Frá Keflavíkurflugvellin !

(þar sem undirritaður vann um tíma, þá innan vð tvítugt)

Ein óstaðfest saga gekk á vallarsvæðinu um einn landsþekktan bifreiðarstjóra, sem vann hjá hernum á árunum 1953 +/-.  Meðal annarra verka hans var að sækja allskonar vörur frá skipshlið við Reykjavíkurhöfn og keyra til Keflavíkurflugvallar.

Eitt sinn lenti þessi bifreiðarstjóri ásamt nokkrum fleirum í því að flytja sement frá skipshlið við Reykjavíkurhöfn og flytja til Keflavíkurflugvallar. Farnar voru margar ferðir og notaðar voru 5-6 tonna 10 hjóla herbifreiðar við þessa flutninga sem aðallega voru 40 kg. sementspokar. 

Bílstjórinn hafði veitt því athygli að ekkert eftirlit var haft með þessum flutningum aðeins mannskapur sem sá um losun sementspokanna uppi á velli. 

Wiscinsin: Ekki sama vél, ein eins útlit og stærð

Wiscinsin: Ekki sama vél, ein eins útlit og stærð

Enginn teljari á bryggju né neitt sjáanlegt eftirlit. Áðurnefndur bílstjóri bjó í sveit norður í Skagafirði og þar sem var að hefjast blómleg uppbygging hjá fjölskyldu hans á staðnum. 

Hann brá sér norður með fullfermda bifreið af sementi. Sem var losuð dyggilega og hann hélt síðan aftur til baka og lestaði annan farm sem hann fór með á réttan stað uppi á velli. 

Sagan hermir að þetta hafi verið hinn góðkunni rútubílstjóri Búddi, (Gísli Sigurðsson) frá Sleitubjarnarstöðum. 

Enginn mun hafa saknað farmsins en félagar hans höfðu spurt hann hvort bílinn hans hefði bilað en þeir söknuðu þess um tíma að hafa ekki mætt honum. Engin eftirköst urðu vegna þessarar hjáleiðar.

Önnur óstaðfest saga frá Keflavíkurflugvelli

 

Trésmiður einn frá Keflavík vann á trésmíðaverkstæði hjá hernum. 

Hann kom ofan frá vallarsvæðinu eftir akveginum að hliðinu sem allir sem erindi áttu inn og út frá vallarsvæðinu þurftu að fara í gegn um. 

Hann var á leið heim eftir lok vinnudags. Hann keyrði á undan sér hjólbörum fullum af sagi frá verkstæðinu sem hann vann á uppi á velli. 

Hann þurfti að gera grein fyrir erindi sínu út af vellinum og sýna skilríki þar sem hann var einn á ferð. Vanbundið eftirlit tollþjóna og öryggisvarða. 

Hann var spurður hvað hann væri með í hjólbörunum. Hann sagði sem var að þetta væri bara sag sem hann hefði tekið með sér, en hann væri að byggja og ætlaði að nota sagið sem einangrun. Tollverðirnir sem voru Íslenskir leituðu vandlega í saginu og staðfestu við hermennina sem einnig fylgdust með að ekkert nema sag væri í börunum og manninum hleypt í gegn. 

Þessar ferðir mannsins voru endurteknar í nokkra daga, stundum leitað í börunum en stundum var honum hleypt framhjá án leitar.

Löngu seinna er einn tollvarðanna sem einnig var Keflvíkingur hitti trésmiðinn í fermingarveislu. Hann spurði trésmiðinn hvað hann hefði gert við sagið, því hann vissi það nú að hann hefði ekki verið að byggja neitt. 

Svar trésmiðsins var einfalt. "Ég sturtaði saginu út fyrir veg þegar ég var komin úr augsýn ykkar og seldi svo hjólbörurnar."

Það var sem sé ekki sagið í börunum sem var tilgangurinn heldur nýjar hjólbörur í hvert sinn.

Margar sögur munu vera til varðandi sukkið og sóun á fjármunum þarna uppi á svæði Keflavíkurflugvallar í sambandi við varnarliðið, hernámið eins og kommar sögðu það vera !

 

Steingrímur

Og hér er ein til viðbótar, og staðfest.

 

Hirðusemi eða afbrot ? – A.m.k. á mjög gráu svæði.

Um tíma á Keflavíkurflugvelli var ég kominn í vinnu hjá Íslenskum Aðalverktökum. þeir unnu ýmis verk á vegum hersins. 

Ég hafði lent í því að vera á næturvakt frá klukkan 20:00-08:00 til að fylgjast með koksofnum sem kyntir voru inni í nýsteyptu húsi sem verið var að byggja í um 80-100 metrum frá einni flugbrautinni sem einnig var verið að vinna við. 

Á þessum tíma hafði verið mikið frost um næturnar og margir koksofnar settir inni í bygginguna til að koma í veg fyrir frostskemmdir. Bæta þurfti á koksi reglulega. Inni í hitanum gat ég ekki verið nema stuttan tíma.  Raunar var það harðbannað vegna hættu á kolsýrueitrun frá brennslunni. 

Ég hafði þó gott upphitað afdrep í vinnuskúr utan við. 

Unnið var við flugbrautina langt fram á kvöld. Meðfram brautinni hafði verið grafinn mikill skurður þar sem eitthvað af vatni var undir frosnu yfirborðinu. 

Eitt kvöldið sá ég bíl koma með vel innpakkaða splunkunýja vatnsdælu sem tekin var úr umbúðunum á staðnum. Áföst var loftkæld bensínvél sem knúði dæluna, sem vann svo að krafti alla nóttina. Byrjað var nokkru fjær að ýta með jarðýtu ofan í skurðinn.

Þegar ég kom á vaktina kvöldið eftir var jarðýta að stórum hluta búin að moka yfir skurðinn framundan vinnustað mínum. Það var svo einhvern tíma um nóttina að mér fannst ég sjá ljós á svæðinu þar sem skurðurinn hafði verið. 

Ég var forvitinn og gekk í áttina til að sjá hvað þetta sem alls ekki átti að vera þarna. "Ljósið" hvarf þegar nær kom, ég lýsti á svæðið með vasaljósi mínu og sá eitthvað sem glampaði á. 

Ég sá fljótt hvað þetta var, en þar sem jörðin var frosin þá sótti ég skóflu og gróf upp. Þetta var dælan fyrrnefnda. Jarðýtan hafði mokað henni niður í skurðinn ásamt meðfylkjandi slöngubúnaði. Það var glansandi koparflangsinn á slöngutengi sem glampað hafði á frá ljósum í nágrenninu.

Ég náði dælunni upp úr moldinni og tók dæluna sem sennilega var um 50-60 kg. í fangið. Ég bar hana að afdrepinu mínu sem ég hafði á vaktinni. Ég blés mæðinni um stund, sótti mér verkfæri og losaði mótorinn frá dælu og grind. Ég fór síðan með dæluna sjálfa á sama stað og mokaði yfir. 

Mótorinn var loftkæld 4 hestafla fjórgengis bensínvél að gerðinni Wisconsin. 

Svipuð þessari hér á myndinni hér fyrir ofan. Vélina bar ég síðan í áföngum í fanginu í átt til girðingar sem þarna var í svona 400-500 metra fjarlægð bak við húsið. 

Vallarsvæðið var afgirt og Þarna var um tveggja metra há girðing og gaddavír ofan á. 

Vélina faldi ég í holu þar nærri og framhaldið skipulagt.

Næstu nótt sem var sú síðasta við koksvaktina, þá fór ég að girðingunni á tilsettum tíma. Þar beið hinum megin vinur minn Steindór Kristjánsson. Hann vann einnig á vellinum. Hann hafði komið suður á Austin vörubifreið sinni í von um að geta snapað vinnu með bílnum. 

Ég lyfti vélinni hátt yfir höfuð mér þar sem Steini sem stóð uppi á vörubílspallinum og tók við henni og keyrði síðan með vélina niður að Höfnum þar sem félagi hans Rikki í Höfnum (gamall Siglfirðingur) tók vélina í  sína vörslu til geymslu. En þessari vél var síðar komið fyrir í trilluhorni norður á Siglufirði, borðhækkuðum árabát sem tengdafaðir minn átti, vélin klikkaði aldrei. 

Þetta er eitt af mörgum dæmum um bruðl og hirðuleysi sem ríkti á vellinum á þessum tíma, að minnsta kosti þarna uppi Keflavíkurflugvelli.

Steingrímur.

Og ein í viðbót af sjálfum mér þarna suður á Keflavíkurflugvelli.

Fyrst er ég byrjaði að vinna á Vellinum, lenti ég í vinnu hjá hernum. Eftir annan eða þriðja dag þarna ákvað ég að loknum vinnudagi að fara í sturtu. Sturtuplássið var, stórt sameiginlegt pláss, þar voru 15 sturtustútar hlið við hlið, engin skilrúm á milli, 8 klósett sem stillt var upp við um 120 sm. hátt skilrúm og 4 klósett við hvora hlið þess, engin skilrúm á milli þeirra.

Og svo góð aðstaða til fataskipta. Þetta var sambyggt bragganum sem einir 20-30 íslenskir starfsmenn hjá hernum höfðu. Þangað hafði ég jú áður komið til að sinna náttúrunni, svo þetta kom mér ekki á ófart að þessu sinni.

Inni í salnum nú, var gufumettað andrúmsloft, þar sem margir voru í sturtu er ég kom inn. Suma þessa menn hafði ég kynnst lítillega vegna vinnunnar en aðra hafði ég ekki séð áður. Ég klæddi mig úr og gekk að auðu plássi.

Þá snéri einn stórvaxinn og vöðvastæltur náungi sér að mer og sagði. „Hvað eru hvítvoðungar að gera hér, þú virðist nýkominn úr körfu, snjóhvítur og varla kominn hár punginn, hvað þá bringuna?“

Eitthvað á þessa leið hljómaði digurbarkaleg rödd hans og félaga hans hlógu dátt. Hann var kafloðinn, svörtum hárum á bringunni, sem og nánast allir þarna inni, nema ég sem hvorki var sólbrúnn, né með hár á bringunni.

Ég varð fljótur til svara eins og stundum, og sagði: 

„Mamma mín sagði mér að við værum komnir af öpum, og hárin að hyrfu þegar fullum þroska væri náð“.   

Næsta sem ég vissi af mér, var að ég lá á gólfinu og sá loðni hélt undir höfuð mér skelkaður á svip.

Hann hafði í augnabliks bræði eftir mikinn hlátur félaga sinna, gefið mér vænt kjaftshögg sem rotaði mig (eða við falið í gólfið, þar sem það blæddi úr hnakka mínum) Hann var mjög aumur yfir þessu frumhlaupi sínu og bað mig margfaldrar fyrirgefningar.

Ég var smá stund að jafna mig, hann reisti mig á fætur, spurði hvort allt væri í lagi osfv. Ég sagði svo vera og fór í átt til sturtunnar, hann studdi mig meir að segja, hann hélt um handlegg minn megnið af þeirri leið. Auðvitað fyrirgaf ég honum (Jónas hét hann) og eftir þetta fór varla hnífur á milli okkar, hann vildi allt fyrir mig gera.

Meðal annars nokkrum vikum síðar, er ég og vinir mínir frá Siglufirði, Bússi Jó og Steindór Kristjáns höfðum skroppið á ball í Krossinum (dansstaður í Keflavík) þar varð ég fyrir aðkasti frá tveim Íslendingum (Keflvíkingum ?) sem voru að gera sig klára til að lumbra á mér, en áður að til þess kæmi, var loðni vinur minn kominn á milli okkar og hann sagði við þess tvo kauða, að ef þeir eða aðrir snertu mig, þá væri honum að mætta.

Gaurarnir hurfu af vettvangi og vinur minn snéri sér að mér og sagði : „Er ekki allt í lagi vinur?“ Hann hafði úr fjarlægð fylgst með mér, en ég hafði ekki orðið hans var og vissi ekki af honum á staðnum fyrr en hann birtist.

Steingrímur Kristinsson 

Frá Keflavíkurflugvellin ! 

(þar sem undirritaður vann um tíma)

Ein óstaðfest saga gekk á vallarsvæðinu um einn landsþekktan bifreiðastjóra sem vann hjá hernum á árunum 1953 +/-.  Meðal annarra verka hans var að sækja allskonar vörur frá skipshlið við Reykjavíkurhöfn og keyra til Keflavíkurflugvallar.

Eitt sinn lenti þessi bifreiðastjóri ásamt nokkrum fleirum í því að flytja sement frá skipshlið við Reykjavíkurhöfn og flytja til Keflavíkurflugvallar. Farnar voru margar ferðir og notaðar voru 5-6 tonna 10 hjóla herbifreiðar við þessa flutninga sem aðllaga voru 40 kg. sementspokar. 

Bílstjórinn hafði veitt því athygli að ekkert eftirlit var haft með þessum flutningum aðeins mannskapur sem sá um losun sementspokanna uppi á velli. 

Enginn teljari á bryggju né neitt sjáanlegt eftirlit. Áðurnefndur bílstjóri bjó í sveit norður í Skagafirði og þar sem var að hefjast blómleg uppbygging hjá fjölskyldu hans á staðnum. 

Hann brá sér norður með fullfermda bifreið af sementi. Sem var losuð dyggilega og hann hélt síðan aftur til baka og lestaði annan farm sem hann fór með á réttan stað uppi á velli. 

Sagan hermir að þetta hafi verið hinn góðkunni rútubílstjóri Búddi, (Gísli Sigurðsson) frá Sleitubjarnarstöðum. 

Enginn mun hafa saknað farmsins en félagar hans höfðu spurt hann hvort bílinn hans hefði bilað en þeir söknuðu þess um tíma að hafa ekki mætt honum. Engin eftirköst urðu vegna þessarar hjáleiðar.

 

Önnur óstaðfest saga frá Keflavíkurflugvelli

Trésmiður einn frá Keflavík vann á trésmíðaverkstæði hjá hernum. 

Hann kom ofan frá vallarsvæðinu eftir akveginum að hliðinu sem allir sem erindi áttu inn og út frá vallarsvæðinu þurftu að fara í gegn um. 

Hann var á leið heim eftir lok vinnudags. Hann keyrði á undan sér hjólbörum fullum af sagi frá verkstæðinu sem hann vann á uppi á velli. 

Hann þurfti að gera grein fyrir erindi sínu út af vellinum og sýna skilríki þar sem hann var einn á ferð. Vanbundið eftirlit tollþjóna og öryggisvarða. 

Hann var spurður hvað hann væri með í hjólbörunum. Hann sagði sem var að þetta væri bara sag sem hann hefði tekið með sér, en hann væri að byggja og ætlaði að nota sagið sem einangrun. Tollverðirnir sem voru Íslenskir leituðu vandlega í saginu og staðfestu við hermennina sem einnig fylgdust með að ekkert nema sag væri í börunum og manninum hleypt í gegn. 

Þessar ferðir mannsins voru endurteknar í nokkra daga, stundum leitað í börunum en stundum var honum hleypt framhjá án leitar.

Löngu seinna er einn tollvarðanna sem einnig var Keflvíkingur hitti trésmiðinn í fermingaveislu. Hann spurði trésmiðinn hvað hann hefði gert við sagið því hann vissi það nú að hann hefði ekki verið að byggja neitt. 

Svar trésmiðsins var einfalt. "Ég sturtaði saginu út fyrir veg þegar ég var komin úr augsýn ykkar og seldi svo hjólbörurnar."

Það var sem sé ekki sagið í börunum sem var tilgangurinn heldur nýjar hjólbörur í hvert sinn.

 

Margar sögur munu ver til varðandi sukkið og sóun á fjármunum þarna uppi á svæði Keflavíkrflugvallar í sambandi við varnarliðið, hernámið eins og kommar sögðu það vera !

Steingrímur

 

Og hér er ein til viðbótar, og staðfest.

Hirðusemi eða afbrot ? – A.m.k. á mjög gráu svæði.

Um tíma á Keflavíkurflugvelli var ég kominn í vinnu hjá Íslenskum Aðalverktökum. þeir unnu ýmis verk á vegum hersins. 

Ég hafði lent í því að vera á næturvakt frá klukkan 20:00-08:00 til  að fylgjast með koksofnum sem kyntir voru inni í nýsteyptu húsi sem verið var að byggja í um 80-100 metrum frá einni flugbrautinni sem einnig var verið að vinna við. 

Á þessum tíma hafði verið mikið frost um næturnar og margir koksofnar settir inni í bygginguna til að koma í veg fyrir frostskemmdir. Bæta þurfti á koksi reglulega. Inni í hitanum gat ég ekki verið nema stuttan tíma.  Raunar var það harðbannað vegna hættu á kolsýrueitrun frá brennslunni. 

Ég hafði þó gott upphitað afdrep í vinnuskúr utan við. 

Unnið var við flugbrautina langt fram á kvöld. Meðfram brautinni hafði verið grafinn mikill skurður þar sem eitthvað af vatni var undir frosnu yfirborðinu. 

Eitt kvöldið sá ég bíl koma með vel innpakkaða splunkunýja vatnsdælu sem tekin var úr umbúðunum á staðnum. Áföst var loftkæld bensínvél sem knúði dæluna, sem vann svo að krafti alla nóttina. Byrjað var nokkru fjær að ýta með jarðýtu ofan í skurðinn.

Þegar ég kom á vaktina kvöldið eftir var jarðýta að stórum hluta búin að moka yfir skurðinn fram undan vinnustað mínum. Það var svo einhvern tíma um nóttina að mér fannst ég sjá ljós á svæðinu þar sem skurðurinn hafði verið. 

Ég var forvitinn og gekk í áttina til að sjá hvað þetta sem alls ekki átti að vera þarna. "Ljósið" hvarf þegar nær kom, ég lýsti á svæðið með vasaljósi mínu og sá eitthvað sem glampaði á. 

Ég sá fljótt hvað þetta var, en þar sem jörðin var frosin þá sótti ég skóflu og gróf upp. Þetta var dælan fyrrnefnda. Jarðýtan hafði mokað henni niður í skurðinn ásamt meðfylkjandi slöngubúnaði. Það var glansandi koparflangsinn á slöngutengi sem glampað hafði á frá ljósum í nágrenninu.

Ég náði dælunni upp úr moldinni og tók dæluna sem sennilega var um 50-60 kg. í fangið, Ég bar hana að afdrepinu mínu sem ég hafði á vaktinni. Ég blés mæðinni um stund, sótti mér verkfæri og losaði mótorinn frá dælu og grind. Ég fór síðan með dæluna sjálfa á sama stað og mokaði yfir. 

Mótorinn var loftkæld 4 hestafla fjórgengis bensínvél að gerðinni Wisconsin. 

Svipuð þessari hér á myndinni hér fyrir neðan. Vélina bar ég síðan í áföngum í fanginu í átt til girðingar sem þarna var í svona 400-500 metra fjarlægð bak við húsið. 

Vallarsvæðið var afgirt og Þarna var um tveggja metra há girðing og gaddavír ofan á. 

Vélina faldi ég í holu þar nærri og framhaldið skipulagt.

Næstu nótt sem var sú síðasta við koksvaktina, þá fór ég að girðingunni á tilsettum tíma. Þar beið hinum megin vinur minn Steindór Kristjánsson. Hann vann einnig á vellinum. Hann hafði komið suður á Austin vörubifreið sinni í von um að geta snapað vinnu með bílnum. 

Ég lyfti vélinni hátt yfir höfuð mér þar sem Steini sem stóð uppi á vörubílspallinum og tók við henni og keyrði síðan með vélina niður að Höfnum þar sem félagi hans Rikki í Höfnum (gamall Siglfirðingur) tók vélina í  sína vörslu til geymslu. En þessari vél var síðar komið fyrir í trilluhorni norður á Siglufirði, borðhækkuðum árabát sem tengdafaðir minn átti, vélin klikkaði aldrei. 

Þetta er eitt af mörgum dæmum um bruðl og hirðuleysi sem ríkti á vellinum á þessum tíma, að minnsta kosti þarna uppi Keflavíkurflugvelli.

Steingrímur .

Og ein í viðbót af sjálfum mér þarna suður á Keflavíkurflugvelli.

Fyrst er ég byrjaði að vinna á Vellinum, lenti ég í vinnu hjá hernum. Eftir annan eða þriðja dag þarna ákvað ég að loknum vinnudagi að fara í sturtu. Sturtuplássið var, stórt sameiginlegt pláss, þar voru 15 sturtustútar hlið við hlið, engin skilrúm á milli, 8 klósett sem stillt var upp við um 120 sm. hátt skilrúm og 4 klósett við hvora hlið þess, engin skilrúm á milli þeirra. Og svo góð aðstaða til fataskipta. Þetta var sambyggt bragganum sem einir 20-30 íslenskir starfsmenn hjá hernum höfðu. Þangað hafði ég jú áður komið til að sinna náttúrunni, svo þetta kom mér ekki á ófart að þessu sinni.

Inni í salnum nú, var gufumettað andrúmsloft, þar sem margir voru í sturtu er ég kom inn. Suma þessa menn hafði ég kynnst lítillega vegna vinnunnar en aðra hafði ég ekki séð áður. Ég klæddi mig úr og gekk að auðu plássi. Þá snéri einn stórvaxinn og vöðvastæltur náungi sér að mer og sagði. „Hvað eru hvítvoðungar að gera hér, þú virðist nýkominn úr körfu, snjóhvítur og varla kominn hár punginn, hvað þá bringuna?“ Eitthvað á þessa leið hljómaði digurbarkaleg rödd hans og félaga hans hlógu dátt. Hann var kafloðinn, svörtum hárum á bringunni, sem og nánast allir þarna inni, nema ég sem hvorki var sólbrúnn, né með hár á bringunni.

Ég varð fljótur til svara eins og stundum, og sagði: 

„Mamma mín sagði mér að við værum komnir af öpum, og hárin að hyrfu þegar fullum þroska væri náð“.   

Næsta sem ég vissi af mér, var að ég lá á gólfinu og sá loðni hélt undir höfuð mér skelkaður á svip.

Hann hafði í augnabliks bræði eftir mikinn hlátur félaga sinna, gefið mér vænt kjaftshögg sem rotaði mig (eða við falið í gólfið, þar sem það blæddi úr hnakka mínum) Hann var mjög aumur yfir þessu frumhlaupi sínu og bað mig margfaldrar fyrirgefningar.

Ég var smá stund að jafna mig, hann reisti mig á fætur, spurði hvort allt væri í lagi osfv. Ég sagði svo vera og fór í átt til sturtunnar, hann studdi mig meir að segja, hann hélt um handlegg minn megnið af þeirri leið. Auðvitað fyrirgaf ég honum (Jónas hét hann) og eftir þetta fór varla hnífur á milli okkar, hann vildi allt fyrir mig gera.

Meðal annars nokkrum vikum síðar, er ég og vinir mínir frá Siglufirði, Bússi Jó og Steindór Kristjáns höfðum skroppið á ball í Krossinum (dansstaður í Keflavík) þar varð ég fyrir aðkasti frá tveim Íslendingum (Keflvíkingum ?) sem voru að gera sig klára til að lumbra á mér, en áður að til þess kæmi, var loðni vinur minn kominn á milli okkar og hann sagði við þess tvo kauða, að ef þeir eða aðrir snertu mig, þá væri honum að mætta. Gaurarnir hurfu af vettvangi og vinur minn snéri sér að mér og sagði : „Er ekki allt í lagi vinur?“ Hann hafði úr fjarlægð fylgst með mér, en ég hafði ekki orðið hans var og vissi ekki af honum á staðnum fyrr en hann birtist.

Steingrímur Kristinsson