Tengt Siglufirði
Á þessum hluta síðunnar og undirsíðum, eru ýmsar frásagnir af þekktum einstaklingum á Sigluffirði. Siglfirðingum sem allir þekktu og áttu
sér bæði sín áhugamál og sérkenni sem vöktu athygli.
Skemmtilegir og virtir karakterar:
----------------------------------------
Kattafárið
Saga sem ekki má gleymast –
Saga um þrjá fræga ketti og hrekkjóttan mann. Sagan hófst á sólríkum sumardegi árið 1963:
Ég undirritaður var að eigin sögn afbragðs góð skytta. Ég hafði tekið að mér að beiðni tæknilegs framkvæmdastjóra SR, Vilhjálms Guðmundssonar að grisja
til í miklu kattafári sem starfsmenn á lóð S.R. máttu þola ásamt megnri hlandlykt hér og þar.
Á lóðinni voru flækingskettir í tugatali, mígandi hér
og þar bæði úti og inn hjá verksmiðjunum.
Mér hafði gengið vel í þessu aukastarfi í vinnutímanum og var þessu verki nær lokið, er sagan hefst. Lagerstjórinn
hjá S.R., Eggert Theódórsson lagði mér til skotfærin. Riffilinn átti ég sjálfur en kattalíkin voru dysjuð jafnóðum af einum ónefndum starfsmanni trésmíðaverkstæðis
S.R.
Sagan hefst á sólríkum sumardegi árið 1963:
Það var að morgni fimmtudags inni í kaffistofu Tréverkstæðis SR í kaffitíma, er ég
undirritaður tilkynnti verkstjóra mínu Páli, um þrjá dauða ketti sem þyrfti að grafa.
Ég að eigin sögn sem afbragðs skytta, hafði tekið að mér samkvæmt beiðni framkvæmdastjóra SR, Vilhjálmi Guðmundssyni að grisja til í miklu kattafári sem starfsmenn á lóð SR máttu þola, en á lóðinni voru flækingskettir í tugatali, mígandi hér og þar, bæði úti og inn.
Mér hafði gengið vel í þessu aukastarfi í vinnutímanum og var þessu verki nær lokið. Lagerinn, Eggert hafði lagt mér til skotfærin, ég átt riffilinn sjálfur, en kattalíkin voru dysjuð jafnóðum af einum ónefndum starfsmanni tréverkstæðisins.
Páll horfði á mig
og sagði hálf byrstur á svip og segir hvassri röddu.
„Ferðu ekki að verða búinn að kála þessum helvítis köttum?“
„Þeim hefur fækkað verulega, þess vegna er erfiðara að finna þá sem eftir eru“ svaraði ég.
Páll horfði glottandi á mig og fleiri sem voru inni á kaffistofunni til skiptis.
„Hvað ertu nú að hugsa?“ spurði ég sem þekkti Pál vel og var nokkuð viss um að hann væri með eitthvað hrekkjabragð í huga.
Það var raunin, og Palli sagði upphátt:
„Hvernig getum við hrekkt Eggert með dauðum ketti?“
Allir áttuðu sig á því að ekki var nema einn Eggert sem kom til greina, það er Eggert Theódórsson lagerstjóra hjá SR á Siglufirði.
Menn fóru að hugsa og margar hugmyndir komu upp hvernig hægt væri að nota kettina til að hrella karlinn, að lokum var fallist á hugmynd sem kom frá Bodda Gunnars,
með smávægilegri viðbót. Ákveðið var að senda Eggert kassa með öllum þrem köttunum nýskotnu, aðferðin við það þróaðist smá saman með
góðum árangri.
Hafist var handa við undirbúning.
Inni á tréverkstæðinu fannst pappakassi, þykkur og sterkur sem hentaði vel.
Ég sótti
kattahræin áðurnefndu og setti í kassann.
Kassinn sá arna gat ekki verið betur valinn, en hann hafði upphaflega komið frá Fálkanum í Reykjavík með kúlulegum og
fleiri álíka vörum til Lagersins og var enn með merkimiða frá fyrirtækinu og SR á Siglufirði sem móttakanda.
Eftir talsverðan þrýstin á Geira Björns lét hann tilleiðast og fór með kassann inn í vélasal Hraðfrystihússins SR eftir að vinnutíma í frystihúsinu lauk, en þar var Geiri vel kunnugur innanhúss. (okkar vinnutíma á verkstæðinu var oftast lengri á þessum tíma).
Eftir að Geiri hafði bundið með vírbindingu utan um kassann á sama hátt og Fálkinn gerði, setti hann kassann inn í frystiklefa til geymslu. Og þar við sat í bili og beðið eftir tækifærinu sem vitað var nákvæmlega hvernig og hvenær það kæmi, en það kom viku seinna á föstudagsmorgni.
Atvik sem kemur við sögu síðar:
Seinni hluta fimmtudagsins þessa viku varð ég fyrir smá óhappi er planki féll niður úr timburstafla á aðra hendi mína. Vegna þessa atviks rak Páll verkstjóri mig til læknis til að kanna meiðslin. Í stuttu máli þá sagði læknirinn að þetta væri aðeins slæmt mar, en sagði mér að taka því rólega fram yfir helgina, sem ég og gerði eftir að hafa látið Palla vita, og mætti því ekki til vinnu daginn eftir.
Snemma á föstudagsmorgun lögðu þeir nafnarnir Geiri Björns og Geiri Guðbrands það á sig að vakna í fyrra lagið, þeir sóttu kassann fyrrnefnda í frystigeymsluna og komu honum síðan vandlega fyrir undir ábreiðu á vörubíl fyrirtækisins sem bílstjórinn Friðrik Friðriksson hafði lagt fullhlöðnum vörum til SR, að venju við vöruafgreiðsludyr Lagersins en Frissi kom oft að sunnan seint um næturnar, og var bíllinn ýmist losaður úti á lóð eða við vöruafgreiðsludyrnar, sem voru sameiginlegar Vélaverstæðis og Lagersins.
En Frissi fór reglulega eina til tvær, stundum fleiri ferðir suður til Rvk. til að sækja vörur fyrir fyrirtækið, að þessu sinni með fullhlaðinn bíl sem Lagermenn áttu að sjá um losun á til vélaverksræðis og mikið magn vörusendinga á Lagerinn sjálfan. Á meðan hvíldi Frissi lúin bein heima eftir aksturinn um nóttina að sunnan.
Bíllinn var losaður samviskusamlega og vörum komið til þeirra deilda innan SR sem við átti, þar með var kassinn góði, sem nú hafði fengið samnefnara, það er annan pakka merktum Fálkanum Rvk til Lager SR á Siglufirði.
Seinnihluta föstudagsins er farið var að taka upp úr öllum kössum sem merkta voru Lager SR Siglufirði, skrásetja þær og koma fyrir upp í hillum, það verk sem gekk samkvæmt áætlun í höndum vanra manna.
Eggert bað þó sérstaklega um að kassarnir frá Fálkanum yrðu ekki opnaðir, því þar væru svo
mikið af kúlulegum sem þyrfti að skrá sérstaklega og koma fyrir inni í skáp hjá honum á skrifstofunni og hann ætlaði að gera það sjálfur.
Raunar er kúlulegu
skráning aðeins á færi sérfróðra, en þar var Eggert í essinu sínu og vissi um öll tákn og merkingar sem vefst fyrir mörgum, jafnvel þeim sem ættu að vita vegna starfa
síns, en vita ekki.
Mikið var að gera þennan dag hjá Eggert og liði hans svo ekki voru „Fálkapakkarnir“ eða sá með köttunum þrem, sem sennileg voru teknir að þiðna, opnaðir þennan dag sem allir á tréverkstæðinu höfðu beðið lengi eftir, og hlustað vel eftir hvort ekki heyrðust einhver öskur frá Lagernum.
Helgin leið og sennilega farið að slá vel í kettina, en oftast var hitastigið á Lagernum í hærra lagi.
Það mun hafa verið um klukkan 9:30 eftir kaffihlé á mánudag sem Eggert tók til skoðunar reikninginn
frá Fálkanum sem sem í umslagi var límdur utan á rétta kassann frá Fálkanum.
Hann bað einn lagermanninn að sækja klippur til að klippa vírböndin af báðum
kössunum svo hann gæti tekið upp úr kössunum sem voru á vinnuborði frammi á Lager.
Samhliða því að halda á og horfa á reikninginn frá Fálkanum fór
hann með vinstri hendi ofan í kisukassann, og þá fann hann eitthvað kalt, blautt og slepjulegt, hann opnaði kassann frekar, og þá kom loksins öskrið sem prakkararnir á tréverkstæðinu
höfðu beðið spenntir eftir í þrjá daga.
Viðstaddir héldu í fyrstu að Eggert hefði klemmt sig illa eða eitthvað alverlegra hefði komið fyrir hann.
En
fljótlega varð ljóst hver var orsökin, Eggert froðufellandi af bræði og vissi vart hvað hann ætti að halda. Voru þetta Fálkamenn sem voru að hrekkja hann, nei varla, þeir mundu
ekki hætta á að missa viðskiptin. Það kom aðeins einn til greina; Þetta er vek kattabanans, Steingríms.
Eggert hringdi í lögregluna eftir stutta umhugsun, þetta skal verða Steingrími
dýrkeypt heyrðist hann tuldra (þrátt fyrir að ég og Eggert vorum góðir vinir)
Eggert gaf fyrirmæli til Sigurða Sigurðssonar ofl. á Lagernum um að kassans yrði
gætt vandlega og engum hleypt þar nærri.
En mikil umferð var inn á Lagerinn eftir atvikið, bæði vegna erinda sem oft voru mikil eftir kaffihlé, og svo af forvitni, en fregnin um dauðu kettina
uppi á Lager barst um lóðina eins og eldur í sinu.
Enginn frá tréverkstæðinu lét þó sjá sig á Lagernum þá stundina, nema Boddi, Bjarni Bjarnason.
Hann sá að málið var að verða alvarlegt, þar sem verið var að bíða eftir lögreglunni, og hrekkurinn orðinn að lögreglumáli.
Hann var ætíð ráðagóður,
en nú voru góð ráð dýr og framkvæma þurfti með hraði.
Honum tókst með klækjum að lokka gæslumenn kassans góða frá augnablik sem nægði honum
til að taka kassann og fara með hann inn á hluta Lagersins sem kallaður var málningarlagerinn. Þar var gluggi sem hann opnaði og út fauk kassinn, sem hann stuttu síðar kom fyrir á öruggan stað.
Boddi fór svo á fyrri staðsetning sína á gólfi lagersins og gapti út í loftið og beið eftir kalkkústi sem hann kom til að sækja, sem og var tilbúið erindi
á lagerinn, og var sem sakleysið eitt. Kústinn fékk hann í hendur, þakkaði fyrir sig og kvaddi.
Í stiganum á leið niður frá Legernu sem var á efri hæð, mætir
hann Sigurði Jakobssyni, tekur hann tali í hálfa mínútu eða svo sem lauk með því að lögreglan, Jóhannes Þórðarson var mættur.
Bjarna sagði Jóhannes
í stuttu máli hvað væri í gangi uppi á Lager, en sagðist annars lítið um málið vita, hann hefði verið ná sér í verkfæri og beðið væri eftir honum.
Þegar Jóhannes kom upp á Lager, tók Eggert á móti honum, en erfitt var að skilja karlinn þar sem honum lá mikið niðri fyrir.
En þegar Eggert hafði róast aðeins
og lýst þessum hroðalega atburði þegar hann hefði farið með höndina ofan í kassann sem innihélt þrá úldna ketti osfv. Leit hann á Jóhannes alvarlegum augum og sagði:
„Ég kæri hér með kattabanann Steingrím fyrir ódæðið, hann er eini mögulegi sökudólgurinn“.
Síðan lýsti hann aðdragandann af kattaútrýmingunni,
ég væri sennilega búinn að drepa alla kettina á lóðinni, og væri að ljúka því verki með því að hrekkja sig. Eitthvað fleira þessu tengt mun hafa farið
á milli þeirra, meðal annars þetta:
„Og hvar er svo kassinn með köttunum?“ spurði Jóhannes
„Hann er hérna“ sagði Eggert og benti á borðið sem kassinn hafði verið á, en samtímis kom annað öskur úr barka Eggerts;
„Siggi, hvar er kassinn?“
Aðeins einn kassi með merkimiða frá Fálkanum var á borðinu. Þá
áttaði Jóhannes sig á að nú væru fleiri en einn að hrekkja Eggert og það mótaði fyrir glotti hjá honum.
„Eggert, Það er alvarlegt mál að ásaka
menn um hluti án þess að hafa áþreifanlegar sannanir“ sagði Jóhannes blá alvarlegur á svip
„Það, það eru mörg vitni um að það voru kettir
í kassanum“ tuldraði Eggert, og á honum sauð.
„Já en ekkert áþreifanlegt, á meðan kassinn margnefndi er ekki fyrir hendi“ sagði Jóhannes aftur blá alvarlegur.
Eggert róaðist aðeins og var djúpt hugsi, en segir svo hástöfum;
„Það er Boddi, enginn annar en Boddi, hann hefur stolið kassanum, hann var hér rétt áðan og er
ný farinn, hann er einn af sökudólgunum, hann hefur tekið kassann“
„það getur ekki verið“ heyrðist útundan, en sú rödd kom frá Sigurði Jakobssyni sem var mættur
á staðinn og hafði hlustað af athygli.
„Ég mætti honum áðan í stiganum og hann var bara með kalkkúst í hendinni, við meir að segja röbbuðum saman“
bætti hann við.
„Ég get líka staðfest það, ég sá þá báða í stiganum og talaði þar einnig við Bjarna og hann var ekki með neinn kassa“ sagði Jóhannes.
Eggert vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Jóhannes sem ákvað að taka þátt í hrekknum, sem hann var nú orðinn sannfærðari en áður
um að nú væri spennandi hrekkur í uppsiglingu, en Jóhannes þekkti vel sögur af Eggert og hrekkjum hans í gegn um tíðan, og sagði;
„Eggert, þú verður að
draga þessar ásakanir þínar á Steingrím og Bjarna til baka, nema þú hafir einhverjar sannanir, annars verð ég að færa þetta til bókar og þá um leið
verður þú orðinn sakhæfur“
Þá bað Eggert Jóhannes að koma inn á skrifstofu, greinilega fengið nóg af athygli viðstaddra, og eftir nokkra umræðu þar inni undir fjögur augu á milli Eggerts og Jóhannesar löggu, féllst Ekkert á að setja málið í biðstöðu um stund og taka það upp aftur ef einhverjar vísbendingar kæmu í ljós síðar sem varpað gæti ljósi á raunverulegan sökudólg eða sökudólga.
Stuttu eftir að lögreglan var farin, kom Páll Jónsson á Lagerinn, fór
inn á skrifstofu Eggerts, lokaði á eftir sér með hurðaskelli fokillur á svip og sagði „bálreiður“;
„Ég er að heyra það úti á lóð
að þú sért að kæra einn af mínum starfsmönnum, Steingrím til lögreglunnar fyrir brot sem hann kom hvergi nálægt.
Hvaðan ósköpunum koma þær hugmyndir
þínar?“
„Hann skaut kettina, og er líklegastur“ sagði Eggert hálf vandræðalegur og leit á Pál, sem tókst vel upp við leik sinn á öskuillum verkstjóra sem var að vernda hagsmuni starfsmanns síns.
„Og hvernig átt það að hafa atvikast?“ spurði Páll enn vonskulegri
„Hann skaut kettina og hefur pakkað þeim inn og laumað undir segldúkinn á bílnum hjá Frissa á föstudagsmorguninn áður en við losuðum bílinn“ svaraði Eggert og var bæði sannfærandi og alvörugefinn á svip.
„Það er rétt að Steingrímur skaut kettina, með skotum sem þú lagðir honum til fyrir fyrirtækið, en það er alveg víst að hann á engan þátt í því að hafa komið kassanum með köttunum fyrir í bílnum, því hann var ekki í vinnunni á föstudaginn, hann meiddist á hendi á fimmtudag og fór til læknis og var heima á föstudag að ráð læknisins og kom því ekki til vinnu fyrr en í morgun.
Ég ráðlegg þér að biðja hann afsökunar á þessum áburði, þegar hann kemur til að lesa yfir þér, því það mun hann örugglega gera þegar hann fréttir þetta, en hann er nú sem stendur að vinna frammi á bryggju.“
Þetta var leikið af fingrum fram hjá Palla, og hafði mikil áhrif á vin hans Eggert, allir vorum við vinir þrátt fyrir allt.
„Ég skal gera það þegar hann kemur“ sagði Eggert aumur mjög. Það var svo ekki fyrr en eftir hádegið sem ég mætti á Lagerinn.
Í millitíðinni hafði Eggert spurt marga um hvort þeir hefðu séð mig í vinnunni á föstudag og öllum bar saman um að svo hefði ekki verið, svo Eggert trúði því að ég væri saklaus.
Strax og ég birtist inni á Lagar og Eggert sá mig, þá bað hann mig að koma inn á skrifstofu, áður en ég fékk tækifæri til að opna mig með langri þrauthugsaðri vonskuræðu til bæta aðeins við hrekkinn, hann rétti mér höndina og bað mig klökkur afsökunar á því að hafa borið mig áðurnefndum röngum sökum.
Það munaði engu að ég skellti upp úr og segði honum
alla söguna, en sem betur fór gerði ég það ekki að þessu sinni.
Að sjálfsögðu var afsökunarbeiðnin tekin til greina. Og ekki meira rætt um atvikin á Lagernum af hálfu
Pálsmanna, en aftur á móti á tréverkstæðinu meira en nokkru sinni, og raunar á allri lóðinni.
Pálsmenn tóku sig svo saman um að eiga þetta leyndarmál einir um sinn, og enginn þar viðurkenndi að hafa átt hlut að máli, þrátt fyrir mjög sterkan grun flestra annarra á lóðinni, og voru nokkrir nefndir sem hugsanlegir sökudólgar.
Síðar
voru hinir grunuð einnig taldir vera á vélverkstæðinu, og um tíma einhverjir starfsmenn frystihússins.
Málið var lengi aðal umræðuefnið hjá SR, raunar einnig víðar
í bænum og haft gaman af.
Frásögn þessara atburða fór víða um land, meðal annars varð ég vitni í fullsetinni áætlunarbifreið á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar síðar um haustið, þar sem meðal annarra voru Gunnar Jóhannsson og Steinþóra.
Þar stóð Gunnar uppi í drjúgan tíma fremst í bílnum og
sagði frá þessu atviki farþegum til ánægju.
Sögumaðurinn var góður og tókst vel að halda spennunni, þó svo að sagan hefði breyst talsvert í umfjöllun
hjá Gunnari og margra þeirra sem sagt hafa frá þessu kisumáli.
Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, er Eggert var hættur störfum hjá SR að ég heimsótti
þennan gamla vin minn Eggert Theódórsson vegna viðtals sem ég hafði við hann að beiðni fréttamanns Morgunblaðsins sem var að safna upplýsingum um Egggert vegna greinar sem hann átti
að skrifa í tilefni af 75 ára afmælis Eggerts sem var nokkrum dögum síðar.
Þegar viðtalinu fyrir Moggann var lokið og við Eggert sátum yfir kaffibolla, þá laumaði
ég að þeim gamla öllum sannleikanum um kettina þrjá.
Hann sat hljóður á meðan, sat þögull um stund eftir á, horfði á mig með sínu fræga glotti, sem
breyttist smátt og smátt í breitt bros og sagði svo hátt og skírt.
„Ég vissi alltaf að það varst þú“
Ég rétti honum höndina
og spurði
„Er mér fyrirgefið?“ Ekki stóð á svarinu né útréttri hendi:
„Auðvitað er þér og öllum hinum fyrirgefið,
ég átti þetta svo sem skilið eftir alla hrekkina mína hjá SR – Þetta er þrátt fyrir allt, besti hrekkurinn sem ég hefi upplifað“
Ofanrituð frásögn um kattaævintýrið er skrifuð eftir minni 47 árum eftir atburðinn, svolítið fært í stílinn hvað samtölin snertir, en svona var þetta í aðalatriðum.
Steingrímur Kristinsson 210234-4549 -- Siglufirði 1. Júlí 2010
Myndir hér fyrir neðan
Þáttakandi og sögumaður: Steingrímur Kristinsson
-------------------
Fórnarlamb nr. 1:
Eggert Theódórsson. Eggert var vinsæl persóna á Siglufirði, mikill bridge spilari, hrekkjalómur með afbrigðum og ávallt reiðibúinn að taka þátt í að hrekkja náungann. Bæði þá sem „áttu slíkt skilið“ og eða gáfu einstök tilefni til. Þessir hrekkir hans, sem hann stundaði bæði einn og með aðstoð góðra manna voru þó aldrei meiðandi eða illkvittnislegir. Hrekkir sem allir höfðu gaman af, jafnvel fórnarlömbin sjálf, eftirá !
Eggert var lagerstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði til margra ára. Það eru til óteljandi sögur til um hrekki Eggerts sem og af því þegar hann var hrekktur sem var æði oft.
Fórnmarlamb nr. 2:
Sigurður Helgi Sigurðsson þá unglingur sem starfaði sem aðstoðarmaður á lagernum hjá Eggert, einlægur og hlédrægur drengur sem ekkert vont mátti sjá og gerði sitt besta til að sinna sínu starfi vel. Sigurður er yfirhafnarvörður Fjallabyggðar þegar þetta er endurskrifað árið 2013.
Fórnarlamb nr. 3:
Ásmundur Steingrímsson aðstoðar lagerstjóri. Fullorðinn maður (árið 1963), ljónheiðarlegur og elskulegur maður sem átti enga „óvini“ (stjúpfaðir Einars Hermanns bifreiðastjóra)
Hann var einn af þeim sem áttu að gæta sönnunargagnsins. Ekki var þó hægt að gera allt í einu, vakta kassann og afgreiða á sama tíma.
Óbeint vitni :
Sigurður Jakobsson faðir Sigurðar hafnarvarðar. Skeleggur karl, fyrrverandi bóndi á Dalabæ vestur af Siglufirði. Hann var á þessum tíma í vinnu hjá Hraðfrystihúsi S.R. Hann átti erindi á lagerinn þennan viðburðaríka dag.
Lögregluþjónn:
Jóhannes Þórðarson yfirlögregluþjónn á Siglufirði. Samviskusamur og skilningsríkur lögreglumaður sem hugsaði rökrétt áður en hann tók ákvörðun um hvernig afgreiða ætti þau mál sem hann var kallaður til.
Þar fyrir utan var hann alltaf tilbúinn að taka þátt í saklausu gríni.
Gerandi nr. 1
Undirritaður sögumaður; Steingrímur Kristinsson, vann ótalin störf á lóð Síldarverksmiðjanna í yfir 36 ár. Á þessu sögutímabili sem trésmiður hjá Páli G Jónssyni byggingameistara hjá S.R., einn af Pálsmönnum. Kattabani í aukastarfi.
Gerandi nr. 2:
Páll G Jónsson byggingameistari. Vinsæll maður og góður verkstjóri, með eindæmum orðheppinn og einn af mjög mörgum „hrekkjusvínum“ á lóðinni. Einn besti verkstjóri sem mér hefur stjórnað.
Gerandi nr. 3
Ásgeir Björnsson vélstjóri frá Nesi. Hann vann hjá Palla á trésmíðaverkstæðinu sem handlangari. Hann var grandvar og heiðarlegur fram í fingurgóma og erfitt að fá hann til þátttöku í hrekkjum. Hann varð þó stundum sjálfur fyrir hrekkjum, sem var þó sjaldgæft þar sem hann átti það til að taka slíkt nærri sér og varð því síður fyrir hrekkjum en ella. Góður vinur sögumanns.
Gerandi nr.4
Geir Guðbrandsson trésmiður (gervi) hjá Palla. Hann var rólyndur að eðlisfari og hafði starfað við ýmis störf í mörg ár hjá S.R. meðal annars lengi sem trésmiður hjá Palla
Gerandi nr. 5
Bjarni Bjarnason verkamaður hjá SR, vann undir stjórn Palla byggingameistara. Bjarni var einstaklega góður vinnufélagi allra sem við hlið hans unnu. Heiðarlegur glaðvær og ávalt tilbúinn til hjálpa félögum sínum ljóst og leynt. Hann hafði þó slæman galla þar sem hann átti það til að skvetta í sig á óþægilegum tímum jafnvel í vinnunni. En vegna gæsku hans var oftar en ekki lokað augunum fyrir þessum galla hans.