipulagsnefnd leggur til".

Svohljóðandi tillaga kom fram frá Sigurði Björgólfssyni:

„Fundurinn skorar á bæjarstjórnina að haga tillögum sínum eftir því sem sóknarnefnd og safnaðarfundur áður hefur samþykt um það að kirkjan skuli reist á kirkjubalanum og það því fremur, sem þessi samþykt var gerð áður en þetta mál kom undir íhlutun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar".

Svohljóðandi viðaukatillaga við tillögu Sig. Bj. kom frá Friðb. Níelssyni:

„Jafnframt skorar fundurinn á stjórnarráðið, ef til þess kemur að úrskurði þetta mál, að það úrskurði kirkjubalann sem kirkjustæði".

Svohljóðandi tillaga kom frá Guðm. T. Hallgrímasyni:

„Fundurinn samþykkir að taka enga ákvörðun í kirkjubyggingarmálinu, og skorar á bæjarstjórnina að gjöra slíkt hið sama uns frekari rannsóknir frá fagurfræðislegu og raunverulegu sjónarmiði eru fyrir höndum". Margir tóku til máls og stóð fundurinn yfir í þrjá og hálfa» tíma. Að loknum umræðum, var gengið til atkvæða um tillögurnar.

Var fyrst borin upp till. Guðm. T. Hallgrímssonar og var hún feld með 55 atkv. gegn 31. 

þá var borin upp till. séra Bjarna Þorsteinssonar og var hún feld með 90 atkv. gegn 23. 

Þá var till. Guðm. Skarphjeðinssonar borin upp og var húm samþykt með 82 atkv. gegn 40. Tillaga Sig. Bj. með viðaukatil. því úrskurðuð fallin.
--------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 4. mars 1927

Hann sagði af sér! 

Nýlega er afstaðin bæjarstjórnarkosning á Siglufirði, svo sem kunnugt er. Að kjósa þurfti þrjá fulltrúa, kom af því, að séra Bjarni Þorsteinsson hafði sagt af sér bæjarfulltrúastörfum. Hann skrifaði bæjarstjórninni bréf, sem mun að mörgu leyti vera einstætt í sinni röð, en því miður er það ekki komið hingað, svo að það verði birt.

Ástæður þær, er séra Bjarni færði fyrir því, að hann gæti ekki lengur verið í bæjarstjórn, voru þær, að hann fengi nú engu að ráða, og að „bolsa"-stefnan væri að sigra.  Það er af, sem áður var, þegar séra Bjarni réð svo að segja öllu einn.

Siglfirðingar hafa nú fengið á sumum sviðum nóg af þeirri ráðsmensku og munu hafa harmað það lítið, þótt klerkur hætti að starfa í bæjarstjórn, og það því fremur, sem kosinn var góður. Alþýðuflokksmaður í staðinn. Og að því leyti er séra Bjarni eftirbreytnisverður fyrir íhaldið, að hann sagði af sér. Það ættu sem flestir íhaldsmenn að gera, og kjósendurnir þá auðvitað að kjósa Alþýðuflokksmann í staðinn eins og Siglfirðingar.

X
-------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 1 júní 1935  
Lofgreinar um þau hjón í tilefni af starfslokum sr. Bjarna

Bjarni Þorsteinsson, prófessor, R. af ísl. Fálkaorðunni, prestur að Hvanneyri í Siglufirði. Minningar um 47 ára starf í þágu Siglufjarðar og allrar þjóðarinnar.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=340814&pageId=5361183&lang=is&q=Bjarni%20%DEorsteinsson
-------------------------------------------------- 

Vísir 15. október 1936

Síra Bjarni Þorsteinsson prófessor 75 ára 

Hann var kjörinn heiðursborgari Siglufjarðar í tilefni afmælisins og margvíslegur annar sómi sýndur. —

Siglufirði, 14. okt. FÚ. Síra Bjarni Þorsteinsson prófessor á Siglufirði er 75 ára i dag. Siglfirðingar votta honum þakkir fyrir vel unnið starf í þágu kaupstaðarins og heiðra hann á ýmsan hátt. Kl. 18 í dag kom Karlakórinn Vísir, sem séra Bjarni er heiðursfélagi í, heim að húsi hans og heilsaði honum með ávarpi og söng.

Að því loknu kom bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar heim til hans. Hafði bæjarfógeti orð fyrir henni og tilkynti prófessornum, að hann væri kjörinn heiðursfélagi Siglufjarðarkaupstaðar og las svohljóðandi ávarp:

„Herra prófessor sírá Bjarni Þorsteinsson. í dag höfum vér í einu hljóði kjörið yður heiðursborgara Siglufjarðar. Um langan aldur hafið þér, herra prófessor, með tónlistarstörfum yðar, starfað með þjóð vorri með þeim ágætum, að langt hefir ljómað, og ekki aðeins út yfir takmörk bæjarins, heldur einnig út yfir auður og höf lands vors. Um mörg ár hafið þér staðið fast í fylkingarbrjósti um framfaramál bygðar vorrar og stjórnað málum hennar, og yður meira en nokkrum einum manni öðrum er að þakka, að Siglufjörður fékk bæjarréttindi með lögum nr. 30 1918. Yður ber því með réttu heiðursnafnið Conditor urbis, höfundur Siglufjarðar, og viljum vér því veita yður heiðursvott þann, er vér dýrstum ráðum yfir, með því að kjósa yður heiðursborgara bæjarfélags vors."

Siglufirði, 14. okt. 1936. Bæjarstjórn Siglufjarðar." Að lokum söng Karlakórinn Vísir nokkur lög. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur. —   

Ath. sk 2017 – Þessi frásögn og svipaðar, birtist í tugi annarra blaða og tímarita, og útvarpsins (RÚV)