Tengt Siglufirði
Húsið sem faðir minn byggði við Mjóstræti 1 á Siglufirði.
Samtíningur um það sem ég veit og man eftir um húsið og aðdraganda.
Faðir minn hóf snemma að vinna fyrir sér og strax á unga aldri hóf hann störf hjá Hinrik Thorarensen og komst þar fljótt til metorða, og var fljótt á góðum launum, raunar hærri en unglingar og fullorðnir nutu fyrir vinnu sína á þeim tímum.
En vinnan var ýmiskonar. Í upphafi aðalega sendlastörf og snatt, síðar miðasala í Nýja Bíó í afleysingum, dyravarsla, þá lærði hann á sýninavélar hússins og hóf að því loknu að sýna aðeins 14 ára gamall og gegndi því starfi til æfiloka.
Þá sá hann um bókhald fyrir Thórarensen vegna umboðs hans við Tóbaksverslun ríkisins, sem Thorarensen hafði á árunum 1932 +/- En faðir minn hafð einstakleg skýra og góða rithönd fannst mörgum.
þegar faðir minn var tæplega 19 ára, þá trúlofaður væntanlegri móður minni Valborgu Steingrímsdóttur, ákvað hann að byggja hús á lóð sem í upphafi var merkt Hvanneyrarbraut 25b, og stofna þar fjölskyldu. (síðar Mjóstræti 1)
Pabbi ætlaði sér upphafi að byggja lítið
einbýlishós á stærð við húsið sem var hinu megin við götuna: (Pálshús) Mjóstræti 2, eign Páls Ásgrímssonar og Ingibjargar konu hans.
Garðar
hálfbróðir pabba, bað um að húsið yrði tveggja hæða og að þeir gerðu það í samvinnu, hann ætlað sér efri hæðina. Garðar Hannesson (faðir Hannesar Garðarssonar, Hannes Boy) lagði til eitthvað
af peningum, sem og pabba. Þeir fengu í sameiningu eitthvað lán hjá Sparisjónum og hófu verkið með aðstoð verktaka, vinna sem lauk á rétt fokheldu og stíllausu, tveggja hæða
steinsteyptu húsi, vorið 1933. En þá voru allir peningarnir búnir.
Væntingar föður míns til bróður síns um þátttöku, brugðust að því leiti að hann gat ekki staðið í skilum með sinn hlut vegna greiðslu lána sem þeir höfðu tekið saman.
Garðar var trillusjómaður og starfaði við síldarverksmiðjuna Gránu sem pressumaður og hafði drjúgar tekjur yfir sumarmánuðina. En peningar Garðars fóru að mestu í drykkju og svall og gat hann því ekki staðið við þær skuldbindingar sem hann tók á sig í upphafi.
Garðar var góður og traustur maður, en félagi hans Bakkus náði þar yfirhöndinni.
Hann bjó þó síðar til margra ára í einu herbergi á neðri hæð hússins, sem leigjandi. Þannig fékk Garðar til baka andvirði þeirra peninga sem hann hafði áður lagt í vegna byggingar hússins í upphafi.
Faðir minn var orðinn peningalaus eins og áður segir, ný trúlofaður móður minni Valborgu Steingrímsdóttur, með mig undir belti og engir peningar fáanlegir til að gera neðri hæðina íbúðarhæfa. Það er neitun um annað lán hjá Sparisjóðnum.
Í þessu húsi hafði verið ákveðið að þar skyldi ég fæðast, sem og rættist þó árið eftir, þann 21. Febrúar 1934.
En úr rættist, er Hinrik Thorarensen, vinnuveitandi föður míns bauðst til að kaupa efri hæðina. Það gerði hann (á yfirverði) og flutti þar inn síðar eftir að hafa látið innrétta íbúðina.
Faðir
minn fékk við það peninga sem dugðu til að innrétta neðri hæðina og fluttu foreldrar mínir þar inn rétt fyrir jólin 1933.
Árið eftir fæddist svo garpurinn
ég, þann 21. febrúar í sama herbergi sem og ég svo dvaldi þar til ég stofnaði mitt eigið heimili.
Nafni lóðar og húss var síðar breytt úr Hvanneyrarbraut 25b,
í Mjóstræti 1.
Pabbi rak Radíoverkstæði sitt í húsinu, fyrstu árin eftir að hann fékk réttindin, síðar flutti hann verkstæðið í húsið
Bristol við Tjarnargötu, sem þá var eign Thorarensns (Söltunarstöð Fúsa Bald síðar)
Thorarensen lét innrétta efri hæðina við Mjóstræti eins og fyrr segir, og flutti svo þangað inn. Þar bjó hann í nokkur ár, ásamt konu sinni, allt þar til Thorarensen flutti suður í hús sem hann átti við Laugaveg í Reykjavík og eftirlét bræðrunum Oddi Thorarensen og Ólafi Thorarensen að sjá um allar eigur sínar á Siglufirði.
Þá flutti Oddur á efri hæðina ásamt konu sinni Guðrúnu Thorarensen (Jónsdóttur)
Ekki er ég viss um árafjöldann sem Oddur og Guðrún bjuggu þar, né hvort hann seldi hæðina eða leigði. En þau hjónin bjuggu lengi uppi á einni efri hæðum Aðalgötu 34 og síðar keyptu þau efri hæð húseignarinnar við Eyrargötu 12 (það hús sem kennt var við Bifreiðaverkstæðið Neista) - Sonur þeirra hét Hinrik Thorarensen, hann lést ungur.
Í húsinu við Mjóstræti 1 á efri hæð, bjó í nokkur ár, Gísli Hallgrímsson vélstjóri
ásamt konu og börnum. og síðar sennilega keypt allt húsið.(?)
En árið 1962 sækir Gísli um að fá að einangra og klæða húsið að utan, samhliða að
breyta um útlit glugga og fleira, við það gjörbreyttist húsið í útliti, til hins beta. Myndir hér neðar.
-----------------------------------------
Ekki hefi ég nöfn þeirra
sem síðar bjuggu þar eftir að Gísli og fjölskylda seldu húsið.
Eitthvað af því fólki sem síðar bjó þarna, (undir það
síðasta) hafði ekki gott orð á sér, var sagt frá á "götubylgjunni". (Óstaðfest)
Löngu eftir að foreldrar mínir seldu neðri hæðina, um 25 árum síðar og höfðu þau keypt íbúð á efri hæð við Hverfisgötu 1.
Og 2. september 2005 var húsið við Mjóstræti 1. brennt af brennuvargi, (að fullyrt var á götubylgjunni, (óstaðfest)) og allt sem inni var úr timbri, innan steinveggjanna, brann og í kjölfarið var húsið brotið niður. Erfitt verk sagði verktakinn, mjög sterk steinsteyp.
Sami aðili sem talinn var að hafi kveikt í húsinu við Mjóstræti 1, var talin, (óstaðfest), mun hafa einnig talinn um mánuði síðar, kveikt í öðru húsi, sem var í um 50 metrum fjær: Skoða ljósmyndir neðar.