Frumkvöðullinn Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustóri

Hann rak Siglufjarðarprentsmiðju í áratugi  og var ötull útgefandi bóka og tímarita og var á meðal þeirra öflugustu á því sviði, auk þess að vera frumkvöðull á ýmsum sviðum prenttækninnar. 

Sem dæmi þá var Siglufjarðarprentsmiðja fyrsta tölvuvædda prentsmiðja landsins. 

Nokkrum mánuðum síðar byrjaði Morgunblaðið með tölvubúnað frá sama fyrirtæki og Sigurjón hafði keypt og notað með góðum árangri.

Smá saga af mistökum

Mig minnir að það hafi verið árið 1980, þá er ég var ritstjóri blaðins Siglfirðingur og var tíður gestur á prensmiðjuna, sem Sigurjón Sæmundsson sagði mér frá því að ein mestu mistök hans á ferlinum sem bókaútgefandi hefðu verið er fullorðin kona kom í prentsmiðjuna til hans og óskaði eftir því að hann gæfi út bók hennar. 

Sigurjón Sæmundsson

Sigurjón Sæmundsson

Hún hafði handritið með sér og bað hann að lesa það. 

Þessu hafnaði Sigurjón og sagðist því miður ekki hafa tíma til þess vegna anna, hann þyrftir að koma út bók til bóksala fyrir ákveðinn tíma.

Viðkomandi bók kom út eins og áætlað hafði verið, en einnig önnur bók sem sló allverulega í gegn sem metsölubók, það var einmitt bókin sem Sigurjón hafði hafnað nokkrum mánuðum áður: Bókin Dalalíf 1. af 5 bindum eftir Guðrúnu frá Lundi. 

Sigurjón sagðist hafa verið lengi að jafna sig eftir áfallið sem hann varð fyrir þegar hann uppgötvaði hæfileika Guðrúnar sem hann hafði hafnað.

Steingrímur