Hrekkir Strákaleikir í Villimannahverfinu á árunum 1942 +/-

Það kom fyrir að við strákarnir vildu ekki hafa stelpurnar með sér í leik, þá helst þegar skotið var í mark með boga og örvum. Þá áttu stelpurnar það til að trufla keppnirnar með ýmsu móti og hitnaði stundum ofurlítið í kolunum. 

Eitt skipti var vinkona okkar Anna Kalla of aðgangshörð að okkur fannst, við tókum hana herskildi í bókstaglegri merkingu. Við tróðum henni upp í efri hluta reykingakofa sem Páll Ásgrímsson við Mjóstræti 2 átti og lokuðum hana þar inni. Reykingaskúrinn var rétt innan við metir á kannt og rúmleg tveggja metra hár með risi. 

Í efri hluta skúrsins sem í þetta sinn var tómur og ónotaður, var venjan að hengja upp kjöt og fisk til reykingar og kveikt í mó og öðru brennsluefni í neðri hlutanum. Anna lét aldeilis í sér heyra og vandaði okkur ekki kveðjurnar og við hlógum eins og bjánar. 

Hinar stelpurnar voru þöglar og vissu að ekki þíddi að gera atlögu að okkur. 

En skyndilega hætti Anna að láta heyra í sér og okkur var örlítið brugðið. Við fórum að huga að henni, meðal annars með því að opna neðri hlutann og kíkja upp í gegn um rimlar sem var gólf efri hlutans. 

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir

Farið var að rökkva svo ekki sást nein hreyfing þar uppi. Ég og einhver annar strákanna fórum inn í neðri hlutann og ég pikkaði með ör upp á milli rimlanna til að fá Önnu til að hreyfa sig eða öskra á okkur. 

En öskrin sem heyrðust komu ekki frá Önnu, heldur frá okkur og það nokkuð óvænt. Nokkuð sem hrakti okkur rennblauta út úr kofanum bölvandi í fyrstu en svo með hlátrasköllum. Sem við öll tókum þátt í þegar við áttuðum okkur á hvað olli bleytunni sem yfir okkur steyptist.  

Það þarf ekki að taka það fram að Önnu var hleypt úr prísundinni sem hetju og sigurvegara dagsins brosmildri að venju. Anna hafði náð fram hefndum, hún meig á okkur. Nokkuð sem gerði okkur að athlægi, ekki aðeins þeirra sem með fylgdust, heldur mörgum dögum síðar í umræðunni á milli okkar krakkanna. 

Við tveir aftur á móti fórum stuttu síðar heim í bað, hálf sneyptir.  En við mættum svo aftur til leiks í mesta bróðerni. 

Oft höfum við Anna á fullorðinsárum rifjað þennan atburð upp með brosi á vör, Anna er nú látin (2013), blessuð sé minning hennar. 

Myndin hér fyrir neðan er frá árinu 1946-7. Hún sýnir svæðið sem almennt hefur verið nefnt Villimannahverfið, sem margir þeirra sem þar hafa búið, kennt sig stolta við sem einn úr Villimannahvefinu.  Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson

Takið eftir Flóðgarðinum við Hvanneyrarkrók á myndinni. Sléttur steyptur göngustígur ofan á garðinum,  sem bæði börn og fullorðnir notuðu til göngutúra og annarra erinda og auðvelt var að komast niður í sandfjöruna þegar fjara var. 

Annað en í dag árið 2018 þar sem nú lífshættulegt er að klöngrast upp á grjótgarðana enda lítið gert af því. Þessi svæði í dag mætti gera EFTIRSÓKNARLEGT SVÆÐI jafnt fyrir heimamenn sem ferðafólk. Gott útsýni og ánægjulegur vettvangur fyrir göngufólk þegar gott er veður og svo mætti koma fyrir fremst fram af Öldubrjótnum, aðstöðu fyrir veiðifólk með stöng. 

Hafnarstjórn og Bæjarráð: Gerið eitthvað í málinu. 

 

Ath - Smá ruglingur hjá mér varðandi númerin, en það ætti ekki að koma að sök

Ath - Smá ruglingur hjá mér varðandi númerin, en það ætti ekki að koma að sök