Tengt Siglufirði
Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem var stofnaður 31. mars 1971 hefur eins og aðrir Kiwanisklúbbar starfað að líknar- og menningarmálum undir kjörorði hreyfingarinnar „Við byggjum“.
Söngur hefur lengi verið einn þáttur í innra starfi klúbbsins. Snemma fóru félagarnir að æfa söng fyrir árshátíðir og fyrr en varði bættust eiginkonurnar í hópinn og þannig varð þessi kór til. Hópurinn sem nú syngur hóf æfingar í janúar 1978 og hefur æft reglulega síðan undir stjórn eins Kiwanisfélaga, Elíasar Þorvaldssonar.
Margur hefur undrast að félagar í 50 manna klúbbi og eiginkonur þeirra skuli getað myndað svona kór, enda er ekki til þessi vitað að annar slíkur starfi innan Kiwanishreyfingarinnar í heiminum.
Þess má geta til gamans, að í kórnum eru sjö hjón, að allir textarnir nema þrír eru eftir Siglfirðinga og enn koma tveir Kiwanisfélagar við sögu þ.e. trommuleikarinn Rafn Erlendsson og Bragi Magnússon sem sá um útlit plötuumslagsins ásamt Sigríði dóttur sinni.
Eins og gefur að skilja krefst samstarf slíks hóps sem þessa mikils félagsþroska og þolinmæði og þótt það hafi stundum verið erfitt hefur það verið
okkur til mikillar ánægju.
Á sama hátt vonum við það þú, hlustandi góður, hafir ánægju af þessu tómstundastarfi okkar.
Pétur Garðarsson.
-----------------------
Félagar Kiwaniskórsins:
Sópran:
Aðalbjörg Þórðardóttir
Elín Gestsdóttir
Erla Ingimarsdóttir
Vilborg Jónsdóttir
Alt:
1 Ásdís Kjartansdóttir
Guðrún
E. Friðriksdóttir
Jósefína Sigurbjörnsdóttir
2 Halldóra Jónsdóttir
Jakobína Þorgeirsdóttir
Kristín Þorgeirsdóttir
Tenór:
1 Reynir Árnason
Sveinn Björnsson
Þórhallur Daníelsson
2 Árni
Th. Árnason
Ómar Hauksson
Steinar Jónasson
Bassi:
1 Guðmundur Skarphéðinsson
Hannes Baldvinsson
Jóhann Sv. Jónsson
Pétur Garðarsson
2 Björn Jónasson
Daníel Baldursson
Kristinn Georgsson
Ólafur
Baldursson
Þessar upplýsingar eru af plötuumslaginu „SYNGJUM SAMAN“ frá 1979 og fylgiblaði þess.
Pétur Garðarsson