Sveinn minn, fannstu Jesú ?

          Sveinn Ásmundsson og Gísli Þorsteinsson

Sagan: „Báðir týndir,“ sem ég heyrði af vörum Jóhanns Þorfinnssonar fv. lögregluþjóns og bílstjóra. 

Jóhann var eitthvað tengdur konu sem hét Sigurlaug Björnsdóttir,  (oftast kölluð Lóa á Á) Hún hafði yfirumsjón með rekstri og predikunum í Hvítasunnu húsinu Zíon við Grundargötu 7a á Siglufirði.  

Jóhannes og Lóa, þeektust vel, þau bjuggu í sama húsi við Aðalgötu 25 sem nú er horfið (húsið var austan núverandi  Tónskóla (2018)) Jóhann hafði eftir Lóu hluta af neðanritaðri sögu, það sem fram fór innandyra, þegar hin frægu orð hrukku af vörum Sveins Ásmundssonar byggingameistara. 

Restina, það er fyrri part sögunnar fiskaði Jói svo upp frá „götubylgjunni“ og sumpart frá aðal sögupersónunni sjálfri, það er Sveini. 

          Sveinn Ásmundsson og Gísli Þorsteinsson

Sveinn Ásmundsson og Gísli Þorsteinsson

Það hafði verið þorrablót á Hótel Höfn. Því var lokið og nokkrir blótsgestir komu saman í heimahúsi þar á eftir. Mikið var sungið og mikið drukkið. Þar í hópnum voru tveir þekktir Siglfirðingar og miklir vinir sem hétu Sveinn Ásmundsson og Gísli Þorsteinsson. 

Þeir áttu saman og ráku byggingafyrirtækið Sveinn og Gísli hf. fyrirtæki sem meðal annars reisti verkamannabústaðina í Bakka, bankahúsin bæði,(Sparisjóðshúsið Túngötu 3 og Útvegsbankahúsið Aðalgötu 34) auk fjölda annarra bygginga á Siglufirði, Sauðárkrók, Blönduósi og víðar. Þeir voru báðir mjög söngelskir og báðir sungu með Karlakórnum Vísir á sínum tíma. 

Einhvern tíma snemma um morguninn mun Sveinn hafa áttað sig á því að Gísli vinur hans var hvergi nærri. Nokkru síðar var Sveinn kominn út á götu og var aðeins farinn að ranka við sér eftir drykkju næturinnar. 

Hann mun hafa ráfað um götur um stund. Hann var staddur á Grundargötunni er honum bárust söngvahljómar til eyrna. Það fyrsta sem honum datt í hug tengt söngnum, var að þarna hlaut Gísli vinur hans að vera. Hann slagaði í átt til hljóðfærasláttar og söngs og opnaði dyr og fór inn. Það var ekki fyrr en inn var komið, að hann áttaði sig á því að þarna væri Gísli örugglega ekki. Hann var kominn inn á samkomu Hvítasunnusafnaðarins, Zíon. 

Sveinn kunni ekki við að rjúka á dyr við svo búið, heldur settist á bekk aftast í salnum. Hann sofnað fljótlega undir tærum söng og mun hafa sofið meiri hluta samkomunnar. Allir voru farnir nema tvær konur, önnur þeirra var Lóa sem klappaði á öxl hans og vakti með þessum orðum 

„Sveinn minn fannstu Jesú?“  Sveinn sem vaknaði með andfælum og sagði stuttur í spuna 

„Hver andskotinn er hann nú týndur líka?“ 

Sveinn bar sig illa þegar hann hafði áttað sig á því hvar hann var og bað afsökunar á hinni óvæntu upphrópun. En fór svo í sátt heim til sín til frekari hvíldar eftir langa gleðinótt.

Steingrímur