Sjómennskan

Sjómennska mín getur vart kallast mjög merkileg, en þó ætti ekki að skaða neinn, þótt frá henni verði sagt. Því þar leynist ýmislegt sem ekki hefur verið skráð af öðrum svo ég viti, sumt ef til vill sögulegt, en annað höfðar ef til vill til forvitni lesanda.

Það var ekki fyrr en ég kynntist tengdaföður mínum Friðrik Stefánsson sem ég fór að „stunda“ sjóinn !  - Farkosturinn var þó ekki merkilegur, en það var bara árabátur sem Friðrik átti. Hann lagði ávalt rauðmaga og kolanet á vorin, ásamt því að renna á færi og leggja línu, fjölskyldunni til framfæris.

Ég fór fljótt að fara með honum til fiskjar og lærði af honum veiðiaðferðirnar. Þrátt fyrir sjóveiki sem ávalt hefur hrjáð mig, meðal annars ferðalögum með Mjölni og Drang ásamt foreldrum mínum, þá lét ég mig hafa það og fór síðan að fara einn til vitjunar og hand, og línuveiða á árabátnum. 

Báturinn Guðrún-Myndina tók Skjöldur Þorláksson á myndavél mína, en við vorum þennan dag saman á „skytterí“ á fuglaveiðum. Við nefnum ekki fuglsnafið. Þeir voru góðir á bragðið– Þarna í nánd við Selvík

Báturinn Guðrún-Myndina tók Skjöldur Þorláksson á myndavél mína, en við vorum þennan dag saman á „skytterí“ á fuglaveiðum. Við nefnum ekki fuglsnafið. Þeir voru góðir á bragðið– Þarna í nánd við Selvík

Ég átti lítinn bensínmótor sem endaði um borð í árabátnum, eftir að Friðrik hafði látið borðhækka hann og var báturinn skírður Guðrún.

Nokkrum árum síðar var ég beðinn að fara sem aðstoðarmatsveinn á togarann Elliða SI 1 og lét mig hafa það, enn síðar réðist ég um borð í tankskipið Haförninn og tæpum tíu árum eftir að ég hætti þar um borð, varð ég skipverji á flutningaskipinu Hvalvíkin.

Frásagnir af þeirri sjómennsku eru á síðutenglunum neðan við þessa síðu, frá veru minni um borð í Elliða, Haferninum og Hvalvík.  Er í vinnslu