Tengt Siglufirði
Ekki þó alveg nákvæmlega sönn saga, eins og oft kemur fyrir þegar margir segja frá og „besta“ útgáfan valin til frásagnar, en hér kemur ein þeirra. Við nefnum engin nöfn.
Fyrir allmörgum árum var rekin vídeóleiga (ein af mörgum) á Siglufirði, þar var jafnframt í sama plássi, einnig föndurbúð með allskonar útsaumsdót, uppskriftir af prjóna og hekli mynstrum og auðvitað einnig mikið úrval af garni, fínu og grófu.
Þarna var auðvitað einnig hugsað um yngri kynslóðina og einfalda bæklinga sem kennsluefni á vegum föndurbúðarinnar og barnaefni á vegum vídeóleigunnar.
Og eins og ávalt fylgir svona rekstri, vídeóleigum og föndurbúðum þá var alltaf auglýst í glugga leigunnar & verslunarinnar þegar nýtt efni kom.
Nýjar myndir komnar á vegum leigunnar og nýjar uppskriftir og garn á vegum föndurdeildarinnar.
Eitt sinn er samtímis kom á staðinn nýtt myndefni og nýtt föndurefni, var glugginn þakin auglýsingum, nöfn hinna nýju vídeómynda og föndurdótið einnig tilgreint áberandi.
Þar mátti td. lesa:.
Ein vinsælasta mynd seinni tíma „Mad Max“ ofsagóður spennutryllir með Mel Gibson í aðalhlutverki.
Og svo var önnur lítið áberandi þar fyrir neðan: „Nýkomið gott úrval myndefnis fyrir fullorðana“ .En svo á öðrum stað í glugganum sem vænta mátti að ætti að tilheyra föndrinu var áberandi auglýsing:
„MIKIÐ ÚRVAL AF GRÓFU BARNAEFNI“
(þarna var augljóslega vísað til uppskrifta fyrir börn til að prjóna eða hekla með grófu garni, en auðvelt að túlka öðruvísi)
Texta þessarar auglýsingu var síðar um daginn breytt allverulega, af augljósum ástæðum. (viðkomandi myndir hér, voru ekki í glugganum, en þeim er stolið af netinu)