Saga frá síldamrárunu

Ungur maður, að nafni Eiríkur Ketilsson hafði mikinn áhuga á að kynnast hinum landsþekkta manni, sem var Óskar Halldórsson. Hann spurðist fyrir um hvar hans væri helst að leita. 

Hann fann hann svo á síldarplani hans og vatt sér að honum og spurði kurteislega hvort hann gæti fengið að ræða við hann einslega. 

En Óskar var þarna á meðal nokkurra kunningja sinna. Óskar snéri sér að Eiríki, virti hann fyrir sér í dágóða stund áður en hann svaraði með glotti og hló við ásamt þeim sem nærst stóðu. 

Svarið var: „Mikið helvíti ertu ljótur“ 

Eiríki brá aðeins við þetta neikvæða svar Óskars, en var fljótur að átta sig og sagði: 

„það er eðlileg skýring á því Óskar, þú ert nefnilega faðir minn, þó svo að þú hafir neitað að gangast við mér“ – 

Óskar Halldórsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Óskar Halldórsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Það var löng þögn, enginn hlátur og Óskar rauk burtu af svæðinu án þess að segja meira.

Þessa sögu örlítið breytta, sagði mér kona sem átti ættir að rekja til Eiríks.  

(Konan kom í  heimsón á safnið Saga fotografica, í 18. júlí 2016 og sagði mér söguna, eftir smá rabb um safnið og ljósmyndir sem þar eru, sem og ma. sýndu söltunarstöð Óskars í Bakka)

Raunar hafði ég sem ungur maður heyrt svipaða frásögn, þó ég hafi ekki þá, heyrt sagt frá nafni hins óskilgetna, fyrr en tiltekin dag hér ofar.

sk