Húsin við Vetrarbraut 17a og 17b

Saga hússins (húsanna) Byggt 1920 +

Í upphafi var lóðin nefnd Vetrarbraut 21, en var síðar breytt 

Syðri hluta hússins við Vetrarbraut 17 (A) lét Gunnar Bílddal kaupmaður með fleirum, reisa árið 1920 og þar bjó hann í mörg ár. 

1941

Í nóvember 1941 seldi  Gunnar húsið, athafnamanninum Jóni L Þórðarsyni.  Gunnar fékk að búa þar áfram samkvæmt samkomulagi, leigulaust til 10 maí 1942

Lóðin Vetrarbraut 17B  er lóðarblettur, "rétthyrndur ferhyrningur 33 álnir frá norðri til suðurs og 27 álnir frá austri til vesturs, eða alls 891 fer-alin" eins og segir í upphaflegum leigusamningi gefnum út af séra Bjarna Þorsteinssyni, til handa Jóhanni Sigurgeirssyni. 

1940  

Votorð hér neðst á síðu var gefið út í tengslum við veðsetningu fyrir bankaláni.

19. apríl 1940 skrifaði Kristján Sigtryggsson trésmíðameistari undir lóðaleigusamning vegna fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni Vetrarbraut 17B á Siglufirði.  

Kristján tók þar með að sér að greiða vangoldin leigugjöld af lóðinni allt frá árinu 1935, vegna fyrri eiganda (Gunnars Bílddal)

Kristján ásamt fjölskyldu sinni, bjuggu á efri hæðinni í nokkur ár.

Mikið af opinberum skilmálum kom svo neðar í skjalinu, alls 17 liðum, en niðurlag  skjalsins má sjá hér fyrir neðan Og svo þar einnig byggingavottorð. 

Upprunaleg teikning af B hluta hússins hér neðst á síðunni, teiknað af Kristjáni, en hluti hússins, "vélasalurinn" var aldrei byggður.

1945

Það var svo 22. júní 1945 sem Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu neðri hæð hússins, norðurhlutann þá aðeins "fokheldan" Kristján sem hafði útbúið sér og fjölskyldu heimili á efri hæðinni hélt þar áfram búsetu um skeið.

1946

15. nóvember 1946 kaupa Síldarverksmiðjurnar syðra húsið  (A hlutann) af Jóni Þórðarsyni og þangað inn flutti síðar Georg Andersen rennismiður hjá SR. og bjó hann þar til æviloka.

1947

29.apríl 1947 kaupa svo Síldarverksmiðjurnar einnig efri hæð B hlutans ásamt tilheyrandi.

Í norðurhluta hússins, þeim sem safnið Saga Fotografica er nú til húsa frá 2009>, (B hlutinn) var í langan tíma Efnarannsóknarstofa SR bæði uppi og niðri, og þar réði ríkjum lengst af Ragnheiður Bachmann, kvenskörungur mikill og vinsæl kona, en Páll Ólafsson efnafræðingur (fann ekki mynd af honum)

mun áður hafa verið yfirmaður hennar á Efnarannsókn SR, sem þar áður var til húsa í minna húsi aðeins sunnar við götuna, það hús er löngu horfið.

Eftir að Efnarannsókn SR flutti um set og Ragna löngu hætt, þar sem að mjöl- og lýsissýni voru að mestu flutt suður til Reykjavíkur til greiningar (vegna reglugerða tilskipana EBS) , aðeins grunn rannsóknir sýna fóru fram á Siglufirði, og síðar  í  þróarhúsi SR46.

1970

Húsið var lengi vel eftir það, ekki notað til annars en til sem geymsla. 

En um og eftir árið 1970 var farið að nota neðri hæð hússins (norðurhlutann) til sýrublöndunar og klórframleiðslu, undir stjórn Jóhanns G Möller. 

Klórblöndur og ýmsar sýrutegundir voru mikið notaðar vegna loðnuvinnslunnar, þrifa ofl. Síðar var komið upp á neðri hæðinni trésmíðaverkstæði, til nota vegna starfsemi verksmiðjunnar, og síðar á vegum Gylfa Pálssonar og fleirum. 

1996

Árið 1996, 10. júlí kaupir svo Gylfi Pálsson trésmíðameistari alla eignina A og B ásamt vélum og búnaði, af SR-MJÖL HF sem hafði nokkru áður yfirtekið allar eignir Síldarverksmiðjanna.

Gylfi hafði hugsað sér að reka í norðurendanum tréverkstæði sem hann gerði um tíma. 

Einnig ætlaði hann að koma fyrir og reka í suður hlutanum sólbaðstofu og annan skyldan rekstur, en féll frá því. 

Hann breytti svo plássinu talsvert og gerði  miklar lagfæringar, meðal annars lyfti hann upp þakinu sem varð háreystara. 

Þar var svo í nokkur ár rekið áhuga "bílaverkstæði", sem Gylfi leigði nokkrum bíleigendum vegna tómstundavinnu.

2002

Þann 18. október 2002 selur svo Gylfi syðri hlutann. Kaupandinn var Guðni Sveinsson, sem var einn þeirra sem áhuga hafði á bílasporti, og einn af þeim sem höfðu notað húsnæðið þar áður.  

Aðeins þrem dögum síðar er eignin seld fyrirtækinu Siglókjör ehf. Húsið er áfram notað til tómstunda vegna bíla og mótorhjóla áhuga, og komu þar margir við sögu.

2004-2007

24. október 2004 fer norðurhluti hússins (B) til nauðungarsölu og lendir hjá Byggðastofnun.  

28. desember 2005 fer suðurendinn einnig til nauðungarsölu og lendir hjá Sparisjóði Siglufjarðar.

20. janúar 2006 kaupir Hinrik Aðalsteinsson syðri hlutann af Sparisjóði Siglufjarðar 

29. mars 2007 kaupir svo Hinrik Aðalsteinsson einnig norðurhlutann af Byggðastofnun og á hann þar með allt húsið Vetrarbraut 17 A og B.

2009

Svo að lokum, þann 15. júní 2009 kaupa núverandi eigendur húsið, það eru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

Norðurhluti hússins húsið var þá í algjörri niðurníðslu, vægt til orða tekið. Má segja að allt innan dyra, loft veggir og gólf hafi verið fjarlægt, þannig að það eina sem eftir var, var sjálft húsið, steinveggir, og þak með lítilli burðargetu. Allt var endurnýjað, ný gólf uppi og niðri, að auki stór hluti þaksins. Húsið einangrað að utan og innan. Flott og nett íbúð á efri hæð og risi og nokkuð gott pláss á neðri hæð undir glæsilegt og einstakt safn. 

Safnið Saga Fotografica sem er ljósmynda og sögusafn sem á sér engan líka á Íslandi, jafnvel þó víðar væri leitað, að sögn erlendra gesta sem tjáð sig hafa í gestabók safnsins á undan förnum árum. 

Safnið var formlega opnað þann 17. Júní árið 2013.

 Myndir frá opnun safnsins og fleira  má sjá hér 

Heimildir: Sýsluskrifstofan á Siglufirði, Bæjarskrifstofan á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson.

Allar ljósmyndirnar: Steingrímur co Ljósmyndasafn Siglufjarða, nema andlit Rögnu, Guðna og myndir, sem fengnar voru frá netinu, ljósmyndarar ókunnir. 

Votorð var gefið út í tengslum við veðsetningu fyrir bankaláni
Vottorð: Mikið af opinberum skilmálum kom svo neðar í skjalinu, alls 17 liðum, + niðurlag
Svona var upprunaleg teikning af B hluta hússins hér fyrir ofan, teiknað af Kristjáni, en hluti hússins, "vélasalurinn" var aldrei byggður.
Hér má sjá húsið eins og það leit út árið 1959 og (nýbygging norðurhluta SR-Vélaverkstæðis í forgrunni) Mynd til vinstri Og Vetrarbraut 17 A og B áður en Gylfi Páls