Heilsufar mitt

þeir sem eru líkir mér, ættu ekki að eyða tíma í að lesa um heilsufar mitt. Slíkum sögum er ég sjálfur, ekki hrifinn af.

Ég tel að heilsufar mitt það sem af er ævi (2018) ekki til að kvarta undan. Raunar tel mig hafa verið mjög heppinn hvað það snertir utan svona einstök tilfelli, mér sjálfum oftast að kenna.

Hundsbit.

Ég var mikill hrakfallabálkur sem krakki og sífellt að meiða mig.

Í fyrsta sinn sem ég man eftir að hafa farið til læknis, það var til læknis sem hér Daníel og var með læknastofu á neðri hæð hússins númer 40 við Túngötu.

Svartur hundur að sem kallaður var Dalli hafði bitið mig þannig að á handlegg mínum myndaðist opið sár, lítið hringlaga sár á stærð við tíeyring. Ekkert hafði blætt úr þessu en klemma þurfti sárið saman. Ör eftir þetta er enn greinilegt á vinstri handlegg mínum.

Vegna þessa hunds höfðu borist margar kvartanir þar sem hundurinn átti það til að hlaupa að krökkum, þeim að óvörum og glefsa í þau urrandi.

Hundurinn var alltaf laus í fylgd húsbónda síns, eins af starfsmönnum á Hóli.

Nánar má lesa um meint örlög þessa hunds síðar á öðrum vef mínum, undir kaflanum Sögur af fólki

Það er fátt sem hefur pirrað mig meira um ævina, en þegar fólk er að segja mér frá þessu eða hinu án þess að ég hafi spurt, því sem bjátar á eða hefur bjátað á fólki heilsufarslega.

Ég hefi ekki verið að útvarpa því þegar ég hefi ekki verið heilsufarslega óhress enda sjaldnast ástæða til að vera íþyngja öðrum með því, en svara þó er vinir mínir og eða fjölskyldan spyr sérstaklega, en dreg þó oftast úr raunveruleikanum.

En ef einhver hefur áhuga á að vita, þá hefi ég alla ævi verið einstaklega heilsuhraustur, oftast sloppið við slæma flensu og aðrar pestar sem hrjáð hafa aðra. Verið ákaflega lánsamur að hafa fáum dögum þurft að sleppa frá vinnu og verið nógu hraustur til að bíta á jaxlinn þegar á hefur bjátað.

Þó hefur aðeins farið að veikjast varnarkerfið gagnvart pestum nú síðustu árin eftir 2010 svona eins og eðlilegt má telja (?) varðandi fólk sem komið er á háan aldur.

Ég er þó laus við öll meðul, ef undan er skilið einhverjar „hjartatöflur“ sem lækir ráðlagði mér (árið 2017) svona til öryggis, þar sem blóðþrýstingur væri í hærri kantinum.

Og svo fæ ég auðvitað eins og allir hausverk (ekki timburmenn) og einhverja verki, þá kaupi ég mér bara Paratabs verkjatöflur, held ég þær heiti.

Blóðeitrun

Í fyrsta sinn sem mér var komið fyrir á sjúkrahúsi var árið 1948.

Ég hafði verið fermdur um vorið. En eins og ávalt á vorin, þá stunduðu nokkrir krakkar þá iðju að synda í sjónum. Þó held ég engir eins mikið og við Valbjörn Þorláksson.

Valbjörn raunar kenndi mér að synda í sjónum.

Við Valbjörn höfðum mikla ánægju af því að kafa í sjónum, sérstaklega á vorin þegar rauðmaginn kom upp að fjörunni við ströndina.

Einnig stungum við okkur oft framan af enda Shellbryggjunnar og kepptumst um að ná í einhver sönnunargögn um viðkomu við botninn, grjót eða skel.

Um 6 metra fall og annað eins til botns.

Einu sinni tókst Valbirni að klófesta marhnút, það varð „saga til næsta bæjar.“

En eitt sinn eftir sund í Hvanneyrarkróknum varð ég fyrir því óhappi að reka eina tá vinstri fótar í hrúðurkarl, eða afklippu frá bárujárnsplötu (?) og skera mig.

Mikið blæddi í byrjun en ég lét það ekki á mig fá, klæddi mig í sokka mína og skó og annan fatnað.

Áfram héldum við leik okkar eins og ekkert hefði í skorist, þó svo að Valbjörn hefði stungið upp á því að ég færi til læknis.

Það var svo einum eða tveim tímum síðar að ég áttaði mig á því að skórinn minn, (gúmmískór frá Sumarliða, búnir til úr bílslöngu, ekki óalgeng skópör á þeim tímum) var orðinn hálf fullur af blóði.

Ég klæddi mig úr skónum og sokka, og skoðaði ástandið. Það var að mestu hætt að blæða úr sárinu. Ég hoppaði á öðrum fæti fram í flæðarmálið, þá komnir að hlið Öldubrjótsins. Ég skolaði skó minn og sokka, og síðan fótinn. Það var hætt að blæða, sárið var lítið, aðeins smá skeina sagði ég við Valbjörn sem var mér sammála.

Aftur fór ég í sokka og skó eins og ekkert væri eðlilegra enda oft blautur í fæturna eins og krökkum þess tíma, var algengt eftir sull í pollum og sjó.

það var svo ekki fyrr en ég fór að sofa um kvöldið sem mig fór að verkja í svæðið umhverfis tána sem sárið var á.

Ég fór fram á bað og þvoði mér vandlega um fótinn, og þurrkaði. Ég sofnaði svo fljótt þrátt fyrir auma verki.

Snemma um morguninn vaknaði ég við óbærilegar hvalir.

Þá sá ég að fóturinn á mér var orðinn helblár eða öllu heldur fjólublár og mikið bólginn vel upp fyrir kálfann.

Það var of snemmt að fara á fætur svo ég reyndi að sofna aftur en það tókst ekki.

Ég klæddi mig svo á vanalegum tíma og haltraði fram í eldhús þar sem mamma mín beið eftir mér með hafragrautinn og mjólkurglas.

Ég hafði með erfiðleikum troðið mér í sokka en sá að vonlaust mundi vera að komast í skó.

Ekki hafði mamma tekið eftir helti mínu en spurði undrandi þegar hún sá mig bregða út af venjunni og farið inn í herbergi mitt í stað þess að fara út að leika mér sem ég var vanur á vorin þegar skólanum var lokið.

Ég sagðist ætla að lesa um stund. Það reyndi ég, en verkirnir í fætinum komu í veg fyrir að ég héldi söguþræðinum.

Það var svo ekki fyrr en um hádegið að mamma kallaði á mig í mat að hún sá að ekki var allt með feldu.

Ég hafði klætt mig úr sokknum sem farinn var að þrengja að bólgnum fætinum og auka um leið verkina. Þannig að mamma komst ekki hjá því að sjá beran fót minn. Sem nú hafði bólgnað mikið til viðbótar og blái liturinn var kominn upp undir hné. Hún fórnaði höndum og kallaði á pabba.

Það var tekin ákvörðun í hvelli. Upp á spítala var farið.

Áður en lagt var af stað hafði pabbi hringt í Ólaf lækni sem tók svo á móti okkur ásamt einhverjum hjúkkum.

Ekki var hægt að hringja í sjúkrabíl á þessum tíma en faðir minn brá á það ráð að hjálpa mér upp á reiðhjólið mitt og leiða það svo alla leið upp að spítalanum. Ekki átti hann bíl svo þetta var besta aðferðin.

Mér var komið fyrir á skurðarborðinu inni á skurðstofu. Þar var ég klæddur úr buxunum (ég var á þeim tíma farinn að vera í síðbuxum) og fóturinn skoðaður. Samhliða því að ég var spurður um hvað ég héldi að orsökin fyrir þessu gæti verið.

Ég sagði það, og þeir Ólafur læknir og Garðar svæfingarlæknir, stungu saman nefjum. Þeir voru einir með mér þarna inni ásamt hjúkrunarkonu.

Ólafur tók fram sprautu með einhverju í og sprautaði mig í aðra rasskinnina.

Ég spurði hálf gramur, hvers vegna Ólafur væri að stinga í rassinn á mér en ekki fótinn. Því ansaði Ólafur ekki en snéri sér að hjúkrunarkonunni og bað hana að gera sjúkrarúm klárt því ég yrði lagður inn.

Það var ekki laust við að mér hafi brugðið við að heyra þetta en Ólafur róaði mig og sagði að það þyrfti að gefa mér margar sprautur á dag þar til bólgan og bláminn hyrfi. Ég væri mjög sennilega með blóðeitrun. Ég sá á svip Ólafs að þetta væri eitthvað alvarlegra heldur en tannpína.

Foreldrum mínum sagði hann raunar að þetta gæti verið verulega alvarlegt ef bólgan og bláminn næði að komast upp fyrir hné en sagði þeim þó að örvænta ekki. Nýlega væri komið í umferð lyf við svona meini, sem líkja mætti við kraftaverkalyf. Það væri lyfið pensillín. Þetta lyf væri mjög áhrifaríkt gagnvart ýmsum eitrunum og bólgu en væri gefið í mjög litlum skömmtum. (á þeim tíma)

Hann ætlaði að láta sprauta mig 14 sinnum á sólarhring, þess vegna yrði ég að vera á sjúkrahúsinu á meðan. Mér svo skírt frá því þegar í sjúkrarúmið var komið, hvers ég mætti vænta.

Fjórtán sprautustungur á dag í 14 daga. Ég var ekki hress með þær upplýsingar, að þurfa að hýrast inni í 14 daga. Mér hafði einnig verið gefið einhver verkjalyf og fann ekkert til þegar þessi tíðindi bárust mér.

Hélt raunar að öll eymslin væru úr sögunni þrátt fyrir umbúðirnar sem komnar voru á fótinn umhverfis tána.

En ég var róaður niður eftir að foreldrar mínir höfðu lesið yfir mér. Og svo komu þau með helling af bókum sem ég hafði fengið í fermingargjöf og ekki gefið mér tíma til að lesa.

Eftir nokkra daga var bólgan og bláminn á fætinum að mestu horfinn nema sjálf táin sem enn var stokk bólgin. Aðeins smá verkir í fætinum ef ég rak hann í rúmgaflinn eða fyrirstöðu á sæng minni. Aðeins ein bók var eftir af þeim sem mamma hafði fært mér.

Ég henti henni úrillur frá mér. Ljóðabók, sveiattan ljóð nenni ég ekki að lesa. En engin bók var nærri og ekki heldur á lausu hjá hjúkrunarkonunni sem kom enn eina ferðina enn til að sprauta mig.

Ég opnað loks bókina. Kviðlingar og kvæði, KN -

Ekki fannst mér byrjunin lofa góðu. En eftir að hafa flett bókinni lesið smávegis einhverstaðar í miðri bók. Þá lifnaði aðeins yfir mér.

Ég reis aðeins upp og hagræddi koddunum og hóf lesturinn á fyrstu blaðsíðu. Ég gaf mér vart tíma til að borða kvöldmatinn svo upptekinn var ég við lesturinn.

Ég varð varla var við hjúkrunarkonurnar sem komu til að sprauta mig í rasskinnina með pensillíni.

Og þrátt fyrir að ég fengi ströng fyrirmæli frá næturvaktinni um að ég ætti að fara að sofa þá hélt ég áfram með lesturinn þar til ég sofnaði með bókina á bringu mér.

Þetta skáld K.N. Kristján N Júlíusson hefur síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Bókin gáfu mér Guðrún og Oddur Thorarensen í fermingargjöf.

Ég man aðeins eftir einum af þeim þrem eða fjórum sjúklingum sem voru á sömu stofu og ég. Það var Jóhannes Þórðarson, síðar yfirlögregluþjónn.

Ekki man ég þó hvort hann hafi verið starfandi lögregluþjónn á þeim tíma. En gæska hans og hughreystingar hans í minn garð eru mér vel í minni þann tíma sem vorum þarna saman á sjúkrahúsinu.

Og ekki hvað síst man ég eftir, þegar hann laumaði til mín svo aðrir sáu ekki, niðursoðnum ávöxtum. Ég held hann hafi verið með einhvern magakvilla og honum var alltaf gefin eitthvað öðruvísi fæða en við hinir fengum. Oft var þar á meðal niðursoðnir ávextir sem hann tjáði mér að hann væri fyrir löngu búinn að fá leið á. Munaður sem ávextir voru ekki á hverju strái, þeir voru ekki fáanlegur í verslunum nema rétt fyrir jólin og oftar en ekki skammtað til viðskiptavina hverrar verslunar. Þannig að ávextir Jóhannesar þurfti ekki langan tíma til að hverfa ofan í mig eftir að ég hafði fengið skálina hans.

Ég held það hafi verið á 7. eða 8. degi, sem ég stalst fram úr rúmi mínu og fór í fyrsta sinn fram á salerni. Ég slapp óséður báðar leiðir og hrósaði happi yfir því. Meir að segja Jóhannes varð ekki var við þessa för mína. En fljótlega komst þó upp um mig og það með látum.

Ég hafði skilið eftir mig blóðslóð frá dyrunum á sjúkrastofunni að og frá klósettinu til baka. Auk þess sem mikið hafði blætt í lak og sæng mína til fóta.

Sárið á tá minni hafði opnast við bröltið og farið að foss blæða.

Það blæddi enn vel þegar hjúkrunarkonan kom til að skipta um umbúðirnar sem voru alblóðugar. Ég fékk skammir frá Ólafi daginn eftir. En ég tók þær þó ekki mjög alvarlega, þar sem ég taldi mig sjá glott á vörum hans.

Ég var orðinn mjög pirraður eftir allar nálarstungurnar og kominn með "alvarlega" heimþrá. Ólafur huggaði mig með því að á 14. degi mundi ég fá að fara heim því þá þyrfti ekki að sprauta mig oftar.

En að morgni 15. dags, daginn sem ég átti að fara heim. Sagði Ólafur mér að þó allur gröftur færi horfinn í sárinu þá væri það ekki enn gróið og ég þyrfti að vera tvo til þrjá daga í viðbót.

Um hádegið þennan sama dag mætti ég þó í mat hjá mömmu. Ég hafði læðst út af sjúkrahúsinu alklæddur en þó skólaus.

Ég var ekki vel gangfær vegna verkja í fætinum þegar ég steig í hann. Þegar fyrir norðaustur horn spítalans var komið, sá ég sendilshjól við eldhús innganginn sem var í kjallara hússins á austurgafli. Á hjólinu komst ég heim.

Mamma hringdi í öngum sínum til Ólafs og sagði honum fréttirnar. Sagði honum jafnframt að það blæddi lítilsháttar í umbúðirnar. Ólafur tók þessum fréttum með ró eins og hans var vandi. Hann sagðist líta við eftir einn eða tvo tíma og skipta um umbúðir. Hann sagði mömmu að reka mig upp í rúm.

Þetta gekk allt eftir og sárið var gróið eftir nokkra daga.

Eftir þessa sjúkrahúslegu, fékk ég óbeit á nálum. Óbeit sem óvænt snérist upp í óskýrðan ótta við nálar. Ég þoli ekki enn í dag að horfa á sjálfan mig bólusettan, eða vegna blóðsýnatöku. Sem hafa orðið algengari nú síðustu árin vegna heilsufars eftirlits (öryggiseftirlit) Ég jafnvel loka augunum þegar slíku bregður á skjáinn í sjónvarpinu.

Bakverkir og uppskurður

það var að mig minnir um 1960 sem ég fór að finna til slæmra bakverkja. Ég harkaði það af mér og var ekki að upplýsa neitt um það frekar, hvorki við vinnufélaga né konu mína. Ég "hakkaði" í mig magnilltöflum þegar verst var og reyndi eftir getu að hlífa mér við vissum átökum í vinnunni.

Það mun svo hafa verið á árunum 1971-1972 (minnir mig) að þessir bakverkir fóru að valda mér verulegum áhyggjum.

Kona mín var farin að aðstoða mig við að klæða mig á morgnana. Ég staulaðist til vinnu minnar á vélaverkstæðið og við kranastjórn.

Hjá Ólafi lækni hafði ég fengið allskyns tegundir af verkjatöflum og einnig nokkrum sinnum sprautur. En þetta dugði skammt.

Aldrei hafði ég þó sleppt úr vinnudegi vegna þessa. En vinnufélagar mínir höfðu orðið þessa ástands míns áskynja og hlífðu mér við átakavinnu. Þar á meðal verkstjóri minn Sigurður Elefsen, á SR-Vélaverkstæðinu.

Það var svo einn dag að yfir stóð hörð vinnudeila hjá verkalýðsfélögunum. Spáð hafði verið verkfalli. Sem sennilega mundi standa lengi yfir þar sem mikið bar á milli.

Ég hafði farið til Ólafs eina ferðina enn til að fá eitthvað kvalastillandi. Hann stakk upp á því að hann legði mig inn á sjúkrahúsið og við tæki sprautukúr sem hann vonaði að hefði varanleg áhrif. Verkfallið mundi sennilega standa yfir lengi svo ég mundi ekki missa af vinnunni á meðan.

Ég man ekki hvort ég fékk tvær eða fleiri sprautur á dag. En eftir viku legu var ég orðinn svo stirður að ég gat vart hreift mig vegna verkja. Mér hafði versnað við þessa stöðugu legu.

Þetta sá Ólafur auðvitað og fór að tala um að sennilega þyrfti hann að senda mig suður í aðgerð. Úr varð að hann pantaði tíma hjá Landspítalanum.

Svarið þaðan kom óvænt fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. En þá var svo komið að ég komst ekki hjálparlaust fram úr. Raunar gat ég alls ekki gengið án óbærilegra kvala.

Ólafur gaf mér einhverja sprautu við kvölunum og ég fluttur á sjúkrabörum inn í bíl og síðan í "sjúkraflugvél." Þar kom í ljós að helvítis flugvélin var ekki gerð til þess að hægt væri að koma þar fyrir sjúkrabörum.

Heldur var ég borinn af tveim eða þrem mönnum upp í flugvélina við illan leik. Mennirnir kófsveittir og ég gnýstandi tanna, þrátt fyrir sprautuna frá Ólafi, morfín eða eitthvað álíka.

Mér leið þokkalega á leiðinni suður í sætinu með hallandi baki eins og hægt var. Þegar á Reykjavíkurflugvöllinn kom, komu sjúkraliðar um borð sem byrjuðu á því að skamma aumingja flugstjórann fyrir það að flytja alvarlega bakveikan sjúkling án þess að vera í sjúkrabörum. Þeir virðast hafa fengið vitneskju um líðan mína fyrirfram.

En þessir sjúkraliðar kunnu betur til verka en óþjálfuðu "sjúkraliðarnir" heima. Og tókst nokkuð vel án þess að ég þyrfti að kveinka mér mikið, að koma mér út úr vélinni og á börur. En áhrif sprautunnar frá Ólafi voru þá farin að minka verulega.

Strax morguninn eftir komu bæklunarlæknarnir Snorri Hallgrímsson og Höskuldur minnir mig að þeir hafi heitið inn á stofuna sem ég lá á. Snorri var yfirmaður bæklunardeildarinnar. Þeir spurðu nokkurra spurninga, og sögðu mér að ég ætti að fara í rönken myndatöku.

Svo mundu þeir láta mig vita daginn eftir hvað gera skuli í framhaldinu.

Morguninn eftir komu þeir svo og Snorri sagði mér að þeir þyrftu að skera um 25-30 sm. langan skurð eftir endilöngum hryggnum á baki mér. Ekki væri auðvelt að sjá nákvæmlega á rönken myndunum hvar meinið væri. þeir mundu framkvæma aðgerðina næsta morgun.

Áður mundu hjúkrunarkonurnar pensla á mér bakið með joði og gefa mér afslappandi lyf fyrir aðgerðina. En ég skyldi ekki gefa mér miklar vonir um fullkominn bata. Verkirnir mundu væntanlega minnka jafnvel hverfa.

En ég gæti átt von á allt að 75% örorku eftir uppskurðinn og yrði því vart vinnufær á eftir. Ég bölvaði í hljóði og hugsaði með mér hvort þeir væru spámenn eða snillingar, en ég sagði ekkert.

Morguninn eftir þessa "hughreystandi" ræðu Snorra fékk ég einhverjar töflur sem mér var sagt að kyngja. Tvær hjúkkur pensluðu á mér bakið eftir að ég hafði verið fluttur á vagni inn á skurðstofu. Þegar einhverjir fjórir úr hópnum sem þarna voru að búa sig undir að lyfta mér þar sem ég lá á grúfu á vagni, og yfir á skurðarborðið. Þá heyrði ég einhvern, sennilega Snorra segja. "Bíðið þið aðeins."

Á þeim tímapunti var ég orðinn nokkuð kærulaus og man ekki frekar hvað skeði þarna, ég heyrði vart annað en einhverja skruðninga.

Ég held þó að ekki hafi verið búið að svæfa mig heldur vankaður eftir pillurnar fyrrnefndu. Síðar var mér sagt að það hefðu verið kæruleysispillur.

En þegar ég rankaði við mér þá var ég kominn upp á sjúkrastofu. Hjúkkan sem hafði verið beðin um að fylgjast með mér og sat á stól við hliðina á rúmi mínu, sagði mér að hætt hefði verið við aðgerðina þar sem í ljós hefði komið graftarbóla á svæðinu sem skera átti. Læknarnir hefðu ekki viljað eiga hætta á að smit frá bólunni kæmust í skurðinn. Hún sagði mér einnig að Snorri yfirlæknir og Höskuldur væru að fara erlendis á læknaráðstefnu svo þeir mundu ekki skera mig. 

Málið væri komið í hendur annars læknis sem tæki ákvörðun um framhaldið. Seinnipartinn sama dag kom þessi læknir á stofuna þar sem ég lá ásamt öðrum manni.

Hann tók hraustlega í höndina á mér og sagðist heita Jóhann Guðmundsson. Hann hefði undanfarin ár verið við vinnu og framhaldsnám í Svíþjóð og væri nýkominn heim til Íslands. Aðalsérgrein hans væri bakmein í fólki. Hann hefði verið beðinn um að skera mig þegar graftarbólan áðurnefnda væri gróin.

Hann bað mig að leggjast á magann. Hann þuklaði svæði hryggjarins. Þegar hann kom að svæði þar sem ég kveinkaði mér mest undan þrýstingi frá fingrum hans. (Svona athugun höfðu Snorri og eða Höskuldur ekki gert)

Þá sagði hann mér að hann hefði skoðað bæði rönken myndirnar sem hefðu komið með mér að norðan og rönken myndirnar sem hefðu verið teknar þegar ég kom. Sér hefði fundist þær allar vera ófullkomnar.

Hann hefði því beðið um að aftur verði teknar nýjar myndir en fengið synjun hjá rönken deildinni á þeirri forsendu að búið væri að taka myndir vegna mín.

Myndir sem yfirmaður rönken-stjórnandans, hefði sagt vera nógu góðar. Þess vegna hefði hann, Jóhann tekið myndirnar sem teknar voru á Siglufirði og skoðað þær gaumgæfilega, því þær myndir væru greinilega mun betri en Landspítalans. (Ólafur og Garðar, tóku þær)

Og eftir að hafa skoðað myndirnar og mig þá sæi hann fram á að þurfa að skera um það bil 5-10 sm. langan skurð til að fjarlægja meinið. Ég þyrfti engar áhyggjur hafa ég mundi ná fullum bata. Og ég mundi fyrr en ég héldi geta hent kolapoka upp á bílpall. Ég yrði bara að gera það rétt.

Ekki veit ég hvernig honum datt í hug að nefna kolapoka í þessu sambandi. En miðað við orð Snorra áður og niðurstöðu sem hinn "samþykkti" með þögn sinni. Þá var ég á báðum áttum hverju ég ætti að trúa.

Var þessi læknir aðeins að hugga mig, eða var þetta einhver loddari?

En eitthvað var þó í málrómi hans og látbragði sem fékk mig til að trúa honum. Ekki síst þegar hann fór að ræða um daginn og veginn þar með talið lífið heima á Sigló á meðan sat hann á rúmstokk mínum glaðlegur á svip.

Tveim dögum síðar var ég fluttur á skurðstofuna mér gefin aðeins ein pilla í stað tveggja áður.

(líklega verið metið að ég væri með hálfgerðan hænuhaus, miðað við fyrri reynslu)

Bakið á mér var svo penslað aftur með joði og mér vippað yfir á skurðarborðið. Ég man að nál var stungið í annan handlegginn og síðan hinn og var steinsofnaður áður en ég vissi af.

Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina lá ég á maganum. Ég sá að ég var einn í litlu herbergi. Ég var enn hálf ringlaður í hausnum. Ég snéri mér við og lagðist á bakið. Ég skoðaði ljósabúnaðinn sem hékk fyrir ofan mig í loftinu.

Hjúkrunarkona kom hlaupandi inn alveg í öngum sínum. Hún átti að gæta mín þangað til ég vaknaði og koma í veg fyrir að ég snéri mér á bakið. Hún bað mig að snúa mér hægt við aftur en það væri regla að sjúklingar sem væru skornir eins og ég ættu að liggja kyrrir á maganum í að minnsta kosti tvo daga eða þar til skipt yrði á umbúðum.

Ég sagði henni að mér liði ágætlega á bakinu og neitaði að verða við beiðni hennar.

Ég róaði stúlkuna og sagði að Snorri og Höskuldur væru erlendis og þeir réðu engu núna og alls ekki yfir mér.

Mér var farið að líða prýðilega. Ég fann ekki fyrir neinum verkjum á þessari stundu. Hjúkrunarkonan maldaði í móinn en ég huggaði hana með því að segja henni að ég mundi ekki segja neinum frá því að hún hefði ekki verið hjá mér þegar ég vaknaði.

Hún fór með mig inn á sjúkrastofuna á vagninum sem var undir beði mínu og fékk aðstoð til að koma mér yfir í rúmmið mitt. Rétt í því kom Jóhann inn og sagði brosmildur. "Þú er vaknaður karlinn og kominn á bakið. Flott hjá þér? Gerðirðu það sjálfur eða var þér hjálpað?"

"Ég gerði það sjálfur ósjálfrátt." svaraði ég og brosti. Flott, ennþá betra.

Hjúkrunarkonurnar tvær, önnur þeirra sem átti að gæta mín er ég vaknaði horfðu undran á hvora aðra. Þetta var talsvert frábrugðið þeim fyrirmælum sem þær töldu að hefðu komið frá Snorra var mér sagt síðar. Jóhann brosti er hann sýndi mér litla glerkrukku, krukkan innihélt litla kúlu. "Þetta er ófétið sem hefur verið að auka kvalir þínar undafarin ár."

"Oft hafa svona bakverkir verið kallaðir brjósklos en í þínu tilfelli var það brjóskmyndun." Kúlan minnti mig á bolta eins og ég sem strákur, hafði tálgað til úr hákarlabrjóski, bolta á stærð við golfkúlu, nem þessi kúla sem þarna var í krukkunni var ekki nema um 8-10mm. í þvermál.

Daginn eftir í morgunheimsókn læknanna var hjúkrunarkonunum enn meira brugðið. Einnig læknum sem þarna voru með á stofugangi. Jóhannan bað þær að stilla rúmið þannig að ég sæti uppréttur. Það var gert með sveif. Smá óþægindum fann ég fyrir í bakinu, en ekkert til að kvarta yfir.

Rúmið var látið vera í þessari set-stöðu, þar til eftir hádegið að ég hafði fengið smá næringu, einhverja súpu. Svo átti ég að fá mér blund og slappa af sagði hjúkkan, sem lagfærði rúmið til láréttrar stöðu.

Morguninn eftir, hjálpaði Jóhann mér að reisa mig upp og láta fæturna lafa niður af rúminu. Á meðan talaði hann um "daginn og veginn," Sagði mér einnig að það sama verði ég látinn gera á morgun tvisvar sinnum. Á fjórða degi var ég rekinn fram úr og látinn ganga með hjálp umhverfis rúmmið mitt, út að glugga á stofunni og til baka.

Á fimmta degi kom Jóhann með tvær hækjur. Hann hjálpaði mér fram úr og sagði mér að næstu morgna ætti ég að fá mér göngutúr frammi á gangi. þetta voru erfiðar göngur, mig sárkenndi til. Ég sagði Jóhanni frá því. En svar hans var einfalt. "því meira sem þú finnur til á göngunni, því betra og verkirnir hverfa fljótar."

Ekki man ég hvenær það var nákvæmlega. Eftir rúma viku eða svo þá birtust þeir Snorri og Höskuldur ásamt Jóhanni og hópur læknanema á stofugangi.

Ég sat uppi í rúmi mínu hinn rólegasti og var að lesa bók ég rétt leit upp þegar hópurinn birtist og hélt svo lestrinum áfram.

Ég leit þó fljótt aftur upp frá lestrinum þegar Snorri sagði hvellum rómi. "Hver ber ábyrgð á því að maðurinn er sestur upp."

Hann snéri sér til skiptis að hjúkrunarkonunum sem þarna voru og Jóhanni. Jóhann svaraði ákveðinn og yfirvegaður.

"Þetta er minn sjúklingur og það hefur í alla staði verið farið eftir mínum fyrirmælum hvað hann varðar."

Snorri svaraði því í fússi að samkvæmt reglum sjúkrahússins þá ætti svona sjúklingur að liggja á bakinu með sem minnstri hreyfingu og alls ekki setjast upp.

Eitthvað meira sagði Snorri, greinilega bálreiður. Hann stoppaði ekki fyrr en Jóhann sagði með sömu rósemi og áður, að sér finnist þessi vettvangur ekki sá rétti fyrir ávítanir. Hann hefði meðhöndlað sjúklinga sína samkvæmt þeim aðferðum sem hann hefði lært á löngum ferli en ekki eftir einhverju reglum sem sér hefði ekki verið kynntar. Meira var ekki sagt um þessi mál, þarna inni.

En síðar um daginn kom Jóhann sérstaklega til mín til að segja mér að hann vonaði að ég hefði ekki tekið þessi viðbrögð Snorra um morguninn alvarlega.

Snorri væri gamalreyndur og fær læknir á sínu sviði. En hann hefði bara ekki kynnst þeim aðferðum sem algengar væru erlendis. Til dæmis í Svíþjóð. Þeim aðferðum sem hann hefði lært þar og stundað í nokkur ár.

Einnig sagði hann mér, að hann hefði meðal annarra stundað einn af meðlimum sænsku konungsfjölskyldunnar. Sá hefði verið með mjög lík einkenni og ég og að hann væri laus við alla fyrri bakverki í dag.

Hann sagði mér jafnframt að þegar Snorri hefði heyrt að ég væri farinn að ganga um á hækjum þá hefði hann verið allt annað en ánægður með þessa meðferð á mér en sagði þetta á ábyrgð Jóhanns. Jóhann endurtók svo fyrri orð sín um bata minn stæðust, ég mundi ná fullum bata.

Daginn eftir hitti Jóhann mig við enda gangsins rabbaði við mig um stund. Síðan tók hann af mér hækjurnar og sagði mig hér eftir notast við handriðin á ganginum til að komast frá og til sjúkrastofunnar sem ég lá á.

Minningar mínar frá veru minni á Landspítalanum þessar rúmlega tvær vikur sem ég var þar eru ekki margar utan það sem ég hefi ritað hér ofar.

Herbergisfélagi minn, fannst mér vera nokkuð skapstyggur, svo samskipti okkar urðu ekki mikil.

Sérstaklega ekki eftir að ég sagðist ekki kenna mikið í brjóst um hann, þegar hann bölvaði yfir því að hjúkrunarkona hafði gert upptækar tóbaksbyrgðir sem hann var með. Hann hafði kveikt sér í rettu eina nóttina.

Ég sagði að það væri bara vesaldómi hans og þeirra sem reyktu að kenna ef þeir héldu að þeir gætu ekki hætt að reykja.

Baðtímar

Eins og regla er á sjúkrahúsum þá eru sjúklingar þvegnir reglulega. Slík hreingerning fer fram í rúmi viðkomandi ef hann er ekki fær um að fara í baðker.

Svo var með mig fyrstu vikuna en þá fékk ég tvisvar allsherjar hreingerningu á skrokkinn. Sem betur fór fannst mér, þá var það vel fullorðin og vinaleg kona sem gerði það í bæði skiptin.

En þegar sú gamla sagði mér ég ætti að fara í bað og sagði að unga stúlkan sem var við hlið hennar ætti að baða mig. Þá varð ég hálf vandræðalegur.

Hún hjálpaði mér þegar inn á baðherbergið var komið, að klæða mig úr „náttfötunum“ og síðan að koma mér uppí og setjast niður í baðkerið.

Ég gæti trúað að ég hafi verið bæði blóðrauður í andliti og vandræðalegur á svip. Þorði varla að gefa stúlkunni auga. En ég sá þó loks að sennilega hefur henni ekkert liðið betur en mér því hún var blóðrauð í andlitinu og vandræðaleg á svip.

Til að rjúfa þögnina, þá spurði ég hvort hún væri vön að baða sjúklinga. Því svaraði hún neitandi en sagðist nokkrum sinnum hafa aðstoðað aðra við slíkt en þetta væri í fyrsta sinn sem hún gerði slíkt ein.

Eftir að ég hafði rofið þögnina virtist hún afslöpp og ákveðin. Og þegar kom að þvo "heilaga svæðið" rétt hún mér þvottapokann og spurði hvort ég gæti ekki klárað. Sem ég gerði hálf feginn. Baðið var hressandi ekki síst úðinn frá "sturtubrúsinu" sem hún skolaði mig vandlega með og þurrkaði mig svo. Síðan voru umbúðirnar endurnýjaðar en vatnsheldur plástur hafði verið settur umhverfis skurðinn.

Annað minnistætt atvik átti sér stað á Landspítalanum. Þrem fjórum dögum eftir uppskurðinn. Þá komu inn á stofuna fullorðin hjúkrunarkona sem kynnti sig sem meinatækni. Með henni var kornung stúlka í hjúkrunarbúningi. Hún ók á undan sér litlum vagni með ýmsu dóti á.

Meinatæknirinn var mjög vinsamleg og talaði blíðum rómi er hún sagði okkur sjúklingunum að þær væru komnar til að taka hefðbundin blóðsýni úr okkur. Þær snéru sér fyrst að herbergisfélaga mínum og sú eldri fór að segja þeirri yngri til um hvernig hún ætti að bera sig til. Sú unga var greinlega í námi.

Eins og áður hefur komið fram var "félagi" minn ekki mjög skapgóður og hafði oft látið reiði sína yfir tóbaksleysinu bitna á starfsfólkinu. (ekki læknunum)

Hann byrjaði á að spyrja þá eldri þjóstur hvort hann ætti að vera eitthvað tilraunadýr. Með blíðum róm tókst konunni að róa pirringinn og sagði að allir þyrftu einhvern tíma að læra.

Ekki tókst þeirri ungu vel til, sennilega vegna svipsins á þeim úrilla og fyrri orða hans. Tvær tilraunir hennar til að finna æð höfðu mistekist undir blóti karlsins. Í þriðju tilraun hefur stúlkan sennilega hitt á taug því karlinn rak upp reiðiöskur og sagði nóg komið.

Á eftir fylgdi runa blótsyrða. Sú gamla var ekki ánægð á svipinn og leit á karlinn með fyrirlitningu samhliða því sem hún tók við og náði ætluðu blóðsýni. Unga stúlkan var í rusli og ætlaði út úr stofunni. Sú gamla sagði við hana blíðum rómi að bíða því hún þyrfti að fylgjast með þegar hún tæki blóðsýni frá mér. Hún fylgdist með þegar verið var að gera mig kláran til blóðtökunnar.

En þegar sú gamla ætlaði að stinga nálinni í mig dró ég handlegginn til baka og sagði. "Ertu ekki með stelpuna í þjálfun? Láttu hana gera þetta." Sú gamla var fljót að átta sig á hvað ég ætlaðist til og snéri sér að stúlkunni sem hafði heyrt hvað ég sagði.

Brosandi rétti hún henni sprautuna og sagði henni að taka við. Hikandi kom stúlkan til mín. Ég brosti framan í hana og sagði eitthvað á þá leið við hana að henni væri alveg óhætt að stinga í mig eins oft og til þyrfti. Ég væri alveg ónæmur fyrir nálum. (mér tókst að fela ótta minn við nálar)

Stúlkan unga brosti dauft og stakk nálinni inn, og við fyrstu stungu hitti hún á æð. Og það sem meira var, ég sem alla tíð síðan á sjúkrahúsinu heima á Sigló var bæði skít hræddur við nálar og hataði, fann varla fyrir stungunni en ég horfði ekki á nálina heldur á andlit stúlkunnar.

Það var tvennt sem ég hafði í huga þegar ég bauð mig fram til þessa "þrekvirkis" til að vera "tilraunadýr" eins og hinn skapvondi herbergisfélagi minn kallaði það. Það var í fyrsta lagi að ég kenndi í brjóst um stúlkuna. Svo ekki síst langaði mig til að gera lítið úr þeim skapstóra. Það tókst vel fannst mér, því hann var í virkilegri fýlu næstu daga á eftir.

En stúlkan unga heimsótti mig á hverjum degi það sem eftir var tíma mínum þarna á Landspítalanum, meðal annars frammi á gangi sem ég fór daglega á í göngutúr. Hún sagði mér að sennilega hefði hún hætt við að fara í nám í meinatækni sem hún var að íhuga. Hefði ég ekki gefið henni tækifæri.

Ég var vissulega nokkurn tíma að jafna mig eftir veru mína á Landspítalanum þegar heim var komið. Ég átti að taka mér frí frá vinnu í 2-3 mánuði. En ég hóf þó vinnu á verkfæralager SR-Vélverkstæðis eftir rúmlega mánuð.

Sigurður Elefsen verkstjóri kom því þannig fyrir eftir samkomulag við Stein Skarphéðinsson sem hafði stundað þá vinnu að gæta verkfæra og efnislagers, að hann færi til almennrar vinnu á verkstæðinu á meðan ég væri að jafna mig. Þar var ég svo í 3-4 vikur.

Í dag 2018 hefi ég ekki kennt mér meins í bakinu. Að minnsta kosti ekki sem tengja má við fyrra meini.

Slys..

Oft hefi ég orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. Dottið af hjóli, dottið illa á skíðum, lamið á fingur mér við smíðar og margt fleira eins og gengur.

Aldrei hefi ég þó brotnað eða orðið fyrir neinu alvarlegu slysi fyrr en árið 1976.

Við feðgarnir Valbjörn og ég höfðum skipst á við kranastjórnina við steypuvinnu inni í Skagafirði, eins og venjulega á Link Belt krananum sem ég átti í félagi við vinn minn Guðmund Skarphéðinsson, og að nafninu til Þormóð Ramma .

Altarnatorinn í Bronco jeppanum mínum hafði bilað og ég tekið ákvörðun um að taka rafgeymirinn úr jeppanum og hlaða hann með því að tengja geymirinn við kranakerfi kranans.

Einfalt mál, en þar sem kraninn var á stöðugri hreyfingu, þá þurfti að hafa hraðan á við tenginu við rafgeymi kranans. Ég sætti lagi, svæði rafgeymis kranans var til skiptis vegna vinnu og hreyfingu kranans, hulinn af afafturhluta kranahússins.

Ég náði að tengja slysalaust, en sá að annað sambandið var við það að losna og ætlaði að lagfæra. Við augnabliks gleymsku vettvangs aðstæðna, þá varð slys.

Ég teygði ég mig til að lagfæra sambandið en á sama augnabliki snérist kranahúsið og ég varð á milli og dróst upp á kranabílinn og þrýstist þar á milli í pláss sem var vart meira en 15 sentímetri svæði líkama míns frá miðju baki að mjöðm. Sem betur fór sást til mín og Valbirni gert viðvart auk þess sem ég mun hafa gefið frá mér einhver hljóð.

Mér var hjálpað frá vettvangi og var svo heppin að bóndakonan á bænum sem við vorum að steypa hjá var hjúkrunarkona og var hún sótt hið snarasta.

Það var Helga Ingólfsdóttir, dóttir Ingólfs Arnarssonar rafvirkjameistara. Helga hlúði að mér á meðan beðið var eftir sjúkrabíl frá Siglufirði og gaf mér jafnframt kvalastillandi sprautu (morfín eða eitthvað svipað) Helga var jafnframt þjónustufulltrúi í sveitinni hvað hjúkrun varðar.

En kvalirnar voru þar áður, að gera „út af við mig“ Ég hélt þó rænu allan tímann. Ég á það Helgu að þakka að ég hélt lífi, um það er ég sannfærður. Hún hélt athygli minni með því að tala við mig og hughreysta.

Ferðin til Siglufjarðar í sjúkrabílnum gekk vel. Þar var með í för ungur áhyggjufullur læknir sem ég þekkti ekki, og einhver sem ég man ekki. Ég man að ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af mér, mér liði þokkalega.

En af svip hans að dæma grunaði mig um að taut mitt væri talið óráð svo ég þagnaði um stund og fylgdist með ferð bílsins út um glugga, þaðan sem ég lá í sjúkrabörunum. Ég þekkti leiðina að sjálfsögðu vel eftir hundruð ferða um svæðið.

Ég sagði svo við lækninn. „Nú tökum við beygju til hægri og förum svo niður á móti og aftur upp á Heljartröðina. Það stóð heima og svipur læknisins breyttist. Hann var sannfærður um að ég væri ekki með óráði og það örlaði fyrir brosi hjá honum.

Þegar stoppað var framan við sjúkrahúsið voru börurnar með mér á fluttar inn. Þar heyrðist hvell skipandi rödd. „Setjið börurnar niður.“ Síðan heyrðist skammaruna frá yfirlækninum Ásu. Sem þarna helti skömmum yfir læknirinn unga fyrir það að hafa ekki haft samband fyrr við sjúkrahúsið til að hún gæti undirbúið komu sjúklingsins á réttan hátt í samræmi við ástand hans.

Ég stóðst ekki mátið, (frekar en venjulega) og sagði eins hátt og ég gat „Hættu þessi röfli kerling, það er ekkert mögulegt talstöðvar samband á leiðinni fyrr en komið er í gegn um göngin (en þá hafði verið haft samband) Farðu að gera eitthvað af gagni fyrst ég er kominn.“

Það varð dauðaþögn stutta stund, en svo tekið til höndunum. Ég reyndist ekkert brotinn en mikið marinn bæði á baki og maga. Eitthvað skaddaðist ég innvortis, ég pissaði rauðu í rúma viku. En ég náði mér þó furðu fljótt. Þetta var þriðja sjúkrahús innlögn á ævinni. (ef ég man rétt) 

Heilsufar mitt

þeir sem eru líkir mér, ættu ekki að eyða tíma í að lesa um heilsufar mitt. Slíkum sögum er ég sjálfur ekki hrifinn af.

Ég tel að heilsufar mitt það sem af er ævi (2018) ekki til að kvarta undan. Raunar tel mig hafa verið mjög heppinn hvað það snertir utan svona einstök tilfelli, mér sjálfum oftast að kenna.

Hundsbit.

Ég var mikill hrakfallabálkur sem krakki og sífellt að meiða mig.

Fyrsta sinn sem ég man eftir að hafa farið til læknis, það var til læknis sem hér Daníel og var með læknastofu á neðri hæð hússins númer 40 við Túngötu.

Svartur hundur að sem kallaður var Dalli hafði bitið mig þannig að á handlegg mínum myndaðist opið sár, lítið hringlaga sár á stærð við tíeyring. Ekkert hafði blætt úr þessu en klemma þurfti sárið saman. Ör eftir þetta er enn greinilegt á vinstri handlegg mínum.

Vegna þessa hunds höfðu borist margar kvartanir þar sem hundurinn átti það til að hlaupa að krökkum, þeim að óvörum og glefsa í þau urrandi.

Hundurinn var alltaf laus í fylgd húsbónda síns, eins af starfsmönnum á Hóli.

Nánar má lesa um meint örlög þessa hunds síðar á öðrum vef mínum, undir kaflanum „Sögur af fólki“ / Leifi Hólm.

Það er fátt sem hefur pirrað mig meira um ævina, en þegar fólk er að segja mér frá þessu eða hinu án þess að ég hafi spurt, því sem bjátar á eða hefur bjátað á fólki heilsufarslega.

Ég hefi ekki verið að útvarpa því þegar ég hefi ekki verið heilsufarslega óhress enda sjaldnast ástæða til að vera íþyngja öðrum með því, en svara þó er vinir mínir og eða fjölskyldan spyr sérstaklega..

En ef einhver hefur áhuga á að vita, þá hefi ég alla ævi verið einstaklega heilsuhraustur, oftast sloppið við slæma flensu og aðrar pestar sem hrjáð hafa aðra. Verið ákaflega lánsamur að hafa fáum dögum þurft að sleppa frá vinnu og verið nógu hraustur til að bíta á jaxlinn þegar á hefur bjátað.

Þó hefur aðeins farið að veikjast varnarkerfið gagnvart pestum nú síðustu árin eftir 2010 svona eins og eðlilegt má telja (?) varðandi fólk sem komið er á háan aldur.

Ég er þó laus við öll meðul, ef undan er skilið einhverjar „hjartatöflur“ sem lækir ráðlagði mér (árið 2017) svona til öryggis, þar sem blóðþrýstingur væri í hærri kantinum.

Og svo fæ ég auðvitað eins og allir hausverk (ekki timburmenn) og einhverja verki, þá kaupi mér þá Paratabs verkjatöflur, held ég þær heiti.

Blóðeitrun

Í fyrsta sinn sem mér var komið fyrir á sjúkrahúsi var árið 1948.

Ég hafði verið fermdur um vorið. En eins og ávalt á vorin, þá stunduðu nokkrir krakkar þá iðju að synda í sjónum. Þó held ég engir eins mikið og við Valbjörn Þorláksson.

Valbjörn raunar kenndi mér að synda í sjónum eins og komið hefur fram.

Við Valbjörn höfðum mikla ánægju af því að kafa í sjónum, sérstaklega á vorin þegar rauðmaginn kom upp að fjörunni við ströndina.

Einnig stungum við okkur oft framan af enda Shellbryggjunnar og kepptumst um að ná í einhver sönnunargögn um viðkomu við botninn, grjót eða skel.

Um 6 metra fall og annað eins til botns.

Einu sinni tókst Valbirni að klófesta marhnút, það varð „saga til næsta bæjar.“

En eitt sinn eftir sund í Hvanneyrarkróknum varð ég fyrir því óhappi að reka eina tá vinstri fótar í hrúðurkarl, eða afklippu frá bárujárnsplötu (?) og skera mig.

Mikið blæddi í byrjun en ég lét það ekki á mig fá, klæddi mig í sokka mína og skó og annan fatnað.

Áfram héldum við leik okkar eins og ekkert hefði í skorist, þó svo að Valbjörn hefði stundið upp á því að ég færi til læknis.

Það var svo einum eða tveim tímum síðar að ég áttaði mig á því að skórinn minn, (gúmmískór frá Sumarliða, búnir til úr bílslöngu, ekki óalgeng skópör á þeim tímum) var orðinn hálf fullur af blóði.

Ég klæddi mig úr skó og sokka, og skoðaði ástandið. Það var að mestu hætt að blæða úr sárinu. Ég hoppaði á öðrum fæti fram í flæðarmálið, þá komnir að hlið Öldubrjótsins. Ég skolaði skó minn og sokka, og síðan fótinn. Það var hætt að blæða, sárið var lítið, aðeins smá skeina sagði ég við Valbjörn sem var mér sammála.

Aftur fór ég í sokka og skó eins og ekkert væri eðlilegra enda oft blautur í fæturna eins og krökkum þess tíma var algengt eftir sull í pollum og sjó.

það var svo ekki fyrr en ég fór að sofa um kvöldið sem mig fór að verkja í svæðið umhverfis tána sem sárið var á.

Ég fór fram á bað og þvoði mér vandlega um fótinn, og þurrkaði. Ég sofnaði svo fljótt þrátt fyrir auma verki.

Snemma um morguninn vaknaði ég við óbærilegar hvalir.

Þá sá ég að fóturinn á mér var orðinn helblár eða öllu heldur fjólublár og mikið bólginn vel upp fyrir kálfann.

Það var of snemmt að fara á fætur svo ég reyndi að sofna aftur en það tókst ekki.

Ég klæddi mig svo á vanalegum tíma og haltraði fram í eldhús þar sem mamma mín beið eftir mér með hafragrautinn og mjólkurglas.

Ég hafði með erfiðleikum troðið mér í sokka en sá að vonlaust mundi vera að komast í skó.

Ekki hafði mamma tekið eftir helti mínu en spurði undrandi þegar hún sá mig bregða út af venjunni og farið inn í herbergi mitt í stað þess að fara út að leika mér sem ég var vanur á vorin þegar skólanum var lokið.

Ég sagðist ætla að lesa um stund. Það reyndi ég en verkirnir í fætinum komu í veg fyrir að ég héldi söguþræðinum.

Það var svo ekki fyrr en um hádegið að mamma kallaði á mig í mat að hún sá að ekki var allt með feldu.

Ég hafði klætt mig úr sokknum sem farinn var að þrengja að bólgnum fætinum og auka um leið verkina. Þannig að mamma komst ekki hjá því að sjá beran fót minn. Sem nú hafði bólgnað mikið til viðbótar og blái liturinn var kominn upp undir hné. Hún fórnaði höndum og kallaði á pabba.

Það var tekin ákvörðun í hvelli. Upp á spítala var farið.

Áður en lagt var af stað hafði pabbi hringt í Ólaf lækni sem tók svo á móti okkur ásamt einhverjum hjúkkum.

Ekki var hægt að hringja í sjúkrabíl á þessum tíma en faðir minn brá á það ráð að hjálpa mér upp á reiðhjólið mitt og leiða það svo alla leið upp að spítalanum. Ekki átti hann bíl svo þetta var besta aðferðin.

Mér var komið fyrir á skurðarborðinu inni á skurðstofu. Þar var ég klæddur úr buxunum (ég var á þeim tíma farinn að vera í síðbuxum) og fóturinn skoðaður. Samhliða því að ég var spurður um hvað ég héldi að orsökin fyrir þessu gæti verið.

Ég sagði það, og þeir Ólafur læknir og Garðar svæfingarlæknir, stungu saman nefjum. Þeir voru einir með mér þarna inni ásamt hjúkrunarkonu.

Ólafur tók fram sprautu með einhverju í og sprautaði mig í aðra rasskinnina.

Ég spurði hálf gramur, hvers vegna Ólafur væri að stinga í rassinn á mér en ekki fótinn. Því ansaði Ólafur ekki en snéri sér að hjúkrunarkonunni og bað hana að gera sjúkrarúm klárt því ég yrði lagður inn.

Það var ekki laust við að mér hafi brugðið við að heyra þetta en Ólafur róaði mig og sagði að það þyrfti að gefa mér margar sprautur á dag þar til bólgan og bláminn hyrfi. Ég væri mjög sennilega með blóðeitrun. Ég sá á svip Ólafs að þetta væri eitthvað alvarlegra heldur en tannpína.

Foreldrum mínum sagði hann raunar að þetta gæti verið verulega alvarlegt ef bólgan og bláminn næði að komast upp fyrir hné en sagði þeim þó að örvænta ekki. Nýlega væri komið í umferð lyf við svona meini, sem líkja mætti við kraftaverkalyf. Það væri lyfið pensillín. Þetta lyf væri mjög áhrifaríkt gagnvart ýmsum eitrunum og bólgu en væri gefið í mjög litlum skömmtum.

Hann ætlaði að láta sprauta mig 14 sinnum á sólarhring, þess vegna yrði ég að vera á sjúkrahúsinu á meðan. Mér svo skírt frá því þegar í sjúkrarúmið var komið, hvers ég mætti vænta.

Fjórtán sprautustungur á dag í 14 daga. Ég var ekki hress með þær upplýsingar, að þurfa að hýrast inni í 14 daga. Mér hafði einnig verið gefið einhver verkjalyf og fann ekkert til þegar þessi tíðindi bárust mér.

Hélt raunar að öll eymslin væru úr sögunni þrátt fyrir umbúðirnar sem komnar voru á fótinn umhverfis tána.

En ég var róaður niður eftir að foreldrar mínir höfðu lesið yfir mér. Og svo komu þau með helling af bókum sem ég hafði fengið í fermingargjöf og ekki gefið mér tíma til að lesa.

Eftir nokkra daga var bólgan og bláminn á fætinum að mestu horfinn nema sjálf táin sem enn var stokk bólgin. Aðeins smá verkir í fætinum ef ég rak hann í rúmgaflinn eða fyrirstöðu á sæng minni. Aðeins ein bók var eftir af þeim sem mamma hafði fært mér.

Ég henti henni úrillur frá mér. Ljóðabók, sveiattan ljóð nenni ég ekki að lesa. En engin bók var nærri og ekki heldur á lausu hjá hjúkrunarkonunni sem kom enn eina ferðina enn til að sprauta mig.

Ég opnað loks bókina. Kviðlingar og kvæði, KN -

Ekki fannst mér byrjunin lofa góðu. En eftir að hafa flett bókinni lesið smávegis einhverstaðar í miðri bók. Þá lifnaði aðeins yfir mér.

Ég reis aðeins upp og hagræddi koddunum og hóf lesturinn á fyrstu blaðsíðu. Ég gaf mér vart tíma til að borða kvöldmatinn svo upptekinn var ég við lesturinn.

Ég varð varla var við hjúkrunarkonurnar sem komu til að sprauta mig í rasskinnina með pensillíni.

Og þrátt fyrir að ég fengi ströng fyrirmæli frá næturvaktinni um að ég ætti að fara að sofa þá hélt ég áfram með lesturinn þar til ég sofnaði með bókina á bringu mér.

Þetta skáld K.N. Kristján N Júlíusson hefur síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Bókin gáfu mér Guðrún og Oddur Thorarensen í fermingargjöf.

Ég man aðeins eftir einum af þeim þrem eða fjórum sjúklingum sem voru á sömu stofu og ég. Það var Jóhannes Þórðarson, síðar yfirlögregluþjónn.

Ekki man ég þó hvort hann hafi verið starfandi lögregluþjónn á þeim tíma. En gæska hans og hughreystingar hans í minn garð eru mér vel í minni þann tíma sem vorum þarna saman á sjúkrahúsinu.

Og ekki hvað síst man ég eftir, þegar hann laumaði til mín svo aðrir sáu ekki, niðursoðnum ávöxtum. Ég held hann hafi verið með einhvern magakvilla og honum var alltaf gefin eitthvað öðruvísi fæða en við hinir fengum. Oft var þar á meðal niðursoðnir ávextir sem hann tjáði mér að hann væri fyrir löngu búinn að fá leið á. Munaður sem ávextir voru ekki á hverju strái, þeir voru ekki fáanlegur í verslunum nema rétt fyrir jólin og oftar en ekki skammtað til viðskiptavina hverrar verslunar. Þannig að ávextir Jóhannesar þurfti ekki langan tíma til að hverfa ofan í mig eftir að ég hafði fengið skálina hans.

Ég held það hafi verið á 7. eða 8. degi, sem ég stalst fram úr rúmi mínu og fór í fyrsta sinn fram á salerni. Ég slapp óséður báðar leiðir og hrósaði happi yfir því. Meir að segja Jóhannes varð ekki var við þessa för mína. En fljótlega komst þó upp um mig og það með látum.

Ég hafði skilið eftir mig blóðslóð frá dyrunum á sjúkrastofunni að og frá klósettinu og til baka. Auk þess sem mikið hafði blætt í lak og sæng mína til fóta.

Sárið á tá minni hafði opnast við bröltið og farið að foss blæða.

Það blæddi enn vel þegar hjúkrunarkonan kom til að skipta um umbúðirnar sem voru alblóðugar. Ég fékk skammir frá Ólafi daginn eftir. En ég tók þær þó ekki mjög alvarlega, þar sem ég taldi mig sjá glott á vörum hans.

Ég var orðinn mjög pirraður eftir allar nálarstungurnar og kominn með "alvarlega" heimþrá. Ólafur huggaði mig með því að á 14. degi mundi ég fá að fara heim því þá þyrfti ekki að sprauta mig oftar.

En að morgni 15. dags, daginn sem ég átti að fara heim.

Sagði Ólafur mér að þó allur gröftur færi horfinn í sárinu þá væri það ekki enn gróið og ég þyrfti að vera tvo til þrjá daga í viðbót.

Um hádegið þennan sama dag mætti ég þó í mat hjá mömmu. Ég hafði læðst út af sjúkrahúsinu alklæddur en þó skólaus.

Ég var ekki vel gangfær vegna verkja í fætinum þegar ég steig í hann. Þegar fyrir norðaustur horn spítalans var komið, sá ég sendilshjól við eldhús innganginn sem var í kjallara hússins á austurgafli. Á hjólinu komst ég heim.

Mamma hringdi í öngum sínum til Ólafs og sagði honum fréttirnar. Sagði honum jafnframt að það blæddi lítilsháttar í umbúðirnar. Ólafur tók þessum fréttum með ró eins og hans var vandi. Hann sagðist líta við eftir einn eða tvo tíma og skipta um umbúðir. Hann sagði mömmu að reka mig upp í rúm.

Þetta gekk allt eftir og sárið var gróið eftir nokkra daga.

Eftir þessa sjúkrahúslegu, fékk ég óbeit á nálum. Óbeit sem óvænt snérist upp í óskýrðan ótta við nálar. Ég þoli ekki enn í dag að horfa á sjálfan mig bólusettan, eða vegna blóðsýnatöku. Sem hafa orðið algengari nú síðustu árin vegna heilsufars eftirlits (öryggiseftirlit) Ég jafnvel loka augunum þegar slíku bregður á skjáinn í sjónvarpinu.

Bakverkir og uppskurður

það var að mig minnir um 1960 sem ég fór að finna til slæmra bakverkja. Ég harkaði það af mér og var ekki að upplýsa neitt um það frekar, hvorki við vinnufélaga né konu mína. Ég "hakkaði" í mig magnilltöflum þegar verst var og reyndi eftir getu að hlífa mér við vissum átökum í vinnunni.

Það mun svo hafa verið á árunum 1971-1972 (minnir mig) að þessir bakverkir fóru að valda mér verulegum áhyggjum.

Kona mín var farin að aðstoða mig við að klæða mig á morgnana. Ég staulaðist til vinnu minnar á vélaverkstæðið og við kranastjórn.

Hjá Ólafi lækni hafði ég fengið allskyns tegundir af verkjatöflum og einnig nokkrum sinnum sprautur. En þetta dugði skammt.

Aldrei hafði ég þó sleppt úr vinnudegi vegna þessa. En vinnufélagar mínir höfðu orðið þessa ástands míns áskynja og hlífðu mér við átakavinnu. Þar á meðal verkstjóri minn Sigurður Elefsen.

Það var svo einn dag að yfir stóð hörð vinnudeila hjá verkalýðsfélögunum. Spáð hafði verið verkfalli. Sem sennilega mundi standa lengi yfir þar sem mikið bar á milli.

Ég hafði farið til Ólafs eina ferðina enn til að fá eitthvað kvalastillandi. Hann stakk upp á því að hann legði mig inn á sjúkrahúsið og við tæki sprautukúr sem hann vonaði að hefði varanleg áhrif. Verkfallið mundi sennilega standa yfir lengi svo ég mundi ekki missa af vinnunni á meðan.

Ég man ekki hvort ég fékk tvær eða fleiri sprautur á dag. En eftir viku legu var ég orðinn svo stirður að ég gat vart hreift mig vegna verkja. Mér hafði versnað við þessa stöðugu legu.

Þetta sá Ólafur auðvitað og fór að tala um að sennilega þyrfti hann að senda mig suður í aðgerð. Úr varð að hann pantaði tíma hjá Landspítalanum.

Svarið þaðan kom óvænt fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. En þá var svo komið að ég komst ekki hjálparlaust fram úr. Raunar gat ég alls ekki gengið án óbærilegra kvala.

Ólafur gaf mér einhverja sprautu við kvölunum og ég fluttur á sjúkrabörum inn í bíl og síðan í "sjúkraflugvél." Þar kom í ljós að helvítis flugvélin var ekki gerð til þess að hægt væri að koma þar fyrir sjúkrabörum.

Heldur var ég borinn af tveim eða þrem mönnum upp í flugvélina við illan leik. Mennirnir kófsveittir og ég gnýstandi tanna, þrátt fyrir sprautuna frá Ólafi, morfín eða eitthvað álíka.

Mér leið þokkalega á leiðinni suður í sætinu með hallandi baki eins og hægt var. Þegar á Reykjavíkurflugvöllinn kom, komu sjúkraliðar um borð sem byrjuðu á því að skamma aumingja flugstjórann fyrir það að flytja alvarlega bakveikan sjúkling án þess að vera í sjúkrabörum. Þeir virðast hafa fengið vitneskju um líðan mína fyrirfram.

En þessir sjúkraliðar kunnu betur til verka en óþjálfuðu "sjúkraliðarnir" heima. Og tókst nokkuð vel án þess að ég þyrfti að kveinka mér mikið að koma mér út úr vélinni og á börur. En áhrif sprautunnar frá Ólafi voru þá farin að minka verulega.

Strax morguninn eftir komu bæklunarlæknarnir Snorri Hallgrímsson og Höskuldur minnir mig að þeir hafi heitið inn á stofuna sem ég lá á. Snorri var yfirmaður bæklunardeildarinnar. Þeir spurðu nokkurra spurninga, og sögðu mér að ég ætti að fara í rönken myndatöku.

Svo mundu þeir láta mig vita daginn eftir hvað gera skuli í framhaldinu.

Morguninn eftir komu þeir svo og Snorri sagði mér að þeir þyrftu að skera um 25-30 sm. langan skurð eftir endilöngum hryggnum á baki mér.

Ekki væri auðvelt að sjá nákvæmlega á rönken myndunum hvar meinið væri. þeir mundu framkvæma aðgerðina næsta morgun.

Áður mundu hjúkrunarkonurnar pensla á mér bakið með joði og gefa mér afslappandi lyf fyrir aðgerðina. En ég skyldi ekki gefa mér miklar vonir um fullkominn bata. Verkirnir mundu væntanlega minnka jafnvel hverfa.

En ég gæti átt von á allt að 75% örorku eftir uppskurðinn og yrði því vart vinnufær á eftir. Ég bölvaði í hljóði og hugsaði með mér hvort þeir væru spámenn eða snillingar, en ég sagði ekkert.

Morguninn eftir þessa "hughreystandi" ræðu Snorra fékk ég einhverjar töflur sem mér var sagt að kyngja. Tvær hjúkkur pensluðu á mér bakið eftir að ég hafði verið fluttur á vagni inn á skurðstofu. Þegar einhverjir fjórir úr hópnum sem þarna voru að búa sig undir að lyfta mér þar sem ég lá á grúfu á vagni, yfir á skurðarborðið. Þá heyrði ég einhvern, sennilega Snorra segja. "Bíðið þið aðeins."

Á þeim tímapunti var ég orðinn nokkuð kærulaus og man ekki frekar hvað skeði þarna, ég heyrði vart annað en einhverja skruðninga.

Ég held þó að ekki hafi verið búið að svæfa mig heldur vankaður eftir pillurnar fyrrnefndu. Síðar var mér sagt að það hefðu verið kæruleysispillur.

En þegar ég rankaði við mér þá var ég kominn upp á sjúkrastofu. Hjúkkan sem hafði verið beðin um að fylgjast með mér og sat á stól við hliðina á rúmi mínu, sagði mér að hætt hefði verið við aðgerðina þar sem í ljós hefði komið graftarbóla á svæðinu sem skera átti. Læknarnir hefðu ekki viljað eiga hætta á að smit frá bólunni kæmust í skurðinn. Hún sagði mér einnig að Snorri yfirlæknir og Höskuldur væru að fara erlendis á læknaráðstefnu svo þeir mundu ekki skera mig.

Málið væri komið í hendur annars læknis sem tæki ákvörðun um framhaldið. Seinnipartinn sama dag kom þessi læknir á stofuna þar sem ég lá ásamt öðrum manni.

Hann tók hraustlega í höndina á mér og sagðist heita Jóhann Guðmundsson. Hann hefði undanfarin ár verið við vinnu og framhaldsnám í Svíþjóð og væri nýkominn heim til Íslands. Aðalsérgrein hans væri bakmein í fólki. Hann hefði verið beðinn um að skera mig þegar graftarbólan áðurnefnda væri gróin.

Hann bað mig að leggjast á magann. Hann þuklaði svæði hryggjarins. Þegar hann kom að svæði þar sem ég kveinkaði mér mest undan þrýstingi frá fingrum hans. (Svona athugun höfðu Snorri og eða Höskuldur ekki gert)

Þá sagði hann mér að hann hefði skoðað bæði rönken myndirnar sem hefðu komið með mér að norðan og rönken myndirnar sem hefðu verið teknar þegar ég kom. Sér hefði fundist þær allar vera ófullkomnar.

Hann hefði því beðið um að aftur verði teknar nýjar myndir en fengið synjun hjá rönken deildinni á þeirri forsendu að búið væri að taka myndir vegna mín.

Myndir sem yfirmaður rönken-stjórnandans, hefði sagt vera nógu góðar. Þess vegna hefði hann, Jóhann tekið myndirnar sem teknar voru á Siglufirði og skoðað þær gaumgæfilega, því þær myndir væru greinilega mun betri en Landspítalans. (Ólafur og Garðar, tóku þær)

Og eftir að hafa skoðað myndirnar og mig þá sæi hann fram á að þurfa að skera um það bil 5-10 sm. langan skurð til að fjarlægja meinið. Ég þyrfti engar áhyggjur hafa ég mundi ná fullum bata. Og ég mundi fyrr en ég héldi geta hent kolapoka upp á bílpall. Ég yrði bara að gera það rétt.

Ekki veit ég hvernig honum datt í hug að nefna kolapoka í þessu sambandi. En miðað við orð Snorra áður og niðurstöðu sem hinn "samþykkti" með þögn sinni. Þá var ég á báðum áttum hverju ég ætti að trúa.

Var þessi læknir aðeins að hugga mig, eða var þetta einhver loddari?

En eitthvað var þó í málrómi hans og látbragði sem fékk mig til að trúa honum. Ekki síst þegar hann fór að ræða um daginn og veginn þar með talið lífið heima á Sigló á meðan sat hann á rúmstokk mínum glaðlegur á svip.

Tveim dögum síðar var ég fluttur á skurðstofuna mér gefin aðeins ein pilla í stað tveggja áður.

(líklega verið metið að ég væri með hálfgerðan hænuhaus, miðað við fyrri reynslu)

Bakið á mér var svo penslað aftur með joði og mér vippað yfir á skurðarborðið. Ég man að nál var stungið í annan handlegginn og síðan hinn og var steinsofnaður áður en ég vissi af.

Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina lá ég á maganum. Ég sá að ég var einn í litlu herbergi. Ég var enn hálf ringlaður í hausnum. Ég snéri mér við og lagðist á bakið. Ég skoðaði ljósabúnaðinn sem hékk fyrir ofan mig í loftinu.

Hjúkrunarkona kom hlaupandi inn alveg í öngum sínum. Hún átti að gæta mín þangað til ég vaknaði og koma í veg fyrir að ég snéri mér á bakið. Hún bað mig að snúa mér hægt við aftur en það væri regla að sjúklingar sem væru skornir eins og ég ættu að liggja kyrrir á maganum í að minnsta kosti tvo daga eða þar til skipt yrði á umbúðum.

Ég sagði henni að mér liði ágætlega á bakinu og neitaði að verða við beiðni hennar.

Ég róaði stúlkuna og sagði að Snorri og Höskuldur væru erlendis og þeir réðu engu núna og alls ekki yfir mér.

Mér var farið að líða prýðilega. Ég fann ekki fyrir neinum verkjum á þessari stundu. Hjúkrunarkonan maldaði í móinn en ég huggaði hana með því að segja henni að ég mundi ekki segja neinum frá því að hún hefði ekki verið hjá mér þegar ég vaknaði.

Hún fór með mig inn á sjúkrastofuna á vagninum sem var undir beði mínu og fékk aðstoð til að koma mér yfir í rúmmið mitt. Rétt í því kom Jóhann inn og sagði brosmildur. "Þú er vaknaður karlinn og kominn á bakið. Flott hjá þér? Gerðirðu það sjálfur eða var þér hjálpað?"

"Ég gerði það sjálfur ósjálfrátt." svaraði ég og brosti. Flott, ennþá betra.

Hjúkrunarkonurnar tvær, önnur þeirra sem átti að gæta mín er ég vaknaði horfðu undran á hvora aðra. Þetta var talsvert frábrugðið þeim fyrirmælum sem þær töldu að hefðu komið frá Snorra var mér sagt síðar. Jóhann brosti er hann sýndi mér litla glerkrukku, krukkan innihélt litla kúlu. "Þetta er ófétið sem hefur verið að auka kvalir þínar undafarin ár."

"Oft hafa svona bakverkir verið kallaðir brjósklos en í þínu tilfelli var það brjóskmyndun." Kúlan minnti mig á bolta eins og ég sem strákur, hafði tálgað til úr hákarlabrjóski, bolta á stærð við golfkúlu, nem þessi kúla sem þarna var í krukkunni var ekki nema um 8-10mm. í þvermál.

Daginn eftir í morgunheimsókn læknanna var hjúkrunarkonunum enn meira brugðið. Einnig læknum sem þarna voru með á stofugangi. Jóhannan bað þær að stilla rúmið þannig að ég sæti uppréttur. Það var gert með sveif. Smá óþægindum fann ég fyrir í bakinu, en ekkert til að kvarta yfir.

Rúmið var látið vera í þessari set-stöðu, þar til eftir hádegið að ég hafði fengið smá næringu, einhverja súpu. Svo átti ég að fá mér blund og slappa af sagði hjúkkan, sem lagfærði rúmið til láréttrar stöðu.

Morguninn eftir, hjálpaði Jóhann mér að reisa mig upp og láta fæturna lafa niður af rúminu. Á meðan talaði hann um "daginn og veginn," Sagði mér einnig að það sama verði ég látinn gera á morgun tvisvar sinnum. Á fjórða degi var ég rekinn fram úr og látinn ganga með hjálp umhverfis rúmmið mitt, út að glugga á stofunni og til baka.

Á fimmta degi kom Jóhann með tvær hækjur. Hann hjálpaði mér fram úr og sagði mér að næstu morgna ætti ég að fá mér göngutúr frammi á gangi. þetta voru erfiðar göngur, mig sárkenndi til. Ég sagði Jóhanni frá því. En svar hans var einfalt. "því meira sem þú finnur til á göngunni, því betra og verkirnir hverfa fljótar."

Ekki man ég hvenær það var nákvæmlega. Eftir rúma viku eða svo þá birtust þeir Snorri og Höskuldur ásamt Jóhanni og hópur læknanema á stofugangi.

Ég sat uppi í rúmi mínu hinn rólegasti og var að lesa bók ég rétt leit upp þegar hópurinn birtist og hélt svo lestrinum áfram.

Ég leit þó fljótt aftur upp frá lestrinum þegar Snorri sagði hvellum rómi. "Hver ber ábyrgð á því að maðurinn er sestur upp."

Hann snéri sér til skiptis að hjúkrunarkonunum sem þarna voru og Jóhanni. Jóhann svaraði ákveðinn og yfirvegaður.

"Þetta er minn sjúklingur og það hefur í alla staði verið farið eftir mínum fyrirmælum hvað hann varðar."

Snorri svaraði því í fússi að samkvæmt reglum sjúkrahússins þá ætti svona sjúklingur að liggja á bakinu með sem minnstri hreyfingu og alls ekki setjast upp.

Eitthvað meira sagði Snorri, greinilega bálreiður. Hann stoppaði ekki fyrr en Jóhann sagði með sömu rósemi og áður, að sér finnist þessi vettvangur ekki sá rétti fyrir ávítanir.

Hann hefði meðhöndlað sjúklinga sína samkvæmt þeim aðferðum sem hann hefði lært á löngum ferli en ekki eftir einhverju reglum sem sér hefði ekki verið kynntar. Meira var ekki sagt um þessi mál, þarna inni.

En síðar um daginn kom Jóhann sérstaklega til að segja mér að hann vonaði að ég hefði ekki tekið þessi viðbrögð Snorra um morguninn alvarlega.

Snorri væri gamalreyndur og fær læknir á sínu sviði. En hann hefði bara ekki kynnst þeim aðferðum sem algengar væru erlendis. Til dæmis í Svíþjóð.

Þeim aðferðum sem hann hefði lært þar og stundað í nokkur ár.

Einnig sagði hann mér að hann hefði meðal annarra, stundað einn af meðlimum sænsku konungsfjölskyldunnar. Sá hefði verið með mjög lík einkenni og ég og að hann væri laus við alla fyrri bakverki í dag.

Hann sagði mér jafnframt að þegar Snorri hefði heyrt að ég væri farinn að ganga um á hækjum þá hefði hann verið allt annað en ánægður með þessa meðferð á mér en sagði þetta á ábyrgð Jóhanns. Jóhann endurtók svo fyrri orð sín um bata minn stæðust, ég mundi ná fullum bata.

Daginn eftir hitti jóhann mig við enda gangsins rabbaði við mig um stund. Síðan tók hann af mér hækjurnar og sagði mig hér eftir notast við handriðin á ganginum til að komast frá og til sjúkrastofunnar sem ég lá á.

Minningar mínar frá veru minni á Landspítalanum þessar rúmlega tvær vikur sem ég var þar eru ekki margar utan það sem ég hefi ritað hér ofar.

Herbergisfélagi minn, fannst mér vera nokkuð skapstyggur svo samskipti okkar urðu ekki mikil.

Sérstaklega ekki eftir að ég sagðist ekki kenna mikið í brjóst um hann, þegar hann bölvaði yfir því að hjúkrunarkona hafði gert upptækar tóbaksbyrgðir sem hann var með. Hann hafði kveikt sér í rettu eina nóttina.

Ég sagði að það væri bara vesaldómi hans og þeirra sem reyktu, að kenna ef þeir héldu að þeir gætu ekki hætt að reykja.

Baðtímar

Eins og regla er á sjúkrahúsum þá eru sjúklingar þvegnir reglulega. Slík hreingerning fer fram í rúmi viðkomandi ef hann er ekki fær um að fara í baðker.

Svo var með mig fyrstu vikuna en þá fékk ég tvisvar allsherjar hreingerningu á skrokkinn. Sem betur fór fannst mér, þá var það vel fullorðin og vinaleg kona sem gerði það í bæði skiptin.

En þegar sú gamla sagði mér ég ætti að fara í bað og sagði að unga stúlkan sem var við hlið hennar ætti að baða mig. Þá varð ég hálf vandræðalegur.

Hún hjálpaði mér þegar inn á baðherbergið var komið, að klæða mig úr „náttfötunum“ og síðan að koma mér uppí og setjast niður í baðkerið.

Ég gæti trúað að ég hafi verið bæði blóðrauður í andliti og vandræðalegur á svip. Þorði varla að gefa stúlkunni auga. En ég sá þó loks að sennilega hefur henni ekkert liðið betur en mér því hún var blóðrauð í andlitinu og vandræðaleg á svip.

Til að rjúfa þögnina, þá spurði ég hvort hún væri vön að baða sjúklinga. Því svaraði hún neitandi en sagðist nokkrum sinnum hafa aðstoðað aðra við slíkt en þetta væri í fyrsta sinn sem hún gerði slíkt ein.

Eftir að ég hafði rofið þögnina virtist hún afslöpp og ákveðin. Og þegar kom að þvo "heilaga svæðið" rétt hún mér þvottapokann og spurði hvort ég gæti ekki klárað. Sem ég gerði hálf feginn. Baðið var hressandi ekki síst úðinn frá "sturtubrúsinu" sem hún skolaði mig vandlega með og þurrkaði mig svo. Síðan voru umbúðirnar endurnýjaðar en vatnsheldur plástur hafði verið settur umhverfis skurðinn.

Annað minnistætt atvik átti sér stað á Landspítalanum. Þrem fjórum dögum eftir uppskurðinn. Þá komu inn á stofuna fullorðin hjúkrunarkona sem kynnti sig sem meinatækni. Með henni var kornung stúlka í hjúkrunarbúningi. Hún ók á undan sér litlum vagni með ýmsu dóti á.

Meinatæknirinn var mjög vinsamleg og talaði blíðum rómi er hún sagði okkur sjúklingunum að þær væru komnar til að taka hefðbundin blóðsýni úr okkur.

Þær snéru sér fyrst að herbergisfélaga mínum og sú eldri fór að segja þeirri yngri til um hvernig hún ætti að bera sig til.

Sú unga var greinlega í námi.

Eins og áður hefur komið fram var "félagi" minn ekki mjög skapgóður og hafði oft látið reiði sína yfir tóbaksleysinu bitna á starfsfólkinu. (ekki læknunum)

Hann byrjaði á að spyrja þá eldri þjóstur hvort hann ætti að vera eitthvað tilraunadýr.

Með blíðum róm tókst konunni að róa pirringinn og sagði að allir þyrftu einhvern tíma að læra.

Ekki tókst þeirri ungu vel til, sennilega vegna svipsins á þeim úrilla og fyrri orða hans. Tvær tilraunir hennar til að finna æð höfðu mistekist undir blóti karlsins.

Í þriðju tilraun hefur stúlkan sennilega hitt á taug því karlinn rak upp reiðiöskur og sagði nóg komið.

Eftir fylgdi runa blótsyrða. Sú gamla var ekki ánægð á svipinn og leit á karlinn með fyrirlitningu samhliða því sem hún tók við og náði ætluðu blóðsýni.

Unga stúlkan var í rusli og ætlaði út úr stofunni. Sú gamla sagði við hana blíðum rómi að bíða því hún þyrfti að fylgjast með þegar hún tæki blóðsýni frá mér.

Hún fylgdist með þegar verið var að gera mig kláran til blóðtökunnar.

En þegar sú gamla ætlaði að stinga nálinni í mig dró ég handlegginn til baka og sagði. "Ertu ekki með stelpuna í þjálfun? Láttu hana gera þetta."

Sú gamla var fljót að átta sig á hvað ég ætlaðist til og snéri sér að stúlkunni sem hafði heyrt hvað ég sagði.

Brosandi rétti hún henni sprautuna og sagði henni að taka við.

Hikandi kom stúlkan til mín. Ég brosti framan í hana og sagði eitthvað á þá leið við hana að henni væri alveg óhætt að stinga í mig eins oft og til þyrfti.

Ég væri alveg ónæmur fyrir nálum. (mér tókst að fela ótta minn við nálar)

Stúlkan unga brosti dauft og stakk nálinni inn og við fyrstu stungu hitti hún á æð. Og það sem meira var, ég sem alla tíð síðan á sjúkrahúsinu heima á Sigló var bæði skít hræddur við nálar og hataði, fann varla fyrir stungunni en ég horfði ekki á nálina heldur á andlit stúlkunnar.

Það var tvennt sem ég hafði í huga þegar ég bauð mig fram til þessa "þrekvirkis" til að vera "tilraunadýr" eins og hinn skapvondi herbergisfélagi minn kallaði það. Það var í fyrsta lagi að ég kenndi í brjóst um stúlkuna.

Svo ekki síst langaði mig til að gera lítið úr þeim skapstóra. Það tókst vel fannst mér því hann var í virkilegri fýlu næstu daga á eftir.

En stúlkan unga heimsótti mig á hverjum degi það sem eftir var tíma mínum þarna á Landspítalanum, meðal annars frammi á gangi sem ég fór daglega á í göngutúr. Hún sagði mér að sennilega hefði hún hætt við að fara í nám í meinatækni sem hún var að íhuga. Hefði ég ekki gefið henni tækifæri.

Ég var vissulega nokkurn tíma að jafna mig eftir veru mína á Landspítalanum þegar heim var komið. Ég átti að taka mér frí frá vinnu í 2-3 mánuði.

En ég hóf þó vinnu á verkfæralager SR-Vélverkstæðis eftir rúmlega mánuð.

Sigurður Elefsen kom því þannig fyrir eftir samkomulag við Stein Skarphéðinsson sem hafði stundað þá vinnu að gæta verkfæra og efnislagers, að hann færi til almennrar vinnu á verkstæðinu á meðan ég væri að jafna mig. Þar var ég svo í 3-4 vikur.

Í dag 2018 hefi ég ekki kennt mér meins í bakinu. Að minnsta kosti ekki sem tengja má við fyrra meini.

Slys..

Oft hefi ég orðið fyrir ýmsum áföllum. Dottið af hjóli, dottið illa á skíðum, lamið á fingur mér við smíðar og margt fleira eins og gengur.

Aldrei hefi ég þó brotnað eða orðið fyrir neinu alvarlegu slysi fyrr en árið 1976.

Við feðgarnir Valbjörn og ég höfðum skipst á við kranastjórnina við steypuvinnu inni í Skagafirði, eins og venjulega á Link Belt krananum sem ég átti í félagi við vinn minn Guðmund Skarphéðinsson, og að nafninu til Þormóð Ramma .

Altarnatorinn í Bronco jeppanum mínum hafði bilað og ég tekið ákvörðun um að taka rafgeymirinn úr jeppanum og hlaða hann með því að tengja geymirinn við kranakerfið.

Einfalt mál, en þar sem kraninn var á stöðugri hreyfingu, þá þurfti að hafa hraðan á við tenginu við rafgeymi kranans.

Ég sætti lagi, svæði rafgeymis kranans var til skiptis vegna vinnu og hreyfingu kranans, hulinn af afafturhluta kranahússins.

Ég náði að tengja slysalaust, en sá að annað sambandið var við það að losna og ætlaði að lagfæra. Við augnabliks gleymsku, þannig verða slysin.

Ég teygði ég mig til að lagfæra sambandið en á sama augnabliki snérist kranahúsið og ég varð á milli og dróst upp á kranabílinn og þrýstist þar á milli í pláss sem var vart meira en 15 sentímetri svæði líkama míns frá miðju baki að mjöðm. Sem betur fór sást til mín og Valbirni gert viðvart auk þess sem ég mun hafa gefið frá mér einhver hljóð.

Mér var hjálpað frá vettvangi og var svo heppin að bóndakonan á bænum sem við vorum að steypa hjá var hjúkrunarkona og var hún sótt hið snarasta.

Það var Helga Ingólfsdóttir, dóttir Ingólfs Arnarssonar rafvirkjameistara. Helga hlúði að mér á meðan beðið var eftir sjúkrabíl frá Siglufirði og gaf mér jafnframt kvalastillandi sprautu (morfín eða eitthvað svipað) Helga var jafnframt þjónustufulltrúi í sveitinni hvað hjúkrun varðar.