Sverrir Torfason, bryti

Sverir var mjög félagslyndur maður. Hann var afbragðs matreiðslumaður og þjónustuljúfur.

Hann og Sigurður skipstjóri höfðu þekkst lengi, og þeim var gott til vina.

Á myndinni hér er hann talsvert öðruvísi klæddur en venjulega. Raunar var það í eina skiptið sem ég sá hann svona uppáklæddan í einkennisbúningi, þegar ég tók þessa mynd, ásamt af fleiri yfirmönnum sem var úthlutað einkennisflötum.

Tilefnið var að allir yfirmennirnir höfðu fengið samkvæmt samningum, einkennisföt. Þeir mátuðu auðvitað allir fötin sín, og flestir báðu mig um myndatöku. Hinir fóru aðeins í þessi einkennisföt sín á jólum, og eða þegar komið var til austantjaldslanda.

Kommarnir báru ekki mikla virðingu, né tóku mikið tillit til óeinkennisklæddra yfirmanna.

Sverrir Torfason, bryti

Sverrir Torfason, bryti