Misnotkun og

Orðið misnotkun var ekki þekkt á meðal barna á mínum æskuárum.

En um slíkt mun þó hafa verið talað á meðal fullorðinna, þá sennilega í fullvissu um að slíkt gæti ekki hent börnin þeirra.

Ekki þekki ég persónulega dæmi þess að einhverjir krakkar á mínum aldri hafi lent í höndum þeirra sem í dag ganga undir nafninu barnaníðingar.

En því miður þá þekki ég slíkt eftir að hafa lent í slíku sjálfur, þá var ég 10-11 ára. Þetta var mjög góður maður, ekki aðeins við krakka heldur og vinsæll og elskaður af mörgum fullorðnum sem örugglega hafa ekki grunað hann um neitt ósæmilegt. 

Tvisvar lenti ég fyrir því að vera einn með honum. Hann með hendur sínar kynfærum á mínum og sínum samtímis og dró hendi mína að sínum. Nokkuð sem kom miklu hugarangri og vangaveltum af stað, ekki þó hræðslu heldur einskonar undrun og hlýðni við hann vegna fyrri góðmennsku hans.

Ekki hafði þó kynþroski minn þá þróast nóg til að hrífast af atlotum hans eða skilja, sem enduðu í bæði skipti með því að hann náði sínum tilgangi á milla læra minna aftan frá, ekki þó í endaþarm.

Í þriðja sinn þegar ég lenti með honum einum og hann gerði sig líklegan til athafna, þá skoraðist ég undan. Hann tók tillit til þess og reyndi aldrei slíkt aftur þó svo að oft hefðum við verið einir saman síðar.

Hann var mikill tónlistarunnandi og spilaði vel á píanó að mér fannst og hlustaði ég oft á hann spila heima hjá honum auk þess sem hann var góður sögumaður. Þessi tilvik um "áreitnina" eru mér nokkuð minnisstæð, það er þau skjóta stundum enn í dag upp kollinum og hafa sennilega haft einhver sálræn áhrif án þess að ég hafi gert mér grein fyrir. En andlegur skaði, hafi hann orðið, er fyrir löngu gleymdur.

Hann skýrði síðar fyrir mér ástríðu sína, nokkuð sem hann réði ekki við og hefur sennilega með því, hjálpað mér yfir það áfall sem ég varð fyrir vegna þessara kynna án þess að hafa á þeim tíma þekkt til kynhvatar.

Atvik sem maður gleymir ekki en kemst yfir. Frá þessu hefi ég aldrei sagt áður en finnst ég þurfa þess núna. Maðurinn er látinn fyrir mörgum árum.

Hann var vinur minn lengi, langt fram á hans efri ár þrátt fyrir allt.