Vélarbilun á leið til London, á miðju Ermarsundi

Ekki man ég hvaðan við vorum að koma, (sennilega frá Rotterdam) en við vorum með bensínfarm sem fara átti með til London, til afgreiðslu við Thames í London. Við vorum einhversstaðar á Ermarsundi þegar aðalvélin stöðvaðist, og það með látum sögðu vélstjórarnir. Í ljós kom að einn af 6 stimplum vélarinnar festist vegna brotinna stimpilhringja.

Við vorum sem betur fór á svæði þar sem lítil umferð var og nánast logn og ládeyða.

Eftir sameiginlega ákvörðun 1. meistara og skipstjóra, var ákveðiði, að í stað þess að kalla á togbát til aðstoðar og láta hann draga skipið til hafnar til viðgerðar. Tefja þar með losun skipsins með miklum aukakostnaði fyrir útgerðina, ákváðu þeir að láta skipverja sjálfa vinna að viðgerð. Vélaliðið fékk hluta dekkliðsins til aðstoðar við að opna viðkomandi stimpillok og lúgu á vélarblokkinni. Stimpillinn var losaður frá króntappanum. Við það þurfti að fara inn í sjóðandi heita vélina á bússum, ég var einn af þeim sem fór þangað inn með slaghamar og fastan lykil sem slá þurfti á til að losa rærnar.

Sex stimlar

Sex stimlar

Áður höfðu aðrir losað viðkomandi öryggisfestingar við rærnar. Þrátt fyrir að smurolíu vélarinnar í botnskálinni, hafi hringdælt og blandað kaldri olíu frá birgðatanka, var hitinn á olíunni sennileg um 30-40 stig, og inni í vélinni sjálfri enn heitar. Þarna inn skiptumst við á um að fara inn í smá stund hver, til að losa um rærnar sem héldu saman leguhúsi stimpil armsins, enda-legu-hlífina frá stimplinum frá króntappa ofl. Síðan var stimpillinn ásamt sjálfri slífinni sem reyndist pinnföst við stimpilinn, dregin upp með krafttalíu. Síðan var stimpilokinu komið fyrir á sinn stað ásamt blokklúgunni. Vélin var síðan ræst með fimm stimplum í stað sex, og stefnt til hafnar við Thames.

Allt þetta puð tók rúma tvo tíma. Vélstjórarnir tóku sig svo til við að undirbúa að setja varastimpil í staðinn þegar til London kæmi, þá við bryggju.Sú vinna var nokkuð hættuspil. Ekki vegna sjálfrar vinnunnar, sem vélstjórarnir sögðust sjálfir ætla að framkvæma. Heldur vegna þess að vélarvana skip eru bönnuð á Thames, nema að minnsta kosti tveir togbátar séu til taks, á meðan viðgerð stæði yfir. Það er vegna hins mikla mismunar á flóði og fjöru og viðkomandi sterkum straumum árinnar. Tekin var talsverð áhætta, en háar sektir voru fyrir slíkt, án vitundar hafnaryfirvalda.

Þegar lauslegri tollskoðun var lokið, var lagst við sömu bryggju og oft áður. Þarna er fljótið mjög straumhart við flóð og fjöru, og mismunur flóðhæðar er um 12-13 metrar, og því þurfti sérstakra aðgæslu með fastsetningarendum, sem við höfðum nokkuð öruggari nú en áður. Vélstjórarnir breiddu fyrir alla glugga sem voru á vélrúmi og vélrúminu síðan harðlega læst. Það tók alla vélstjórana tæpa 5 tíma að koma varastimpli og slíf fyrir, ganga frá smáatriðum og að gangsetja vélina og prófa.

Fjórum tímum síðar voru endar leystir. Þetta var þrekviki og sparaði útgerðinni miljónir króna. Skálað var í freyðivíni þegar út á sjó var komið.