Tengt Siglufirði
Sagan hér endurskrifuð, vegna nafleyndar, að beiðni geranda. (sögumanns).
Aðsend, sönn saga frá Siglufirði. Ártalið ekki nefnt
Ég skammast
mín ennþá fyrir þetta þegar ég hugsa um það.
En þannig var að þegar mér nátengdur, sem mér þótti mjög vænt um, og var meðal annars með
dekkjaverkstæði.
Mér þóttir ægilega gaman að vera þar og gera við slöngur, sem hann kenndi mér, og að dunda við ýmislegt og fylgjast með vinu hans og þeim sem komu á verstæðið.
Eitt skipti sem ég kom í heimsókn til hans, þá segir hann við mig að það sé ekkert að gera í dag og ég skuli bara fara heim og hjálpa mömmu minni.
En í staðin fyrir að gera það trax þá tók ég dollu sem hann átti, og var hún full af gömlum nöglum sem búið var að rétta, ég tók hjólið mitt og dolluna og dreifði úr henni á Aðalgötuna.
Afleiðingarnar urðu þær að bílarnir stóðu í röð við verkstæðið og Stebbi lögga kom 4 sinnum með sprungið dekk og sagðist ekkert skilja í þessu.
Á þessum tíma þá voru bara affelgunarvélar fyrir dekk fólksbíla svo dekk vörubílana þurfti hann að affelgja með handafli og átökum.
Þegar ég sá hversu mikil vinna það var þá fór ég að fá samviskubit yfir því hvað ég hafði gert.
Ég þorði aldrei að segja honum frá þessu uppátæki mínu.
En tekjur hanns hafa örugglega vaxið við þetta, svo og hjá hinu verkstæðinu sem einnig sinnti slíkum
dekkja viðgerðum.
N.N.