Rollu tussur, -- eða eigum við ekki að segja eigandatussur,

hafa verið áberandi í bæjarlandinu allt frá ysta hluta strandarinnar til golfvallanna í suðri, kálgarðar og blómabeð inni í bænum meðtalin og fleira.

Eigendur þessara kjötskrokka virðast bara hafa hleypt þeim út frá „sínu landsvæði“ og látið þar við setja og ekki nennt að koma þeim til fjalla eða út fyrir bæjarmörk eins og þeim ber skilda til, þeim er greinilega andskotans sama hvar tussurnar þeirra bíta, gras, blóm eða runna.

Vegna þessa datt mér í hug önnur umfjöllun sem átti sér stað á fréttavefnum „Lífinu á Sigló“ fyrir 10 árum síðan. Þá birtist eftirfarandi á fréttavefnum:

Miðvikudagur 17. ágúst 2005

Tækni- og umhverfisnefnd - 21. júlí 2005 --

Að gefnu tilefni og af fullri ástæðu, þá var gerð eftirfarandi bókun í tækninefnd...:

"Nefndin leggur til að farið verði eftir reglugerðinni sem heimilar aðgerðir vegna lausagöngu fjár. ---

En mér leikur forvitni á að vita, loksins eftir að ég fékk tækifæri til að berja "nýjustu" fundargerðir bæjarins augum." ----

Hverra áhrifa bjuggust nefndarmenn við af ofannefndri bókun ? ---

Ég spyr í einlagni, þar sem þessar helv... rollutussur sem tilefni hefur væntanlega verið af bókuninni, eru enn og hafa verið í allt sumar jarmandi og snuðrandi fyrir norðan og neðan svefnherbergisglugga minn. Auk þess sem nágrannar mínir hafa átt í fullu fangi daga og nætur, við að reka þær frá þeim gróðri og jurtum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að koma upp, fyrir utan eyðileggingu þessara fáu plantna sem komið hefur verið fyrir og dyttað að, af vinnuskólanum í norðurbænum í sumar.

Myndin hér neðst er tekin klukkan 08:30 í morgun út um svefnherbergisgluggann minn, þar sem rollur eru að gæða sér í "kálgarðinum" mínum.- og fleiri aðeins norðar.

Síðar birtist þetta "aðsent" á vefnum: Fimmtudagur 18. ágúst 2005

Sæll Steingrímur.

Við hjá Tæknideild bæjarins gerum okkur grein fyrir þessu rollu vandamáli og erum að vinna í málinu. Svar okkar núna í bili er þó í bundnu máli og hljóðar svo.

Féð þykir fagurt.

Frjálst það leikur sér.

Verður varla magurt

Við túnfótinn hjá þér. ----- Kv. Einar Hrafn.

--- Gaman væri ef ég væri fær um að svara þessu ágæta ljóði að hætti hagyrðings, en ég er ekki þeim gæfum gæddur að geta það og skora því á einhvern sem það getur, að svara fyrir mig. Það eina sem ég vil koma á framfæri varðandi þetta og væntanlegum "bjargvætti mínum" að þó svo að, rollurnar fitni í túngarði mínum, þá er það haft fyrir satt að svefnleysi sé góð leið til að megrast, það er hjá þeim sem ekki nota tækifærið á nóttunni til að læðast í ísskápinn. -- Takk fyrir vísuna Einar Hrafn, vonandi verður vinna ykkar í málinu búin að skila árangri fyrir næsta sumar, en senn er liðið að lokum sumarsins í ár.

(Athugasemd frá sk : Nú 10 árum síðar, þá hefur Tækni- og umhverfisnefnd ekki enn tekist að framfylgja því sem lagt var til, samkvæmt úttekt frá ofanritaðri fundargerð)

Föstudagur 19. ágúst 2005 - Nú þegar hafa nokkrir veitt mér stuðning og sent mér vísur vegna hvatningar. Lesið neðar. Birtist áður á fréttavefnum Lífið á Sigló

Athugasemdir frá sk og vísu sendendum:

Varðandi þessa vísu, vil ég taka fram að Hafsteinn Hólm hefur ekki átt og á ekki neinar af þeim rollum sem hér ganga lausar, hann þarf ekki að reyra sínar rollur, þær eru í löggiltum haga langt í burtu frá Siglufirði. SK

Þetta er samt bara vel meint Kveðja - Leó.

Ég á erfitt með að skilja hversvegna Siglfirðingar virðast vera svona á móti sauðkindinni! Ég skil að fólk vilji ekki hafa hana í görðum hjá sér, en girðingar ættu ekki að vera neitt stórmál! Sérstaklega eftir að búið verður að girða allan bæinn með snjóflóðavarnargörðum!! -- Sjáið hvernig hlíðarnar eru að verða, ekkert nema gul sina sem er ekki glæsileg á að líta, það eina sem er almennilega grænt eru þau svæði sem hross ganga á og bíta! Ég vil leyfa sauðfjárhald í Siglufirði en um leið þurfi að setja upp sauðheldar girðingar! ---

Kv Sævaldur Jens Gunnarsson. 

Sendar vísur um rollufárið

Rollurnar í "kálgarðinum“ neðan við hús mitt við Hvanneyrarbraut 80 - Árið 2005- Og enn árið 2018 hefur bæjarapparatið engan áhuga á því að koma þessum gripum út fyrir bæjarmörkin, heldur hefur leyft rollueigendum að byggja rolluhús á bæjarlandinu og lofar svo rollunum að ráfa um bæ og nágrenni, allt frá "kálgörðum" og rósabeðum inni í bænum, íþróttasvæðisins, vellina við Hól og á golfvallarsvæðum. Meir að segja flugvöllurinn og svæðið þar, er þakið rollum sem eru duglegar að trampa á hreiðrum fuglanna sem þar eru á varptímanum. Svei skít þessu áhugaleysi yfirvaldsins.