Sigríður Bjarnadóttir (Sigga Bjarna)

Sögur af Facebook Sögur sem spruttu út, í kjölfar ummæla um fólk í bíó

Helga Ottósdóttir

Sigga Bjarna kallaði stundum ofan af svölum (þar sem hún sat alltaf í bíó) ... og varaði leikarana við, ef einhver var í felum og ætlaði hinum illt. “ég sagði þér í gærkvöldi að hann væri bak við hurðina, fíflið þitt” ...og ýmislegt í þessa veru 

Sigga var tíður gestur í Bíóinu, og talaði mikið “inná myndir” - Sigga var skemmtileg kona, kennd við manninn sinn.

Það eru margir sem enn muna eftir henni og þeim feðgum Bjarna og Dóra Siggu Bjarna.
------------------------------

Anton H. Antonsson

Mig minnir að mamma hans Eyþórs hafi gert þetta líka
-------------------------------------------------

Steingrimur Kristinsson -  Anton H. Antonsson

 Og einnig Sigurlína Jóhannsdóttir.
-------------------------------------------------

Steingrimur Kristinsson  -Anton H. Antonsson

 sammála, enda brostu margir............. Sumt fólk lifir sig inn í kvikmyndir og ekkert við því að athuga.
--------------------------------------------------

Ragnar Páll

Fyrst þegar ég sá Siggu Bjarna, þessa gustmiklu konu, var hún sögð gift Ragnari, sem í minningunni var afar hæglátur maður, hávaxinn og grannholda. Þau bjuggu í Túngötu á móti Hólakoti og Dóri sonur þeirra var þá nefndur Halldór Ragnars af kennurum í barnaskólanum.

Þá var hvíslast á um að raunfaðir Dóra væri ekki þessi Ragnar, heldur væri það Reimar sem bjó þá við Hólaveg.
Eftir að Ragnar féll frá tók Sigga saman við Bjarna Finnu, en nafn Siggu tengdist ekki þeim Bjarna, heldur var hún Bjarnadóttir og ef ég man rétt systir Óla Bjarna, sem bjó í Bjarnaskúrnum norðan við Lindarbrekku fyrir neðan kirkjuna.

Óli Bjarna bjó á neðri hæðinni en Gísli Bjarna, bróðir Óla bjó í risinu. Þetta fólk flutti til Vestmannaeyja um 1950. Siggu fannst Dóri sinn latur við lexíurnar sínar og hvatti hann óspart áfram við lærdóminn og kallaði eitt sinn sem oftar á eftir honum með reiddan hnefann:

"Í Háskólann skalt þú helvískur, því þú hefur gáfurnar til þess"!

Við Dóri vorum fermingarbræður og ég man svo vel að þegar presturinn, séra Kristján Róbertsson var að spyrja okkur fermingarbörnin út úr fræðunum, þá svaraði Dóri öllu með glæsibrag, kunni öll fræðin utan að.
-----------------------------------------

Karólína Sigurjónsdóttir  -

Anton H. Antonsson   var það ekki pabbi hans?
--------------------------------------------------------

Sverrir Páll Erlendsson svarar Ragnari

Ragnar Páll

 Já. En það er líka til saga um viðbrögð Siggu þegar Dóri neitaði að fara til prestsins og fermast. Móðir mín sagði þá sögu oft og hló mikið 

Líkar þetta Steingrimur Kristinsson --  hvetur Sverri

Sverrir Páll Erlendsson   Ef þú kannt, þá endilega segðu okkur hana
--------------------------------------------------

Svara:
Sverrir Páll Erlendsson

Eins og mamma sagði söguna var hún svona. Dóri hafði neitað að fara til prenstsins í fermingarfræðslu. Þá á Sigga að hafa sagt:

„Ef þú ferð ekki til prestsins þá skal ég svoleiðis rífa af þér helvítis hausinn og henda honum út í tunnu! Og svo skulum við sjá hvort þú verður ekki fermdur!“

Líkar þetta 

  -------------------------------------

Svara  Sverrir Páll Erlendsson

 Steingrimur Kristinsson  -

Svipaða útfærslu hafði ég heyrt, sá ég þega þetta kemur nú fyrir augu mín, en var búinn að gleyma.