Hús á Siglufirði

Hér á undirsíðum eru að vísu ekki mikið um upplýsingar um hús á Siglufirði, en hafið verk er þó vísir að framhaldi, vona ég.

Allar upplýsingar um hús eru vel þegnar. Þú sem lest þetta, býrð eða þekkir til á Siglufirði, átt upplýsingar, þekkir til slíkra gagna, þá eru þær vel þegnar hér á síðuna.

Leita á Heimildasíðunni

 Hús á Siglufirði:

Siglufjörður - Ókunnur ljósmyndari

Siglufjörður - Ókunnur ljósmyndari

ÁSKORUN:

Siglfirðingar eru fleiri en Íslendinga, sagði einu sinni maður sem við öll þekktum.

Við Siglfirðingar allir hvar sem við búum í dag, eigum öll eitt sameiginlegt.

Við höfum öll átt heima í meira en í einu húsi. Húsið sem pabbi og mamma byggðu eða leigðu í, við fæddumst í og húsið sem okkur er minnisstæðast. Jafnvel húsið sem við unnum í og þekktum.

ÖLL HÚS eiga einhverja sögu, jafnvel sögu sem fljótt mun gleymast, en vert væri að minnast. "Jónas Jónsson" mann eitthvað um eitt húsið sem var á Eyrinni, "Jóna Gunnars" man eitthvað sem Nonni Jónasar" vissi ekki um sama hús og svo koll af kolli.

Mig hefur lengi langað til að skrifa upplýsingar um hin og þessi hús á Siglufirði, en eins og "pólitíski" minnihlutinn á alþingi og aðrir embættis menn segja oft. -  "Það eru til nógir peningar, það þarf bara að forgangsraða." Sem er nokkuð órökvís fullyrðing, þar sem þá verður eitthvað annað útundan.

En það er nóg til af upplýsingum um hús og mannvirki á Siglufirði, það þarf bara að smala þeim, saman og  þá verður ekkert eða lítið útundan.

Ég hefi sett ýmislegt annað í forgang annað en Húsasögu Siglufjarðar, valið mér önnur verkefni, eins og margir þekkja til. Þó hefur mér tekist að koma 5 húsum á kortið, svona í "hjáverkum" oft vegna tilviljunar, þar sem viðkomandi hús hefur komið upp íhugan og eða spurningum beint til mín um eitthvað hús og vakið athygli mína.

Því miður þá er takmarkað til af gömlum gögnum sem tengjast lóðum, og húsum á Siglufirði hjá skalasafni Fjallabyggðar, þó er ótrúlega mikið til, það efni sem náðist að bjarga úr Hvítahúsinu eftir brunann þann 26. mars árið 1965.
Svo þótt ótrúlegt sé, þá má finna upplýsingar tengdar húsum á Siglufirði, ef leitað er eftir götunafni og húsnúmeri. Sem dæmi á Google og timarit.is -  Þar er oft tilgreint að eitthvað hafi skeð þar og eða tengt einhverju sem fjallað er um.

Svo veit ég að til eru gamlar íbúaskrár, langt aftur í tímann, þegar slíkar skrár voru handskrifaðar, svo og síðar prentaðar og fjölritaðar.

Þau gögn átti ég hér áður, en ég gaf Síldarminjasafninu viðkomandi skrár. (handritin)
Vonandi munu yfirmenn þar aðstoða við leit á því hverjir hafi búið, hve margir bjuggu og hafa búið, á löngu tímabili í húsinu sem pabbi byggði, og "þú lesandi" ef til vill fæddist í eða ólst upp í.

Hver sem hefur áhuga á því að varðveita minningar, í þessu tilfelli um hús og fólkið, sem oft lifði við þröngan kost, stórar fjölskyldur, jafnvel yfir tug íbúa, sem deildu með sér húsrými sem var minna að flatamáli, heldur en það húsnæði sem ung hjón í dag með eitt barn, telja jafnvel vera í minna lagi handa þeim.

Höldum sögunni á lofti, við sem þekkjum þetta og höfum kost á að safna gögnum. Sendið mér sögur ykkar á: sk21@simnet.is og ég kem  þeim fyrir á þessari síðu minni. www.sk2102.com  

Bæði smátt og stórt. Nóg pláss hefi ég hér. Sendið ef þið eigið, sem flestar myndir af fólkinu sem bjó þar og því sem inni í húsinu er, herbergi og húsbúnaðaur ef til er.

Verum dugleg, þetta gæti orðið viðburðaríkt áhugaefni og skemmtilegt "HOBBÝ".