Húsið við Grundargötu 3

Húsið við Grundargötu 3

Grundargata 3, áður Grundargata 7. Hús sem stóð þar sem hluti Aðalbakarís er í dag árið 2018

Húsið átti amma mín (sk) Björg Lilja Bjarnadóttir (f.10. júní 1878 - 26. okt. 1948) eins og kemur fram á meðfylgjandi skjölum hér neðar.

Ekki veit ég hver byggði húsið, eða hvort hún erfði húsið eftir föður sinn sem hét Bjarni Daníelsson  og var kaupmaður á Siglufirði (f. um 1838 - 30. sept. 1910),  eða eftir eigimann sinn Hannes Hannesson (f.24. okt. 1868 - 28. jan. 1906) En hún seldi síðar húsið Björgu Bjarnadóttur, ekkju bíó eigandans  Jens Eyjólfssonar eins og kemur fram á meðfylgjandi skjölum hér neðar.

Grundargata 3, var húsið sem örin bendir á - 
Ljósmynd: Haraldur Sigurðsson Eyri - Konan er Fanney Sigurðardóttir, kona hans

Grundargata 3, var húsið sem örin bendir á -
Ljósmynd: Haraldur Sigurðsson Eyri - Konan er Fanney Sigurðardóttir, kona hans

En síðar skruppu upp miklar deilur á milli Blöndalsfólks og ömmu, en Lárus ÞJ Blöndal mun hafa keypt húsið af Björgu. Skjöl tengdar þeim deilum og fleira eru hér neðar. Lárus var á þeim tíma að undirbúa byggingu á Aðalbúðinni - Bókabúð Lárusar Þ.J.Blöndal á lóðinni sem húsið stóð.

Kaupsamningar, afsöl og deilur húsinu viðkomandi. Ég fann þessi gögn hér fyrir neðan, í gömlu dóti heima hjá mér.

Lilja Björg Bjarnadóttir var móðir föður míns, Kristins Guðmundssonar útvarpsvirkja.  Steingrímur