Sigurður Guðmundsson múrari og vinnukortið

Skilvíslega útfyllt vinnukort

Áður en bygging leiguíbúða fyrir aldraða, Skálarhlíð á Siglufirði hófst, var kosin byggingarnefnd sem átti að sjá um undirbúning verksins, sem og eftirlit meðan á byggingarframkvæmdum stæði.

Meðlimir nefndarinnar voru sagðir hafa unnið mjög gott og ötult starf, bæði hvað varðar fjármögnun og eftirlit.

Formaður nefndarinnar mun þó hafa heimsótt svæðið oftar en aðrir, og sumum verktökum og verkamönnum þótti um of, en höfðu ekki orð á því. Formaðurinn hafði slíkan áhuga á verkinu að ekkert mátti framhjá honum fara og var síspyrjandi um þennan og hinn verkþáttinn, hvernig þetta og hitt virkaði. Flestum sem þar unnu virtust þó svörin liggja í augum uppi og vera öllum ljós.

Nefndarformanninum var þó sýnd fyllsta kurteisi og honum svarað eftir bestu getu og hlustuðu starfsmennirnir vel og lengi, þegar nefndarmaður kom með spurningar, ábendingar og / eða athugasemdir.

Sigurður Guðmundsson múrari

Sigurður Guðmundsson múrari

Einn starfsmannanna, sem var múrari, var síður en svo ánægður með þetta „málaglamur“ sem hann taldi vera og tók til sinna ráða.

Reglan var sú að starfsmenn skrifuðu sérstakt vinnukort með lýsingu á því sem unnið var hverju sinni og því skilað vikulega til gjaldkera.

Á einu vinnukorti múrarans stóð „2 klukkustundir í eftirvinnu; hlustað á H ...... “  Að öðru leyti voru hefðbundnar vinnulýsingar á kortinu

Gjaldkerinn fékk áfall. 

Hvern andskotann er múrarinn að rugla. Hann leitaði svara hjá honum og fékk svarið: 

Hann hafði neyðst til að hlusta á nefndarmanninn í 2 tíma og ekki getað unnið vinnuna sína á sama tíma.

Nefndarformaðurinn mun hafa fengið orðahrinu frá gjaldkeranum og múrarinn og aðrir fengu umtalsvert færri heimsóknir frá viðkomandi nefndarmanni, þá helst ásamt öðrum í nefndinni og svo auðvitað  við verkok, þá í fylgd nefndarinnar allrar.

Byrjað var á byggingu Skálarhlíðar 1985 (4) og lauk 1988(9)