Lítil saga sem vart má trúa.

Ég heyrði frá þessu sagt fyrir mörgum árum, en Sveinn Snævar Þorsteinsson hefur nýlega fengið staðfest af tveim af þremur þátttakendum sem eru enn á lífi, (2022) og ég af öðrum þeirra nú í febrúar, að sagan er sönn, þótt ótrúleg sé.

Félagarnir Jón Jónasson (Nonni Fönsu) og Valur Johansen áttu saman litla trillu og réru til handfæraveiða á sumrin.

Það var blíðskapar veður, og þeir nýbúnir að ganga frá veiðarfærum eftir strit dagsins, þreyttir vel, enda með góðan afla.

Valur fór inn í stýrishús, setti í gang og setti stefnuna heim á Siglufjörð.
Nonni fór að skola fiskin og þrífa bátinn á siglingunni heim.

Það voru fleiri sem renndu til fiskjar þennan góðvirðist dag, þar á meðal var Steingrímur Njálsson á trillu sinni og var hann einnig lagður af stað heim um svipað leiti.

Allt í einu sér hann framundan bát sínum, mann í sjónum sem veifaði ákaft.

Steingrímur stöðvaði vélina og renndi að manninum, sem hann þekti strax en varð orðlaus, og er nær kom sagði maður hinn rólegasti þar sem hann hélt sér á floti í sjónum.

Góðan daginn Steingrímur, get ég fengið far heim?

Ekki stóð að því og greiðlega tókst að ná honum innbyrðis.

Maðurinn, sund garpurinn, var Jón Jónsson.
Hann hafði, stuttu eftir að lagt var af stað heim, tekið vatnsfötu eins og svo oft áður er hann var í sömu aðstöðu, það er að þrífa bátinn á landstími.

Hann hafði teygt sig út fyrir borðstokkinn og niður að sjónum, en óvænt tók straumurinn frá bátnum á fullri ferð, tók fötuna og hann með fyri borð, er fatan snerti yfirborðið en höggið sem kom Nonna svo óvænt þar sem hann sem hélt fast í fötuna.

Hann kallaði og kallaði í Val sem ekkert heyrði fyrir vélagnýnum.

Svo Nonni losaði sig við fötuna og bússurnar, og leit í kringum sig.

Eini báturinn sem hann sá var á landleið, en í mikilli fjarlægð.
Hann synti þvert á áætlaða stefnu bátsins og það var einmitt Steingrímur Njálsson sem þeim báti stýrði.

Það er aftur af Vali að segja að hann var kominn alla leið að fjarðarkjafti þegar hann sá hvergi Nonna, og snéri bátnum snarlega við í örvæntingu, til hugaðu að Nonna.

Hann kom fljótlega auga á bát Steingríms sem stefndi á fullri ferð til móts við hann, með Nonna veifandi í stafni, rólegur og glotti góðlátlega þegar bátarnir mættust og Nonni  kvaddi Steingrím með handabandi og fór um borð í sinn bát.

Ekki varð Nonna meint af volkinu, en hann játaði að hann hefði verið nokkuð þreyttur eftir þetta alvöru stakkasund sitt, en hann var auðvitað í sjóstakk, sem hann lagði ekki í að klæða sig úr.