Löndunarbryggjan; Langa töng SR-Siglufirði

Árið 1965 hófu Pálsmenn og fleiri vinnu við undirbúning að byggingu nýrrar löndunarbryggju á Siglufirði. Bryggjan sem var fyrir (nefnd Langatöng), var orðin lúin og of lítil. Bátarnir höfðu stækkað, og svo var S.R. búið að kaupa stórt skip, Lønn sem breytt var til síldarflutninga. Þetta skip fékk síðar nafnið Haförninn.

Byrjað var vegna hinnar nýju bryggju á að binda og rafsjóða saman margar gerðir víravirkis í húsakynnum inn af trésmíðaverkstæðinu. Grindurnar voru svo jöfnum höndum fluttar til geymslu út í Ákavíti (stóra mjölhúsið)

Byggingin sjálf hófst svo með eldmóði og krafti allra SR manna ásamt dyggri aðstoði þeirra Aage Johansen og Björns Þórðar á krana og dýpkunarskipinu Björninn.

Aage Johansen og Björn Þórðarson

Aage Johansen og Björn Þórðarson

Mikil vinna þeirra félaga Björns og Aage fólst í því að rífa burtu gömlu bryggjuna samhliða því að þeir römmuðu niður stálþilslengjur eins og þær sem notaðar eru til hafnargerðar. Þessar lengjur mynduðu misstóra hringferla sem hluti af grindunum áðurnefndu voru settir ofan í og síðan fylltir með grófri steinsteypu. Það voru sökklarnir undir bryggjuplanið. 

Starfsmenn SR- Myndir: http://www.sk2102.com/436563121

Ýmsar myndir tengdar SR: http://www.sk2102.com/437026513?pageNum=1

SR Langatöng - Myndir: http://www.sk2102.com/438189896

SR- Sigló Síld - Myndir: http://www.sk2102.com/436552025

SR-Haförninn – Myndir: http://www.sk2102.com/436362638

Þarna er verið að vinna við enda á gömlu löndunarbryggjunni; Langatöng – Vilhjálmur Guðmundsson er þarna á myndinni í jakkafötum, í skoðunarferð

Þarna er verið að vinna við enda á gömlu löndunarbryggjunni; Langatöng – Vilhjálmur Guðmundsson er þarna á myndinni í jakkafötum, í skoðunarferð