Um síðueigandann ? Hver er svo þessi síðueigandi ?

Teglar til undursíðna:>   Fjölskyldan - Fjölskylda sk ofl - Unglingsárin - Trúarskoðanir og - Óknytti - Sendur í sveit  - Misnotkun og - Sjósund og fleira - Leikir barnssáranna - Landlegusmellir - Hernámsárin - Félagsstörf ofl - Heilsufar mitt - Nýja Bíó Siglufirði - Vitavörður - Áhugamálin - Sjómennskan - ELLIÐI SI 1 - SÍLDARVERKSMIÐJURNAR - Til SR 1950 - Drukknun  - Hætti en kom aftur - SR-Raufarhöfn 1959 - Seyðisfjörður - Ný löndunarbryggja - Heimasíður mínar

Það er nú það, hver er þessi karl, Steingrímur Kristinsson (kt.210234-4549) sem hefur safnað efni á þessar síður og aðrar vefsíður hans?

Leita á Heimildasíðunni

Það er ekki auðvelt fyrir mig að lýsa karlinum, því sú lýsing er sennilega að mörgu leiti ólík því sem aðrir mundu lýsa mér.  En stutt og laggóð lýsing að eigin mati og reynslu:

Ég á það til að vera nokkuð þver og jafnvel „vitlaus“, en er fljótur að láta mér segjast ef rök eru færð gagnvart mínum skoðunum. Ég er lesblindur, fljótfær og aldrei verið góður hvað íslenskt ritmál varðar, en á marga góða að sem benda mér á þær villur mínar, sem ég er svo fljótur að laga. Ég er kjaftfor og ófeiminn að láta skoðanir mínar í ljós, helst þannig að ekki sé um „baknag“ að ræða, ófeiminn að segja viðkomandi skoðanir mínar á fólki sem og viðmælendum.

Ég er ákaflega sérvitur og er stoltur af. Ég hefi allt frá unglingsaldri hatað Stalín, Lenín og Hitler og aðra einræðisherra. Ég hefi kennt í brjóst um þá sem ég þekki, sem elskað hafa skoðanir ofannefndra.

Ég er óflokksbundinn frá árinu 2000 er ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum, er Davíð Oddsson lofaði í þriðja sinn um að bæta kjör aldraðra, sem hann hafði svikið 8 árin þar á undan, en ég var harður sjálfstæðismaður en ekki blindur og samþykkti ekki allt, eins kommarnir gerðu gagnvart því sem forustumenn þeirra ákváðu á sínum tíma.

Í dag vil ég kjósa fólk til forustu en ekki flokka. Ég styð ríkisstjórnina (2018), „elska“ forsætisráðherrann, en mundi þó ekki setja X við flokkinn hennar, þar eru of margir blindir kettlingar, að mínu mati. Nafni minn Steingrímur J. er þó ekki á meðal hinna blindu. Ég hafði álit á Sigmundi Davíð, en það hvarf er hann gerðist stjórnarandstæðingur, því þá breytti hann skoðunum sínum, án annars tilgangs en að vera á móti. Ég er ekki hress með núverandi formann Framsóknarflokksins og hata sjóræningja, sem taka enga ábyrgð.

Margir sjálfstæðismenn eru mér ekki að skapi, aðrir mjög að skapi. Ég vil eins og áður segir, kjósa fólk en ekki flokka, þá mundi enginn sjóræningi fá X framan við nafn sitt á mínum kjörseðli. Þar hafið þið fengið grófa skoðun mína á sjálfum mér.

En svona til að lýsa karlinum og hluta af því sem varðar karlinn, þá munu hér á undisíðum birtast glefsur frá dagbókum mínu allt frá unglingsárum til síðustu ára. Þetta hafði ég sett upp sem „bók“ í PDF formi ætlað börnum og barnabörnum til fróðleiks um karlinn.

En þar sem þar leynist ýmis annar fróðleikur, heimildir sem hvergi annarsstaðar (svo ég viti) hafa verið skráðar á blað, þá verða þessar dagbókarglefsur mínar  birtar hér á síðunni minni. Annars eru vefsvíður mínar orðnar nokkuð margar, það má sjá á á síðunni www.sk21.is